Færslur: Krabbameinsleit

Sjónvarpsfrétt
„Það er ekki eitt - heldur allt“
Kona sem bíður niðurstaðna úr skimun fyrir brjóstakrabbameini segir slæmt að bíða í óvissu. Hún er ein af tólf hundruð konum sem nú bíða niðurstaðna sinna. Ekki hefur verið lesið úr brjóstamyndum á Landspítala síðan í júlí vegna læknaskorts.
1.200 konur bíða eftir niðurstöðum brjóstaskimana
Um 1.200 konur bíða nú eftir niðurstöðum skimunar á brjóstakrabbameini, en vegna læknaskorts á Landspítala hefur ekki verið lesið úr neinum röntgenmyndum úr brjóstaskimunum í rúman mánuð. Sviðsstjóri á rannsóknarsviði spítalans segir þetta ekki gott innlegg í umræðuna um krabbameinsskimanir, en verkefnið hafi verið flókið og tekið lengri tíma en búist var við þegar spítalinn tók við því.
Myndskeið
Engar brjóstamyndir hafa verið greindar í um mánuð
Ekki hefur verið lesið úr myndum úr skimunum á brjóstakrabbameini í rúman mánuð. Ástæðan er læknaskortur á Landspítala, en nú hafa erlendir læknar verið fengnir til starfa. Yfirlæknir Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana segir að þetta geti valdið kvíða hjá konum. 
Fá loks svar úr leghálsskimun eftir sjö mánaða bið
Fjögur þúsund konur, sem höfðu beðið í allt að sjö mánuði eftir að fá niðurstöður úr leghálsskimun, fengu svör í dag. Yfirlæknir Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana segir að þær konur, sem eitthvað athugavert fannst hjá, hafi þegar verið látnar vita. Hann segir skýringuna vera tæknilega.
Ætla að tryggja flutning rannsókna á leghálssýnum
Biðtími ætti ekki að vera lengri en fjórar til sex vikur þegar tekist hefur að svara öllum þeim konum sem enn bíða eftir niðurstöðum, segir nýr yfirlæknir krabbameinsskimana. Samningi við danska rannsóknastofu verður ekki sagt upp fyrr en greiningar hér á landi verða komnar í góðan farveg.
23.08.2021 - 22:02
Íslenskar konur eigi betra skilið í heilbrigðismálum
„Íslenskar konur eiga mun betra skilið þegar konur sitja í æðstu embættum landsins sem lúta að heilbrigðismálum,“ segir Ebba Margrét Magnúsdóttir, fæðinga- og kvensjúkdómalæknir í pistli sínum „Réttindi kvenna og kynfæri þeirra“ sem birtist á Vísi.is í dag.
„Þetta á að vera í lagi og við eigum að geta treyst“
Kona sem fór í skimun fyrir krabbameini í leghálsi í lok nóvember í fyrra hefur ekki enn fengið niðurstöður sýnatökunnar, en sýni hennar týndist og hún þurfti að fara aftur. Hún segir að nóg sé komið af því að leita blóraböggla, kominn sé tími til að byggja upp traust kvenna til skimana á nýjan leik.
Myndskeið
„Ráðherra ber ábyrgð á hættulegu ástandi“
Sérfræðiþekking var virt að vettugi þegar ákveðið var að ráðast í breytingar á framkvæmd skimunar fyrir krabbameini í leghálsi. Þetta segir varaformaður læknaráðs Landspítala. Hann segir að ábyrgðin liggi hjá heilbrigðisráðherra og æðstu stjórnendum heilbrigðiskerfisins.
Myndskeið
Of stuttur tími og mörg flækjustig
Landlæknir segir að mörg flækjustig hafi komið upp við breytingar á skipulagi skimana fyrir krabbameini í leghálsi og að of lítill tími hafi verið til stefnu. Það sé áhyggjuefni að konur hiki við að fara í skimun. 
Haraldur Briem vinnur skýrslu um krabbameinsskimanir
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur falið Haraldi Briem, fyrrverandi sóttvarnalækni, að vinna skýrslu um skipulag og framkvæmd skimana fyrir krabbameini í leghálsi.
Býst við svörum frá heilsugæslunni í vikunni
Heilbrigðisráðherra segir að leghálssýni kunni að verða rannsökuð hér á landi í stað þess að senda þau til Danmerkur. Þetta kom fram í máli ráðherra í sérstakri umræðu á Alþing síðdegis i um breytingar á fyrirkomulagi skimunar fyrir legháls- og brjóstakrabbameini.
Myndskeið
Þrefalt dýrara að rannsaka leghálssýni hér á landi
Þrefalt dýrara er að rannsaka leghálssýni á Landspítalanum en í Danmörku. Heilbrigðisráðherra hefur ekki ákveðið hvort leghálsskimun verði færð af danski rannsóknarstofu til Landspítalans. Bið eftir niðurstöðu rannsókna er 8-10 vikur en heilsugæslan vonast til að biðin styttist í fjórar vikur um mánaðamótin.
Landspítalinn getur greint leghálssýni
Unnt er að greina leghálssýni hér innanlands. Þetta kemur fram í svari Landspítalans við fyrirspurn heilbrigðisráðuneytisins. Þó þyrfti að kaupa tæki frá Krabbameinsfélaginu og ráða sérhæft starfsfólk. Spítalinn skilaði ráðuneytinu greinargerð í fyrrakvöld. Ráðuneytið hyggst óska eftir frekari upplýsingum frá spítalanum varðandi málið. 
Mottumars: Kallað eftir skimum fyrir ristilkrabbameini
Það er töff að vera meðvitaður um einkenni krabbameins og leita til læknis, segir framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Hún segir nauðsynlegt að koma á skimun fyrir ristilkrabbameini hér á landi. 
26.02.2021 - 16:33
Vilja skýrslu frá ráðherra um leghálsskimanir
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar og 25 aðrir þingmenn allra stjórnarandstöðuflokkanna nema Flokks fólksins hafa lagt fram beiðni á Alþingi um skýrslu frá heilbrigðisráðherra um breytingar á skipulagi og framkvæmd skimunar fyrir krabbameini í leghálsi.
Myndskeið
Fyrirkomulag leghálsskimana „aðför að heilsu kvenna“
Varaformaður Læknaráðs Landspítala segir það fyrirkomulag að senda leghálssýni úr landi til greiningar vera aðför að heilsu kvenna. Læknaráð sjái sig knúið til að vekja athygli á því að stórslys sé í uppsiglingu. Þúsund leghálssýni sem tekin voru í janúar og febrúar hafa enn ekki verið send til greiningar í Danmörku.
20.02.2021 - 18:18
Aðeins fengist niðurstöður úr 10% sýna
Aðeins hafa fengist niðurstöður úr 10% þeirra leghálssýna sem send hafa verið til Danmerkur  síðan Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins tók við skimun af Krabbameinsfélaginu um áramótin. Forstjóri heilsugæslunnar hefur áhyggjur af þessum seinagangi og fer fram á skýringar hjá Dönum á fundi á  morgun. 
Hefur efasemdir um breytt krabbameinseftirlit
Reynir Tómas Geirsson fyrrverandi prófessor og forstöðulæknir kvennadeildar Landspítalans hefur efasemdir um þær breytingar sem gerðar voru um áramótin á legháls- og brjóstakrabbameinsleit. Hann óttast að með greiningu sýna í Danmörku glatist mikilvæg þekking hérlendis.
05.02.2021 - 15:56
Búið að senda öll sýnin til Danmerkur
Öll tvö þúsund sýnin sem átti eftir að greina þegar skimun vegna leghálskrabbameins fluttist frá Krabbameinsfélagi Íslands til stjórnvalda um áramót hafa verið send danskri rannsóknarstofu til greiningar. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra greindi frá þessu á Alþingi í dag og sagði seinni skammtinn hafa verið sendan til Danmerkur í dag. Um 400 sýni sem tekin voru í kringum áramót verða send út eftir helgi.
Myndskeið
Biðinni fylgir mikil óvissa og óöryggi
Kona sem greindist með alvarlegar frumubreytingar í leghálsi á síðasta ári segir mikið óöryggi fylgja því að þurfa að bíða mánuðum saman eftir niðurstöðu úr leghálsskimun. Sýni hennar er eitt af 2000 sem liggja í kassa hjá heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. 
Viðtal
Brátt verði leghálsgreiningarfyrirkomulag viðunandi
Sýni úr krabbameinsleit í leghálsi hafa beðið í rúma tvo mánuði eftir greiningu. Ráðherra segir að þetta verði komið í viðunandi horf innan tíðar. Fyrirkomulag sem verið sé að koma á laggirnar verði mjög gott.
Ógn við heilsu kvenna
Fæðinga- og kvensjúkdómalæknar segja það ógna heilsu kvenna að ekki hafi verið greind sýni úr leghálsskimun í rúma tvo mánuði. Slæmt sé að það kerfi sem taka átti við af leitarstöð Krabbameinsfélagsins um áramót sé ekki tilbúið. Sýni frá því í nóvemberbyrjun hafi því ekki verið greind.
16.01.2021 - 12:43
Viðtal
„Það átti bara að kynna þetta betur“
Það var hárrétt ákvörðun hjá heilbrigðisráðherra að fresta því að hækka aldursmörk í brjóstaskimun. Þetta segir Thor Aspelund, formaður skimunarráðs Landspítala og prófessor í líftölfræði. Ráðið lagði sjálft til að konur kæmu ekki í skimun fyrr en eftir fimmtíu ára afmælisdaginn. Ákvörðunin hefur verið gagnrýnd og undirskriftum safnað gegn henni. 
Allt að fjögurra mánaða bið hjá Krabbameinsfélaginu
Bíða þarf allt að fjóra mánuði frá leghálskrabbameinsskimun þangað til niðurstaða fæst. Yfirlæknir Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins segir þetta óvenjulanga bið og hún skýrist af miklu álagi við að endurskoða eldri sýni. 
Þrjár konur fara fram á skaðabætur vegna skimana
Þrjár konur, sem telja sig hafa fengið ranga niðurstöðu úr leghálsskimun hjá Krabbameinsfélaginu, hyggjast fara fram á skaðabætur frá Krabbameinsfélaginu. Lögmaður kvennanna hefur nú á sínu borði mál þriggja kvenna sem telja sig hafa fengið rangar niðurstöður úr brjóstaskimun.