Færslur: Kórónuveiran

Delta-afbrigðið jafn smitandi og hlaupabóla
Delta-afbrigði kórónuveirunnar er jafn smitandi og hlaupabóla og meira smitandi en ebóla, kvef og bólusótt. Þetta kemur fram í minnisblaði sóttvarnarstofnunar Bandaríkjanna sem New York Times hefur undir höndum.
Sextugir og eldri fá þriðju sprautuna í Ísrael
Bólusetningarátak hófst í Ísrael í dag þegar forseti landsins og eiginkona hans fengu þriðju sprautuna gegn kórónuveirunni. Hún stendur öllum landsmönnum til boða sem orðnir eru sextíu ára og eldri. Smitum hefur farið fjölgandi í Ísrael að undanförnu.
Mjanmar leitar eftir erlendri aðstoð
Yfirmaður herstjórnarinnar í Mjanmar biður erlendar þjóðir um hjálp til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. Heilbrigðiskrefinu hefur hrakað mjög frá því að herinn rændi völdum í vetur.
29.07.2021 - 17:29
Útgöngubann framlengt í Katalóníu
Útgöngubann að nóttu til var framlengt öðru sinni í Katalóníu í dag. Því var komið á um miðjan júlí til að draga úr örri fjölgun kórónuveirusmita í héraðinu. 
29.07.2021 - 16:21
Býst við svipuðum tölum smita á morgun
Metfjöldi kórónuveirusmita á einum degi frá upphafi faraldursins greindist innanlands í gær og tók fram á miðjan dag í dag að greina sýnin vegna bilunar í tölvukerfi. Yf­ir­lækn­ir á sýkla- og veiru­fræðideild Land­spít­al­ans segist búast við að svipaðar tölur yfir smit verði kynntar á morgun.
27.07.2021 - 19:55
Smitum og dauðsföllum fjölgar hratt í Indónesíu
Yfir tvö þúsund létust af völdum COVID-19 í Indónesíu síðastliðinn sólarhring. Ástandið hefur ekki verið verra frá því að heimsfaraldurinn braust út í fyrra. 
27.07.2021 - 15:49
COVID-mótmæli í Slóvakíu
Óeirðalögreglumenn í Bratislava, höfuðborg Slóvakíu, beittu táragasi gegn mótmælendum sem söfnuðust saman við þinghús landsins og komu í veg fyrir að fólk kæmist þar út eða inn. Mótmælt var frumvarpi til laga sem á að heimila bólusettu fólki aðgang að almennum samkomum, sem verða lokaðar hinum óbólusettu.
Helmingur fullorðinna íbúa ESB ríkjanna bólusettur
Tvö hundruð milljónir fullorðinna íbúa í Evrópusambandsríkjum eru fullbólusettar gegn kórónuveirunni, það er rúmlega helmingur íbúanna. Hröð útbreiðsla delta-afbrigðis veirunnar veldur þó áhyggjum.
Hefja framleiðslu bóluefnis í Suður-Afríku
Líftækni- og lyfjafyrirtækin BioNTech og Pfizer hafa náð samningum við suðurafríska fyrirtækið Biovac um að hefja framleiðslu á bóluefni gegn kórónuveirunni í Suður-Afríku. Í yfirlýsingu frá fyrirtækjunum segir að Biovac sjái um síðasta stig framleiðsluferils efnanna, sem kallast að fylla og ljúka.
Telja vörn bóluefna minni en ætlað var
Heilbrigðisyfirvöld í Ísrael vara við að vörn bóluefna gegn delta-afbrigði kórónuveirunnar sé minni en talið var. Smitum fer fjölgandi í landinu þrátt fyrir að meirihluti þjóðarinnar sé bólusettur.
Öldruð kona lögð inn á Landspítala með COVID-veikindi
Öldruð kona var lögð inn á Landspítalann í gær með COVID-tengd veikindi. Runólfur Pálsson, yfirmaður COVID-göngudeildarinnar, segir innlögnina tengjast slappleika og vökvaskorti og konan sé ekki mikið veik. Þetta sé þó eitthvað sem sé viðbúið að geti gerst. Hann segir að af þeim 110 sem nú eru í einangrun séu sárafáir að glíma við einhver alvarleg einkenni.
Nýr heilbrigðisráðherra Breta með COVID-19
Sajid Javid, heilbrigðisráðherra Bretlands, hefur greinst með COVID-19. Hann greinir frá þessu á Twitter. Hann segist vera með væg einkenni og þakkar það því að hann sé fullbólusettur. Hann hvetur alla til að drífa sig í bólusetningu.
Tekist á um upplýsingaóreiðu í „faraldri óbólusettra“
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segir fólk hafa látist vegna upplýsingaóreiðu um COVID-19 og bóluefni á samfélagsmiðlum. Þeir þurfi að girða sig í brók og fjarlægja slíkt. Facebook vísar gagnrýni forsetans á bug og telur sig hafa bjargað mannslífum með því að halda staðreyndum á lofti.
Segja opnun Englands „ógn við umheiminn“
Vísindamenn segja að ef yfirvöld á Bretlandi standi við þau fyrirheit að afnema allar sóttvarnaaðgerðir á mánudag sé slíkt „ógn við umheiminn“. Tilraunin sé „siðferðislega röng“ og geti orðið til þess að ný afbrigði, ónæm fyrir bóluefnum, dreifist um heimsbyggðina. Nærri 52 þúsund ný smit greindust á Bretlandi síðasta sólarhringinn og landlæknir Englands óttast að álagið á heilbrigðiskerfið næstu vikur geti orðið „hættulegt“.
Tvo skammta þarf til að verjast delta-afbrigðinu
Lyfjastofnun og sóttvarnastofnun Evrópu hvetja lönd til að hraða bólusetningum eins og kostur er til að koma í veg fyrir smit og að kórónuveiran þróist áfram í enn önnur afbrigði. Delta-afbrigðið er talið 40 til 60 prósent meira smitandi en alpha-afbrigðið sem greindist fyrst Í Bretlandi. Sóttvarnastofnun Evrópu reiknar með að 90 prósent allra smita í Evrópu verði af delta-afbrigðinu fyrir lok ágúst.
Varað við enn skæðari afbrigðum Covid-19
Neyðarnefnd Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) varaði við því í dag að ný og enn skæðari afbrigði af Covid-19 gætu mögulega tekið að dreifast um heiminn og það gæti gert enn erfiðara að hefta heimsfaraldurinn.
Stór hluti Danmerkur orðinn appelsínugulur
Sóttvarnamiðstöð Evrópu, ECDC, færði í dag nokkra landshluta í Danmörku úr grænum flokki í appelsínugulan með tilliti til fjölgunar kórónuveirusmita undanfarinn hálfan mánuð. Mið- og Norður-Jótland verða appelsínugul og sömuleiðis Sjáland. Kaupmannahöfn færist úr gulu í rautt.
15.07.2021 - 14:57
Viðsjárverð staða en leggur ekki til hertar aðgerðir
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir Íslands, segir að með aukningu síðustu daga í Covid-19 smitum sé nýr kafli hafinn í baráttunni gegn kórónuveirunni. Hann hyggst þó ekki skila heilbrigðisráðherra tillögum að hertum ráðstöfunum að svo stöddu.
Bólusetningaráhugi vex í Frakklandi
Umsóknum um að komast í bólusetningu gegn kórónuveirunni hefur fjölgað til muna eftir að Macron forseti tilkynnti um hertar ráðstafanir vegna fjölgunar smita. Á næstunni kemst fólk ekki á kaffihús, í líkamsrækt eða bíó nema það geti sannað að það sé með mótefni gegn veirunni.
Boða til upplýsingafundar á ný vegna fjölgunar smita
Í ljósi COVID-19 smita nú í vikunni má segja að blikur séu á lofti í baráttunni gegn kórónuveirunni. Hafa almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis því ákveðið að boða til upplýsingafundar á morgun klukkan 11:00, fimmtudaginn 15. júlí.
Skipuleggja hvernig skila eigi bóluefnaskömmtum
Verið er að skipuleggja hvernig eigi að skila Norðmönnum og Svíum því bóluefni sem Íslendingar fengu að láni. Noregur lánaði Íslandi 16 þúsund skammta af bóluefni AstraZeneca og Svíar 24 þúsund skammta af bóluefni Janssen frá Svíþjóð. Engum bóluefnaskömmtum hefur verið skilað til þessara tveggja landa enn sem komið er.
Mynd með færslu
COVID-auglýsing í Ástralíu sögð hræðsluáróður
Auglýsing, sem sýnir konu reyna að ná andanum vegna COVID-sýkingar, hefur vakið hörð viðbrögð í Ástralíu. Yfirvöld hafa verið sökuð um hræðsluáróður og sérfræðingar óttast að hún kunni að draga úr vilja fólks til að láta bólusetja sig. Þá er gagnrýnt að auglýsingunni sé beint að ungu fólki sem geti ekki látið bólusetja sig strax.
Guillain-Barré heilkennið sjaldgæf aukaverkun Janssen
Búist er við að bandaríska lyfja-og matvælaeftirlitið, FDA, vari á næstunni við nýrri en sjaldgæfri aukaverkun eftir bólusetningu með bóluefni Janssen. Þetta herma heimildir Washington Post. Aukaverkunin nefnist Guillain Barré heilkennið og lýsir sér í tímabundinni lömun í útlimun þegar ónæmiskerfið ræðst á eigið úttaugakerfi.
Skylda heilbrigðisstarfsfólk í bólusetningu
Stjórnvöld í Grikklandi hafa skipað öllu heilbrigðisstarfsfólki að láta bólusetja sig gegn kórónuveirunni. Kyriakos Mitsotakis forsætisráðherra sagði þegar hann kynnti ákvörðunina að hún gilti einnig fyrir starfsfólk á dvalar- og hjúkrunarheimilum. Það yrði að láta bólusetja sig fyrir sextánda ágúst, ella yrði það sent í veikindaleyfi.
Danir ætla að bólusetja 12-15 ára
Dönsk stjórnvöld hyggjast bólusetja börn á aldrinum frá tólf til fimmtán ára gegn COVID-19. Ýmsir barnalæknar í Danmörku hafa lýst efasemdum um þessar fyrirætlanir. Heilbrigðisyfirvöld segjast ætla að fylgjast vel með en ekkert bendi til annars en að öruggt sé að bólusetja börn.