Færslur: kjarnorkuvopn

Bandaríkin birta fjölda kjarnaodda í vopnabúrinu
3.750 virkir og óvirkir kjarnaoddar voru í vopnabúri Bandaríkjahers í septemberlok í fyrra, samkvæmt skýrslu bandaríska utanríkisráðuneytisins. Þetta er í fyrsta sinn í fjögur ár sem slík skýrsla er gefin út, en stjórn Donalds Trumps greindi aldrei frá stöðu kjarnaodda í forsetatíð sinni.
06.10.2021 - 02:56
Tugir kínverskra herþotna flugu inn í lofthelgi Taívan
Stjórnvöld í eyríkinu Taívan greindu frá því að 38 kínverskar herþotur flugu inn í lofthelgi þess í gær. Aldrei hafa jafnmargar herflugvélar Kínverja flogið þar um en varnarmálaráðuneyti Taívan greinir frá því að þoturnar hafi komið inn í lofthelgina í tveimur bylgjum.
02.10.2021 - 06:29
Sakar Bandaríkjastjórn um fjandskap og sýndarmennsku
Kim Jong Un leiðtogi Norður-Kóreu sakar Bandaríkjastjórn um sýndarmennsku og fjandsamlega hegðun í sinn garð. Joe Biden Bandaríkjaforseti lýsti nýverið yfir vilja til að ræða við stjórnvöld í Norður-Kóreu í kjölfar mikilla eldflaugatilrauna ríkisins.
Norður-Kórea gerir tilraun með hljóðfrátt flugskeyti
Tilraunaskot hljóðfrárrar skotflaugar Norður-Kóreumanna tókst giftusamlega í gær að sögn þarlendra ríkismiðla. Bæði ríkin á Kóreuskaga keppast við að auka í vopnabúr sitt. Bandaríkjastjórn fordæmir athæfið.
Norður-Kórea: Aukus skapar kjarnorkuvopnakapphlaup
Utanríkisráðuneyti Norður-Kóreu segir hættu á að Aukus hernaðarsamkomulag Bandaríkjamanna, Breta og Ástrala komi af stað kjarnorkuvopnakapphlaupi á Asíu-Kyrrahafssvæðinu.
20.09.2021 - 01:19
Norðurkóreskt flugskeyti lenti í Suður-Kínahafi
Ókennilegt flugskeyti sem skotið var frá Norður-Kóreu í dag endaði í Suður-Kínahafi að því er fram kemur í tilkynningu hernaðaryfirvalda í Suður-Kóreu.
15.09.2021 - 04:33
76 ár frá kjarnorkuárásinni á Hírósíma
Í Japan minntist fólk þess í morgunsárið að 76 ár eru í dag frá fyrstu kjarnorkuárás mannkynssögunnar. Þennan dag árið 1945 vörpuðu Bandaríkjamenn kjarnorkusprengju á japönsku borgina Hírósíma og drápu þannig um 140.000 manns, sem langflest voru almennir borgarar.
06.08.2021 - 05:51
Kim býr sig undir ágreining við Bandaríkin
Kim Jong Un leiðtogi Norður-Kóreu segir nauðsyn að vera viðbúinn jafnt fyrir ágreining sem viðræður við Bandaríkin og Joe Biden forseta.
18.06.2021 - 01:47
Frakkar gerðu lítið úr áhrifum kjarnorkutilrauna sinna
Ný rannsókn sýnir að Frakkar reyndu að gera lítið úr áhrifum kjarnorkutilrauna sinna í Kyrrahafinu á síðustu öld. Vísindamenn telja að um 110 þúsund manns í Frönsku Pólynesíu hafi orðið fyrir áhrifum geislunar af völdum tilraunanna.
10.03.2021 - 06:12
Pútín undirritar framlengingu kjarnorkusamnings
Vladimír Pútín, forseti Rússlands, skrifaði í gær undir framlengingu á kjarnorkusáttmála ríkisins við Bandaríkin. Guardian greinir frá þessu. Samningurinn, sem kenndur er við nýtt upphaf, átti að renna út í næstu viku. Báðar deildir rússneska þingsins samþykktu einróma á miðvikudag að framlengja samninginn um fimm ár. Bandaríkjaþing þarf ekki að samþykkja framlenginguna.
30.01.2021 - 03:18
Skora á ríkisstjórnina að samþykkja kjarnorkuafvopnun
Samningur Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum tekur gildi í dag og hafa fimmtíu aðildarríki samþykkt hann. Ísland er ekki þeirra á meðal. Tuttugu og tvö félagasamtök, auk Biskupsstofu, skora á íslensk stjórnvöld að fullgilda samninginn. 
Íran
Fylgja kjarnorkusamningi snúi Bandaríkin við blaðinu
Ef Bandaríkin gerast aðili að kjarnorkusamkomulagi stórveldanna og Írans á nýjaleik munu Íranar fara í einu og öllu að skilmálum samkomulagsins strax frá fyrstu stundu. Þetta sagði Hassan Rouhani Íransforseti á fréttamannafundi í gær, aðspurður um mögulega stefnubreytingu stjórnvalda í Washington og Teheran í kjölfar embættistöku Joes Bidens í janúar.
15.12.2020 - 02:25
Sáttmáli um bann við kjarnorkuvopnum fær formlega stöðu
Sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum fær formlega stöðu við að Hondúras varð í dag fimmtugasta ríki heims til að fullgilda hann.
Risaflaugin tilkomumikil en friðurinn heldur
Friðarsamkomulag Donalds Trumps Bandaríkjaforseta við Norður-Kóreu hefur dregið úr hættunni af átökum segir Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
14.10.2020 - 20:02
Ísland breytir ekki afstöðu til afvopnunarsamnings
Ekki stendur til að Ísland gerist aðili að kjarnorkubannsamningnum sem undirritaður var árið 2017, þar sem stjórnvöld óttast að hann missi marks án þess að kjarnorkuveldin sjálf fullgildi samninginn. Áskorun fyrrverandi ráðherra breyti engu um þá afstöðu. 
Norður-Kórea sýndi mátt sinn og megin á hersýningu
Tröllaukin kjarnorkuflaug sem sérfræðingar segja þá stærstu sinnar tegundar í veröldinni var meðal þess sem bar fyrir augu á mikilli hersýningu í Pyong Yang höfuðborg Norður Kóreu í dag.
10.10.2020 - 16:00
Íranir bjartsýnir á afléttingu vopnasölubanns
Hassan Rouhani Íransforseti kveðst vongóður um að ekkert verði af tillögu Bandaríkjanna í öryggisráði SÞ um framlengingu vopnasölubanns til Írans. Forsetinn varar við afleiðingum stuðnings ráðsins við hugmyndina.
Pútín boðar öflugri og fullkomnari kjarnavopn flotans
Rússneski flotinn verður brátt vopnaður fullkomnari og hraðfleygari kjarnorkuflaugum en hingað til og kafbátar flotans verða búnir kjarnorkudrónum. Vladimír Pútín greindi frá þessu þegar hann ávarpaði árlega hersýningu flotans í Sankti Pétursborg, þar sem öflugustu herskip, kjarnorkukafbátar og herþotur flotans eru í öndvegi. Þá sagði forsetinn að flotinn fengi 40 ný skip til umráða á þessu ári.
27.07.2020 - 05:32
Andar köldu milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna
Stjórnin í Norður-Kóreu fordæmir Donald Trump og Bandaríkin harðlega í dag þegar þess er minnst að tvö ár eru liðin frá sögulegum fundi forsetans og Kim Jong Un.
12.06.2020 - 06:30
Nýr START samningur gæti lent í öngstræti
Sergei Ryabkov utanríkisráðherra Rússlands og Marshall Billingslea erindreki Bandaríkjastjórnar munu að öllu óbreyttu hittast í Vín 22. júní næstkomandi til að hefja viðræður um nýjan START samning um fækkun kjarnorkuvopna.
10.06.2020 - 01:35
Norður-Kóreumenn fullir efasemda um viðræður
Sendinefnd Norður-Kóreu efast um að Bandaríkin geti komið fram með ásættanlegar tillögur svo hægt sé að halda áfram að ræða kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu eftir að fundi var slitið í gær. 
06.10.2019 - 21:46
Norður-Kórea slítur fundi um kjarnorkuáætlun
Fundi sendinefnda Norður-Kóreu og Bandaríkjanna hefur verið slitið, en þær komu saman í Svíþjóð í dag til að ræða kjarnorkuáætlun Norður-Kóreumanna. 
05.10.2019 - 18:40
Greindu óvart frá staðsetningu kjarnavopna
Skýrsla sem unnin var fyrir Atlantshafsbandalagið og birt fyrir mistök virðist hafa staðfest opinbert leyndarmál, bandarísk kjarnavopn eru geymd í fimm ríkjum bandalagsins.
17.07.2019 - 04:45
Kjarnorkuvopnum heimsins fækkar milli ára
Á sama tíma og leiðtogar og samninganefndir Bandaríkjanna og Norður Kóreu hafa rætt um friðar- og afvopnunarmál, og þá sérstaklega um eyðingu kjarnavopna hinna síðarnefndu, hafa Bandaríkjamenn verið í óðaönn að uppfæra kjarnorkuvopnabúr sitt og Norður-Kóreumenn að líkindum verið að stækka sitt. Á heimsvísu hefur kjarnorkuvopnum fækkað um 600 frá síðasta ári.
17.06.2019 - 02:08
Trump opinn fyrir viðræðum við Íran
Donald Trump Bandaríkjaforseti segist opinn fyrir viðræðum við Íran. Hann er nú í Normandí í Frakklandi ásamt leiðtogum Evrópuríkja að minnast innrásarinnar á meginland Evrópu í seinni heimsstyrjöldinni. Þar hvatti Emmanuel Macron Frakklandsforseti Trump til að eiga opnar samningaviðræður við Íran til að stuðla að friði á svæðinu.
06.06.2019 - 17:03