Færslur: Kórónuveiran

Fleiri látið lífið úr COVID-19 en búa á Íslandi
Fleiri hafa nú látist af völdum COVID-19 á heimsvísu en búa á Íslandi. Í heiminum öllum hafa 369.529 fallið í valinn af  völdum kórónuveirunnar. Samkvæmt nýjustu íbúafjöldatölum á vef Hagstofunnar voru landsmenn 364 þúsund í ársbyrjun.
31.05.2020 - 13:38
Þjóðverji greindist í Kína með smit án einkenna
Þýskur verkfræðingur á fertugsaldri sem kom með fyrstu farþegaflugvélinni til Kína frá Evrópu eftir langt hlé vegna heimsfaraldursins, greindist smitaður af COVID-19 við komuna til Tianjin, borgar í norðausturhluta Kína.
31.05.2020 - 11:07
Búa sig undir að létta á samkomubanni
Englendingar búa sig nú undir að létta á samkomubanni sem hefur verið í gildi í tíu vikur. Á morgun stendur til að opna skóla á ný og leyfa allt að sex að koma saman á einum stað. Skólastjórnendur hafa farið fram á að stjórnvöld hætti við þau áform að öll grunnskólabörn snúi aftur í skóla fyrir sumarfrí.
31.05.2020 - 10:17
Heimamenn kaupa Norðanfisk á Akranesi
Sigurjón Gísli Jónsson, framkvæmdastjóri Norðanfisks fer fyrir hópi fjárfesta frá Akranesi sem nú hefur undirritað kaupsamning við Brim um kaup á öllu hlutafé fyrirtækisins. Hann gerir ráð fyrir að gengið verði frá kaupunum fyrir lok júní.
30.05.2020 - 16:04
Yfir sex milljónir hafa smitast af COVID-19
Fjöldi staðfestra kórónuveirusmita í heiminum er nú orðinn meiri en sex milljónir. Þar af eru virk smit nú rétt rúmar þrjár milljónir í heiminum og er mikill meirihluti fólksins með væg einkenni.
30.05.2020 - 10:49
Telja ekki tímabært að aflétta samkomubanni í Bretlandi
Ráðgjafar breskra stjórnvalda leggjast gegn því að aflétta samkomubanni í landinu en fyrirhugað er að það taki enda eftir helgi. Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir sérfræðingum að það sé pólitísk ákvörðun að aflétta aðgerðum.
30.05.2020 - 10:42
Myndskeið
3 sektaðir fyrir brot í samkomubanni
Tvö fyrirtæki og einn einstaklingur hafa verið sektuð fyrir brot í samkomubanni. Átján mál eru til rannsóknar. Á þriðja hundrað mál hafa verið rannsökuð en reyndust ekki vera brot. Yfirlögregluþjónn fagnar því hversu fá brotin hafi verið og þakkar það samstöðu fólks.
29.05.2020 - 21:15
Trump tekur Kína til bæna - slítur á samskiptin við WHO
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fór hörðum orðum um Kína og kínversk stjórnvöld á blaðamannafundi nú síðdegis. Kínverskir háskólanemar sem teljast ógn við þjóðaröryggi fá ekki að koma til landsins og sérstökum viðskiptasamningi við Hong Kong verður slitið. Hann sagði Kínverja ábyrga fyrir kórónuveirufaraldrinum og tilkynnti að ríkisstjórn hans hefði slitið á öll tengsl við Alþjóðaheilbrigðisstofnunina þar sem Kínverjar hefðu á henni tangarhald.
29.05.2020 - 19:13
Eina virka smitið greindist fyrir 17 dögum
Eina virka COVID-19 smitið hér á landi er frá 12. maí. Viðkomandi er á aldrinum 13 til 17 ára og var í sóttkví þegar hann greindist með kórónuveiruna.. Enginn hefur því greinst með virkt smit síðustu 17 daga. Meðgöngutími kórónuveirunnar hefur verið sagður allt að 14 dagar.
29.05.2020 - 17:56
Mun fleiri létust í Moskvu en skýrt var frá
Heilbrigðisyfirvöld í Moskvu upplýstu í dag að meira en tvöfalt fleiri hefðu dáið af völdum COVID-19 farsóttarinnar í borginni í apríl en áður hafði verið greint frá. Til stendur að aflétta útgöngubanni borgarbúa frá næsta mánudegi.
29.05.2020 - 17:44
Landspítalinn starfar á óvissustigi í sumar
Landspítali starfar á óvissustigi fram eftir sumri. Þetta kemur fram í forstjórapistli Páls Matthíassonar sem birtur er á vefsíðu Landspítalans. Þar segir jafnframt að óhætt sé að segja að Landspítalinn hafi staðiðst mikið álagspróf í glímunni við heimsfaraldurinn og þakkar forstjórinn starfsfólkinu sérstaklega.
29.05.2020 - 16:57
Svíar svekktir og finnst þeir settir út í horn
Ann Linde, utanríkisráðherra Svíþjóðar, er svekkt að landið skuli ekki vera hluti af samkomulagi Danmerkur og Noregs um ferðir milli landanna. „Við höfðum vonast eftir sameiginlegri, norræni lausn en það varð ekki. Eftir sem áður eigum við í virku samtali við ráðamenn í Danmörku, Noregi, Finnlandi og Íslandi og erum með nokkrar hugmyndir.“
29.05.2020 - 16:03
Grikkir opna fyrir flug frá 29 löndum
Flugvellirnir í Þessalóníku og Aþenu í Grikklandi verða opnaðir 15. júní fyrir ferðafólki frá 29 löndum, þar á meðal sextán ríkjum Evrópusambandsins. Danmörk, Noregur og Finnland eru á listanum, en ekki Ísland og Svíþjóð. Lönd sem hafa orðið verst úti í COVID-19 farsóttinni, svo sem Frakkland, Spánn, Bretland og Ítalía eru heldur ekki á listanum.
29.05.2020 - 14:47
Dæmalaus samdráttur einkaneyslu í Bandaríkjunum
Einkaneysla í Bandaríkjunum dróst saman um 13,6 prósent í apríl. Þetta er mesti samdráttur sem mælst hefur á einum mánuði frá árinu 1959, þegar efnahagsráðuneytið hóf að mæla hana með reglubundnum hætti. Í mars dróst einkaneyslan saman um 6,9 prósent, sem einnig var met.
29.05.2020 - 14:00
Ekkert nýtt smit og aðeins einn í einangrun
Enginn greindist með kórónuveiruna í gær. Nærri 400 sýni voru tekin hjá veirufræðideild Landspítalans og Íslenskri erfðagreiningu. Aðeins er einn í einangrun og er hann í aldurshópnum 13 til 17 ára. Þeim hefur fjölgað verulega sem eru í sóttkví, eru nú 1.111 en það má væntanlega rekja til þeirra sem hafa verið að koma til landsins.
29.05.2020 - 13:05
Íslendingar mega ekki gista í Kaupmannahöfn
Þótt landamæri Íslands og Danmerkur hafi verið opnuð verða ferðir Íslendinga til gömlu herraþjóðarinnar ekki án takmarkana. Þetta kom fram á blaðamannafundi Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, í dag. Til að mynda mega erlendir ferðamenn ekki gista í dönsku höfuðborginni en mega fara þangað í dagsferðir og snæða á veitingastöðum.
Icelandair hættir að nýta hlutabótaleið
Icelandair getur ekki nýtt hlutabótaleið stjórnvalda áfram og þess í stað mun fyrirtækið fara þess á leit við starfsfólk að það taki á sig tíu prósenta launaskerðingu.
Telur afturvirkar launahækkanir grunsamlegar
Hundrað og sextíu launagreiðendur hafa óskað eftir því við Ríkisskattstjóra að fá að hækka áður tilkynnt laun í janúar og febrúar. Ríkisendurskoðun telur að leiða megi líkum að því að meirihluti þessara breytinga byggist á hæpnum grunni og að tilgangurinn með þeim sé að ná hærri greiðslum úr ríkissjóði á meðan fólk nýtir hlutabótaúrræðið. Þetta kemur fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar um hlutabótaleiðina sem gefin var út í gær.
75 hótelum lokað tímabundið í apríl
75 hótelum var lokað í apríl tímabundið en heildarfjöldi greiddra gistinátta í mánuðinum dróst saman um 96 prósent í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hagstofu Íslands.
Búist við auknu álagi á BUGL
Biðlistar á Barna- og unglingageðdeild Landspítala, BUGL, lengdust í faraldrinum. Yfirlæknir á BUGL segist búast við aukinni þörf fyrir þjónustu deildarinnar strax í haust. Ástæða sé til að hafa áhyggjur af auknum vanda barna sem mæta stopult í skóla, dæmi séu um grunnskólanemendur sem hafi ekki mætt í skóla í tvö ár.
Hefur áhyggjur af því að fólk slaki á sóttvörnum
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist hafa áhyggjur af því að fólk slaki á í sóttvörnum nú þegar nær engin smit greinast í þjóðfélaginu. Það verði hins vegar alltaf að gæta að grundvallarsóttvörnum. Hann ræddi þetta í erindi sínu á fræðslufundi Íslenskrar erfðagreiningar í gær:
29.05.2020 - 08:32
Viðtal
Heilbrigðisráðherra segir búið að leysa úr ágreiningi
Heilbrigðisráðherra segir að leyst hafi verið úr misskilningi og ágreiningi við Íslenska erfðagreiningu vegna skimunar á Keflavíkurflugvelli og fyrirtækið virðist nú reiðubúið að taka þátt. 
28.05.2020 - 20:27
Kári þakkaði Svandísi fyrir nærveru hennar
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, bauð Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra sérstaklega velkomna á fræðslufund fyrirtækisins um veiruna þegar hann opnaði fundinn. 
28.05.2020 - 17:45
Frönsk veitinga- og kaffihús opnuð á ný
Veitingamönnum í Frakklandi verður heimilt frá næsta þriðjudegi, öðrum júní, að opna matsölustaði sína, bari og kaffihús. Þeim var lokað um miðjan mars. Almenningsgarðar verða einnig opnaðir að nýju eftir helgi.
28.05.2020 - 17:42
Atvinnulausum fjölgaði um 2 milljónir í Bandaríkjunum
Tvær milljónir og eitt hundrað og tuttugu þúsund skráðu sig atvinnulausa í Bandaríkjunum í síðustu viku. Fjöldi atvinnulausra í landinu er þar með kominn yfir fjörutíu milljónir. Annað eins hefur ekki sést síðan í kreppunni miklu á fjórða áratug síðustu aldar að sögn atvinnumálaráðuneytisins í Washington.
28.05.2020 - 15:54