Færslur: Kórónuveirufaraldurinn

Trump hættur við að mæta á allsherjarþing SÞ
Donald Trump Bandaríkjaforseti sækir ekki almennar umræður 75. allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í næstu viku eins og til stóð. Mark Meadows starfsmannastjóri forsetans tilkynnti þessa kúvendingu í gær.
Yfir 30 milljónir skráðra Covid-19 tilfella á heimsvísu
Skráð kórónuveirusmit í heiminum eru komin yfir 30 milljónir. Þetta sýna tölur frá Johns Hopkins háskólanum. Yfir 940 þúsund dauðsföll af völdum Covid-19 eru skráð síðan faraldurinn braust út í Kína seint á síðasta ári.
„Ég vil ekki spá einhverri stórri bylgju“
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segist ekki reiðubúinn að spá því að hér sé að skella einhver stór bylgja af kórónuveirusmitum. Það sé þó viðbúið að virkum smitum muni fjölga næstu daga. Þá tölu verði samt að skoða í því ljósi að verið sé að skima miklu meira í samfélaginu. „Það er mjög líklegt að við finnum fólk sem er einkennalítið eða einkennalaust og það verður líta á það í því samhengi.“
Leggur til að krám og skemmtistöðum verði lokað
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, ætlar að leggja til við heilbrigðisráðherra að skemmtistöðum og krám verði lokað yfir helgina. Staðan verði síðan endurmetin eftir helgina. Þetta er gert til að bregðast við mikilli fjölgun smita sem Þórólfur segir að megi að mestu leyti rekja til skemmtanahalds.
15 af 19 nýjum smitum með „frönsk fingraför“ á veirunni
15 af þeim 19 smitum sem greindust í gær eru með nýtt afbrigði af kórónuveirunni. Það hefur verið rakið til tveggja franskra ferðamanna sem greindust með veiruna hér á landi um miðjan ágúst og fóru í einangrun. Sjö af þeim 13 sem greindust í fyrradag reyndust einnig vera með þessi fingraför og höfðu öll sótt sama öldurhúsið.
Kemur til greina að mæla með frekari notkun gríma
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir boðaði á upplýsingafundi í dag hertar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu. Hann skilar minnisblaði til heilbrigðisráðherra síðar í dag eða á morgun. Hann segir að spjótunum verði helst beint að vínveitingastöðum. Fólk sem sæki þá eigi stóran þátt í þessari nýju bylgju. Appelsínugul viðvörun vegna kórónuveirusmita hefur verið gefin út fyrir höfuðborgarsvæðið. Það er næsthæsta viðbúnaðarstigið. Nýr veirustofn er kominn inn í landið.
Flugferð án áfangastaðar er nýjasta æðið
Sjö klukkustunda flugferð yfir óbyggðir Ástralíu og Kóralrifið mikla utan við austurströndina seldist upp á tíu mínútum.
Kreppuástand á Nýja-Sjálandi
Í fyrsta sinn í áratug ríkir kreppuástand á Nýja Sjálandi. Metsamdráttur, eða rúmlega 12%, varð frá apríl til júní sem kenna má heimsfaraldri kórónuveirunnar.
Hershöfðingi heilbrigðisráðherra Brasilíu
Hershöfðingi sem hefur enga reynslu af heilbrigðismálum var skipaður heilbrigðisráðherra Brasilíu í gær. Hann er þriðji ráðherra heilbrigðismála í landinu frá því kórónuveirufaraldurinn skall á.
Trump vill að Repúblikanar styðji björgunarpakka
Donald Trump Bandaríkjaforseti hvetur Repúblikana til styðja við nýjan björgunarpakka vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Það kallar á verulega aukin fjárframlög úr ríkissjóði.
Reynir að draga úr loforðum Trumps um bóluefni
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir forstjóra Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna hafa ruglast í ríminu þegar hann greindi þingnefnd frá því í dag að bóluefni við kórónuveirunni yrði ekki aðgengilegt fyrir almenning fyrr en eftir 6 til 9 mánuði. Sjálfur telur forsetinn að bóluefnið verði komið eftir 4 til 8 vikur. Joe Biden forsetaefni Demókrata, segist treysta bóluefnum og vísindamönnum en ekki Trump.
Tilraunalyf virðist vernda COVID-19 sjúklinga
Ein dreyping af tilraunalyfi virðist minnka magn kórónuveirunnar í nýsmituðum sjúklingum og draga úr líkum á því að þeir þurfi að leggjast inn á sjúkrahús. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lyfjaframleiðandanum Ely Lilly. Óháðir vísindamenn hafa þó ekki farið yfir niðurstöðurnar né hafa þær verið birtar í ritrýndu vísindatímariti.
16.09.2020 - 22:24
Dönum ráðlagt að búa sér til „kórónuveiru-hjúp“
Sóttvarnayfirvöld hafa beðið Dani um að búa sér til „kórónuveiru-hjúp“. Í honum eiga að vera 5 til 10 einstaklingar sem fólk ætlar að vera í miklum samskiptum við í haust. Börn eiga til að mynda að velja sér leikfélaga úr eigin bekk en ekki úr öðrum bekkjum í sama árangi. Aðgerðir hafa verið hertar á Kaupmannahafnarsvæðinu þar sem smitum hefur fjölgað mikið.
Tólf utan sóttkvíar voru með mikið magn af veirunni
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, óttast að smitin í dag séu upphafið að nýrri bylgju sem verði jafnvel meiri en önnur bylgjan sem hefur verið í gangi síðan í lok júlí. Thor Aspelund, prófessor í líftölufræði, segir að það ætti að skýrast á næstu dögum hvort dagurinn í dag sé frávik eða byrjunin á einhverju öðru. Engar ákvarðanir hafa verið teknar um hvort hert verður aftur á samkomutakmörkunum.
16.09.2020 - 17:21
Fimm milljónir kórónuveirusmita á Indlandi
Í dag fór heildarfjöldi greindra kórónuveirusmita á Indlandi yfir fimm milljónir.
16.09.2020 - 06:00
Trump býst við bóluefni innan mánaðar
Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að bóluefni gegn Covid-19 kunni að verða tilbúið innan mánaðar. „Það gætu verið þrjár til fjórar vikur í að bóluefni verði tilbúið sagði forsetinn í svörum til gesta í sal á ABC sjónvarpsstöðinni.
Suga nýr forsætisráðherra Japans
Japansþing kaus Yoshihide Suga sem nýjan forsætisráðherra í dag. Suga sem er sjötíu og eins árs hafði auðveldan sigur þar sem hann fékk 314 af 462 gildra atkvæða.
16.09.2020 - 02:23
Myndskeið
Bið eftir bíómyndum vegna kórónuveirufaraldursins
Framboð á kvikmyndum er umtalsvert minna í kvikmyndahúsum nú en á sama tíma í fyrra. Þónokkrar stórmyndir eru tilbúnar til sýninga en bíða frumsýningar í Bandaríkjunum.
15.09.2020 - 19:49
Alvarlegt brot að birta nafn smitaðrar fótboltakonu
Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að þrír blaðamenn fótboltinet hafi brotið alvarlega gegn siðareglum félagsins með því að birta mynd af og nafngreina knattspyrnukonuna Andreu Rán Snæfeld Hauksdóttur í tengslum við frétt um kórónuveirusmit hjá knattspyrnuliði Breiðabliks. Andrea óskaði samdægurs eftir því að nafn hennar og mynd yrðu afmáð úr fréttinni en ekki var orðið við því.
Þrjú af sex smitum tengjast Háskóla Íslands
Þrjú af þeim sex smitum sem greindust í gær og greint var frá á covid.is í dag tengjast Háskóla Íslands. Þetta staðfestir Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis. Hámu á Háskólatorgi var lokað í gær eftir að starfsmaður þar greindist með kórónuveiruna og rektor skólans er í sóttkví ásamt tveimur öðrum eftir að starfsmaður reyndist smitaður af COVID-19.
Prófessor vill loka næturlífinu í Kaupmannahöfn
Prófessor við Kaupmannahafnarháskóla telur að stjórnvöld verði að loka öllum næturklúbbum og skemmtistöðum í höfuðborginni til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. „Það verður að herða tökin og það verður að gerast núna,“ segir Allan Randrup Thomsen, veirufræðiprófessor.
Reebok Fitness braut lög með breytingu í miðri farsótt
Neytendastofa hefur komist að þeirri niðurstöðu að líkamsræktarstöðin Rebook Fitness hafi brotið lög þegar uppsagnarskilmálum var breytt einhliða í COVID-19 faraldrinum í vor. Líkamsræktarstöðinni hefur verið bannað að viðhafa slíka viðskiptahætti aftur.
14.09.2020 - 13:32
Létt á ferðahömlum til Sádi Arabíu
Stjórnvöld í Sádi Arabíu hyggjast rjúfa bann á flugferðum til landsins 15. september næstkomandi.
13.09.2020 - 20:31
Færeyingar langeygir eftir að losna af rauða listanum
Það tekur of langan tíma að hreinsa Færeyinga af rauða lista Norðmanna sem veldur færeyskum verkamönnum í Noregi miklum vanda.
Þúsundir Þjóðverja mótmæla Covid stefnu stjórnvalda
Þúsundir hafa safnast saman í þýskum borgum í dag til að mótmæla aðgerðum stjórnvalda gegn útbreiðslu kórónuveirunnar. Hundruð gengu um götur Varsjár í Póllandi í sama tilgangi.
12.09.2020 - 16:41