Færslur: Kanada

„Veröldin ekki styrkari en veikasta heilbrigðiskerfið“
Skráð dauðsföll í Brasilíu af völdum kórónuveirufaraldursins fóru yfir 200 þúsund í gær. Þar geisar önnur bylgja faraldursins af miklum þunga og heilbrigðisyfirvöld eru vonlítil um að sjái fyrir endann á faraldrinum þar á næstunni.
Fjármálaráðherra Ontario-fylkis í Kanada segir af sér
Rod Phillips fjármálaráðherra Ontario-fylkis í Kanada hefur sagt af sér. Doug Ford, forsætisráðherra fylkisins, tilkynnti afsögnina í gær eftir að hann kallaði Phillips heim úr fríi á Sankti Bartólómeusareyju í Karíbahafinu.
Kanada
Nýja afbrigðið greint í fólki sem ekki var á Bretlandi
Par í Ontariofylki í Kanada greindist í dag smitað af því afbrigði kórónaveirunnar sem fyrst kom upp í Bretlandi í september og talið er smitast hraðar milli manna en önnur þekkt afbrigði veirunnar. Heilbrigðisyfirvöld í Kanada greindu frá þessu í kvöld. Ekki er vitað hvar eða hvernig parið smitaðist.
26.12.2020 - 23:42
Kanadamenn hyggjast deila bóluefni með öðrum
Alls hafa Kanadamenn pantað yfir 400 milljónir skammta af bóluefni frá sjö framleiðendum, en þar búa þó aðeins 38 milljónir manna. Því sem þeir ekki þurfa sjálfir hyggjast þeir deila með öðrum ríkjum að sögn Justins Trudeau forsætisráðherra landsins.
COVID-19 færist í aukana í Kanada
Fjöldi kórónuveirusmita fór yfir hálfa milljón í Kanada í dag samkvæmt opinberum tölum. Tilfellum hefur fjölgað um 25% á tveimur vikum en alls hafa ríflega 14 þúsund látist af völdum COVID-19 í landinu. Kanadamenn telja um 38 milljónir.
19.12.2020 - 23:45
Hjúkrunarfræðingur fékk fyrstu sprautuna
Sandra Lindsay, hjúkrunarfræðingur á gjörgæsludeild Long Island Jewish Medical Center sjúkrahússins í New York ríki í Bandaríkjunum, fékk fyrstu kórónuveirusprautuna í bólusetningunum vestanhafs sem hefjast í dag. Þetta er ein stærsta heilbrigðisaðgerð sögunnar, en í þessari fyrstu afhendingu bóluefnis lyfjaframleiðandanna Pfizer og BioNTech eru þrjár miljónir skammta.
Landamæri Kanada, Bandaríkjanna og Mexíkós áfram lokuð
Lengstu samfelldu landæmæri heims, milli Bandaríkjanna og Kanada, verða lokuð til 21. janúar hið minnsta, vegna kórónaveirufaraldursins. Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, greindi frá þessu á fréttamannafundi í gær og sagði þetta sameiginlega ákvörðun grannríkjanna. Chad Wolf, settur yfirmaður heimavarnaráðuneytisins bandaríska, greindi líka frá þessu á Twitter og tilkynnti að landamæri Bandaríkjanna og Mexíkós yrðu einnig lokuð til 21. janúar.
12.12.2020 - 06:43
Gripið til samkomutakmarkana í Toronto
Yfirvöld í Ontariofylki í Kanada hafa fyrirskipað miklar samkomutakmarkanir í Toronto, stærstu borg landsins. Aðgerðirnar hefjast á mánudag og ná einnig til nágrannasveitarfélaga borgarinnar.
21.11.2020 - 07:14
Landamæri áfram lokuð
Landamæri Bandaríkjanna að Kanada og Mexíkó verða lokuð áfram til 21. desember næstkomandi. Chad Wolf heimavarnarráðherra Bandaríkjanna tilkynnti fyrr í dag að þessar ráðstafanir væru nauðsynlegar til að hindra útbreiðslu kórónuveirunnar.
20.11.2020 - 01:34
Hafði engin tengsl við hryðjuverkahópa
Karlmaður á þrítugsaldri sem stakk tvo til bana og særði fimm í árás í Quebec í gærkvöld hefur engin tengsl við hryðjuverkahópa. Robert Pigeon lögreglustjóri Quebec borgar greindi frá þessu á blaðamannafundi í dag.
01.11.2020 - 15:42
Tvö dáin og fimm særð eftir hnífaárás í Quebec
Minnst tvö eru látin og fimm særð eftir að grímuklæddur maður réðist á gangandi vegfarendur nærri þinghúsinu í miðborg kanadísku borgarinnar Quebec í nótt og lagði til þeirra með hnífi.
01.11.2020 - 07:18
Bærinn Asbestos í Kanada fær nýtt nafn um áramótin
Bærinn Asbestos í Quebec-fylki í Kanada fær bráðum nýtt nafn, sem íbúar vona að laði fólk til bæjarins frekar en fæla það frá.
20.10.2020 - 05:19
Mönnuð tunglferð áætluð fyrir árið 2024
Átta ríki stefna í sameiningu á mannaða tunglferð fyrir árið 2024. Þau hafa undirritað hið svokallaða Artemis-samkomulag þar sem dregin er upp áætlun um ferðir til tunglsins og víðar um himingeiminn. Samkomulagið er runnið undan rifjum Bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA.
Skilar fornminjum af ótta við álög
Kanadísk kona á fertugsaldri sendi leirbrot sem hún hafði tekið með sér frá rústum Pompeii fyrir nokkrum árum aftur til Ítalíu á dögunum. Hún telur álög hafa fylgt fornleifunum.
12.10.2020 - 06:29
„Þetta er ekki tíminn fyrir aðhald í ríkisfjármálum“
Kanadísk yfirvöld lofuðu í dag umfangsmiklum fjárfestingum og kynntu fyrirætlanir um að skapa fleiri en milljón störf. Ríkisstjórn Justins Trudeau hefur gefið það út að nú sé ekki rétti tíminn fyrir aðhald í ríkisfjármálum og lofað „að gera allt sem hægt er til að styðja við fólk og fyrirtæki eins lengi og kreppan varir, hvað sem það kostar“.
23.09.2020 - 20:05
Húsleit í Kanada vegna risín sendingarinnar til Trumps
Húsleit var gerð á heimili nærri Montreal í Kanada í dag. Ástæðan er grunur um tengsl húsráðanda við sendingu bréfs til Donalds Trump Bandaríkjaforseta, sem talið er hafa innihaldið banvæna eitrið risín. Grunurinn hefur þó ekki fengist staðfestur.
22.09.2020 - 01:29
Meintur sendandi eiturbyrlunarbréfs handsamaður
Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa manneskju í haldi sem grunuð er um að hafa sent bréf sem stílað var á Donald Trump Bandaríkjaforseta og innihélt eiturefnið risín.
21.09.2020 - 02:40
Ákærður fyrir að fá sér kríu undir stýri
Tvítugur Kanadamaður hefur verið ákærður fyrir gáleysislegan akstur en hann er talinn hafa fengið sér kríu undir stýri á Teslunni sinni. Á meðan þaut sjálfakandi bifreiðin áfram á 150 kílómetra hraða.
Dalai Lama segir lag að bregðast við hnattrænni hlýnun
„Nú er tækifæri til að beina sjónum enn frekar að hnattrænni hlýnun,“ eru skilaboð Dalai Lama andlegs leiðtoga Tíbeta til stjórnmálamanna heimsins.
12.09.2020 - 16:01
Holland og Kanada með í málsókn Gambíu
Holland og Kanada ætla að taka þátt í málsókn Gambíu á hendur stjórnvöldum í Mjanmar vegna ásakana um þjóðarmorð gegn minnihlutahópi Róhingja. Utanríkisráðherrar Hollands og Kanada tilkynntu þetta í sameiginlegri yfirlýsingu í gær.
03.09.2020 - 08:47
Erlent · Afríka · Asía · Evrópa · Norður Ameríka · Holland · Kanada · Gambía · Mjanmar
Kletturinn og allt hans fólk smitaðist af Covid-19
Bandarísk-kanadíski leikarinn Dwayne Johnson smitaðist af Covid-19. Hann segist vera búinn að ná sér og sé hættur að smita.
Kanna ber ýmis álitamál áður en dánaraðstoð er heimiluð
Ekki er tekin afstaða til hvort leyfa eigi dánaraðstoð í nýrri skýrslu heilbrigðisráðherra um efnið. Skýrslan er unnin að beiðni nokkurra þingmanna.
Sjúkrabílum Toronto breytt til að draga úr mengun
Sjúkrabílar Toronto-borgar í Kanada verða búnir sólskjöldum sem ætlað er að virkja sólarorku til að knýja þá. Sömuleiðis verði drifrás þeirra skipt út fyrir blendingsvélar sem nota raforku og jarðefnaeldsneyti.
21.08.2020 - 17:40
„Ótrúlegt að við höfum ekki verið lamdir“
Á námsárunum í Kanada deildi Atli Bollason íbúð með tveimur öðrum ungum mönnum og hélt þar regluleg ofsafengin teknópartý sem áttu til að fara algjörlega úr böndunum. Atli rifjar upp sambúðina í Kanada og fegurðina sem fólgin er í hverfulleika tímans í Tengivagninum á Rás 1.
21.08.2020 - 09:28
Chrystia Freeland verður fjármálaráðherra Kanada
Chrystia Freeland, aðstoðarforsætisráðherra Kanada, hefur tekið við embætti fjármálaráðherra í ríkisstjórn Justins Trudeaus. Hún tekur við af Bill Morneau, sem sagði af sér embætti í gær vegna ósamkomulags milli þeirra Trudeaus og mikils þrýstings frá stjórnarandstöðunni.
19.08.2020 - 06:24