Færslur: Körfubolti

Morgunútvarpið
„Afreksvæðing undir hatti valdeflingar“
„Þarna var verið að afreksvæða íþróttir barna. Þarna eru öll einkenni þess sem við höfum hafnað í íþróttastarfi á Íslandi og víðast hvar í heiminum,“ segir Viðar Halldórsson félagsfræðingur um heimildamyndina Hækkum rána. Kvikmyndin fjallar um þjálf­un­ar­að­ferðir ungra körfuknatt­leiks­stúlkna og valdeflingu í íþróttum.
17.02.2021 - 09:14
Spegillinn
Sápukúla í Disney World
Disney World í Flórída er nú COVID-19-held sápukúla utan um einna launahæstu íþróttamenn heims í NBA körfuboltadeildinni bandarísku. Vegna kórónuveirufaraldursins leit út fyrir að NBA-deildin tapaði einum milljarði bandaríkjadala í sjónvarpstekjum. Til að koma í veg fyrir það var sköpuð risastór sápukúla utan um NBA í ævintýraveröldinni í Disney Word.
25.08.2020 - 15:49
Þarf að vera 14 daga utan Schengen fyrir Bandaríkjaferð
Það virðist ekki vera hlaupið að því fyrir þá íslensku nema sem stunda nám í Bandaríkjunum að komast þangað. Körfuboltaleikmaðurinn og háskólaneminn Ásta Júlía Grímsdóttir er þessa dagana að leita leiða til að komast í skólann.
08.07.2020 - 16:37
Morgunútvarpið
Tók mörg ár að fatta að lífið er meira en körfubolti
Helena Sverrisdóttir, ein fremsta körfuboltakona landsins og nýr aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna hjá Val, verður ekki með liðinu í upphafi leiktíðar nú í haust því hún á von á sínu öðru barni. Helena var gestur í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun.
Lestin
Óáreiðanlegur dans Jordan
ESPN heimildarþáttaröðin The Last dance hefur hlotið mikið lof fyrir þá innsýn sem hún veitir áhorfendum í síðasta leiktímabil Michael Jordan hjá Chicago Bulls. Hún þykir þó ekki dæmi um áreiðanlega blaðamennsku.
06.05.2020 - 09:25
Heimskviður
Í leit að fullkomnun
Í síðustu viku barst sú harmafregn að Kobe Bryant, einn besti körfuboltamaður allra tíma, hefði farist í hörmulegu þyrluslysi. Fráfall Kobes hefur lamað íþróttaheiminn og allir sem vettlingi geta valdið minnast hans. En Kobe var ekki dæmigerður íþróttamaður. Hann var líka skáld, og óskarsverðlaunahafi, sem var í stöðugri leit að fullkomnun. Sú leit mótaði hann, og rakst Kobe á ófáa veggi á leiðinni. 
01.02.2020 - 07:30
Martin stigahæstur í sigri Alba Berlin
Íslenski körfuboltalandsliðsmaðurinn Martin Hermannsson var stigahæstur í sigri þýska liðsins Alba Berlin á HAKRO Merlins Crails í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld.
27.01.2020 - 21:44
Ótrúlegur sigur Þórsara á Íslandsmeisturunum
Þór Akureyri sigraði KR naumlega 102-100 í ótrúlegum leik á Akureyri í Domins-deild karla í körfubolta. Þórsarar voru 24 stigum yfir í hálfleik en undir lok leiksins færðist veruleg spenna í leikinn.
27.01.2020 - 21:10
Stjarnan á toppinn með sigri á Tindastól
Stjarnan komst á toppinn í úrvalsdeild karla í körfubolta með sigri á Tindastól í Garðabænum í kvöld. Þór vann Þór Þorlákshöfn á Akureyri og Grindavík laut lægra haldi fyrir Haukum í Grindavík.
17.01.2020 - 22:17
Kvennalið Vals í körfubolta er lið ársins árið 2019
Sjaldan hefur kjörið verið eins jafnt en kvennalið félagsins í handbolta var í öðru sæti. Valskonur unnu alla titla sem í boði voru á síðustu leiktíð í körfuboltanum. Valur varð deildarmeistari, bikarmeistari og Íslandsmeistari í vor en fyrir tímabilið hafði Valur aldrei unnið stóran titil í kvennaflokki.
28.12.2019 - 20:50
Leonard fer til Clippers, sem fær líka George
Það var ekki bara titringur í jarðskorpunni í Kaliforníu í nótt, heldur líka í íþróttaheiminum: Kawhi Leonard, sem leiddi Toronto Raptors til sigurs í NBA-deildinni í körfubolta í sumar og var valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar, hefur ákveðið að ganga til liðs við Los Angeles Clippers. Þangað fer einnig stjörnuleikmaðurinn Paul George frá Oklahoma City Thunder. Frá þessu greinir fréttamaðurinn Adrian Wojnarowski hjá ESPN, sem jafnan er fyrstur með fréttirnar af leikmannaskiptum í NBA.
06.07.2019 - 08:04
Sagan mín er náttúrulega út í hött
Tryggvi Snær Hlinason er ein helsta vonarstjarna landsins í körfuknattleik en hann spilar um þessar mundir með einu besta liði Spánar, Valencia. Hann vakti mikla athygli nú nýverið, bæði hér heima og erlendis, þegar að hann gaf kost á sér í nýliðaval NBA. Hann ústkýrði það aðeins hvað það þýðir að gefa kost á sér í þessa sterkustu deild heimsins, hvers vegna hann ákvað að gera það og hver möguleg framtíð hans sé.
26.04.2018 - 17:00
Friðrik Ingi hættur að þjálfa
Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari karlaliðs Keflavíkur í körfubolta, er hættur þjálfun. Hann greindi frá þessu í viðtali við Stöð 2 Sport í kvöld eftir að lið hans tapaði leik á móti Haukum í oddaleik um sæti í undanúrslitum Íslandsmótsins.
28.03.2018 - 23:48
„Hann potar skotunum stundum ofan í“
Árið 1984 mættust lið Maryland og North Carolina í bandaríska háskólaboltanum í körfubolta. Í liði North Carolina var Michael nokkur Jordan, en hann var enginn Michael Jordan þetta kvöld. Len Bias í liði Maryland, var Michael Jordan þetta kvöld. Hann var bestur þetta kvöld; það var Len Bias sem steig niður til jarðar eftir að hafa troðið boltanum aftur fyrir sig, eins og Jesús. Ekki í fyrsta skiptið, en í eitt af þeim síðustu.
02.12.2017 - 13:48
„Ég varð að leyfa efnilega Pavel að deyja"
„Ég held að körfuboltamaðurinn Pavel hafi dáið með efnilega Pavel. Eftir að ég hætti að vera sá Pavel átti ég bara ekki meiri kraft eftir til að fylgja þessum körfuboltalífstíl. Hefði ég haldið áfram í því er ég viss um að ég væri núna grátandi á öxlinni á þér og að kenna öllum öðrum um," segir Pavel Ermolinski, kaupmaður á Bergstaðastræti og fimmfaldur Íslandsmeistari í körfubolta.
03.11.2017 - 14:38
Grindavík tryggði sér oddaleik um titilinn
Grindvíkingar tryggðu sér oddaleik gegn KR í úrslitaeinvígi úrvalsdeildar karla í körfubolta. KR var 2-1 yfir í einvíginu fyrir leikinn í Grindavík í kvöld og gat því með sigri tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn fjórða árið í röð.
27.04.2017 - 21:42
„Hroki að tala um að KR sé enn í þriðja gír“
Á morgun hefst úrslitakeppnin í úrvalsdeild karla í körfuknattleik. Þar mætast deildarmeistarar KR og Þór frá Akureyri, á fimmtudagskvöldið heldur veislan áfram með leikjum Stjörnunar og ÍR, Tindastóls og Keflavíkur og Grindavíkur og Þórs frá Þorlákshöfn. Til þess að koma okkur í gírinn hlóðum við í fyrirmyndar hákarla úrslitakeppnis panel. Með því að smella á myndina má heyra umræðurnar.
14.03.2017 - 11:15
Bikarúrslitin færð á Selfoss
„Þetta er óvænt ánægja fyrir körfuknattleiksáhugamenn á Suðurlandi, þetta gerðist bara í gærmorgun. Vonandi leysum við þetta verkefni með sóma“, segir Gylfi Þorkelsson formaður körfuknattleiksfélags FSU. Úrslitaleikir Lengjubikarkeppninnar í körfuknattleik verða á Selfossi á laugardaginn.
01.10.2015 - 12:47
Óvenjumörg stórmót í september
Almannaþjónustuhlutverk RÚV er fjölbreytt. Meðal þess sem RÚV er ætlað að sinna er að fylgja landsliðum þjóðarinnar eftir á stórmótum, þegar því verður við komið. Stundum eru þessir leikir á tíma þar sem nauðsynlegt reynist að riðla hefðbundinni dagskrá.
03.09.2015 - 15:27
Cleveland Austurdeildarmeistarar
Cleveland Cavaliers urðu í nótt meistarar Austurdeildar NBA deildarinnar í körfuknattleik og tryggðu sér um leið sæti í úrslitaeinvíginu. Þeir unnu fjórða leik sinn gegn Atlanta Hawks með þrjátíu stiga mun, 118-88, og einvígið þar með 4-0.
27.05.2015 - 04:15