Færslur: Kórónuveirufaraldurinn

Enn er einungis eitt smit á Austurlandi
Enginn þeirra 38 sem fóru í skimun vegna COVID-19 smits sem greindist á Austurlandi í síðustu viku reyndist smitaður og enn er einungis eitt smit virkt í landshlutanum. Sá smitaði starfaði í skóla, ekki hefur tekist að rekja hvernig hann smitaðist og voru skólabörn skimuð í kjölfarið.
Nýtt bóluefni ódýrara og auðveldara að flytja
Bóluefni AstraZeneca og Oxford-háskóla við COVID-19 sem nú er í þróun virkar í allt að 90 prósentum tilfella og er ódýrara í framleiðslu og auðveldara er að flytja það en önnur sem fram hafa komið. Virkni þess er hins vegar mismunandi eftir því hvernig því er skammtað.
„Bláa veiran“ á niðurleið – fylgjast vel með jólagestum
„Bláa veiran“ sem hefur verið drifkrafturinn í þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins er á hraðri niðurleið. Nýir stofnar hafa greinst og valdið nokkrum litlum hópsýkingum. Í flestum tilvikum er hægt að rekja þessa veirustofna til landamærasmits. Yfirlögregluþjónn hvetur þá Íslendinga sem búsettir eru erlendis sem vilja halda jólin heima að huga vel að tímarammanum. Vilji þeir ekki vera í sóttkví á aðfangadag verði þeir að vera komnir til landsins fyrir 18. desember.
Segir bólusetningu „lykilinn út úr faraldrinum“
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir nauðsynlegt að fram fari umræða um bóluefnin sem eru væntanleg við COVID-19 og bólusetningar. Þegar skoðaðar séu upplýsingar um bólusetningar hjá tugþúsundum manna og þær bornar saman við afleiðingar af COVID-19 þá sé áhættan „við að fá bóluefni margfallt minni en að fá COVID-19.“
Nýgengi lægst hér – „Mikilvægt að vakta landamærin vel“
Nýgengi kórónuveirusmita í Evrópu er hvergi lægra en á Íslandi, samkvæmt upplýsingum frá Sóttvarnastofnun Evrópu. Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði, segir að þróunin hér á landi sé á svipaðri leið og búist var við og sýni að samkomutakmarkanir hafi skilað tilætluðum árangri.
22.11.2020 - 16:47
Staðan góð og ánægjulegt hversu fáir eru í sóttkví
„Staðan er mjög góð,“ segir Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna, í samtali við fréttastofu. Fimm greindust með COVID-19 í gær og allir sem greindust voru í sóttkví. Það er í fyrsta sinn síðan 11. september síðastliðinn sem ekkert smit greinist utan sóttkvíar.
22.11.2020 - 12:45
Remdisivir-lyfið gefið góða raun á Íslandi
Lyfið remdisivir, sem Alþjóðheilbrigðismálastofnunin hefur nú lagst gegn notkun á, hefur töluvert verið notað á Íslandi. Magnús Gottfreðsson, yfirlæknir og prófessor í smitsjúkdómum, segir lyfið hafa gefið góða raun hér á landi. Læknar muni leggjast yfir þessar nýju ráðleggingar stofnunarinnar.
21.11.2020 - 22:18
Evrópu bíða sex erfiðir mánuðir
Næstu sex mánuðir verða erfiðir fyrir lömd Evrópu. Þetta er mat Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO. Samkvæmt skrám stofnunarinnar létust meira en 29.000 Evrópubúar úr COVID-19 í síðustu viku, eða einn á 17 sekúndna fresti.
Verða að sýna fram á tveggja mánaða reynslu af bóluefni
Þrjú bóluefni eru í svokölluðu áfangamati hjá Lyfjastofnun Evrópu, flýtiúrræði sem hægt er að beita þegar mikið liggur við. Yfirlæknir hjá Lyfjastofnun segir að búast megi við frekari fréttum af þessum bóluefnum á næsta fundi stofnunarinnar eftir hálfan mánuð. Enginn afsláttur verður gefin af grunnvinnunni né í áfangamatinu því allir framleiðendur verða sýna fram á að þátttakendur í tilraunum þeirra hafi minnst tveggja mánaða reynslu af bóluefninu.
„Eins og þeir sjái hlutina ekki í raunhæfu ljósi“
Alma Möller, landlæknir, segist ekki hafa kynnt sér vef hópsins Út úr kófinu sem tveir þingmenn, Sigríður Andersen og Brynjar Níelsson, standa meðal annars að. Hún mótmælti þó því sem lesið var upp fyrir hana af vef hópsins á upplýsingafundinum í dag. Þórólfur Guðnason sagðist ekki hafa kynnt sér stefnu hópsins en hefði fylgst með skoðun þessara þingmanna og væri þeim algjörlega ósammála. „Mér finnst eins og þeir sjái ekki hlutina í raunhæfu ljósi.“
Segir bóluefnin lofa góðu en ekkert fast í hendi
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir bindur vonir við að hægt verði að hefja bólusetningu á fyrri hluta næsta árs. Hann varar þó við of mikilli bjartsýni og segir að á þessari stundu sé ekkert bóluefni fast í hendi þótt niðurstöður tveggja lyfjaframleiðenda hafi lofað góðu og séu ánægjulegar. Undirbúningi embættisins verði lokið fyrir áramót „og ef það kemur mikið bóluefni gerum við þetta hratt en annars verðum að bíða lengur og forgangsraða.“
Hafa áhyggjur af að fólk gleymi sér um jólin
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að þótt kórónuveirufaraldurinn sé á niðurleið núna verði að fara hægt í sakirnar við að aflétta takmörkunum. Hann hefur áhyggjur af því að fólk gleymi sér um jólin og í aðdraganda jólanna. Alma Möller landlæknir segir að embættið hafi til athugunar að gefa út sérstakar leiðbeiningar um boð í heimahúsum og hvernig sé best að haga sóttvörnum í þeim.
Fjögur ný smit – tveir af þeim smituðu ekki sóttkví
Aðeins fjögur ný innanlandsmit greindust í gær. Tveir þeirra smituðu voru ekki í sóttkví. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á covid.is. Áfram fækkar þeim sem eru í einangrun og sóttkví. Nýgengi er nú komið niður í 50 smit á hverja hundrað þúsund íbúa sem er það minnsta í Evrópu. Fimmtíu og einn er á sjúkrahúsi, þar af fjórir á gjörgæsludeild.
Frederiksen hætti við fund hjá drottningu vegna smits
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hætti á síðustu stundu við að ganga á fund Margrétar Þórhildar Danadrottningar eftir að kórónuveirusmit kom upp í fjölskyldu forsætisráðherrans. Frederiksen ætlaði að kynna breytingar á ríkisstjórninni eftir minkahneykslið. Danskir fjölmiðlar, sem ætluðu að fylgjast með fundinum, fengu upplýsingar um þetta frá lögreglumanni sem stóð vaktina fyrir utan Amalienborgarhöll.
19.11.2020 - 10:25
Kastljós
Peningunum sé ekki deilt til þeirra sem þurfa þá ekki
Kristrún Frostadóttir aðalhagfræðingur Kviku banka segir að Seðlabankinn og stjórnvöld séu á rangri leið. Hún segir að stór hluti þess fjármagns sem var sett  í umferð til að styðja við hagkerfið hafi runnið inn á fasteignamarkaðinn í stað þess að fara til fólks og fyrirtækja sem hafa lent í mesta tekjuáfallinu.
Myndskeið
Þrettán andlát eru rakin til Landakots
Sjúklingur lést síðastliðinn sólarhring af völdum COVID-19. Tuttugu og sex hafa því látist hér á landi, þar af 13 sem rekja má til hópsýkingarinnar á Landakoti. 
18.11.2020 - 20:11
Grímur geta ekki komið í stað annarra sóttvarna
Almennar ráðleggingar um grímunotkun til að forða kórónuveirusmiti minnka ekki hættuna á smiti um meira en helming, þar sem samskiptafjarlægð er höfð í heiðri og grímur annars lítið notaðar. Þetta er niðustaða danskrar rannsóknar þar sem reynt var að sýna fram á notagildi veirugríma gegn kórónuveirufaraldrinum.
Góð hugmynd hjá Þórólfi að opna
Banni á starfsem rakara- og hárgreiðslustofa vegna COVID-19 var aflétt í dag. Ragnar Harðarson rakari segir ástandið á viðskiptavinum misjafnt en allir þakklátir fyrir að komast loks í klippingu. Fréttastofa RÚV heimsótti í dag Rakarastofu Ragnars og Harðar og ræddi við Ragnar rakara.
18.11.2020 - 14:30
Lést af völdum COVID-19 á Landspítala
Einn sjúklingur lést af völdum COVID-19 á Landspítalanum síðasta sólarhring. Þetta kemur fram á vef spítalans. Alls hafa nú 26 látist í farsóttinni, þar af 16 í þriðju bylgju faraldursins en flest þeirra má rekja til hópsýkingarinnar á Landakoti.
Bóluefni Pfizer öruggt og með 95% virkni
Bóluefni bandaríska lyfjafyrirtækisins Pfizer og þýska lyfjaþróunarfyrirtækisins BioNTech gegn COVID-19 hefur fulla virkni í 95% tilfella og engar alvarlegar aukaverkanir. Þetta er niðurstaða þriðja stigs prófana með efnið.
Kynna niðurstöður á rannsókn um grímunotkun
Dönsk rannsókn á virkni grímunotkunar gegn útbreiðslu COVID-19 verða kynntar síðar í dag. Aðstandendur rannsóknarinnar hafa verið gagnrýndir fyrir að greina ekki frá niðurstöðum hennar fyrr en hún hófst á vormánuðum.
11 ný innanlandssmit - tveir ekki í sóttkví
11 greindust með kórónuveirusmit innanlands í gær af. 961 sýni var tekið. Tveir voru ekki í sóttkví. Nýgengi innanlands er nú komið í rúmlega 56 smit á hverja hundrað þúsund íbúa síðustu tvær vikur og er með því lægsta í Evrópu. Fjórir greindust með veiruna við skimun á landamærunum og er beðið eftir niðurstöðum úr mótefnamælingum hjá þeim öllum.
Vextir Seðlabanka komnir niður fyrir eitt prósent
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur Eru meginvextir bankans nú komnir niður fyrir eitt prósent og verða 0,75 prósent. Þriðja bylgjan og hertar sóttvarnaaðgerðir í framhaldinu drógu úr viðspyrnu á þriðja ársfjórðungi eftir „sögulegan samdrátt á öðrum ársfjórðungi.“
18.11.2020 - 09:07
Sjö ný smit og aðeins eitt utan sóttkvíar
Sjö greindust með kórónveiruna í gær og allir nema einn voru þegar í sóttkví. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á covid.is. Þeim fækkar sem eru í einangrun, voru 340 í gær en eru 302 í dag. Þá hefur þeim einnig fækkað sem eru í sóttkví. Þeir voru 693 í gær en eru 563 í dag. Nýgengi smita er nú 61,1 og hefur ekki verið lægra síðan um miðjan september. Þeim fjölgar hins vegar sem eru á gjörgæslu, þeir voru þrír í gær en eru núna fjórir. 57 eru nú inniliggjandi, tveimur færri en í gær.
COVID-19 þriðja algengasta dánarorsökin í Svíþjóð
COVID-19 var þriðja algengasta dánarorsökin í Svíþjóð á fyrri helmingi þessa árs en 5.500 létust af völdum farsóttarinnar fyrstu sex mánuði ársins. Flestir dóu úr hjarta- og æðasjúkdómum, eða rúmlega 14 þúsund, og 11.600 úr krabbameini.