Færslur: Katalónía

Berjast við að hemja gróðurelda í hitabylgju á Spáni
Miklir gróðureldar hafa geysað á Spáni síðustu daga, en skæð hitabylgja gengur nú yfir vestanvert meginland Evrópu. Veðurspár út mánuðinn benda til þess að júní verði einn sá heitast í landinu í áratugi, en hitatölur víða fóru vel yfir 40 gráður á Spáni í dag. Það telst óvenju mikill hiti á þeim slóðum svo snemma að sumri.
18.06.2022 - 23:39
Útlægir Katalónar endurheimta þinghelgi
Dómstóll Evrópusambandsins hefur ákveðið að veita Carles Puigdemont, Evrópuþingmanni og útlægum fyrrverandi forseta Katalóníuhéraðs, og Evrópuþingmönnunum Clöru Ponsati og Antoni Comín, þinghelgi á nýjan leik. Evrópuþingið svipti þau þinghelgi í mars.
Grímuskylda á almannafæri afnumin á Spáni
Til stendur að afnema grímuskyldu utandyra á Spáni 8. febrúar. Þar með lýkur ráðstöfun sem varað hefur frá því í seint í desember þegar omíkron-afbrigði veirunnar skall á af fullum þunga.
Puigdemont lofar að mæta til réttarhalda í október
Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti Katalóníu á Spáni og Evrópuþingmaður kveðst snúa aftur til Belgíu á mánudag. Hann heitir því að snúa aftur til Ítalíu til að vera viðstaddur þinghald í byrjun október um framsal til Spánar.
Puigdemont handtekinn á Ítalíu
Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti Katalóníu á Spáni og Evrópuþingmaður, var handtekinn á Ítalíu í kvöld. Puigdemont hefur verið í útlegð í Belgíu frá árinu 2017, þegar hann flúði land eftir atkvæðagreiðslu um sjálfstæði héraðsins í óþökk spænska ríkisins.
Viðræður hefjast milli Spánarstjórnar og Katalóna
Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar, fundar með Pere Aragones leiðtoga heimastjórnar Katalóníu á morgun, miðvikudag um samband héraðsins við ríkisstjórnina í Madrid. Ekki er talið að viðræðurnar skili árangri enda eru sjónarmið nánast óásættanleg.
Úrhellisrigning og flóð valda usla á Spáni
Gríðarlegt úrhelli olli flóðum á Spáni í dag, þúsundir voru án rafmagns auk þess sem loka þurfti vegum og járnbrautarlínum. Símasamband var einnig að skornum skammti.
02.09.2021 - 01:45
Erlent · Hamfarir · Náttúra · Umhverfismál · Veður · Spánn · Katalónía · Flóð · úrhelli · Rigning · Pedro Sanchez · Madrid · samgöngur
Katalónsk yfirvöld vilja framlengja útgöngubann
Heimastjórnin í Katalóníu á Spáni fer fram á leyfi til að framlengja útgöngubann sem dómstóll ógilti fyrr í vikunni. Einkum er horft til fjölmennustu borga sjálfstjórnarsvæðisins.
Útgöngubann í Katalóníu úrskurðað óréttlætanlegt
Spænskur dómstóll úrskurðaði í dag að stjórnvöldum í Katalóníu beri að aflétta útgöngubanni sem verið hefur í gildi frá því um miðjan júlí.
19.08.2021 - 11:53
Vara við að skógareldar blossi upp á Spáni og Portúgal
Yfirvöld á Spáni og í Portúgal eru í viðbragðsstöðu í ljósi þess að skógareldar gætu brotist út vegna gríðarlegs hita í suðaustanverðri Evrópu.Heitt loft sunnan úr Norður-Afríku hefur skapað mikla hitabylgju allt umhverfis Miðjarðarhafið undanfarna daga.
Aðskilnaðarsinnum gefnar upp sakir
Spænska stjórnin gaf í dag níu katalónskum leiðtogum aðskilnaðarsinna upp sakir. Þeir hlutu níu til þrettán ára fangelsisdóma þegar þeir lýstu yfir sjálfstæði Katalóníuhéraðs árið 2017. 
22.06.2021 - 17:21
Ólga á Spáni vegna mögulegra náðana
Búist er við að spænska ríkisstjórnin náði tólf katalónska sjálfstæðissinna í vikunni. Tólfmenningarnir voru dæmdir árið 2019 fyrir hlut sinn í sjálfstæðisbaráttu Katalóníu.
20.06.2021 - 17:56
Katalónskir Evrópuþingmenn sviptir friðhelgi
Evrópuþingið aflétti í dag friðhelgi Carles Puigdemonts,forseta katalónsku heimastjórnarinnar, og tveggja annarra evrópuþingmanna sem eru eftirlýstir af spænskum yfirvöldum vegna baráttu þeirra fyrir sjálfstæði Katalóníu. Puigdemont ætlar að áfrýja til Evrópudómstólsins.
09.03.2021 - 17:42
Myndskeið
Mótmælendur gengu berserksgang í Barselóna
Mótmælendur í Barselóna kveiktu í lögreglubíl og brutust inn í verslanir í gær. Hörð mótmæli hafa verið víða á Spáni, þá sérstaklega í Barselóna, síðan tónlistarmaðurinn Pablo Hasel var handtekinn af lögreglu 16. febrúar.
28.02.2021 - 06:29
Aðskilnaðarsinnar bæta við sig á katalónska þinginu
Flokkar aðskilnaðarsinna auka meirihluta sinn á katalónska þinginu í kosningum til hérðasþingsins í gær. Þegar búið er að telja 99 prósent atkvæða hafa aðskilnaðarflokkarnir þrír hlotið 74 þingsæti af 135, en þeir voru með 70 sæti eftir þingkosningarnar 2017.
14.02.2021 - 23:14
Minnst tveir fórust í eldsvoða í Badalona
Að minnsta kosti tveir fórust og sautján slösuðust í eldi í vörugeymslu í Badalona í Katalóníu, norður af Barcelona. Eldurinn blossaði þar upp í nótt og var fjölmennt slökkvilið þar enn við störf í morgunsárið, en óttast var að byggingin hryndi.
10.12.2020 - 08:16
Frakkar setja á útgöngubann um nætur
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, tilkynnti í ávarpi nú rétt í þessu að frá og með næsta laugardegi verði í gildi útgöngubann í París og átta öðrum borgum, frá klukkan níu að kvöldi til sex að morgni. Bannið verður í gildi í fjórar vikur og tilgangurinn með því er að stemma stigu við mikilli útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur COVID-19.
14.10.2020 - 18:34
Börum og veitingahúsum lokað í Katalóníu
Börum og veitingahúsum verður lokað í Katalóníu frá og með föstudegi til að draga úr útbreiðslu kórónuveirunnar, það því er Pere Aragones, bráðabirgðaleiðtogi heimastjórnarinnar heimastjórnarinnar tilkynnti í dag. Lokunin varir í fimmtán daga að minnsta kosti. Aragones kvaðst harma að þurfa að grípa til þessara ráðstafana, en þær væru nauðsynlegar í ljósi ástandsins.
14.10.2020 - 14:07
Quim Torra sviptur forsetaembætti
Hæstiréttur Spánar staðfesti í dag niðurstöðu undirréttar um að Quim Torra, forseti heimastjórnarinnar í Katalóníu, sé óhæfur til að gegna embættinu. Hann er sagður hafa óhlýðnast landsstjórninni í Madríd.
28.09.2020 - 16:32
Réttarhöld um framtíð Torra hafin
Réttarhöld yfir Quim Torra, forseta Katalóníu, hófust í hæstarétti Spánar í dag. Torra var dæmdur í eins og hálfs árs útilokun frá þátttöku í stjórnmálum á efra dómstigi í Katalóníu í desember síðastliðnum. Úrskurðinum var áfrýjað til hæstaréttar, þar sem endanlegur úrskurður bíður forsetans.
17.09.2020 - 14:56
Andlitsgrímur verða skylda í Katalóníu
Stjórnvöld í Katalóníu ætla að skylda alla í héraðinu til að bera andlitsgrímur á opinberum stöðum til að koma í veg fyrir kórónuveirusmit. Þeir sem ekki hlýða verða sektaðir.
08.07.2020 - 15:59
Útgöngubann sett á 200 þúsund íbúa svæði í Katalóníu
Yfirvöld í Katalóníu á Spáni hafa sett á útgöngubann í héraðinu Segrià. Bannið nær til 200 þúsund manna hið minnsta. Bannið tók gildi klukkan tólf að hádegi í dag. Ástæðan fyrir aðgerðunum er hrina nýrra COVID-smita á svæðinu.
04.07.2020 - 15:50
Puigdemont heldur baráttufund nærri Katalóníu
Von er á fjölda fólks að landamærum Frakklands og Katalóníu í dag. Tilefnið er stuðningsfundur við Carles Puigdemont, leiðtoga aðskilnaðarsinna í Katalóníu. Hann verður haldinn syðst í Frakklandi, nærri landamærunum að Spáni.
29.02.2020 - 07:41
Myndskeið
Hefur ekki trú á að Spánarstjórn standi við loforðin
Josep Costa, varaforseti katalónska þingsins, á ekki von á stefnubreytingu spænskra stjórnvalda vegna sjálfstæðisbaráttu Katalóna, þrátt fyrir fögur fyrirheit. Spánarkonungur hvatti til samstöðu þegar spænska þingið var sett í dag.
03.02.2020 - 22:10
Myndskeið
Puigdemont berst fyrir sjálfstæði á Evrópuþinginu
Carles Puigdemont, leiðtogi aðskilnaðarsinna í Katalóníu, gagnrýndi spænsk stjórnvöld harðlega þegar hann kom í dag til síns fyrsta fundar á Evrópuþinginu í Strassborg. Hann hét því að halda sjálfstæðisbaráttunni áfram á þeim vettvangi.
13.01.2020 - 16:15