Færslur: kjarnorkusamningur

Íranskar sérsveitir áfram á hryðjuverkalista
Bandaríkjastjórn heldur enn fast við þá fyrirætlun sína að halda Quds-sérsveitum íranska byltingarvarðarins á lista yfir hryðjuverkasamtök. Íransstjórn krefst þess að byltingarvörðurinn verði fjarlægður af þeim lista áður en kjarnorkusamningur verður endurnýjaður.
Ætla ekki að verða við kröfum Írana
Bandaríkin ætla ekki að aflétta refsiaðgerðum sem snúa að íranska byltingarverðinum þótt samkomulag náist um nýjan kjarnorkusamning. Þetta sagði Robert Malley, sérstakur erindreki Bandaríkjanna í Íran, í morgun.
27.03.2022 - 10:16
Blinken ræðir við Ísrael og fulltrúa Arabaríkja
Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna er kominn til Ísrael til fundar við fulltrúa þeirra Arabaríkja sem hafa tekið upp eðlileg stjórnmálasamskipti við Ísrael.
Dregur úr bjartsýni Bandaríkjamanna um kjarnorkusamning
Heldur hefur dregið úr bjartsýni Bandaríkjamanna um að unnt verði að endurvekja kjarnorkusamning við Írani. Utanríkisráðuneyti varar Írani við að gripið verði til varaáætlunar haggist þeir ekki í kröfugerð sinni.
Hlutabréf féllu í morgun en olíuverð stóð í stað
Hlutabréf í Hong Kong féllu í verði við opnun markaða í morgun. Verð lækkaði á fleiri mörkuðum í Asíu og Eyjaálfu með nokkrum undantekningum þó. Sérfræðingar búast við áframhaldandi flökti á markaðnum.
Hlé á viðræðum um kjarnorkusamning við Írani
Hlé hefur verið gert á samningaviðræðum um kjarnorkusamning við Írani vegna utanaðkomandi ástæðna. Samningur er þó nánast tilbúinn að sögn Joseps Borrell utanríkismálastjóra Evrópusambandsins.
Óttast að innrásin tefji kjarnorkusamning við Írani
Frakklandsstjórn hefur lýst yfir áhyggjum um að innrás Rússa í Úkraínu verði til þess að hindra eða tefja endurlífgun kjarnorkusamnings við Íran. Rússar eru aðilar að samningaviðræðunum ásamt Bretum, Kínverjum, Þjóðverjum og Frökkum.
Segja hægt að klára kjarnorkusamning á næstu dögum
Bandarísk stjórnvöld segja viðræður síðustu vikna um framtíð kjarnorkusamningsins við Írana hafa skilað „umtalsverðum árangri“ og telja að samningar þar að lútandi geti vel náðst innan fárra daga „ef Íranar ganga fram af ábyrgð og alvöru,“ sagði talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins í samtali við AFP-fréttastofuna.
Íranir segja boðaðar afléttingar ekki nægar
Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, samþykkti í gær að aflétta nokkrum viðskiptahöftum gegn Íran vegna kjarnorkuverkefna ríkisins. Hann undirritaði skjöl þess efnis til að greiða fyrir samningaviðræðum sem hefjast í Vín á mánudag. 
05.02.2022 - 16:34
Beinar viðræður Bandaríkjanna og Íran brýnar
Háttsettur bandarískur embættismaður segir að samningaviðræður við Írani um kjarnorkuáætlun þeirra sé að renna út í sandinn. Hann hvetur írönsk stjórnvöld að efna til beinna viðræðna við Bandaríkjamenn svo hægt verði að komast að samkomulagi.
Áríðandi að ljúka gerð kjarnorkusamnings fljótt
Bandaríkin þurfa að leita annarra leiða náist ekki samkomulag við Írana um kjarnorkuáætlun þeirra. Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að örfáar vikur séu til stefnu.
Of hægt miðar við kjarnorkusamning að mati Frakka
Utanríkisráðherra Frakklands segir samningaviðræður um framtíð kjarnorkusamnings Evrópusambandsins og fleiri ríkja við Írani ganga það hægt að ólíklegt sé að samkomulag náist innan raunhæfs tímaramma.
Vara Írani við að styttist í endalok samningaviðræðna
Fulltrúar þeirra vestrænu ríkja sem sitja að samningaborði í Vínarborg um kjarnorkusamning við Írani segja nokkuð hafa þokast í samkomulagsátt undanfarinn sólarhring. Jafnframt segja þeir styttast í endalok viðræðna bregðist Íranir ekki við.
Bjartsýnn eftir fyrsta fund um kjarnorkusamning
Formaður samninganefndar Evrópusambandsins er bjartsýnn eftir fyrsta dag fundarhalda um framtíð kjarnorkusamnings sambandsins og fleiri ríkja við Írana. Fulltrúar Evrópusambandsríkja, Bretlands, Rússlands og Kína funduðu með Írönum í Vínarborg í gær. Þetta var fyrsti fundur ríkjanna um fimm mánaða skeið. Markmiðið er að reyna að koma kjarnorkusamningnum frá 2015 aftur í gagnið.
30.11.2021 - 04:35
Ekkert miðar í viðræðum við stjórnvöld í Íran
Forstjóri Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar segir viðræður um við stjórnvöld í Íran engu hafa skilað. Öll ágreiningsefni um fyrirkomulag á eftirliti stofnunarinnar með kjarnorkuáætlun Írans séu enn óleyst, aðeins nokkrum dögum áður en viðræður um framtíð kjarnorkusamkomulags Írans og nokkurra af helstu stórveldum heims eiga að hefjast.
Viðræður um kjarnorkusamning endurvaktar í nóvemberlok
Ríkisstjórn Írans hefur heitið því að snúa aftur að samningaborði um kjarnorkusamkomulagið frá árinu 2015. Samingamenn virðast bjartsýnir á að vel gangi en forsendur eru ólíkar.
Vill að Arabaríki hætti eðlilegum samskiptum við Ísrael
Þau Arabaríki sem hafa tekið upp eðlileg stjórnmálasamskipti við Ísrael eru syndug og ættu að snúa af villu síns vegar. Þetta segir Ali Khamenei erkiklerkur, æðstur valdamanna í Íran.
Vonir glæðast að nýju um kjarnorkuviðræður við Írani
Bandarísk stjórnvöld eru vonglöð um að viðræður hefjist fljótlega við Írani um kjarnorkusamning ríkjanna. Þau lýsa jafnframt yfir áhyggjum af auknum umsvifum Írana við kjarnorkuframleiðslu.
Blinken hvetur Írani til viðræðna um kjarnorkusamning
Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, áréttaði í gær mikilvægi þess að Íranir sneru aftur að samningaborðinu svo endurvekja megi þátt Bandaríkjanna í kjarnorkusamningi frá árinu 2015.
Fá að fylgjast með kjarnorkuverum Írans
Samningar náðust í gær á milli Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar og Írans um eftirlit með kjarnorkuverum landsins. Rafael Grossi, yfirmaður stofnunarinnar, fagnaði niðurstöðunni og sagði hana veita svigrúm til samningaviðræðna.
13.09.2021 - 01:32
Ebrahim Raisi settur í embætti Íransforseta í dag
Nýkjörinn forseti Írans, harðlínumaðurinn Ebrahim Raisi, verður settur í embætti í dag. Við honum blasa margvísleg úrlausnarefni á sviði efnahagsmála auk glímunnar við vaxandi útbreiðslu COVID-19 í landinu.
03.08.2021 - 05:27
Ísraelar lýsa áhyggjum af kjöri Raisi sem forseta
Ísraelsstjórn segir alþjóðasamfélagið þurfa að hafa miklar áhyggjur af nýkjörnum forseta Írans. Ebrahim Raisi sé öfgafyllsti forseti landsins hingað til sem ætli sér að auka umsvif Írans í kjarnorkumálum.
20.06.2021 - 04:13
Íranir kjósa forseta næstkomandi föstudag
Íranskir kjósendur velja sér nýjan forseta á föstudaginn kemur. Stjórnmálaskýrendur telja líklegt að íhaldsmaðurinn Ebrahim Raisi hafi betur gegn Hassan Rouhani sitjandi forseta. Sjö eru í framboði.