Færslur: kvenréttindi

Fjöldamótmæli vegna úrskurðar hæstaréttar halda áfram
Mótmæli vegna ógildingar hæstaréttar á tímamótadómi sem tryggði bandarískum konum rétt til að ráða eigin líkama fyrir tæpri hálfri öld héldu áfram víðs vegar um Bandaríkin í gær. Búist er við að þeim verði fram haldið í dag.
Bandaríkin
Þegar búið að banna þungunarrof í sjö ríkjum
Að minnsta kosti sjö ríki Bandaríkjanna hafa ýmist þegar innleitt eða lagt drög að því að innleiða mun strangari skilyrði fyrir þungunarrofi en nú gilda, eftir að hæstiréttur þar í landi ógilti nær hálfrar aldar gamlan úrskurð dómstólsins sem tryggði rétt kvenna til þungunarrofs.
Kalifornía styrkir rétt kvenna til þungunarrofs
Allmörg ríki Bandaríkjanna hafa ýmist þegar innleitt eða lagt drög að því að innleiða mun strangari skilyrði fyrir þungunarrofi en nú gilda, eftir að hæstiréttur þar í landi ógilti nær hálfrar aldar gamlan úrskurð dómstólsins sem tryggði rétt kvenna til að ráða eigin líkama og þar með rétt þeirra til þungunarrofs. Í Kaliforníu hafa stjórnvöld brugðist við úrskurði hæstaréttar með því að stíga skref í hina áttina og styrkja rétt kvenna til þungunarrofs enn frekar með lagasetningu og fjárveitingu.
Talíbanar í ferðabann fyrir skerðingu á kvenréttindum
Sameinuðu þjóðirnar hafa sett tvo háttsetta embættismenn Talíbanastjórnarinnar í Afganistan í ferðabann, vegna þeirra hamla sem settar hafa verið á konur í landinu.
21.06.2022 - 04:39
Mótmæltu skertum réttindum kvenna í Afganistan
Á annan tug afganskra kvenna mótmæltu frelsisskerðingum talíbana í Kabúl í morgun. AFP greinir frá þvi að flestar konurnar hafi verið með slæður fyrir andlitinu í mótmælunum fyrir framan menntamálaráðuneyti landsins.
29.05.2022 - 10:34
Eingöngu konur við stjórnvöl sádíarabískrar farþegaþotu
Fyrsta flugferð sádíarabísks flugfélags þar sem eingöngu konur eru við stjórnvölinn er að baki. Yfirvöld greindu frá þessu í dag og sögðu ferðina merkan áfanga til valdeflingar kvenna í konungdæminu sem þekkt er fyrir íhaldssemi.
22.05.2022 - 01:10
Öryggisráðið fjallar um búrkuskyldu í Afganistan
Nýinnleidd krafa talibanastjórnarinnar í Afganistan um að konur skuli klæðast búrku á almannafæri verður tekin til umfjöllunar á fundi Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna á fimmtudag. Deborah Lyons, sérlegur erindreki Sameinuðu þjóðanna í Afganistan, mun upplýsa ráðið um stöðu mála í landinu, og sérstaklega um öfugþróun síðustu vikna og mánaða í kvenréttindamálum.
Öldungadeildin greiðir atkvæði um þungunarrofslög
Þingmenn öldungadeildar Bandaríkjaþings greiða á miðvikudag atkvæði um frumvarp til laga sem tryggja á rétt til þungunarrofs um landið allt. Ekki þykir líklegt að frumvarpið hljóti brautargengi. Ný skoðanakönnun sýnir afar ólíka afstöðu fylgjenda stóru flokkanna tveggja til málsins.
Salman konungur Sádí Arabíu á sjúkrahúsi
Salman bin Abdulaziz Al Saud, konungur Sádi-Arabíu var lagður inn á sjúkrahús í gær af ótilgreindum ástæðum. Ríkisfréttamiðill konungdæmisins greindi frá þessu í morgun en allt kapp hefur verið lagt að þagga niður vangaveltur um bága heilsu konungsins sem tekinn er að reskjast.
08.05.2022 - 08:07
Hæstiréttur fjallar um að fella Roe gegn Wade úr gildi
Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur til umfjöllunar að draga úr rétti kvenna til þungunarrofs í landinu. Þetta kemur fram í gögnum sem lekið hefur verið í fjölmiðla.
Flugfélög staðfesta ferðabann afganskra kvenna
Talibanastjórnin í Afganistan hefur bannað þarlendum konum að ferðast með flugvélum nema í fylgd með karlkyns ættingja. Það staðfesta bréf til helstu flugfélaga landsins. Þessi ákvörðun kemur í kjölfar fyrirskipunar um lokun stúlknaskóla í landinu.
Öllum afgönskum miðskólastúlkum skipað að halda heim
Talibanastjórnin í Afganistan fyrirskipaði í morgun að öllum mið- eða gagnfræðaskólum fyrir stúlkur skuli lokað að nýju. Örfáar klukkustundir liðu frá því að dyr þeirra voru opnaðar þar til öllum var gert að hverfa á braut.
23.03.2022 - 06:45
Sádi Arabía
28.000 konur sóttu um 30 störf lestarstjóra
Þúsundir sádíarabískra kvenna sóttu um þegar spænska járnbrautafyrirtækið Renfe auglýsti eftir konum í starf lestarstjóra þar í landi. Renfe rekur járnbrautir í konungsríkinu Sádi Arabíu, þar sem konur búa við afar takmarkað frelsi og var óheimilt að aka bifreið allt til ársins 2018. Fyrirtækið auglýsti 30 lestarstjórastöður lausar til umsóknar fyrir konur og fékk yfir 28.000 umsóknir.
17.02.2022 - 05:33
Kona sem hvarf eftir mótmæli í Afganistan komin fram
Afgönsk kona sem hvarf eftir mótmæli gegn Talibanastjórninni reyndist hafa verið í haldi þeirra um nokkurra vikna skeið. Ekkert hafði til hennar spurst frá því um miðjan janúar þar til hún var látin laus í dag.
Samtök kvenna í Afganistan mótmæla réttindabrotum
Á því hálfa ári sem liðið er frá valdatöku Talíbana í Afganistan er fátt sýnilegt sem minnir á fyrri stjórnendur og lífshætti í höfuðborginni Kabúl. Fjöldi kvenna fer huldu höfði í leynilegum samtökum sem ætlað er að mótmæla nýjum valdhöfum og niðurbroti réttinda kvenna í landinu.
Konur sviptar ferðafrelsi í Afganistan
Yfirvöld Talíbana í Afganistan hafa gefið út að konur megi ekki fara í langferðir án þess að vera samferða karlmanni. Ef þær ætli sér að ferðast lengra en 72 kílómetra verði þær að vera í fylgd með nákomnum karlkyns ættingja.
26.12.2021 - 19:46
Krefjast rannsóknar á aftökum öryggissveitamanna
Mörg vestræn ríki með Bandaríkin og Evrópusambandið í broddi fylkingar krefjast þess að rannsókn verði umsvifalaust hafin á skyndiaftökum Talibana á fyrrverandi liðsmönnum öryggissveita í Afganistan. Margir þeirra eru gersamlega horfnir.
Argentína
Fagna framförum en hvetja stjórnvöld til frekari dáða
Þúsundir Argentínumanna fögnuðu í gær þeim árangri sem náðst hefur í réttindabaráttu hinseginfólks og kvenna í landinu. Hátíðahöldin stóðu klukkustundum saman í miðborg Buenos Aires og höfðu á sér glaðlegan blæ enda 30. gleðigangan í borginni.
Texaslögin fyrir hæstarétt Bandaríkjanna á mánudag
Ný þungunarrofslöggjöf Texasríkis, sem er einhver sú strangasta sem þekkist í þróuðum, vestrænum ríkjum, verður tekin til umfjöllunar í Hæstarétti Bandaríkjanna á morgun, mánudag, tveimur mánuðum eftir að dómstóllinn hafnaði því að fjalla um hana af lagatæknilegum ástæðum.
Reyna að fá þungunarlögum Texas hnekkt fyrir hæstarétti
Bandaríkjastjórn hyggst freista þess að fá strangri löggjöf Texasríkis um þungunarrof hnekkt fyrir hæstarétti Bandaríkjanna. Lögin í Texas kveða á um nánast ófrávíkjanlegt bann við þungunarrofi. Þegar þau voru samþykkt á ríkisþingi Texas hét Joe Biden Bandaríkjaforseti því, gera allt sem í hans valdi stæði til að fá þau ógilt.
Viðurkenning ríkis Talibana ekki til umræðu
Fulltrúar Talibana funda nú með sameiginlegri sendinefnd Bandaríkjanna og Evrópusambandsins í Katar. Ný stjórnvöld í Afganistan sækjast eftir viðurkenningu alþjóðasamfélagsins og neyðaraðstoð vegna fátæktar og mikilla þurrka.Fulltrúi Evrópusambandsins segir ekki á dagskrá fundarins að samþykkja ríki Talibana.
Talsmaður Talibana kveðst fordæma allt ofbeldi
Zabiullah Mujahid talsmaður Talibana segir að það séu skýr skilaboð til liðsmanna samtakanna að þeir skuli ekki láta hendur skipta í samskiptum við fólk. 
Kvenkyns borgarstarfsmenn í Kabúl haldi sig heima
Hamdullah Noman, nýr borgarstjóri Kabúl í Afganistan, hefur beðið kvenkyns borgarstarfsmenn um að halda sig heima, nema karlmenn geti ekki fyllt stöður þeirra. Fréttastofa BBC hefur eftir Noman að talibönum hafi þótt nauðsynlegt að stöðva vinnu kvenna um stund.
19.09.2021 - 17:05
Talibanar banna stúlkum að mæta í miðskóla
Talibanastjórnin í Afganistan bannaði stúlkum á miðskólastigi að mæta í skóla í gær. Samkvæmt tilskipun nýs menntamálaráðneytis skulu drengir einir og karlkynskennarar hverfa til skólastofanna að nýju.
Afganskt unglingalandslið kvenna komið til Pakistan
Stúlkur úr unglingalandsliði Afganistan í knattspyrnu eru komnar til Pakistan ásamt fjölskyldum sínum. Fjöldi kvenna sem hefur staðið framarlega í menningarlífi og íþróttum yfirgaf Afganistan eftir valdatöku Talibana í síðasta mánuði.
16.09.2021 - 01:39