Færslur: krakkarúv

Sjö fjörugar fjölskylduþrautir í faraldri
Helgarfríið er runnið upp og samkvæmt tilmælum sóttvarnayfirvalda er mælst til þess að allir haldi sig heima við að mestu. Helgin getur samt hæglega verið bæði fjörug og viðburðarík. Það er ýmislegt skemmtilegt sem hægt er taka upp á heima og drífa alla fjölskylduna með.
17.10.2020 - 11:20
Síðdegisútvarpið
Fjölskylduþættir fyrir langar bílferðir
Sumarið 2020 er sumarið sem Íslendingar ætla að ferðast innanlands, sem kemur ekki til af góðu. Þá er eins gott að krakkarnir hafi eitthvað til að hlusta á. Í hlaðvarpi KrakkaRÚV, „“Hvar erum við núna?“ með Ingibjörgu Fríðu Helgadóttur og Jóhannesi Ólafssyni, er hægt að kynnast landinu enn betur.
27.06.2020 - 10:39
Morgunþáttur Rásar 1 og 2
Dagleg fræðsla og fíflagangur fyrir grunnskólakrakka
Heimavist er nýr fræðslu- og skemmtiþáttur sem hóf göngu sína í dag. Þar verður næstu daga boðið upp á menningarefni, hugleiðslu, morgunteygjur og fjölbreytt fræðsluefni auk þess sem skorað verður á áhorfendur í ýmsum verkefnum, þrautum og tilraunamennsku.
30.03.2020 - 12:41
Tveir nýir daglegir sjónvarpsþættir hefja göngu sína
Í ljósi þess að skóla- og frístundastarf er með skertu móti þessa dagana hefur RÚV ákveðið að bjóða upp á tvo nýja daglega sjónvarpsþætti sem báðir eru ætlaðir ungu fólki. Annars vegar er það þátturinn Heimavist og hins vegar er það þátturinn Núllstilling. Báðir þættir verða sýndir á RÚV alla virka daga.
27.03.2020 - 18:36
Sigyn kveður Stundina okkar
Síðustu þrjú ár hafa Sigyn Blöndal og Sindri Bergmann í Stundinni okkar farið þrisvar í kringum landið þrjú sumur í röð, leyst skapandi þrautir, búið til stuttmyndir og lært um geiminn. Nú er komið að leiðarlokum.
07.05.2019 - 12:29
Barnamenningarhátíð í beinni
Í dag verður Barnamenningarhátíð 2019 sett með opnunarviðburði í Eldborgarsal Hörpu. Viðburðum verður streymt í beinni á vef KrakkaRÚV, en með útsendingunni er öllum börnum víðs vegar um landið gert kleift að fylgjast með.
09.04.2019 - 09:26
Tíkall til að auka fjármálalæsi barna
Í tilefni alþjóðlegrar viku um fjármálalæsi hefur KrakkaRÚV og Stofnun um fjármálalæsi framleitt tíu stutt myndbönd til að auka skilning barna á fjármálum á einfaldan og aðgengilegan hátt.
15.03.2016 - 14:33
Krakkarúv tekur virkan þátt í Söngvakeppninni
Söngvakeppnin er ekki síst hátíð barnanna, enda fylgjast þau grannt með hverju skrefi söngvaranna, læra lögin og hafa miklar skoðanir á því hvaða lög séu best. Krakkarúv tekur að sjálfsögðu virkan þátt í gleðinni.
27.01.2016 - 15:39
Krakkafréttir hefjast á RÚV
Mánudaginn 2. nóvember hefst nýr fréttatengdur þáttur fyrir börn, Krakkafréttir, á RÚV. Þátturinn verður á dagskrá mánudaga til fimmtudaga kl. 18:50. Umsjónarmenn þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Ísgerður Elfa Gunnarsdóttir.