Færslur: kosningar

Heimskviður
Rauða bylgjan sem aldrei reis
Jafnvel þótt Repúblikanar nái að líkindum meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þá hefur niðurstaða kosninganna vestanhafs síðasta þriðjudag valdið vonbrigðum í þeirra herbúðum. Þeir bættu vissulega við sig þingsætum, en aukningin varð hins vegar ekki sú sem búist var við. En hvað veldur? Heimskviður ræddu um þessa niðurstöðu við Magnús Þorkel Bernharðsson prófessor og Birnu Önnu Björnsdóttur sem bæði búa í Bandaríkjunum og fylgjast vel með stjórnmálum vestanhafs.
12.11.2022 - 15:14
Sögulegar ríkisstjórakosningar í þremur ríkjum
Það var kosið um fleira í Bandaríkjunum í gær en fulltrúa í öldunga- og fulltrúadeildum þjóðþingsins, því einnig var kosið til ríkisþinga í 46 ríkjum, ríkisstjórakosningar fóru fram í 36 ríkjum og ýmsir embættismenn aðrir sem kosnir eru beinni kosningu í hverju ríki, svo sem ríkissaksóknara og/eða dómsmálaráðherra, fjármálaráðherra og fleiri. Ríkisstjórakosningarnar vekja jafnan mesta athygli og í þeim urðu söguleg úrslit í minnst þremur ríkjum; Maryland, Massachusetts og Arkansas.
Sjónvarpsfrétt
Spurning hvort Frederiksen teygi sig til Lars Løkke
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur baðst í morgun lausnar fyrir hönd ríkisstjórnar sinnar, þrátt fyrir að vinstri blokkin hafi haldið meirihluta í kosningunum í gær. Stjórnmálaskýrandi danska ríkisútvarpsins, Jens Ringberg, segir stöðu hennar sterka en að Lars Lökke Rasmussen hafi ekki sagt sitt síðasta.
02.11.2022 - 20:55
Danmörk
Vinstri sveifla tveimur vikum fyrir kosningar
Nokkur vinstrisveifla er í dönskum stjórnmálum tveimur vikum fyrir kjördaginn 1. nóvember, ef marka má nýjustu skoðanakönnun fyrirtækisins Epinion fyrir danska ríkisútvarpið DR. Forskotið sem hægri flokkarnir höfðu í könnunum í sumar er horfið og vinstri flokkarnir hafa náð yfirhöndinni.
Mjótt á mununum í kosningum í Bosníu
Bosníuserbinn Milorad Dodik virðist ætla að ná endurkjöri sem einn þriggja forseta Bosníu-Hersegóvínu, ef marka má bráðabirgðaniðurstöður úr kosningunum þar í landi.
„Það er stór hluti Ítala sem kaus hana sannarlega ekki“
Stjórnmálafræðingur segir það ólíklegt að Giorgia Meloni, líklegur næsti forsætisráðherra Ítalíu, nái að sætta ólíkar fylkingar og sameina Ítali.
26.09.2022 - 19:47
Fyrsti kvenkyns forsætisráðherra Ítalíu í sjónmáli
Ítalskir kjósendur ganga að kjörborðinu í dag, sunnudag og allt bendir til þess að flokkur lengst til hægri á pólítíska litrófinu verði sigurvegari kosninganna. Leiðtogi flokksins vonast til að verða fyrsti kvenkynsforsætisráðherra Ítalíu.
Heimskviður
Mjótt á munum fyrir kosningar í Svíþjóð á morgun
Gengið verður til kosninga í Svíþjóð á morgun. Afar mjótt verður á mununum ef marka má skoðanakannanir. Kosið er um þrjú stjórnsýslustig í einu; þing, sveitarstjórnir og héraðsstjórnir.
Sjónvarpsfrétt
Umdeild þjóðaratkvæðagreiðsla í Túnis
Afar umdeild þjóðaratkvæðagreiðsla um nýja stjórnarskrá fór fram í Túnis í dag. Landið hefur fikrað sig áfram á braut lýðræðis frá 2010 en nú óttast margir að með nýju stjórnarskránni verði það aftur að einræðisríki. Yfir 90 prósent samþykktu breytingarnar í atkvæðagreiðslunni samkvæmt útgönguspám.
25.07.2022 - 22:40
Macron fundar með leiðtogum stjórnarandstöðunnar í dag
Emmanuel Macron, Frakklandsforseti, fundar í dag, þriðjudag, með formönnum flokka stjórnarandstöðunnar á franska þinginu.
Bandalag Macron missir 100 þingsæti og tapar meirihluta
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, missti meirihluta sinn á franska þinginu í kosningum í landinu í dag. Miðjubandalag forsetans, Ensamble, hlaut 245 sæti á þinginu en þurfti 289 sæti til að halda meirihlutanum. Bandalagið tapar 100 þingsætum frá því í síðustu kosningum.
19.06.2022 - 23:56
Sögulegur sigur hægri manna í þingkosningum í Andalúsíu
Íbúar Andalúsíu gengu til kosninga í dag í fjölmennasta sjálfstjórnarhéraði Spánar þar sem búa yfir átta milljónir manna.
19.06.2022 - 23:05
Stefnir í spennandi þingkosningar í Frakklandi
Fyrri umferð frönsku þingkosninganna fer fram í dag, tæpum tveimur mánuðum eftir að Emmanuel Macron var endurkjörinn í seinni umferð forsetakosninganna þar í landi. Skoðanakannanir benda til þess að sameiginlegt framboð þriggja vinstriflokka muni velgja miðjubandalagi stjórnarflokks forsetans verulega undir uggum.
12.06.2022 - 05:38
Kjósa um breytingar á stjórnarskrá í Kasakstan
Útlit er fyrir að stjórnarskrá Kasakstan verði breytt í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslu sem fór fram þar í landi í dag. Kosið er um umfangsmiklar breytingar á stjórnarskránni sem mun færa vald úr höndum forsetans í hendur þingsins og afnema sérstök forréttindi fyrrum forseta landsins, Nursultan Nazarbayev.
05.06.2022 - 21:40
Enginn kært talningu eftir sveitarstjórnarkosningar
Tvær kærur vegna skráningar á kjörskrá og ein kæra vegna meðferðar á persónuupplýsingum hafa borist úrskurðarnefndar kosningamála eftir sveitarstjórnarkosningarnar. Engin kæra hefur borist vegna talningar.
16.05.2022 - 15:24
Tiltölulega lítill munur á afstöðu kynja - en munur þó
Hlutfall karla og kvenna sem segjast ætla að kjósa Samfylkinguna í borgarstjórnarkosningunum í dag er jafnt, og það á líka við kynjahlutfall þeirra sem ætla að kjósa Sósíalistaflokkinn og Flokk fólksins. Fleiri karlar en konur ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn, Viðreisn og Miðflokkinn, en Framsóknarflokkurinn, Píratar og Vinstri græn njóta meiri hylli meðal kvenna en karla.
277.127 á kjörskrá í 64 sveitarfélögum
277.127 eru á kjörskrá í 69 sveitarfélögum landsins þegar gengið verður til sveitarstjórnarkosninga í dag; 140.688 karlar og 136.365 konur. Flestir eru kjósendur í Reykjavík, 100.405, en samtals eru kjósendur í sveitarfélögunum sjö á höfuðborgarsvæðinu 177.816.
Búist við að Englandsbanki hækki vexti á kjördag
Búist er við að Englandsbanki tilkynni stýrivaxtahækkun í dag. Það yrði þá fjórða vaxtahækkunin sem ætlað er að hemja sívaxandi verðbólgu sem hefur þegar sett strik í fjárhagsreikning breskra heimila. Bretar ganga sömuleiðis að kjörborðinu í dag.
Kosningahlaðvarp
Borgarlína: já eða nei?
Skiptar skoðanir eru um Borgarlínu milli oddvita flokkanna sem bjóða fram í borginni fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Í nýjasta þætti Kosningahlaðvarps RÚV er Borgarlínan til umfjöllunar. Er hægt að hætta við hana? Eru oddvitarnir fylgjandi útfærslunni sem nú er stefnt að?
Mesta verðbólga í Ástralíu í 20 ár
Verðbólga í Ástralíu mælist 5,1 prósent á ársgrundvelli um þessar mundir og hefur ekki verið meiri síðan aldamótaárið 2001, samkvæmt tölum áströlsku hagstofunnar sem birtar voru í morgun. Þær sýna líka að verðlagshækkanir hafa ekki verið meiri frá innleiðingu núgildandi virðisaukaskattskerfis, hvorki á ársfjórðungs- né ársgrundvelli.
27.04.2022 - 05:37
Sjónvarp
Pólitískar vendingar í Slóveníu
Stjórnmálaflokkur sem stofnaður var í janúar síðastliðnum velti sitjandi ríkisstjórn úr sessi í Slóveníu í gær.
25.04.2022 - 22:30
Hæfisreglur sagðar setja kosningaundirbúning í uppnám
Margt þaulreynt kosningastarfsfólk er skyndilega orðið vanhæft vegna nýrra kosningalaga og skipa þarf óreynt fólk í þess stað. Sumir kjörstjórnarmenn hafa á orði að nýju hæfisreglurnar setji undirbúning sveitarstjórnarkosninganna í uppnám.
Orban forsætisráðherra Ungverjalands í fjórða sinn
Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, hefur tryggt sér fjórða kjörtímabilið í embætti. Þetta tilkynnti Orban í kvöld, sem sagði Fidesz -flokkinn hafa unnið yfirburða sigur.
04.04.2022 - 00:44
Kjörstjórnarfólk má ekki eiga systkin eða mág í kjöri
Það er orðið töluvert flóknara að skipa kjörstjórnir með nýjum lögum. Fulltúi í kjörstjórn má ekki eiga maka, fyrrverandi maka, núverandi eða fyrrverandi sambýlismann eða -konu, foreldri, barn, systkin, mág eða mágkonu sem eru í framboði. Þá ná nýju reglurnar líka yfir systkinabörn, barnabörn, afa, ömmu og systkini foreldra. Nýr framkvæmdastjóri landskjörstjórnar segir sveitarstjórnir hafa talsvert hringt og beðið um útskýringar á hæfisreglunum.
31.03.2022 - 22:16
Kosningar á vesturbakkanum í dag
Íbúar á vesturbakka Jórdan-fljóts ganga til sveitarstjórnarkosninga í dag. Þetta er önnur umferð kosninganna en sú fyrri fór fram í desember þegar íbúar 154 þorpa á svæðinu kusu sér fulltrúa.
26.03.2022 - 08:20

Mest lesið