Færslur: krabbamein

Andhormónalyf við brjóstakrabbameini komin til landsins
Andhormónalyfin Aromasin og Exemestan eru komin til landsins, að sögn framkvæmdastjóra dreifingarfyrirtækisins Distica. Frumlyfið Aromasin er komið í apótek en samheitalyfinu Exemestan hefur ekki enn verið dreift í verslanir.
Andhormónalyfin á leið til landsins
Andhormónalyfin Aromasin og Exemestan eru á leið til landsins í flugi. Þetta kemur fram í svari dreifingarfyrirtækisins Disticu við fyrirspurn fréttastofu.
16.07.2020 - 10:58
Gríðarlega gaman á Vatnajökli, segir Vilborg Arna
„Þetta er gríðarlega gaman,“ segir Vilborg Arna Gissurardóttir pólfari og annar leiðangursstjóra Snjódrífanna, sem er hópur 11 kvenna sem nú þverar Vatnajökul á skíðum. Þær eru á sjöunda degi leiðangursins og hefur gangan gengið vonum framar.
13.06.2020 - 16:31
Myndskeið
Mögulega tímamót í baráttunni við krabbamein
Krabbameinslæknir á Landspítalanum segir að nýjar rannsóknir í krabbameinslækningum geti mögulega markað tímamót í baráttunni gegn sjúkdómnum. Nálgunin sé ný og hafi gefið góða raun á tilraunastofum.
21.01.2020 - 18:33
Mannslíkaminn gæti átt svar við krabbameini
Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til þess að ákveðin fruma í mannslíkamanum geti unnið gegn krabbameini. Tilraunir leiddu í ljós að meðferðin drap ristil-, brjósta- og lungnakrabbamein og fleiri afbrigði.
21.01.2020 - 04:29
133 óafvitandi með virkt eða mallandi mergæxli
Rúmlega hundrað og þrjátíu manns sem enga vitneskju höfðu um það áður, hafa greinst með mallandi eða virkt mergæxli í viðamikilli rannsókn Blóðskimun til bjargar. Læknir  sem vinnur að rannsókninni segir brýnt að greina meinið sem fyrst því þá eru betri líkur á bata.
16.11.2019 - 12:24
„Ekki nota ljósabekki“
„Ekki nota ljósabekki“ segir í nýrri yfirlýsingu norrænu geislavarnastofnananna um notkun ljósabekkja, sem Geislavarnir ríkisins greina frá. Norrænu geislavarnastofnanirnar hafa frá 2005 varað við notkun ljósabekkja vegna hættu á húðkrabbameini og þykir nú ástæða til þess að ítreka fyrri viðvaranir. Geislavarnir segja staðfest að notkun ljósabekkja fylgir aukin hætta á húðkrabbameini. Hættan á húðkrabbameini eykst verulega þegar notkun ljósabekkja hefst fyrir 30 ára aldur.
25.10.2019 - 14:23
Ljósið fær 220 milljónir á ári
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur falið Sjúkratryggingum Íslands að gera þjónustusamning til þriggja ára við endurhæfingar- og stuðningsmiðstöðina Ljósið sem stutt hefur þá sem greinst hafa með krabbamein síðan 2006.
16.09.2019 - 18:09
Karlmenn með mikla kviðfitu í áhættuhópi
Tengsl eru á milli mikillar líkamsfitu og illvígs krabbameins í blöðruhálsi. Þetta sýnir ný íslensk rannsókn sem unnin var í samstarfi við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum. Karlmenn sem eru ekki of þungir en eru með mikla kviðfitu eru í áhættuhópi. Þetta vakti mesta athygli í niðurstöðum rannsóknarinnar að sögn Jóhönnu Eyrúnar Torfadóttur, eins rannsakenda og sérfræðings í fræðslu og forvörnum hjá Krabbameinsfélagi Íslands.
03.07.2019 - 15:59
Leit og skimun áfram hjá Krabbameinsfélaginu
Leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands sér áfram um leit að krabbameini í leghálsi og brjóstum. Samningur Sjúkratrygginga Íslands og leitarstöðvarinnar hefur verið framlengdur til 2020.
02.07.2019 - 16:21
Myndskeið
Ekkert í lífinu býr fólk undir krabbamein
Elíza Reid forsetafrú hrindir herferðinni Ljósvinir af stað í dag. Endurhæfingar- og stuðningsmiðstöðin Ljósið stendur að herferðinni en þar geta þeir sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra fengið aðstoð og stuðning fagfólks.
08.05.2019 - 15:08
Viðtal
Heilsugæslan taki við krabbameinsskimun
Lagt er til að skimun fyrir krabbameini verði færð frá Krabbameinsfélagi Íslands til heilsugæslunnar og gerð gjaldfrjáls samkvæmt tillögum sem kynntar voru í heilbrigðisráðuneytinu í dag. Landlæknir bindur vonir við að með nýju fyrirkomulagi megi stuðla að betri mætingu í skimun.
05.03.2019 - 19:15
Hafa þróað blóðrannsókn sem greinir sortuæxli
Ástralskir vísindamenn hafa þróað blóðrannsókn sem gagnast við að greina sortuæxli og segja að um tímamótaskref sé að ræða í baráttunni við húðkrabbamein krabbamein sem bjargað geti fjölmörgum mannslífum.
18.07.2018 - 03:37
Viðtal
Umdeilt hvort brjóstaskimun er af hinu góða
„Skaðinn sem reglubundin skimun fyrir brjóstakrabba getur valdið kann að vera meiri en ávinningurinn.“ Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem nokkrir breskir sérfræðingar sendu nýlega frá sér. Hér eru konur boðaðar í fyrstu brjóstamyndatöku þegar þær verða fertugar. Tíu árum fyrr en evrópskar leiðbeiningar gera ráð fyrir. Ágúst Ingi Ágústsson, yfirlæknir og sviðsstjóri leitarsviðs Krabbameinsfélagsins, segir skimunina alltaf hafa verið umdeilda en er fullviss um að ávinningurinn sé meiri en skaðinn.
05.06.2018 - 10:42
1500 greind með forstig mergæxlis
Stærsta skimunarrannsókn eftir krabbameini í beinmerg, sem gerð hefur verið, hefur þegar leitt í ljós að 1500 manns eru með forstig mergæxlis. Þar af eru 1000 manns sem ekki höfðu hugmynd um það. Tíu manns hafa auk þess verið greind með mergæxli og eru komin í krabbameinsmeðferð. 
20.03.2018 - 17:03