Færslur: Kórónuveirufaraldurinn

Nýtt covid-lyf vonandi aðgengilegt hérlendis í haust
Paxlovid, nýtt covid-lyf getur fækkað innlögnum á spítala um 85 prósent. Bandaríkjamenn eru byrjaðir að nota lyfið í talsvert miklum mæli en bundnar eru vonir við að lyfið komi hingað til lands í haust. Magnús Gottfreðsson, prófessor og yfirlæknir á Landspítala segir að lyfið muni skipta sköpum fyrir spítalann og í baráttunni gegn kórónuveirunni.
23.06.2022 - 17:43
Enginn fékk meirihluta í forsetakosningum í Kólumbíu
Bráðbirgðaniðurstöður sýna að vinstrimaðurinn Gustavo Petro og milljarðamæringurinn Rodolfo Hernandez mætast í síðari umferð forsetakosninga í Kólumbíu.
Nýr leiðtogi Hong Kong hittir ráðamenn í Kína
John Lee, sem tekur við stjórnartaumum í Hong Kong 1. júlí, hélt til Beijing höfuðborgar Kína í morgun. Þar verður hann opinberlega settur inn í embættið og þiggur blessun helstu leiðtoga alþýðulýðveldisins.
28.05.2022 - 05:40
Fylgi við Lula eykst enn á kostnað Bolsonaros
Enn aukast vinsældir brasilíska forsetaframbjóðandans Luiz Inacio Lula da Silva á kostnað Jair Bolsonaro núverandi forseta. Könnun sem fyrirtækið Datafolha birti í gær sýnir að 48 af hundraði kjósenda kváðust reiðubúin að kjósa Lula meðan 27 prósent sögðust ætla að greiða Bolsonaro atkvæði sitt.
Evrópusambandið undirbýr viðbrögð við apabólunni
Evrópusambandið hefur hafið undirbúning að kaupum á bóluefnum og lyfjum gegn apabólu. Fulltrúi framkvæmdastjórnar sambandsins greindi fréttaritara AFP-fréttaveitunnar frá þeirri fyrirætlan í gær.
Alan White trommari Yes er látinn
Enski trommuleikarinn Alan White, sem gerði garðinn frægan með hljómsveitinni Yes, er látinn. Hann andaðist á heimili sínu í Bandaríkjunum eftir skammvinn veikindi sjötíu og tveggja ára að aldri.
Forsetahjón sektuð fyrir brot á útgöngubanni
Forsetahjónin í Argentínu, þau Alberto Fernandez og Fabiola Yanez, greiddu í gær þriggja milljóna peseta sekt fyrir að rjúfa útgöngubann með því að halda afmælisboð á heimili sínu.
Aftökum fjölgaði frá 2020 til 2021
Aftökum í löndum heims fjölgaði á síðasta ári um tuttugu prósent frá árinu áður. Þrátt fyrir það hafa skráðar aftökur ekki verið færri en þessi tvö ár frá árinu 2010. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu mannréttindasamtakanna Amnesty International.
Segjast hafa náð tökum á útbreiðslu COVID-19
Stjórnvöld í Norður-Kóreu staðhæfa að tekist hafi að koma böndum á útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. Nýjum smitum sé þegar tekið að fækka. Undanfarinn sólarhring greindust ríflega 134 þúsund ný tilfelli af COVID-19 í Norður-Kóreu.
24.05.2022 - 01:55
Tilskipun sem stöðvar för hælisleitenda áfram í gildi
Alríkisdómari í Bandaríkjunum úrskurðaði í dag að tveggja ára gömul tilskipun skyldi halda gildi sínu en með henni má stöðva för allra sem ekki hafa vegabréfsáritun yfir landamærin frá Mexíkó. Tilskipunin átti að renna sitt skeið á mánudag.
Níu á Landspítala með COVID-19
Þeim sem liggja á spítala með Covid-19 hefur aftur fjölgað, eru níu en voru tveir í byrjun maímánaðar. Þegar hámarki faraldursins var náð, voru alls 88 á spítala með sjúkdóminn.
Vilja tryggja aðgengi almennings að reiðufé
Bresk stjórnvöld heita almenningi því að reiðufé verði áfram aðgengilegt þrátt fyrir að stafrænar lausnir hafi orðið til þess að bankaútibúum er lokað í æ ríkari mæli.
Guterres hvetur Rússa til að opna hafnir Úkraínu
Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna varar við hættu á að hungur kunni að steðja að stórum hluta mannkyns verði ekki þegar brugðist við. Hann hvetur Rússa til að heimila kornflutning frá Úkraínu.
Myndskeið
Segir tímapunktinn réttan og skýtur létt á „kóvita“
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að nú sé rétti tímapunkturinn fyrir hann að hætta. Hann verði sjötugur á næsta ári og Ísland sé á góðum stað í kórónuveirufaraldrinum. Hann sló á létta strengi í samtali við fréttastofu í hádeginu og hafði litlar áhyggjur af því hver tæki við af honum. „Það eru margir sjálfskipaðir faraldsfræðingar og smitsjúkdómasérfræðingar í þessu landi þannig að ég held að þetta ætti að vera tækifæri fyrir mjög marga sem telja sig hafa hlutverki að gegna í þessu.“
12.05.2022 - 12:06
Sótt að Starmer eftir bjórdrykkju í COVID
Liðsmenn Íhaldsflokksins saka Keir Starmer, leiðtoga Verkamannaflokksins, um hræsni eftir að lögreglan í Durham hóf að nýju rannsókn á kvöldverði þegar strangar samkomutakmarkanir voru við lýði í kórónuveirufaraldrinum. Stuðningsmenn Starmers segja mál hans allt öðruvísi en rað-veisluhöld forsætisráðherrans.
Bjartsýnistónn í voldugum evrópskum flugrekendum
Heldur rofaði til í rekstri fransk-hollenska flugfélagsins AirFrance-KLM á fyrsta fjórðungi ársins. Enn er tap af rekstrinum en aðeins þriðjungur af því sem var fyrir ári. Sama er uppi á teningnum hjá hinu þýska Lufthansa.
Búist við að Englandsbanki hækki vexti á kjördag
Búist er við að Englandsbanki tilkynni stýrivaxtahækkun í dag. Það yrði þá fjórða vaxtahækkunin sem ætlað er að hemja sívaxandi verðbólgu sem hefur þegar sett strik í fjárhagsreikning breskra heimila. Bretar ganga sömuleiðis að kjörborðinu í dag.
Stýrivaxtahækkun í Brasilíu
Seðlabanki Brasilíu hækkaði stýrivexti í dag, tíunda skiptið í röð. Tilgangurinn með hækkununum er að halda aftur af ört vaxandi verðbólgu í landinu. Peningastefnunefnd bankans ákvað að hækka vextina um eitt prósentustig og nema því stýrivextir 12,75%.
Banna kanadískum vélhjólamönnum mótmæli við þinghúsið
Kanadískum vélhjólamönnum í mótmælahug verður bannað að safnast saman við þinghúsið í höfuðborginni Ottawa. Flutningabílstjórar og stuðningsmenn þeirra stóðu fyrir langvinnum mótmælum fyrr á árinu og stjórnvöld óttast að sagan endurtaki sig.
Bjartsýni gætir um flugrekstur í Færeyjum
Nokkur batamerki er að sjá á rekstri færeyska flugfélagsins Atlantic Airways og alþjóðaflugvallarins í Vogum eftir nokkur erfið ár. Halli á rekstri flugfélagsins minnkaði mjög milli áranna 2020 og 2021.
750 milljónum varið í viðbrögð vegna afleiðinga COVID
Ríkisstjórnin ákvað á síðasta fundi sínum fyrir páska að verja 750 milljónum króna til sértækra aðgerða svo mæta megi félags- og heilsufarslegum afleiðingum kórónuveirufaraldursins. Ætlunin er að ráðast í níu verkefni af því tagi í ár.
Skortur á lyfjum og lækningatækjum á Sri Lanka
Læknar á Sri Lanka segja að lífsnauðsynleg lyf ófáanleg í landinu og vara við að yfirstandandi efnahagskreppa geti kostað fleiri mannslíf en kórónuveirufaraldurinn.
11.04.2022 - 03:00
Þingkosningar í Ástralíu boðaðar 21. maí
Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, hefur boðað til sambandsþingskosninga 21. maí næstkomandi. Hann hefur setið að völdum í þrjú ár sem einkennst hafa af glímunni við kórónuveirufaraldurinn, mannskæð flóð og gróðurelda.
Neyðarástand í Perú vegna stöðu ferðaþjónustunnar
Stjórnvöld í Suður-Ameríkuríkinu Perú lýstu í dag yfir neyðarástandi vegna mjög bágborins ástands ferðaþjónustunnar í landinu. Ráðherra ferðamála vinnur að leiðum til að leysa vandann.
Leyfa milljón pílagríma til Mekka þetta árið
Stjórnvöld í Sádí Arabíu hyggjast leyfa milljón gestum að heimsækja Mekka á hadsjí, árlegri pílagrímshátið múslima. Pílagrímsferð til Mekka er einn af fimm meginstólpum Íslamstrúar. Hadsjí hefst 7. júlí og stendur til 12. júlí í ár.
09.04.2022 - 02:40