Færslur: Kanada

Trudeau ber af sér sakir
Justin Trudeau ber af sér allar sakir um hagsmunaárekstra gagnvart alþjóðlegu góðgerðasamtökunum WE Charity. Hann talaði máli sínu frammi fyrir fjármálanefnd kanadíska þingsins.
31.07.2020 - 01:20
Rússar hafna ásökunum um tölvuinnbrot
Andrei Kelin sendiherra Rússlands í Bretlandi segir útilokað að Rússar hafi liðsinnt tölvuþrjótum við innbrot í tölvukerfi rannsóknarstofa sem vinna að þróun bóluefnis gegn Covid-19.
19.07.2020 - 00:48
Ók í gegnum hlið forsætisráðherrabústaðar Trudeau
Vopnaður kanadískur hermaður var handtekinn eftir að hafa ekið pallbíl sínum í gegnum hlið forsætisráðherrabústaðar Justin Trudeau í Ottawa í gærmorgun. Eftir að hafa ekið í gegnum hliðið gekk hann í áttina að húsinu, en var handtekinn áður en hann komst að útidyrunum.
03.07.2020 - 06:41
Sáda í Kanada hótað af stjórnvöldum í heimalandinu
Sádiarabíski aðgerðarsinninn Omar Abdulaziz kveðst hafa fengið upplýsingar frá yfirvöldum í Kanada um að hann væri mögulega skotmark stjórnvalda í heimalandi hans. Hann var beðinn um að grípa til ráðstafana til að verja sig.
22.06.2020 - 02:07
38 dauðir hvolpar með flugi frá Úkraínu til Kanada
Yfirvöld í Kanada rannsaka nú hvers vegna um 500 hvolpar voru á meðal farangurs um borð í flugvél úkraínska flugfélagsins Ukraine International, sem lenti á alþjóðaflugvellinum í Toronto um síðustu helgi. 38 hvolpanna voru dauðir þegar vélin lenti. Hundaeigandi sem sótti annað dýr úr vélinni sagði aðkomuna hafa verið eins og úr hryllingsmynd. 
21.06.2020 - 03:52
Ákærðir fyrir njósnir í Kína
Tveir kanadískir ríkisborgarar voru í dag ákærðir í Kína fyrir njósnir. Þeir voru handteknir í desember 2018, nokkrum dögum eftir að yfirvöld í Kanada tóku höndum Meng Wanzhou, fjármálastjóra kínverska stórfyrirtækisins Huawei og dóttur stofnanda þess.
19.06.2020 - 08:04
Noregur og Írland í Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna
Fjögur ríki hlutu í dag aðild að Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna árin 2021 og 2022. Fimmta sætinu var ekki úthlutað í dag þar sem Afríkuríkjunum Djibútí og Kenía tókst hvorugu að afla sér stuðnings tveggja þriðju aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna. Aftur verður kosið um hvort ríkið hlýtur aðild á morgun. 
17.06.2020 - 23:55
Huawei málið: Enn kólnar milli Kanada og Kína
Dómari í Kanada úrskurðaði í gær að Meng Wanzhou, fjár­mála­stjóri og dóttir stofnanda kín­verska tæknifyrirtækisins Huawei, skyldi framseld til Bandaríkjanna.
28.05.2020 - 03:29
Erlent · Kína · Kanada · Huawei
Dráttarbílamafía upprætt í Kanada
Rannsókn kanadísku lögreglunnar á skipulagðri glæpastarfsemi í dráttarbílabransanum leiddi til handtöku tuttugu manna og hundruðum ákæruliða, þeirra á meðal morði. Svo virðist sem glæpasamtök berjist um yfirráðasvæði í Toronto.
27.05.2020 - 04:54
Áfram lokuð landamæri við Bandaríkin
Lokun landamæra Bandaríkjanna að Kanada og Mexíkó verður fram haldið til 22. júní hið minnsta. Heimavarnarráðuneytið greindi frá þessu í gærkvöld. Aðeins þeir sem nauðsynlega þurfa að komast yfir landamærin fá að fara. Landamærin hafa verið lokuð í tvo mánuði, síðan 20. mars. Lokunin er endurskoðuð á 30 daga fresti. 
20.05.2020 - 03:46
Um 1.500 tegundir skotvopna bannaðar í Kanada
Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, tilkynnti í dag að um 1.500 tegundir af skotvopnum verði bannaðar þar í landi frá og með deginum í dag. Bannað verður að kaupa, selja, flytja inn og nota vopn sem falla undir lögin, en fyrst og fremst er þar átt við hríðskotariffla. Þeir sem nú þegar eiga slík vopn hafa tvö ár til að losa sig við þau.
02.05.2020 - 00:49
Þyrla talin hafa hrapað í Jónahafið með sex innanborðs
Umfangsmikil leit stendur yfir að þyrlu kanadíska flughersins sem hvarf yfir Jónahafi, milli Grikklands og Ítalíu, í gær. Þyrlan tilheyrir kanadísku freigátunni Fredericton, sem tekur þátt í æfingum Atlantshafsbandalagsins á Miðjarðarhafinu þessa dagana. Hún var í eftirlits- og könnunarleiðangri undan ströndum Grikklands þegar hún hvarf af ratsjám og allt samband við hana rofnaði, segir í tilkynningu kanadíska flotans. Leit að þyrlunni hófst þegar í stað.
30.04.2020 - 02:43
Fórnarlömbin í Nova Scotia orðin 22
Kanadíska löreglan fann fleiri lík í brunarústum sem fjöldamorðingi skildi eftir sig í dreifbýli Nova Scotia aðfaranótt sunnudags. Nú telur lögreglan að maðurinn hafi orðið 22 að bana. Yngsta fórnarlambið var 17 ára stúlka samkvæmt tilkynningu. 
22.04.2020 - 01:15
Forseti Íslands sendir Kanadamönnum samúðarkveðjur
Guðni Th. Jóhannesson sendi í dag samúðarkveðju sína og íslensku þjóðarinnar til landstjóra Kanada í tilefni af mannskæðri skotárás í Nova Scotia um helgina.
21.04.2020 - 17:36
Mannskæðasta fjöldamorð í sögu Kanada
Kanadískur karlmaður á sextugsaldri myrti minnst sextán manns, þar á meðal einn lögreglumann, í dreifbýli Nova Scotia næstliðna nótt. Kanadíska alríkislögreglan greindi frá þessu og upplýsti um leið að morðinginn væri látinn. Þetta er mannskæðasta fjöldamorð í sögu Kanada.
20.04.2020 - 06:18
Myrti minnst þrettán manns víðs vegar í Nova Scotia
Kanadískur karlmaður á sextugsaldri myrti minnst þrettán manns, þar á meðal einn lögreglumann, í dreifbýli Nova Scotia næstliðna nótt. Kanadíska alríkislögreglan greindi frá þessu og upplýsti um leið að morðinginn væri látinn. Maðurinn fór víða í æðiskasti sínu og notaði meðal annars bíl sem líktist lögreglubíl til að ferðast á milli staða. Vitað er að hann myrti fjölda fólks en ekki er vitað með vissu hversu mörg fórnarlömb hans eru.
19.04.2020 - 22:31
Læknar án landamæra hjálpa til í Kanada
Samtökin Læknar án landamæra hafa í fyrsta skipti tekið að sér verkefni í Kanada, en þau ætla að hjálpa til við að koma upp sjúkraskýli fyrir heimilislausa sem greinst hafa með kórónuveiruna.
16.04.2020 - 09:25
Kórónuveiran: Úr leðurblökum í hunda og þaðan í menn?
Nú þykir sannað að kórónuveiran sem veldur COVID-19 hafi ekki borist í menn í gegnum hreisturdýr eða pangólín, eins og talið var til skamms tíma. Til þess er afbrigðið sem fundist hefur í hreisturdýrunum einfaldlega of frábrugðið því sem finnst í mönnum. Þess í stað beinist grunurinn nú að flækingshundum í Wuhan og nágrenni, sem gætu hafa lagt sér leðurblökur til munns.
15.04.2020 - 05:32
Rannsaka andlát 31 vistmanns á dvalarheimili
Yfirvöld í Quebec í Kanada rannsaka nú ástæðu 31 andláts á dvalarheimili aldraðra í Quebec síðan um miðjan mars. 150 búa á dvalarheimilinu. Francois Legault, fylkisstjóri í Quebec sagðist á blaðamannafundi óttast að heimilisfólkið hafi verið algjörlega vanrækt af starfsmönnum. 
11.04.2020 - 23:31
Vilja fresta Ólympíuleikunum til 2021
Ólympíunefndir Kanada og Ástralíu hafa lýst því yfir, að ekki komi til greina að senda keppendur til leiks á Ólympíuleikana í Tókýó í sumar vegna COVID-19 heimsfaraldursins, og fara fram á að leikunum verði frestað til 2021. Bæði forsætisráðherra Japans og framkvæmdastjórn Alþjóða Ólympíunefndarinnar hafa nú fyrsta sinni viðrað þann möguleika að fresta leikunum.
23.03.2020 - 04:09
Sophie Trudeau greindist með COVID-19
Sophie Gregoire Trudeau, eiginkona forsætisráðherra Kanada, greindist í gærkvöld með COVID-19 veikina. Þau hjónin hafa verið í sóttkví heima fyrir eftir að hún fór að finna fyrir vægum einkennum í fyrrakvöld. Þau verða nú í sóttkví næstu tvær vikurnar.
13.03.2020 - 04:23
Frumbyggjar ná samkomulagi við kanadísk stjórnvöld
Leiðtogar Wet'suwet'en þjóðarinnar í Kanada náðu samkomulagi við stjórnvöld um yfirráðarétt á 22 þúsund ferkílómetra landsvæði frumbyggjaþjóðarinnar í gær. Leiðtogarnir segja samkomulagið marka tímamót, en deilur hafa staðið yfir vegna notkunar á landinu. Mótmæli vegna lagningar náttúrugasleiðslu í gegnum land Wet'suwet'en breiddust út um allt Kanada þar sem tálmar voru lagðir á teina járnbrautalesta.
03.03.2020 - 06:33
Erítrear sækja mál í Kanada vegna þrælahalds
Þrír menn frá Erítreu mega kæra kanadískt námufyrirtæki fyrir mannréttindabrot fyrirtækisins utan Kanada. Mennirnir saka fyrirtækið meðal annars um nútíma þrælahald. 
29.02.2020 - 07:53
Lestarsamgöngur í lamasessi vegna mótmæla
Ekkert lát er á mótmælum í Kanada vegna fyrirhugaðrar lagningar náttúrugasleiðslu í vestanverðu landinu. Lögregla fjarlægði tálma á járnbrautarteinum austur af Toronto á mánudag, en mótmælendur voru aftur komnir á staðinn í gær. Þeir hafa kveikt elda á teinunum og hent grjóti í lestir sem aka framhjá. 
27.02.2020 - 04:39
Um 70 slösuðust í 200 bíla árekstri
Nær 70 slösuðust þegar um það bil 200 bílar lentu í miklum árekstri á fjölförnum þjóðvegi í úthverfi kanadísku borgarinna Montreal í gær. Nokkur hinna slösuðu voru flutt á gjörgæslu, þungt haldin, og tvennt sat fast í bílum sínum klukkustundum saman áður en slökkviliðsmönnum tókst að frelsa þau, að sögn lögreglu.
20.02.2020 - 02:52