Færslur: Kórónaveiran

Svíar svekktir og finnst þeir settir út í horn
Ann Linde, utanríkisráðherra Svíþjóðar, er svekkt að landið skuli ekki vera hluti af samkomulagi Danmerkur og Noregs um ferðir milli landanna. „Við höfðum vonast eftir sameiginlegri, norræni lausn en það varð ekki. Eftir sem áður eigum við í virku samtali við ráðamenn í Danmörku, Noregi, Finnlandi og Íslandi og erum með nokkrar hugmyndir.“
29.05.2020 - 16:03
Ekkert nýtt smit og aðeins einn í einangrun
Enginn greindist með kórónuveiruna í gær. Nærri 400 sýni voru tekin hjá veirufræðideild Landspítalans og Íslenskri erfðagreiningu. Aðeins er einn í einangrun og er hann í aldurshópnum 13 til 17 ára. Þeim hefur fjölgað verulega sem eru í sóttkví, eru nú 1.111 en það má væntanlega rekja til þeirra sem hafa verið að koma til landsins.
29.05.2020 - 13:05
15 hópuppsagnir borist til Vinnumálastofnunnar
Á annar tugur hópuppsagna barst Vinnumálastofnun í gær og ein til viðbótar hefur bæst við í dag það sem af er degi. Ástandið er þó gjörólíkt því sem var um síðustu mánaðarmót. 
29.05.2020 - 12:40
Tveir deila rúmi á yfirfullum sjúkrahúsum Indlands
Heilbrigðiskerfi  Indlands er að hruni komið vegna kórónuveirunnar sem læknar óttast að hafi enn ekki náð hámarki í landinu. Eru sjúkrahús á Indlandi nú mörg hver svo yfirfull vegna veirunnar að dæmi eru um að tveir sjúklingar þurfi að deila sama rúmi.
29.05.2020 - 08:56
Bíða viðbragða heilbrigðisráðuneytis við biðlistum
Engar ákvarðanir hafa verið teknar af hálfu heilbrigðisráðuneytisins um hvernig eigi að bregðast við biðlistum eftir aðgerðum í kjölfar COVID-19 faraldursins. Fjallað er um málið í Fréttablaðinu, sem segir annaðhvort þurfa aukið fjármagn til Landspítala eða að fela öðrum verkefnin.
29.05.2020 - 06:40
Styttist í afléttingu heimsóknarbanns fyrir vestan
Það styttist nú í afléttingu heimsóknarbanns á deildum og hjúkrunarheimilum Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða að uppfylltum ákveðnum skilyrðum og ef allt gengur vel.
29.05.2020 - 06:20
Ekkert smit greindist í gær
Enginn greindist með kórónuveiruna í gær, hvorki hjá veirufræðideild Landspítalans né Íslenskri erfðagreiningu. Rúmlega 500 sýni voru tekin. Áfram eru því aðeins þrjú virk smit á landinu. Alls hafa 1.805 greinst með COVID-19 hér á landi en 1.792 hafa náð bata. 947 eru í sóttkví en 20.517 hafa lokið sóttkví. Nú er búið að taka rúmlega 60 þúsund sýni. 16 dagar eru síðan síðast greindist jákvætt sýni hjá veirufræðideildinni.
28.05.2020 - 13:05
COVID ráðgjafar nýja starfstéttin í Hollywood
Mikill fjöldi starfsfólks kemur jafnan að gerð hverrar kvikmyndar og sjónvarpsþáttar, auk leikara og leikstjóra. Kvikmyndatökumenn, ljósameistarar, förðunarfræðingar og hárgreiðslufólk eru bara nokkrir þeirra sem eiga þar líka hlut að máli. Nú hefur ný starfsgrein bæst í hópinn. Þetta eru COVID-19 ráðgjafarnir sem eiga að sjá um að halda tökustaðnum veirufríum.
28.05.2020 - 11:28
Útiloki þá sem nýta skattaskjól frá hlutabótaleiðinni
Ekkert kemur í veg fyrir að félög eða einstaklingar sem nýtt hafa sér svo kölluð skattaskjól nýti sér einnig hlutabótaleiðina. Þetta segir Indriði H. Þor­láks­son, fyrr­ver­andi ríkisskatt­stjóri, í umsögn sem hann ritaði við frumvarp Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, vegna greiðslu ríkisins á hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti.
27.05.2020 - 09:34
Reka flugfreyjur og ráða aftur á hálfum launum
Breska flugfélagið British Airways hyggst segja upp öllum flugfreyjum og flugþjónum félagsins og ráða svo meirihluta þeirra aftur á lægri launum. Alls verður 43.000 sagt upp um miðjan næsta mánuð og 31.000 svo boðin vinna á ný samkvæmt öðrum kjarasamningi.
26.05.2020 - 17:15
Samþykkja 103 milljarða hækkun fjárheimilda
Gert er ráð fyrir 34 milljörðum til greiðslu atvinnuleysisbóta samhliða minnkuðu starfshlutfalli og 27 milljörðum til greiðslu launakostnaðar á uppsagnarfesti í nýju fjáraukalagafrumvarpi sem ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun.
26.05.2020 - 16:24
Leita úr flugi og ferðaþjónustu í kennslu
Nokkuð er um að flugfreyjur sem misstu vinnuna hjá Icelandair athugi nú með störf í grunnskólum landsins. Þetta staðfesta skólastjórnendur sem fréttastofa ræddi við. Kennarar sem höfðu snúið sér að öðrum störfum innan ferðaþjónustunnar leita nú einnig aftur í kennsluna. 
26.05.2020 - 09:52
Segir Svartfjallaland COVID-laust fyrst Evrópuríkja
Forsætisráðherra Svartfjallalands lýsti því yfir í dag að ríkið væri nú laust við kórónuveiruna. Yfirlýsingin, sem hann sendi frá sér á fréttamannafundi í dag  þykir nauðsynlegur undanfari þess að ferðamannatíminn geti hafist við Adríahaf.  
25.05.2020 - 15:45
Starmer segir Boris Johnson hafa fallið á prófinu
Keir Starmer, leiðtogi Verkamannaflokksins, segir Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hafa fallið á prófinu á stöðufundi stjórnvalda í dag. Johnson kom þar Dominic Cummings, aðalráðgjafa sínum, til varnar. „Það er móðgun við þá fórn sem breskur almenningur hefur fært að Boris Johnson skuli ekki ætla að gera neitt í máli Cummings.“
24.05.2020 - 21:03
Ekkert smit og mjög fá sýni tekin
Ekkert smit greindist í gær, samkvæmt nýjum tölum á covid.is. Aðeins voru 58 sýni tekin, öll hjá veirufræðideild Landspítalans. Þar hefur ekki greinst smit síðan 12. maí eða í ellefu daga. 789 eru í sóttkví og þrír eru með virkan sjúkdóm. Enginn er á sjúkrahúsi. Stórt skref verður stigið í afléttingu samkomutakmarkana á morgun; líkamsræktarstöðvar verða opnaðar og tveggja metra reglan verður valkvæð. Þá verður 200 leyft að koma saman en ekki 50 eins og nú.
24.05.2020 - 12:58
Segir frumvarp ráðherra ekki nýtast Airport Associates
Sigþór Kristinn Skúlason, forstjóri Airport Associa­tes sem sinnir þjónustu fyrir 20 flugfélög á Keflavíkurflugvelli, segir félagið ekki geta nýtt sér frumvarp fjármálaráðherra um greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti. Þetta kemur fram í umsögn forstjórans við frumvarpið.
Lýsa notkun á Remdesivir við COVID sem uppgötvun ársins
Bráðabirgðarannsókn á meira en þúsund COVID-19 sjúklingum í 22 löndum bendir til þess að ebólulyfið Remdesivir minnki líkur á dauðsfalli um 80 prósent. Lyfið er til hér á landi en hefur ekki verið notað.„Þetta eru góðar fréttir. Það er alltaf þannig ef eitthvað virkar,“ segir Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans. Danskir kollegar hans lýsa þessu sem uppgötvun ársins.
23.05.2020 - 15:40
Myndskeið
„Þurfa að taka tillit til þess að opna þarf landið“
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að læknar hafi fullan rétt á því að hafa skoðanir á því hvernig eigi að opna landið og er meðvitaður um að margir eru ekki sáttir. „Læknar og aðrir þurfa hins vegar að taka tillit til þess að það þarf að opna þetta land.“
18.05.2020 - 14:31
Byrjað að mæla mótefni gegn COVID-19
Sýkla-og veirufræðideild Landspítalans er byrjuð að mæla mótefni gegn COVID-19 veirunni og er farin að taka á móti blóðsýnum. Beiðni þess efnis þarf að koma frá lækni.
12.05.2020 - 12:03
Tæplega 180 í sóttkví vegna smits hjá einum
Mest hafa tæplega 180 þurft að fara í sóttkví vegna COVID-19 smits hjá einum. Þetta segir Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður rakningarteymisins. Hann segir að rakningarappið hafi sannað sig í nokkur skipti þótt það hafi komið þegar kórónuveirufaraldurinn var búinn að ná toppnum. „Blanda af mannlegri rakningu og tækni gefur bestan árangur,“ segir Gestur K. Pálmason, sem er nú orðinn fyrrverandi starfsmaður teymisins enda eru starfsmenn þess nú 8 en ekki 52 eins og þegar mest var.
12.05.2020 - 10:23
Norrænir sendiherrar kallaðir á teppið í Ungverjalandi
Péter Szijjártó, utanríkisráðherra Ungverjalands, hefur kallað sendiherra Danmerkur, Finnlands, Íslands, Noregs og Svíþjóðar á teppið og sakar ráðamenn landanna um að dreifa falsfréttum alþjóðlegra fréttaveita. Ástæðan er bréf sem norrænu utanríkisráðherrarnir skrifuðu framkvæmdastjóra Evrópuráðsins þar sem þeir tóku undir áhyggjur af viðbrögðum Ungverja við COVID-19.
11.05.2020 - 10:19
Ennþá veik þótt henni sé „batnað“ af COVID-19
Elísabet Ögn Jóhannsdóttir var sú fyrsta á Norðurlandi til að greinast með COVID-19. Það gerðist 15. mars. Nú, nærri tveimur mánuðum og tveimur neikvæðum COVID-prófum seinna , er hún enn veik. Brúðkaupinu sem átti að vera í júni hefur verið frestað og sömuleiðis brúðkaupsferðinni. Hún og verðandi eiginmaður hennar ætluðu til Norður-Ítalíu.
08.05.2020 - 18:14
Ekkert smit og aðeins 26 með virkan sjúkdóm
Ekkert smit greindist í gær, hvorki hjá veirufræðideild Landspítalans né Íslenskri erfðagreiningu. Þetta er fjórði dagurinn af fimm þar sem enginn greinist með kórónuveiruna. 464 sýni voru tekin. Enn fækkar þeim sem eru með virkan sjúkdóm og eru þeir nú aðeins 26. 98 prósent þeirra sem hafa greinst með kórónuveiruna hafa náð bata.
08.05.2020 - 13:02
Sveitarfélög hugi að óhefðbundnum hátíðarhöldum
Ómögulegt er að segja til um hverjar takmarkanir á samkomum verða 17.júní þar sem næstu skref verða byggð á árangri þeirra aðgerða sem tóku gildi 4. maí. Eitt er þó víst; hátíðir sumarsins verða með öðru móti en áður og því er mikilvægt að sveitarfélögin hugi að „óhefðbundnum leiðum til þess að halda upp á þjóðarhátíðardaginn saman þrátt fyrir takmarkanir.“
08.05.2020 - 11:19
Bankarnir töpuðu 7,2 milljörðum fyrstu 3 mánuði ársins
Stóru bankarnir þrír; Íslandsbanki, Arion banki og Landsbankinn, töpuðu 7,2 milljörðum fyrstu þrjá mánuði ársins. Þetta varð ljóst eftir að Landsbankinn skilaði uppgjöri sínu í dag fyrir fyrsta ársfjórðung.Þar kemur fram að bankinn hafi tapað 3,6 milljörðum á tímabilinu. Á sama tíma í fyrra voru bankarnir þrír reknir með 10,4 milljarða hagnaði.
07.05.2020 - 17:30