Færslur: Krímskagi

Forseti Úkraínu biður um aukinn stuðning Bandaríkjanna
Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu fer fram á stuðning Bandaríkjamanna við að efla her landsins og færa hann í nútímahorf. Forsetinn, sem er í opinberri heimsókn í Bandaríkjunum óttast að hernaðarþrýstingur Rússa aukist mjög á næstunni.
Segir þingforseta ekki hafa umboð til að banna heimsókn
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir að henni hafi ekki verið formlega meinað að heimsækja Rússland. For­seti rúss­neska þjóð­þingsins vill að það verði gert vegna skýrslu hennar um stöðu Krím­tatara og al­var­leg mann­réttinda­brot á Krím­skaga.
Bresk leyniskjöl fundust í strætóskýli
Bresk yfirvöld rannsaka hvernig á því standi að skjöl um varnarmál, sem algjör leynd á að ríkja um, hafi fundist í strætóskýli á Suður-Englandi. Í skjölunum er fjallað um skipulag siglingar tundurspillis við Krímskaga í síðustu viku en málið olli deilum milli Rússa og Breta. 
27.06.2021 - 11:56
Segjast hafa skotið að breskum tundurspilli
Rússar krefjast þess að Bretar rannsaki hættulegt framferði áhafnar bresks tundurspillis, sem sökuð er um að hafa í dag siglt inn í lögsögu Rússlands á Svartahafi. Varnarmálaráðuneytið í Lundúnum vísar ásökunum Rússa á bug.
23.06.2021 - 12:57
Rússar æfir yfir EM-treyju Úkraínu
Rússneskir stjórnmálamenn eru sagðir bálreiðir vegna landsliðstreyjunnar sem Úkraínumenn hyggjast klæðast á Evrópumótinu í fótbolta í sumar. Framan á treyjunni miðri eru útlínur Úkraínu, þar sem Krímskagi sem Rússar innlimuðu árið 2014 er á meðal.
07.06.2021 - 06:23
Rússar draga herlið sitt frá landamærum Úkraínu
Rússar ætla að draga herlið sitt til baka frá landamærunum að Úkraínu, í kjölfar umfangsmikilla æfinga nærri Krímskaga. Spenna hefur aukist á svæðinu síðustu vikur og Rússar og vestræn ríki skipst á yfirlýsingum um stöðuna. Rússar voru varaðir við að fara yfir strikið á meðan þeir svöruðu því til að þeir mættu gera hvað þeir vildu innan sinna landamæra.
22.04.2021 - 14:16
Aukin spenna á landamærum Rússlands og Úkraínu
Aukin spenna hefur færst í samskipti Rússlands og Úkraínu eftir að Volodmymir Zelensky, forseti Úkraínu, hélt því fram í gær að rússneski herinn yki nú viðbúnað sinn við landamæri ríkjanna. 
02.04.2021 - 17:14
G7-ríki hafna innlimun Krímskaga í Rússland
G7-ríkin viðurkenna ekki innlimun Krímskaga í Rússland. Þetta sagði yfirlýsingu sem ríkin sendu frá sér í morgun í tilefni þess að sjö ár eru síðan Rússar lögðu undir Krímskaga sem tilheyrt hafði Úkraínu.
18.03.2021 - 10:35
Erlent · Evrópa · Rússland · Úkraína · G7 · Krímskagi
Myndskeið
Fimm ár frá innlimun Krímhéraðs
Rússar fagna því að í dag eru fimm ár frá því að forseti landsins og forseti héraðsþingsins á Krímskaga undirrituðu samkomulag um að héraðið gangi í rússneska ríkjasambandið. Að því tilefni verður efnt til hátíðarhalda í héraðinu. Vladimir Putin forseti tekur þátt í þeim, ræsir meðal annars formlega nýtt raforkuver og hittir almenning að máli, að því er segir í tilkynningu frá forsetaembættinu í Moskvu.
18.03.2019 - 10:47
Pútín: Skotárásin afleiðing alþjóðavæðingar
Skotárás í tækniskóla í borginni Kerch á Krímskaga í gær er afleiðing alþjóðavæðingarinnar, að dómi Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands. 20 voru myrt í tækniskólanum í gær, nemendur og kennarar, þegar nemandi mætti vopnaður í skólann og hóf skothríð. 74 særðust. Nemandinn svipti sig lífi eftir ódæðið.
18.10.2018 - 14:05
17 fórust í byssuárás á Krímskaga
Sautján fórust og fjörutíu, hið minnsta, særðust í byssuárás í matsal í tækniskóla í borginni Kerch á Krímskaga í morgun. Flestir hinna látnu voru unglingar. Breska útvarpið BBC segir að upphaflega hafi verið talið að gassprenging hefði orðið í skólanum.
17.10.2018 - 12:41
Útilokar ekki að viðurkenna innlimun Krím
Donald Trump Bandaríkjaforseti útilokar ekki að viðurkenna innlumun Krímskaga í Rússland. Fréttastofa AFP greinir frá því að blaðamenn spurðu hvort forsetinn íhugaði að breyta opinberri afstöðu Bandaríkjanna gagnvart því að Rússland innlimaði Krímsskaga árið 2014 og viðurkenna þar með innlimun skagans. Trump útilokaði það ekki en sagðist einfaldlega ætla að sjá til.
30.06.2018 - 01:24
Refsiaðgerðir gegn embættismönnum á Krímskaga
Evrópusambandið samþykkti í dag að beita refsiaðgerðum gegn fimm embættismönnum á Krímskaga vegna þátttöku þeirra í skipulagningu á forsetakosningum í Rússlandi. Þegar forsetakosningar fóru fram í Rússlandi 18. mars síðastliðinn var líka kosið á Krímskaga. Rússar innlimuðu svæðið árið 2014.
14.05.2018 - 23:15
Erlent · ESB · Úkraína · Rússland · Krímskagi
Rannsaka brot á refsiaðgerðum vegna Krímskaga
Hollensk yfirvöld rannsaka hvort sjö fyrirtæki þar í landi hafi brotið gegn refsiaðgerðum Evrópusambandsins gegn Rússlandi með því að taka þátt í byggingu brúar á milli Rússlands og Krímskaga.
04.05.2018 - 12:16