Færslur: Kúba

Tala látinna í Havana er komin upp í fjörutíu
Tala látinna eftir gassprengingu í Saratoga-lúxuhótelinu í Havana höfuðborg Kúbu á föstudag er komin upp í fjörutíu. Þetta kemur fram í opinberri tilkynningu yfirvalda í landinu.
10.05.2022 - 02:20
Vitað að 31 lést í gassprengingunni í Havana
Fjöldi látinna er kominn í 31 eftir að gassprenging eyðilagði lúxushótel í Havana höfuðborg Kúbu á föstudag. Slökkvilið og björgunarmenn leita áfram í rústunum.
09.05.2022 - 01:30
Heimild til þungunarrofs mótmælt í Mexíkóborg
Þúsundir manna flykktust út á götur Mexíkóborgar í gær og kröfðust afnáms laga sem heimila þungunarrof. Mótmælin voru að áeggjan kaþólsku kirkjunnar og nokkurra íhaldssamra hópa.
Enn leitað í rústum lúxushótels í Havana
Björgunarmenn héldu áfram í dag leit í rústum Saratoga-hótelsins í Havana höfuðborg Kúbu. Vitað er að 26 fórust eftir sprengingu sem talið er að megi rekja til gasleka.
Gasleki olli mannskæðri sprengingu í Havana
Minnst 18 fórust og hátt í 65 slösuðust þegar sprenging varð á Saratoga hóteli í Havana, höfuðborg Kúbu í gær. Miguel Diaz-Canel, forseti Kúbu, sagði í viðtali við fréttastofu Reuters að gasleki virðist hafa valdið sprengingunni.
07.05.2022 - 00:40
Erlent · Kúba · Sprenging · Havana
Úkraínudeilan
Ekkert ríki utan Rússlands hefur viðurkennt sjálfstæði
Utanríkisráðuneyti Rússlands hvetur önnur ríki til að feta í fótspor Vladímírs Pútíns forseta og viðurkenna sjálfstæði héraðanna Donetsk og Luhansk í austurhluta Úkraínu. Vesturveldin eru sammála um að ákvörðunin sé brot á alþjóðalögum en nokkurs stuðnings gætir annars staðar frá.
23.02.2022 - 06:19
Allt að 20 ára fangelsi fyrir kúbanska mótmælendur
Tuttugu manns sem tóku þátt í fjölmennum mótmælum gegn stjórnvöldum á Kúbu í sumar sem leið voru í gær dæmdir til allt að 20 ára fangelsisvistar. Félagasamtökin Gruppa Justicia 11J birtu á þriðjudag nöfn og aldur tuttugu manneskja, þar af fimm á barnsaldri, sem sagðar eru hafa verið dæmdar í héraðinu Holguin á austanverðri Kúbu fyrir sinn þátt í mótmælunum.
16.02.2022 - 01:55
Icelandair flýgur frá Bandaríkjunum til Kúbu
Samgönguráðuneyti Bandaríkjanna hefur samþykkt beiðni Icelandair um 170 ferðir á milli kúbversku höfuðborgarinnar Havana og bandarísku borganna Miamo, Orlando og Houston. Bandarískir miðlar greindu frá þessu í dag.
18.01.2022 - 17:36
Havana-heilkennið herjar enn á sendifulltrúa
Fjórir bandarískir sendifulltrúar í Genf og París hafa veikst af Havana-heilkenninu svokallaða. Það eru veikindi sem fyrst varð vart 2016 en um 200 tilkynningar um þau hafa borist bandarískum yfirvöldum.
70 prósenta verðbólga á Kúbu
Verðbólga á Kúbu verður um 70 prósent á árinu sem er að líða, sem er með því mesta sem þekkist í heiminum. Alejandro Gil, ráðherra efnahagsmála í Kúbustjórn, greindi frá þessu í gær og sagði þetta með ráðum gert og lið í nýrri peningastefnu stjórnvalda. Kúbustjórn hækkaði almennt verðlag í landinu um 44 prósent í ársbyrjun og sagði það lið í áætlun stjórnvalda sem miðaði að því að hækka laun landsmanna um 450 prósent.
Leyniskjöl um rannsókn á morði Kennedys opinberuð
Nærri fimmtán hundruð leyniskjöl tengd rannsókninni á morði Johns F. Kennedy Bandaríkjaforseta 22. nóvember 1963 voru gerð opinber í dag.Fjölmargar kenningar hafa sprottið upp um morðið á þeim tæpu 60 árum sem liðin eru frá morðinu.
16.12.2021 - 01:17
Fyrirhuguð mótmæli á Kúbu kæfð í fæðingu
Öryggissveitir á Kúbu komu í veg fyrir fyrirhuguð fjöldamótmæli í landinu í gær. Yfirvöld bönnuðu mótmælin en skipuleggjendur þeirra hugðust hafa bannið að engu.
Tíu ára dómur fyrir þátttöku í mótmælum
38 ára Kúbverji var nýverið dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir þátt sinn í mótmælum gegn kommúnistastjórninni í sumar. Þetta er þyngsti dómurinn hingað til í máli yfirvalda gegn mótmælendum í sumar.
24.10.2021 - 04:20
Bólusetningarátak fyrir börn hafið á Kúbu
Kúbversk stjórnvöld ýttu átaki úr vör í gær sem tryggja á bólusetningar barna á aldrinum tveggja til átján ára gegn COVID-19. Vonast er til að staðkennsla í skólum geti því hafist í október.
Kúbustjórn heimilar allt að 100 manna einkafyrirtæki
Stjórnvöld á Kúbu tilkynntu á föstudag breytingar á hömlum við einkarekstri og heimiluðu stofnun og rekstur einkafyrirtækja með allt að 100 starfsmenn. Miguel Diaz-Canel, Kúbuforseti, segir þetta lið í þeim markvissu breytingum á efnahagskerfi landsins, sem stjórnvöld séu að vinna að.
08.08.2021 - 04:49
Bandaríkin innleiða refsiagðerðir gegn Kúbverjum
Bandaríkjastjórn tilkynnti í gærkvöld að varnarmálaráðherra Kúbu og sérsveit innanríkisráðuneytisins verði útilokuð frá því að eiga viðskipti við bandarískar fjármálastofnanir, fyrirtæki og einstaklinga. Allar eignir viðkomandi í Bandaríkjunum, ef einhverjar eru, verða frystar. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segir þetta „bara byrjunina" á refsiaðgerðum gegn stjórnvöldum á Kúbu vegna mannréttindabrota þeirra á friðsömum mótmælendum en stjórnvöld í Havana fordæma aðgerðirnar.
23.07.2021 - 02:33
Segir fréttamyndir frá Kúbu vera falsanir
Miguel Diaz-Canel forseti Kúbu segir fréttamyndir sem birst hafi í erlendum miðlum frá Kúbu að undanförnu vera falsanir.
17.07.2021 - 14:47
Biden veldur Kúbverjum vonbrigðum
Kúbverskir mótmælendur eru afskaplega ósáttir við viðbrögð, eða öllu heldur viðbragsleysi, Bandaríkjaforseta við ákalli þeirra. AFP fréttastofan segir flesta Kúbverja hafa fagnað kjöri Bidens eftir versnandi samskipti við Bandaríkin og auknar þvinganir af hálfu nágrannaríkisins í norðri undir stjórn Donalds Trump. 
17.07.2021 - 06:54
Fólk enn í haldi eftir mótmælin á sunnudag
Yfir 100 manns sem handteknir voru á Kúbu í fjölmennum mótmælum gegn stjórnvöldum á sunnudag eru enn í haldi. Í hópnum eru meðal annars sjálfstætt starfandi blaðamenn og stjórnarandstæðingar.
13.07.2021 - 18:42
Sjónvarpsfrétt
Fólk á Kúbu komið með nóg og mótmælir matarskorti
Þúsundir tóku í gær þátt í fjölmennustu mótmælum gegn stjórnvöldum á Kúbu í áratugi. Kommúnistastjórnin leyfir ekki mótmæli og hart var tekið á mótmælendum. Albert Borges Moreno, sem er frá Kúbu, og býr hér á landi segir að staðan á Kúbu sé hræðileg og að fólk sé komið með nóg. Bæði sé skortur á lyfjum og mat. Luis Castillo kveðst vona að mótmælin haldi áfram.
12.07.2021 - 20:20
Fágæt mótmæli gegn stjórnvöldum á Kúbu
Sá fáheyrði atburður varð á Kúbu í dag að þúsundir söfnuðust þar saman til að mótmæla ríkisstjórn landsins, hrópandi slagorð á borð við „Niður með einræðisstjórnina!" og „Við viljum frelsi!" Efnahagsástandið á Kúbu hefur ekki verið bágbornara í 30 ár eða svo, þar ríkir vöru-, orku- og lyfjaskortur og kórónaveirufaraldurinn gerir illt verra.
Kúbverska COVID-bóluefnið Abdala fær neyðarleyfi
Kórónaveirusmitum fjölgar hratt á Kúbu og hefur fjöldi sólarhringssmita tvöfaldast í eyríkinu á örfáum dögum. Nýtt sólarhringsmet var slegið þar í gær, sama dag og yfirvöld tilkynntu að neyðarleyfi hefði verið veitt fyrir dreifingu og notkun bóluefnisins Abdala, sem þróað var og framleitt á Kúbu. Abdala er fyrsta COVID-19 bóluefnið framleitt er í Rómönsku Ameríku sem fær slíkt leyfi.
Mannskæður fellibylur nálgast Flórída
Fellibylurinn Elsa nálgast vesturströnd Flórídaskagans og reikna veðurfræðingar bandarísku fellibyljamiðstöðvarinnar með því að hann gangi norðaustur yfir skagann með morgninum og feti sig svo norður með austurströndinni. Elsa er fyrsti fellibylur þessa fellibyljatímabils á vestanverðu Atlantshafi. Hann náði fellibylsstyrk á leið sinni yfir Karíbahafið á dögunum, breyttist í hitabeltisstorm þegar hann gekk yfir Kúbu en hefur nú aftur náð fellibylsstyrk.
07.07.2021 - 04:44
Þrír látnir vegna fellibylsins Elsu
Einn lést í Sankti Lúsíu og fimmtán ára drengur og kona á áttræðisaldri létust í Dóminíkanska lýðveldinu vegna fellibylsins Elsu sem ríður nú yfir Karíbahafið. 180 þúsund manns hefur verið gert að yfirgefa heimili sín á Kúbu, þó krafturinn hafi aðeins dregist úr Elsu og hún teljist nú hitabeltislægð.
04.07.2021 - 23:25
Tíu Kúbverjar taldir af undan Flórídaströndum
Bandaríska strandgæslan hefur hætt leit að tíu kúbönskum flóttamönnum sem saknað er eftir að bát þeirra hvolfdi undan Flórídaströndum á miðvikudagskvöld. Tuttugu voru um borð. Strandgæslunni tókst að bjarga átta á fimmtudag og tvö lík hafa fundist.
30.05.2021 - 06:41