Færslur: Kórónuveiran

Tveggja mánaða útgöngubanni aflétt í Shanghai
Íbúar Shanghai, stærstu borgar Kína, 25 milljónir talsins, fá frá og með deginum í dag að fara að mestu leyti frjálsir ferða sinna eftir útgöngubann af völdum COVID-19 síðastliðna tvo mánuði. Nokkur hundruð þúsund eru þó enn heima í sóttkví.
31.05.2022 - 17:29
Færeyingar lítt smeykir við apabólu
Færeyingar búa sig undir að apabóluveiran skjóti sér niður á eyjunum. Prófessor í lýðheilsufræðum segir ólíklegt að faraldur sé í uppsiglingu. Hann hvetur landsmenn til rósemi.
24.05.2022 - 03:20
Ardern heldur til fundar við bandaríska ráðamenn
Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja Sjálands, er á leið til Bandaríkjanna þar sem hún hyggst einkum ræða viðskipti og málefni ferðaþjónustu við nokkra öldungadeildarþingmenn. Ardern kveðst jafnframt umhugað um að sjónum verði beint að öryggismálum á Kyrrahafi.
Moderna vill bólusetja yngsta aldurshópinn
Bandaríska líftæknifyrirtækið Moderna sótti í dag um neyðarleyfi fyrir því að bóluefni fyrirtækisins gegn COVID-19 verði gefið börnum frá sex mánaða aldri upp að sex ára. Fyrirtækið tilkynnti í síðasta mánuði að tilraunir til að bólusetja þennan aldurshóp tvisvar hefði gefið góða raun og veitt sterka vörn gegn kórónuveirunni.
Telja of snemmt að bjóða öllum upp á fjórða skammtinn
Mat lyfjastofnunar Evrópu (EMA) og Sóttvarnarstofnunar Evrópu (ECDC) er að gefa megi einstaklingum 80 ára og eldri fjórða skammtinn af bóluefnum Pfizer og Moderna.
Allri Shanghai lokað vegna kórónuveirunnar
Yfirvöld í Shanghai, fjölmennustu borg Kína, hafa skipað íbúunum að halda sig heima um sinn í þeirri von að hægt verði að stöðva útbreiðslu kórónuveirunnar. Kínversk stjórnvöld beita enn hörðum sóttvarnaaðgerðum þótt slakað hafi verið á þeim víða annars staðar að undanförnu.
05.04.2022 - 17:41
Of snemmt að lýsa yfir endalokum faraldursins
Sóttvarnarlæknir segir von á bóluefni á næstu vikum við Omikron-veirunni. Hann segir að staðan hér á landi sé góð en of snemmt að lýsa því yfir að faraldurinn sé búinn. Hann hvetur þá sem enn eru óbólusettur að láta bólusetja sig.
Yfir 100 andlát tengd kórónuveirufaraldrinum
101 andlát tengt kórónuveirufaraldrinum hefur nú verið tilkynnt til Landlæknisembættisins. Þetta kemur fram á vefnum covid.is. Mjög hefur dregið úr smitum og í dag liggja 48 sjúklingar á Landspítalanum með COVID - 19. Tveir sjúklingar eru á gjörgæsludeild og er annar þeirra í öndunarvél. Nærri helmingur íbúa á Íslandi hefur nú greinst með staðfest smit.
Fleiri dauðsföll en dánarhlutfallið mun lægra
Þótt dauðsföll tengd COVID-19 séu fleiri á undanförnum vikum en í fyrri bylgjum er dánarhlutfall þeirra sem greinast með sýkinguna lægra en fyrstu þremur bylgjunum. Í þeim létust um 0,5 prósent af þeim sem greindust með smit en eftir að delta-afbrigðið varð allsráðandi sumarið 2021 og síðan omíkron frá desember hefur dánarhlutfallið verið 10 til 15 sinnum lægra eða um 0,03 til 0,04 prósent. Sóttvarnalæknir segir að vafalaust megi þakka útbreiddum bólusetningum að stórum hluta þessa lækkun.
Tæplega helmingur lagðist ekki inn vegna COVID-19
Tæplega helmingur þeirra sjúklinga Landspítalans sem eru með COVID-19 lögðust ekki inn vegna veirusýkingarinnar. Þetta kemur fram í nýjum tölum á vef spítalans. 31 sjúklingur liggur á spítalanum vegna COVID-19 og hjá 10 sjúklingum er ekki vitað hvort innlögnin tengist beint kórónuveirunni. 77 andlát eru nú tengd kórónuveirufaraldrinum en karlmaður á níræðisaldri lést á legudeild í gær. Svipaður fjöldi greindist með COVID-19 í gær og síðustu daga.
Willum hvetur fólk til að sýna ábyrgð vegna covid
Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, hvetur fólk til að leggja sitt af mörkum til að vernda viðkvæma hópa og verja heilbrigðiskerfið fyrir miklu álagi. Það sé undir miklu álagi þar sem fjöldi smita greinist dag hvern. „Við þurfum öll að sýna ábyrgð með hegðun okkar þar til bylgja faraldursins gengur yfir.“
Rúmir 4 milljarðar í rekstur og leigu sóttvarnahótela
Heildarkostnaður íslenska ríkisins við leigu og rekstur sóttvarnahótela frá því að kórónuveirufaraldurinn hófst nemur rúmum 4 milljörðum. Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Njáls Trausta Friðbertssonar. Dýrust var nóttin hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands eða 16 þúsund krónur en ódýrust hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, tæpar 5 þúsund krónur.
Sjúklingar með COVID-19 á 15 deildum Landspítalans
Sjúklingar með COVID-19 smit eru nú á fimmtán deildum Landspítalans og 252 starfsmenn eru í einangrun. Þetta kemur fram í orðsendingu frá farsóttanefnd spítalans.
Lektor við HÍ viðrar efasemdir sínar um afléttingarnar
Karlmaður á níræðisaldri með COVID-19 lést á Landspítalanum síðasta sólarhringinn. Þetta er 69. andlátið hér á landi sem tengist faraldrinum. 51 sjúklingur liggur á Landspítala með COVID-19, fjórir eru á gjörgæslu og eru þrír þeirra í öndunarvél. Lektor í faraldursfræðum við Háskóla Íslands telur íslensk stjórnvöld hafa fallið í gildru þess að hugsa aðeins um meðalmanneskjuna þegar þau afléttu öllum sóttvarnaaðgerðum.
Rúmlega 130 þúsund greinst með COVID-19 hér á landi
Rúmlega 130 þúsund hafa greinst með COVID-19 hér á landi, tveimur árum eftir að fyrsta smitið greindist. Tæplega 15 þúsund hafa greinst með smit síðustu fimm daga eða 4 prósent þjóðarinnar. Nýgengi innanlandssmita er nú 10 þúsund á hverja hundrað þúsund íbúa síðustu tvær vikur. 63 liggja á sjúkrahúsi með COVID-19, þar af eru 3 á gjörgæslu. Miðað við staðfest smit og mótefnamælingar færist markmiðið um „samfélagslegt ónæmi“ sífellt nær.
Skoða að færa spítalann á neyðarstig - metfjöldi smita
Farsóttanefnd skoðar nú að færa Landspítalann aftur á neyðarstig. 42 sjúklingar með COVID eru á spítalanum, einn á gjörgæslu. 372 starfsmenn eru í einangrun, 75 greindust í gær. Aldrei hafa jafn margir greinst með kórónuveiruna á einum degi og í gær eða um 3.400. Öllum sóttvarnaaðgerðum verður aflétt á miðnætti.
Afleiðingarnar tímabundnar þar til að gott ónæmi næst
Sóttvarnalæknir segir að með því að aflétta öllum sóttvarnatakmörkunum eigi alvarleg veikindi af völdum COVID-19 eftir að aukast hjá óbólusettum og fólki með undirliggjandi sjúkdóma. Þessar afleiðingar verði að öllum líkindum tímabundnar þar til að gott samfélagslegt ónæmi skapast. Viðbragðið á landamærunum verður að vera gott ef nýtt og hættulegt afbrigði kemur fram erlendis.
Borgarstjóri með COVID-19
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri , er með COVID-19. Hann greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni. Hann segist hafa vaknað slappur á laugardag og farið í PCR-próf. „Hef verið í einangrun og hóstað mig í gegnum helgina og fundi dagsins - þá sem ekki hefur verið hægt að fresta,“ segir Dagur í færslu sinni. Hann er síðastur af sex í fjölskyldunni sem fær veiruna en fjölskyldan hefur skipst á frá því í janúar.
21.02.2022 - 15:23
Undirafbrigði ómikron allsráðandi - raðgreiningu hætt
Omíkron-afbrigðið hefur algjörlega yfirtekið delta og hið svokallaða BA.2-undirafbrigði er allsráðandi hér á landi. Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að hætta að raðgreina öll jákvæð sýni, eins og hefur verið, og mun Íslensk erfðagreining aðeins raðgreina ákveðið úrtak til að fylgjast með hvaða afbrigði berast til landsins.
Sigurður Ingi bætist í COVID-hóp ráðherra
Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, hefur greinst með COVID-19. Hann upplýsir þetta á Facebook-síðu sinni. Forsætisráðherrra er einnig í einangrun eftir að hafa greinst með veiruna fyrir helgi.
Fjórðungur þjóðarinnar hefur greinst með COVID-19
Áfram fjölgar þeim starfsmönnum Landspítalans sem eru í einangrun með COVID-19. Í morgun voru 363 starfsmenn með staðfest smit og hafa ekki verið fleiri. Karlmaður á sextugsaldri með COVID-19 lést á gjörgæsludeild spítalans í gær. Metfjöldi smita greindist í gær og hefur nú fjórðungur þjóðarinnar fengið COVID-19. Heilsugæslan og Læknavaktin taka í dag við helstu verkefnum covid-göngudeildarinnar.
Ummæli ráðherra vógu þungt í deilu um lokunarstyrk
Yfirskattanefnd komst að þeirri niðurstöðu í byrjun mánaðarins að fyrirtæki, sem rekur kvikmyndahús, ætti rétt á lokunarstyrk frá íslenska ríkinu vegna þeirra sóttvarnatakmarkana sem voru í gildi í mars og apríl á síðasta ári. Ummæli sem þáverandi heilbrigðisráðherra lét falla á blaðamannafundi þegar reglugerðin var kynnt vógu þungt í deilunni.
Útbreidd smit helsta ógnin - ekki alvarleg veikindi
Helsta ógnin af völdum kórónuveirufaraldursins er ekki lengur mikill fjöldi alvarlegra veikra heldur útbreidd smit í samfélaginu. Það eykur fjölda smitaðra inni á heilbrigðisstofnunum með minni veikindi sem og miklum fjarvistum starfsfólks. Verði smit áfram á bilinu tvö til þrjú þúsund á dag er fyrirsjáanlegt að daglega leggist inn tveir til þrír vegna COVID-19 og fjórir til sex með staðfest smit. Sem eigi eftir að valda auknu álagi á heilbrigðisþjónustu og spítalakerfið.
Ísland gæti orðið síðast til að aflétta öllu
Íslensk yfirvöld gætu orðið þau síðustu á Norðurlöndum til að aflétta öllum sóttvarnaaðgerðum. Sænsk stjórnvöld hafa boðað til blaðamannafundar á morgun þar sem búist er við að tilkynnt verði um miklar afléttingar. Norðmenn afléttu nánast öllu hjá sér í gær og ætla stíga skrefið til fulls um miðjan mánuðinn. Danir hafa þegar aflétt öllu. Finnar stefna á að aflétta öllu í byrjun næsta mánaðar og taka stór skref í átt til venjulegs lífs síðar í þessum mánuði.
Brynhildur hoppandi kát eftir að metrinn fór
Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, hefur í samráði við sóttvarnalækni ákveðið að falla frá kröfu um eins metra nálægðarmörk á sitjandi viðburðum. Reglugerð þess efnis hefur verið send Stjórnartíðindum og tekur gildi á morgun. Borgarleikhússtjóri er hoppandi kátur yfir þessari ákvörðun. „Þetta er algjörlega stórkoslegt.“