Færslur: Kolmunni

Á batavegi eftir gaseitrun við löndun á kolmunna
Fimm menn sem veiktust eftir löndun á kolmunna á Eskifirði í síðustu viku, eru allir á batavegi. Einar Birgir Kristjánsson, eigandi Tandrabergs löndunarþjónustu, segir margt benda til þess að þeir hafi orðið fyrir gasmengun, en rannsókn á atvikinu stendur enn yfir.
Krefjast rannsóknar á miklu magni af dauðum kolmunna
Frönsk og evrópsk yfirvöld rannsaka hvað olli því, að mikið magn af dauðum kolmunna fór úr nót risaskipsins FV Margiris sem var við veiðar í franskri lögsögu í Biskajaflóa á fimmtudag. Út frá myndum og myndskeiðum sem birtar hafa verið af fiskhræjunum fljótandi á yfirborðinu í einum stórum flekk hefur verið áætlað að minnst 100.000 fiskar hafi þarna farið forgörðum.
05.02.2022 - 23:25
Minni makríll en í fyrra
Mun minna fannst af makríl í sameiginlegum uppsjávarleiðangri Íslendinga, Færeyinga, Norðmanna og Dana í sumar en í fyrrasumar. Í tilkynningu Hafrannsóknastofnunar segir að vísitala lífmassa makríls, hafi lækkað um 58% frá árinu á undan og ekki mælst minni frá árinu 2012. Mest var af makríl í miðju Noregshafi en minna í því norðanverðu. Á hafsvæði við Ísland mældist um 19% minna af makríl í sumar en í fyrra. Hann var suðaustan og austan við landið, í fyrra mældist enginn makríll fyrir austan. 
Kolmunnaveiðin hafin af krafti suður af Færeyjum
Kolmunnaveiði íslenska uppsjávarflotans er nú hafin suður af Færeyjum og gengur vel. Rúmlega tugur íslenskra skipa er þar á veiðum - tæpar fjögurhundruð mílur frá Íslandi.
14.04.2021 - 20:00
Kolmunnaveiði hafin við Færeyjar
Tæpur tugur íslenskra skipa er nú við kolmunnaveiðar austur af Færeyjum. Þetta verður verkefni uppsjávarflotans fram að jólum en löng sigling er á þessi mið og allra veðra von.
23.11.2020 - 12:52
Meiri síldveiði en minna af makríl og kolmunna
Alþjóðahaf­rann­sókn­aráðið leggur til meiri veiði á norsk-ís­lenskri síld á næsta ári miðað við ráðgjöf þessa árs. Hinsvegar er lagt til að minna verði veitt af mak­ríl og kol­munna.
01.10.2020 - 16:36
Erfið kolmunnavertíð senn á enda
Íslensku uppsjávarskipin eru nú flest að hætta kolmunnaveiðum og erfið vertíð því senn á enda. Makrílveiðar eru næsta verkefni og líklegt að einhverjar útgerðir sendi skip á makríl strax eftir sjómannadag.
04.06.2020 - 13:38
Kolmunnaveiðin hafin af krafti suður af Færeyjum
Kolmunnaveiði á „gráa svæðinu“ svokallaða, á mörkum landhelgi Færeyja og Skotlands, er hafin af krafti. Um 15 íslensk kolmunnaskip hafa síðustu sólarhringa beðið eftir því að kolmunninn gangi inn á þetta svæði úr skosku lögsögunni.
17.04.2020 - 16:27
Áhafnir kolmunnaskipa skimaðar fyrir brottför
Áður en áhafnir kolmunnaskipa halda til veiða við Færeyjar á næstu dögum er gengið úr skugga um að enginn sé smitaður af kórónuveirunni. Tugir sjómanna af austfirskum skipum fóru í skimun þar um helgina.
07.04.2020 - 12:25
Ráðherra ákveður árskvóta Íslendinga í deilistofnum
Sjávarútvegsráðherra hefur tilkynnt veiðiheimildir Íslendinga í makríl, kolmunna og norsk-íslenskri síld árið 2020. Samtals verður heimilt að veiða rúm 488.000 tonn úr þessum þremur deilistofnum.
01.04.2020 - 18:50
Samið um Síldarsmugu og kvóta uppsjávartegunda
Fulltrúar Íslands, Noregs og Danmerkur, fyrir hönd Færeyinga, hafa undirritað þjóðréttarsamninga um skiptingu hluta hafsvæðisins sem í daglegu tali gengur undir heitinu Síldarsmugan. Þá hafa tekist samningar um heildarkvóta kolmunna, norður-atlantshafssíldar og makríls í Norðaustur-Atlantshafi fyrir árið 2020. Frá þessu er greint á vef norska ríkisútvarpsins, NRK.
31.10.2019 - 01:36