Færslur: Kjarnorkuver

Rafmagn komið á úkraínska kjarnorkuverið Zaporishshia
Úkraínska kjarnorkuverið Zaporishshia hefur verið tengt við dreifikerfi úkraínsku rafveitunnar að nýju. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin greinir frá þessu á Twitter. Tekist hefur að gera við einn fjögurra meginkapla sem eyðlilögðust í ítrekuðum árásum á verið, en hinir þrír eru enn ótengdir og ekki hægt að nota þá í bráð.
Úkraínumenn hafa náð að landamærum Rússlands
Hersveitir Úkraínumanna ráða nú öllum landamærum Kharkiv-héraðs að Rússlandi. Þeim hefur tekist að stökkva rússneskum hersveitum á brott úr héraðinu. Rússa reyna að reisa nýjar varnarlínur til að stöðva framrás Úkraínumanna.
Forsætisáðherra Ísraels vill stöðva kjarnorkusamning
Forsætisráðherra Ísraels vill að helstu iðnríki heims hætti við að gera kjarnorkusamkomulag við Írani. Ráðherrann kom til Þýskalands í gær þar sem hann hyggst sannfæra ráðamenn um að óráð sé að ljúka samkomulaginu.
Slökkt á síðasta virka kjarnaofni Zaporizhzhia-versins
Úkraínustjórn tilkynnti í nótt að slökkt hefði verið á sjötta kjarnaofni kjarnorkuversins í Zaporizhzhia . Með því leggst af öll raforkuframleiðsla í þessu stærsta kjarnorkuveri Evrópu. Þetta kemur fram í tilkynningu ríkisorkufyrirtækisins Energoatom og að undirbúningur sé hafinn að kælingu ofnsins.
Segja ástandið við Zaporizhzhia sífellt ótryggara
Ástandið í og við Zaporizhzhia kjarnorkuverið í Úkraínu verður æ ótryggara að mati sérfræðinga Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar á staðnum. Kjarnorkuslys gæti verið yfirvofandi.
Pólverjar hyggjast auka orkukaup af Úkraínumönnum
Pólverjar ætla að auka umtalsvert orkukaup af úkraínskum kjarnorkuverum. Þetta sagði forsætisráðherra Póllands meðan á heimsókn hans til Kyiv, höfuðborgar Úkraínu, stóð.
Ekki vilji til að skilgreina Rússland hryðjuverkaríki
Bandaríkjastjórn kveðst telja það hafa þveröfug áhrif að Rússland verði lýst ríki ábyrgt fyrir hryðjuverkum. Með því er kröfum Úkraínustjórnar og fjölda annarra þessa efnis hafnað.
Kjarnorkuverið í Zaporizhzhia tengt vara raflínu
Samband kjarnorkuversins í Zaporizhzia í Úkraínu við megin rafveitukerfi landsins rofnaði í dag, þegar fjórða aðal raflína kjarnorkuversins varð fyrir skemmdum. Kjarnorkuverið nær þó enn að koma rafmagni til Úkraínumanna í gegnum vara raflínu.
Vilja varanlega viðveru eftirlitsfólks í Zaporizhzhia
Eftirlitssveit Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar ætlar að sækjast eftir áframhaldandi viðveru við kjarnorkuverið í Zaporizhzhia í Úkraínu að loknum eftirlitsleiðangrinum sem nú stendur yfir. Fjórtán sérfræðingar stofnunarinnar eru á leið að kjarnorkuverinu, sem hefur verið á valdi rússneska hersins síðan á fyrstu vikum stríðsins.
Eftirlitsteymi á leið að kjarnorkuverinu í Zaporizhzhia
Eftirlitsteymi frá Alþjóðakjarnorkumálastofnuninni hefur lagt af stað að kjarnorkuverinu í Zaporizhzhia í suður Úkraínu. Rafael Grossi, yfirmaður stofnunarinnar, sagði sex mánaða undirbúning að baki og mikið væri í húfi.
ESB sendir Úkraínumönnum joðtöflur
Evrópusambandið ætlar að senda Úkraínumönnum fimm og hálfa milljón joðtaflna vegna hættu á kjarnorkuslysi í Zaphorizhzhia-kjarnorkuverinu. Það er á valdi Rússa og harðir bardagar hafa geisað við það. Framkvæmdastjórn ESB sendir töflurnar að beiðni stjórnvalda í Úkraínu.
Frakkar gætu þurft að grípa til orkuskömmtunar í vetur
Forsætisráðherra Frakklands varar fyrirtæki í landinu við því að mögulega verði gripið til orkuskömmtunar á komandi vetri. Hjá því megi komast með samvinnu. Þá sé brýnt að kjarnorkuver landsins haldi fullum afköstum.
Eftirlitsmenn komnir til Kænugarðs
Eftirlitsteymi Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar kom til Kænugarðs í Úkraínu í dag. Næstu daga ætlar það að rannsaka stöðuna í og við Zaporizhzhia-kjarnorkuverið, þar sem harðir bardagar geisa og óttast er að geti haft þær afleiðingar að kjarnorkuslys verði. 
Dreifa joðtöflum til íbúa við kjarnorkuver
Stjórnvöld í Úkraínu hafa þungar áhyggjur af því að kjarnorkuslys sé yfirvofandi í kjarnorkuverinu í Zaphorzhzhia-héraði og því hefur joðtöflum verið dreift til íbúa í fimmtíu kílómetra radíus frá verinu. Hafist var handa við dreifinguna á föstudag, daginn eftir að kjarnorkuverið aftengdist í fyrsta sinn rafveitu Úkraínu. Þá lýsti Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, því yfir að Evrópa væri hársbreidd frá alvarlegu kjarnorkuslysi.
29.08.2022 - 15:25
Fulltrúar kjarnorkumálastofnunar halda til Zaporizhzhia
Rafael Grossi, yfirmaður Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar, er á leið til Zaporizhzhia-kjarnorkuversins í Úkraínu ásamt eftirlitsteymi. Hann greindi frá þessu í morgun og sagði hópinn komast að verinu síðar í vikunni.
Hætta á að geislavirk efni leki úr kjarnorkuverinu
Innviðir kjarnorkuversins í Zaporizhzhia hafa orðið fyrir skemmdum og hætta er á að geislavirk efni leki út, segir fyrirtækið sem rekur verið. Ástæðan fyrir þessu séu ítrekaðar sprengjuárásir Rússa.
27.08.2022 - 12:28
Rússar stöðva endurnýjun samnings um kjarnavopn
Rússar komu í gær föstudag, í veg fyrir innleiðingu sameiginlegar yfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna varðandi takmörkun kjarnorkuvopna í heiminum. Eftir næstum mánaðarlanga ráðstefnu fordæma fulltrúar Rússlands það sem þeir kalla pólítískt yfirbragð yfirlýsingarinnar.
Zaporizhzhia-verið tengt að nýju - enn hætta á ferðum
Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, segir að enn sé hætta á ferðum við Zaporizhzhia-kjarnorkuverið í sunnanverðu landinu. Verið var tengt orkukerfi Úkraínu að nýju í dag eftir aftengingu í gær vegna skemmda á raflínum.
Segir Evrópu á barmi kjarnorkuhörmunga
Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, segir að naumlega hafi tekist að koma í veg fyrir kjarnorkuslys í kjarnorkuverinu í Zaporizhzhia í Úkraínu í dag þegar það var aftengt rafveitu vegna skemmda á raflínum. Stjórnvöld í Úkraínu segja Rússa hafa verið að verki.
25.08.2022 - 22:24
Raflínur skemmdar að kjarnorkuverinu í Zaporizhzhia
Kjarnorkuverið i Zaporizhzhia í Úkraínu hefur verið aftengt frá úkraínska rafveitukerfinu í fyrsta sinn síðan það var tekið í notkun fyrir tæpum fjörutíu árum. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin ætlar að senda eftirlitsteymi að verinu innan fárra daga.
Útilokar að framlengja starfsemi þýskra kjarnorkuvera
Robert Habeck, viðskiptaráðherra Þýskalands, útilokar að framlengja fyrirhugaðan rekstrartíma þriggja síðustu kjarnorkuveranna sem enn eru starfrækt í landinu til að spara gas. Þetta kom fram í máli ráðherrans á opnu húsi ríkisstjórnarinnar á sunnudag. Það myndi ekki minnka gasþörfina nema um tvö prósent í mesta lagi, og það sé allt of lítið til að réttlæta áframhaldandi rekstur á verunum þremur, sem ætlunin er að loka um áramótin.
Úkraína
Tólf særðust í árás nærri kjarnorkuveri
Tólf óbreyttir borgarar særðust þegar rússnesk eldflaug hæfði íbúðahverfi í bæ nærri kjarnorkuveri í Mykolaív-héraði í sunnanverðri Úkraínu í gær. Reuters-fréttastofan greinir frá þessu. Bærinn Voznesensk er skammt frá Pivdenoukrainsk-kjarnorkuverinu, því næst-stærsta í landinu.
21.08.2022 - 01:23
Spegillinn
Sammála um kjarnorkueftirlit í Úkraínu
Forsetar Frakklands og Rússlands eru sammála um að Alþjóðakjarnorkumálastofnunin verði að senda sérfræðinga til Úkraínu til að kanna ástand mála við Zaporizhzhia kjarnorkuverið. Zelensky, forseti Úkraínu, fór fram á það í gær að Sameinuðu þjóðirnar beiti sér fyrir því að eftirlitsmenn verði sendir til að kanna ástandið.
20.08.2022 - 09:30
Pútín segir stórslys vofa yfir í Zaporizhzhia
Vladimír Pútín, Rússlandsforseti, varaði Emmanuel Macron, Frakkalands forseta, við því á símafundi í dag að stórslys væri yfirvofandi í kjarnorkuverinu í Zaporizhzhia. Pútín segist hlynntur því að hlutlausir rannsakendur meti öryggi kjarnorkuversins.
Ekki hætta hér á landi af kjarnorkuslysi í Zaporizhzhia
Rússar segja að engin þungavopn séu nærri kjarnorkuverinu í Zaporizhzhia í Úkraínu og ástæðulaust að óttast kjarnorkuslys þar. Harðir bardagar hafa verið þar í nágrenninu síðustu daga og er varað við alvarlegum afleiðingum af þeim.
18.08.2022 - 09:51