Færslur: Kim Jong-un

Systir Kim Jong-un segir annan leiðtogafund ólíklegan
Kim Yo-jong, systir Kim Jong-un leiðtoga Norður-Kóreu, segir ólíklegt að bróðir sinn muni sitja annan leiðtogafund með Donald Trump Bandaríkjaforseta.
09.07.2020 - 23:47
Norður-Kóreumenn snúa frá landamærunum
Norður-Kóreustjórn hefur ákveðið að fresta því að beita nágranna sína í suðri hernaði. Þetta var tilkynnt fyrr í kvöld.
24.06.2020 - 04:49
Norður-Kóreumenn hrista vopn sín
Landher Norður-Kóreu hefur varað við að hann hyggist halda inn á hlutlausa svæðið sem skilur að Kóreuríkin tvö. Spenna hefur farið vaxandi í samskiptum ríkjanna um nokkurt skeið.
16.06.2020 - 03:59
Heimskviður
Er Kim Jong-un lífs eða liðinn?
Nýverið fóru sögur kreik um meint heilsuleysi Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu. Sumir fréttamiðlar gengu svo langt að lýsa því yfir að leiðtoginn væri látinn og því stjórnarkreppa í vændum í landinu. Svo virðist þó vera sem ekkert ami að leiðtoganum, það er að segja ef við tökum norður-kóreska ríkisfjölmiðilinn trúanlegan. En sögur um meint heilsuleysi leiðtogans vekja upp stærri spurningar tengdri framtíð þessa leyndardómsfulla ríkis, hvað gerist ef Kim fellur nú frá?
10.05.2020 - 07:30
Nærmynd
Kona og kannski næsti leiðtogi Norður-Kóreu
Tæpar þrjár vikur eru síðan síðast spurðist til Kim Jongs un, æðsta leiðtoga Norður-Kóreu. Hann lét ekki einu sinni sjá sig í grafhýsi ættarinnar á sólarhátíðinni sem haldin er þann fimmtánda apríl ár hvert til að heiðra minningu Kim Il Sung, afa hans og forvera í embætti. Að núverandi leiðtogi hunsi þennan merkisdag er talið jafnast á við guðlast. Augu heimsins beinast nú að yngri systur hans Kim Yo Jong. Sumir telja víst að hún verði arftaki Jong un, sé hann látinn, aðrir telja það ómögulegt.
29.04.2020 - 15:01
Kim hæstánægður með bréf frá Trump
Kim Jong Un, leiðtoga Norður-Kóreu, barst nýlega bréf frá Bandaríkjaforseta. Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu hefur eftir Kim að efni bréfsins hafi verið einstaklega gott. Kim er sagður ætla að gaumgæfa stórkostlegt innihald bréfsins af virðingu við ótrúlegt hugrekki og pólitíska dómgreind Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, segir jafnframt í grein KCNA um bréfið.
23.06.2019 - 01:25
Ráðstefnunni slitið án samkomulags
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, heldur blaðamannafund einn síns liðs í Hanoi í Víetnam eftir að hafa slitið viðræðum við Kim Jong-Un, leiðtoga Norður-Kóreu án samkomulags.
28.02.2019 - 07:02
Liggur ekki á kjarnorkusamningi
Donald Trump Bandaríkjaforseti segir ekki liggja á að semja um kjarnorkuverkefni Norður-Kóreu. Miðað við ummælin virðist ráðstefna þeirra Trumps og Kim Jong-Un, leiðtoga Norður-Kóreu skila litlu meiru en því sem leiðtogarnir sömdu um í Singapúr í fyrrasumar. 
28.02.2019 - 04:20
Trump segir framtíð N-Kóreu geta verið glæsta
Donald Trump spáir frábærri framtíð í Norður-Kóreu ef vinur hans, Kim Jong-Un, samþykkir að gefa kjarnavopnabúr sitt eftir. Trump skrifaði þetta á Twitter í nótt, en hann lenti í Víetnam í gærkvöldi þar sem önnur ráðstefna hans og Kims, leiðtoga Norður-Kóreu, á innan við ári verður haldin.
27.02.2019 - 04:54
Forseti S-Kóreu fagnar leiðtogafundi
Forseti Suður-Kóreu fagnar ákvörðun leiðtoga Norður-Kóreu og Bandaríkjanna um að halda annan fund. AFP fréttastofan segir hann vonast til þess að hann leiði til friðar á Kóreuskaga.
19.01.2019 - 04:49
Fréttaskýring
Hætta ekki við kjarnorkuvopn
Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, lætur líklega aldrei undan kröfum Bandaríkjastjórnar um kjarnorkuafvopnun. Þetta er skoðun Mats Fogelmarks, sem var varnarmálafulltrúi í sænska sendiráðinu í Pyoungyang og í Kína um þriggja ára skeið. Hann ræddi samband Svía við Norður-Kóreu og Kína á fundi í Norræna húsinu, sem sænska sendiráðið og Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands stóðu fyrir.
12.11.2018 - 18:11
Trump sendir Kim lagið Rocket Man á geisladisk
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er þessa dagana í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu, þar sem fram fara áframhaldandi viðræður við leiðtoga landsins, Kim Jong-un, um kjarnorkuafvopnun ríkisins. Samkvæmt heimildum Guardian færir Pomeo Kim einnig gjöf frá Donald Trump Bandaríkjaforseta; geisladisk með laginu Rocket Man eftir Elton John.
06.07.2018 - 10:59
Pompeo fer á fund Kim Jong Un
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hyggst heimsækja Norður-Kóreu í næstu viku. Þar mun hann ræða við Kim Jong Un leiðtoga landsins um fyrirhugaða kjarnorkuafvopnun Norður-Kóreumanna, segir talsmaður Hvíta hússins. Þá mun Pompeo heimsækja Tókýó, Hanoí, Abu Dhabi og Brussel, þar sem leiðtogafundur NATO-ríkjanna fer fram í næstu viku.
03.07.2018 - 00:47
Segja Norður-Kóreu auðga meira úran
Í skýrslu bandarísku leyniþjónustunnar eru sagðar ótvríræðar sannanir fyrir því að Norður-Kórea sé að reyna að blekkja Bandaríkin. Í skýrslunni segir að þrátt fyrir sögulegan fund leiðtoga ríkjanna séu Norður-Kóreumenn enn að augða úran.
30.06.2018 - 12:35
Trump um leiðtogafund: „Skrefi fjær hörmungum“
Donald Trump Bandaríkjaforseti er alsáttur með fund sinn við Kim Jong Un, leiðtoga Norður-Kóreu, að því er fram kemur á Twitter-síðu forsetans. Heimurinn er nú skrefi fjær hörmungum af völdum kjarnavopna, segir hann í tísti og þakkar Kim Jong Un fyrir sögulegan fund. Leiðtogarnir funduðu í Singapúr í gær, þriðjudag, og vakti fundurinn heimsathygli.
13.06.2018 - 02:47
Hófleg bjartsýni eftir leiðtogafund
Hófleg bjartsýni og varkárni einkennir viðbrögð við leiðtogafundi Bandaríkjanna og Norður-Kóreu, og samkomulagi þeirra um bætt samskipti og kjarnorkuvopnalausan Kóreuskaga.
„Mikilvægur og yfirgripsmikill sáttmáli“
Leiðtogar Bandaríkjanna og Norður-Kóreu undirrituðu sáttmála að lokinni ráðstefnu sinni á Capella hótelinu á sjötta tímanum í morgun. Hvað sáttmálinn nákvæmlega inniheldur er óvitað enn, en Donald Trump Bandaríkjaforseti boðaði til blaðamannafundar um klukkan hálf átta.
12.06.2018 - 06:09
Sögulegt handaband í Singapúr
Söguleg stund varð á tröppum Capella hótelsins í Singapúr í nótt þegar leiðtogi Norður-Kóreu og sitjandi forseti Bandaríkjanna hittust og tókust í hendur í fyrsta sinn.
12.06.2018 - 01:12
Leiðtogaráðstefna Trump og Kim - Bein lýsing
Donald Trump Bandaríkjaforseti og Kim Jong-Un, leiðtogi Norður-Kóreu, setjast til fundar um klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma, klukkan níu að staðartíma í Singapúr. Hér verða nýjustu tíðindi af fundinum skráð um leið og þau gerast.
12.06.2018 - 00:13
Kjarnorka og friður lykilatriði leiðtogafundar
Ný og bætt samskipti Bandaríkjanna og Norður-Kóreu, uppbygging varanlegs friðar á Kóreuskaga og afkjarnorkuvæðing Kóreuskaga verða meðal umræðuefna Kim Jong-Un og Donald Trump á leiðtogafundi þeirra í Singapúr á morgun. Frá þessu er greint á vef KCNA, ríkisfréttastofu Norður-Kóreu.
11.06.2018 - 04:55
Eftirhermur Trump og Kim Jong-un hittust
Hinir raunverulegu Donald Trump og Kim Jong-un eru ekki þeir einu sem hafa sést á götum Singapúr. Vegfarendur ráku upp stór augu á dögunum, þegar svo virtist sem leiðtogarnir gengju þar um götur hönd í hönd. Við nánari eftirgrennslan kom hins vegar í ljós að þetta voru eftirhermur.
10.06.2018 - 21:39
Pompeo ætlar til Kóreuskaga
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í dag að hann hyggist fara til Suður-Kóreu, Japan og Kína í næstu viku til að kynna fyrirhugaðan leiðtogafund Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Kim Jong Un leiðtoga Norður-Kóreu. Hann ætli að ítreka mikilvægi þess að framfylgja viðskiptaþvingunum sem í gildi eru gegn Norður-Kóreu, er haft eftir honum í umfjöllun AFP-fréttastofunnar.
07.06.2018 - 22:40
Kim Jong-un sendir Trump bréf
Undirbúningi fyrir leiðtogafund Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Kims Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu miðar vel, segir Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Trump bíður í ofvæni eftir bréfi frá Kim, sem sagt er að eigi að berast á morgun.
31.05.2018 - 19:48
Leiðtogar Kóreuríkjanna hittust aftur
Kim Jong-un leiðtogi Norður-Kóreu og Moon Jae-in leiðtogi Suður-Kóreu funduðu í dag við landamæri ríkjanna.
26.05.2018 - 12:20