Færslur: Karl Bretaprins

Góðgerðarsjóður Karls Bretaprins til rannsóknar
Skosk yfirvöld rannsaka nú fjármál góðgerðarsjóðs Karls Bretaprins eftir greinaskrif breska dagblaðsins Sunday Times. Times greindi frá því að rússneskum fjármálamaður hafi ánafnað sjóðnum fúlgur fjár, og fengið í staðinn þakkarbréf frá prinsinum ásamt boði um að hitta hann.
13.09.2021 - 05:38
Yfir 300 þúsund fyrir brúðarkökusneið Díönu og Karls
Konungssinninn Gerry Layton frá Leeds á Englandi reiddi fram jafnvirði nærri 325 þúsund króna á uppboði í gær til að eignast efsta lag sneiðar af brúðarköku þeirra Karls Bretaprins og Díönu prinsessu. Layton bauð hæst allra í sætindin, sem innihalda kremið sem sett var efst á kökuna, auk hins konunglega skjaldarmerkis sem er haganlega gert úr gylltu, rauðu, bláu og silfurlitu marsípani. 
12.08.2021 - 06:28
Myndskeið
Eykur The Crown andúð á konungdæminu?
Prófessor í sagnfræði segir að þó svo að sjónvarpsþættir um bresku konungsfjölskylduna hafi vissulega áhrif á almenningsálitið sé erfitt að segja til um hvort þeir ýti undir andstöðu við konungdæmið og efli málstað lýðveldissinna. Áhugamanneskja um kóngafólkið segir marga ranglega trúa því að þættirnir The Crown segi satt og rétt frá atburðum. 
Karl Bretaprins hvetur til viðbragða við loftslagsvá
Karl Bretaprins hvetur heimsbyggðina til að nýta heimsfaraldur kórónuveirunnar til að bregðast við vánni af loftslagsbreytingum.