Færslur: kjarnorkuvopn

Íranir bjartsýnir á afléttingu vopnasölubanns
Hassan Rouhani Íransforseti kveðst vongóður um að ekkert verði af tillögu Bandaríkjanna í öryggisráði SÞ um framlengingu vopnasölubanns til Írans. Forsetinn varar við afleiðingum stuðnings ráðsins við hugmyndina.
Pútín boðar öflugri og fullkomnari kjarnavopn flotans
Rússneski flotinn verður brátt vopnaður fullkomnari og hraðfleygari kjarnorkuflaugum en hingað til og kafbátar flotans verða búnir kjarnorkudrónum. Vladimír Pútín greindi frá þessu þegar hann ávarpaði árlega hersýningu flotans í Sankti Pétursborg, þar sem öflugustu herskip, kjarnorkukafbátar og herþotur flotans eru í öndvegi. Þá sagði forsetinn að flotinn fengi 40 ný skip til umráða á þessu ári.
27.07.2020 - 05:32
Andar köldu milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna
Stjórnin í Norður-Kóreu fordæmir Donald Trump og Bandaríkin harðlega í dag þegar þess er minnst að tvö ár eru liðin frá sögulegum fundi forsetans og Kim Jong Un.
12.06.2020 - 06:30
Nýr START samningur gæti lent í öngstræti
Sergei Ryabkov utanríkisráðherra Rússlands og Marshall Billingslea erindreki Bandaríkjastjórnar munu að öllu óbreyttu hittast í Vín 22. júní næstkomandi til að hefja viðræður um nýjan START samning um fækkun kjarnorkuvopna.
10.06.2020 - 01:35
Norður-Kóreumenn fullir efasemda um viðræður
Sendinefnd Norður-Kóreu efast um að Bandaríkin geti komið fram með ásættanlegar tillögur svo hægt sé að halda áfram að ræða kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu eftir að fundi var slitið í gær. 
06.10.2019 - 21:46
Norður-Kórea slítur fundi um kjarnorkuáætlun
Fundi sendinefnda Norður-Kóreu og Bandaríkjanna hefur verið slitið, en þær komu saman í Svíþjóð í dag til að ræða kjarnorkuáætlun Norður-Kóreumanna. 
05.10.2019 - 18:40
Greindu óvart frá staðsetningu kjarnavopna
Skýrsla sem unnin var fyrir Atlantshafsbandalagið og birt fyrir mistök virðist hafa staðfest opinbert leyndarmál, bandarísk kjarnavopn eru geymd í fimm ríkjum bandalagsins.
17.07.2019 - 04:45
Kjarnorkuvopnum heimsins fækkar milli ára
Á sama tíma og leiðtogar og samninganefndir Bandaríkjanna og Norður Kóreu hafa rætt um friðar- og afvopnunarmál, og þá sérstaklega um eyðingu kjarnavopna hinna síðarnefndu, hafa Bandaríkjamenn verið í óðaönn að uppfæra kjarnorkuvopnabúr sitt og Norður-Kóreumenn að líkindum verið að stækka sitt. Á heimsvísu hefur kjarnorkuvopnum fækkað um 600 frá síðasta ári.
17.06.2019 - 02:08
Trump opinn fyrir viðræðum við Íran
Donald Trump Bandaríkjaforseti segist opinn fyrir viðræðum við Íran. Hann er nú í Normandí í Frakklandi ásamt leiðtogum Evrópuríkja að minnast innrásarinnar á meginland Evrópu í seinni heimsstyrjöldinni. Þar hvatti Emmanuel Macron Frakklandsforseti Trump til að eiga opnar samningaviðræður við Íran til að stuðla að friði á svæðinu.
06.06.2019 - 17:03
Myndband
Sagði Kim frábæran leiðtoga
Leiðtogafundur Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, hófst í dag í Hanoi í Víetnam. Báðir segjast vera sannfærðir um að mikill árangur náist á fundinum sem heldur áfram á morgun.
28.02.2019 - 00:00
Rússar hætta líka í kjarnorkusamkomulagi
Vladimír Pútín, forseti Rússlands, ætlar einnig að hætta í tímamótasamkomulagi Bandaríkjanna og Rússlands um meðaldræg kjarnorkuvopn. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti það í gær að Bandaríkin styddu ekki lengur samkomulagið enda hefðu Rússar þverbrotið það.
02.02.2019 - 09:51
Íranar standa við kjarnorkusamkomulag
Íranar ætla að standa við sinn hlut í kjarnorkusamning stórríkjanna fimm; Kína, Rússlands, Frakklands, Bretlands og Þýskalands. Donald Trump, Bandaríkjaforseti dró Bandaríkin út úr samningnum í maí. AFP fréttastofan hefur þetta eftir skýrslu frá Alþjóðakjarnorkumálastofnuninni, IAEA. 
30.08.2018 - 14:01
Trump: Engin tímamörk á afvopnun Norður-Kóreu
Kveðið hefur við annan tón hjá Donald Trump Bandaríkjaforseti um það hvenær Norður-Kórea mun láta eftir kjarnavopn sín og segir hann nú að ekkert liggi á. Áður hafði forsetinn sagt að slíkt hæfist fljótlega eftir að hann fundaði með leiðtoga Norður-Kóreu í Singapúr í síðasta mánuði.
18.07.2018 - 02:29
Afstaða Bandaríkjanna valdi áhyggjum
Yfirlýsingum norðurkóreskra yfirvalda og Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ber ekki saman um nýlegan fund ríkjanna í Pyongyang. Yfirvöld í Norður-Kóreu segja að afstaða Bandaríkjamanna sé hryggileg og valdi áhyggjum en Pompeo sótti landið heim til að ræða kjarnorkuafvopnun á Kóreuskaga. Sjálfur sagði Pompeo að fundurinn hefði verið árangursríkur.
07.07.2018 - 16:03
Átti hreinskiptar viðræður við Kim
Donald Trump Bandaríkjaforseti segist hafa átt hreinskiptar viðræður við Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, í nótt. Lögð væri áhersla að algjöra kjarnorkuafvopnun á Kóreuskaga. Fundurinn sýndi að hægt væri að knýja fram breytingar.
12.06.2018 - 08:57
Íran: Boltinn er hjá Evrópusambandinu
Ali Akbar Salehi, yfirmaður kjarnorkuáætlunar Írans, segir að boltinn sé hjá Evrópusambandinu. Ráðamenn þar hafi kynnt ýmsar hugmyndir sem óvíst sé hvort verði að veruleika. Fyrr sé ekki hægt að ákveða hvort Íran segi sig frá kjarnorkusamningnum við vesturveldin.
19.05.2018 - 17:58
Erlent · Íran · kjarnorkuvopn · ESB
Bjartsýni um áframhaldandi kjarnorkusamning
Javad Zarif, utanríkisráðherra Írans, hittir starfsbræður sína frá Bretlandi, Frakklandi og Þýskalandi í dag til að ræða kjarnorkusamning fimm stórvelda við Íran. Hann segist bjartsýnn á að hægt verði að viðhalda samningnum þótt Bandaríkin hafi dregið sig út.
15.05.2018 - 17:59
Hryggur vegna nýrra kjarnorkuvopna
Japani, sem lifði af kjarnorkuvopnaárásina á Hiroshima, lýsir yfir miklum vonbrigðum vegna stefnuyfirlýsingar varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna um kjarnorkuvopn. Í henni er lagt til að framleidd verði smærri kjarnavopn en nú eru í vopnabúri Bandaríkjahers. Samkvæmt stefnuyfirlýsingunni eru kjarnavopnin sem til eru of stór til að Rússum stafi raunveruleg ógn af þeim.
03.02.2018 - 18:14
Ólíklegt að Bandaríkin ráðist til atlögu
Hótanir og pissukeppni leiðtoga Bandaríkjanna og Norður-Kóreu færast í aukana en Kim Jong-Un, leiðtogi Norður-Kóreu, vakti þó máls á friðarumleitunum í nýársávarpi sínu. Vera Knútsdóttir hjá félagi Sameinuðu þjóðanna segir frekar ólíklegt að kjarnorkustríð brjótist út og að Bandaríkin myndu aldrei verða fyrri til að beita kjarnorkuvopnum.
04.01.2018 - 15:31
Segir líkur á stríði aukast dag hvern
Líkur á stríði á milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu aukast dag hvern, að sögn McMaster, þjóðaröryggisráðgjafa Donald Trumps, forseta Bandaríkjanna. Norðurkóresk stjórnvöld segja Bandaríkjamenn og Suður-Kóreumenn kynda undir kjarnorkustríði með sameiginlegri heræfingu sem hefst á morgun.
03.12.2017 - 10:19
Íslendingar og Írar leiða samstarf um afvopnun
Ísland mun gegna formennsku í alþjóðlegu eftirlitskerfi með flugskeytatækni ásamt Írlandi næsta árið. Alþjóðlega samstarfið snýst um að takmarka útbreiðslu á eldflaugatækni fyrir burðarkerfi vopna, þar á meðal gereyðingarvopna.
19.10.2017 - 12:34
Hvetja Trump til að virða kjarnorkusamning
Stjórnvöld í Kína hvetja Bandaríkjamenn til að standa við kjarnorkusamning stórveldanna og Írans. Talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins greindi frá þessu í morgun. 
13.10.2017 - 09:23
Vetnissprengjur yfirleitt öflugri
Sprengjan sem var sprengd í Norður-Kóreu á sunnudag er talin hafa verið vetnissprengja og mun öflugri en þær sem ríkið hefur áður gert tilraunir með. Eðlisfræðingur segir vetnissprengjur alla jafna öflugri en hefðbundnar kjarnorkusprengjur.
04.09.2017 - 19:45
Bandaríkjaher með hernaðaráætlun til reiðu
Bandaríkjaher undirbýr hernaðaraðgerðir sem gripið verður til ef viðskiptaþvinganir á Norður-Kóreu bera ekki árangur. Joseph Dunford, yfirmaður bandaríska herráðsins og æðsti hershöfðingi Bandaríkjahers, segir að áætlanir hafi verið gerðar um beitingu hervalds.
14.08.2017 - 12:20
Ísland samstíga Nató í kjarnavopnamálum
Ísland var ekki eitt þeirra hundrað tuttugu og tveggja ríkja sem samþykktu alþjóðlegt lögbann við kjarnavopnum á sérstakri ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í síðustu viku. Utanríkisráðherra segir aðgerðirnar sem boðaðar voru ekki vera raunhæfar. Segir hann Ísland vera á sama stað og þau ríki sem við berum okkur saman við í þessu máli. Samningur um bann við kjarnavopnum var samþykktur af 122 ríkjum á sérstakri ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna á föstudag.
11.07.2017 - 07:38