Færslur: Kórónuveiran

Sex milljónir kórónuveirusmita á Indlandi
Yfir sex milljónir Indverja hafa smitast af kórónuveirunni. Hún breiðist hratt út um landið um þessar mundir. Um það bil níutíu þúsund smit hafa fundist á sólarhring undanfarnar vikur. Síðastliðinn sólarhring voru þau 82 þúsund.
28.09.2020 - 07:28
Öll áhöfnin með COVID-19 - sigldu heim í skítabrælu
Allir skipverjar á línuskipinu Valdimar GK, 14 talsins, fengu það staðfest í dag að þeir væru sýktir af kórónuveirunni. Veikindi komu upp hjá áhöfninni þegar skipið var að veiðum vestur af Hornafirði og þegar fjölgaði í hópi þeirra var ákveðið að snúa til hafnar. Skipið átti þá eftir nærri sólarhringssiglingu í „skítabrælu,“ eins og öryggisstjóri útgerðarinnar orðar það.
27.09.2020 - 21:45
Persónuvernd skoðar samskipti stofnana við ÍE
Persónuvernd hefur hafið frumkvæðisathugun á samskiptum Embættis landlæknis, sóttvarnalæknis og Íslenskrar erfðagreiningar. Þá hefur stofnunin einnig verið í samtali við Landspítalann en hluti veirufræðideildar spítalans var flutt yfir í húsakynni Íslenskrar erfðagreiningar í Vatnsmýrinni. „Við viljum vita hvernig heilbrigðisupplýsingar um Íslendinga eru unnar þótt tilgangurinn sé góður,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar.
Átta bóluefni við COVID-19 á lokastigum prófana
Átta bóluefni eru nú á lokastigum prófana og meira en 200 eru í þróun. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin reiknar með að niðurstöður úr prófunum fari að birtast í lok þessa árs eða byrjun næsta árs og hugsanlegt að bóluefni verði aðgengilegt um mitt næsta ár.
Djammferðinni lauk með sekt og sóttkví í heimalandinu
Ferðamennirnir fjórir sem voru handteknir í miðborg Reykjavíkur vegna brots á sóttkví þurftu hver og einn að reiða fram 250 þúsund krónur í sekt vegna brotanna. Til að bæta gráu ofan á svart þurftu þeir allir að fara í 14 daga sóttkví þegar þeir sneru aftur heim í dag.
Fleiri leita sér læknisaðstoðar vegna COVID-19
Fleiri hafa leitað á COVID-göngudeild Landspítalans til að sækja sér læknismeðferð síðustu tvo sólarhringana en dagana á undan. Þetta segir Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans. Þá eru fleiri komnir með litakóðann gulan sem þýðir að þeir eru með miðlungseinkenni og eru þá undir frekara eftirliti.
Höfundur eðlufólksins ávarpaði mótmælendur í Lundúnum
Tíu voru handteknir og fjórir lögreglumenn slösuðust þegar til átaka kom þegar lögreglan í Lundúnum leysti upp mótmæli fólks sem er á móti aðgerðum stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins. Meira en tíu þúsund tóku þátt. Tólf lögreglumenn slösuðust í svipuðum mótmælum í síðustu viku.
Ræðst næstu tvo sólarhringa hvort aðgerðir verði hertar
Það ræðst næstu tvo sólarhringa hvort yfirvöld grípa til hertra aðgerða vegna þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins. Þetta segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn. „Við vorum að vonast til að við gætum nálgast þetta með öðrum hætti.“
Kári kemur frönsku ferðamönnunum til varnar
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hafnar því að tveir franskir ferðamenn séu ábyrgir fyrir þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins sem nú gengur yfir landið. Fjölmargir erlendir fjölmiðlar tóku upp frétt þess efnis að rekja mætti meira en hundrað smit á Íslandi til ferðamannannna tveggja.
26.09.2020 - 15:16
Verður snöggur að skila tillögum um harðari aðgerðir
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segist verða snöggur að skila tillögum um harðari aðgerðir til heilbrigðisráðherra ef á þarf að halda. „En það er ekkert gaman að fara í harðari aðgerðir því það mun setja mikið úr skorðum ef við förum í aðgerðir eins og í vetur.“
38 smit - nýgengi hvergi hærra á Norðurlöndum en hér
38 greindust með innanlandssmit í gær. Rúmlega helmingur var í sóttkví. Alls eru nú 435 í einangrun, sá elsti er á níræðisaldri, sá yngsti innan við eins árs. Nýgengi smita á hverja hundrað þúsund íbúa síðustu tvær vikur er nú hvergi hærra á Norðurlöndum en á Íslandi eða 113,2 smit.
Fáir sem ekki eru „grænir“ hjá COVID-göngudeildinni
„Verkefnin hafa aukist mjög undanfarnar vikur, samhliða aukningu í fjölda smita,“ segir Runólfur Pálsson, yfirlæknir COVID-göngudeildar Landspítalans. Flestir sem hafi greinst að undanförnu séu þó með fremur væg einkenni. Hann segir álagið þó ekkert í líkingu við það sem var í vor þegar meira var um heimsóknir sjúklinga sem þurftu á meðferð að halda á staðnum.
Danskir gestgjafar þurfa að fækka á gestalistanum
Dönsk stjórnvöld hafa ákveðið að grípa til enn frekari aðgerða til að reyna hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Aðeins mega 50 koma saman og gildir þá einu hvort það sé á veitingastöðum eða í einkaveislum. Reglurnar taka gildi á hádegi á morgun. „Þetta er auðvitað mjög leiðinlegt fyrir þá sem höfðu skipulagt veislu á morgun. Þeir verða að beita niðurskurðahnífnum á gestalistann,“ sagði heilbrigðisráðherra Danmerkur á blaðamannafundi í dag.
Smitstuðull þriðju bylgjunnar náði nýjum hæðum
Smitstuðull þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins náði nýjum hæðum fyrir rúmri viku þegar hann mældist 6. Hann er núna á hraðri niðurleið. Mest hefur smitstuðullinn hér á landi verið 4 sem var í annarri bylgjunni í sumar. Thor Aspelund, prófessor í líftölufræði, telur nauðsynlegt að fylgjast betur með smithraðanum en áður því hugsanlega verði næstu bylgjur öðruvísi.
Nágrannalönd setja Ísland á lista yfir hættusvæði
Bretland, Danmörk, Noregur og Finnland eru meðal þeirra sem hafa sett Ísland á lista yfir hááhættusvæði. Á Bretlandi þurfa ferðamenn að fara í tveggja vikna sóttkví, sama gildir um Finnland en í Noregi er sóttkvíin tíu dagar. Landamæri Danmerkur eru lokuð fyrir Íslendingum og þeir komast ekki inn í landið nema eiga þangað lögmætt erindi. Þá þurfa Íslendingar á leiðinni til Sviss að fara í sóttkví við komuna.
Eldri borgarar í Moskvu eiga að halda sig heima
Sergei Sobyanin, borgarstjóri í Moskvu, fyrirskipaði í dag að borgarbúar, sem orðnir eru sextíu og fimm ára og eldri, haldi sig sem mest heima frá og með næsta mánudegi. Einnig mæltist hann til þess að þeir sem geta sinnt vinnu sinni heima geri það.
25.09.2020 - 14:30
Rýmri heimildir því hættulegri sem smitsjúkdómur er
Það veltur á því hversu hættulegur og smitnæmur smitsjúkdómur er hversu vítt svigrúm stjórnvöld hafa til að bregðast við til verndar lífi og heilsu manna. Eftir því sem hann er hættulegri því rýmri heimildir hafa yfirvöld. Þetta kemur fram í álitsgerð Dr. Páls Hreinssonar um valdheimildir sóttvarnalæknis og heilbrigðisráðherra sem kynnt var á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun.
Loka göngu- og dagdeild skurðlækninga á Landsspítala
Loka þarf göngudeild skurðlækinga B3 á Landspítalanum í Fossvogi, sem er sérhæfð göngudeildarþjónusta vegna greiningar og meðferðar á vegum háls- nef og eyrnalækna, heila- og taugaskurðlækna, lýtalækna og taugaskurðlækna.
Myndband
Hundar þefa uppi COVID smitaða farþega
Nýstárlegri aðferð er beitt í Finnlandi við greiningu kórónuveirunnar meðal ferðamanna. Fjórir hundar hófu störf á alþjóðaflugvellinum í Helsinki í gær og hafa það hlutverk að þefa uppi veiruna í farþegum.
24.09.2020 - 19:25
Dönum ráðið frá því að ferðast til Íslands
Utanríkisráðuneytið í Kaupmannahöfn ræður Dönum frá því að ferðast til Íslands eins og sakir standa. Þetta kemur fram í nýjum lista sem ráðuneytið birti í dag. Auk Íslands hefur þremur ríkjum til viðbótar verið bætt á listann; Bretlandi, Írlandi og Slóveníu.
24.09.2020 - 16:33
Smitvarnir hertar í Ísrael
Stjórnvöld í Ísrael ætla að herða aðgerðir til að hamla útbreiðslu kórónuveirunnar. Útgöngubann sem tók gildi á föstudaginn hefur ekki skilað tilætluðum árangri.
24.09.2020 - 16:17
Starfsmaður á Eir með COVID-19
Starfsmaður á hjúkrunarheimilinu Eir greindist með Covid-19 í gærkvöld. Sjö íbúar og fjórir starfsmenn eru komnir í sóttkví fram á sunnudag. Í tilkynningu frá hjúkrunarheimilinu kemur fram að starfsmaðurinn var síðast við störf á sunnudagskvöld. Þau sem nú eru í sóttkví eru þeir íbúar sem starfsmaðurinn sinnti og samstarfsfólk á vaktinni.
24.09.2020 - 12:28
ESB: Ástandið víða verra en í vor
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hvatti í morgun aðildarríki til að útskýra betur fyrir almenningi reglur um fjarlægðarmörk og hreinlæti vegna kórónuveirufaraldursins og framfylgja þeim til að reyna að stöðva nýja bylgju smita. Yfir fimm milljónir hafa greinst smitaðar af kórónuveirunni síðan faraldurinn barst þangað.
24.09.2020 - 12:11
Ísland á sama stað og Bretland varðandi nýgengi smita
Ísland og Bretland eru með nánast jafn mörg smit á hverja hundrað þúsund íbúa síðustu tvær vikur eða svokallað nýgengi smita. Þessi tala er 76,5 á Bretlandi en 75,4 á Íslandi, samkvæmt uppfærðum lista á vef sóttvarnastofnunar Evrópu. Ef miðað er við covid.is er talan mun hærri hér á landi en hjá Bretum eða 83,2. Ísland og Danmörk eru í algjörum sérflokki af Norðurlöndunum.
Aðgerðir gegn veirunni hertar í Madríd
Sóttvarnaaðgerðir í Madríd og nágrenni verða hertar vegna aukinnar útbreiðslu kórónuveirunnar að undanförnu. Til stendur að leita aðstoðar spænska hersins við skimun og sótthreinsun.
23.09.2020 - 16:39