Færslur: Krímskagi

Myndskeið
Fimm ár frá innlimun Krímhéraðs
Rússar fagna því að í dag eru fimm ár frá því að forseti landsins og forseti héraðsþingsins á Krímskaga undirrituðu samkomulag um að héraðið gangi í rússneska ríkjasambandið. Að því tilefni verður efnt til hátíðarhalda í héraðinu. Vladimir Putin forseti tekur þátt í þeim, ræsir meðal annars formlega nýtt raforkuver og hittir almenning að máli, að því er segir í tilkynningu frá forsetaembættinu í Moskvu.
18.03.2019 - 10:47
Pútín: Skotárásin afleiðing alþjóðavæðingar
Skotárás í tækniskóla í borginni Kerch á Krímskaga í gær er afleiðing alþjóðavæðingarinnar, að dómi Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands. 20 voru myrt í tækniskólanum í gær, nemendur og kennarar, þegar nemandi mætti vopnaður í skólann og hóf skothríð. 74 særðust. Nemandinn svipti sig lífi eftir ódæðið.
18.10.2018 - 14:05
17 fórust í byssuárás á Krímskaga
Sautján fórust og fjörutíu, hið minnsta, særðust í byssuárás í matsal í tækniskóla í borginni Kerch á Krímskaga í morgun. Flestir hinna látnu voru unglingar. Breska útvarpið BBC segir að upphaflega hafi verið talið að gassprenging hefði orðið í skólanum.
17.10.2018 - 12:41
Útilokar ekki að viðurkenna innlimun Krím
Donald Trump Bandaríkjaforseti útilokar ekki að viðurkenna innlumun Krímskaga í Rússland. Fréttastofa AFP greinir frá því að blaðamenn spurðu hvort forsetinn íhugaði að breyta opinberri afstöðu Bandaríkjanna gagnvart því að Rússland innlimaði Krímsskaga árið 2014 og viðurkenna þar með innlimun skagans. Trump útilokaði það ekki en sagðist einfaldlega ætla að sjá til.
30.06.2018 - 01:24
Refsiaðgerðir gegn embættismönnum á Krímskaga
Evrópusambandið samþykkti í dag að beita refsiaðgerðum gegn fimm embættismönnum á Krímskaga vegna þátttöku þeirra í skipulagningu á forsetakosningum í Rússlandi. Þegar forsetakosningar fóru fram í Rússlandi 18. mars síðastliðinn var líka kosið á Krímskaga. Rússar innlimuðu svæðið árið 2014.
14.05.2018 - 23:15
Erlent · ESB · Úkraína · Rússland · Krímskagi
Rannsaka brot á refsiaðgerðum vegna Krímskaga
Hollensk yfirvöld rannsaka hvort sjö fyrirtæki þar í landi hafi brotið gegn refsiaðgerðum Evrópusambandsins gegn Rússlandi með því að taka þátt í byggingu brúar á milli Rússlands og Krímskaga.
04.05.2018 - 12:16