Færslur: Kúba

Spegillinn
Sungið um föðurland og líf en herinn ræður
„Stjórnvöld segja: „Þetta er náttúrulega bara fjármagnað af bandarískum heimsvaldasinnunum og bla bla bla....“ Þann söng hefur maður heyrt í 60 ár," segir Tómas R. Einarsson tónlistarmaður. Hann er ekki að skammast yfir íslenskum stjórnvöldum, heldur þeim kúbversku og það sem hann vísar til eru verk lista- og menntamanna í hópi sem kallast San Isidro eftir samnefndri götu í Havana. Listamennirnir koma fram í trássi við lög um sem kveða á um að þeir þurfi til þess leyfi stjórnvalda.
22.04.2021 - 08:00
Díaz-Canel tók við flokksformennskunni af Raúl Castro
Miguel Díaz-Canel, forseti Kúbu, var í gær kjörinn arftaki Raúls Castros sem formaður kúbanska Verkamannaflokksins. Díaz-Canel, sem tók við forsetaembættinu af Castro árið 2018, er þar með óumdeilanlega orðinn valdamesti maður Kúbu.
20.04.2021 - 04:07
62 ára valdaferli Castrobræðra lokið
Raul Castro tilkynnti í dag afsögn sína sem formaður Kommúnistaflokks Kúbu og þar með æðsti valdamaður landsins. Eftirmaður hans verður kosinn á landsþingi Kommúnistaflokksins sem haldið er þessa helgina.
16.04.2021 - 22:50
Farþegaflug bannað frá Bandaríkjunum til Kúbu
Bandaríkjastjórn tilkynnti í gær að allt farþegaflug á milli Bandaríkjanna og Kúbu verði fellt niður. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, skrifaði á Twitter að stjórn Castros notaði ferðaþjónustu og erlendan gjaldeyri til þess að fjármagna ofbeldi og afskipti í Venesúela. Lokað var á áætlunarflug í október síðastliðnum, en bannið sem tilkynnt var um í gær á einnig við um allt leiguflug. 
14.08.2020 - 06:53
Tugir kúbverskra lækna og hjúkrunarfræðinga til Ítalíu
52 kúbverskir læknar, hjúkrunarfræðingar og aðrir sérfræðingar á heilbrigðissviði komu til Ítalíu í gær, þar sem þeir munu aðstoða heimamenn í Langbarðalandi baráttunni við COVID-19 farsóttina. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Kúbustjórn sendir svokallaðar „hersveitir í hvítum sloppum" á hamfarasvæði, en hingað til hafa þær sveitir einkum verið sendar til fátækustu ríkja heims.
24.03.2020 - 01:54
Fyrsti forsætisráðherrann síðan Castro
Manuel Marrero tók í gær við embætti forsætisráðherra Kúbu. Hann er sá fyrsti til þess að gegna því embætti síðan Fidel Castro gerði það fyrir rúmum 40 árum. Marrero hefur gegnt embætti ferðamálaráðherra undanfarin fimmtán ár.
22.12.2019 - 01:17
Havana-heilkennið rakið til skordýraeiturs
Kanadískir vísindamenn segjast mögulega hafa fundið orsök dularfullra veikinda sem herjuðu á starfsfólk bandaríska sendiráðsins á Kúbu árið 2016. Á annan tug starfsmanna sendiráðsins þjáðust af því sem kallað var „Havana-heilkennið“ á þessum tíma. Einkennin voru meðal annars höfuðverkur, sjóntruflanir, svimi og eyrnasuð. Þetta lagðist svo þungt á sumt starfsfólkið að það þurfti að fara í veikindafrí og leita sér lækninga.
Kúbverjar fá að nettengjast heima
Almenningur á Kúbu fær frá og með deginum í dag að tengjast netinu í heimahúsum. Einnig er einkafyrirtækjum heimilað að flytja inn nauðsynlegan netbúnað til að tengjast, svo sem beina.
29.07.2019 - 14:42
Kúbverskur landsliðsmaður flýr í Bandaríkjunum
Leikmaður kúbverska landsliðsins í fótbolta flúði herbúðir liðsins í Bandaríkjunum. Raul Mederos, þjálfari landsliðsins, staðfesti þetta við fjölmiðla í gær. Kúba tekur þátt í Gullbikar Knattspyrnusambands Norður- og Mið-Ameríku sem fram fer í Bandaríkjunum þessa dagana. 
19.06.2019 - 06:34
Einkarekin netþjónusta leyfð á Kúbu
Stjórnvöld á Kúbu ætla að heimila einkarekstur á þráðlausum netkerfum og innflutning einkaaðila á dreifibúnaði á borð við netbeina. Greint var frá þessu í ríkisútvarpi Kúbu í gær og mun löggjöf þessa efnis taka gildi á næstu dögum. Með þessu er í raun verið að bregðast við orðnum hlut því þúsundir Kúbana notast í dag við sjálfsprottnar, heimatilbúnar netþjónustur og smyglaðan dreifibúnað. Hvort tveggja hefur til þessa verið ólöglegt á Kúbu en yfirvöld hafa þó ekki amast við því síðustu ár.
30.05.2019 - 01:46
Karl og Kamilla heimsækja Kúbu
Karl prins, ríkisarfi Bretlands, og Kamilla, eiginkona hans, hertogaynja af Cornwall, eru væntanleg í heimsókn til Kúbu í næsta mánuði. Enginn úr bresku konungsfjölskyldunni hefur áður sótt landið heim. Þau dvelja fjóra daga á Kúbu, að því er segir í tilkynningu frá Clarence House, hinum opinberu heimkynnum þeirra í Lundúnum. Þau hyggjast einnig ferðast til annarra Karíbahafsríkja í förinni vestur um haf.
15.02.2019 - 18:53
Erlent · Evrópa · Mannlíf · Bretland · Kúba
Loftsteinn hrapaði á Kúbu
Fjöldi ferðamanna í bænum Vinales á vesturhluta Kúbu varð vitni að einstökum atburði þegar loftsteinn féll til jarðar. Washington Post hefur eftir vitnum að eldhnöttur hafi sést á heiðskýrum himninum. Eftir fylgdi reykur og svörtum steinum rigndi yfir bæinn. Loks heyrðust sprengingar. Engar fregnir hafa borist af því að nokkur hafi slasast eða skemmdum á mannvirkjum.
02.02.2019 - 04:20
Mannskæður hvirfilbylur á Kúbu
Þrír létu lífið og 172 slösuðust þegar hvirfilbylur fór yfir Havana, höfuðborg Kúbu, í gærkvöld. Gríðarlega rigndi í óveðrinu með þeim afleiðingum að vatn flæddi um götur. Rafmagn fór af borginni um tíma.
28.01.2019 - 09:01
Íhuga refsiaðgerðir gegn Kúbverjum
Bandaríkjastjórn íhugar að beita viðskiptaþvingunum gegn kúbverskum her- og leyniþjónustumönnum sem eru taldir aðstoða stjórnvöld í Venesúela. Það yrðu fyrstu refsiaðgerðir Bandaríkjanna gegn erlendum embættismönnum tengdum Nicolas Maduro, forseta Venesúela.
22.11.2018 - 06:53
Minnst 25 ár í lokun Guantanamo-fangabúðanna
Hinar illræmdu fangabúðir bandarískra yfirvalda í Guantanamo-flóa á Kúbu verða starfræktar áfram í óbreyttri mynd næstu 25 árin hið minnsta, að sögn æðsta yfirmanns búðanna, vara-aðmírálsins Johns Ring.
Varað við lífshættulegum fellibyl í Flórída
Yfirvöld í Flórídaríki vara íbúa við mögulega „lífshættulegum fellibyl" sem búist er við að skelli á strandhéruðum ríkisins á miðvikudag og í Norður-Karólínu er fólk einnig hvatt til að vera við öllu búið. Fellibylurinn Michael, sá þrettándi sem fengið hefur nafn það sem af er þessu fellibyljatímabili, hamaðist á Kúbu í kvöld Kúbu með hávaðaroki og rigningu. Hann er enn fyrsta stigs fellibylur, meðalvindhraðinn er í kringum 33 metrar á sekúndu.
09.10.2018 - 02:57
Örbylgjuvopn líkleg orsök veikinda diplómata
Læknar og vísindamenn telja nú mestar líkur á að einhvers konar örbylgjuvopnum hafi verið beitt gegn bandarískum sendiráðsstarfsmönnum í Kúbu og Kína. Á fjórða tug sendiráðsstarfsmanna veiktist á dularfullan hátt í ríkjunum tveimur í fyrra. Helmingur starfsmanna bandaríska sendiráðsins á Kúbu var kallaður heim í september í fyrra og í júní á þessu ári voru nokkrir starfsmenn í Kína kallaðir heim.
03.09.2018 - 05:41
Þing Kúbu samþykkir nýja stjórnarskrá
Þjóðþingið á Kúbu hefur samþykkt nýja stjórnarskrá sem felur í sér miklar breytingar á efnahagskerfi landsins. Plaggið verður lagt í dóm þjóðarinnar síðar á árinu þegar þjóðaratkvæðagreiðsla fer fram.
22.07.2018 - 23:01
Einkaeign fasteigna verður leyfð á Kúbu
Einkaeign fasteigna verður heimiluð á Kúbu verði ný stjórnarskrá samþykkt. Frá þessu greinir ríkisrekið dagblað en þetta er mikil breyting á efnahagskerfi eyjunnar þar sem kommúnismi hefur verið við lýði síðan 1959.
15.07.2018 - 03:30
Flugslysið á Kúbu
Eignarfélag vélarinnar svipt flugrekstrarleyfi
Flugmálayfirvöld í Mexíkó hafa svipt flugfélagið Aerolíneas Damojh flugrekstrarleyfi. Það flugfélag leigði kúbverska ríkisflugfélaginu Cubana de Aviación vélina sem hrapaði við Havana á föstudag. 110 fórust í slysinu, þar á meðal áhöfnin, sem einnig var frá mexíkóska félaginu Damojh. Rekstrarleyfissviptingin er ekki endanleg, en í tilkynningu frá loftferðaeftirliti Mexíkós segir að fyrir dyrum sé ströng og ítarleg aukaskoðun og úttekt á vélum og öllum rekstri félagsins.
22.05.2018 - 02:58
Vélin sem fórst á Kúbu var í banni í Gvæjana
39 ára gömul Boeing-farþegaþotan sem fórst á Kúbu á föstudag var sett í flugbann í lofthelgi Suður-Ameríkuríkisins Gvæjana í maí á síðasta ári. Ástæðan var sú, að áhöfn vélarinnar sá ítrekað í gegnum fingur sér varðandi farangurs- og þar með hleðslureglur þegar flogið var frá Gvæjana til Kúbu. Egbert Field, forstjóri loftferðaeftirlits Gvæjana upplýsir þetta. Vélin var þá í eigu sama mexíkóska flugrekstraraðila og nú, en leigð út til flugfélagsins Easy Sky.
21.05.2018 - 07:38
Tveggja daga þjóðarsorg á Kúbu
Nær allir farþegar og áhöfn flugvélarinnar sem brotlenti á Havana á Kúbu í gær fórust í slysinu. Þremur konum var bjargað úr flaki flugvélarinnar og eru þær lífshættulega slasaðar. Hundrað og fjórir farþegar voru í vélinni og níu manna áhöfn. Tveggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir á Kúbu vegna slyssins. Vélin, sem var í innanlandsflugi, var á leiðinni til borgarinnar Holgin á austurhluta Kúbu þegar hún hrapaði, skömmu eftir flugtak.
19.05.2018 - 07:31
Óttast að yfir hundrað hafi farist í flugslysi
Óttast er að nær allir farþegar og áhöfn flugvélarinnar sem brotlenti á Havana á Kúbu í dag hafi farist. Þremur var bjargað úr flaki flugvélarinnar og er fólkið mikið slasað. 104 farþegar voru í vélinni og níu manna áhöfn.
18.05.2018 - 21:23
Erlent · Kúba · flugslys
Flugvél brotlenti á Kúbu
Flugvél brotlenti stuttu eftir flugtak á Jose Marte flugvellinum í Havana á Kúbu nú síðdegis. 104 farþegar voru í vélinni sem er af gerðinni Boeing 737. Ekki er ljóst um dauðsföll á þessari stundu. Sky fréttastofan greinir frá því að vélin hafi verið í innanlandsflugi og á vegum ríkisflugfélags Kúbu, Cubana de Avacion.
18.05.2018 - 17:45
Erlent · Kúba · flugslys
Viðræður Kólumbíustjórnar og ELN til Kúbu
Friðarviðræðum kólumbískra stjórnvalda og skæruliða í Frelsisher Kólumbíu, ELN, verður fram haldið á Kúbu í næstu viku. Þetta kemur fram í sameiginlegri fréttatilkynningu samningsaðila, en Ekvador sagði sig í síðasta mánuði frá gestgjafahlutverki fyrir viðræðurnar, sem staðið höfðu yfir í Quito með nokkrum hléum síðan snemma árs 2017.
06.05.2018 - 02:52