Færslur: krabbamein

Vilja opinn fund með yfirvöldum um krabbameinsskimanir
Forsvarsmenn Krabbameinsfélagsins og Krafts, félags ungs fólks með krabbamein, gagnrýna harðlega þær breytingar sem urðu um áramót á skimunum fyrir brjóstakrabbameini. Þær kalla eftir opnum fundi með heilbrigðisyfirvöldum þar sem breytingarnar verði rökstuddar. Brjóstakrabbamein er algengasta tegund krabbameins hjá konum.
12.01.2021 - 11:02
Viðtal
Erfiðasta ákvörðun lífsins að láta barnið frá sér
Sigríður Sigþórsdóttir arkitekt var aðeins nítján ára nemandi í Menntaskólanum á Akureyri þegar hún varð ófrísk af dóttur sinni. Henni var ljóst að hún gæti ekki haft barnið hjá sér ef hún ætlaði að klára námið svo hún tók þá ákvörðun að setja hana frá sér til tengdaforeldra sinna.
03.12.2020 - 09:38
Ekkert í boði annað en að lifa sorgina af
„Hvern gat ég verið reið við yfir að missa barnið mitt? Guð?“ segir Gullveig Teresa Sæmundsdóttir fyrrum ritstjóri sem missti dóttur sína aðeins tveggja ára gamla úr krabbameini og síðar bróður sinn fyrir aldur fram úr sama sjúkdómi. Þrátt fyrir miklar sorgir nýtur hún lífsins jákvæð og brosmild og segir að það sé skemmtilegt og gott. Gullveig er kaþólsk og skriftaði sem barn en trúir ekki á himnaríki lengur.
28.10.2020 - 12:41
Þrjár konur fara fram á skaðabætur vegna skimana
Þrjár konur, sem telja sig hafa fengið ranga niðurstöðu úr leghálsskimun hjá Krabbameinsfélaginu, hyggjast fara fram á skaðabætur frá Krabbameinsfélaginu. Lögmaður kvennanna hefur nú á sínu borði mál þriggja kvenna sem telja sig hafa fengið rangar niðurstöður úr brjóstaskimun. 
Taldi sig sjá konu með kött á klósettinu
Vignir Daðason tónlistarmaður frá Keflavík var með miklu óráði eftir skelfilegt óhapp í krabbameinsaðgerð. Hann var svo hætt kominn að konunni hans var bent á útfararstofur til að hafa samband við til aðstoðar við skipulagningu á því sem koma skyldi.
13.10.2020 - 13:58
Fékk ekki niðurstöðuna fyrr en sjö árum síðar
Kona, sem fór í leghálsskimun hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins árið 2013 án athugasemda, greindist með krabbamein í legi tveimur árum síðan. Nýverið bað hún um að sjö ára gamalt sýni sitt yrði endurskoðað en í því voru frumubreytingar. Henni var sagt að ekki hefði náðst í hana á sínum tíma til að láta hana vita af niðurstöðunum.
Mikil ábyrgð fylgir krabbameinsskimunum
Illa ígrunduð krabbameinsskimun getur valdið meiri skaða en ávinningi. Alltaf þarf að gæta að því að skaðinn sé ekki meiri en ávinningurinn. Það mat getur verið bæði vísindalega og siðferðilega flókið.
166 konur þurfa í skoðun og enn þriðjungur sýna eftir
Krabbameinsfélagið hefur endurskoðað 4.000 sýni vegna mistaka sem komu upp á leitarstöð félagsins. Alls á að endurskoða sex þúsund sýni, en nú þegar er komið í ljós að kalla þarf 166 konur aftur inn til nánari skoðunar. Þeim á því líklega eftir að fjölga og verða fleiri en reiknað var með.
Málum fimm kvenna vísað til Landlæknis
Málum tveggja kvenna verður vísað til Embættis landlæknis til skoðunar og frekari rannsóknar eftir helgi vegna grunsemda um mistök í skimun fyrir leghálskrabbameini hjá Krabbameinsfélagi Íslands. Þar með verða fimm slík mál á borði landlæknis, tveimur hefur þegar verið vísað þangað og í dag eða á morgun stendur til að vísa því þriðja til embættisins.
Óháður aðili þarf að kanna hvort mistök hafi orðið
Fullt tilefni er til að landlæknisembættið fái óháðan aðila til að kanna hvort mistök hafi átt sér stað við greiningu sýna hjá Krabbameinsfélaginu lengra aftur í tímann en til 2018.
Hafa farið yfir þriðjung sýnanna 6.000
Leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands hefur nú farið yfir rúman þriðjung af þeim 6.000 sýnum sem ákveðið var að endurskoða eftir að í ljós kom að mistök höfðu verið gerð við greiningu hluta þeirra. 
Vildu auka eftirlit með krabbameinsskimunum
Skimunarráð lagði til við heilbrigðisráðherra fyrir einu og hálfu ári að krabbameinsskimun hér á landi yrði í samræmi við Evrópustaðla og að óháðir aðilar hefðu eftirlit með henni. Ekki var farið að tillögunum og eftirlit var ekki aukið.
Sjúkratryggingar hafa ekki afhent gögnin
Sjúkratryggingar Íslands hafa ekki afhent Krabbameinsfélaginu gögn sem vísað var til í Kastljósi RÚV síðastliðið fimmtudagskvöld. Þar sagði Tryggvi Björn Stefánsson læknir og fulltrúi Sjúkratrygginga að gæðaeftirliti og gæðaskráningu í leitarstarfi félagsins hefði verið verulega ábótavant. Krabbameinsfélagið krafðist þess um helgina að fá gögnin afhent í síðasta lagi á hádegi í dag að öðrum kosti hefði það veruleg áhrif á starfsemi Leitarstöðvarinnar.
Segir viðbrögðin skelfileg og siðlaus
Viðbrögð forsvarsmanna Krabbameinsfélags Íslands við mistökum við skimun eru skelfileg og siðlaus, að mati Álfheiðar Ingadóttur, fyrrum heilbrigðisráðherra.
Mikilvægt að konur haldi áfram að fara í skimanir
Það er eðlilegt að upp hafi komið ótti og óöryggi hjá konum eftir að fréttir bárust af því að að minnsta kosti 30 konur hefðu fengið ranga niðurstöðu í skimun á leghálskrabbameini. Mikilvægt sé að þær konur, sem hafi farið í leghálsskimun, og vantreysti niðurstöðunum, leiti sér aðstoðar. Þetta segir Hulda Hjálmarsdóttir framkvæmdastjóri Krafts, stuðningsfélags fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein.
„Hún kláraði krabbameinsmeðferðina með barn á brjósti“
Þegar Kolbrún Petrea Gunnarsdóttir, eiginkona tónlistarmannsins Gunnars Hilmarssonar, greindist með krabbamein var þeim sagt að þau gætu aldrei eignast fleiri börn. Það var því kraftaverki líkast að Kolbrún varð ófrísk skömmu eftir að hún hafði afþakkað að ljúka krabbameinsmeðferðinni. Hjónin berjast fyrir bættum aðbúnaði útigangsfólks með Minningarsjóði Lofts Gunnarssonar. Loftur var mágur Gunnars og lést á götunni 2012.
20.08.2020 - 09:34
Andhormónalyf við brjóstakrabbameini komin til landsins
Andhormónalyfin Aromasin og Exemestan eru komin til landsins, að sögn framkvæmdastjóra dreifingarfyrirtækisins Distica. Frumlyfið Aromasin er komið í apótek en samheitalyfinu Exemestan hefur ekki enn verið dreift í verslanir.
Andhormónalyfin á leið til landsins
Andhormónalyfin Aromasin og Exemestan eru á leið til landsins í flugi. Þetta kemur fram í svari dreifingarfyrirtækisins Disticu við fyrirspurn fréttastofu.
16.07.2020 - 10:58
Gríðarlega gaman á Vatnajökli, segir Vilborg Arna
„Þetta er gríðarlega gaman,“ segir Vilborg Arna Gissurardóttir pólfari og annar leiðangursstjóra Snjódrífanna, sem er hópur 11 kvenna sem nú þverar Vatnajökul á skíðum. Þær eru á sjöunda degi leiðangursins og hefur gangan gengið vonum framar.
13.06.2020 - 16:31
Myndskeið
Mögulega tímamót í baráttunni við krabbamein
Krabbameinslæknir á Landspítalanum segir að nýjar rannsóknir í krabbameinslækningum geti mögulega markað tímamót í baráttunni gegn sjúkdómnum. Nálgunin sé ný og hafi gefið góða raun á tilraunastofum.
21.01.2020 - 18:33
Mannslíkaminn gæti átt svar við krabbameini
Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til þess að ákveðin fruma í mannslíkamanum geti unnið gegn krabbameini. Tilraunir leiddu í ljós að meðferðin drap ristil-, brjósta- og lungnakrabbamein og fleiri afbrigði.
21.01.2020 - 04:29
133 óafvitandi með virkt eða mallandi mergæxli
Rúmlega hundrað og þrjátíu manns sem enga vitneskju höfðu um það áður, hafa greinst með mallandi eða virkt mergæxli í viðamikilli rannsókn Blóðskimun til bjargar. Læknir  sem vinnur að rannsókninni segir brýnt að greina meinið sem fyrst því þá eru betri líkur á bata.
16.11.2019 - 12:24
„Ekki nota ljósabekki“
„Ekki nota ljósabekki“ segir í nýrri yfirlýsingu norrænu geislavarnastofnananna um notkun ljósabekkja, sem Geislavarnir ríkisins greina frá. Norrænu geislavarnastofnanirnar hafa frá 2005 varað við notkun ljósabekkja vegna hættu á húðkrabbameini og þykir nú ástæða til þess að ítreka fyrri viðvaranir. Geislavarnir segja staðfest að notkun ljósabekkja fylgir aukin hætta á húðkrabbameini. Hættan á húðkrabbameini eykst verulega þegar notkun ljósabekkja hefst fyrir 30 ára aldur.
25.10.2019 - 14:23
Ljósið fær 220 milljónir á ári
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur falið Sjúkratryggingum Íslands að gera þjónustusamning til þriggja ára við endurhæfingar- og stuðningsmiðstöðina Ljósið sem stutt hefur þá sem greinst hafa með krabbamein síðan 2006.
16.09.2019 - 18:09
Karlmenn með mikla kviðfitu í áhættuhópi
Tengsl eru á milli mikillar líkamsfitu og illvígs krabbameins í blöðruhálsi. Þetta sýnir ný íslensk rannsókn sem unnin var í samstarfi við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum. Karlmenn sem eru ekki of þungir en eru með mikla kviðfitu eru í áhættuhópi. Þetta vakti mesta athygli í niðurstöðum rannsóknarinnar að sögn Jóhönnu Eyrúnar Torfadóttur, eins rannsakenda og sérfræðings í fræðslu og forvörnum hjá Krabbameinsfélagi Íslands.
03.07.2019 - 15:59