Færslur: Kaupmannahöfn

Myndskeið
Risaframkvæmdir í Kaupmannahöfn mæta andstöðu
Táknræn skóflustunga sem átti að vera upplagt ljósmyndatækifæri fyrir nýjan borgarstjóra Kaupmannahafnar snerist upp í andhverfu sína þegar hópur mótmælenda reyndi að varna því að borgarstjórinn gæti mundað skófluna.
18.01.2022 - 09:55
Harðsvíruð glæpagengi að verki í Kaupmannahöfn
Annar mannanna tveggja sem skotið var á í Herlev í Kaupmannahöfn aðfaranótt þriðjudags lést af sárum sínum. Þrír hafa þar með látið lífið í fjórum skotárásum í dönsku höfuðborginni á innan við viku. Fjórir liggja særðir eftir árásirnar, einn þeirra alvarlega.
08.12.2021 - 01:27
Lögregla leitar ennþá árásarmanns í Kaupmannahöfn
Ungur maður liggur mjög alvarlega særður á sjúkrahúsi eftir skotárás á kaffihúsi á Friðriksbergi í Kaupmannahöfn í gærkvöldi. Lögregla leitar enn manns sem grunaður er um árásina.
Þriðja skotárásin í Kaupmannahöfn á jafnmörgum dögum
Kaupmannahafnarlögreglan leitar nú manns sem grunaður er um aðild að skotárás á Friðriksbergi í kvöld. Sá sem fyrir árásinni varð liggur alvarlega særður á sjúkrahúsi.
04.12.2021 - 22:05
Maður skotinn til bana á Nørrebro í kvöld
Maður var skotinn til bana í Nørrebro-hverfinu í Kaupmannahöfn í kvöld. Tveir eru í haldi grunaðir um aðild að morðinu en maðurinn var skotinn í bakið.
03.12.2021 - 00:19
Stærstu flokkar Danmerkur tapa nokkru fylgi
Kosið var til sveitastjórna í Danmörku í gær. Stærstu flokkar landsins tapa fylgi frá síðustu sveitastjórnakosningum í Danmörku. Einingarlistinn er sigurvegari kosninganna í Kaupmannahöfn en Íhaldsmenn bæta verulega við sig á landsvísu.
Grunur um íkveikju þar sem Íslendingur fannst látinn
Tæplega fertugur karlmaður er í haldi lögreglunnar í Kaupmannahöfn í Danmörku grunaður um að hafa kveikt í húsi þar sem Íslendingur fannst látinn. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald á fimmtudag.
14.11.2021 - 18:20
Heimskviður
Norrænt samstarf eftir COVID
Ráðamenn á Norðurlöndum virðast einhuga um að næst þegar löndin standa frammi fyrir vandamáli á borð við kórónuveirufaraldurinn verði þau að bregðast sameiginlega við. Þegar farsóttin breiddist út gripu ríkisstjórnir til einhliða ráðstafana. Anna Hallberg, norrænn samstarfsráðherra Svíþjóðar segir að þetta megi ekki gerast aftur. Sigurður Ingi Jóhannsson, starfsbróðir hennar, vonar að þeirri öfugþróun sem var í norrænu samstarfi hafi verið snúið við á þingi Norðurlandráðs í Kaupmannahöfn.
Danir taka upp hraðpróf að nýju
Danska ríkisstjórnin ákvað í gær að taka upp hraðpróf að nýju og efla möguleika á PCR-prófum eftir að kórónuveirusmitum tók að fjölga aftur í landinu. Smitsjúkdómafræðingur telur ekki það ekki nægja til að stemma stigu við útbreiðslunni.
30.10.2021 - 05:35
Danskir karlar leita unnvörpum í stafræn læknisráð
Ný og hraðvirk stafræn aðferð virðist hafa orðið til þess að danskir karlmenn leiti frekar til læknis en áður var. Þar í landi, líkt og mögulega víðar, hafa karlmenn síður en konur leitað sér aðstoðar finni þeir fyrir krankleika.
Minningarskjöldur um Kamban fjarlægður
Minningarskjöldur um Guðmund Kamban rithöfund og leikstjóra hefur verið fjarlægður af vegg hússins við Uppsalagötu 20 í Kaupmannahöfn, þar sem hann forðum bjó. Kamban féll fyrir byssukúlu andspyrnumanns á friðardaginn 5. maí 1945 en hann var sagður aðhyllast hugmyndafræði Nasista.
10.10.2021 - 20:54
Glæpagengi bannað í Danmörku
Hæstiréttur Danmerkur staðfesti í dag bann á starfsemi Loyal To Familia gengisins. Samkvæmt dómi Hæstaréttar eru þetta samtök sem hafa ólöglega starfsemi að augnamiði.  Loyal To Famila gengið er eitt hið þekktasta í Danmörku og meðlimir hafa verið dæmdir fyrir fíkniefnasölu, morð og morðtilraunir og aðra glæpi.
01.09.2021 - 17:15
Framtíð lítillar danskrar hafmeyju í hættu
Ferðafólk flykkist nú til strandbæjar á Norður-Jótlandi í Danmörku til að skoða og styttu af hafmeyju áður en henni verður grandað. Erfingjar höfundar Hafmeyjunnar í Kaupmannahöfn kröfðust þess fyrr í sumar. Jafnframt fara þeir fram á háar fébætur.
18.08.2021 - 17:10
Flest smit í Danmörku hjá 20 til 29 ára gömlu fólki
Í gær greindust 844 með COVID-19 í Danmörku en tæplega 650 í fyrradag. Flest smit greinast meðal ungs fólks.
19.07.2021 - 13:22
Slakað á sóttvarnareglum á Grænlandi
Slakað hefur verið á hertum sóttvarnareglum í Nuuk, höfuðstað Grænlands, enda hefur tekist að finna uppruna lítils hópsmits sem kom þar upp í síðustu viku. Grænlenska flugfélaginu Air Greenland er nú heimilt að flytja 810 farþega vikulega frá Danmörku til Grænlands.
03.06.2021 - 14:31
Fjölmenni í Kongungsgarði í Kaupmannahöfn
Vorkomunnar gætir í Danmörku en fjöldi fólks safnaðist saman í Konungsgarðinum umhverfis Rósenborgarhöll í Kaupmannahöfn í dag. Að sögn Jesper Frandsen talsmanns Kaupmannahafnarlögreglunnar hefur dagurinn verið annasamur enda fengu mörg þeirra sem nutu veðurblíðunnar sér aðeins neðan í því.
Myndskeið
Tívolí í Kaupmannahöfn opnar á ný
Tívolí í Kaupmannahöfn var opnað gestum og gangandi á ný í dag. Þar var skellt í lás í desember vegna kórónuveirufaraldursins.
27.03.2021 - 17:55
Dæmd í fangelsi eftir COVID-mótmæli í Danmörku
Þrítug kona hefur verið dæmd í tveggja ára fangelsi fyrir að hvetja til ofbeldis á COVID-mótmælum í Kaupmannahöfn í janúar. Hópurinn sem stóð fyrir þeim mótmælum hefur boðað til mótmæla aftur í dag.
Lítið um að farið væri fram á breytingu flugmiða
Fyrsta áætlunarflug Boeing 737 Max þotu Icelandair eftir afléttingu kyrrsetningar var farið til Kaupmannahafnar í morgun. Þotan Mývatn TF-ICN lenti heilu og höldnu klukkan 11:38 að staðartíma á Kastrup-flugvelli eftir tæpra þriggja stunda flug.
08.03.2021 - 12:58
Myndskeið
Handteknir fyrir að kveikja í brúðu í líki Frederiksen
Um eitt þúsund komu saman í Kaupmannahöfn í gærkvöldi til að mótmæla sóttvarnaraðgerðum stjórnvalda í Danmörku. Þrír voru handteknir fyrir að brenna dúkku sem var í líki Mette Frederiksen, forsætisráðherra landsins.
24.01.2021 - 16:35
Sprengjumálið rannsakað sem tilraun til manndráps
Lögregla í Kaupmannahöfn leitar nú vitna sem gætu hafa orðið einhvers vör í Gladsaxe þar sem grunur leikur á að bílsprengja hafi verið skilin eftir í gær.
17.01.2021 - 11:01
Danmörk
Níu handteknir í mótmælum gegn sóttvarnaaðgerðum
Til átaka kom milli lögreglu og mótmælenda í Kaupmannahöfn og Álaborg að kvöldi laugardags og voru níu mótmælendur handteknir áður en yfir lauk. Hópur fólks sem kallar sig „Men in Black" blés til mótmælafunda á Ráðhústorginu í Kaupmannahöfn og miðborg Álaborgar til að mótmæla sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda vegna kórónaveirufaraldursins.
10.01.2021 - 00:36
Mótmæli í miðborg Kaupmannahafnar í kvöld
Allt að eitt hundrað svartklæddir mótmælendur gengu um miðborg Kaupmannahafnar í kvöld. Að sögn danska ríkisútvarpsins (DR) skutu þeir púðurkerlingum og hrópuðu ókvæðisorð ætluð Mette Frederiksen forsætisráðherra og ríkisstjórn hennar vegna sóttvarnarráðstafana í landinu.
19.12.2020 - 23:18
Mín kæru, ekki koma hingað
Svíar biðla nú til Dana um að halda sig frá Svíþjóð á aðventunni. Svíar eigi nóg með sig, þar sé kórónuveirufaraldurinn í mikilli útbreiðslu og þeir megi allra síst við heimsóknum veitingahúsaóðra Kaupmannahafnarbúa, en öllum veitingastöðum hefur nú verið lokað í Kaupmannahöfn. Þeir eru aftur á móti opnir í Svíþjóð og Svíar óttast að Kaupmannahafnarbúar muni streyma unnvörpum yfir Eyrarsundið til Malmö og gera sér þar glaðan dag.
09.12.2020 - 16:05
Rannsókn sýnir að COVID er banvænni en flensa
Ný ritrýnd rannsókn gerð af vísindamönnum við Kaupmannahafnarháskóla og Ríkissjúkrahúsið sýnir að COVID-19 er banvænni sjúkdómur en inflúensa.