Færslur: Kórónuveiran

Biður fólk að hætta þessu COVID-væli
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hvetur landsmenn til að hætta öllu COVID-væli. Þrettán hundruð manns hafa dáið af völdum farsóttarinnar að meðaltali síðustu daga.
Neyðarástand framlengt í Japan
Stjórnvöld í Japan framlengdu neyðarástand vegna COVID-19 farsóttarinnar um hálfan mánuð í dag, til 21. mars. Það nær til höfuðborgarinnar Tókýó og næstu héraða.
05.03.2021 - 15:47
Páfi hélt af stað í morgun til Íraks
Frans páfi lagði í morgun af stað í þriggja daga heimsókn til Íraks sem er söguleg í ýmsum skilningi. Þetta er í fyrsta skipti sem páfi heimsækir Írak og er jafnframt fyrsta utanlandsför páfa síðan kórónuveirufaraldurinn hófst. 
05.03.2021 - 09:50
Vinna saman í baráttu við veiruna
Leiðtogar Danmerkur, Austurríkis og Ísraels sammæltust í dag um að stofna sjóð til að efla þróun og framleiðslu bóluefnis gegn COVID-19. Þau hittust í dag á fundi í Jerúsalem. Mette Frederiksen vísar á bug að með fundinum hafi hún átt þátt í að styrkja stöðu Benjamíns Netanyahus fyrir komandi þingkosningar.
04.03.2021 - 17:53
Búið að bólusetja 4 milljónir Rússa
Rúmlega tvær milljónir Rússa hafa verið bólusettar tvisvar sinnum með Sputnik V bóluefninu og tvær milljónir til viðbótar einu sinni. Vladimír Pútín upplýsti þetta þegar hann ræddi við sjálfboðaliða í Moskvu í dag.
04.03.2021 - 14:57
Sputnik til skoðunar hjá Lyfjastofnun Evrópu
Lyfjastofnun Evrópu hefur tekið til skoðunar Sputnik, rússneska bóluefnið við kórónuveirunni. Verði bóluefnið samþykkt verður það hið fyrsta sem tekið er í notkun í Evrópusambandsríkjum framleitt utan Vesturlanda. 
04.03.2021 - 11:53
Útgöngubann í Slóvakíu
Stjórnvöld í Slóvakíu lýstu í dag yfir útgöngubanni frá átta að kvöldi til fimm að morgni. Það gengur í gildi í kvöld og stendur að minnsta kosti til nítjánda mars. Jafnframt er því beint til landsmanna að halda sig sem mest heima að degi til nema til að fara til og frá vinnu, til læknis eða til að viðra heimilisdýrin. 
03.03.2021 - 16:02
Svíþjóð
Barn talið hafa smitast af COVID í móðurkviði
Barn sem fæddist í Svíþjóð í fyrra er talið hafa smitast af COVID-19 í móðurkviði. Smitið var greint þegar barnið var tveggja daga gamalt. Samkvæmt nýrri rannsókn sem hefur verið birt í vísindatímaritinu British Journal of Obstetrics & Gynecology, þá er talið útilokað að barnið hafi smitast eftir fæðingu.
03.03.2021 - 13:50
Angela Merkel vill slaka lítillega á sóttvörnum
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hyggst leggja til á morgun á fundi með leiðtogum sambandsríkjanna sextán að slakað verði á sóttvarnarreglum frá næsta mánudegi. Kannanir sýna að landsmenn eru orðnir langþreyttir á ströngum takmörkunum vegna COVID-19.
02.03.2021 - 17:40
Forseti Úkraínu bólusettur - vill sýna gott fordæmi
Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, var bólusettur í dag gegn COVID-19. Hann fékk skammtinn í Severodonetsk í austurhluta landsins, um það bil 120 kílómetra norðan við Donetsk-hérað sem aðskilnaðarsinnar ráða. Skiptar skoðanir eru um gagnsemi bóluefnisins sem heilbrigðisyfirvöld nota.
02.03.2021 - 15:58
Minni útflutningur frá Þýskalandi til Bretlands
Útflutningur á vörum frá Þýskalandi til Bretlands var þrjátíu prósentum minni í janúar en í sama mánuði í fyrra. Þetta kemur fram í nýjum tölum þýsku hagstofunnar.
02.03.2021 - 11:53
Bjó í farsóttarhúsinu fyrstu þrjá mánuði faraldursins
Eitt ár er í dag síðan farsóttarhúsið við Rauðarárstíg í Reykjavík var opnað. Þar hafa dvalið um 1.100 gestir en í dag eru þeir aðeins fimm. Fréttastofa ræddi við Gylfa Þór Þorsteinsson, forstöðumann farsóttarhúsanna í tilefni af tímamótunum. Húsið var tilbúið til notkunar 1. mars 2020 og fyrsti gesturinn kom til dvalar þann 7. mars.
Ekkert COVID-smit greint innanlands í gær
Ekkert COVID-smit greindist innanlands í gær. Eitt smit var greint á landamærunum, samkvæmt upplýsingum frá Almannavörnum. Eitt innanlandssmit var greint í fyrradag og var það fyrsta smitið síðan 20. febrúar. Nýgengi smita innanlands er 0,3 og á landamærunum er nýgengið 3,6.
28.02.2021 - 11:15
Fyrsta smitið síðan 20. febrúar
Eitt COVID-smit greindist innanlands í gær og var sá sem greindist í sóttkví. Þetta er fyrsta innanlandssmitið síðan 20. febrúar. Þann dag greindist einnig eitt smit. Einnig var greint eitt smit hjá manneskju sem var að koma til landsins í gær.
27.02.2021 - 11:17
Bólusetning með bóluefni Janssen hefst í byrjun apríl
Bóluefni belgíska lyfjafyrirtækisins Janssen fær skilyrt markaðsleyfi hjá Lyfjastofnun Evrópu þann 11. mars og bólusetning með bóluefninu hefst líklega í byrjun apríl. Þetta kemur fram á vef Bloomberg. Glæra sem forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins kynnti á leiðtogafundi í gær sýnir fram á mikla aukningu bóluefna til þeirra landa sem eiga aðild að bóluefnakaupum sambandsins. Ísland er eitt þeirra.
Danir vilja nýta sér vandræðin með AstraZeneca
Dönsk yfirvöld vilja kaupa þá skammta sem önnur lönd í Evrópusambandinu nota ekki. Bæði Þjóðverjar og Frakkar hafa lent í vandræðum með bóluefni AstraZeneca þar sem fjöldi fólks hefur neitað að láta bólusetja sig með bóluefninu.
Efnahagssamdráttur í Danmörku
Þriggja komma þriggja prósenta efnahagssamdráttur var í Danmörku í fyrra. Ástæðan er COVID-19 farsóttin að því er kemur fram í tilkynningu frá hagstofu landsins. Þar er jafnframt bent á að afkoman hafi verið betri en í Bandaríkjunum, þar sem samdrátturinn varð 6,4 prósent og 3,5 prósent í Evrópusambandsríkjunum. 
26.02.2021 - 14:20
Góður gangur í bólusetningum í Bretlandi
Búið er að bólusetja 18,7 milljónir Breta gegn kórónuveirunni, að því er heilbrigðisyfirvöld greindu frá í dag. Þeim hefur fjölgað um 449 þúsund frá því í gær. Þá hafa yfir 700 þúsund verið bólusett tvisvar.
25.02.2021 - 17:49
Ingileif: Bóluefni AstraZeneca veitir mjög góða vernd
Ingileif Jónsdóttir, prófessor í ónæmisfræði við Háskóla Íslands, segir nýlega rannsókn sýna að bóluefnið frá AstraZeneca veiti mjög góða vernd gegn COVID-19. Því lengur sem beðið er með seinni sprautuna því meiri verður verndin eða 81,3 prósent. 12 vikur líða milli fyrri og seinni sprautunnar hér á landi. Þjóðverjar og Frakkar hafa áhyggjur af því hversu margir hafa afþakkað bóluefnið frá AstraZeneca og íhuga aðgerðir.
Nýtt veiruafbrigði veldur áhyggjum í New York
Heilbrigðisyfirvöld í New York hafa áhyggjur af enn einu afbrigði kórónuveirunnar sem breiðist hratt úr í borginni. Tveir hópar vísindamanna hafa rannsakað það. Þeir óttast að þau bóluefni sem notuð eru gegn veirunni veiti minni vörn gegn þessu nýja afbrigði en þeim sem áður eru komin fram.
Fólk afþakkar að láta bólusetja sig með AstraZeneca
Dæmi eru um að fólk hér á landi afþakki að láta bólusetja sig með bóluefni bresk/sænska lyfjafyrirtækisins AstraZeneca. Það telur aukaverkanir meiri eftir fyrri sprautuna og virkni þess minni.
Sóttvarnaraðgerðir verða hertar í Finnlandi
Stjórnvöld í Finnlandi boða hertar sóttvarnaraðgerðir í þrjár vikur frá og með 8. mars til að reyna að takmarka útbreiðslu kórónuveirusmita í landinu.
25.02.2021 - 09:48
Bóluefni Johnson & Johnson gefur góða raun
Prófanir bandarísku Matvæla- og lyfjastofnunarinnar á bóluefni Johnson & Johnson hafa leitt í ljós að það veitir góða vörn gegn COVID-19, þar á meðal afbrigðum sem kennd eru við Suður-Afríku og Brasilíu. Í gögnum sem birt voru í dag segir að í umfangsmiklum klínískum rannsóknum á lyfinu hafi komið í ljós að það hafi gefið 85,9 prósent vörn hjá sjálfboðaliðum í Bandaríkjunum, 81,7 prósent í Suður-Afríku og 87,6 prósent í Brasilíu.
ESB gagnrýnir aðgerðir sex aðildarríkja
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins gagnrýnir þær hertu sóttvarnaraðgerðir sem Þýskaland og fimm önnur aðildarríki hafa tekið upp á landamærum sínum vegna kórónuveirufaraldursins og segir þær tilefnislausar. Framkvæmdastjórnin hefur sent formlegt bréf um úrbætur og væntir svara í næstu viku.
24.02.2021 - 10:14
Gana fyrst til að fá bóluefni í gegnum Covax
Gana verður í dag fyrst ríkja til að fá skammta af bóluefni við kórónuveirunni í gegnum Covax-samstarfið, sem felur í sér að tryggja fátækum ríkjum aðgang að bóluefni óháð efnahag. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin og Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna greindu frá þessu í morgun.
24.02.2021 - 08:23