Færslur: Kaupmannahöfn

Glæpagengi bannað í Danmörku
Hæstiréttur Danmerkur staðfesti í dag bann á starfsemi Loyal To Familia gengisins. Samkvæmt dómi Hæstaréttar eru þetta samtök sem hafa ólöglega starfsemi að augnamiði.  Loyal To Famila gengið er eitt hið þekktasta í Danmörku og meðlimir hafa verið dæmdir fyrir fíkniefnasölu, morð og morðtilraunir og aðra glæpi.
01.09.2021 - 17:15
Framtíð lítillar danskrar hafmeyju í hættu
Ferðafólk flykkist nú til strandbæjar á Norður-Jótlandi í Danmörku til að skoða og styttu af hafmeyju áður en henni verður grandað. Erfingjar höfundar Hafmeyjunnar í Kaupmannahöfn kröfðust þess fyrr í sumar. Jafnframt fara þeir fram á háar fébætur.
18.08.2021 - 17:10
Flest smit í Danmörku hjá 20 til 29 ára gömlu fólki
Í gær greindust 844 með COVID-19 í Danmörku en tæplega 650 í fyrradag. Flest smit greinast meðal ungs fólks.
19.07.2021 - 13:22
Slakað á sóttvarnareglum á Grænlandi
Slakað hefur verið á hertum sóttvarnareglum í Nuuk, höfuðstað Grænlands, enda hefur tekist að finna uppruna lítils hópsmits sem kom þar upp í síðustu viku. Grænlenska flugfélaginu Air Greenland er nú heimilt að flytja 810 farþega vikulega frá Danmörku til Grænlands.
03.06.2021 - 14:31
Fjölmenni í Kongungsgarði í Kaupmannahöfn
Vorkomunnar gætir í Danmörku en fjöldi fólks safnaðist saman í Konungsgarðinum umhverfis Rósenborgarhöll í Kaupmannahöfn í dag. Að sögn Jesper Frandsen talsmanns Kaupmannahafnarlögreglunnar hefur dagurinn verið annasamur enda fengu mörg þeirra sem nutu veðurblíðunnar sér aðeins neðan í því.
Myndskeið
Tívolí í Kaupmannahöfn opnar á ný
Tívolí í Kaupmannahöfn var opnað gestum og gangandi á ný í dag. Þar var skellt í lás í desember vegna kórónuveirufaraldursins.
27.03.2021 - 17:55
Dæmd í fangelsi eftir COVID-mótmæli í Danmörku
Þrítug kona hefur verið dæmd í tveggja ára fangelsi fyrir að hvetja til ofbeldis á COVID-mótmælum í Kaupmannahöfn í janúar. Hópurinn sem stóð fyrir þeim mótmælum hefur boðað til mótmæla aftur í dag.
Lítið um að farið væri fram á breytingu flugmiða
Fyrsta áætlunarflug Boeing 737 Max þotu Icelandair eftir afléttingu kyrrsetningar var farið til Kaupmannahafnar í morgun. Þotan Mývatn TF-ICN lenti heilu og höldnu klukkan 11:38 að staðartíma á Kastrup-flugvelli eftir tæpra þriggja stunda flug.
08.03.2021 - 12:58
Myndskeið
Handteknir fyrir að kveikja í brúðu í líki Frederiksen
Um eitt þúsund komu saman í Kaupmannahöfn í gærkvöldi til að mótmæla sóttvarnaraðgerðum stjórnvalda í Danmörku. Þrír voru handteknir fyrir að brenna dúkku sem var í líki Mette Frederiksen, forsætisráðherra landsins.
24.01.2021 - 16:35
Sprengjumálið rannsakað sem tilraun til manndráps
Lögregla í Kaupmannahöfn leitar nú vitna sem gætu hafa orðið einhvers vör í Gladsaxe þar sem grunur leikur á að bílsprengja hafi verið skilin eftir í gær.
17.01.2021 - 11:01
Danmörk
Níu handteknir í mótmælum gegn sóttvarnaaðgerðum
Til átaka kom milli lögreglu og mótmælenda í Kaupmannahöfn og Álaborg að kvöldi laugardags og voru níu mótmælendur handteknir áður en yfir lauk. Hópur fólks sem kallar sig „Men in Black" blés til mótmælafunda á Ráðhústorginu í Kaupmannahöfn og miðborg Álaborgar til að mótmæla sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda vegna kórónaveirufaraldursins.
10.01.2021 - 00:36
Mótmæli í miðborg Kaupmannahafnar í kvöld
Allt að eitt hundrað svartklæddir mótmælendur gengu um miðborg Kaupmannahafnar í kvöld. Að sögn danska ríkisútvarpsins (DR) skutu þeir púðurkerlingum og hrópuðu ókvæðisorð ætluð Mette Frederiksen forsætisráðherra og ríkisstjórn hennar vegna sóttvarnarráðstafana í landinu.
19.12.2020 - 23:18
Mín kæru, ekki koma hingað
Svíar biðla nú til Dana um að halda sig frá Svíþjóð á aðventunni. Svíar eigi nóg með sig, þar sé kórónuveirufaraldurinn í mikilli útbreiðslu og þeir megi allra síst við heimsóknum veitingahúsaóðra Kaupmannahafnarbúa, en öllum veitingastöðum hefur nú verið lokað í Kaupmannahöfn. Þeir eru aftur á móti opnir í Svíþjóð og Svíar óttast að Kaupmannahafnarbúar muni streyma unnvörpum yfir Eyrarsundið til Malmö og gera sér þar glaðan dag.
09.12.2020 - 16:05
Rannsókn sýnir að COVID er banvænni en flensa
Ný ritrýnd rannsókn gerð af vísindamönnum við Kaupmannahafnarháskóla og Ríkissjúkrahúsið sýnir að COVID-19 er banvænni sjúkdómur en inflúensa.
Sérfræðingar furða sig á opnum börum í Kaupmannahöfn
Ef ráða á niðurlögum kórónuveirufaraldursins í Kaupmannahöfn verður að loka öldurhúsum. Þetta er samdóma álit sérfræðinga sem danska ríkisútvarpið DR ræddi við.
05.12.2020 - 21:30
Borgarstjóri Kaupmannahafnar segir af sér
Frank Jensen, borgarstjóri Kaupmannahafnar og varaformaður danska Jafnaðarmannaflokksins, tilkynnti í morgun að hann segði af sér og hætti þátttöku í stjórnmálum. Jensen hefur viðurkennt að hafa áreitt konur kynferðislega og beðist afsökunar. Tilkynning Jensens kom á óvart því að hans sögn studdi yfirgnæfandi meirihluti borgarstjórnarflokks Jafnaðarmanna hann á fundi í gærkvöld.
Jensen fær stuðning til að sitja áfram
Frank Jensen, borgarstjóri í Kaupmannahöfn, segir að hann hafi stuðning samflokksfólks síns í Jafnaðarmannaflokknum til að sitja áfram í embætti, en  fjöldi kvenna  hefur stigið fram á síðustu dögum og sagt að hann hafi áreitt þær kynferðislega. Margir hafa krafist þess að Jensen láti af embætti og segi að auki af sér varaformennsku í flokknum.
Hertar reglur á djamminu í Kaupmannahöfn
Dönsk yfirvöld tilkynntu í dag um hertar reglur, sem sérstaklega er ætlað að minnka útbreiðslu kórónuveirunnar þegar fólk er úti að skemmta sér á stór-Kaupmannahafnarsvæðinu. 
15.09.2020 - 19:39
Hertar reglur en fjöldi smita nær óbreyttur í Danmörku
Ekki er útilokað að næturlífið í Danmörku þurfi að þola frekari takmarkanir ef ekki dregur úr útbreiðslu kórónuveirunnar þar í landi.
13.09.2020 - 17:14
Danskir veitingamenn lítt hrifnir af samkomutakmörkunum
Hertar samkomutakmarkanir taka gildi í Danmörku á morgun. Nú mega aðeins fimmtíu koma saman í stað hundrað áður.
Röng gerð af spritti í lestakerfi Kaupmannahafnar
Í ljós hefur komið að röng gerð af sóttvarnarspritti hefur verið í skömmturum í Metro, jarðlestakerfi Kaupmannahafnarborgar.
Standsettu íbúðina með húsgögnum sem þau fengu gefin
Íslensk fjölskylda er í sviðsljósinu hjá danskri sjónvarpsstöð í þætti sem fjallar um hve auðvelt sé að ná í húsmuni í tóma íbúð með því sem hægt sé að fái ókeypis í gegnum samfélagsmiðla. 115 fermetra íbúð fjölskyldunnar var fyllt af húsgöngum á sjö tímum.
19.08.2020 - 21:00
Danskur ráðherra vill að tónleikastaðir verði opnaðir
„Mikill munur er á menningarlífi og næturlífi. Næturklúbbur og tónleikastaður eru ekki það sama.“ Þetta segir Joy Mogensen, menningarmálaráðherra Danmerkur.
Andlitsgrímur ekki skylda á lengri leiðum
Lestarfarþegum á lengri leiðum til og frá Árósum í Danmörku ber ekki skylda til að hafa andlitsgrímu fyrir vitum sér.
Danska lögreglan ætlar að sekta fyrir hávaða
Þolinmæðin virðist á þrotum hjá lögreglunni í Kaupmannahöfn en henni finnst unga fólkið í höfuðborginni hafa fært sig upp á skaftið og þykir hávaðinn frá þeim helst til of mikill. Lögreglan vill hafa meiri kyrrð í borginni og ætlar því að sekta þá sem eru með of mikil læti.
06.08.2020 - 18:02