Færslur: Kolmunni
Á batavegi eftir gaseitrun við löndun á kolmunna
Fimm menn sem veiktust eftir löndun á kolmunna á Eskifirði í síðustu viku, eru allir á batavegi. Einar Birgir Kristjánsson, eigandi Tandrabergs löndunarþjónustu, segir margt benda til þess að þeir hafi orðið fyrir gasmengun, en rannsókn á atvikinu stendur enn yfir.
23.05.2022 - 11:04
Krefjast rannsóknar á miklu magni af dauðum kolmunna
Frönsk og evrópsk yfirvöld rannsaka hvað olli því, að mikið magn af dauðum kolmunna fór úr nót risaskipsins FV Margiris sem var við veiðar í franskri lögsögu í Biskajaflóa á fimmtudag. Út frá myndum og myndskeiðum sem birtar hafa verið af fiskhræjunum fljótandi á yfirborðinu í einum stórum flekk hefur verið áætlað að minnst 100.000 fiskar hafi þarna farið forgörðum.
05.02.2022 - 23:25
Minni makríll en í fyrra
Mun minna fannst af makríl í sameiginlegum uppsjávarleiðangri Íslendinga, Færeyinga, Norðmanna og Dana í sumar en í fyrrasumar. Í tilkynningu Hafrannsóknastofnunar segir að vísitala lífmassa makríls, hafi lækkað um 58% frá árinu á undan og ekki mælst minni frá árinu 2012. Mest var af makríl í miðju Noregshafi en minna í því norðanverðu. Á hafsvæði við Ísland mældist um 19% minna af makríl í sumar en í fyrra. Hann var suðaustan og austan við landið, í fyrra mældist enginn makríll fyrir austan.
30.08.2021 - 13:11
Kolmunnaveiðin hafin af krafti suður af Færeyjum
Kolmunnaveiði íslenska uppsjávarflotans er nú hafin suður af Færeyjum og gengur vel. Rúmlega tugur íslenskra skipa er þar á veiðum - tæpar fjögurhundruð mílur frá Íslandi.
14.04.2021 - 20:00
Kolmunnaveiði hafin við Færeyjar
Tæpur tugur íslenskra skipa er nú við kolmunnaveiðar austur af Færeyjum. Þetta verður verkefni uppsjávarflotans fram að jólum en löng sigling er á þessi mið og allra veðra von.
23.11.2020 - 12:52
Meiri síldveiði en minna af makríl og kolmunna
Alþjóðahafrannsóknaráðið leggur til meiri veiði á norsk-íslenskri síld á næsta ári miðað við ráðgjöf þessa árs. Hinsvegar er lagt til að minna verði veitt af makríl og kolmunna.
01.10.2020 - 16:36
Erfið kolmunnavertíð senn á enda
Íslensku uppsjávarskipin eru nú flest að hætta kolmunnaveiðum og erfið vertíð því senn á enda. Makrílveiðar eru næsta verkefni og líklegt að einhverjar útgerðir sendi skip á makríl strax eftir sjómannadag.
04.06.2020 - 13:38
Kolmunnaveiðin hafin af krafti suður af Færeyjum
Kolmunnaveiði á „gráa svæðinu“ svokallaða, á mörkum landhelgi Færeyja og Skotlands, er hafin af krafti. Um 15 íslensk kolmunnaskip hafa síðustu sólarhringa beðið eftir því að kolmunninn gangi inn á þetta svæði úr skosku lögsögunni.
17.04.2020 - 16:27
Áhafnir kolmunnaskipa skimaðar fyrir brottför
Áður en áhafnir kolmunnaskipa halda til veiða við Færeyjar á næstu dögum er gengið úr skugga um að enginn sé smitaður af kórónuveirunni. Tugir sjómanna af austfirskum skipum fóru í skimun þar um helgina.
07.04.2020 - 12:25
Ráðherra ákveður árskvóta Íslendinga í deilistofnum
Sjávarútvegsráðherra hefur tilkynnt veiðiheimildir Íslendinga í makríl, kolmunna og norsk-íslenskri síld árið 2020. Samtals verður heimilt að veiða rúm 488.000 tonn úr þessum þremur deilistofnum.
01.04.2020 - 18:50
Samið um Síldarsmugu og kvóta uppsjávartegunda
Fulltrúar Íslands, Noregs og Danmerkur, fyrir hönd Færeyinga, hafa undirritað þjóðréttarsamninga um skiptingu hluta hafsvæðisins sem í daglegu tali gengur undir heitinu Síldarsmugan. Þá hafa tekist samningar um heildarkvóta kolmunna, norður-atlantshafssíldar og makríls í Norðaustur-Atlantshafi fyrir árið 2020. Frá þessu er greint á vef norska ríkisútvarpsins, NRK.
31.10.2019 - 01:36