Færslur: Kórónuveiran

Loka skíðasvæðum um hátíðarnar
Skíðasvæði í bæversku Ölpunum verða að líkindum lokuð um jól og áramót. Markus Söder, forsætisráðherra Bæjaralands, greindi frá því í dag að hann áformaði að hafa lokað til að koma í veg fyrir útbreiðslu COVID-19 farsóttarinnar. Hann skoraði jafnframt á leiðtoga Evrópuríkja að fylgja fordæmi hans til að annað Ischgl endurtæki sig ekki.
24.11.2020 - 17:34
Rússneskt bóluefni með 95 prósenta virkni
Rússneska bóluefnið Sputnik V gegn kórónuveirunni virkaði vel við prófanir í 95 prósentum tilvika, að því er framleiðendur þess greindu frá í dag. Niðurstaðan byggist á gögnum sem lágu fyrir eftir að lyfið hafði verið prófað í 42 daga. Ekki er gefið upp hversu margir tóku þátt í að prófa bóluefnið.
24.11.2020 - 14:31
Áramótabrennurnar í uppnámi
Sú hefð að kveðja árið með áramótabrennu gæti verið í uppnámi. Bæjarráð Garðabæjar vísaði í morgun umsókn Stjörnunnar um áramótabrennu til bæjarstjóra. Sá fyrirvari var settur á að ólíklegt væri að leyfi yrði veitt fyrir hefðbundnum áramótabrennum vegna sóttvarnareglna sem takmarkar hversu margir mega koma saman.
Þórólfur: „Ákveðið hættutímabil framundan“
Níu greindust með kórónuveiruna í gær og voru fimm þeirra þegar í sóttkví. Nærri helmingi fleiri sýni voru tekin í gær en á sunnudag. Sóttvarnalæknir segir ákveðið hættutímabil fram undan og því ríði á að skimunarfyrirkomulagið á landamærunum standi sig.
Níu greindust með kórónuveiruna í gær
Níu greindust með kórónuveiruna í gær og fimm þeirra voru þegar í sóttkví. Sjö bíða eftir mótefnamælingu eftir skimun á landamærunum. Nærri helmingi fleiri sýni voru tekin í gær en á sunnudag. Nýgengi er nú komið niður fyrir 40 smit á hverja hundrað þúsund íbúa síðustu tvær vikur. 186 eru í einangrun með virkt smit og tæplega 250 í sóttkví.
Staðfest smit nálgast sextíu milljónir
Staðfest smit á heimsvísu frá upphafi kórónuveirufaraldursins nálgast nú sextíu milljónir, en um 1,4 milljónir manna hafa dáið úr COVID-19.
24.11.2020 - 09:17
Útgöngubann verði hluti af sóttvörnum
Heilbrigðisráðherra fær heimild til að setja á útgöngubann sé talin þörf á því vegna smithættu í samfélaginu verði frumvarp til breytinga á sóttvarnalögum samþykkt á Alþingi. Þar er einnig málsmeðferð við ákvarðanir um að setja fólk í einangrun eða sóttkví skýrð frekar.
„Bláa veiran“ á niðurleið – fylgjast vel með jólagestum
„Bláa veiran“ sem hefur verið drifkrafturinn í þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins er á hraðri niðurleið. Nýir stofnar hafa greinst og valdið nokkrum litlum hópsýkingum. Í flestum tilvikum er hægt að rekja þessa veirustofna til landamærasmits. Yfirlögregluþjónn hvetur þá Íslendinga sem búsettir eru erlendis sem vilja halda jólin heima að huga vel að tímarammanum. Vilji þeir ekki vera í sóttkví á aðfangadag verði þeir að vera komnir til landsins fyrir 18. desember.
Segir bólusetningu „lykilinn út úr faraldrinum“
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir nauðsynlegt að fram fari umræða um bóluefnin sem eru væntanleg við COVID-19 og bólusetningar. Þegar skoðaðar séu upplýsingar um bólusetningar hjá tugþúsundum manna og þær bornar saman við afleiðingar af COVID-19 þá sé áhættan „við að fá bóluefni margfallt minni en að fá COVID-19.“
Fjórði hver Svíi vill ekki bólusetningu
Fjórði hver Svíi vill ekki láta bólusetja sig við kórónuveirunni. Ástæðan er fyrst og fremst ótti við aukaverkanir, að því er kemur fram í nýrri skoðanakönnun sem gerð var fyrir fréttaþáttinn Agenda í sænska sjónvarpinu.
23.11.2020 - 09:37
Bóluefni AstraZeneca með 62-90 prósenta virkni
Bóluefni við kórónuveirunni, sem vísindamenn við Oxfordháskóla hafa unnið að í samvinnu við AstraZeneca lyfjafyrirtækið, gefur að meðaltali sjötíu prósenta virkni gegn veirunni. Bóluefnið er eitt þeirra sem Ísland fær.
Veirusmit á Indlandi yfir níu milljónir
Kórónuveirusmit eru komin yfir níu milljónir á Indlandi. Andlát af völdum veirunnar eru rúmlega 132 þúsund, samkvæmt opinberum tölum. Talið er að dauðsföllin séu mun fleiri. 
20.11.2020 - 08:31
Veitingarekstur á hverfanda hveli í Bretlandi
Útlit er fyrir að nánast þremur af hverjum fjórum veitinga- og öldurhúsum í Bretlandi verði lokað endanlega á næsta ári vegna rekstrarerfiðleika. Hörðum sóttvarnareglum stjórnvalda er kennt um ástandið.
19.11.2020 - 17:56
Verða að sýna fram á tveggja mánaða reynslu af bóluefni
Þrjú bóluefni eru í svokölluðu áfangamati hjá Lyfjastofnun Evrópu, flýtiúrræði sem hægt er að beita þegar mikið liggur við. Yfirlæknir hjá Lyfjastofnun segir að búast megi við frekari fréttum af þessum bóluefnum á næsta fundi stofnunarinnar eftir hálfan mánuð. Enginn afsláttur verður gefin af grunnvinnunni né í áfangamatinu því allir framleiðendur verða sýna fram á að þátttakendur í tilraunum þeirra hafi minnst tveggja mánaða reynslu af bóluefninu.
Skólum lokað á ný í New York
Allir ríkisskólar í New York-borg eru lokaðir frá og með deginum í dag til að draga úr útbreiðslu kórónuveirunnar. Um það bil þrjú prósent þeirra sem skimuð voru fyrir veirunni undanfarna viku reyndust vera smituð. Þar með segir Bill de Blasio borgarstjóri að grípa þurfi til örþrifaráða til að hægja á útbreiðslunni.
19.11.2020 - 13:53
„Eins og þeir sjái hlutina ekki í raunhæfu ljósi“
Alma Möller, landlæknir, segist ekki hafa kynnt sér vef hópsins Út úr kófinu sem tveir þingmenn, Sigríður Andersen og Brynjar Níelsson, standa meðal annars að. Hún mótmælti þó því sem lesið var upp fyrir hana af vef hópsins á upplýsingafundinum í dag. Þórólfur Guðnason sagðist ekki hafa kynnt sér stefnu hópsins en hefði fylgst með skoðun þessara þingmanna og væri þeim algjörlega ósammála. „Mér finnst eins og þeir sjái ekki hlutina í raunhæfu ljósi.“
Segir bóluefnin lofa góðu en ekkert fast í hendi
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir bindur vonir við að hægt verði að hefja bólusetningu á fyrri hluta næsta árs. Hann varar þó við of mikilli bjartsýni og segir að á þessari stundu sé ekkert bóluefni fast í hendi þótt niðurstöður tveggja lyfjaframleiðenda hafi lofað góðu og séu ánægjulegar. Undirbúningi embættisins verði lokið fyrir áramót „og ef það kemur mikið bóluefni gerum við þetta hratt en annars verðum að bíða lengur og forgangsraða.“
Hafa áhyggjur af að fólk gleymi sér um jólin
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að þótt kórónuveirufaraldurinn sé á niðurleið núna verði að fara hægt í sakirnar við að aflétta takmörkunum. Hann hefur áhyggjur af því að fólk gleymi sér um jólin og í aðdraganda jólanna. Alma Möller landlæknir segir að embættið hafi til athugunar að gefa út sérstakar leiðbeiningar um boð í heimahúsum og hvernig sé best að haga sóttvörnum í þeim.
Fjögur ný smit – tveir af þeim smituðu ekki sóttkví
Aðeins fjögur ný innanlandsmit greindust í gær. Tveir þeirra smituðu voru ekki í sóttkví. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á covid.is. Áfram fækkar þeim sem eru í einangrun og sóttkví. Nýgengi er nú komið niður í 50 smit á hverja hundrað þúsund íbúa sem er það minnsta í Evrópu. Fimmtíu og einn er á sjúkrahúsi, þar af fjórir á gjörgæsludeild.
Frederiksen hætti við fund hjá drottningu vegna smits
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hætti á síðustu stundu við að ganga á fund Margrétar Þórhildar Danadrottningar eftir að kórónuveirusmit kom upp í fjölskyldu forsætisráðherrans. Frederiksen ætlaði að kynna breytingar á ríkisstjórninni eftir minkahneykslið. Danskir fjölmiðlar, sem ætluðu að fylgjast með fundinum, fengu upplýsingar um þetta frá lögreglumanni sem stóð vaktina fyrir utan Amalienborgarhöll.
19.11.2020 - 10:25
Norwegian biður um greiðslustöðvun
Norska lággjaldaflugfélagið Norwegian fór í dag fram á greiðslustöðvun fyrir tvö dótturfélög á Írlandi. Fyrirtækið á í alvarlegum fjárhagserfiðleikum og fær ekki frekari aðstoð frá norska ríkinu.
18.11.2020 - 16:07
Sprautað á mótmælendur í Berlín
Lögregla í Berlín beitti vatnsþrýstibyssum í dag til að sundra hópi sem hafði safnast saman við Brandenborgarhliðið og mótmælti aðgerðum stjórnvalda gegn útbreiðslu kórónuveirunnar. Allir voru mótmælendurnir grímulausur.
Lést af völdum COVID-19 á Landspítala
Einn sjúklingur lést af völdum COVID-19 á Landspítalanum síðasta sólarhring. Þetta kemur fram á vef spítalans. Alls hafa nú 26 látist í farsóttinni, þar af 16 í þriðju bylgju faraldursins en flest þeirra má rekja til hópsýkingarinnar á Landakoti.
11 ný innanlandssmit - tveir ekki í sóttkví
11 greindust með kórónuveirusmit innanlands í gær af. 961 sýni var tekið. Tveir voru ekki í sóttkví. Nýgengi innanlands er nú komið í rúmlega 56 smit á hverja hundrað þúsund íbúa síðustu tvær vikur og er með því lægsta í Evrópu. Fjórir greindust með veiruna við skimun á landamærunum og er beðið eftir niðurstöðum úr mótefnamælingum hjá þeim öllum.
Yfir tvær milljónir greinst smitaðar í Frakklandi
Yfir tvær milljónir manna hafa nú greinst með kórónuveirusmit í Frakklandi og er það fyrst landa í Evrópu sem þar sem sá fjöldi greinist. Frakkland er í fjórða sæti ríkja yfir fjölda staðfestra smita á eftir Brasilíu, Indlandi og Bandaríkjunum.
18.11.2020 - 09:38