Færslur: Kaupmannahöfn

Danska lögreglan ætlar að sekta fyrir hávaða
Þolinmæðin virðist á þrotum hjá lögreglunni í Kaupmannahöfn en henni finnst unga fólkið í höfuðborginni hafa fært sig upp á skaftið og þykir hávaðinn frá þeim helst til of mikill. Lögreglan vill hafa meiri kyrrð í borginni og ætlar því að sekta þá sem eru með of mikil læti.
06.08.2020 - 18:02
Gætu fyrirskipað notkun andlitsgríma með haustinu
Danskur sérfræðingur í smitsjúkdómum telur líklegt að þarlend yfirvöld fyrirskipi fljótlega notkun andlitsgríma á opinberum vettvangi.
Öryggisþjónar passa upp á hópamyndun í Kaupmannahöfn
Borgaryfirvöld í Kaupmannahöfn hafa nú ráðið hóp starfsmanna sem fá það hlutverk að fylgjast með hversu margir koma saman og minna fólk í leiðinni á hvernig hegðun er heppilegust til að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar.
09.07.2020 - 15:55
Bangsar og smáforrit tryggja öryggi í Tívolí
Tívolí í Kaupmannahöfn sem var opnað aftur eftir langt hlé 8. júní síðastliðinn hefur tekið í notkun sérstakt smáforrit eða app. Það á að gera gestum mögulegt að njóta heimsóknar sinnar í garðinn út í æsar á tímum kórónuveirunnar.
14.06.2020 - 06:13
Götur í Kaupmannahöfn nefndar eftir uppreisnarfólki
Borgaryfirvöld í Kaupmannahöfn hafa orðað það að nefna götur í borginni í höfuðið á uppreisnarfólki sem barðist fyrir frelsi þræla og verkafólks í dönsku vestur Indíum.
14.06.2020 - 02:34
Íslendingar mega gista í Kaupmannahöfn
Ferðamönnum frá Þýskalandi, Noregi og Íslandi verður leyft að gista í Kaupmannahöfn þegar landamæri opna á mánudag. Nick Hærrerup, dómsmálaráðherra Danmerkur, greindi frá þessu á blaðamannafundi í dag.
12.06.2020 - 16:59
Lágmarksdvöl í Danmörku verður sex nætur
Íslenskir ferðamenn, sem ætla til Danmerkur í sumar, verða að dvelja í landinu í að minnsta kosti sex nætur. Frá og með 15. júní fá Íslendingar, Þjóðverjar og Norðmenn að ferðast til Danmerkur, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.
02.06.2020 - 11:57
Krotað á Litlu hafmeyjuna í skjóli nætur
Snemma í morgun komst lögreglan í Kaupmannahöfn á snoðir um það að í skjóli nætur hafði Litla hafmeyjan, eitt þekktasta kennileiti Danmerkur, orðið fórnarlamb skemmdarvarga. Búið var að krota slagorðið „frjáls Hong Kong“ eldrauðum stórum stöfum á steinninn sem hafmeyjan situr á.
13.01.2020 - 13:45
Árásarmaðurinn reyndist ekki vera íslenskur
Fjölmiðlar greindu frá því að íslenskur maður hefði stungið mann í hálsinn fyrir utan bar á Strikinu í miðborg Kaupmannahafnar á laugardagskvöld. Samkvæmt heimildum fréttastofu reyndist maðurinn hins vegar vera hollenskur. Sjónarvottur hafði lýst honum sem „stórum, tattúveruðum, íslenskum manni.“
05.12.2019 - 21:08
Lilja ræddi við danska ráðherrann um handritin
Menntamálaráðherrar Íslands og Danmerkur ræddu saman í morgun um að Danir afhendi Íslendingum þau fornrit sem enn eru í Kaupmannahöfn. Ráðherra er bjartsýn á að viðræðurnar skili árangri, enda verði brátt viðeigandi húsnæði til staðar.
29.08.2019 - 13:06
Myndskeið
Myndskeið birt af sprengjuárás í Kaupmannahöfn
Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur birt myndskeið af manni sem grunaður er um að hafa komið fyrir sprengju við lögreglustöð á Norðurbrú aðfaranótt föstudags. Þar sést maðurinn koma fyrir svörtum plastpoka fyrir framan lögreglustöðina sem lögregla telur hafa innihaldið sprengjuna.
12.08.2019 - 13:56
„Ég segi aldrei nei við fleiri trjám“
Tívolí í Kaupmannahöfn vill leggja undir sig Vesterbrogade-breiðstrætið og breyta því í almenningsgarð. Hugmyndin og teikningar arkitekta var kynnt á mánudag og nú er unnið að tillögu sem send verður borgaryfirvöldum í Kaupmannahöfn.
19.06.2019 - 09:28
Grunaður um morð á dönskum eldri borgurum
26 ára gamall maður er grunaður um að hafa myrt þrjá Dani um áttrætt í Kaupmannahöfn síðustu vikur. Þar til í gær var talið að þau hefðu látið lífið af náttúrulegum orsökum. 
17.03.2019 - 15:21
Eldsvoði í Kaupmannahöfn
Rýma þurfti allar íbúðir á tveimur stigagöngum fjölbýlishúss í Kaupmannahöfn vegna mikils eldsvoða í húsinu. Slökkviliði var gert viðvart á níunda tímanum í gærkvöld að staðartíma, eða um kvöldmatarleytið að íslenskum tíma.
10.06.2018 - 04:53
Kjarvalsfáninn of flókinn fyrir saumavélarnar
Fána-hugmyndir Kjarvals og Kristjáns tíunda Danakonungs eru nú sýndar í fyrsta sinn í íslenska sendiráðinu í Kaupmannahöfn. Grafíski hönnuðurinn Hörður Lárusson lét sauma fánana.
Fastir í limbói á þaki óperunnar
Nýtt leikrit sem frumsýnt var dögunum í Konunglega leikhúsinu í Kaupmannahöfn veitir innsýn í vináttu og samstarf skipakóngsins A.P. Møller og arkitektsins Hennings Larsen.
16.03.2018 - 13:28
Hvað er góð borg?
Sigrún Alba Sigurðardóttir menningarfræðingur veltir fyrir sér af hverju Kaupmannahöfn er jafn vel heppnuð borg og raun ber vitni í pistlaröð þar sem tvinnast saman borgarfræði og persónuleg reynsla.
Hreinni vötn og grænni borg
Sigrún Alba Sigurðardóttir menningarfræðingur hefur flutt þrisvar sinnum til Kaupmannahafnar síðustu þrettán ár. Hún rekur þær breytingar sem orðið hafa á borginni frá síðustu aldamótum í pistli, þeim fjórða í röðinni um ljóðrænt rými Kaupmannahafnar.
Samspil náttúru og borgar í Kaupmannahöfn
Sigrún Alba Sigurðardóttir menningarfræðingur veltir hún fyrir sér af hverju Kaupmannahöfn er jafn vel heppnuð borg og raun ber vitni í pistlaröð þar sem tvinnast saman borgarfræði og persónuleg reynsla.
Fordómar staðfestast meðan aðrir leysast upp
Sigrún Alba Sigurðardóttir menningarfræðingur veltir hún fyrir sér af hverju Kaupmannahöfn er jafn vel heppnuð og raun ber vitni í fimm pistla röð. Í öðrum pistli sínum fjallar hún um eyjuna Amager, sem hefur að geyma eitt stærsta íbúðarhverfi borgarinnar.
Ljóðrænt rými stórborgarinnar
Í fimm pistlum fjallar Sigrún Alba Sigurðardóttir, menningarfræðingur og lektor við Listaháskóla Íslands, um Kaupmannahöfn sem góðan íverustað og leitar svara við því hvers vegna Kaupmannahöfn sé vel heppnuð borg. Útgangspunkturinn eru gönguferðir hennar og 8 ára barns um stórborgina – í bland við kenningar borgarfræðinnar.
Ný þáttaröð um söguslóðir í Kaupmannahöfn
Á miðvikudag hefst ný sjónvarpsþáttaröð þar sem Egill Helgason og Guðjón Friðriksson leiða áhorfendur um söguslóðir í Kaupmannahöfn. Víða í borginni leynast sögur af Íslendingum.
02.01.2018 - 14:53
Kaupmannahafnarlögreglan fann sög á hafsbotni
Lögreglan í Kaupmannahöfn fann í gær sög á hafsbotni suður af borginni, nærri leiðinni sem uppfinningamaðurinn Peter Madsen sigldi kafbáti sínum, Nautilus, 11. ágúst síðastliðinn. Tæknideild lögreglu mun nú rannsaka hvort sögin var notuð til að hluta sundur lík blaðakonunnar Kim Wall, sem fór um borð í Nautilus 10. ágúst.
12.10.2017 - 09:38
Ofursvart, leður, hárkollur og barokk
Myndlistarkonurnar Kristín Gunnlaugsdóttir og Margrét Jónsdóttir hafa sett upp tvær einkasýningar undir einni hugmynd á Norður-Atlantshafsbryggju í Kaupmannahöfn. Yfirskriftin er Super Black, Ofur-svart, en tengingarnar ná aftur til barokktímans og inn í kvenlíkamann. Kristín Gunnlaugsdóttir var gestur í Víðsjá.