Færslur: Kynferðisofbeldi

Síðdegisútvarpið
„Hún er kúguð til að þegja“
„Einstaka sinnum springur hún á sannleikanum og segir einhverjum sem hún þekkir frá hver var faðir þessara drengja,“ segir Guðrún Jónína Magnúsdóttir. Hún rekur sögu móður sinnar í bókinni Álfadalur en móðir hennar varð tvisvar ófrísk eftir föður sinn. „Hún hélt bara að eitthvað hræðilegt myndi gerast ef hún segði frá.“
Kastljós
Risavaxin brotasaga eins virtasta barnaskóla landsins
„Ef við ætlum að breyta sögunni verðum við að vita hvað gerðist. Og ef við ætlum að læra af sögunni verðum við að hlusta á fórnarlömb þessa manns,“ segir fjölmiðlamaðurinn Þorsteinn J. Í nýjum útvarpsþáttum rannsakar hann meint kynferðisbrot Skeggja Ásbjarnarsonar sem var kennari í Laugarnesskóla og sá um barnatíma í útvarpi.
08.11.2022 - 13:28
Skeggi
„Guð veit að við sáum þetta öll“
„Þarna í myrkrinu var kjöraðstaða fyrir Skeggja til að athafna sig gagnvart drengjunum,“ segir Anna Thorsteinsson sem var nemandi Skeggja Ásbjarnarsonar í Laugarnesskóla og bekkjarsystir Garðars sem er einn þeirra sem greint hefur frá meintu kynferðisofbeldi kennarans. Anna staðfestir frásögn Garðars og dáist að hugrekki hans.
07.11.2022 - 12:21
„Held ég hafi séð allt niður í ellefu ára börn“
Dæmi eru um að börn niður í allt að ellefu ára aldur brjóti kynferðislega á öðrum börnum, að sögn yfirmanns kynferðisbrotadeildar lögreglu. Hann segir að vel sé hægt að draga þá ályktun að aukin klámnotkun barna og ungmenna leiði til óæskilegrar kynhegðunar.
08.09.2022 - 16:50
Úkraínsk börn talin flutt nauðug til Rússlands
Sameinuðu þjóðirnar telja trúverðugt að Rússar hafi flutt úkraínsk börn nauðug til ættleiðingar í Rússlandi. Rússar eru sakaðir um margvísleg mannréttindabrot önnur. Þetta kom fram á fundi öryggisráðsins í dag.
Ráðherra og aðstoðarmaður sakaðir um kynferðisbrot
Tvær konur saka ráðherra í ríkisstjórn Bretlands og aðstoðarmann í breska forsætisráðuneytinu um kynferðisbrot. Þetta kemur fram í frétt Sky News. Mennirnir eru sagðir vera enn í sömu störfum.
02.09.2022 - 11:25
Sjónvarpsfrétt
Þriðja hver kona orðið fyrir áreitni í vinnunni
Um þriðjungur kvenna á Íslandi hefur orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi á vinnustað á lífsleiðinni, samkvæmt einni viðamestu rannsókn sem gerð hefur verið á heimsvísu. Lektor við Háskóla Íslands og ábyrgðarhöfundur rannsóknarinnar segir mikilvægt að tryggja öryggi kvenna á vinnustöðum og að samstarfsfólk hafi augun opin fyrir ósæmilegri hegðun.
01.09.2022 - 20:00
Aðeins 10% þolenda hjá Stígamótum kæra til lögreglu
Aðeins tíu prósent þeirra sem leituðu aðstoðar Stígamóta á síðasta ári, eftir að verða fyrir kynferðisofbeldi, kærðu mál sín til lögreglu. Aldrei hafa fleiri brotaþolar leitað sér aðstoðar í fyrsta sinn hjá samtökunum og í fyrra, eða 465 einstaklingar.
Íslendingur handtekinn fyrir gróft kynferðisofbeldi
Íslenskur ríkisborgari var á laugardag handtekinn í Skärholmen í Stokkhólmi, grunaður um að hafa frelsissvipt konu í þrjá daga, nauðgað henni og veist að henni með grófu líkamlegu ofbeldi. Í handtökuskýrslu lögreglunnar ytra segir að maðurinn hafi verið yfirheyrður í gær. 
Sjónvarpsfrétt
Valdaójafnvægi þema Druslugöngunnar í ár
Fjöldi fólks kom saman í dag og sýndi þolendum kynferðisofbeldis samstöðu í Druslugöngunni. Hún var haldin í 10. sinn eftir tveggja ára hlé vegna heimsfaraldurs. Áhersla var lögð á valdaójafnvægi.
Forvarnir gegn ofbeldi í garð barna skipta öllu máli
Það getur skipt sköpum fyrir framtíð barns að bregðast rétt við ummerkjum um ofbeldi, segir leikskólakennari sem sérhæfir sig í forvörnum gegn ofbeldi og vanrækslu í garð barna. Ráðgjafastofan Samtalið - Fræðsla ekki hræðsla heldur námskeið fyrir leikskóla- og grunnskólakennara.
Mótmælti kynferðisbrotum í Úkraínu á rauða dreglinum
Kona hljóp í gær hálfnakin inn á rauða teppið á kvikmyndahátíðinni Cannes til þess að mótmæla kynferðisofbeldi í Úkraínu. Á myndskeiði má sjá að konan klæðir sig úr svörtum síðkjól og hleypur í átt að prúðbúnum gestum hátíðarinnar.
Aflið á Akureyri verið starfrækt í 20 ár
Tuttugu ár eru síðan samtökin Aflið voru stofnuð á Akureyri. Aðsóknin hefur aukist ár frá ári og segir forstöðumaður samtakanna að umræður um ofbeldi í samfélaginu ýti við þolendum til að leita sér aðstoðar.
02.05.2022 - 12:49
750 milljónum varið í viðbrögð vegna afleiðinga COVID
Ríkisstjórnin ákvað á síðasta fundi sínum fyrir páska að verja 750 milljónum króna til sértækra aðgerða svo mæta megi félags- og heilsufarslegum afleiðingum kórónuveirufaraldursins. Ætlunin er að ráðast í níu verkefni af því tagi í ár.
Krefjast rannsóknar á ofbeldi gegn konum og börnum
Háttsettir embættismenn innan Sameinuðu þjóðanna krefjast þess að ofbeldi rússneska innrásarliðsins gegn konum og börnum í Úkraínu verði rannsakað ofan í kjölinn. Eins segja þeir brýnt að tryggja öryggi barna að öllu leyti.
Mannlegi þátturinn
App fyrir þolendur tilbúið og nú vantar bara fjármagn
Þróaður hefur verið bjargráður fyrir þolendur í formi smáforrits fyrir snjallsíma þar sem þolendum ofbeldis, hvort sem er heimilis- eða kynferðisofbeldis, býðst að skrásetja sína upplifun af ofbeldinu í máli og myndum. Vonir standa til þess að forritið hjálpi þolendum og geti jafnvel stutt þá fyrir dómi.
Viðtölum við þolendur ofbeldis í faraldrinum fjölgar
Verkefnisstjóri hjá Aflinu, samtökum gegn kynferðis- og heimilisofbeldi á Norðurlandi reiknar með að þolendur ofbeldis í faraldrinum séu nú farnir að leita í auknu mæli til samtakanna. Töluverð aukning hefur verið á viðtalsbeiðnum á síðustu mánuðum.
30.01.2022 - 12:52
Viðtal
Þolandi kynferðisofbeldis fái meiri aðstoð
Ráðist verður í forvarnir og vitundarvakningu gegn kynferðisbrotum og kynbundnu ofbeldi og áreitni. „Við heyrum mikla óánægju frá þolendum kynferðisbrota og viljum reyna að horfa dálítið heildstætt á þetta, þróa áfram lausnir og íbúar sitji við sama borð. Að við séum að hlusta á okkar viðskiptafólk, finna út úr hvað við getum gert betur og öðru vísi.“
Spegillinn
Fyrst brýtur gerandinn á þeim og svo réttarkerfið
Þolendur kynferðisofbeldis hafa stigið fram undanfarið og greint frá ofbeldi af ýmsum toga. Yfirleitt greina þolendur frá reynslu sinni á samfélagsmiðlum, ýmist nafnlaust eða undir nafni. Lögmaður sem hefur haft fjölda kynferðisbrota til meðferðar segir að þolendur upplifi oft á tíðum að það sé brotið tvisvar á þeim, fyrst af geranda þeirra, og svo af réttarkerfinu.
Beittu stöðu sinni til að grafa undan frásögn Vítalíu
Mennirnir fimm sem sakaðir hafa verið um kynferðisbrot gegn ungri konu, beittu stöðu sinni til þess að grafa undan frásögn meints þolanda. Þetta segir stjórn Íslandsdeildar alþjóðasamtökanna Transparency International, samtaka gegn spillingu, í yfirlýsingu um málið.
07.01.2022 - 22:57
Sjónvarpsfrétt
VR benti stjórn lífeyrissjóðsins á ásakanir í desember
Formaður BSRB segir að fólk verði að velta fyrir sér hvert raunverulegt viðhorf er til kvenna á vinnustað hjá valdamönnum sem hegða sér í frítíma eins og karlarnir fjórir sem fóru í leyfi í gær. Stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna fékk ábendingar frá VR í desember um óviðeigandi hegðun stjórnarformanns Festar sem ung kona hefur sakað um kynferðisofbeldi. Festi er eitt stærsta fyrirtæki landsins. Stærstu eigendur þessu eru lífeyrissjóðir BSRB og VR sem í eru tugþúsundir Íslendinga.
Spegillinn
Hljómar eins og í EXIT þáttunum
Prófessor í heimspeki segir að kynbundið ofbeldi þrífist í öllum lögum samfélagsins. Hegðun og lifnaðarhættir manna sem stigu til hliðar í gær í kjölfar ásakana um kynferðisofbeldi minni helst á norsku þættina EXIT.
Viðtal
Ekkert minnst á kynferðisofbeldi í siðareglum KSÍ
Talskona forvarnarhópsins Bleika fílsins segir að skýrsla um viðbrögð KSÍ við ábendingum um ofbeldi, sýni þörfina á að skýra hvernig tekið sé á móti og farið með ábendingar. Hún furðar sig á að hvergi sé minnst á kynferðisofbeldi í siðareglum sambandsins. 
09.12.2021 - 19:38
Níu ára börn verða fyrir stafrænu kynferðisofbeldi
Börn allt niður í níu ára hafa verið fórnarlömb stafræns kynferðisofbeldis hér á landi. Lögregla merkir aukningu í kjölfar umfjöllunar um vefsíður þar sem fólk selur aðgang að kynferðislegu efni. Ríkislögreglustjóri hefur nú hafið herferð gegn stafrænu ofbeldi hjá unglingum.
Sjónvarpsfrétt
Brugðust börnum sem send voru á vistheimili á Hjalteyri
Samfélagið brást börnum í viðkvæmri stöðu með því að senda þau á vistheimili á Hjalteyri segir bæjarstjórinn á Akureyri. Fólk sem dvaldi á heimilinu lýsir kynferðisofbeldi og öðru ofbeldi. Umsjónarmaður sanngirnisbóta kallar eftir opinberri rannsókn á þeirri meðferð sem börn sættu þar. Um áttatíu börn dvöldu á heimilinu.  

Mest lesið