Færslur: Króatía

Myndskeið
Öflugir eftirskjálftar og ótti um frekari eyðileggingu
Kröftugir eftirskjálftar urðu í Króatíu í dag, eftir skjálfta upp á 6,4 í gær þar sem í það minnsta sjö létust.
30.12.2020 - 19:04
Manntjón í jarðskjálfta í Króatíu
Að minnsta kosti eitt barn lést og margir eru taldir hafa slasast þegar jarðskjálfti af stærðinni 6,4 reið yfir í Króatíu á tólfta tímanum morgun að íslenskum tíma. Upptökin voru nálægt bænum Petrinja, 46 kílómetra suðaustan við Zagreb, höfuðborg landsins.
29.12.2020 - 13:20
Stór skjálfti í Króatíu — Slóvenar loka kjarnorkuveri
Öflugur jarðskjálfti, 6,4 að stærð, reið yfir Króatíu nú um klukkan hálf tólf. Fregnir hafa borist af því að hús hafi hrunið í bænum Petrinja um miðbik landsins
29.12.2020 - 12:20
Fólk þusti út úr húsum eftir jarðskjálfta í Króatíu
Jarðskjálfti, 5,2 að stærð, varð í Króatíu í morgun en upptök hans eru rakin fimmtíu kílómetra suðaustur af höfuðborginni Zagreb. Hann fannst vel í borginni, en hann reið yfir rétt fyrir klukkan hálf sex að staðartíma.
28.12.2020 - 08:54
Íhaldsflokkurinn HDZ mælist stærstur
Þingkosningar fóru fram í Króatíu í dag. Kjörstöðum var lokað klukkan sjö að staðartíma.  Á tíunda tímanum í kvöld höfðu tæplega 44 prósent atkvæða verið talin. Samkvæmt nýjustu tölum er íhaldsflokkurinn HDZ með flest atkvæða. Hann fengi 70 þingsæti af 151.
05.07.2020 - 21:52
Einlæg og öflug samstaða við Balkanskaga
Þar sem áður ríkti óeining og stríð vegna þjóðernishyggju, virðist fáheyrð samstaða vera raunin. Ríki við Balkanskaga hafa sýnt hvoru öðru mikla umhyggju í því ástandi sem heimsbyggðin öll tekst á við um þessar mundir.
27.03.2020 - 07:01
Sitjandi forseti Króatíu felldur í kosningum
Allt bendir til þess að Kolinda Grabar-Kitarovic, sem gegnt hefur embætti forseta Króatíu frá árinu 2015 og er fyrsta konan sem það gerir, hafi verið felld í annarri umferð forsetakosninganna þar í landi í dag. 
05.01.2020 - 18:29
Sitjandi forseti komst í seinni umferð
Allt lítur út fyrir að sitjandi forseti Króatíu og fyrrverandi forsætisráðherra Króatíu verði á kjörseðli síðari umferðar forsetakosninganna þar í landi. Þegar búið var að telja nærri öll atkvæði var fyrrverandi forsætisráðherrann, hinn frjálslyndi Zoran Milanovic, efstur frambjóðenda með 29,5 prósent atkvæða. Forsetinn Kolinda Grabar-Kitarovic er næst með 26,7 prósent.
22.12.2019 - 23:04
Fundu sex lík í íbúðarhúsi í Zagreb
Lögreglan í Króatíu hefur hafið umfangsmikla leit að glæpamönnum sem taldir eru bera ábyrgð á morðum sex manns. Lík þeirra fundust í húsi í höfuðborginni Zagreb eftir að nágrannar heyrðu skothvelli og kölluðu til lögreglu.
02.08.2019 - 00:14
Eftirlýstur mafíósi fannst í Króatíu
Króatíska lögreglan er með 72 ára ítalskan karlmann í haldi, sem er eftirlýstur í heimalandinu fyrir eiturlyfjaviðskipti. Í tilkynningu frá innanríkisráðuneytinu í Zagreb segir að hann hafi verið tekinn höndum á gamlársdag. Hann sé félagi í skipulögðum glæpasamtökum og eigi óafplánaðan tíu ára fangelsisdóm á Ítalíu fyrir að smygla heróíni og kókaíni.
02.01.2019 - 15:00
Dómur yfir Mladic kveðinn upp á morgun
Alþjóðlegi stríðsglæpadómstóllinn í Haag kveður á morgun upp dóm yfir serbneska stríðsglæpamanninum Ratko Mladic. Hann var æðsti foringi í her Bosníu-Serba og er sakaður um þjóðarmorð og glæpi gegn mannkyni.
21.11.2017 - 16:30
Sekta ferðamenn fyrir ósæmilega hegðun
Yfirvöld á króatísku eyjunni Hvar á Adríahafi ætla að skera upp herör gegn ósæmilegri hegðun ungra ferðamanna, einkum frá Bretlandi. Meðal annars stendur til að láta þá borga sektir fyrir ölvun á almannafæri og fyrir að vera á ferli á baðfötunum einum í miðbænum.
10.07.2017 - 20:05
Þorpsbúum forðað undan skógareldi
Nokkrir tugir íbúa þorpsins Trstenik á Peljesac skaga í suðurhluta Króatíu hafa verið fluttir að heiman vegna skógarelda.
21.07.2015 - 08:10
Króatía
Stefán Pálsson, sagnfræðingur, fræðir hlustendur Rásar 2 um þátttökulöndin 32 á HM 2014. Hér má heyra umfjöllun um Króatíu.
12.06.2014 - 13:22