Færslur: Krakkarúv

Úr hlutverki Sigga sæta í fréttalestur
Gunnar Hrafn Kristjánsson er nýr liðsmaður Krakkafrétta. Gunnar Hrafn er mörgum kunnur því að hann lék hinn uppátækjasama ormasafnara Óla í þáttaröðinni Fólkið í blokkinni.
06.09.2021 - 15:52
Ævintýralega spurningakeppnin Söguspilið hefst á ný
Þriðja þáttaröð Söguspilsins, ævintýralega skemmtilegu spurningakeppninnar, hefst sunnudaginn 18. apríl. Átta lið hefja keppni að þessu sinni og eitt lið stendur svo uppi sem sigurvegari.
17.04.2021 - 10:45
Eldhugarnir sem hristu upp í hlutunum
„Það eru mörg nöfn þarna sem ég hafði aldrei heyrt um. Sem sýnir hvað þetta er mikilvægt,“ segir Sigríður Eyrún Friðriksdóttir leikkona og sögumaður í nýrri franskri teiknimyndaþáttaröð um konur sem hafa sett mark sitt á heiminn.
03.04.2021 - 09:00
Leikum okkur heima um páskana
Páskafríið er fram undan og fjölskyldur landsins eru hvattar til að njóta samverunnar heima við. Nú er tíminn til að halda í bjartsýnina og leikgleðina. Hér eru nokkrar hugmyndir um hvernig fjölskyldan getur leikið sér saman í páskafríinu heima í stofu.
30.03.2021 - 13:50
Harpa leitar að tíu ára tónskáldum
Tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa er tíu ára í ár og af því tilefni verður nokkrum tíu ára krökkum boðið að semja saman afmælislag undir handleiðslu reyndra tónlistarmanna. Lagið verður svo frumflutt við hátíðlega athöfn í maí.
Uppskrift að mannasúpu
Mannslíkaminn er úr efnum sem urðu til þegar stjörnur sprungu og dreifðu þeim um allan alheiminn. Sævar Helgi Bragason sýnir krökkum efnafræði mannslíkamans með því að skella í mannasúpu. Hún er sem betur fer ekki til manneldis.
02.03.2021 - 13:49
Miðaldafréttir
Nálægt því að afhjúpa leyndardóma Snorralaugar
Snorralaug í Reykholti hefur lengi verið uppspretta vangaveltna um líferni eins fremsta rithöfundar í sögu Íslands, Snorra Sturlusonar. Snorri Másson og Jakob Birgisson, starfsmenn Árnastofnunar, hafa eflaust komist næst því að afhjúpa nýjar vísbendingar um þau veisluhöld sem skipulögð voru í laug skáldsins en eru nú komnir aftur á byrjunarreit.
02.02.2021 - 14:30
Húllumhæ
Verðlaunasýningar eftir krakka í Borgarleikhúsinu
Tvö glæný leikrit eftir krakka, um krakka og leikin af krökkum voru frumsýnd í Borgarleikhúsinu í gær. Leikritin nefnast Skrímslalíf og Tímaflakkið mikla. Emelía Antonsdóttir Crivello sá um leikstjórn.
29.01.2021 - 12:42
Húllumhæ
Fílatannkrem búið til á tilraunastofu
Með matarlit, uppþvottalegi, vetnisperoxíð og gerlausn er hægt að gera vísindatilraun sem kallast fílatannkrem. Félagarnir Sævar og Vilhjálmur Árni Sigurðsson klæða sig í vísindasloppana í þættinum Nei sko! og sýna krökkum skemmtilegar hliðar efnafræðinnar.
16.01.2021 - 14:17
Krakkakiljan
Flutti jólakveðju með krökkum
Sigvaldi Júlíusson hefur um árabil lesið jólakveðjur Íslendinga í Ríkisútvarpinu á Þorláksmessu. Gestir Krakkakiljunnar á Rás 1 hittu Sigvalda og fengu ráð frá honum um það hvernig best væri að lesa þær inn.
22.12.2020 - 13:43
Jólasaga
Ellefu ára stelpa samdi jólasögu fyrir útvarpið
Jólatréð er glæný smásaga eftir Tinnu Snæbjörnsdóttur, 11 ára. Hún skrifaði söguna upphaflega fyrir skólann en KrakkaRÚV fékk söguna líka til sín og úr varð einskonar útvarpsleikhús í þættinum Hlustaðu nú!
22.12.2020 - 11:15
„Við erum Gísli Marteinn barnanna“
Jakob Birgisson og Snorri Másson eru fræðarar verkefnis Árnastofnunar sem kallast Handritin til barnanna. Til stóð að Jakob og Snorri heimsæktu rúmlega fimmtíu skóla á landinu og fylgdu verkefninu eftir. Skólarnir urðu þó heldur færri vegna samkomutakmarkana og reglna í samfélaginu, vegna farsóttarinnar sem nú geisar.
Sjö fjörugar fjölskylduþrautir í faraldri
Helgarfríið er runnið upp og samkvæmt tilmælum sóttvarnayfirvalda er mælst til þess að allir haldi sig heima við að mestu. Helgin getur samt hæglega verið bæði fjörug og viðburðarík. Það er ýmislegt skemmtilegt sem hægt er taka upp á heima og drífa alla fjölskylduna með.
17.10.2020 - 11:20
Síðdegisútvarpið
Fjölskylduþættir fyrir langar bílferðir
Sumarið 2020 er sumarið sem Íslendingar ætla að ferðast innanlands, sem kemur ekki til af góðu. Þá er eins gott að krakkarnir hafi eitthvað til að hlusta á. Í hlaðvarpi KrakkaRÚV, „“Hvar erum við núna?“ með Ingibjörgu Fríðu Helgadóttur og Jóhannesi Ólafssyni, er hægt að kynnast landinu enn betur.
27.06.2020 - 10:39
Morgunþáttur Rásar 1 og 2
Dagleg fræðsla og fíflagangur fyrir grunnskólakrakka
Heimavist er nýr fræðslu- og skemmtiþáttur sem hóf göngu sína í dag. Þar verður næstu daga boðið upp á menningarefni, hugleiðslu, morgunteygjur og fjölbreytt fræðsluefni auk þess sem skorað verður á áhorfendur í ýmsum verkefnum, þrautum og tilraunamennsku.
30.03.2020 - 12:41
Tveir nýir daglegir sjónvarpsþættir hefja göngu sína
Í ljósi þess að skóla- og frístundastarf er með skertu móti þessa dagana hefur RÚV ákveðið að bjóða upp á tvo nýja daglega sjónvarpsþætti sem báðir eru ætlaðir ungu fólki. Annars vegar er það þátturinn Heimavist og hins vegar er það þátturinn Núllstilling. Báðir þættir verða sýndir á RÚV alla virka daga.
27.03.2020 - 18:36
Sigyn kveður Stundina okkar
Síðustu þrjú ár hafa Sigyn Blöndal og Sindri Bergmann í Stundinni okkar farið þrisvar í kringum landið þrjú sumur í röð, leyst skapandi þrautir, búið til stuttmyndir og lært um geiminn. Nú er komið að leiðarlokum.
07.05.2019 - 12:29
Barnamenningarhátíð í beinni
Í dag verður Barnamenningarhátíð 2019 sett með opnunarviðburði í Eldborgarsal Hörpu. Viðburðum verður streymt í beinni á vef KrakkaRÚV, en með útsendingunni er öllum börnum víðs vegar um landið gert kleift að fylgjast með.
09.04.2019 - 09:26
Tíkall til að auka fjármálalæsi barna
Í tilefni alþjóðlegrar viku um fjármálalæsi hefur KrakkaRÚV og Stofnun um fjármálalæsi framleitt tíu stutt myndbönd til að auka skilning barna á fjármálum á einfaldan og aðgengilegan hátt.
15.03.2016 - 14:33
Krakkarúv tekur virkan þátt í Söngvakeppninni
Söngvakeppnin er ekki síst hátíð barnanna, enda fylgjast þau grannt með hverju skrefi söngvaranna, læra lögin og hafa miklar skoðanir á því hvaða lög séu best. Krakkarúv tekur að sjálfsögðu virkan þátt í gleðinni.
27.01.2016 - 15:39
Krakkafréttir hefjast á RÚV
Mánudaginn 2. nóvember hefst nýr fréttatengdur þáttur fyrir börn, Krakkafréttir, á RÚV. Þátturinn verður á dagskrá mánudaga til fimmtudaga kl. 18:50. Umsjónarmenn þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Ísgerður Elfa Gunnarsdóttir.