Færslur: Karl Bretaprins

Tók á móti milljónum evra í töskum og pokum
Karl Bretaprins tók við þremur milljónum evra í reiðufé á fundum sínum með háttsettum katörskum stjórnmálamanni á árunum 2011 - 2015. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um góðgerðafélag prinsins og fjáröflunaraðferðir sem þar hafa tíðkast.
Þakkaði mömmu í einlægri ræðu
Það var mikið um dýrðir í Bretlandi í gærkvöld, á þriðja degi fjögurra daga hátíðarhalda til heiðurs Elísabetar Englandsdrottningar. Drottningin hefur verið við völd í sjötíu ár og af því tilefni stigu margar goðsagnir úr heimi tónlistar og lista á svið á stórtónleikum við Buckinghamhöll. Karl bretaprins, hélt ræðu til móður sinnar.
Harry og Meghan fagna valdaafmæli með Elísabetu
Hertogahjónin af Sussex verða viðstödd kirkjuathöfn snemma í næsta mánuði, sem er hluti fjögurra daga hátíðahalda í tilefni sjötíu ára valdatíðar Elísabetar II Bretadrottningar.
Karl og Camilla gestaleikarar í East Enders
Karl prins af Wales og eiginkona hans, Camilla hertogaynja af Cornwall, verða gestaleikarar í hinni geysivinsælu sjónvarpsápu East Enders. Í þættinum heimsækja þau fólkið sem býr við Albert Square þar sem það fagnar sjötíu ára valdaafmæli Elísabetar II Bretadrottningar.
23.05.2022 - 00:40
Frumbyggjar krefja bresku krúnuna um afsökunarbeiðni
Karl Bretaprins kveðst gera sér grein fyrir þeim miklu þjáningum sem frumbyggjar Kanada hafa mátt þola. Hann var í opinberri heimsókn í nafni Bretadrottningar og uppskar lof leiðtoga frumbyggja í landinu. Þeir fara þó fram á opinbera afsökunarbeiðni bresku krúnunnar.
Segir brýnt að Kanada viðurkenni brot gegn frumbyggjum
Karl Bretaprins segir brýnt að Kanadastjórn viðurkenni brot gegn frumbyggjum í landinu. Hann segir sömuleiðis mikilvægt að sættir náist. Karl er á þriggja daga opinberri heimsókn í Kanada ásamt Camillu eiginkonu sinni.
Bretadrottning flytur ekki ávarp við þingsetningu
Breska hirðin hefur tilkynnt að Elísabet II Bretadrottning flytji ekki ræðu við árlega þingsetningarathöfn í Westminster í dag. Karl ríkisarfi, prinsinn af Wales hleypur í skarðið fyrir móður sína.
Elísabet II Bretadrottning er 96 ára í dag
Elísabet II Bretadrottning fagnar 96. afmælisdegi sínum í dag. Talið er að hún muni þó hafa hægt um sig. Í febrúar voru sjötíu ár liðin frá því hún tók við völdum við fráfall föður hennar, Georgs sjötta.
Lögregla rannsakar góðgerðasjóð Karls Bretaprins
Lundúnalögreglan hyggst rannsaka hvað hæft er í ásökunum um að góðgerðasjóður Karls Bretaprins hafi þegið há fjárframlög frá erlendum auðmönnum gegn fyrirheitum um vegtyllur eða ríkisborgararétt. Frá þessu er greint í vefútgáfum BBC og Guardian. Grunur beinist ekki að Karli sjálfum.
17.02.2022 - 02:15
Karl Bretaprins með Covid í annað sinn
Karl Bretaprins er nú í einangrun eftir að hafa greinst með COVID-19 í annað sinn. Þetta er tilkynnt á opinberri Twittersíðu prinsins. Þar segir að hann sé verulega vonsvikinn að geta ekki verið viðstaddur samkomur sem boðaðar voru í Winchester í dag. 
10.02.2022 - 13:07
Elísabet í 70 ár
Drottningin fékk köku og blóm í tilefni dagsins
Sjötíu ár eru í dag síðan Elísabet Englandsdrottning tók við krúnunni eftir að faðir hennar Georg sjötti lést. Fjórtán hafa gegn embætti forsætisráðherra Bretlands í valdatíð hennar. Sama ár og Elísabet varð drottning tók Ásgeir Ásgeirsson við forsetaembættinu á Íslandi af Sveini Björnssyni.
06.02.2022 - 12:47
Camilla fær inngöngu í Sokkabandsregluna
Elísabet II. Bretadrottning tilkynnti í dag að Camilla tengdadóttir hennar, eiginkona Karls Bretaprins og ríkisarfa hlyti inngöngu í Sokkabandsregluna fornu. Það er einhver æðsta heiðurstign sem hljóta má þar í landi.
Góðgerðarsjóður Karls Bretaprins til rannsóknar
Skosk yfirvöld rannsaka nú fjármál góðgerðarsjóðs Karls Bretaprins eftir greinaskrif breska dagblaðsins Sunday Times. Times greindi frá því að rússneskum fjármálamaður hafi ánafnað sjóðnum fúlgur fjár, og fengið í staðinn þakkarbréf frá prinsinum ásamt boði um að hitta hann.
13.09.2021 - 05:38
Yfir 300 þúsund fyrir brúðarkökusneið Díönu og Karls
Konungssinninn Gerry Layton frá Leeds á Englandi reiddi fram jafnvirði nærri 325 þúsund króna á uppboði í gær til að eignast efsta lag sneiðar af brúðarköku þeirra Karls Bretaprins og Díönu prinsessu. Layton bauð hæst allra í sætindin, sem innihalda kremið sem sett var efst á kökuna, auk hins konunglega skjaldarmerkis sem er haganlega gert úr gylltu, rauðu, bláu og silfurlitu marsípani. 
12.08.2021 - 06:28
Myndskeið
Eykur The Crown andúð á konungdæminu?
Prófessor í sagnfræði segir að þó svo að sjónvarpsþættir um bresku konungsfjölskylduna hafi vissulega áhrif á almenningsálitið sé erfitt að segja til um hvort þeir ýti undir andstöðu við konungdæmið og efli málstað lýðveldissinna. Áhugamanneskja um kóngafólkið segir marga ranglega trúa því að þættirnir The Crown segi satt og rétt frá atburðum. 
Karl Bretaprins hvetur til viðbragða við loftslagsvá
Karl Bretaprins hvetur heimsbyggðina til að nýta heimsfaraldur kórónuveirunnar til að bregðast við vánni af loftslagsbreytingum.