Færslur: Kúrdar

Fimm tíma fundur Finna, Svía og Tyrkja í Ankara
Sendinefndir Finna og Svía áttu í dag fimm tíma fund með fulltrúum Tyrklandsstjórnar í forsetahöllinni Ankara, höfuðborg Tyrklands. Fundarefnið var umsókn Norðurlandanna tveggja um aðild að Atlantshafsbandalaginu, NATO, og andstaða Tyrkja við inngöngu þeirra.
26.05.2022 - 00:39
Vitni segja fangara sína hafa gert allt til að dyljast
Ekkert vitni í réttarhöldum yfir hryðjuverkamanninum El Shafee Elsheikh hefur verið beðið um að bera kennsl á hann. Ástæðan er sú að meðan fólkið var í haldi hans og þriggja félaga hans gerðu þeir allt til að fela ásýnd sína.
Réttarhöld yfir íslömskum „hryðjuverkabítli“ vestanhafs
Réttarhöld hófust í Washington höfuðborg Bandaríkjanna í dag yfir liðsmanni hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki. Sá ákærði var meðlimur mannræningja- og aftökuhóps sem fengið hefur viðurnefnið „Bítlarnir“.
Áratugi gæti tekið að koma börnum úr búðum í Sýrlandi
Það gæti tekið áratugi að koma þeim erlendu börnum til síns heima sem nú dvelja í búðum í Sýrlandi sem ætlaðar eru ættingjum þeirra sem taldir eru hafa barist fyrir hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki.
Tugir fallnir í átökum Kúrda og Íslamska ríkisins
Mannskæðir bardagar brutust út á milli öryggissveita Kúrda og vopnaðra sveita Íslamska ríkisins í norðanverðu Sýrlandi á laugardag. Var þetta þriðji dagurinn í röð sem til blóðugra átaka kemur á milli þessara hreyfinga í bænum Hasakeh, þar sem Kúrdarnir halda um 3.500 grunuðum hryðjuverkamönnum Íslamska ríkisins föngnum.
23.01.2022 - 02:50
Metfjöldi flóttafólks sigldi yfir Ermarsund árið 2021
Metfjöldi flótta- og farandfólks fór yfir Ermarsund til Bretlands á síðasta ári eða yfir 28 þúsund. Það er þrefaldur fjöldi ársins 2020. Langflest lögðu í siglinguna á litlum kænum og sum komust aldrei á áfangastað.
Konur og barn fórust er bílsprengja sprakk í Sýrlandi
Tvær konur og barn úr sömu fjölskyldu fórust í sprengjuárás í sýrlensku borginni Minbej á laugardag. Fimm til viðbótar særðust í árásinni. Minbej er í norðurhluta Sýrlands. Borgarbúar eru flestir Arabar en Kúrdar fara þar með völdin. Sprengja sprakk við borgarmörkin þegar bifreið var ekið framhjá henni. Allir í bílnum voru almennir borgarar.
28.11.2021 - 01:34
Írakar sækja flóttafólk að landamærum Evrópusambandsins
Stjórnvöld í Írak senda tvær flugvélar til að sækja flóttamenn sem eru í sjálfheldu á landamærum Hvíta Rússlands og Póllands. Önnur hefur þegar lent í Írak með nokkurn fjölda innanborðs. Þetta kemur fram í sameiginlegri tilkynningu samgöngu- og utanríkisráðherra Íraks.
26.11.2021 - 02:09
Sýrlenski tónlistarmaðurinn Souleyman handtekinn
Sýrlenski tónlistarmaðurinn Omar Souleyman var handtekinn í Tyrklandi í dag. Sonur hans Muhammad Souleyman greindi sýrlenskri fréttaveitu frá þessu í dag og Guardian fékk þetta staðfest frá yfirvöldum í Şanlıurfa héraði í Tyrklandi. Honum er gefið að sök að hafa tekið þátt í flokksstarfi PKK, Verkamannaflokks Kúrdistans.
17.11.2021 - 19:20
Segir Bandaríkjamenn ekki á förum frá Sýrlandi í bráð
Haft er eftir ónefndum heimildarmanni í bandaríska stjórnkerfinu að ólíklegt sé að sveitir Bandaríkjahers í Sýrlandi verði kallaðar heim í bráð. Um 900 bandarískir hermenn eru enn í Sýrlandi norðaustanverðu, þar sem þeim er ætlað að hjálpa vopnuðum sveitum kúrda, YPG, í baráttunni gegn vígasveitum Íslamska ríkisins. Um leið er viðvera þeirra á svæðinu trygging þess að Tyrkir, bandamenn Bandaríkjamanna í Nató, ráðist ekki gegn YPG-liðum, sem stjórnin í Ankara flokkar sem hryðjuverkamenn.
Tyrkneskur stjórnarandstöðuþingmaður handtekinn
Lögregla í Tyrklandi handtók stjórnarandstöðuþingmanninn Ömer Faruk Gergerlioğlu og færði hann í gæsluvarðhald, eftir að dómstóll dæmdi hann til fangelsisvistar fyrir hryðjuverkastarfsemi. Hryðjuverk þingmannsins fólst í nokkrum færslum á twitter, sem ekki voru ráðandi öflum að skapi. Ríkisstjórn Tyrklands krefst þess að flokkur Gergerlioğlus, Demókrataflokkurinn, verði leystur upp og bannaður.
03.04.2021 - 05:42
Þúsundir flýja árásir á bæinn Ain Issa í Sýrlandi
Minnst 9.500 íbúar sýrlenska bæjarins Ain Issa og nágrennis hafa flúið heimili sín undanfarna daga vegna harðnandi stórskotahríðar og flugskeytaárása Sýrlenska þjóðarhersins svonefnda, vopnaðarar hreyfingar sýrelenskra uppreisnarmanna sem nýtur stuðnings Tyrkja. Ain Issa lýtur aftur á móti yfirráðum hins svonefnda Lýðræðishers Sýrlands, sem er vopnuð hreyfing sýrlenskra Kúrda; andstæðinga Assads Sýrlandsforseta sem jafnframt eru þyrnir í augum Tyrkja.
28.12.2020 - 06:16
Erdogan sýndi „fáránlega“ áróðursmynd í Hvíta húsinu
Til orðahnippinga kom á fundi Receps Tayyips Erdogans Tyrklandsforseta með Donald Trump, Bandaríkjaforseta og fimm öldungadeildarþingmönnum Repúblikana í Hvíta húsinu á miðvikudag. Ástæðan er að Erdogan kaus að nota tækifærið til að sýna gestgjöfum sínum kvikmynd til sönnunar þess að Kúrdarnir, sem þeir létu sér svo annt um í Norðaustur-Sýrlandi, væru í raun hryðjuverkamenn.
13 dóu í bílsprengju í sýrlenskum landamærabæ
13 manns týndu lífi þegar bílsprengja sprakk í sýrlenska landamærabænum Tal Abyad í dag. Tal Abyad, sem er nærri tyrknesku landamærunum, laut yfirráðum Kúrda til skamms tíma en er nú á valdi Tyrkja og sýrlenskra vígasveita sem fylgja þeim að málum.
02.11.2019 - 23:53
Tyrkir og Rússar við sameiginlegt eftirlit
Rússar og Tyrkir hófu sameiginlegt eftirlit við landamæri Tyrklands og Sýrlands í gær, bæði úr lofti og á jörðu niðri. Er þetta í samræmi við samkomulag ríkjanna um brotthvarf Kúrda frá landamærunum og myndun svokallaðs öryggissvæðis meðfram þeim, Sýrlandsmegin.
02.11.2019 - 05:42
Mannskæð átök Tyrkja og Sýrlendinga
Til beinna og mannskæðra átaka kom í gær milli hersveita Tyrklandshers og sýrlenska stjórnarhersins nærri landamærabænum Ras al-Ain. Þrettán sýrlenskir hermenn féllu í bardögunum, þeim fyrstu sem verða milli þessara herja síðan Tyrkir réðust inn í Sýrland hinn 9. október síðastliðinn, og tú liðsmenn sýrlenskra vígasveita sem berjast með Tyrkjum.
30.10.2019 - 01:14
Kúrdar óttast hefndir vegna dauða al-Baghdadi
Kúrdar í Sýrlandi óttast hefndaraðgerðir hryðjuverkasamtakanna íslamska ríkisins vegna dauða leiðtoga samtakanna Abu Bakr al-Baghdadi í nótt. Rússar segja að engar sannanir hafi verið lagðar fram um dauða hans.
27.10.2019 - 18:01
Leiðtogi Repúblikana á þingi gagnrýnir Trump
Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings og einn dyggasti stuðningsmaður Donalds Trumps til skamms tíma, gagnrýnir forsetann harðlega í aðsendri grein í Washington Post. Segir hann ákvörðun Trumps um að draga bandarískar hersveitir frá landamærum Sýrlands og Tyrklands „herstjórnarlega martröð" sem muni gagnast óvinum Bandaríkjanna en skaða bandamenn þeirra.
Hundruð þúsunda flýja undan Tyrkjum
Yfir 275 þúsund hafa flúið undan sókn tyrkneska hersins í norðausturhluta Sýrlands, þar af að minnsta kosti 70 þúsund börn, að því er kemur fram í upplýsingum frá stjórn Kúrda í landshlutanum. Starfsfólk alþjóðlegra hjálparstofnana hefur neyðst til að forða sér vegna hernaðaraðgerðanna.
Fordæma hernað Tyrkja gegn Kúrdum
Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkja samþykktu samhljóða á fundi sínum í Lúxemborg í dag að fordæma hernaðaraðgerðir Tyrkja í norðausturhluta Sýrlands. Ekki náðist samkomulag um að banna sölu á vopnum til Tyrklands en þeim möguleika var haldið opnum að beita stjórnvöld í Ankara refsiaðgerðum vegna umdeildrar olíuborunar undan ströndum Kýpur.
Merkel hvetur Erdogan til að linna árásum
Angela Merkel, kanslari Þýskalands hvatti Recep Tayip Erdogan, forseta Tyrklands í dag til að láta þegar  af sókn Tyrkja inn í norðurhluta Sýrlands á áhrifasvæði Kúrda. Hún varaði Erdogan við því að árásir Tyrkja gætu orðið til að ýta enn frekar undir átöku á svæðinu og stuðlað að endurreisn vígasveita samtakanna sem kenna sig við Íslamskt ríki.
13.10.2019 - 14:16
Tyrkir ekki rofið mörkin sem Trump setti þeim
Tyrkir eru ekki komnir út fyrir þau mörk sem Donald Trump Bandaríkjaforseti gaf þeim. Embættismaður úr Hvíta húsinu tjáði fjölmiðlum vestanhafs þetta í kvöld. Hann bætti því við að Bandaríkjastjórn vilji að Tyrkir og Kúrdar semji um vopnahlé.
Hótar „gjöreyðingu“ tyrknesks efnahagslífs
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hótar að leggja efnahagslíf Tyrklands í rúst, láti þeir verða af boðaðri innrás sinni í Kúrdahéruðin í Norður-Sýrlandi. Er þetta nokkuð á skjön við tilkynningu sem Hvíta húsið sendi frá sér á sunnudag þar sem í engu var sett út á þá ætlan Tyrkja, heldur einungis tekið fram að Bandaríkin myndu ekki styðja aðgerðir þeirra gegn Kúrdum, um leið og boðað var að Bandaríkjaher yrði kallaður frá svæðinu.
Gerðu loftárásir vegna morðs á diplómata
Tyrkir gerðu í gær loftárásir gegn skotmörkum í Kúrdistan í Írak eftir að aðstoðarræðismaður þeirra var skotinn til bana í borginni Erbil í Kúrdistan á miðvikudag. Þeir segja Verkamannaflokk Kúrdistans bera ábyrgð á morðinu.
19.07.2019 - 04:26
Segja fullnaðarsigur unninn á Íslamska ríkinu
Leiðtogar Sýrlenska frelsishersins, bandalags nokkurra sýrlenskra uppreisnarsveita undir forystu Kúrda, lýstu nú í morgunsárið yfir fullnaðarsigri á hryðjuverkasveitum Íslamska ríkisins og endalokum hins svokallaða Kalífats sem þau illræmdu samtök lýstu yfir fyrir fáum árum. Harðir bardagar hafa staðið dögum og vikum saman við síðustu hópa þessara grimmúðlegu samtaka í síðasta vígi þeirra, smábænum Baghouz í austurhluta Sýrlands.
23.03.2019 - 07:34