Færslur: Krímskagi

Óvæginn Wagnerher Pútíns eirir engu
Stríð eiga sér margskonar birtingarmyndir. Hryllingurinn sem íbúar heimsþorpsins hafa orðið vitni að nýliðna mánuði í fjölmiðlum, opinberar hinn hrollkalda veruleika og miskunnarleysi landhernaðar. Grímulaust andlit stríðsátaka birtist þannig með innrás Rússlands í Úkraínu.
Krímskaginn verður ekki endurheimtur með hernaði
Stór hluti Úkraínsks lands sem Rússar hafa innlimað eða lagt undir sig með öðrum hætti frá árinu 2014 verður ekki endurheimtur með hernaði, sagði Volodymyr Zelensky Úkraínuforseti í daglegu ávarpi sínu í gærkvöld. Nefndi hann Krímskagann sérstaklega í þessu sambandi.
Innrás í Úkraínu
Pútín eini Rússinn sem Zelensky vill ræða við
Í dag eru þrír mánuðir frá því að Vladímír Pútín Rússlandsforseti fyrirskipaði innrás í Úkraínu. Volodymyr Zelensky Úkraínuforseti segir Pútín vera eina Rússann sem hann hafi nokkurn áhuga á að hitta og þá eingöngu til viðræðna um frið. Fyrrverandi Úkraínuforseti er eftirlýstur fyrir landráð.
Þýskalandskanslari
Rússar fá ekki að halda hernumdu úkraínsku landi
Rússar munu ekki komast upp með að endurskilgreina landamæri Úkraínu með því að hrifsa til sín úkraínskt land og bíða svo bara þar til stjórnvöld í Kænugarði og annars staðar sætta sig við orðinn hlut, sagði Olaf Scholz Þýskalandskanslari í viðtali á sjónvarpsstöðinni RTL á mánudag. Vesturlönd muni ekki sætta sig við einhliða friðarskilmála sem Rússar reyni að þvinga fram.
Komið að ögurstundu hermanna í Mariupol
Úkraínumenn óttast að aukinn þungi færist í aðgerðir rússneska innrásarliðsins og að allt kapp verði lagt á að ná yfirráðum yfir Azov-stálverksmiðjunni í Mariupol í dag. Loftvarnaflautur hljómuðu um nær alla Úkraínu seint í nótt og í morgun.
Zelensky fundar með bandarískum ráðherrum
Líklegt þykir að Volodymyr Zelensky Úkraínuforseti biðli til Bandaríkjanna um afhendingu öflugra árásarvopna. Hann ræddi við Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna og varnarmálaráðherrann Lloyd Austin í kvöld. Aðstoðarmaður forsetans staðfestir fundinn.
24.04.2022 - 23:55
Zelensky segir af og frá að Mariupol sé fallin
Volodymyr Zelensky Úkraínuforseti segir af og frá að hafnarborgin Mariupol sé komin undir yfirráð rússneska innrásarliðsins. Vladimír Pútín Rússlandsforseti staðhæfði í gær að tekist hefði að frelsa borgina undan yfirráðum Úkraínumanna.
Rússum brýnt að ná yfirráðum Mariupol
Rússar hafa dögum saman látið sprengjum rigna yfir hafnarborgina Mariupol í Donetsk héraði sunnanvert í Úkraínu. Í borginni bjuggu á fimmta hundrað þúsund fyrir innrásina en hún er tíunda stærsta borg landsins. Íbúarnir eru að stærstum hluta rússneskumælandi.
Fréttaskýring
Umtalsverðir orkuhagsmunir Rússa í Úkraínu
Innrás rússneska hersins í Úkraínu er nú á fimmta degi. Alþjóðasamfélagið hefur brugðist við af hörku og beitt afar umfangsmiklum refsiaðgerðum. Gengi rússnesku rúblunnar hefur aldrei verið lægra gagnvart Bandaríkjadal og stýrivextir í landinu hafa verið tvöfaldaðir.
28.02.2022 - 15:26
Leiðtogar G7 hóta Rússum frekari refsingum
Leiðtogar helstu iðnríkja heims G7 ríkjanna hóta Rússum enn harðari refsiaðgerðum og þvingunum láti þeir ekki af aðgerðum sínum í Úkraínu. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu utanríkisráðherra ríkjanna í kvöld.
Greina aukin umsvif herliðs við úkraínsku landamærin
Gervihnattamyndir frá bandaríska gervihnatta- og geimtæknifyrirtækinu Maxar sýna aukna athafnasemi hersveita nærri úkraínsku landamærunum; í Hvíta Rússlandi, á Krímskaganum og í Vestur-Rússlandi. Samkvæmt tilkynningu frá fyrirtækinu sýna myndirnar meðal annars mikla fjölgun á herþotum og -þyrlum á Millerovo-flugvellinum í Hvíta Rússlandi, um 25 kílómetra frá úkraínsku landamærunum. Loftvarnarkerfi, fjöldi skriðdreka og brynvagna, liðsflutningabílar og annar búnaður er líka sjáanlegur á myndunum.
19.02.2022 - 01:43
Rússneski herinn sagður á leið frá Krímskaga
Rússneski herinn er á leið frá Krímskaga þar sem heræfingum þeirra er lokið. Þetta kemur fram í yfirlýsingu rússneska varnarmálaráðuneytisins í morgun og AFP-fréttaveitan greinir frá.
16.02.2022 - 08:10
Blinken heitir Úkraínumönnum fullum stuðningi
Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna heitir Úkraínumönnum fullum og kröftugum stuðningi láti Rússar verða af innrás í landið. Rússneskar hersveitir eru allt umhverfis landið.
Útilokar ekki þjóðaratkvæði um Krímskaga og Donbass
Volodímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagðist í dag opinn fyrir því að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíðarstöðu Krímskaga og Donbass í náinni framtíð. 
10.12.2021 - 19:31
Uggandi vegna fjölda hermanna nærri Úkraínu
Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, sagði í dag mikilvægt að afstýra átökum á milli Rússlands og Úkraínu. Óvenju mikill fjöldi rússneskra hermanna er nú staddur nærri landamærunum og sagði Stoltenberg að bandalagið muni standa þétt við bakið á Úkraínumönnum.
15.11.2021 - 18:17
Úkraínskur hermaður féll í árás aðskilnaðarsinna
Úkraínskur hermaður féll og tveir særðust í átökum við sveitir aðskilnaðarsinna í austanverðri Úkraínu í dag. Rússar neita öllum ásökunum um uppbyggingu herafla við landamærin að Úkraínu en Bandaríkjamenn segjast fylgjast náið með framvindu mála.
08.11.2021 - 00:42
Gullgripum frá Krímskaga skal skilað til Úkraínumanna
Dómstóll í Hollandi hefur komist að þeirri niðurstöðu að gulli frá Krímskaga, sem var í láni hjá safni þar í landi, skuli skilað til Úkraínu en ekki til Rússlands. Bæði ríki höfðu gert tilkall til gullsins, sem talið er vera frá 2. öld fyrir krist.
26.10.2021 - 13:35
Forseti Úkraínu biður um aukinn stuðning Bandaríkjanna
Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu fer fram á stuðning Bandaríkjamanna við að efla her landsins og færa hann í nútímahorf. Forsetinn, sem er í opinberri heimsókn í Bandaríkjunum óttast að hernaðarþrýstingur Rússa aukist mjög á næstunni.
Segir þingforseta ekki hafa umboð til að banna heimsókn
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir að henni hafi ekki verið formlega meinað að heimsækja Rússland. For­seti rúss­neska þjóð­þingsins vill að það verði gert vegna skýrslu hennar um stöðu Krím­tatara og al­var­leg mann­réttinda­brot á Krím­skaga.
Bresk leyniskjöl fundust í strætóskýli
Bresk yfirvöld rannsaka hvernig á því standi að skjöl um varnarmál, sem algjör leynd á að ríkja um, hafi fundist í strætóskýli á Suður-Englandi. Í skjölunum er fjallað um skipulag siglingar tundurspillis við Krímskaga í síðustu viku en málið olli deilum milli Rússa og Breta. 
27.06.2021 - 11:56
Segjast hafa skotið að breskum tundurspilli
Rússar krefjast þess að Bretar rannsaki hættulegt framferði áhafnar bresks tundurspillis, sem sökuð er um að hafa í dag siglt inn í lögsögu Rússlands á Svartahafi. Varnarmálaráðuneytið í Lundúnum vísar ásökunum Rússa á bug.
23.06.2021 - 12:57
Rússar æfir yfir EM-treyju Úkraínu
Rússneskir stjórnmálamenn eru sagðir bálreiðir vegna landsliðstreyjunnar sem Úkraínumenn hyggjast klæðast á Evrópumótinu í fótbolta í sumar. Framan á treyjunni miðri eru útlínur Úkraínu, þar sem Krímskagi sem Rússar innlimuðu árið 2014 er á meðal.
07.06.2021 - 06:23
Rússar draga herlið sitt frá landamærum Úkraínu
Rússar ætla að draga herlið sitt til baka frá landamærunum að Úkraínu, í kjölfar umfangsmikilla æfinga nærri Krímskaga. Spenna hefur aukist á svæðinu síðustu vikur og Rússar og vestræn ríki skipst á yfirlýsingum um stöðuna. Rússar voru varaðir við að fara yfir strikið á meðan þeir svöruðu því til að þeir mættu gera hvað þeir vildu innan sinna landamæra.
22.04.2021 - 14:16
Aukin spenna á landamærum Rússlands og Úkraínu
Aukin spenna hefur færst í samskipti Rússlands og Úkraínu eftir að Volodmymir Zelensky, forseti Úkraínu, hélt því fram í gær að rússneski herinn yki nú viðbúnað sinn við landamæri ríkjanna. 
02.04.2021 - 17:14
G7-ríki hafna innlimun Krímskaga í Rússland
G7-ríkin viðurkenna ekki innlimun Krímskaga í Rússland. Þetta sagði yfirlýsingu sem ríkin sendu frá sér í morgun í tilefni þess að sjö ár eru síðan Rússar lögðu undir Krímskaga sem tilheyrt hafði Úkraínu.
18.03.2021 - 10:35
Erlent · Evrópa · Rússland · Úkraína · G7 · Krímskagi