Færslur: Krakkarúv

„Sjónaukar eru allir tímavél“
Sævar Helgi Bragason, Stjörnu-Sævar, var gestur Kolbrúnar Maríu Másdóttur og Gunnars Hrafns Kristjánssonar í fyrsta Krakkafréttaþætti vetrarins sem sýndur var á mánudaginn. Þar ræddu Sævar Helgi og Gunnar Hrafn fyrstu myndirnar sem birtust úr James Webb sjónaukanum þann 12. júlí síðastliðinn og líf á öðrum hnöttum.
Sett í markið því hún var stærst
Krakkafréttir hófu göngu sína á ný á mánudaginn var með stórglæsilegum sérþætti í þrefaldri lengd. Þar fóru Kolbrún María Másdóttir og Gunnar Hrafn Kristjánsson yfir helstu fréttir sumarsins með góðum gestum. Ein þeirra var Sandra Sigurðardóttir, markvörður í íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta. Kvennalandsliðið vakti mikla athygli á Evrópumeistaramótinu í sumar en þær töpuðu ekki einum einasta leik. 
„Við erum öll gangandi sögur“
Kristín Helga Gunnarsdóttir hlaut heiðursverðlaun Sagna, verðlaunahátíðar barnanna, fyrr í mánuðinum. Hátíðin var haldin í fimmta sinn þann 4. júní síðastliðinn en meðal fyrrum heiðursverðlaunahafa má nefna Guðrúnu Helgadóttur og Þórarinn og Sigrúnu Eldjárn.
Reykjavíkurdætur hlutu flest verðlaun á Sögum
Sögur, verðlaunahátíð barnanna, var haldin með pompi og prakt í Hörpu í gærkvöldi. Á hátíðinni er það efni verðlaunað sem þótt hefur skara fram úr í íslenskri barnamenningu á síðasta ári. Sigurvegararnir voru valdir af börnum í gegnum netkosningu.
05.06.2022 - 10:58
Börnin tilnefna Bríeti, Frikka Dór og Ladda
Sögur, verðlaunahátíð barnanna, verður í beinni útsendingu frá Hörpu á RÚV kl. 19:55 laugardagskvöldið 4. júní.   Kosning fór fram á KrakkaRÚV þar sem öll börn á aldrinum 6-12 ára gátu kosið um það sem þeim þótti skara framúr í íslenskri barnamenningu á síðasta ári. Í hverjum flokki hafa þau fimm sem hlutu flest atkvæði svo verið tilnefnd.  
01.06.2022 - 09:26
Viðtal
Stoltenberg var lengi að læra að lesa og skrifa
Mörg börn hafa áhyggjur af stríðinu í Úkraínu og vilja vita hvað hægt sé að gera til þess að binda enda á átökin, svo fleira fólk og ekki síst börn þurfi ekki að þjást vegna stríðsins. Birta Steinunn Ægisdóttir, fréttaritari KrakkaRÚV í Brussel, ræddi stríðið í Úkraínu og margt fleira við Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins, á dögunum. Birta spurði Stoltenberg meðal annars hvað hann hefði ætlað að verða þegar hann yrði stór.
30.05.2022 - 18:35
Ungir fréttamenn á Barnamenningarhátíð
Ungmenni í 9. og 10. bekk grunnskóla brugðu sér í fréttamannahlutverkið á Barnamenningarhátíð í Reykjavík og tóku skemmtikrafta opnunarhátíðarinnar tali. Krakkarnir unnu fréttirnar sjálf, tóku viðtölin og klipptu. Til að undirbúa sig fyrir hátíðina fengu þau leiðsögn hjá RÚV þar sem farið var yfir viðtalstækni og fréttaskrif.
Yngsta fréttakona heims til að sækja leiðtogafund NATO
Þó svo að Birta Steinunn Ægisdóttir sé aðeins níu ára gömul er hún veraldavön ung stúlka. Hún varð á dögunum yngst allra fréttamanna til að mæta á leiðtogafund NATO, sem haldinn var fyrir helgi. Birta, sem er búsett í Brussel með fjölskyldu sinni, hefur verið fréttamaður hjá Krakkafréttum undanfarna mánuði þar sem hún fræðir íslenska krakka um lífið í Evrópu.
29.03.2022 - 12:47
Ákvað 15 ára að stefna á Ólympíuleikana
„Örugglega besta upplifun lífs míns, ásamt fæðingu barnsins míns. En stærsta á þeim tíma,“ segir skíðagarpurinn Brynjar Jökull Guðmundsson um þátttöku sína á Vetrarólympíuleikunum í Rússlandi árið 2014. Brynjar hvetur alla til að prófa skíðin.
„Það er erfitt að vera kanína á Íslandi á veturna“
Kanínum hefur fjölgað hratt á Íslandi undanfarin ár. Helsta ástæða þess er að gæludýraeigendur sleppa kanínum sínum lausum þegar þeir vilja losna við þær af einhverjum ástæðum. Þetta getur skapað ótal vandamál að sögn líffræðings.
26.01.2022 - 19:00
Myndskeið
Jón Gnarr smakkar mysuna alltaf til
„Mysa er ekki bara mysa,“ segir leikarinn og grínistinn Jón Gnarr en hann er sælkeri þegar kemur að þorramat og áhugamaður um þjóðlega matarhefð. „Ég byrja nú yfirleitt á því þegar ég fæ mér súrmat að smakka mysuna.“
21.01.2022 - 14:18
Leita hins sanna jólaanda í Hlöðunni á Akureyri
„Markmiðið er náttúrulega bara að fjölskyldur hér á norðurlandi geti komið hingað í hlöðuna og átt huggulega jólastund,“ segir Aníta Ísey Jónsdóttir höfundur og leikstjóri fjölskyldusýningarinnar Jólatöfrar sem sýnd er í Hlöðunni, Litla-Garði rétt fyrir utan Akureyri.
14.12.2021 - 15:11
Abrakadabra og töfraheimur samtímalistar
Íslensk samtímalist er í fyrirrúmi á sýningunni Abrakadabra sem nú stendur yfir á Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu. Framsetning, miðun og fræðsla miðar að því að opna töfraheim myndlistar eins og hann blasir við í dag fyrir yngra fólki.
14.12.2021 - 13:29
Úr hlutverki Sigga sæta í fréttalestur
Gunnar Hrafn Kristjánsson er nýr liðsmaður Krakkafrétta. Gunnar Hrafn er mörgum kunnur því að hann lék hinn uppátækjasama ormasafnara Óla í þáttaröðinni Fólkið í blokkinni.
06.09.2021 - 15:52
Ævintýralega spurningakeppnin Söguspilið hefst á ný
Þriðja þáttaröð Söguspilsins, ævintýralega skemmtilegu spurningakeppninnar, hefst sunnudaginn 18. apríl. Átta lið hefja keppni að þessu sinni og eitt lið stendur svo uppi sem sigurvegari.
17.04.2021 - 10:45
Eldhugarnir sem hristu upp í hlutunum
„Það eru mörg nöfn þarna sem ég hafði aldrei heyrt um. Sem sýnir hvað þetta er mikilvægt,“ segir Sigríður Eyrún Friðriksdóttir leikkona og sögumaður í nýrri franskri teiknimyndaþáttaröð um konur sem hafa sett mark sitt á heiminn.
03.04.2021 - 09:00
Leikum okkur heima um páskana
Páskafríið er fram undan og fjölskyldur landsins eru hvattar til að njóta samverunnar heima við. Nú er tíminn til að halda í bjartsýnina og leikgleðina. Hér eru nokkrar hugmyndir um hvernig fjölskyldan getur leikið sér saman í páskafríinu heima í stofu.
30.03.2021 - 13:50
Harpa leitar að tíu ára tónskáldum
Tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa er tíu ára í ár og af því tilefni verður nokkrum tíu ára krökkum boðið að semja saman afmælislag undir handleiðslu reyndra tónlistarmanna. Lagið verður svo frumflutt við hátíðlega athöfn í maí.
Uppskrift að mannasúpu
Mannslíkaminn er úr efnum sem urðu til þegar stjörnur sprungu og dreifðu þeim um allan alheiminn. Sævar Helgi Bragason sýnir krökkum efnafræði mannslíkamans með því að skella í mannasúpu. Hún er sem betur fer ekki til manneldis.
02.03.2021 - 13:49
Miðaldafréttir
Nálægt því að afhjúpa leyndardóma Snorralaugar
Snorralaug í Reykholti hefur lengi verið uppspretta vangaveltna um líferni eins fremsta rithöfundar í sögu Íslands, Snorra Sturlusonar. Snorri Másson og Jakob Birgisson, starfsmenn Árnastofnunar, hafa eflaust komist næst því að afhjúpa nýjar vísbendingar um þau veisluhöld sem skipulögð voru í laug skáldsins en eru nú komnir aftur á byrjunarreit.
02.02.2021 - 14:30
Húllumhæ
Verðlaunasýningar eftir krakka í Borgarleikhúsinu
Tvö glæný leikrit eftir krakka, um krakka og leikin af krökkum voru frumsýnd í Borgarleikhúsinu í gær. Leikritin nefnast Skrímslalíf og Tímaflakkið mikla. Emelía Antonsdóttir Crivello sá um leikstjórn.
29.01.2021 - 12:42
Húllumhæ
Fílatannkrem búið til á tilraunastofu
Með matarlit, uppþvottalegi, vetnisperoxíð og gerlausn er hægt að gera vísindatilraun sem kallast fílatannkrem. Félagarnir Sævar og Vilhjálmur Árni Sigurðsson klæða sig í vísindasloppana í þættinum Nei sko! og sýna krökkum skemmtilegar hliðar efnafræðinnar.
16.01.2021 - 14:17
Krakkakiljan
Flutti jólakveðju með krökkum
Sigvaldi Júlíusson hefur um árabil lesið jólakveðjur Íslendinga í Ríkisútvarpinu á Þorláksmessu. Gestir Krakkakiljunnar á Rás 1 hittu Sigvalda og fengu ráð frá honum um það hvernig best væri að lesa þær inn.
22.12.2020 - 13:43
Jólasaga
Ellefu ára stelpa samdi jólasögu fyrir útvarpið
Jólatréð er glæný smásaga eftir Tinnu Snæbjörnsdóttur, 11 ára. Hún skrifaði söguna upphaflega fyrir skólann en KrakkaRÚV fékk söguna líka til sín og úr varð einskonar útvarpsleikhús í þættinum Hlustaðu nú!
22.12.2020 - 11:15
„Við erum Gísli Marteinn barnanna“
Jakob Birgisson og Snorri Másson eru fræðarar verkefnis Árnastofnunar sem kallast Handritin til barnanna. Til stóð að Jakob og Snorri heimsæktu rúmlega fimmtíu skóla á landinu og fylgdu verkefninu eftir. Skólarnir urðu þó heldur færri vegna samkomutakmarkana og reglna í samfélaginu, vegna farsóttarinnar sem nú geisar.

Mest lesið