Færslur: kjarnorkuvopn

Hvað gerist beiti Pútín kjarnorkuvopnum?
Óduldar hótanir Rússlandsforseta og fleiri ráðamanna um beitingu kjarnorkuvopna í Úkraínu til að verja landsvæði sem þeir álíta að tilheyri Rússlandi, hafa vakið vangaveltur sérfræðinga um afleiðingar þess og hvernig vesturveldin brygðust við.
Áfrýja úrskurði um sérstakan matsmann vegna húsleitar
Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hyggst áfrýja úrskurði alríkisdómara í Flórída um að hindra aðgang ráðuneytisins að þúsundum skjala sem hald var lagt á við húsleit á heimili fyrrverandi forseta. Það tekur einnig til fjölda leyniskjala.
Ný kjarnorkulög heimila Norður-Kóreu að skjóta fyrst
Leiðtogi Norður-Kóreu segir útilokað að landið hætti nokkurn tíma að vera kjarnorkuríki. Nýsamþykkt lög heimila Norður-Kóreumönnum að gera kjarnorkuvopnaárás í varnarskyni.
Gögn um vopnabúr erlends ríkis fundust við húsleitina
Nokkur þeirra skjala sem fundust við leit bandarísku alríkislögreglunnar á heimili Donalds Trump fyrrverandi forseta í ágúst eru svo háleynileg að þau eru eingöngu ætluð forseta, ríkisstjórn og handfylli embættismanna henni tengdum. Enginn annar má líta þau augum nema með sérstakri heimild.
Rússar stöðva endurnýjun samnings um kjarnavopn
Rússar komu í gær föstudag, í veg fyrir innleiðingu sameiginlegar yfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna varðandi takmörkun kjarnorkuvopna í heiminum. Eftir næstum mánaðarlanga ráðstefnu fordæma fulltrúar Rússlands það sem þeir kalla pólítískt yfirbragð yfirlýsingarinnar.
Leyniskjöl meðal þess sem fannst við leitina hjá Trump
Alríkisdómari í Flórida í Bandaríkjunum samþykkti í dag að opinbera þau gögn sem tengjast heimild til húsleitar á heimili Donalds Trump fyrrverandi forseta. Skjöl sem innihalda háleynilegar upplýsingar eru meðal þess sem fannst við leitina.
Segir átök við kjarnorkuver í Úkraínu vera stórhættuleg
Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir árásir síðustu daga á kjarnorkuver í borginni Zaporizhzhia í Úkraínu vera stórhættulegar, líkt og allar aðrar árásir sem gerðar séu á kjarnorkuver.
Telja að kjarnorkuvopnum fari að fjölga á ný
Allt bendir til þess að kjarnorkuvopnum fari aftur fjölgandi næsta áratuginn, eftir að hafa fækkað jafnt og þétt síðustu 35 árin. Þetta kemur fram í nýrri ársskýrslu Alþjóða friðarrannsóknarsetursins í Stokkhólmi, SIPRI, þar sem Úkraínustríðið er nefnt sem meginástæða þessa viðsnúnings.
Fjögurra ríkja ráðstefna hefst í Japan á þriðjudag
Bandaríkjaforseti heldur í dag til fundar við ráðamenn í Japan. Hann er á ferð um Asíu til þess að treysta böndin og tryggja ítök Bandaríkjanna í álfunni. Nýkjörinn forsætisráðherra Ástralíu hyggst eftir helgina funda einslega með Bandaríkjaforseta auk leiðtoga Japans og Indlands í tengslum við ráðstefnu ríkjanna.
Fyrsti forseti Úkraínu látinn
Leonid Kravtjuk, fyrsti forseti Úkraínu, er látinn, 88 ára að aldri, eftir langvarandi veikindi. Úkraínskir fjölmiðlar greina frá þessu og hafa eftir nánustu aðstandendum forsetans fyrrverandi. Andriy Yermak, starfsmannastjóri forsetaembættisins, segir þetta sorgarfréttir og mikinn missi fyrir Úkraínu, enda hafi Kravtjuk verið „vitur föðurlandsvinur“ og traustur leiðtogi í sjálfstæðisbaráttu Úkraínu.
Lavrov segir að snúið hafi verið útúr viðvörunum hans
Utanríkisráðherra Rússlands segir vestræna fjölmiðla og stjórnmálamenn hafa snúið út úr varnaðarorðum hans um að þriðja heimsstyrjöldin gæti verið yfirvofandi.
Hlýleg bréfaskipti á Kóreuskaga
Kim Jong-un leiðtogi Norður-Kóreu þakkaði í morgun Moon Jae-in fráfarandi forseta Suður-Kóreu skriflega fyrir tilraunir hans til að bæta samskipti ríkjanna. Enn andar þó köldu þar á milli og ekki útlit fyrir að Norður-Kóreumenn láti af kjarnorkuvopnatilraunum sínum í bráð. Moon svaraði bréfum Kims þó hlýlega.
Segir 2.500 - 3.000 úkraínska hermenn hafa fallið
Loftvarnasírenur glumdu í flestum héruðum Úkraínu í morgunsárið og fregnir hafa borist af sprengingum í höfuðborginni Kænugarði og borginni Lviv í landinu vestanverðu. Úkraínuforseti segir að á milli 2.500 og 3.000 úkraínskir hermenn hafi fallið í stríðinu til þessa og varar við því að Rússar kunni að beita efna- eða kjarnorkuvopnum.
Kim heitir uppbyggingu „yfirþyrmandi herafla“
Kim Jong Un leiðtogi Norður-Kóreu heitir því að byggja upp yfirþyrmandi, óstöðvandi herafla. Þetta kom fram í ríkismiðlum landsins í morgun en nokkrir dagar eru síðan hann stjórnaði skoti einhverrar voldugustu eldflaugar sem Norður-Kórea hefur á að skipa.
Telja líklegt að Rússar hóti kjarnorkuárás
Bandarísk stjórnvöld búast við því að Vladimír Pútín Rússlandsforseti grípi til hótana um að beita kjarnorkuvopnum, dragist stríðið í Úkraínu á langinn. Fréttaveitan Bloomberg News greinir frá þessu, en fréttamenn hennar fengu aðgang að greiningu sérfræðinga bandaríska varnarmálaráðuneytisins á stöðunni í Úkraínu.
18.03.2022 - 01:22
„Hann talar eins og herra alheimsins“
Stjórnmálaskýrendur velta fyrir sér hvort Vladimír Pútín Rússlandsforseti sé reiðubúinn að beita kjarnavopnum. Fyrirskipun hans um að sú sveit sem sér um kjarnorkuvopn hersins skuli sett í viðbragðsstöðu hefur víða vakið ugg. Hann kallaði þær „fælingarsveitir“ og sagði ástæðu tilskipunarinnar „árásargjarna framkomu“ Vesturlanda.
Beinar viðræður Bandaríkjanna og Íran brýnar
Háttsettur bandarískur embættismaður segir að samningaviðræður við Írani um kjarnorkuáætlun þeirra sé að renna út í sandinn. Hann hvetur írönsk stjórnvöld að efna til beinna viðræðna við Bandaríkjamenn svo hægt verði að komast að samkomulagi.
Sjöunda eldflaugaskot Norður-Kóreumanna staðreynd
Stjórnvöld í Norður-Kóreu staðfestu í dag að meðaldrægu Hwasong-12 flugskeyti hefði verið skotið frá landinu á sunnudag. Það er í fyrsta skipti frá árinu 2017 sem Norður-Kóreumenn gera tilraun með jafnöflugt vopn.
Sjötta eldflaugatilraun Norður-Kóreu í þessum mánuði
Norður-Kóreumenn skutu óþekktri gerð eldflaugar á loft snemma í morgun að staðartíma að því er fram kemur í tilkynningu hermálayfirvalda í Suður-Kóreu. Þetta er í sjötta sinn á árinu sem Norður-Kóreumenn sýna hernaðarmátt sinn í verki.
Áríðandi að ljúka gerð kjarnorkusamnings fljótt
Bandaríkin þurfa að leita annarra leiða náist ekki samkomulag við Írana um kjarnorkuáætlun þeirra. Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að örfáar vikur séu til stefnu.
Fyrsta flugskeyti ársins skotið frá Norður-Kóreu í gær
Flugskeyti var skotið frá Norður-Kóreu út á Japanshaf í gærkvöld. Hermálayfirvöld í Suður-Kóreu og japanska strandgæslan greindu frá þessu en þetta er fyrsta eldflaugaskot Norður-Kóreumanna á þessu ári. Leiðtogi ríkisins kveðst ætla að efla hernaðarmátt þess enn frekar.
Bandaríkin birta fjölda kjarnaodda í vopnabúrinu
3.750 virkir og óvirkir kjarnaoddar voru í vopnabúri Bandaríkjahers í septemberlok í fyrra, samkvæmt skýrslu bandaríska utanríkisráðuneytisins. Þetta er í fyrsta sinn í fjögur ár sem slík skýrsla er gefin út, en stjórn Donalds Trumps greindi aldrei frá stöðu kjarnaodda í forsetatíð sinni.
06.10.2021 - 02:56
Tugir kínverskra herþotna flugu inn í lofthelgi Taívan
Stjórnvöld í eyríkinu Taívan greindu frá því að 38 kínverskar herþotur flugu inn í lofthelgi þess í gær. Aldrei hafa jafnmargar herflugvélar Kínverja flogið þar um en varnarmálaráðuneyti Taívan greinir frá því að þoturnar hafi komið inn í lofthelgina í tveimur bylgjum.
02.10.2021 - 06:29
Sakar Bandaríkjastjórn um fjandskap og sýndarmennsku
Kim Jong Un leiðtogi Norður-Kóreu sakar Bandaríkjastjórn um sýndarmennsku og fjandsamlega hegðun í sinn garð. Joe Biden Bandaríkjaforseti lýsti nýverið yfir vilja til að ræða við stjórnvöld í Norður-Kóreu í kjölfar mikilla eldflaugatilrauna ríkisins.
Norður-Kórea gerir tilraun með hljóðfrátt flugskeyti
Tilraunaskot hljóðfrárrar skotflaugar Norður-Kóreumanna tókst giftusamlega í gær að sögn þarlendra ríkismiðla. Bæði ríkin á Kóreuskaga keppast við að auka í vopnabúr sitt. Bandaríkjastjórn fordæmir athæfið.