Færslur: krabbamein

Viðtal
Heimapróf verða nýtt til að skima fyrir ristilkrabba
Reglubundin skimun fyrir krabbameini í ristli hefst á næsta ári. Yfirlæknir segir að fólk fái send heimapróf sem það sendi svo til baka með sýnum. Hann viti ekki hvers vegna það hafi dregist í tuttugu ár að hrinda áformum um reglubundna skimun í framkvæmd. 
Ísland eftirbátur Norðurlandanna í HPV-bólusetningum
Stjórn Félags fæðingar- og kvensjúkdómalækna gagnrýnir að íslensk stjórnvöld hafi ekki tekið upp bólusetningu drengja við HPV-krabbameinsveirunni eins og nágrannaþjóðirnar. Þá vill félagið að tekin verði upp bólusetning með betra og dýrara lyfi en nú er notað.
26.03.2022 - 12:58
Morgunútvarpið
„Smá táknrænt að fá krabbamein í heilann“
„Ekki að það sé neitt ljóðrænt við að fá krabbamein, það er bara glatað, en það afhjúpaði fyrir mér að það var svo margt annað að í hausnum á mér,“ segir Una Torfadóttir tónlistarkona sem sendi frá sér lagið Ekkert að fyrir helgi. Hún sigraðist á veikindum eftir erfiða meðferð og sér lífið og sjálfið í nýju ljósi. Fyrsta EP-plata hennar kemur út á vordögum.
21.03.2022 - 13:50
Sjónvarpsfrétt
Engin orð ná yfir hvernig okkur líður
Barnakrabbameinslæknir í Úkraínu segir að vegna stríðsins geti fólk þar dáið úr læknanlegum sjúkdómum. Ekki sé hægt að veita langtímameðferðir undir sprengjuregni. Börn með krabbamein eru nú send úr landi til meðferðar og hafa borist boð frá yfir tvö hundruð spítölum víða um heim.
Sjónvarpsfrétt
Hægt að bjarga sex mannslífum árlega með skimun
Unnt er að bjarga sex mannslífum á ári með því að taka upp reglubundna skimun fyrir ristilkrabbameini. Meltingarskurðlæknir furðar sig á að skimun sé ekki hafin. Rúm tuttugu ár eru síðan ákveðið var að ráðast í verkefnið. 
15.03.2022 - 17:09
Bandaríski leikarinn William Hurt látinn
Bandaríski óskarsverðlaunaleikarinn Willam Hurt er látinn 71 árs að aldri. Í tilkynningu segir að hann hafi látist af náttúrulegum orsökum í faðmi fjölskyldu sinnar en hann átti viku í að verða 72 ára.
13.03.2022 - 22:54
Sjónvarpsfrétt
Telja mengun á herstöð orsaka alvarleg veikindi
Fjöldi fyrrum hermanna fer nú fram á rannsókn á mengun í herstöð í Kaliforníu, sem þá grunar að eigi þátt í veikindum þeirra. Bandaríkjaher hefur ekki viðurkennt að aðstæðum í herstöðinni hafi verið ábótavant.
06.03.2022 - 10:29
Kastljós
„Ég var mjög leiður og grét dag eftir dag“
„Það er þægilegra núna að vita um krabbameinið,“ segir Valdimar Högni Róbertsson, átta ára útvarpsmaður. Honum var illa brugðið þegar faðir hans greindist með sjúkdóminn og fannst ekki nægilegar upplýsingar um hann aðgengilegar fyrir börn. Til að læra og miðla þekkingu í senn ákvað hann að gera útvarpsþátt fyrir aðra unga aðstandendur fólks með krabbamein.
Sunnudagssögur
Hélt að barnið væri dáið og það væri komið að sér líka
„Þarna brást heilbrigðiskerfið algjörlega frá A-Ö,“ segir Jóhanna Þorbjörg Magnúsdóttir. Hún og sonur hennar voru bæði hætt komin í erfiðri fæðingu hans og hún upplifði að hún færi út úr líkamanum og væri að kveðja. Ýmsar áskoranir hafa blasað við Jóhönnu sem greindist í sumar með heilaæxli sem þessi æðrulausi húmoristi nefndi Héðin.
Verkefnisstjóri skimana við krabbameini ráðinn
Verkefnisstjóri skimana fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi hefur verið ráðinn og tekur til starfa 1. mars næstkomandi. Sigríður Dóra Magnúsdóttir staðfesti þetta við fréttastofu í dag. Stefnt er að því að hefja skimanir á seinni hluta ársins. 
Fréttaskýring
Hafa ekki beinlínis hugsað um sig sem lifendur
Á næstu 15 árum er útlit fyrir að krabbameinstilvikum fjölgi um tæpan þriðjung. Forsvarsmenn Krabbameinsfélagsins segja löngu tímabært að stjórnvöld bregðist við og fjármagni stefnu til framtíðar. Það fjölgar líka stöðugt í hópi þeirra sem ná bata eða lifa lengi með meininu og svo verður vonandi áfram á næstu árum. Það kallar á að kerfið bregðist við. Endurhæfingarmiðstöðin Ljósið er að sprengja utan af sér húsnæðið og álag fer vaxandi.
Sunnudagssögur
Læknirinn sagði ekki ár heldur mánuðir
„Það hvarflaði ekki að mér í eina mínútu að þetta væri illkynja, komið á fjórða stig og ég gæti farið að telja niður,“ segir Óskar Finnsson veitingamaður sem fékk skelfilegar fréttir í byrjun árs 2020. Hann heldur í lífsgleðina a þrátt fyrir erfið veikindi og rekur veitingastaðinn Finnsson með fjölskyldunni sem veitir honum kraft og styrk.
08.12.2021 - 09:34
Viðtal
Ísland eftirbátur við skimanir á krabbameini
Helgi Birgisson, yfirlæknir krabbameinsskrár hjá Krabbameinsfélaginu og sérfræðingur í skurðlækningum ristils og endaþarms, segir Ísland eftirbáta nágrannaþjóða við skimanir á krabbameini í ristli og endaþarmi. Víða í Evrópu og í Bandaríkjunum er byrjað að skima fyrir sjúkdómnum hjá einstaklingum um fimmtugt, og hefur komið til tals í Bandaríkjunum að hefja skimun við 45 ára aldur.
Lagalistinn
„Ég trúi varla að ég hafi lent í þessu“
Hildur Björnsdóttir átti þrjú börn, og þar af eitt aðeins sjö daga gamalt, þegar borgarfulltrúinn greindist með krabbamein fyrir nokkrum árum. „Ég var með æxli á stærð við litla melónu í brjóstkassanum,“ segir hún. Veikindin voru alvarleg en Hildur er heil heilsu í dag. Henni þykir mikilvægt að minna á að sögurnar endi oft velflestir læknist eins og hún.
11.11.2021 - 10:50
Hundrað ár síðan Marie Curie var gefið gramm af radíni
Heimsóknar pólska eðlis- og efnafræðingsins Marie Curie til Bandaríkjanna árið 1921 var minnst með athöfn í franska sendiráðinu í Washington í gær. Þar var henni fært frumefni að gjöf. Rannsóknir hennar liggja meðal annars til grundvallar krabbameinsmeðferðar.
Dagur í lífi
Enginn átta ára drengur áttar sig á hvað krabbamein er
Átta ára gamall stóð Hilmar Snær Örvarsson frammi fyrir því að missa annan fótinn vegna krabbameins sem hann greindist með sem lítill drengur. Í dag er hann tvítugur, stundar skíði af kappi og lærir læknisfræðilega verkfræði í Háskóla Íslands.
01.11.2021 - 16:11
Borga til að verja dæturnar gegn kynfæravörtum
Foreldrar um sjötíu unglingsstúlkna greiddu tæpar 60 þúsund krónur fyrir að verja þær sérstaklega gegn kynfæravörtum með öðru HPV-bóluefni en stjórnvöld bjóða upp á. Eldra bóluefni, sem notað er hér, ver einungis gegn leghálskrabba. Sérfræðingur hjá landlæknisembættinu segir að stefnubreytingu þurfi til að bjóða öllum stúlkum nýja efnið, sama gildir þegar kemur að ákvarðanatöku um hvort bólusetja skuli drengi en þeir fá efnið allls staðar annars staðar á Norðurlöndunum.
29.10.2021 - 12:17
Telja að mistök hafi verið gerð við brjóstaskimun
Embætti landlæknis hefur til meðferðar þrjú mál sem varða skimun fyrir krabbameini í brjóstum. Lögmaður tíu kvenna sem telja sig ekki hafa fengið viðhlítandi þjónustu hjá Krabbameinsfélaginu telur brýnt að kanna misbresti í greiningunni, á sama hátt og leghálsskimun var könnuð á síðasta ári.
Pelé fluttur tímabundið aftur á gjörgæslu
Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Pelé var tímabundið fluttur í dag á gjörgæsludeild Albert Einstein sjúkrahússins í Sao Paulo í Brasilíu. Hann segist sjálfur vera á góðum batavegi.
18.09.2021 - 03:31
1.200 konur bíða eftir niðurstöðum brjóstaskimana
Um 1.200 konur bíða nú eftir niðurstöðum skimunar á brjóstakrabbameini, en vegna læknaskorts á Landspítala hefur ekki verið lesið úr neinum röntgenmyndum úr brjóstaskimunum í rúman mánuð. Sviðsstjóri á rannsóknarsviði spítalans segir þetta ekki gott innlegg í umræðuna um krabbameinsskimanir, en verkefnið hafi verið flókið og tekið lengri tíma en búist var við þegar spítalinn tók við því.
Líkur á húðkrabbameini hafa þrefaldast á 30 árum
Líkurnar á að íslenskar konur fái grunnfrumu- eða flöguþekjumein í húð eru ríflega þrefalt meiri nú en þær voru fyrir rúmum 30 árum eða 10,1 prósent nú á móti 3,2 prósentum árið 1980. Þá eru konur talsvert líklegri til að fá þessi krabbamein en karlkyns landar þeirra, þótt líkurnar á að þeir fái slík mein hafi líka aukist til muna. Þær voru 2,8 prósent árið 1980 en eru 7,3 prósent í dag.
06.08.2021 - 07:01
Ástarsögur
Tilfinningaþrungin stund að syngja afmælissönginn
Þegar Miriam fór með föður sínum í síðustu ferð þeirra, á heimaslóðir hans í Egyptalandi, vissu þau að hann væri dauðvona. Þau áttu ómetanlegan fund með gömlum skólafélögum föður hennar þar sem bæði var grátið úr sorg og gleði. Miriam var enn í Egyptalandi þegar faðir hennar féll frá en eignaðist vini í vinahóp föður síns og naut þess að heyra sögur af honum.
Málshöfðun vegna óleyfilegrar nýtingar krabbameinsfruma
Afkomendur Henriettu Lacks tilkynntu í dag að þeir hygðust höfða mál á hendur lyfjarisunum sem högnuðust á því að nota frumur úr líkama hennar áratugum saman til vísindarannsókna. 
17,5 milljónir söfnuðust á göngunni upp Kvennadalshnjúk
Góðgerðarfélagið Lífskraftur safnaði 17,5 milljónum króna á göngu upp Hvannadalshnjúk. Gönguhópurinn Snjódrífurnar stóð fyrir söfnuninni sem þær kölluðu Kvennadalshnjúk. Allt fé sem safnaðist rann til nýrrar blóð- og krabbameinslækningadeildar Landspítala.
Sjálftökupróf eru framtíðin í leghálsskimun
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins stefnir að því að bjóða konum sjálftökupróf til að skima fyrir HPV-veirunni í leghálsi. Í lok árs eiga sjálftökupróf að verða valmöguleiki samhliða hefðbundnum skimunum, til dæmis fyrir konur sem vilja ekki eða geta ekki vegna búsetu, farið í leghálsskimun. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga á Heilugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að í framtíðinni taki sjálftökupróf alfarið við af hefðbundnum leghálsskimunum.