Færslur: Kaupmannahöfn

Borgarstjóri Kaupmannahafnar segir af sér
Frank Jensen, borgarstjóri Kaupmannahafnar og varaformaður danska Jafnaðarmannaflokksins, tilkynnti í morgun að hann segði af sér og hætti þátttöku í stjórnmálum. Jensen hefur viðurkennt að hafa áreitt konur kynferðislega og beðist afsökunar. Tilkynning Jensens kom á óvart því að hans sögn studdi yfirgnæfandi meirihluti borgarstjórnarflokks Jafnaðarmanna hann á fundi í gærkvöld.
Jensen fær stuðning til að sitja áfram
Frank Jensen, borgarstjóri í Kaupmannahöfn, segir að hann hafi stuðning samflokksfólks síns í Jafnaðarmannaflokknum til að sitja áfram í embætti, en  fjöldi kvenna  hefur stigið fram á síðustu dögum og sagt að hann hafi áreitt þær kynferðislega. Margir hafa krafist þess að Jensen láti af embætti og segi að auki af sér varaformennsku í flokknum.
Hertar reglur á djamminu í Kaupmannahöfn
Dönsk yfirvöld tilkynntu í dag um hertar reglur, sem sérstaklega er ætlað að minnka útbreiðslu kórónuveirunnar þegar fólk er úti að skemmta sér á stór-Kaupmannahafnarsvæðinu. 
15.09.2020 - 19:39
Hertar reglur en fjöldi smita nær óbreyttur í Danmörku
Ekki er útilokað að næturlífið í Danmörku þurfi að þola frekari takmarkanir ef ekki dregur úr útbreiðslu kórónuveirunnar þar í landi.
13.09.2020 - 17:14
Danskir veitingamenn lítt hrifnir af samkomutakmörkunum
Hertar samkomutakmarkanir taka gildi í Danmörku á morgun. Nú mega aðeins fimmtíu koma saman í stað hundrað áður.
Röng gerð af spritti í lestakerfi Kaupmannahafnar
Í ljós hefur komið að röng gerð af sóttvarnarspritti hefur verið í skömmturum í Metro, jarðlestakerfi Kaupmannahafnarborgar.
Standsettu íbúðina með húsgögnum sem þau fengu gefin
Íslensk fjölskylda er í sviðsljósinu hjá danskri sjónvarpsstöð í þætti sem fjallar um hve auðvelt sé að ná í húsmuni í tóma íbúð með því sem hægt sé að fái ókeypis í gegnum samfélagsmiðla. 115 fermetra íbúð fjölskyldunnar var fyllt af húsgöngum á sjö tímum.
19.08.2020 - 21:00
Danskur ráðherra vill að tónleikastaðir verði opnaðir
„Mikill munur er á menningarlífi og næturlífi. Næturklúbbur og tónleikastaður eru ekki það sama.“ Þetta segir Joy Mogensen, menningarmálaráðherra Danmerkur.
Andlitsgrímur ekki skylda á lengri leiðum
Lestarfarþegum á lengri leiðum til og frá Árósum í Danmörku ber ekki skylda til að hafa andlitsgrímu fyrir vitum sér.
Danska lögreglan ætlar að sekta fyrir hávaða
Þolinmæðin virðist á þrotum hjá lögreglunni í Kaupmannahöfn en henni finnst unga fólkið í höfuðborginni hafa fært sig upp á skaftið og þykir hávaðinn frá þeim helst til of mikill. Lögreglan vill hafa meiri kyrrð í borginni og ætlar því að sekta þá sem eru með of mikil læti.
06.08.2020 - 18:02
Gætu fyrirskipað notkun andlitsgríma með haustinu
Danskur sérfræðingur í smitsjúkdómum telur líklegt að þarlend yfirvöld fyrirskipi fljótlega notkun andlitsgríma á opinberum vettvangi.
Öryggisþjónar passa upp á hópamyndun í Kaupmannahöfn
Borgaryfirvöld í Kaupmannahöfn hafa nú ráðið hóp starfsmanna sem fá það hlutverk að fylgjast með hversu margir koma saman og minna fólk í leiðinni á hvernig hegðun er heppilegust til að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar.
09.07.2020 - 15:55
Bangsar og smáforrit tryggja öryggi í Tívolí
Tívolí í Kaupmannahöfn sem var opnað aftur eftir langt hlé 8. júní síðastliðinn hefur tekið í notkun sérstakt smáforrit eða app. Það á að gera gestum mögulegt að njóta heimsóknar sinnar í garðinn út í æsar á tímum kórónuveirunnar.
14.06.2020 - 06:13
Götur í Kaupmannahöfn nefndar eftir uppreisnarfólki
Borgaryfirvöld í Kaupmannahöfn hafa orðað það að nefna götur í borginni í höfuðið á uppreisnarfólki sem barðist fyrir frelsi þræla og verkafólks í dönsku vestur Indíum.
14.06.2020 - 02:34
Íslendingar mega gista í Kaupmannahöfn
Ferðamönnum frá Þýskalandi, Noregi og Íslandi verður leyft að gista í Kaupmannahöfn þegar landamæri opna á mánudag. Nick Hærrerup, dómsmálaráðherra Danmerkur, greindi frá þessu á blaðamannafundi í dag.
12.06.2020 - 16:59
Lágmarksdvöl í Danmörku verður sex nætur
Íslenskir ferðamenn, sem ætla til Danmerkur í sumar, verða að dvelja í landinu í að minnsta kosti sex nætur. Frá og með 15. júní fá Íslendingar, Þjóðverjar og Norðmenn að ferðast til Danmerkur, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.
02.06.2020 - 11:57
Krotað á Litlu hafmeyjuna í skjóli nætur
Snemma í morgun komst lögreglan í Kaupmannahöfn á snoðir um það að í skjóli nætur hafði Litla hafmeyjan, eitt þekktasta kennileiti Danmerkur, orðið fórnarlamb skemmdarvarga. Búið var að krota slagorðið „frjáls Hong Kong“ eldrauðum stórum stöfum á steinninn sem hafmeyjan situr á.
13.01.2020 - 13:45
Árásarmaðurinn reyndist ekki vera íslenskur
Fjölmiðlar greindu frá því að íslenskur maður hefði stungið mann í hálsinn fyrir utan bar á Strikinu í miðborg Kaupmannahafnar á laugardagskvöld. Samkvæmt heimildum fréttastofu reyndist maðurinn hins vegar vera hollenskur. Sjónarvottur hafði lýst honum sem „stórum, tattúveruðum, íslenskum manni.“
05.12.2019 - 21:08
Lilja ræddi við danska ráðherrann um handritin
Menntamálaráðherrar Íslands og Danmerkur ræddu saman í morgun um að Danir afhendi Íslendingum þau fornrit sem enn eru í Kaupmannahöfn. Ráðherra er bjartsýn á að viðræðurnar skili árangri, enda verði brátt viðeigandi húsnæði til staðar.
29.08.2019 - 13:06
Myndskeið
Myndskeið birt af sprengjuárás í Kaupmannahöfn
Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur birt myndskeið af manni sem grunaður er um að hafa komið fyrir sprengju við lögreglustöð á Norðurbrú aðfaranótt föstudags. Þar sést maðurinn koma fyrir svörtum plastpoka fyrir framan lögreglustöðina sem lögregla telur hafa innihaldið sprengjuna.
12.08.2019 - 13:56
„Ég segi aldrei nei við fleiri trjám“
Tívolí í Kaupmannahöfn vill leggja undir sig Vesterbrogade-breiðstrætið og breyta því í almenningsgarð. Hugmyndin og teikningar arkitekta var kynnt á mánudag og nú er unnið að tillögu sem send verður borgaryfirvöldum í Kaupmannahöfn.
19.06.2019 - 09:28
Grunaður um morð á dönskum eldri borgurum
26 ára gamall maður er grunaður um að hafa myrt þrjá Dani um áttrætt í Kaupmannahöfn síðustu vikur. Þar til í gær var talið að þau hefðu látið lífið af náttúrulegum orsökum. 
17.03.2019 - 15:21
Eldsvoði í Kaupmannahöfn
Rýma þurfti allar íbúðir á tveimur stigagöngum fjölbýlishúss í Kaupmannahöfn vegna mikils eldsvoða í húsinu. Slökkviliði var gert viðvart á níunda tímanum í gærkvöld að staðartíma, eða um kvöldmatarleytið að íslenskum tíma.
10.06.2018 - 04:53
Kjarvalsfáninn of flókinn fyrir saumavélarnar
Fána-hugmyndir Kjarvals og Kristjáns tíunda Danakonungs eru nú sýndar í fyrsta sinn í íslenska sendiráðinu í Kaupmannahöfn. Grafíski hönnuðurinn Hörður Lárusson lét sauma fánana.
Fastir í limbói á þaki óperunnar
Nýtt leikrit sem frumsýnt var dögunum í Konunglega leikhúsinu í Kaupmannahöfn veitir innsýn í vináttu og samstarf skipakóngsins A.P. Møller og arkitektsins Hennings Larsen.
16.03.2018 - 13:28