Færslur: Kim Jong-un

Þjóðin sögð harmi slegin vegna þyngdartaps leiðtogans
Norður-kóreska ríkissjónvarpið hefur sent frá sér tilkynningu þar sem vitnað er ónefndan borgara sem harmar mjög hve Kim Jong-un virðist hafa látið á sjá. Hinn alráði leiðtogi Norður-Kóreu virðist hafa grennst nokkuð ef marka má nýjustu myndir.
28.06.2021 - 07:47
Kim býr sig undir ágreining við Bandaríkin
Kim Jong Un leiðtogi Norður-Kóreu segir nauðsyn að vera viðbúinn jafnt fyrir ágreining sem viðræður við Bandaríkin og Joe Biden forseta.
18.06.2021 - 01:47
Eiginkona Kims Jong-un sést í fyrsta sinn í heilt ár
Ri Sol-ju, eiginkona Kims Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, sást í fyrsta sinn á almannafæri í heilt ár í gær. Frá því er sagt í frétt breska ríkisútvarpsins. Þar eru birtar myndir af þeim hjónum úr ríkissjónvarpi Norður-Kóreu. Hjónin mættu saman á tónleika til heiðurs látnum föður leiðtogans sem hefði átt afmæli í gær. Ri Sol-ju sást síðast í janúar í fyrra og hefur getum verið leitt að því að hún kunni að vera barnshafandi og glími við heilsubrest.
17.02.2021 - 09:35
Kim Jong-un ber nú titilinn aðalritari
Kim Jong-un leiðtogi Norður-Kóreu ber ekki lengur titilinn formaður, heldur var ákveðið á yfirstandandi landsþingi Verkamannaflokksins í dag að hér eftir verði hann nefndur aðalritari.
11.01.2021 - 02:12
Frambjóðendur tókust á um viðhorf til Norður-Kóreu
Kim Jong-un hefur tryggt frið á Kóreuskaga eftir að til vinfengis stofnaðist með honum og Bandaríkjaforseta voru skilaboð Donalds Trump í kappræðunum í kvöld.
Risaflaugin tilkomumikil en friðurinn heldur
Friðarsamkomulag Donalds Trumps Bandaríkjaforseta við Norður-Kóreu hefur dregið úr hættunni af átökum segir Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
14.10.2020 - 20:02
Norður-Kórea sýndi mátt sinn og megin á hersýningu
Tröllaukin kjarnorkuflaug sem sérfræðingar segja þá stærstu sinnar tegundar í veröldinni var meðal þess sem bar fyrir augu á mikilli hersýningu í Pyong Yang höfuðborg Norður Kóreu í dag.
10.10.2020 - 16:00
Ofsaveður í aðsigi í Japan og Suður-Kóreu
Geysiöflugur fellibylur nálgast nú suðurhluta Japans. Búist er við gríðarlegu ofviðri og óskaplegri rigningu þegar í dag. Orkan verði svo ofboðsleg að rafmagnsstaurar geti hrokkið í sundur og farartæki fokið um koll.
06.09.2020 - 04:10
Norður-Kóreustjórn hótar embættismönnum refsingum
Stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa hótað þeim staðbundnu embættismönnum hörðum refsingum, sem brugðust þeirri skyldu sinni að vernda almenning fyrir afleiðingum fellibylsins Maysak.
05.09.2020 - 06:13
Fellibylurinn Maysak skellur á Kóreuskaga
Hið minnsta ein kona er látin og yfir tvö þúsund hafa þurft að leita skjóls eftir að fellibylurinn Maysak kom að landi á suðurstönd Suður-Kóreu. Það er í annað sinn í sömu vikunni að fellibylur gengur yfir Kóreuskaga.
03.09.2020 - 02:14
Norður-Kóreumenn aflétta útgöngubanni
Norður-Kóreustjórn hefur aflétt útgöngubanni í borginni Kaesong nærri landamærum Suður-Kóreu. BBC greinir frá þessu.
Systir Kim Jong-un segir annan leiðtogafund ólíklegan
Kim Yo-jong, systir Kim Jong-un leiðtoga Norður-Kóreu, segir ólíklegt að bróðir sinn muni sitja annan leiðtogafund með Donald Trump Bandaríkjaforseta.
09.07.2020 - 23:47
Norður-Kóreumenn snúa frá landamærunum
Norður-Kóreustjórn hefur ákveðið að fresta því að beita nágranna sína í suðri hernaði. Þetta var tilkynnt fyrr í kvöld.
24.06.2020 - 04:49
Norður-Kóreumenn hrista vopn sín
Landher Norður-Kóreu hefur varað við að hann hyggist halda inn á hlutlausa svæðið sem skilur að Kóreuríkin tvö. Spenna hefur farið vaxandi í samskiptum ríkjanna um nokkurt skeið.
16.06.2020 - 03:59
Heimskviður
Er Kim Jong-un lífs eða liðinn?
Nýverið fóru sögur kreik um meint heilsuleysi Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu. Sumir fréttamiðlar gengu svo langt að lýsa því yfir að leiðtoginn væri látinn og því stjórnarkreppa í vændum í landinu. Svo virðist þó vera sem ekkert ami að leiðtoganum, það er að segja ef við tökum norður-kóreska ríkisfjölmiðilinn trúanlegan. En sögur um meint heilsuleysi leiðtogans vekja upp stærri spurningar tengdri framtíð þessa leyndardómsfulla ríkis, hvað gerist ef Kim fellur nú frá?
10.05.2020 - 07:30
Nærmynd
Kona og kannski næsti leiðtogi Norður-Kóreu
Tæpar þrjár vikur eru síðan síðast spurðist til Kim Jongs un, æðsta leiðtoga Norður-Kóreu. Hann lét ekki einu sinni sjá sig í grafhýsi ættarinnar á sólarhátíðinni sem haldin er þann fimmtánda apríl ár hvert til að heiðra minningu Kim Il Sung, afa hans og forvera í embætti. Að núverandi leiðtogi hunsi þennan merkisdag er talið jafnast á við guðlast. Augu heimsins beinast nú að yngri systur hans Kim Yo Jong. Sumir telja víst að hún verði arftaki Jong un, sé hann látinn, aðrir telja það ómögulegt.
29.04.2020 - 15:01
Kim hæstánægður með bréf frá Trump
Kim Jong Un, leiðtoga Norður-Kóreu, barst nýlega bréf frá Bandaríkjaforseta. Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu hefur eftir Kim að efni bréfsins hafi verið einstaklega gott. Kim er sagður ætla að gaumgæfa stórkostlegt innihald bréfsins af virðingu við ótrúlegt hugrekki og pólitíska dómgreind Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, segir jafnframt í grein KCNA um bréfið.
23.06.2019 - 01:25
Ráðstefnunni slitið án samkomulags
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, heldur blaðamannafund einn síns liðs í Hanoi í Víetnam eftir að hafa slitið viðræðum við Kim Jong-Un, leiðtoga Norður-Kóreu án samkomulags.
28.02.2019 - 07:02
Liggur ekki á kjarnorkusamningi
Donald Trump Bandaríkjaforseti segir ekki liggja á að semja um kjarnorkuverkefni Norður-Kóreu. Miðað við ummælin virðist ráðstefna þeirra Trumps og Kim Jong-Un, leiðtoga Norður-Kóreu skila litlu meiru en því sem leiðtogarnir sömdu um í Singapúr í fyrrasumar. 
28.02.2019 - 04:20
Trump segir framtíð N-Kóreu geta verið glæsta
Donald Trump spáir frábærri framtíð í Norður-Kóreu ef vinur hans, Kim Jong-Un, samþykkir að gefa kjarnavopnabúr sitt eftir. Trump skrifaði þetta á Twitter í nótt, en hann lenti í Víetnam í gærkvöldi þar sem önnur ráðstefna hans og Kims, leiðtoga Norður-Kóreu, á innan við ári verður haldin.
27.02.2019 - 04:54
Forseti S-Kóreu fagnar leiðtogafundi
Forseti Suður-Kóreu fagnar ákvörðun leiðtoga Norður-Kóreu og Bandaríkjanna um að halda annan fund. AFP fréttastofan segir hann vonast til þess að hann leiði til friðar á Kóreuskaga.
19.01.2019 - 04:49
Fréttaskýring
Hætta ekki við kjarnorkuvopn
Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, lætur líklega aldrei undan kröfum Bandaríkjastjórnar um kjarnorkuafvopnun. Þetta er skoðun Mats Fogelmarks, sem var varnarmálafulltrúi í sænska sendiráðinu í Pyoungyang og í Kína um þriggja ára skeið. Hann ræddi samband Svía við Norður-Kóreu og Kína á fundi í Norræna húsinu, sem sænska sendiráðið og Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands stóðu fyrir.
12.11.2018 - 18:11
Trump sendir Kim lagið Rocket Man á geisladisk
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er þessa dagana í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu, þar sem fram fara áframhaldandi viðræður við leiðtoga landsins, Kim Jong-un, um kjarnorkuafvopnun ríkisins. Samkvæmt heimildum Guardian færir Pomeo Kim einnig gjöf frá Donald Trump Bandaríkjaforseta; geisladisk með laginu Rocket Man eftir Elton John.
06.07.2018 - 10:59
Pompeo fer á fund Kim Jong Un
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hyggst heimsækja Norður-Kóreu í næstu viku. Þar mun hann ræða við Kim Jong Un leiðtoga landsins um fyrirhugaða kjarnorkuafvopnun Norður-Kóreumanna, segir talsmaður Hvíta hússins. Þá mun Pompeo heimsækja Tókýó, Hanoí, Abu Dhabi og Brussel, þar sem leiðtogafundur NATO-ríkjanna fer fram í næstu viku.
03.07.2018 - 00:47
Segja Norður-Kóreu auðga meira úran
Í skýrslu bandarísku leyniþjónustunnar eru sagðar ótvríræðar sannanir fyrir því að Norður-Kórea sé að reyna að blekkja Bandaríkin. Í skýrslunni segir að þrátt fyrir sögulegan fund leiðtoga ríkjanna séu Norður-Kóreumenn enn að augða úran.
30.06.2018 - 12:35