Færslur: Kórónuveiran

Sagði „sérstakt“ að hætta bólusetningum með Janssen
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, forðaðist að gagnrýna ákvörðun heilbrigðisyfirvalda að taka bóluefni Janssen út úr bólusetningaáætlun landsins en sagði hana „sérstaka“. Leiðtogi Íhaldsflokksins lagði til að forystumenn stjórnmálaflokkanna á danska þinginu yrðu bólusettir með bóluefninu í beinni útsendingu.
Myndskeið
„Hef ekki hugsað um neitt annað en sprautuna í dag“
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, var meðal þeirra 12 þúsund sem bólusettir voru með bóluefni Pfizer í dag. Forsætisráðherra viðurkennir að sprautur séu í engu sérstöku uppáhaldi. „Ég er búin að vera svo stressuð fyrir sprautunni í allan dag að ég hef ekkert hugsað um neitt annað en að mæta hingað. Ég er bara svona - þetta er svona svipað og að mæta til tannlæknis. En þetta var alveg gríðarlega vel gert og ég get alveg sagt þeim sem eru hræddir við sprautur að þeir hafa ekkert að óttast.“
11.05.2021 - 14:05
Forsætisráðherra bólusett með Pfizer
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, bættist í hádeginu í hóp ráðherra sem hafa fengið bóluefni við COVID-19. Hún mætti í gulum bol í Laugardalshöll og fær seinni sprautuna eftir þrjár vikur. Aðrir ráðherra sem hafa fengið bóluefni eru meðal annars Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, og Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sem bæði voru bólusett með AstraZeneca.
Eitt nýtt smit í Skagafirði - níu í einangrun
Níu er í einangrun á Sauðárkróki og nærri 400 í sóttkví. Eitt nýtt smit greindist þar í gærkvöld sem tengist starfsmanni grunnskólans. Sá var í sóttkví. Enginn af þeim sem smitast hefur í Skagafirði er mikið veikur.
Áhyggjur vaxa vegna indverska veiruafbrigðisins
Kórónuveiruafbrigðið sem hefur farið eins og eldur í sinu um Indland undanfarna mánuði virðist vera mun meira smitandi en áður var talið. Þá kunna bóluefni sem notuð eru gegn veirunni að hafa minni vörn gegn indverska afbrigðinu en öðrum.
10.05.2021 - 17:36
Gripið til hertra aðgerða í Malasíu
Sóttvarnir verða hertar í Malasíu í vikunni vegna fjölgunar COVID-19 tilfella að undanförnu. Stjórnvöld hafa lýst yfir neyðarástandi til að hægja á útbreiðslu kórónuveirunnar.
10.05.2021 - 16:00
Óttast að fólk flýti sér að fá Janssen eða AstraZeneca
Sérfræðinganefnd á vegum norsku ríkisstjórnarinnar klofnaði í afstöðu sinni til þess hvernig hægt væri að óska eftir bólusetningu með bóluefni frá Janssen eða AstraZeneca. Meirihlutinn vildi setja notkun á þessum bóluefnum ströng skilyrði og óttaðist að ungt fólk myndi flykkjast í bólusetningu til að geta ferðast í sumar. Minnihlutinn vildi leyfa fólki að njóta vafans.
Fimm smit innanlands – eitt utan sóttkvíar
Fimm smit greindust innanlands í gær og var eitt þeirra utan sóttkvíar. Eitt virkt smit greindist á landamærum og einn bíður eftir mótefnamælingu. Nýgengi innanlandssmita lækkar frá því fyrir helgi úr 28,4 í 21,5. Þá hefur þeim sem liggja inni á sjúkrahúsi með COVID-19 fækkað úr fimm í tvo.
10.05.2021 - 11:02
Noregur: Vilja sleppa Janssen og bólusetja yngra fólk
Sérfræðinganefnd á vegum norsku ríkisstjórnarinnar mælir með því að bóluefni frá Janssen og Astra-Zeneca verði ekki hluti af bólusetningaáætlun yfirvalda. Þeir sem vilji geti látið bólusetja sig með þeim. Nefndin mælir jafnframt með að fólki á aldrinum 18-25 ára verði hleypt framar í röðina. Lýðheilsustofnun Noregs, sem vill ekki nota Astra-Zeneca, leggur einnig til að Janssen-bóluefnið verði sett til hliðar.
ESB tryggir sér enn fleiri skammta frá Pfizer
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur skrifað undir samning við framleiðendur Bi­oNTech-Pfizer um kaup á 900 milljón skömmtum af bóluefni til viðbótar við þá skammta sem áður var búið að semja um.
08.05.2021 - 12:34
Myndskeið
Svandís bólusett: „Þetta er smá eins og söngleikur“
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var meðal þeirra 14.000 sem voru boðuð í bólusetningu með bóluefni AstraZeneca í Laugardalshöll í dag, á stærsta bólusetningardeginum síðan bólusetningar við kórónuveirunni hófust hér á landi í lok síðasta árs. Ráðherra lét vel af sér að lokinni bólusetningu. „Þetta var bara æðislegt - mér finnst þetta svo magnað,“ sagði Svandís.
74 þúsund skammtar væntanlegir í maí
Rúmlega 74 þúsund skammtar af þeim fjórum tegundum bóluefna sem notuð hafa verið hér á landi við COVID-19 eru væntanlegir til landsins í þessum mánuði. Mest munar um rúmlega 50 þúsund skammta af bóluefni Pfizer. Aðeins um fimm þúsund skammtar koma frá AstraZeneca en sú tala gæti hækkað þar sem ekki liggur fyrir skammtafjöldi í síðustu viku mánaðarins. Rúmlega 7.600 skammtar eru væntanlegir frá Janssen og tæplega tólf þúsund frá Moderna.
Ísland metur 148 lönd sem há-áhættusvæði
148 lönd eru nú metin sem há-áhættusvæði í nýrri reglugerð heilbrigðisráðuneytisins sem tekur gildi á föstudag. Farþegar frá 131 landi geta sótt um undanþágu frá sóttkví í sóttvarnahúsi en farþegum 17 landa er skylt að dveljast á sóttkvíarhóteli milli fyrri og seinni sýnatöku meðal annars frá meginlandi Spánar. Þeir sem framvísa vottorði um fyrri sýkingu eða bólusetningu eru áfram undanþegnir sóttkví en þurfa að fara í eina sýnatöku við komuna til landsins.
Verslanir opnaðar á ný í Ósló
Slakað verður á sóttvörnum í Ósló frá og með morgundeginum. Heimilt verður að opna verslanir og verslanamiðstöðvar að nýju og börn og unglingar fá að æfa íþróttir utan dyra.
05.05.2021 - 12:04
Slakað á sóttvörnum í Danmörku
Stjórnvöld í Danmörku ætla að slaka töluvert á reglum um sóttvarnir frá fimmtudegi. Kvikmyndahús verða opnuð að nýju, sömuleiðis líkamsræktarstöðvar og spilasalir. Mun fleiri fá að sækja menningarviðburði en áður var leyfilegt.
04.05.2021 - 17:38
Smit á Indlandi yfir 20 milljónir
COVID-19 smit á Indlandi eru orðin fleiri en tuttugu milljónir, þar af á níundu milljón síðan í marslok. Stjórnvöld eru sökuð um að leyna raunverulegum fjölda smitaðra og látinna. Þau vonast til þess að hið versta sé yfirstaðið.
04.05.2021 - 12:14
Óbreytt í viku – reiknar með alvöru breytingum næst
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hefur ákveðið að framlengja núverandi reglugerð um eina viku og verða samkomutakmarkanir því óbreyttar fram í næstu viku. Svandís reiknar með alvöru breytingum í næstu viku og vonandi viðamiklum.
Sveitarstjóri horfir á röðina í skimun út um gluggann
Á bilinu 200 til 300 íbúar á Flúðum verða skimaðir fyrir kórónuveirunni í dag, þar á meðal 55 sem fara í seinni skimun og geta losnað úr sóttkví reynist sýni neikvæð. Fjórir eru í einangrun með virkt smit, sá síðasti bættist í hópinn í gær. Sveitarstjóri Hrunamannahrepps horfir á röðina í skimun út um gluggann hjá sér.
Hróarskelduhátíðinni aflýst annað árið í röð
Hróarskelduhátíðinni hefur verið aflýst annað árið í röð vegna kórónuveirufaraldursins. Forsvarsmenn hátíðarinnar segjast miður sín að þurfa grípa til þessa úrræðis. Þetta sé ekki léttvæg ákvörðun en það sé einfaldlega ekki forsvaranlegt að halda 130 þúsund manna hátíð. Stefnt er að því að halda hátíðina á næsta ári. Þeir sem höfðu þegar keypt sér miða geta annað hvort fengið hann endurgreiddan eða geymt hann til næsta árs.
COVID-19 smit um 20 milljónir á Indlandi
COVID-19 smit á Indlandi nálgast tuttugu milljónir. Stjórnvöld eru gagnrýnd fyrir að bregðast ekki nógu vel við ástandinu. 
03.05.2021 - 16:29
Danir ætla ekki að nota bóluefnið frá Janssen
Heilbrigðisráðherra Danmerkur upplýsti þingmenn á fundi í heilbrigðisráðuneytinu í morgun að bóluefnið frá Janssen yrði ekki notað. Þetta fullyrða bæði TV2 og Jyllands-Posten. Samtals 6.500 skammtar fara í dreifingu hér á landi í þessari viku.
Myndskeið
Tíðin batnar í ferðaþjónustu
130 farþegar komu hingað frá Bandaríkjunum með fyrsta áætlunarflugi flugfélagsins Delta í morgun. Hjólin eru aðeins farin að snúast, segir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Forstjóri Icelandair segir mjög jákvætt að líf sé að færast í markaðinn, sérstaklega frá Bandaríkjunum. 
Ítalía: Bólusettu hálfa milljón á einum degi
Ítölum tókst í fyrsta skipti í gær að ná því markmiði að bólusetja hálfa milljón landsmanna gegn kórónuveirunni á einum degi. Mikið liggur á að ljúka verkinu þar sem Ítalía hefur farið sérlega illa út úr heimsfaraldrinum efnahagslega.
30.04.2021 - 16:02
Fékk ekki viðunandi leiðbeiningar vegna heimsóknarbanns
Settur umboðsmaður Alþingis telur að stjórnvöld hafi ekki veitt hjónum viðunandi leiðbeiningar þegar hjúkrunarheimili synjaði eiginmanninum að heimsækja eiginkonu sína á hjúkrunarheimili hennar í kórónuveirufaraldrinum. Hjónin voru ekki upplýst um að þau gætu kært ákvörðunina til heilbrigðisráðuneytisins.
Um sjötíu minnisblöð og nærri sextíu reglugerðir
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sendir heilbrigðisráðherra minnisblað um helgina með tillögum um sóttvarnaaðgerðir. Minnisblöðin frá honum til ráðherra í tengslum við COVID-19 eru orðin um 70. Þegar ný reglugerð um samkomutakmarkanir innanlands verður kynnt í næstu viku verður hún sú 59. sem tekur gildi.