Færslur: kvenréttindi

Ekvador
Þungunarrof heimilt ef þungunin er afleiðing nauðgunar
Stjórnlagadómstóll Ekvadors úrskurðaði í gær að heimila skuli þungunarrof ef þungunin er afleiðing nauðgunar. Umboðsmaður mannréttinda í Ekvador greindi frá þessu á Twitter og sagði að þessa niðurstöðu mætti þakka „þeim konum og kvenréttindasamtökum sem háð hafa þrotlausa baráttu fyrir sanngjarnara samfélagi og auknu jafnrétti."
Kynjahallinn eykst í grænlenskum stjórnmálum
Færri konur bjóða sig fram til Grænlandsþings nú en 2018 og hlutfall þeirra lækkar á milli kosninga. Þing- og sveitarstjórnarkosningar verða haldnar á Grænlandi þriðjudaginn 6. apríl. Innan við þriðjungur frambjóðenda til grænlenska landsþingsins er konur og hlutfallið í sveitarstjórnarkosningunum er nánast það sama. Þetta kemur fram í frétt grænlenska blaðsins Sermitsiaq. 189 eru í framboði til Grænlandsþings; 56 konur og 133 karlar.
23.03.2021 - 03:32
Risapíka veldur usla í Brasilíu
Þrjátíu og þriggja metra löng píka hefur vakið umtal í Brasilíu. Listakonan vill varpa ljósi á valdaójafnvægi og misrétti en gagnrýnendur segja hana athyglissjúka.
17.01.2021 - 11:55
Myndskeið
Vill að þingið taki skýra afstöðu með réttindum kvenna
Heilbrigðisráðherra verður falið að tryggja að konum sem ferðast hingað til lands til að gangast undir þungunarrof fái viðeigandi heilbrigðisþjónustu, verði tillaga Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur, óháðs þingmanns, samþykkt. Hún vill að þingið taki afstöðu með réttindum kvenna í Evrópu og sýni það í verki.
04.11.2020 - 22:30
Kröfðust þess að Tyrkland standi við Istanbúlsáttmálann
Þúsundir kvenna fylktu liði á götum nokkurra tyrkneskra borga í gær, þar sem þær mótmæltu kynbundnu ofbeldi og kröfðust þess að stjórnvöld létu allar hugmyndir um að segja Tyrkland frá Istanbúl-sáttmálanum lönd og leið.
06.08.2020 - 06:22
Barist og sungið fyrir réttindum kvenna
105 ár eru í dag frá því að konur fengu fyrst kosningarrétt á Íslandi. Þess var minnst víða um borgina í dag.
19.06.2020 - 19:00
Fréttaskýring
Konurnar sem kjósa að vera heima óháð öllum farsóttum
Nú á tímum COVID-19 vinna margir heima, en áður en kórónaveiran fór að valda usla í Evrópu var hópur sem kaus helst að vinna heima, ekki við tölvu með fjarfundabúnað heldur við þrif, uppeldi og eldamennsku. Myllumerkið #Tradwives hefur átt vaxandi fylgi að fagna á samfélagsmiðlum. Í Bretlandi og Bandaríkjunum hefur sprottið upp hreyfing kvenna sem vill hverfa aftur til óræðs tíma þar sem konur voru heimavinnandi og karlar fyrirvinnur
25.03.2020 - 11:48
Áfallasaga kvenna kynnt í dag
Þriðjungur íslenskra kvenna hefur orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi í námi eða starfi, þar af um sjö prósent þar sem þær vinna núna. Þetta kemur fram í fyrstu niðurstöðum rannsóknarinnar Áfallasaga kvenna sem verða kynntar í hádeginu í dag, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, í húsi Íslenskrar erfðagreiningar Reykjavík.
Sjö femínistar handteknir í Sádi-Arabíu
Sjö femínistar hafa verið handteknir í Sádi-Arabíu, aðeins tveimur vikum áður en til stendur að afnema bann um að konur megi ekki keyra bíla.
19.05.2018 - 17:17
Dæmd í 30 ára fangelsi vegna andvana fæðingar
Nítján ára kona, sem varð þunguð eftir nauðgun, hefur verið dæmd í 30 ára fangelsi í El Salvador fyrir morð. Dómari komast að þeirri niðurstöðu að konan hafi ekki sótt sér þá læknishjálp sem nauðsynleg var þegar barnið fæddist, nokkru fyrir tímann. Sú vanræksla jafngildi morði.
„Ekki bara brosandi fylgifiskur“
„Ég leitast við að sýna að ég er ekki bara brosandi fylgifiskur í fallegum fötum.“ Þetta sagði Eliza Reid forsetafrú í tilefni alþjóðlegs baráttudags kvenna á hádegisverðarfundi hjá Félagi kvenna í atvinnulífinu. „Ég vil ekki bara vera þekkt sem konan hans Guðna jafnvel þótt ég geti verið stolt af því hlutverki,“ sagði Eliza ennfremur.
Spurð hvort hún sé með pabba sínum í vinnunni
„Sumir karlar hafa kannski starfað sem smiðir í 50 ár og aldrei unnið með kvenmanni og ég er oft spurð að því hvort einhver eldri maður sé pabbi minn, hvort ég sé með pabba mínum í vinnunni,“ segir Eva Björk Sigurjónsdóttir, húsa- og húsgagnasmiður. Hún talaði í dag, sem fulltrúi Félags kvenna í karllægum iðngreinum, á fundi undir yfirskriftinni öll störf eru kvennastörf. Alþjóðlegur baráttudagur kvenna er í dag.
Beðin um að dansa á nærfötunum
Ég hef verið beðin um að klæða mig öðruvísi, að spila ekki á hljóðfæri á tónleikum svo ég sjáist betur og einu sinni var ég beðin um að dansa á nærfötunum af því að það væri svo gott fyrir tengslanetið mitt, segir Lára Rúnarsdóttir, formaður Kítóns, félags kvenna í tónlist.
08.03.2017 - 15:21
8. mars – alþjóðlegur baráttudagur kvenna
Alþjóðlegur baráttudagur kvenna hefur verið haldinn hátíðlegur í rúm eitt hundrað ár. Upphaflega sneru kröfur kvenna fyrst og fremst að kosningarétti og samstöðu verkakvenna. Barátta fyrir friði varð meginefni baráttudagsins eftir síðari heimsstyrjöld. Þema alþjóðlegs baráttudags kvenna (International Women´s Day) í ár er „Be bold for change“, sem útleggja mætti sem „Höfum hugrekki til að knýja fram breytingar“.
Styðja aðgengi að öruggum fóstureyðingum
Stjórnvöld á Íslandi og í fjölda annarra ríkja hafa heitið milljörðum króna til alþjóðasamtaka sem veita konum ráðgjöf um getnaðarvarnir og framkvæma meðgöngurof. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur bannað fjárveitingar til hjálparsamtaka sem veita slíka þjónustu. Íslendingar hafa þrefaldað framlög til mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) til að styðja við aðgengi að öruggum fóstureyðingum. Framlag Íslands hækkar í 300.000 dali - um 33 milljónir króna.
03.03.2017 - 11:31
Ríða út á kvenréttindadaginn
„Hér í sveitinni hittast konurnar á hverju einasta ári til að fara í sérstakan kvennaútreiðartúr. Við erum búnar að gera þetta á hverju einasta ári í rúm þrjátíu ár," segir Álfheiður Viðarsdóttir á Ásum í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Hún hélt í ár utan um hina svonefndu kvennareið í hreppnum.
21.06.2015 - 18:20
19. júní gerð góð skil á RÚV
RÚV fagnar 100 ára kosningarafmæli kvenna með metnaðarfullri dagskrá í öllum miðlum. Öll dagskrá er undirlögð konum úr öllum áttum. Konur í evrópskri listasögu, rokkkonur, kjarnakonur í Bandaríkjunum og íslenskir kvenflytjendur og höfundar hljóma allan daginn í útvarpinu.