Færslur: kjarnorkuvopn

Fyrsti forseti Úkraínu látinn
Leonid Kravtjuk, fyrsti forseti Úkraínu, er látinn, 88 ára að aldri, eftir langvarandi veikindi. Úkraínskir fjölmiðlar greina frá þessu og hafa eftir nánustu aðstandendum forsetans fyrrverandi. Andriy Yermak, starfsmannastjóri forsetaembættisins, segir þetta sorgarfréttir og mikinn missi fyrir Úkraínu, enda hafi Kravtjuk verið „vitur föðurlandsvinur“ og traustur leiðtogi í sjálfstæðisbaráttu Úkraínu.
Lavrov segir að snúið hafi verið útúr viðvörunum hans
Utanríkisráðherra Rússlands segir vestræna fjölmiðla og stjórnmálamenn hafa snúið út úr varnaðarorðum hans um að þriðja heimsstyrjöldin gæti verið yfirvofandi.
Hlýleg bréfaskipti á Kóreuskaga
Kim Jong-un leiðtogi Norður-Kóreu þakkaði í morgun Moon Jae-in fráfarandi forseta Suður-Kóreu skriflega fyrir tilraunir hans til að bæta samskipti ríkjanna. Enn andar þó köldu þar á milli og ekki útlit fyrir að Norður-Kóreumenn láti af kjarnorkuvopnatilraunum sínum í bráð. Moon svaraði bréfum Kims þó hlýlega.
Segir 2.500 - 3.000 úkraínska hermenn hafa fallið
Loftvarnasírenur glumdu í flestum héruðum Úkraínu í morgunsárið og fregnir hafa borist af sprengingum í höfuðborginni Kænugarði og borginni Lviv í landinu vestanverðu. Úkraínuforseti segir að á milli 2.500 og 3.000 úkraínskir hermenn hafi fallið í stríðinu til þessa og varar við því að Rússar kunni að beita efna- eða kjarnorkuvopnum.
Kim heitir uppbyggingu „yfirþyrmandi herafla“
Kim Jong Un leiðtogi Norður-Kóreu heitir því að byggja upp yfirþyrmandi, óstöðvandi herafla. Þetta kom fram í ríkismiðlum landsins í morgun en nokkrir dagar eru síðan hann stjórnaði skoti einhverrar voldugustu eldflaugar sem Norður-Kórea hefur á að skipa.
Telja líklegt að Rússar hóti kjarnorkuárás
Bandarísk stjórnvöld búast við því að Vladimír Pútín Rússlandsforseti grípi til hótana um að beita kjarnorkuvopnum, dragist stríðið í Úkraínu á langinn. Fréttaveitan Bloomberg News greinir frá þessu, en fréttamenn hennar fengu aðgang að greiningu sérfræðinga bandaríska varnarmálaráðuneytisins á stöðunni í Úkraínu.
18.03.2022 - 01:22
„Hann talar eins og herra alheimsins“
Stjórnmálaskýrendur velta fyrir sér hvort Vladimír Pútín Rússlandsforseti sé reiðubúinn að beita kjarnavopnum. Fyrirskipun hans um að sú sveit sem sér um kjarnorkuvopn hersins skuli sett í viðbragðsstöðu hefur víða vakið ugg. Hann kallaði þær „fælingarsveitir“ og sagði ástæðu tilskipunarinnar „árásargjarna framkomu“ Vesturlanda.
Beinar viðræður Bandaríkjanna og Íran brýnar
Háttsettur bandarískur embættismaður segir að samningaviðræður við Írani um kjarnorkuáætlun þeirra sé að renna út í sandinn. Hann hvetur írönsk stjórnvöld að efna til beinna viðræðna við Bandaríkjamenn svo hægt verði að komast að samkomulagi.
Sjöunda eldflaugaskot Norður-Kóreumanna staðreynd
Stjórnvöld í Norður-Kóreu staðfestu í dag að meðaldrægu Hwasong-12 flugskeyti hefði verið skotið frá landinu á sunnudag. Það er í fyrsta skipti frá árinu 2017 sem Norður-Kóreumenn gera tilraun með jafnöflugt vopn.
Sjötta eldflaugatilraun Norður-Kóreu í þessum mánuði
Norður-Kóreumenn skutu óþekktri gerð eldflaugar á loft snemma í morgun að staðartíma að því er fram kemur í tilkynningu hermálayfirvalda í Suður-Kóreu. Þetta er í sjötta sinn á árinu sem Norður-Kóreumenn sýna hernaðarmátt sinn í verki.
Áríðandi að ljúka gerð kjarnorkusamnings fljótt
Bandaríkin þurfa að leita annarra leiða náist ekki samkomulag við Írana um kjarnorkuáætlun þeirra. Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að örfáar vikur séu til stefnu.
Fyrsta flugskeyti ársins skotið frá Norður-Kóreu í gær
Flugskeyti var skotið frá Norður-Kóreu út á Japanshaf í gærkvöld. Hermálayfirvöld í Suður-Kóreu og japanska strandgæslan greindu frá þessu en þetta er fyrsta eldflaugaskot Norður-Kóreumanna á þessu ári. Leiðtogi ríkisins kveðst ætla að efla hernaðarmátt þess enn frekar.
Bandaríkin birta fjölda kjarnaodda í vopnabúrinu
3.750 virkir og óvirkir kjarnaoddar voru í vopnabúri Bandaríkjahers í septemberlok í fyrra, samkvæmt skýrslu bandaríska utanríkisráðuneytisins. Þetta er í fyrsta sinn í fjögur ár sem slík skýrsla er gefin út, en stjórn Donalds Trumps greindi aldrei frá stöðu kjarnaodda í forsetatíð sinni.
06.10.2021 - 02:56
Tugir kínverskra herþotna flugu inn í lofthelgi Taívan
Stjórnvöld í eyríkinu Taívan greindu frá því að 38 kínverskar herþotur flugu inn í lofthelgi þess í gær. Aldrei hafa jafnmargar herflugvélar Kínverja flogið þar um en varnarmálaráðuneyti Taívan greinir frá því að þoturnar hafi komið inn í lofthelgina í tveimur bylgjum.
02.10.2021 - 06:29
Sakar Bandaríkjastjórn um fjandskap og sýndarmennsku
Kim Jong Un leiðtogi Norður-Kóreu sakar Bandaríkjastjórn um sýndarmennsku og fjandsamlega hegðun í sinn garð. Joe Biden Bandaríkjaforseti lýsti nýverið yfir vilja til að ræða við stjórnvöld í Norður-Kóreu í kjölfar mikilla eldflaugatilrauna ríkisins.
Norður-Kórea gerir tilraun með hljóðfrátt flugskeyti
Tilraunaskot hljóðfrárrar skotflaugar Norður-Kóreumanna tókst giftusamlega í gær að sögn þarlendra ríkismiðla. Bæði ríkin á Kóreuskaga keppast við að auka í vopnabúr sitt. Bandaríkjastjórn fordæmir athæfið.
Norður-Kórea: Aukus skapar kjarnorkuvopnakapphlaup
Utanríkisráðuneyti Norður-Kóreu segir hættu á að Aukus hernaðarsamkomulag Bandaríkjamanna, Breta og Ástrala komi af stað kjarnorkuvopnakapphlaupi á Asíu-Kyrrahafssvæðinu.
20.09.2021 - 01:19
Norðurkóreskt flugskeyti lenti í Suður-Kínahafi
Ókennilegt flugskeyti sem skotið var frá Norður-Kóreu í dag endaði í Suður-Kínahafi að því er fram kemur í tilkynningu hernaðaryfirvalda í Suður-Kóreu.
15.09.2021 - 04:33
76 ár frá kjarnorkuárásinni á Hírósíma
Í Japan minntist fólk þess í morgunsárið að 76 ár eru í dag frá fyrstu kjarnorkuárás mannkynssögunnar. Þennan dag árið 1945 vörpuðu Bandaríkjamenn kjarnorkusprengju á japönsku borgina Hírósíma og drápu þannig um 140.000 manns, sem langflest voru almennir borgarar.
06.08.2021 - 05:51
Kim býr sig undir ágreining við Bandaríkin
Kim Jong Un leiðtogi Norður-Kóreu segir nauðsyn að vera viðbúinn jafnt fyrir ágreining sem viðræður við Bandaríkin og Joe Biden forseta.
18.06.2021 - 01:47
Frakkar gerðu lítið úr áhrifum kjarnorkutilrauna sinna
Ný rannsókn sýnir að Frakkar reyndu að gera lítið úr áhrifum kjarnorkutilrauna sinna í Kyrrahafinu á síðustu öld. Vísindamenn telja að um 110 þúsund manns í Frönsku Pólynesíu hafi orðið fyrir áhrifum geislunar af völdum tilraunanna.
10.03.2021 - 06:12
Pútín undirritar framlengingu kjarnorkusamnings
Vladimír Pútín, forseti Rússlands, skrifaði í gær undir framlengingu á kjarnorkusáttmála ríkisins við Bandaríkin. Guardian greinir frá þessu. Samningurinn, sem kenndur er við nýtt upphaf, átti að renna út í næstu viku. Báðar deildir rússneska þingsins samþykktu einróma á miðvikudag að framlengja samninginn um fimm ár. Bandaríkjaþing þarf ekki að samþykkja framlenginguna.
30.01.2021 - 03:18
Skora á ríkisstjórnina að samþykkja kjarnorkuafvopnun
Samningur Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum tekur gildi í dag og hafa fimmtíu aðildarríki samþykkt hann. Ísland er ekki þeirra á meðal. Tuttugu og tvö félagasamtök, auk Biskupsstofu, skora á íslensk stjórnvöld að fullgilda samninginn. 
Íran
Fylgja kjarnorkusamningi snúi Bandaríkin við blaðinu
Ef Bandaríkin gerast aðili að kjarnorkusamkomulagi stórveldanna og Írans á nýjaleik munu Íranar fara í einu og öllu að skilmálum samkomulagsins strax frá fyrstu stundu. Þetta sagði Hassan Rouhani Íransforseti á fréttamannafundi í gær, aðspurður um mögulega stefnubreytingu stjórnvalda í Washington og Teheran í kjölfar embættistöku Joes Bidens í janúar.
15.12.2020 - 02:25
Sáttmáli um bann við kjarnorkuvopnum fær formlega stöðu
Sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum fær formlega stöðu við að Hondúras varð í dag fimmtugasta ríki heims til að fullgilda hann.