Færslur: Kórónuveiran

Í sóttkví þegar komið er heim til Íslands
Sýnataka á landamærum er ekki nóg fyrir þá sem búsettir eru hérlendis og verður þeim gert að fara í sóttkví eftir komuna til landsins. Heilbrigðisráðherra hefur samþykkt þessa tillögu sóttvarnalæknis. Einn smitaður ferðamaður er komin í einangrun í farsóttarhúsi. Sýnataka á Keflavíkurflugvelli stefnir í að fara yfir 2000 sýna viðmiðið í dag.
Leita aðstoðar hjá borginni meðan þeir bíða bóta
Töluvert er um að þeir sem bíða eftir að fá greiddar atvinnuleysisbætur leiti eftir fjárhagsstuðningi hjá Reykjavíkurborg. Þetta segir Dís Sigurgeirsdóttir, skrifstofustjóri og staðgengill sviðsstjóra velferðarsviðs Reykjavíkurborgar.
03.07.2020 - 17:43
Fámennt á hajj hátíðinni í Mekka í ár
Einungis eitt þúsund pílagrímar fá að vera viðstaddir á hajj hátíðinni í Mekka í ár. Yfir tvö hundruð þúsund kórónuveirusmit hafa verið greind í Sádi Arabíu. Landið hefur orðið verst úti allra við Persaflóann af völdum veirunnar.
03.07.2020 - 17:40
500 manna fjöldatakmörk framlengd til 26. júlí
Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið, að tillögu sóttvarnalæknis, að framlengja takmörkun á samkomum um þrjár vikur, þ.e. til 26. júlí. Fjöldatakmörk á samkomum miðast því áfram við 500 manns. Opnunartími spilasala og veitingastaða með vínveitingaleyfi verður einnig óbreyttur og verður áfram heimilt að hafa opið til 23.00 á kvöldin. 
Þórólfur og Víðir fá frí um helgina
Almannavarnir munu ekki boða til upplýsingafundar í dag eða á mánudag eins og áður hafði verið tilkynnt. Þess í stað færast fundirnir yfir á þriðjudaga og fimmtudaga í sumar.
Milljónir andlitsgríma með fölsuð vottorð
Interpol, efnahagsbrotadeild Evrópusambandsins (Olaf)  og lögregluyfirvöld í fjölda Evrópuríkja eru nú með til rannsóknar fjölda mál sem tengjast heilbrigðisbúnaði sem keyptur var inn vegna kórónuveirunnar með að því er virtist tilhlýðilegum vottunum, sem reyndust svo falsaðar. 
02.07.2020 - 19:24
Myndskeið
Tvær hópsýkingar líklega í gangi eftir nýju smit í dag
Smit í tveimur konum sem greindust fyrst með kórónuveirusmit viku eftir komuna til landsins hafa valdið innanlandssmitum. Þegar hefur hópsmit verið staðfest vegna konunnar sem kom fyrr til landsins. Konan, sem kom síðar til landsins hefur nú smitað fjóra og því virðist sem upp sé komin hópsýking. Níu hælisleitendur eru í sóttkví í farsóttarhúsinu.
ESB ræðir við lyfjafyrirtæki um kaup á remdesivir
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins á nú í viðræðum við lyfjafyrirtækið Gilead til að reyna að tryggja ESB-ríkjum nægilegt magn af lyfinu remdesivir, sem hjálpað hefur þeim sem sýkst hafa af kórónuveirunni að jafna sig hraðar.
02.07.2020 - 18:30
Sjötíu þúsund veirusmit greind í Svíþjóð
Greind kórónuveirusmit eru komin yfir sjötíu þúsund í Svíþjóð. Dauðsföll af völdum veirunnar nálgast fimm þúsund og fimm hundruð.
02.07.2020 - 17:37
Biðja tónleikahaldi í Bretlandi griða
Um það bil fimmtán hundruð tónlistarmenn og hljómsveitir birtu í dag áskorun til stjórnvalda í Bretlandi um að bjarga tónleikahaldi í landinu frá hruni vegna COVID-19 farsóttarinnar. Meðal þeirra sem skrifa undir eru Ed Sheeran, Paul McCartney, The Rolling Stones, Coldplay, Iron Maiden, Eric Clapton og Dua Lipa.
02.07.2020 - 13:05
Tveir starfsmenn fjármálaráðuneytis í sóttkví
Tveir starfsmenn fjármálaráðuneytis eru komnir í sóttkví. Þetta staðfestir Aldís Stefánsdóttir, mannauðsstjóri fjármálaráðuneytisins í samtali við fréttastofu. 
Samkomubann á Vesturbakkanum vegna veirunnar
Heilbrigðisráðuneyti Palestínumanna á Vesturbakkanum tilkynnti í dag um að minnsta kosti fimm sólarhringa samkomubann til að hægja á útbreiðslu kórónuveirunnar. Smitum hefur fjölgað hratt síðustu daga.
01.07.2020 - 17:53
Norðmenn undanþegnir sex nátta reglunni
Norðmenn sem leggja leið sína til Danmerkur þurfa ekki að dvelja þar í minnst sex nætur áður en þeir snúa aftur heim. Nick Hækkerup dómsmálaráðherra greindi frá þessu í dag. Þeir sem koma til Danmerkur frá þremur héruðum í suðurhluta Svíþjóðar og Slésvík-Holtsetalandi í Þýskalandi eru einnig undanþegnir þeirri reglu. Stjórnvöld settu hana til að draga úr hættunni á veirusmiti.
01.07.2020 - 17:22
Einn Rúmenanna og tveir lögreglumenn enn í einangrun
Rúmenskur karlmaður, einn þriggja sem urðu uppvísir að þjófnaði á Selfossi í síðasta mánuði er enn í einangrun. Hin tvö, karlmaður og kona, greindust með kórónuveiruna og var fólkið meðal þeirra fjórtán Rúmena sem dvöldu í einangrun og sóttkví í sóttvarnarhúsinu á Rauðarárstíg í síðasta mánuði. 
Rukkað fyrir skimanir á morgun
Opnað verður fyrir komu farþega frá völdum ríkjum utan Schengen-svæðisins á næstu dögum eftir að Evrópusambandið birti lista yfir örugg ríki. Á morgun verður byrjað að rukka fyrir skimun á landamærunum.
Óttast verulega fjölgun veirusmita í Bandaríkjunum
Anthony Fauci, sérfræðingur Bandaríkjastjórnar í smitsjúkdómum, sagði þegar hann sat fyrir svörum hjá heilbrigðis- og menntamálanefnd öldungadeildar þingsins í dag, að hann óttaðist að kórónuveiran ætti eftir að breiðast enn hraðar út um Bandaríkin en hingað til. Um þessar mundir væru yfir fjörutíu þúsund smit greind á degi hverjum. Þau gætu fljótlega orðið hundrað þúsund á dag ef þróuninni yrði ekki snúið við.
30.06.2020 - 18:19
Þrír af níu í hálfsmánaðarsóttkví
Þrír starfsmenn atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis þurfa að fara í tveggja vikna sóttkví eftir að annað smit á þremur dögum kom upp í ráðuneytinu í gær. Níu voru í úrvinnslusóttkví á meðan smitið var rakið og nú síðdegis kom í ljós að sex þeirra geta snúið aftur til vinnu en þrír fara í sóttkví. Eiginmaður menntamálaráðherra greindist með smit í gær. Hann starfar í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu á sömu hæð og starfsmaðurinn sem greindist með smit á föstudag.
Þingsalur sótthreinsaður eftir smitið í gær
Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra var á þingfundi í gær en í gær greindist eiginmaður hennar með kórónuveirusmit. Lilja reyndist ekki smituð í veiruprófi í gær. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir að þegar fregnir hafi borist af málinu í gærkvöldi hafi verið gert hlé á þingfundi. Hann hafi þá átt fund með formönnum allra þingflokka þar sem málið var rætt. Skrifstofustjóri Alþingis hafi sett sig í samband við almannavarnir. Þá hafi þingsalurinn verið sótthreinsaður.
30.06.2020 - 11:56
Myndskeið
Nýtt smit greindist síðdegis í dag
Eitt nýtt smit greindist síðdegis í dag. Nú er í skoðun hvort smitið tengist hópsýkingunni sem kom upp fyrir helgi. Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í viðtali við Boga Ágústsson í kvöldfréttum.
29.06.2020 - 19:59
Eiga að forðast mannmarga staði eftir heimkomu
Íslendingar sem koma til landsins, sérstaklega þeir sem koma frá löndum þar sem útbreiðsla kórónuveirunnar er mikil, eiga að forðast mannmarga staði í tvær vikur, virða tveggja metra regluna, forðast viðkvæmt fólk og gæta hreinlætis og sóttvarna. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi Almannavarna. Hann biður fólk að fara að þessum tilmælum. Þá er óvíst hvenær unnt verður að slaka á 500 manna samkomubanni og rýmka opnunartíma skemmtistaða og kráa.
29.06.2020 - 14:35
Myndskeið
Nýtt smit með sömu tenginguna - samtals fjögur smit
Fjórir með sömu tengingu hafa nú greinst með kórónuveirusmit. Það fjórða greindist í dag. Það tengist Fylki en fyrir eru tveir knattspyrnumenn smitaðir í Breiðabliki og Stjörnunni.Tæplega fjögur hundruð manns eru í sóttkví þeirra á meðal hópar á vinnustöðum, í íþróttum og í unglingavinnunni. Aukamannskapur var kallaður í smitrakningateymið sem vinnur nú fram á nótt. 
28.06.2020 - 18:40
Um 300 Danir strandaglópar vegna kórónuveirunnar
Um 300 Danir eru enn strandaglópar víða um heim vegna kórónuveirufaraldursins og gengur erfiðlega að komast aftur heim til Danmerkur.
28.06.2020 - 17:55
Ekkert smit hjá níu í sóttkví á Austurlandi
Enginn af þeim níu sem voru send í sóttkví á Austurlandi á föstudag hefur greinst með kórónuveirusmit, en sýni úr þeim voru send til greiningar í gær.
28.06.2020 - 17:23
Innanlandssýni neikvæð en 2 ný smit við landamæraskimun
Ekkert nýtt kórónuveirusmit greindist í þeim 180 innanlandssýnum sem tekin voru í gær. Tvö jákvæð sýni greindust við landamæraskimun þar sem 1.022 voru skimaðir.
„Íslendingar eru svo miklir reddarar“
Jón Þór Ólafsson, formaður stjórnskipunar og eftirlitsnefndar, er sáttur við hvernig íslensk yfirvöld brugðist við vanda þeirra kjósenda sem urðu að fara í sóttkví vegna mögulegs hópsmits. Hann hafði boðað fund í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á mánudag vegna málsins.