Færslur: Kórónaveiran

Myndskeið
Fresta um 110 valkvæðum aðgerðum hvern dag
Um og yfir 110 valkvæðum aðgerðum er frestað á dag hjá fjórum stærstu heilbrigðisfyrirtækjum og stofnunum landsins. Yfirlæknir hjartalækninga segir að ef þriðja bylgjan dregst á langinn lengist biðlistar samhliða.
Myndskeið
Hafa meiri áhyggjur af COVID en fylgja síður fyrirmælum
Íslendingar hafa meiri áhyggjur af COVID-19 kórónuveirufaraldrinum í annarri bylgju en þeirri fyrstu, en eru samt ólíklegri en áður til að fara að fyrirmælum almannavarna.
25.08.2020 - 21:06
Enginn þeirra sem greindust í sóttkví
Enginn þeirra fjögurra sem greindust með COVID-19 við skimun í gær var í sóttkví, en smitin voru öll staðsett á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. 
Engin gögn benda til að fólk veikist aftur af COVID-19
Engin gögn benda til þess að fólk geti veikst aftur af COVID-19. Þetta segir Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans. Þótt fólk mælist ekki með mótefni þýði það ekki að það sé óvarið fyrir sýkingunni.
11.08.2020 - 22:30
Telur að fólk fái meira af veirunni í sig en áður
Aukin nánd í samfélaginu þegar fólk slakaði á persónubundnum sóttvörnum hefur valdið því að fólk fær meira af kórónuveirunni í sig og veikist hraðar og alvarlegar en áður, að mati yfirlæknis smitsjúkdómadeildar Landspítalands
10.08.2020 - 22:30
Finnar vilja fangelsa ferðamenn sem virða ekki tilmæli
Ferðamenn frá hááhættusvæðum sem koma til Finnlands og fara ekki í tveggja vikna sóttkví eiga yfir höfði sér sekt eða fangelsi. Þá áskilja stjórnvöld sér rétt til að senda þá í sýnatöku fyrir COVID-19. Finnsk yfirvöld telja að fjölgun smita í landinu megi rekja til ferðamanna sem virt hafi tilmæli yfirvalda að vettugi.
10.08.2020 - 22:06
Dönskum ferðamönnum fjölgaði í júlí
Danir eru fjölmennastir í hópi þeirra erlendu ferðamanna sem komu til Íslands í júlí. Það kemur kannski á óvart að ferðamönnum frá Danmörku fjölgaði um þriðjung miðað við júlí á síðasta ári Þótt Þjóðverjar séu í öðru sæti yfir þær þjóðir sem helst sóttu Ísland í júlímánuði voru þeir rúmlega helmingi færri en á sama tíma í fyrra.
10.08.2020 - 19:49
Vill setja Ísland á rauðan lista hjá Norðmönnum
Landlæknisembættið í Noregi hefur lagt til að Ísland ásamt fimm öðrum Evrópuþjóðum verði sett á rauðan lista. Það þýðir að íslenskir ferðamenn á leiðinni til Noregs þurfa að fara í tíu daga sóttkví við komuna. Landlæknisembættið horfir þar fyrst og fremst til nýgengi smita á hverja hundrað þúsund íbúa. Viðmiðið er 20 í Noregi en samkvæmt lista Sóttvarnastofnunar Evrópu er nýgengi smita nú 31,1 hér á landi og nálgast óðfluga Svíþjóð.
10.08.2020 - 19:23
„Mjög fáir með umtalsverð einkenni“
„Það eru mjög fáir sem eru með umtalsverð einkenni. Af þeim sem eru með staðfest smit eru langflestir þeirra með mjög væg sjúkdómseinkenni,“ segir Runólfur Pálsson, yfirlæknir COVID-19 göngudeildar Landspítalans. Ekki megi þó gleyma því að þegar komið er 7 til 10 daga frá veikindum geti sjúklingum snöggversnað. Það hafi hins vegar ekki verið mikið um það í þessari nýju bylgju faraldursins.
10.08.2020 - 17:27
KSÍ var reiðubúið að senda leikmenn í læknisskoðun
Knattspyrnusamband Íslands sendi beiðni til heilbrigðisráðuneytisins í síðustu viku þar sem óskað var eftir undanþágu frá nándartakmörkunum og sótthreinsun búnaðar í æfingum og keppni í knattspyrnu. KSÍ taldi mikilvægt að láta reyna á hvort hægt væri að stunda hér æfingar og keppni í knattspyrnu án þess að það leiddi til smits. Meðal þess sem KSÍ var reiðubúið að skoða var að leikmenn gengust undir læknisskoðun. Glasgow Celtic gæti þurft að leika við KR utan Skotlands
10.08.2020 - 16:12
Enn að meta hvað hann leggur til við ráðherra
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist enn vera að meta hvað hann leggur til við Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra, en hann vill ekki íþyngjandi aðgerðir. Honum líst ekki á fregnir frá í gærkvöldi um alltof þéttsetna veitinga- og skemmtistaði í miðbæ Reykjavíkur.
„Við munum örugglega fá svona hópsýkingu aftur“
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, er bjartsýnn á að það takist að ráða niðurlögum hópsýkingarinnar sem hefur blossað upp. Ný smit séu þó að greinast hér og þar sem bendi til þess að veiran hafi borist víða.
06.08.2020 - 21:39
Víðir Reynisson reyndist neikvæður eftir sýnatöku
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, fór í sýnatöku við kórónuveirunni í morgun sem skýrir fjarveru hans frá upplýsingafundinum í dag. Þetta staðfestir Jóhann K. Jóhannsson, samskiptastjóri hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra. Niðurstaðan úr sýnatökunni fékkst síðdegis í dag og reyndist Víðir neikvæður.
06.08.2020 - 16:20
Ísland sleppur í gegnum nálaraugað hjá Noregi
Íslenskir ferðamenn á leið til Noregs þurfa ekki að sæta tíu daga sóttkví þótt nýgengi smita miðað við 100 þúsund íbúa sé komin yfir 24. Fjórum löndum var í dag bætt á lista Noregs yfir hááhættusvæði; Frakkland, Mónakó, Sviss og Tékkland. Í Frakklandi er talan yfir nýgengi smita lægri en á Íslandi.
06.08.2020 - 15:58
Íslensk erfðagreining léttir á álagi veirufræðideildar
Íslensk erfðagreining hefur boðist til að aðstoða veirufræðideild Landspítalans og létta á álaginu sem hefur myndast á deildinni vegna skimunar á landamærunum. Þetta kom fram á upplýsingafundi almannavarna. Landlæknir segir að fjölmiðlar hafi rangtúlkað ummæli sóttvarnalæknis á þann veg að Íslensk erfðagreining ætlaði að koma aftur að skimuninni á landamærunum.
06.08.2020 - 13:34
Allir nema einn af ritstjórn DV sendir heim í sóttkví
Allir nema einn blaðamaður hafa verið sendir heim í sóttkví eftir að kona, sem gegnir hlutastarfi á ritstjórninni, greindist með COVID-19. Fram kemur á vef blaðsins að konan hafi setið ritstjórnarfund á þriðjudag. Einn blaðamaður var hins vegar í fríi þennan dag og getur því mætt til vinnu.
06.08.2020 - 12:29
Danskur sérfræðingur segir jólahlaðborðin í hættu
Ef Danir hafa ekki varann á og passa ekki upp á einstaklingsbundnar sýkingavarnir er hætt við því að það verði engin jólahlaðborð í ár. Þetta segir sérfræðingur hjá sóttvarnastofnun Danmerkur. Hann telur líklegt að jólahlaðborð vinnustaða verði meira og minna blásinn af vegna kórónuveirufaraldursins en vinahópar geti bætt sér það upp með því að hittast í heimahúsum og „hygge sig.“
05.08.2020 - 23:21
WHO varar ungt fólk við - þarf alltaf að vera veisla?
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hvetur ungt fólk til að láta af partístandi sínu yfir sumarið. Stofnunin segir að þótt yngra fólk verði ekki mjög veikt af kórónuveirunni stuðli það að útbreiðslu hennar.
05.08.2020 - 22:08
Myndskeið
Segir skipta máli að fólk sjái árangur af aðgerðunum
Thor Aspelund, prófessor í líftölufræði og einn af höfundum spálíkansins um þróun kórónuveirufaraldursins hér á landi, segir að hópurinn sé að setja af stað ákveðið áhorf á tölur vegna nýrrar bylgju í fjölda smitaðra. Hann reiknar með að þau verði tilbúin með nýtt spálíkan á næstu dögum. Vinnunni miði ágætlega enda séu þau betur undirbúin núna en síðast.
05.08.2020 - 20:02
„Nýja bylgjan“ borin uppi af fólki undir fertugu
Fjörutíu prósent þeirra sem eru í einangrun með virkt COVID-19 smit núna er fólk undir þrítugu. Langflestir eru á aldrinum 18 til 29 ára eða þriðjungur allra smita. Rúmlega helmingur allra smita er hjá fólki á aldrinum 18 til 40 ára. Landlæknir hefur lýst því yfir að gera þurfi meira til að ná til þessa hóps. Forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar segir margt benda til þess að fjölgun tilfella í Norður-Evrópu megi rekja til ungs fólks sem hafi slakað á sóttvörnum yfir sumarið.
05.08.2020 - 16:42
„Nýja bylgjan“ líkist þróuninni í vor miðað við vöxtinn
Aðeins einn af þeim níu einstaklingum sem greindust í gær voru í sóttkví. Veirurnar sem hafa verið að greinast tilheyra sama stofni og önnur hópsýkingin. Eitt sýni var jákvætt á Vesturlandi, annað á Austurlandi en hin voru öll á höfuðborgarsvæðinu. „Við erum að sjá svipaðan fjölda tilfella og það eru nokkrar sveiflur sem er eðlilegt. Það eru líka sveiflur hjá þeim sem eru í sóttkví sem gæti bent til að útbreiðslan væri meiri,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á upplýsingafundi.
05.08.2020 - 14:29
Síðasta úrræðið að takmarka fjölda ferðamanna
Takmörkun á fjölda ferðamanna til landsins væri síðasta úrræðið sem samgönguráðherra myndi vilja grípa til kæmi upp sú staða að fleiri ferðamenn kæmu hingað en þeir rúmlega tvö þúsund sem heilbrigðiskerfið nær nú að
04.08.2020 - 19:02
Baráttan við veiruna langhlaup en ekki spretthlaup
Forsætisráðherra segir að setja verði á stofn samráðsvettvang vegna kórónuveirunnar. Fjármálaráðherra segir að ekki verði farið í niðurskurð, heldur verði halla leyft að myndast til að verja störf. Verið sé að vinna með ýmsar sviðsmyndir.
04.08.2020 - 18:28
Skoða leiðir til að takmarka fjölda ferðamanna
Stjórnvöld skoða nú leiðir hvernig hægt er að takmarka fjölda þeirra ferðamanna sem koma til landsins. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, á upplýsingfundi almannavarna. Hann sagði helsta áhyggjuefnið núna vera að farþegarnir væru orðnir fleiri en skimunin á landamærunum réði við. Hann ítrekaði að þessi skimun hefði sannað gildi sitt og mikilvægt væri að halda henni áfram.
04.08.2020 - 13:51
Þrjú ný innanlandssmit - 734 í sóttkví
Þrjú ný innanlandssmit greindust í gær, þar af eitt hjá Íslenskri erfðagreiningu. Þá fjölgaði fólki í sóttkví um rúmlega 70, þeir eru nú 734. Tveir farþegar á leiðinni til landsins greindust með kórónuveiruna og bíða nú niðurstöðu úr mótefnamælingu. Rúmlega þrjú þúsund sýni voru tekin í gær, þar af nærri 900 hjá fólki sem búsett er hér á landi. Flestir þeirra sem eru í einangrun eru á aldrinum 18 til 29 ára. Þrír á áttræðiseldri eru með COVID-19 smit.
04.08.2020 - 11:07