Færslur: kosningar

Kjörsókn Finna ekki verið verri síðan 1950
Finnar gengu til sveitarstjórnarkosninga í dag en upphaflega stóð til að halda kosningarnar þann 18.apríl síðastliðinn. Þeim var þá frestað vegna stöðunnar í kórónuveirufaraldrinum á þeim tíma. Kjörsókn var 55% í Finnlandi en hún hefur ekki verið verri síðan árið 1950.
13.06.2021 - 22:20
Arnar Þór ætlar að þiggja fimmta sætið
Arnar Þór Jónsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, sóttist eftir 2.-3.sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi en hafnaði í fimmta sæti. Arnar Þór hyggst þiggja sætið en flokkurinn fékk fjóra menn kjörna í síðustu kosningum.
Kristilegir demókratar á nálum í Sachsen-Anhalt
Íbúar í þýska sambandsríkinu Sachsen-Anhalt ganga til kosninga í dag. Kristilegir demókratar hafa verið þar við völd í áratugi en baráttan er nú hörð milli þeirra og hægrisinnaða þjóðernisflokksins AfD, sem stjórnlagadómstóll sambandsríkisins skilgreindi sem mögulega hægri-öfgahreyfingu fyrr á árinu.
06.06.2021 - 14:43
Líkur á stjórnarskiptum í Búlgaríu
Búlgarski mið-hægri flokkurinn GERB, flokkur hins þaulsætna forsætisráðherra landsins, Boykos Borisovs, fékk um fjórðung atkvæða í búlgörsku þingkosningunum sem haldnar voru í dag, samkvæmt útgönguspám. Það er nokkru minna en flestar skoðanakannanir gerðu ráð fyrir og nær átta prósentustigum minna en í kosningunum 2017, þegar flokkurinn fékk nær þriðjung atkvæða.
04.04.2021 - 23:44
Útgönguspár boða ekki lausn á stjórnarkreppu í Ísrael
Útgönguspár í Ísrael benda ekki til að lausn á stjórnarkreppu þar í landi sé í augsýn. Útgönguspárnar voru birtar klukkan átta í kvöld þegar kjörstöðum var lokað.
23.03.2021 - 20:48
Myndskeið
Þriðji og síðasti dagur þingkosninga í Hollandi
Þriðji og síðasti dagur þingkosninga í Hollandi rann upp í dag. Flest bendir til að flokkur forsætisráðherra landsins fái mest fylgi.
17.03.2021 - 19:33
Síðdegisútvarpið
„Ekki eðlilegt að fattarinn sé svona langur“
Lækkun kosningaaldurs úr 18 ára í 16 myndi bæta samfélagið. Málefni ungs fólks eiga sjaldan greiða leið inn á Alþingi og Ísland er eitt þeirra landa þar sem enginn þingmaður er undir þrítugu. Þetta segir Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan flokka sem hefur lagt fram frumvarp um lækkun kosningaaldurs úr 18 í 16 ár ásamt nokkrum þingmönnum Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar.
05.02.2021 - 15:34
Samfylkingarlistar í borginni verði tilbúnir í febrúar
Samfylkingin í Reykjavík hyggst stilla upp á framboðslista með sænsku aðferðinni svokölluðu fyrir alþingiskosningarnar á næsta ári. Listarnir munu liggja fyrir 20. febrúar, en að öllu óbreyttu verða kosningarnar 25. september. Yfirleitt hefur verið efnt til prófkjörs hjá flokknum í borginni, nema fyrir síðustu alþingiskosningar þegar stillt var upp á lista.
Stórfelld kosningasvik valda fjaðrafoki á Nýja-Sjálandi
Ekki hefur tekist að finna nein sönnunargögn sem renna stoðum undir endurteknar fullyrðingar Donalds Trumps Bandaríkjaforseta og hans fólks um víðtækt kosningasvindl í nýafstöðnum forsetakosningum vestra. Á Nýja-Sjálandi komst hins vegar upp um stórfellt kosningasvindl í vikunni.
12.11.2020 - 05:49
Myndskeið
Var sjálfboðaliði fyrir framboð Joes Biden
Sjálfboðaliðar fyrir báðar fylkingar hafa staðið í ströngu í kosningabaráttunni síðustu vikurnar. Þeirra á meðal er íslensk kona að nafni Íma Þöll Jónsdóttir. Hún býr í Newton rétt fyrir utan Boston og er sjálfboðaliði fyrir framboð Joes Biden. Íma hefur búið í landinu í tuttugu og sjö ár en sótti ekki um ríkisborgararétt fyrr en fyrir tveimur árum og segir að það hafi verið löngunin til að kjósa í ár sem hafi ýtt við henni að sækja um.
Myndskeið
Eiga fátt annað sameiginlegt en að vera á áttræðisaldri
Verði Trump endurkjörinn verður hann 22. forseti Bandaríkjanna sem situr tvö kjörtímabil. Lúti Trump lægra haldi verður hann þrettándi Bandaríkjaforsetinn sem ekki fær umboð kjósenda til áframhaldandi starfa. Sigri Biden verður hann fimmti fyrrum varaforsetinn sem er kjörinn forseti.
Segir Trump hafa brugðist og alið á ótta og sundrungu
Joe Biden tók í nótt formlega við útnefningu Demókrata sem forsetaefni flokksins í kosningunum í nóvember. Í þakkarávarpi sínu sagði Biden að Donald Trump hefði brugðist þeirri grundvallarskyldu að verja þjóð sína, hét því að binda enda á „myrkrið" sem ríkt hefur í forsetatíð Trumps og kallaði eftir samstöðu og bjartsýni.
Leggst gegn aukafjárveitingu til póstþjónustu
Donald Trump Bandaríkjaforseti viðurkenndi í dag að hann legðist gegn auknum fjárveitingum til póstþjónustu landsins (USPS) í aðdraganda forsetakosninga til þess að gera kjósendum erfiðara fyrir að senda atkvæði með pósti.
13.08.2020 - 21:34
Biden leiðir með átta prósentustigum í nýrri könnun
Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins og fyrrverandi varaforseti, hefur átta prósentustiga forskot gegn Donald Trump Bandaríkjaforseta meðal skráðra kjósenda, samkvæmt nýrri fylgiskönnun Reuters og Ipsos. Biden virðist einnig standa betur að vígi meðal þeirra sem eiga eftir að ákveða sig. Reuters greinir frá.
Hefur ekki tölu á kosningunum sem hún hefur unnið við
Við fylgjumst með frambjóðendum kosninga en sjáum minna af þeim sem vinna við þær. Í Samfélaginu á Rás 1 var rætt við Bergþóru Sigmundsdóttur, sem hefur unnið við svo margar kosningar um ævina að hún hefur ekki tölu á þeim. Hún er sviðstjóri hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu og hefur yfirumsjón með utankjörfundaratkvæðagreiðslu embættisins sem hófust 25. maí og standa fram á kjördag. Að mörgu er að hyggja, reglur eru stífar og stundum skapast taugastrekkjandi aðstæður.
26.05.2020 - 15:13
Aldrei fleiri konur í framboði
Aldrei hafa fleiri konur verið í framboði í kosningum í Bretlandi eins og nú. Þær eru nánar tiltekið 1.120, af þeim 3.322 sem eru í framboði. Konur eru því um þriðjungur frambjóðenda, en heldur fleiri en þær voru fyrir kosningarnar 2017 þegar þær voru 973.
16.11.2019 - 12:07
 · Bretland · kosningar
Fleiri ungmenni á Austurlandi kusu sameiningu
Afgerandi meirihluti ungmenna í Menntaskólanum á Egilsstöðum og í efstu bekkjum grunnskóla á Fljótsdalshéraði, Seyðisfirði og Djúpavogi eru fylgjandi sameiningu sveitarfélaga á svæðinu. Þetta kemur fram í skuggakosningum sem ungmennaráð Fljótsdalshéraðs gerði á dögunum.
22.10.2019 - 15:41
Viðtal
Stjórnarandstæðingar með félagsmiðla að vopni
Borgar- og sveitarstjórnarkosningar í Rússlandi rata alla jafna ekki í heimsfréttirnar. Öðru máli gegndi um kosningarnar síðustu helgi, og þá sérstaklega kosningar til borgarþings höfuðborgarinnar Moskvu. Róttækir flokkar fengu framboð sín ekki samþykkt og í sumar hefur fjöldi fólks mótmælt. Samfélagsmiðlar eru mikilvægir fyrir stjórnarandstöðuna enda er ekki mikil umfjöllun um óánægju gagnvart ríkjandi stjórnvöldum í fjölmiðlum sem fylgja meginstraumnum.
14.09.2019 - 07:04
Lög brotin við talningu atkvæða í Reykjanesbæ
Talning atkvæða í sveitarstjórnarkosningum í Reykjanesbæ í vor var ekki lögum samkvæmt, að því er fram kemur í úrskurði Sýslumannsins á Suðurnesjum. Píratar kærðu framkvæmd talningarinnar þar sem talið var úr nokkrum kjörkössum fyrir luktum dyrum og samræmist það ekki ákvæðum laga.
Húsnæðismálin í brennidepli hjá ungu fólki
Aðeins örfáir dagar eru í sveitastjórnarkosningarnar og margir enn óákveðnir hvað þeir eigi að kjósa. Ungt fólk er þar engin undantekning.
24.05.2018 - 13:41
Leyfa ekki fjöldaskilaboð til ungra kjósenda
Reykjavíkurborg fær ekki leyfi hjá Póst- og fjarskiptastofnun til að senda hópskilaboð til ungra kjósenda fyrir sveitarstjórnarkosningarnar til að auka kjörsókn. Borgin sótti um undanþágu frá banni við óumbeðnum fjarskiptum en Póst- og fjarskiptastofnun telur það ekki í sínu valdi að veita slíka undanþágu og vísar borginni í staðinn á Persónuvernd.
Vonast til að velta Erdogan úr sessi
Leiðtogar stjórnarandstöðunnar í Tyrklandi segjast vongóðir um að sigra í forseta- og þingkosningum sem nýlega var boðað til og haldnar verða í júní. Sitjandi forseti, Recep Tayyip Erdogan, nýtur hins vegar víðtæks stuðnings almennings í landinu.
22.04.2018 - 19:51
Meirihluti nefndar styður lægri kosningaaldur
Meirihluti stjórnskipunarnefndar leggur til að frumvarp um að aldursmörk kosningaréttar í sveitarstjórnarkosningum verði við 16 ára aldur en ekki 18 ár, eins og nú er, verði samþykkt. Um níu þúsund manns mundu þar með bætast á kjörskrá fyrir sveitarstjórnarkosningar í vor.
20.03.2018 - 17:28
Tveir þriðju samþykktu GroKo
Tveir þriðju félagsmanna í þýska Jafnaðarmannaflokknum samþykktu stjórnarsamstarf með kristilegu flokkunum, undir stjórn Angelu Merkel kanslara. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar var kynnt í Berlín í morgun. Þar með sér fyrir endann á næstum sex mánaða langri stjórnarkreppu í Þýskalandi, þeirri lengstu sem Þjóðverjar hafa upplifað í áratugi. Stóra bandalagið - Grosse Koalition, eins og Þjóðverjar nefna ráðahaginn, er hins vegar ekki eins stórt og áður, því allir flokkarnir hafa tapað fylgi.
04.03.2018 - 11:56
ÖSE vill hert viðurlög við undirskriftafalsi
Herða ætti lög og reglur um falskar undirskriftir á meðmælendalistum stjórnmálaflokka til að tryggja að slíkt hafi afleiðingar fyrir flokkana. Þetta er mat Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, sem skilaði í dag skýrslu sinni um kosningaeftirlitið sem sendinefnd stofnunarinnar hélt úti hér á landi fyrir þingkosningarnar í haust.
02.03.2018 - 15:16