Færslur: krabbamein

Pelé fluttur tímabundið aftur á gjörgæslu
Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Pelé var tímabundið fluttur í dag á gjörgæsludeild Albert Einstein sjúkrahússins í Sao Paulo í Brasilíu. Hann segist sjálfur vera á góðum batavegi.
18.09.2021 - 03:31
1.200 konur bíða eftir niðurstöðum brjóstaskimana
Um 1.200 konur bíða nú eftir niðurstöðum skimunar á brjóstakrabbameini, en vegna læknaskorts á Landspítala hefur ekki verið lesið úr neinum röntgenmyndum úr brjóstaskimunum í rúman mánuð. Sviðsstjóri á rannsóknarsviði spítalans segir þetta ekki gott innlegg í umræðuna um krabbameinsskimanir, en verkefnið hafi verið flókið og tekið lengri tíma en búist var við þegar spítalinn tók við því.
Líkur á húðkrabbameini hafa þrefaldast á 30 árum
Líkurnar á að íslenskar konur fái grunnfrumu- eða flöguþekjumein í húð eru ríflega þrefalt meiri nú en þær voru fyrir rúmum 30 árum eða 10,1 prósent nú á móti 3,2 prósentum árið 1980. Þá eru konur talsvert líklegri til að fá þessi krabbamein en karlkyns landar þeirra, þótt líkurnar á að þeir fái slík mein hafi líka aukist til muna. Þær voru 2,8 prósent árið 1980 en eru 7,3 prósent í dag.
06.08.2021 - 07:01
Ástarsögur
Tilfinningaþrungin stund að syngja afmælissönginn
Þegar Miriam fór með föður sínum í síðustu ferð þeirra, á heimaslóðir hans í Egyptalandi, vissu þau að hann væri dauðvona. Þau áttu ómetanlegan fund með gömlum skólafélögum föður hennar þar sem bæði var grátið úr sorg og gleði. Miriam var enn í Egyptalandi þegar faðir hennar féll frá en eignaðist vini í vinahóp föður síns og naut þess að heyra sögur af honum.
Málshöfðun vegna óleyfilegrar nýtingar krabbameinsfruma
Afkomendur Henriettu Lacks tilkynntu í dag að þeir hygðust höfða mál á hendur lyfjarisunum sem högnuðust á því að nota frumur úr líkama hennar áratugum saman til vísindarannsókna. 
17,5 milljónir söfnuðust á göngunni upp Kvennadalshnjúk
Góðgerðarfélagið Lífskraftur safnaði 17,5 milljónum króna á göngu upp Hvannadalshnjúk. Gönguhópurinn Snjódrífurnar stóð fyrir söfnuninni sem þær kölluðu Kvennadalshnjúk. Allt fé sem safnaðist rann til nýrrar blóð- og krabbameinslækningadeildar Landspítala.
Sjálftökupróf eru framtíðin í leghálsskimun
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins stefnir að því að bjóða konum sjálftökupróf til að skima fyrir HPV-veirunni í leghálsi. Í lok árs eiga sjálftökupróf að verða valmöguleiki samhliða hefðbundnum skimunum, til dæmis fyrir konur sem vilja ekki eða geta ekki vegna búsetu, farið í leghálsskimun. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga á Heilugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að í framtíðinni taki sjálftökupróf alfarið við af hefðbundnum leghálsskimunum. 
Krabbameinsfélagið lofar fjárframlagi með skilyrðum
Krabbameinsfélag Íslands hyggst leggja Landspítala til myndarlega fjárhæð til byggingar nýrrar göngudeildar fyrir krabbameinssjúklinga. Gjöfin er bundin því skilyrði að stjórnvöld leggist á árar með félaginu og spítalanum við að leysa vanda deildarinnar.
Kvennadalshnjúksfarar teknar að safnast í grunnbúðir
Fyrstu hópar þeirra 126 kvenna sem gengu á Hvannadalshnjúk í nótt, eða á Kvennadalshnjúk, eins og þær vilja nú kalla þennan hæsta tind Íslands eru komnir í grunnbúðir.
02.05.2021 - 13:01
Konurnar náðu á Kvennadalshnjúk og eru á niðurleið
Fyrsti hópur kvenna sem gekk í nótt á Hvannadalshnjúk til styrktar góðu málefni, náði á tindinn um hálf átta í morgun. Þar nutu konurnar veðurblíðunnar og útsýnisins en leiðsögumaður fyrsta hópsins er Auður Kjartansdóttir sem hefur farið 79 sinnum á hnjúkinn.
02.05.2021 - 09:21
Mottumars: Kallað eftir skimum fyrir ristilkrabbameini
Það er töff að vera meðvitaður um einkenni krabbameins og leita til læknis, segir framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Hún segir nauðsynlegt að koma á skimun fyrir ristilkrabbameini hér á landi. 
26.02.2021 - 16:33
Myndskeið
Biðst afsökunar á töfum en segir ekki breytinga þörf
Óskar Reykdalsson, forstjóri heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins biðst afsökunar á því að flutningur leghálsskimana hafi ekki gengið nógu hratt fyrir sig. Hann segir ekki tilefni til að breyta því að sýni séu send greiningar í Danmörku þrátt fyrir gagnrýni frá læknastéttinni.
22.02.2021 - 19:24
Um helmingur sýna hefur nú borist frá Danmörku
Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að nú hafi borist niðurstöður helmings þeirra leghálssýna sem send voru til Danmerkur eftir að Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins tók við skimun af Krabbameinsfélaginu um áramótin.
Efla þarf vitund um krabbameinshættu af völdum áfengis
Bindindissamtökin IOGT á Íslandi segja áfengisneyslu vera leiðandi áhættuþátt fyrir krabbamein en vitund almennings og viðbrögð og stefnu yfirvalda þar að lútandi sé enn ábótavant.
16 þúsund núlifandi Íslendingar hafa fengið krabbamein
Dánartíðni af völdum krabbameina á Íslandi hefur dregist saman um meira en 60 prósent hjá báðum kynjum á síðustu tuttugu árum. Í dag er alþjóðlegi krabbameinsdagurinn og Laufey Tryggvadóttir, forstöðumaður rannsókna- og skráningarseturs Krabbameinsfélagsins, segir að hollara mataræði og aukin hreyfing hafi átt stóran þátt í því að draga úr dánartíðni - en að nú þurfi átak til að draga úr ofþyngd og áfengisneyslu. 
04.02.2021 - 17:54
Um tvö hundruð konur þurfa að fara aftur í sýnatöku
Kristján Oddsson, svæðisstjóri og fagstjóri lækninga hjá heilsugæslunni í Hamraborg segir að tíu til 15 prósent þeirra kvenna sem áttu leghálssýni í geymslu verði kallaðar í sýnatöku á ný vegna þess að rannsóknarstofa í Danmörku, sem samið hefur verið við um greiningu á þeim, getur ekki notað eldri sýnin til að frumugreina þau. Það eru á milli tvö og þrjú hundruð konur.
Vilja opinn fund með yfirvöldum um krabbameinsskimanir
Forsvarsmenn Krabbameinsfélagsins og Krafts, félags ungs fólks með krabbamein, gagnrýna harðlega þær breytingar sem urðu um áramót á skimunum fyrir brjóstakrabbameini. Þær kalla eftir opnum fundi með heilbrigðisyfirvöldum þar sem breytingarnar verði rökstuddar. Brjóstakrabbamein er algengasta tegund krabbameins hjá konum.
12.01.2021 - 11:02
Viðtal
Erfiðasta ákvörðun lífsins að láta barnið frá sér
Sigríður Sigþórsdóttir arkitekt var aðeins nítján ára nemandi í Menntaskólanum á Akureyri þegar hún varð ófrísk af dóttur sinni. Henni var ljóst að hún gæti ekki haft barnið hjá sér ef hún ætlaði að klára námið svo hún tók þá ákvörðun að setja hana frá sér til tengdaforeldra sinna.
03.12.2020 - 09:38
Ekkert í boði annað en að lifa sorgina af
„Hvern gat ég verið reið við yfir að missa barnið mitt? Guð?“ segir Gullveig Teresa Sæmundsdóttir fyrrum ritstjóri sem missti dóttur sína aðeins tveggja ára gamla úr krabbameini og síðar bróður sinn fyrir aldur fram úr sama sjúkdómi. Þrátt fyrir miklar sorgir nýtur hún lífsins jákvæð og brosmild og segir að það sé skemmtilegt og gott. Gullveig er kaþólsk og skriftaði sem barn en trúir ekki á himnaríki lengur.
28.10.2020 - 12:41
Þrjár konur fara fram á skaðabætur vegna skimana
Þrjár konur, sem telja sig hafa fengið ranga niðurstöðu úr leghálsskimun hjá Krabbameinsfélaginu, hyggjast fara fram á skaðabætur frá Krabbameinsfélaginu. Lögmaður kvennanna hefur nú á sínu borði mál þriggja kvenna sem telja sig hafa fengið rangar niðurstöður úr brjóstaskimun. 
Taldi sig sjá konu með kött á klósettinu
Vignir Daðason tónlistarmaður frá Keflavík var með miklu óráði eftir skelfilegt óhapp í krabbameinsaðgerð. Hann var svo hætt kominn að konunni hans var bent á útfararstofur til að hafa samband við til aðstoðar við skipulagningu á því sem koma skyldi.
13.10.2020 - 13:58
Fékk ekki niðurstöðuna fyrr en sjö árum síðar
Kona, sem fór í leghálsskimun hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins árið 2013 án athugasemda, greindist með krabbamein í legi tveimur árum síðan. Nýverið bað hún um að sjö ára gamalt sýni sitt yrði endurskoðað en í því voru frumubreytingar. Henni var sagt að ekki hefði náðst í hana á sínum tíma til að láta hana vita af niðurstöðunum.
Mikil ábyrgð fylgir krabbameinsskimunum
Illa ígrunduð krabbameinsskimun getur valdið meiri skaða en ávinningi. Alltaf þarf að gæta að því að skaðinn sé ekki meiri en ávinningurinn. Það mat getur verið bæði vísindalega og siðferðilega flókið.
166 konur þurfa í skoðun og enn þriðjungur sýna eftir
Krabbameinsfélagið hefur endurskoðað 4.000 sýni vegna mistaka sem komu upp á leitarstöð félagsins. Alls á að endurskoða sex þúsund sýni, en nú þegar er komið í ljós að kalla þarf 166 konur aftur inn til nánari skoðunar. Þeim á því líklega eftir að fjölga og verða fleiri en reiknað var með.
Málum fimm kvenna vísað til Landlæknis
Málum tveggja kvenna verður vísað til Embættis landlæknis til skoðunar og frekari rannsóknar eftir helgi vegna grunsemda um mistök í skimun fyrir leghálskrabbameini hjá Krabbameinsfélagi Íslands. Þar með verða fimm slík mál á borði landlæknis, tveimur hefur þegar verið vísað þangað og í dag eða á morgun stendur til að vísa því þriðja til embættisins.