Færslur: Kórónuveiran

Starfsfólk New Yorkborgar skikkað í bólusetningu
Borgaryfirvöld í New York fyrirskipuðu í dag öllum borgarstarfsmönnum sem enn hafa ekki látið bólusetja sig að fullu gegn kórónuveirunni að drífa í því fyrir næstu mánaðamót. Að öðrum kosti verði þeir sendir í launalaust leyfi.
20.10.2021 - 17:27
Rússar verða sendir í frí vegna COVID-19
Vladimír Pútín Rússlandsforseti fyrirskipaði í dag að landsmenn taki sér frí frá vinnu dagana 30. október til 7. nóvember. Þetta er gert til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar.
20.10.2021 - 14:06
Leggja til átta daga frí í Rússlandi
Rússneska stjórnin leggur til að landsmenn fái átta daga frí frá vinnu um næstu mánaðamót í þeirri von að smitum af kórónuveirunni fækki. Ástandið fer hríðversnandi og bólusetning gegn veirunni gengur mun hægar en stefnt var að.
19.10.2021 - 17:31
Taldi sér skylt samkvæmt lögum að aflétta aðgerðum
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir í minnisblaði sem hún kynnti á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun að þótt aflétting allra takmarkana í sumar hafi leitt til stærstu bylgju kórónuveirufaraldursins væri henni skylt samkvæmt sóttvarnalögum að leitast í sífellu við að aflétta gildandi sóttvarnaráðstöfunum í samræmi við þróun farladursins.
80 smit greindust í gær - helmingur utan sóttkvíar
80 greindust með kórónuveiruna í gær, þar af var tæplega helmingur utan sóttkvíar. Ekki hafa jafn mörg smit greinst á einum degi síðan í lok ágúst. Staðan á Landspítalanum er óbreytt; sjö liggja inni en enginn þeirra er á gjörgæslu.
Þorgerður vill rífa plásturinn af - Inga fylgir Þórólfi
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, vill að ríkisstjórnin taki skrefið til fulls og aflétti öllum sóttvarnatakmörkunum. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, vill fylgja ráðleggingum Þórólfs Guðnasonar og taka varfærin skref. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, telur að nýta eigi svigrúmið núna til að létta aðeins á. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir að ef ástandið á Landspítalanum væri í lagi væri hægt að aflétta öllu.
Myndskeið
Heilsupössum mótmælt á Ítalíu
Lögregla í Trieste á Ítalíu beitti táragasi og háþrýstidælum í dag til að sundra hópi hafnarverkamanna, sem mótmæla reglum um svonefnda heilsupassa. Þá þurfa allir að hafa til að mega mæta til vinnu.
18.10.2021 - 14:12
Kallar málflutning Þórólfs tilhæfulausan hræðsluáróður
Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir löngu tímabært að endurheimta takmarkalaust samfélag og eðlilegt líf og vill að öllum sóttvarnatakmörkunum verði aflétt strax. „Er ekki komið nóg af þessum tilhæfulausa hræðsluáróðri?“ Spyr Hildur á Facebook-síðu sinni.
Búa sig undir flensutíð - mikið álag í haust
Mikið álag hefur verið hjá heilsugæslunni í haust og meira um pestir en vanalega. „Það er mikið álag og mikið hringt og miklar pestar komnar. Við sjáum það bæði hjá krökkum og fullorðnum,“ segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
Bætur samþykktar í einu máli vegna bólusetningar
Sjúkratryggingar Íslands hafa samþykkt bótaskyldu í einu máli vegna líkamstjóns af völdum bólusetningar við COVID-19. Bæturnar hafa þó ekki enn verið greiddar, að því er fram kemur í skriflegu svari stofnunarinnar við fyrirspurn fréttastofu. Þrettán umsóknir um bætur hafa borist vegna covid-bólusetningar.
Óvissa vegna samblands venjulegrar flensu og COVID-19
Jenny Harries, yfirmaður bresku lýðheilsustofnunarinnar, segir margt að varast í vetur á meðan bæði kórónuveiran og árstíðabundna flensan geisar. Hætt sé við að fólk geti veikst alvarlega fái það COVID-19 og flensuna á sama tíma. Almenningur sé óvenju berskjaldaður fyrir venjulegri flensu vegna þeirra sóttvarnaaðgerða sem voru í gildi í faraldrinum.
Óbólusettur reyndi að fá sóttkví hnekkt fyrir dómstólum
Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að óbólusettur karlmaður, sem var að koma frá Svíþjóð til landsins, skuli sæta fimm daga sóttkví. Maðurinn taldi lagastoð skorta fyrir þessu úrræði og sagði ákvæði í reglugerð sóttvarnalæknis mismuna óbólusettum með ómálefnalegum og ólögmætum hætti. Því voru dómstólarnir ósammála.
Sóttvarnalæknir stöðvar notkun á bóluefni Moderna
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur ákveðið að stöðva notkun á bóluefni Moderna þar sem undanfarna daga hafa komið fram gögn frá Norðurlöndum um aukna tíðni hjartabólgu og gollurhússbólgu eftir bólusetningu með bóluefninu.
Erlendum ferðamönnum hleypt til Indlands á ný
Stjórnvöld á Indlandi ákváðu í dag að heimila erlendu ferðafólki að koma til landsins frá og með fimmtánda október. Verulega hefur dregið þar úr áhrifum COVID-19 faraldursins að undanförnu.
07.10.2021 - 17:30
55 innanlandssmit í gær - 9 á sjúkrahúsi
55 covid-smit voru greind innanlands í gær. Af þeim smituðu voru 24 fullbólusettir. 70 prósent þeirra smituðu voru í sóttkví við greiningu. 1.987 eru í sóttkví á landinu og 386 í einangrun. Níu eru á sjúkrahúsi vegna covid þar af einn á gjörgæslu. Á landamærunum greindist eitt smit við seinni skimun.
07.10.2021 - 10:58
Svandís vildi ekki framlengja aðgerðir í heilan mánuð
Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að framlengja núgildandi sóttvarnaaðgerðir um hálfan mánuð og að þá verði þær endurskoðaðar. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, vildi að aðgerðirnar giltu að minnsta kosti í heilan mánuð þar sem varhugavert væri að slaka meira á þeim aðgerðum sem nú eru í gildi.
223 í sóttkví á Húsavík og 990 á Akureyri
Covid smitum hefur fjölgað hratt á Akureyri og í nágrenni síðustu daga. 990 manns eru í sóttkví á Akureyri og 223 á Húsavík. Alls eru 78 í einangrun á Akureyri en fimm á Húsavík. Staðan hefur talsverð áhrif á samfélagið, að því er segir í færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra á Facebook.
Pfizer veitir 90% vörn gegn spítalainnlögnum í hálft ár
Tveir skammtar af bóluefni Pfizer veita 90 prósent vörn gegn spítalainnlögnum vegna COVID-19 í hálft ár. Vörnin sem bóluefnið veitir gegn því að sýkjast veikist hins vegar umtalsvert á sama tímabili. Þetta sýnir ný rannsókn sem birtist í vísindaritinu Lancet í kvöld. Vísindamenn telja að örvunarskammturinn eigi eftir að leika lykilhlutverk í að stöðva útbreiðslu kórónuveirunnar.
Hátt í 900 COVID-19 dauðsföll í Rússlandi
Alls létust 887 COVID-19 sjúklingar í Rússlandi í gær. Þetta er mesti fjöldi á einum sólarhring frá því að farsóttin braust út í fyrravetur. Flest voru þau í Moskvu, þá Sankti Pétursborg og Sverdlovsk.
01.10.2021 - 16:47
Sækja um leyfi fyrir töflum gegn COVID-19
Lyfjafyrirtækið Merck ætlar að sækja um leyfi í Bandaríkjunum fyrir töflum sem eiga að slá á einkennin þegar fólk veikist af COVID-19. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að prófanir hafi sýnt ótvíræða virkni lyfsins, sem nefnist Molnupiravir.
01.10.2021 - 16:01
Gestir á kosningavöku Pírata með COVID-19
Tveir gestir, sem sóttu kosningavöku Pírata á laugardagskvöld, hafa greinst með COVID-19. Vakan var haldin á Brugghúsinu Ægisgarði.
Auglýsir eftir kröfum í þrotabú Hótels Sögu
Áslaug Árnadóttir hefur verið skipuð skiptastjóri þrotabús Hótels Sögu en það var tekið til gjaldþrotaskipta 22. september. Kröfuhafar hafa nú tvo mánuði til að lýsa kröfu sínum í þrotabúið en skiptafundur fer fram á skrifstofu skiptastjóra þann 13. desember.
27.09.2021 - 17:04
Bræðiskast í sóttvarnahúsi kornið sem fyllti mælinn
Karlmaður, sem rauf einangrun eftir að hafa greinst með COVID-19 og er grunaður um að hafa sýnt bæði gestum og starfsfólki sóttvarnahússins hjá Foss Hótel mikinn skapofsa, hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. október. Hegðun mannsins virðist hafa verið kornið sem fyllti mælinn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hún er með 17 mál til rannsóknar þar sem maðurinn kemur við sögu, meðal annars gróft heimilisofbeldi, fíkniefnabrot, skjalafals, fjársvik, rán og frelsissviptingu.
Ber engan kala til Íslands eftir 11 daga í einangrun
Bandarískur skattheimtumaður, sem fékk 6 daga ferð til Íslands í afmælisgjöf frá eiginkonu sinni, eyddi fríinu í einangrun á farsóttahúsi. „Þú máttir ekki opna hurðina og ef ég hefði farið hefði ég verið handtekinn.“ Hann segist ekki vera reiður út íslensk yfirvöld þrátt fyrir þessa meðferð . „Bandaríkjamenn myndu samt aldrei sætta sig við þetta. Íslendingar gera bara það sem þeir geta til að halda smitum niðri.“
Kári við TV 2: Kemur ekki verra afbrigði en delta
„Ég held að delta-afbrigðið verði mest smitandi afbrigði sem við munum sjá. Við ættum ekki að hafa áhyggjur af því að kórónuveiran eigi eftir að stökkbreytast og þróast í enn meira smitandi afbrigði en það,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, í samtali við norsku sjónvarpsstöðina TV 2.