Færslur: Kórónuveirufaraldurinn

Bræðiskast í sóttvarnahúsi kornið sem fyllti mælinn
Karlmaður, sem rauf einangrun eftir að hafa greinst með COVID-19 og er grunaður um að hafa sýnt bæði gestum og starfsfólki sóttvarnahússins hjá Foss Hótel mikinn skapofsa, hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. október. Hegðun mannsins virðist hafa verið kornið sem fyllti mælinn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hún er með 17 mál til rannsóknar þar sem maðurinn kemur við sögu, meðal annars gróft heimilisofbeldi, fíkniefnabrot, skjalafals, fjársvik, rán og frelsissviptingu.
Ber engan kala til Íslands eftir 11 daga í einangrun
Bandarískur skattheimtumaður, sem fékk 6 daga ferð til Íslands í afmælisgjöf frá eiginkonu sinni, eyddi fríinu í einangrun á farsóttahúsi. „Þú máttir ekki opna hurðina og ef ég hefði farið hefði ég verið handtekinn.“ Hann segist ekki vera reiður út íslensk yfirvöld þrátt fyrir þessa meðferð . „Bandaríkjamenn myndu samt aldrei sætta sig við þetta. Íslendingar gera bara það sem þeir geta til að halda smitum niðri.“
Kári við TV 2: Kemur ekki verra afbrigði en delta
„Ég held að delta-afbrigðið verði mest smitandi afbrigði sem við munum sjá. Við ættum ekki að hafa áhyggjur af því að kórónuveiran eigi eftir að stökkbreytast og þróast í enn meira smitandi afbrigði en það,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, í samtali við norsku sjónvarpsstöðina TV 2.
Ístak reynir að losa starfsmenn úr sóttkví í Nuuk
60 iðnaðarmenn, sem eru að byggja nýjan skóla í Nuuk á Grænlandi á vegum íslenska verktakafyrirtækisins Ístak, hafa verið sendir í sóttkví eftir að samstarfsmaður þeirra greindist með kórónuveiruna. Þetta staðfestir Reynir Viðarsson, yfirverkfræðingur hjá verktakafyrirtækinu, í samtali við grænlenska ríkisútvarpið.
18.09.2021 - 08:29
Tveir í öndunarvél með COVID-19 - tvö börn á sjúkrahúsi
Tveir liggja á gjörgæsludeild Landspítala með COVID-19 og eru báðir í öndunarvél. Alls eru níu sjúklingar á spítalanum með kórónuveiruna, þar af tvö börn. 352 eru í eftirliti hjá COVID-göngudeildinni, einn er metinn rauður og ellefu gulir en það þýðir að þeir þurfa nánara eftirlit.
Þórólfur segir ákveðna áhættu fylgja hraðprófunum
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að búast megi við að hraðpróf greini ekki öll kórónuveirusmit. Verið sé að taka ákveðna áhættu með því að leyfa allt að 1.500 manns að koma saman ef þeir hafa tekið hraðpróf. Hann segir góð og gild rök fyrir því að grímuskylda sé enn þar sem ekki sé hægt að viðhafa eins metra fjarlægð á milli fólks.
Óvíst um kostnað við hraðpróf
Frá og með deginum í dag geta allt að 1.500 komið saman ef þeir hafa tekið hraðpróf áður. Þau eru tekin á heilsugæslunni og að auki munu að minnsta kosti þrjú fyrirtæki bjóða upp á prófin á grundvelli reglugerðar. Heilbrigðisráðherra segir óvíst hversu mikið prófin muni kosta ríkið.
Ríkisstjóri Kalíforníu heldur velli
Gavin Newsom, ríkisstjóri Kalíforníu í Bandaríkjunum stóð af sér kröfu Repúblikana um að honum yrði vikið úr embætti. Fyrr á árinu var efnt til undirskrifarsöfnunar þess efnis vegna óánægju með viðbrögð Newsom við kórónuveirufaraldrinum.
Einn af hverjum fimm kýs utan kjörfundar í Kanada
Næstum einn af hverjum fimm Kanadamönnum greiddu atkvæði utan kjörstaðar um liðna helgi. Einnig er talið að óvenjumargir nýti sér að greiða póstatkvæði sökum kórónuveirufaraldursins.
26 smit innanlands í gær
26 greindust með kórónuveirusmit innanlands í gær. Alls voru samtals tekin rétt rúmlega eitt þúsund einkennasýni og sýni í sóttkvíar- og handahófsskimun í gær. Hlutfall smita var því 2,5 prósent í gær en voru 1,3 prósent í fyrradag þegar 14 greindust.
13.09.2021 - 11:08
Stökkbreytt afbrigði draga úr vonum um hjarðónæmi
Umdæmisstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) í Evrópu er efins um að viðnám bóluefna dugi til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Ný stökkbreyttt afbrigði veirunnar draga úr vonum um að hjarðónæmi náist.
Sjónvarpsfrétt
Lengri bið á BUGL og börnin eru veikari
Mikil fjölgun hefur orðið á bráðakomum og innlögnum á Barna- og unglingageðdeild Landspítala í kórónuveirufaraldrinum og börn bíða nú tveimur mánuðum lengur eftir þjónustu þar en fyrir faraldur. Tilfellum sem tengjast átröskun hefur fjölgað um 70%.
Myndskeið
„Auðvitað erum við öll orðin óþreyjufull“
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands segist óþreyjufullur, rétt eins og aðrir, eftir því að kórónuveirufaraldrinum linni. Forsetahjónin þökkuðu framlínufólki í faraldrinum vel unnin störf í morgun.
Um 200 tilkynningar vegna gruns um alvarlega aukaverkun
Lyfjastofnun hefur borist nærri 200 tilkynningar vegna gruns um alvarlega aukaverkun eftir bólusetningu gegn COVID-19. Fjögur andlát voru tilkynnt í ágúst en að svo komnu er ekkert sem bendir til orsakasamhengis milli tilkynntra andláta og bólusetninga.
600 tilkynningar um áhrif bólusetningar á tíðahring
Lyfjastofnun Íslands ætlar að bjóða fulltrúa úr kvennahópi á Facebook á fund þegar rannsókn á tilkynningum vegna gruns um röskun eftir bólusetningu gegn COVID-19 er lokið. Nokkur valin tilfelli verða rannsökuð en yfir 600 tilkynningar hafa borist um áhrif bólusetningarinnar á tíðahring. Lyfjastofnun segir að ekki verði haft samband við alla sem sendu inn tilkynningu til Lyfjastofnunar.
25 greindust innanlands í gær
25 greindust innanlands með kórónuveirusmit í gær. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á covid.is Tæplega helmingur var óbólusettur. Aðeins átta smit voru utan sóttkvíar. Áfram eru 8 á sjúkrahúsi en þeim hefur fækkað verulega sem eru í einangrun með virkt smit, þeir eru nú 596.
Áframhald réttarhalda vegna árásanna 11. september 2001
Réttarhöldum verður framhaldið í dag yfir fimmmenningum sem taldir eru sem taldir eru hugmyndasmiðir hryðjuverkanna í Bandaríkjunum árið 2001. Nokkrir dagar eru í að þess verði minnst að tuttugu ár eru frá atburðunum.
Myndskeið
Búast við nokkur þúsund manns í hraðpróf
Gert er ráð fyrir að nokkur þúsund manns á dag fari í hraðpróf fyrir kórónuveirunni. Um hundrað starfsmenn Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins munu starfa við að taka prófin. Þau verða ókeypis. 
Engar ákvarðanir enn um tilslakanir
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að miðað við þróun kórónuveirufaraldursins sé ástæða til að vera á leið til afléttinga á samkomutakmörkunum.
Allt að 18 milljónir hafa látist vegna COVID-19
Líklega hafa allt að 18 milljónir látist vegna kórónuveirufaraldursins að mati breska tímaritsins The Economist. Staðfest andlát vegna COVID-19 í heiminum eru rúmlega fjórar og hálf milljón. Í útreikningum tímaritsins er stuðst við opinberar dánartölur frá flestum ríkjum heims og sérfræðingar Economist bera þær saman við meðaldánartölur síðustu ára.
Að jafnaði 50 breskum verslunum lokað hvern dag
Breskar verslunarkeðjur hættu starfsemi meira en 8.700 versluna fyrstu sex mánuði ársins. Það jafngildir því að næstum 50 verslunum hafi verið lokað á hverjum degi.
43 innanlandssmit í gær - aðeins 13 voru bólusettir
43 greindust með kórónuveirusmit í gær, af þeim voru sextíu prósent í sóttkví eða 27. 30 af þeim sem greindust í gær voru óbólusettir en það má rekja til þess að þeir sem hafa greinst með veiruna síðustu daga eru ungt fólk og börn. Áfram eru 10 á sjúkrahúsi en engin á gjörgæslu. 776 eru í einangrun með virkt smit og rúmlega 2.000 eru í sóttkví. Nýgengi smita síðustu tvær vikur heldur áfram að lækka og er nú orðið 252
Ekki brýn þörf á örvunarskammti í flestum tilvikum
Sóttvarnastofnun Evrópu og Lyfjastofnun Evrópu telja að í flestum tilvikum sé ekki talin brýn þörf á svokölluðum örvunarskammti hjá fullbólusettu fólki. Bóluefnin veiti sem stendur mjög góða vörn gegn alvarlegum COVID-19 sjúkdómi, sjúkrahúsvist eða andláti. „Forgansröðun í notkun bóluefnis ætti að vera önnur.“
Segir Delta-afbrigðið hafa komið aftan að þeim
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir alla hafa verið spennta og samstíga í því að aflétta öllum takmörkunum innanlands í lok júní. Þau hafi verið búin að undirbúa sig vel með gögnum og öðru. „En síðan kemur þetta Delta-afbrigði svona aftan að okkur og við sjáum mikið af smitum hjá bólusettum og frá bólusettum. Og það er það sem gerði þetta okkur svona erfitt.“
Ungt fólk og börn greinast helst
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að ein meginástæða þess fleiri óbólusettir en bólusettir hafa verið að greinast síðustu daga með kórónuveiruna sé að smitin eru nú hjá yngra fólki. Hann telur að faraldurinn sé hægt og bítandi á niðurleið.