Færslur: Kórónuveirufaraldurinn

Myndskeið
Bagalegt að dreifingaráætlun skorti eftir mars
Sóttvarnalæknir segir að ekki sé rétti tíminn til að létta á sóttvarnaaðgerðum á meðan jörð skelfur á Reykjanesskaga, þrátt fyrir að einungis eitt smit hafi greinst undanfarna tólf daga. Hann segir bagalegt að áætlun fyrir dreifingu bóluefna eftir mars liggi ekki fyrir. Ljóst sé að bóluefnasamstarf Evrópuríkjanna hafi þróast með öðrum hætti en vonir stóðu til. 
Óvíst hvenær bóluefni Janssen kemur til landsins
Óvíst er hvenær kórónuveirubóluefni Janssen kemur hingað til lands. Búist er við að það  fái markaðsleyfi frá Lyfjastofnun Evrópu fljótlega, en framleiðsluáætlun fyrirtækisins hefur ekki gengið eftir, að sögn Rúnu Hauksdóttur Hvannberg forstjóra Lyfjastofnunar.
Bólusetning með bóluefni Janssen hefst í byrjun apríl
Bóluefni belgíska lyfjafyrirtækisins Janssen fær skilyrt markaðsleyfi hjá Lyfjastofnun Evrópu þann 11. mars og bólusetning með bóluefninu hefst líklega í byrjun apríl. Þetta kemur fram á vef Bloomberg. Glæra sem forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins kynnti á leiðtogafundi í gær sýnir fram á mikla aukningu bóluefna til þeirra landa sem eiga aðild að bóluefnakaupum sambandsins. Ísland er eitt þeirra.
Um tíundi hver komufarþegi bólusettur
Hátt í einn af hverjum tíu farþegum sem hafa komið til landsins undanfarna daga hafa verið bólusettir við COVID-19 og álíka hátt hlutfall framvísar vottorði um að hafa fengið COVID. Lögreglan á Keflavíkurflugvelli þarf að hafa ítrekuð afskipti af fólki sem sækir þangað farþega. 
Danir vilja nýta sér vandræðin með AstraZeneca
Dönsk yfirvöld vilja kaupa þá skammta sem önnur lönd í Evrópusambandinu nota ekki. Bæði Þjóðverjar og Frakkar hafa lent í vandræðum með bóluefni AstraZeneca þar sem fjöldi fólks hefur neitað að láta bólusetja sig með bóluefninu.
Ekkert innanlandssmit fimmta daginn í röð
Ekkert kórónuveirusmit greindist innanlands í gær, fimmta daginn í röð. Ekkert smit greindist á landamærunum. Alls hafa greinst tíu smit innanlands það sem af er febrúarmánuði. Nýgengi innanlandssmita er nú 0,3 og hefur ekki verið lægra síðan 21. júlí þegar það var 0.
26.02.2021 - 10:57
Um 1.400 hafa fengið 8 milljarða í tekjufallsstyrki
Um 1.400 fyrirtæki hafa nú fengið hátt í átta milljarða greidda í tekjufallsstyrki vegna kórónuveirufaraldursins. Fyrirtæki, sem hafa orðið fyrir meira en 40% tekjufalli, geta sótt um slíka styrki.
Ísland er ennþá eina græna landið í Evrópu
Ísland er eina landið í Evrópu sem er allt merkt grænt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu sem sýnir útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Græni liturinn merkir þau lönd þar sem tíðni smita er lægst og norðurhluti Noregs er eina svæðið, fyrir utan Ísland, sem er merkt grænt.
Ingileif: Bóluefni AstraZeneca veitir mjög góða vernd
Ingileif Jónsdóttir, prófessor í ónæmisfræði við Háskóla Íslands, segir nýlega rannsókn sýna að bóluefnið frá AstraZeneca veiti mjög góða vernd gegn COVID-19. Því lengur sem beðið er með seinni sprautuna því meiri verður verndin eða 81,3 prósent. 12 vikur líða milli fyrri og seinni sprautunnar hér á landi. Þjóðverjar og Frakkar hafa áhyggjur af því hversu margir hafa afþakkað bóluefnið frá AstraZeneca og íhuga aðgerðir.
Enginn liggur á Landspítala með virkt COVID-19 smit
Enginn liggur á Landspítala með virkt COVID-19 smit, en þar liggja átta sem hafa lokið einangrun. Enginn þeirra er á gjörgæslu. 17 eru undir eftirliti COVID-19 göngudeildarinnar - ekkert barn er í þeim hópi.
Fólk afþakkar að láta bólusetja sig með AstraZeneca
Dæmi eru um að fólk hér á landi afþakki að láta bólusetja sig með bóluefni bresk/sænska lyfjafyrirtækisins AstraZeneca. Það telur aukaverkanir meiri eftir fyrri sprautuna og virkni þess minni.
Heimsglugginn: Fátæk ríki fá bóluefni
Gana fékk í gær fyrst ríkja bóluefni við kórónuveirunni í gegnum COVAX-samstarfið, sem á að tryggja fátækum ríkjum bóluefni óháð efnahag, þeim sem ekki hafa efni á því að kaupa bóluefni. Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir ræddu þessa áætlun og stöðu heimsfaraldursins við Boga Ágústsson í Heimsgluggaspjallinu.
Til greina kemur að slaka á landamærareglum í vor
Sóttvarnalæknir segir að eitt af því sem verið sé að skoða sé hvort hægt verði að slaka á ferðatakmörkunum við landamærin með vorinu. Þá yrði seinni skimun og sóttkví hætt, en áfram farið fram á neikvætt Covid próf og skimun við komuna til landsins.
Rýmri reglur á morgun eftir 15 daga án smits í febrúar
Ekkert barn er með COVID-19. Aðeins er einn á sjötugsaldri og einn á sextugsaldri með virkt smit. Af þeim 17 sem eru í einangrun eru 9 á aldrinum 18 til 29 ára og í febrúarmánuði hafa 15 dagar verið smitlausir. Enda mega 50 koma saman á morgun, áhorfendur fá loks að mæta á kappleiki en þeir sem svíkjast um á landamærunum eiga yfir höfði sér 100 þúsund króna sekt.
100 þúsund króna sekt fyrir að framvísa ekki vottorði
Þeir farþegar, sem framvísa ekki neikvæðu COVID-prófi við komuna til landsins, eiga yfir höfði sér 100 þúsund króna sekt. Þeir sem framvísa fölsuðu vottorði verða ákærðir fyrir skjalafals. Þetta kemur fram í nýjum fyrirmælum ríkissaksóknara sem embættið sendi frá sér í dag. Þeir sem reyna að komast hjá sýnatöku á landamærunum geta einnig fengið sekt upp á 100 þúsund krónur.
Mótefnabílstjórarnir „notaðir á völlinn“
Það hefur verið vandamál hversu margir sækja ættingja sína á flugvöllinn. Til að bregðast við þessu hefur almannavarnadeild ríkislögreglustjóra sent Samgöngustofu formlgt erindi og beðið um að stutt verði við rekstur flugrútunnar. Leigubílstjóri sem hefur sinnt þessum akstri vill að bílstjórar haldi sínu.
Hærri dánartíðni í Evrópu árið 2020
Rúmlega 40 prósentum fleiri létust í ESB- og EFTA-ríkjum í nóvember í fyrra en fjögur árin á undan. Þá náði önnur bylgja COVID-19 hámarki. Andlát umfram meðaltal er 1,6 prósent á Íslandi samkvæmt bráðabirgðatölum sem Hagstofa Evrópusambandsins, Eurostat, hefur birt um andlát í ríkjum sambandsins og EFTA-ríkjunum Íslandi, Noregi, Liechtensten og Sviss árið 2020. Þar má glöggt sjá áhrif COVID-19 faraldursins. Dánartíðni í Evrópulöndum 25 prósentum hærri í apríl er fyrsta bylgjan var í hámarki.
22.02.2021 - 12:04
Ráðherra kominn með minnisblað frá Þórólfi
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, er búinn að senda heilbrigðisráðherra minnisblað með tillögum sínum um tilslakanir á sóttvarnaaðgerðum. Þetta staðfestir hann í svari til fréttastofu. Búast má við að ráðherra kynni minnisblaðið og ákvörðun sína um mögulegar tilslakanir á fundi ríkisstjórnarinnar á þriðjudag.
Fleiri tilkynningar um rottugang í heimsfaraldri
Tilkynningar um rottugang hafa margfaldast milli ára í Danmörku nú þegar fleiri verja meiri tíma heimavið vegna heimsfaraldursins og sóttvarnaaðgerða.
Býst við minnisblaði í dag - Þórólfur loðinn í svörum
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, reiknar með að fá minnisblað frá Þórólfi Guðnasyni, sóttvarnalæknir, í dag með tillögum um frekari tilslakanir á sóttvarnaaðgerðum innanlands. Núverandi reglugerð fellur úr gildi 3. mars. Þórólfur er sjálfur loðinn í svörum og vill ekki segja af eða á hvort hann sendi ráðherra minnisblaðið í dag. „Það er aldrei að vita.“
Meira en 142-faldur munur á COVID-nýgengi
Nýgengi kórónuveirusmita í Evrópu er langlægst á Íslandi. Þar sem það er hæst er það meira en hundrað sinnum hærra en hér á landi.  Þetta sýna  tölur Evrópsku sóttvarnastofnunarinnar. Ísland er eina landið í álfunni sem er allt skilgreint grænt.
Brasilíska afbrigðið greinist í Svíþjóð
Fjórir Svíar hafa greinst með brasilíska afbrigði kórónuveirunnar. Þetta er í fyrsta skiptið sem þetta afbrigði greinist í landinu. Allir sem greindust eru búsettir í Gävleborg-héraði sem er í austurhluta landsins.
Þeir sem neita að bera grímu eru oftast undir áhrifum
Nokkuð er um að lögregla sé kölluð til þegar viðskiptavinir verslana neita að bera andlitsgrímur þrátt fyrir tilmæli þar um. Lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að yfirleitt sé um að ræða fólk undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna og að þessum málum ljúki oftast með sektargreiðslu. 
Forstjóri Pfizer varar við að bíða með seinni sprautuna
Ný ísraelsk rannsókn bendir til þess að virkni fyrri sprautunnar af bóluefni Pfizer/BioNTech sé 85 prósent. Þetta stangast á við niðurstöðu hjá fyrirtækinu sjálfu sem sýndi að virkni bóluefnisins væri 52,4 prósent eftir fyrri sprautuna en 95 prósent eftir þá seinni. Forstjóri Pfizer varar við að bíða með seinni sprautuna því frekari rannsókna sé þörf.
Grímulaus maður réðst á afgreiðslumann
Of margir gestir reyndust vera á einum af þeim fimmtán krám og veitingastöðum sem lögreglumenn fóru á í eftirlitsferð í miðborg Reykjavíkur í gærkvöld. Kannaðar voru sóttvarnir, fjöldi gesta og afgreiðslutíma á stöðunum. Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að á langflestum staðanna hafi ráðstafanir verið góðar og í samræmi við gildandi reglur. Á einum þeirra hafi hins vegar verið of margir gestir og hólfaskipting ógreinileg. Þá hafi starfsmenn ekki verið með grímur.