Færslur: Kúba

Bólusetningarátak fyrir börn hafið á Kúbu
Kúbversk stjórnvöld ýttu átaki úr vör í gær sem tryggja á bólusetningar barna á aldrinum tveggja til átján ára gegn COVID-19. Vonast er til að staðkennsla í skólum geti því hafist í október.
Kúbustjórn heimilar allt að 100 manna einkafyrirtæki
Stjórnvöld á Kúbu tilkynntu á föstudag breytingar á hömlum við einkarekstri og heimiluðu stofnun og rekstur einkafyrirtækja með allt að 100 starfsmenn. Miguel Diaz-Canel, Kúbuforseti, segir þetta lið í þeim markvissu breytingum á efnahagskerfi landsins, sem stjórnvöld séu að vinna að.
08.08.2021 - 04:49
Bandaríkin innleiða refsiagðerðir gegn Kúbverjum
Bandaríkjastjórn tilkynnti í gærkvöld að varnarmálaráðherra Kúbu og sérsveit innanríkisráðuneytisins verði útilokuð frá því að eiga viðskipti við bandarískar fjármálastofnanir, fyrirtæki og einstaklinga. Allar eignir viðkomandi í Bandaríkjunum, ef einhverjar eru, verða frystar. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segir þetta „bara byrjunina" á refsiaðgerðum gegn stjórnvöldum á Kúbu vegna mannréttindabrota þeirra á friðsömum mótmælendum en stjórnvöld í Havana fordæma aðgerðirnar.
23.07.2021 - 02:33
Segir fréttamyndir frá Kúbu vera falsanir
Miguel Diaz-Canel forseti Kúbu segir fréttamyndir sem birst hafi í erlendum miðlum frá Kúbu að undanförnu vera falsanir.
17.07.2021 - 14:47
Biden veldur Kúbverjum vonbrigðum
Kúbverskir mótmælendur eru afskaplega ósáttir við viðbrögð, eða öllu heldur viðbragsleysi, Bandaríkjaforseta við ákalli þeirra. AFP fréttastofan segir flesta Kúbverja hafa fagnað kjöri Bidens eftir versnandi samskipti við Bandaríkin og auknar þvinganir af hálfu nágrannaríkisins í norðri undir stjórn Donalds Trump. 
17.07.2021 - 06:54
Fólk enn í haldi eftir mótmælin á sunnudag
Yfir 100 manns sem handteknir voru á Kúbu í fjölmennum mótmælum gegn stjórnvöldum á sunnudag eru enn í haldi. Í hópnum eru meðal annars sjálfstætt starfandi blaðamenn og stjórnarandstæðingar.
13.07.2021 - 18:42
Sjónvarpsfrétt
Fólk á Kúbu komið með nóg og mótmælir matarskorti
Þúsundir tóku í gær þátt í fjölmennustu mótmælum gegn stjórnvöldum á Kúbu í áratugi. Kommúnistastjórnin leyfir ekki mótmæli og hart var tekið á mótmælendum. Albert Borges Moreno, sem er frá Kúbu, og býr hér á landi segir að staðan á Kúbu sé hræðileg og að fólk sé komið með nóg. Bæði sé skortur á lyfjum og mat. Luis Castillo kveðst vona að mótmælin haldi áfram.
12.07.2021 - 20:20
Fágæt mótmæli gegn stjórnvöldum á Kúbu
Sá fáheyrði atburður varð á Kúbu í dag að þúsundir söfnuðust þar saman til að mótmæla ríkisstjórn landsins, hrópandi slagorð á borð við „Niður með einræðisstjórnina!" og „Við viljum frelsi!" Efnahagsástandið á Kúbu hefur ekki verið bágbornara í 30 ár eða svo, þar ríkir vöru-, orku- og lyfjaskortur og kórónaveirufaraldurinn gerir illt verra.
Kúbverska COVID-bóluefnið Abdala fær neyðarleyfi
Kórónaveirusmitum fjölgar hratt á Kúbu og hefur fjöldi sólarhringssmita tvöfaldast í eyríkinu á örfáum dögum. Nýtt sólarhringsmet var slegið þar í gær, sama dag og yfirvöld tilkynntu að neyðarleyfi hefði verið veitt fyrir dreifingu og notkun bóluefnisins Abdala, sem þróað var og framleitt á Kúbu. Abdala er fyrsta COVID-19 bóluefnið framleitt er í Rómönsku Ameríku sem fær slíkt leyfi.
Mannskæður fellibylur nálgast Flórída
Fellibylurinn Elsa nálgast vesturströnd Flórídaskagans og reikna veðurfræðingar bandarísku fellibyljamiðstöðvarinnar með því að hann gangi norðaustur yfir skagann með morgninum og feti sig svo norður með austurströndinni. Elsa er fyrsti fellibylur þessa fellibyljatímabils á vestanverðu Atlantshafi. Hann náði fellibylsstyrk á leið sinni yfir Karíbahafið á dögunum, breyttist í hitabeltisstorm þegar hann gekk yfir Kúbu en hefur nú aftur náð fellibylsstyrk.
07.07.2021 - 04:44
Þrír látnir vegna fellibylsins Elsu
Einn lést í Sankti Lúsíu og fimmtán ára drengur og kona á áttræðisaldri létust í Dóminíkanska lýðveldinu vegna fellibylsins Elsu sem ríður nú yfir Karíbahafið. 180 þúsund manns hefur verið gert að yfirgefa heimili sín á Kúbu, þó krafturinn hafi aðeins dregist úr Elsu og hún teljist nú hitabeltislægð.
04.07.2021 - 23:25
Tíu Kúbverjar taldir af undan Flórídaströndum
Bandaríska strandgæslan hefur hætt leit að tíu kúbönskum flóttamönnum sem saknað er eftir að bát þeirra hvolfdi undan Flórídaströndum á miðvikudagskvöld. Tuttugu voru um borð. Strandgæslunni tókst að bjarga átta á fimmtudag og tvö lík hafa fundist.
30.05.2021 - 06:41
Spegillinn
Sungið um föðurland og líf en herinn ræður
„Stjórnvöld segja: „Þetta er náttúrulega bara fjármagnað af bandarískum heimsvaldasinnunum og bla bla bla....“ Þann söng hefur maður heyrt í 60 ár," segir Tómas R. Einarsson tónlistarmaður. Hann er ekki að skammast yfir íslenskum stjórnvöldum, heldur þeim kúbversku og það sem hann vísar til eru verk lista- og menntamanna í hópi sem kallast San Isidro eftir samnefndri götu í Havana. Listamennirnir koma fram í trássi við lög um sem kveða á um að þeir þurfi til þess leyfi stjórnvalda.
22.04.2021 - 08:00
Díaz-Canel tók við flokksformennskunni af Raúl Castro
Miguel Díaz-Canel, forseti Kúbu, var í gær kjörinn arftaki Raúls Castros sem formaður kúbanska Verkamannaflokksins. Díaz-Canel, sem tók við forsetaembættinu af Castro árið 2018, er þar með óumdeilanlega orðinn valdamesti maður Kúbu.
20.04.2021 - 04:07
62 ára valdaferli Castrobræðra lokið
Raul Castro tilkynnti í dag afsögn sína sem formaður Kommúnistaflokks Kúbu og þar með æðsti valdamaður landsins. Eftirmaður hans verður kosinn á landsþingi Kommúnistaflokksins sem haldið er þessa helgina.
16.04.2021 - 22:50
Farþegaflug bannað frá Bandaríkjunum til Kúbu
Bandaríkjastjórn tilkynnti í gær að allt farþegaflug á milli Bandaríkjanna og Kúbu verði fellt niður. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, skrifaði á Twitter að stjórn Castros notaði ferðaþjónustu og erlendan gjaldeyri til þess að fjármagna ofbeldi og afskipti í Venesúela. Lokað var á áætlunarflug í október síðastliðnum, en bannið sem tilkynnt var um í gær á einnig við um allt leiguflug. 
14.08.2020 - 06:53
Tugir kúbverskra lækna og hjúkrunarfræðinga til Ítalíu
52 kúbverskir læknar, hjúkrunarfræðingar og aðrir sérfræðingar á heilbrigðissviði komu til Ítalíu í gær, þar sem þeir munu aðstoða heimamenn í Langbarðalandi baráttunni við COVID-19 farsóttina. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Kúbustjórn sendir svokallaðar „hersveitir í hvítum sloppum" á hamfarasvæði, en hingað til hafa þær sveitir einkum verið sendar til fátækustu ríkja heims.
24.03.2020 - 01:54
Fyrsti forsætisráðherrann síðan Castro
Manuel Marrero tók í gær við embætti forsætisráðherra Kúbu. Hann er sá fyrsti til þess að gegna því embætti síðan Fidel Castro gerði það fyrir rúmum 40 árum. Marrero hefur gegnt embætti ferðamálaráðherra undanfarin fimmtán ár.
22.12.2019 - 01:17
Havana-heilkennið rakið til skordýraeiturs
Kanadískir vísindamenn segjast mögulega hafa fundið orsök dularfullra veikinda sem herjuðu á starfsfólk bandaríska sendiráðsins á Kúbu árið 2016. Á annan tug starfsmanna sendiráðsins þjáðust af því sem kallað var „Havana-heilkennið“ á þessum tíma. Einkennin voru meðal annars höfuðverkur, sjóntruflanir, svimi og eyrnasuð. Þetta lagðist svo þungt á sumt starfsfólkið að það þurfti að fara í veikindafrí og leita sér lækninga.
Kúbverjar fá að nettengjast heima
Almenningur á Kúbu fær frá og með deginum í dag að tengjast netinu í heimahúsum. Einnig er einkafyrirtækjum heimilað að flytja inn nauðsynlegan netbúnað til að tengjast, svo sem beina.
29.07.2019 - 14:42
Kúbverskur landsliðsmaður flýr í Bandaríkjunum
Leikmaður kúbverska landsliðsins í fótbolta flúði herbúðir liðsins í Bandaríkjunum. Raul Mederos, þjálfari landsliðsins, staðfesti þetta við fjölmiðla í gær. Kúba tekur þátt í Gullbikar Knattspyrnusambands Norður- og Mið-Ameríku sem fram fer í Bandaríkjunum þessa dagana. 
19.06.2019 - 06:34
Einkarekin netþjónusta leyfð á Kúbu
Stjórnvöld á Kúbu ætla að heimila einkarekstur á þráðlausum netkerfum og innflutning einkaaðila á dreifibúnaði á borð við netbeina. Greint var frá þessu í ríkisútvarpi Kúbu í gær og mun löggjöf þessa efnis taka gildi á næstu dögum. Með þessu er í raun verið að bregðast við orðnum hlut því þúsundir Kúbana notast í dag við sjálfsprottnar, heimatilbúnar netþjónustur og smyglaðan dreifibúnað. Hvort tveggja hefur til þessa verið ólöglegt á Kúbu en yfirvöld hafa þó ekki amast við því síðustu ár.
30.05.2019 - 01:46
Karl og Kamilla heimsækja Kúbu
Karl prins, ríkisarfi Bretlands, og Kamilla, eiginkona hans, hertogaynja af Cornwall, eru væntanleg í heimsókn til Kúbu í næsta mánuði. Enginn úr bresku konungsfjölskyldunni hefur áður sótt landið heim. Þau dvelja fjóra daga á Kúbu, að því er segir í tilkynningu frá Clarence House, hinum opinberu heimkynnum þeirra í Lundúnum. Þau hyggjast einnig ferðast til annarra Karíbahafsríkja í förinni vestur um haf.
15.02.2019 - 18:53
Erlent · Evrópa · Mannlíf · Bretland · Kúba
Loftsteinn hrapaði á Kúbu
Fjöldi ferðamanna í bænum Vinales á vesturhluta Kúbu varð vitni að einstökum atburði þegar loftsteinn féll til jarðar. Washington Post hefur eftir vitnum að eldhnöttur hafi sést á heiðskýrum himninum. Eftir fylgdi reykur og svörtum steinum rigndi yfir bæinn. Loks heyrðust sprengingar. Engar fregnir hafa borist af því að nokkur hafi slasast eða skemmdum á mannvirkjum.
02.02.2019 - 04:20
Mannskæður hvirfilbylur á Kúbu
Þrír létu lífið og 172 slösuðust þegar hvirfilbylur fór yfir Havana, höfuðborg Kúbu, í gærkvöld. Gríðarlega rigndi í óveðrinu með þeim afleiðingum að vatn flæddi um götur. Rafmagn fór af borginni um tíma.
28.01.2019 - 09:01