Færslur: Kanada

Trudeau hvetur til hertra sóttvarnaraðgerða
Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada hvetur til þess að sóttvarnaraðgerðir verði hertar í öllum fylkjum landsins þar sem bólusetningar ná ekki að halda í við útbreiðslu kórónuveirufaraldursins þar í landi.
Bandaríkjamenn og Kanadamaður beitt viðskiptaþvingunum
Kínversk stjórnvöld bættu í gær tveimur Bandaríkjamönnum, Kanadamanni og kanadískri þingnefnd við þá sem þegar eru beittir viðskiptaþvingunum. AFP fréttastofan greinir frá. Þvinganirnar eru í hefndarskyni vegna viðskiptaþvingana sem Bandaríkin og Kanada lögðu á einstaklinga og stofnanir í Kína vegna framkomu stjórnvalda í garð Úígúra. 
28.03.2021 - 03:16
Kanadískir íhaldsmenn afneita loftslagsbreytingum
Meirihluti fulltrúa á flokksþingi Íhaldsflokksins í Kanada, stærsta og helsta stjórnarandstöðuflokks landsins, felldi í gær ályktun þess efnis að flokkurinn viðurkenni að loftslagsbreytingar séu staðreynd og að ástæða sé til að aðhafast eitthvað í málinu.
21.03.2021 - 04:56
Lána Kanada og Mexíkó fjórar milljónir bóluefnaskammta
Stjórnvöld í Washington hyggjast senda fjórar milljónir skammta af bóluefni AstraZeneca gegn COVID-19 til nágrannaríkjanna Kanada og Mexíkó á næstu dögum. Þetta er hluti af samkomulagi ríkjanna þriggja um samstarf í dreifingu bóluefna þar sem svigrúm gefst. 2,5 milljónir skammta verða sendar til Mexíkós og 1,5 milljónir til Kanada, sagði Jen Psaki, talskona Hvíta hússins, á fréttamannafundi í gærkvöld.
Minntust myrtra og horfinna frumbyggjakvenna
Rúmlega hundrað manns gengu fylktu liði í gegnum miðbæ Vancouver í Canada í gær til þess að minnast kvenna og stúlkna úr röðum frumbyggja sem hafa verið myrtar eða horfið. Þetta var þrítugasta árið í röð sem slíka ganga er gengin í borginni. 
Ósáttir frumbyggjar stöðva framkvæmdir
Hópur kanadískra frumbyggja lætur frosthörkur ekki á sig fá í tilraun sinni til að koma í veg fyrir aukna mannvirkjagerð vegna járnnámu nyrst í Kanada. Sjö veiðimenn hafa sett upp tálma með snjósleðum, og loka þannig flugvelli og þjónustuvegi að námunni við Mary River. Síðustu daga hefur frostið farið allt niður í 30 gráður að sögn Guardian. 
10.02.2021 - 05:40
Kanada
Proud Boys skilgreindir sem hryðjuverkahópur
Kanadísk stjórnvöld hafa skilgreint bandarísku nýfasistahreyfinguna Proud Boys sem hryðjuverkasamtök. Bill Blair, ráðherra almannaöryggis í Kanadastjórn, segir ákvörðunina meðal annars tekna vegna þess „lykilhlutverks“ sem Proud Boys léku í áhlaupinu á Bandaríkjaþing í janúar.
04.02.2021 - 03:39
Fimm norræn félög vilja löggjöf er heimilar dánaraðstoð
Fimm norræn félög um dánaraðstoð hvetja ríkisstjórnir á Norðurlöndum til að grípa til ráðstafana svo íbúar landanna hafi með löglegum hætti val um fá læknisfræðilega aðstoð við að deyja.
27.01.2021 - 11:49
Auðkýfingur villti á sér heimildir fyrir bóluefni
Kanadamaðurinn Rod Baker varð að segja sig frá stjórnunarstörfum spilavítakeðjunnar Great Canadian Gaming eftir að hann reyndi að villa á sér heimildir. Hann og eiginkona hans, leikkonan Ekaterina Baker, flugu í einkaþotu frá Vancouver til smábæjarins Beaver Creek til þess að fá bóluefni við COVID-19.
27.01.2021 - 05:58
„Veröldin ekki styrkari en veikasta heilbrigðiskerfið“
Skráð dauðsföll í Brasilíu af völdum kórónuveirufaraldursins fóru yfir 200 þúsund í gær. Þar geisar önnur bylgja faraldursins af miklum þunga og heilbrigðisyfirvöld eru vonlítil um að sjái fyrir endann á faraldrinum þar á næstunni.
Fjármálaráðherra Ontario-fylkis í Kanada segir af sér
Rod Phillips fjármálaráðherra Ontario-fylkis í Kanada hefur sagt af sér. Doug Ford, forsætisráðherra fylkisins, tilkynnti afsögnina í gær eftir að hann kallaði Phillips heim úr fríi á Sankti Bartólómeusareyju í Karíbahafinu.
Kanada
Nýja afbrigðið greint í fólki sem ekki var á Bretlandi
Par í Ontariofylki í Kanada greindist í dag smitað af því afbrigði kórónaveirunnar sem fyrst kom upp í Bretlandi í september og talið er smitast hraðar milli manna en önnur þekkt afbrigði veirunnar. Heilbrigðisyfirvöld í Kanada greindu frá þessu í kvöld. Ekki er vitað hvar eða hvernig parið smitaðist.
26.12.2020 - 23:42
Kanadamenn hyggjast deila bóluefni með öðrum
Alls hafa Kanadamenn pantað yfir 400 milljónir skammta af bóluefni frá sjö framleiðendum, en þar búa þó aðeins 38 milljónir manna. Því sem þeir ekki þurfa sjálfir hyggjast þeir deila með öðrum ríkjum að sögn Justins Trudeau forsætisráðherra landsins.
COVID-19 færist í aukana í Kanada
Fjöldi kórónuveirusmita fór yfir hálfa milljón í Kanada í dag samkvæmt opinberum tölum. Tilfellum hefur fjölgað um 25% á tveimur vikum en alls hafa ríflega 14 þúsund látist af völdum COVID-19 í landinu. Kanadamenn telja um 38 milljónir.
19.12.2020 - 23:45
Hjúkrunarfræðingur fékk fyrstu sprautuna
Sandra Lindsay, hjúkrunarfræðingur á gjörgæsludeild Long Island Jewish Medical Center sjúkrahússins í New York ríki í Bandaríkjunum, fékk fyrstu kórónuveirusprautuna í bólusetningunum vestanhafs sem hefjast í dag. Þetta er ein stærsta heilbrigðisaðgerð sögunnar, en í þessari fyrstu afhendingu bóluefnis lyfjaframleiðandanna Pfizer og BioNTech eru þrjár miljónir skammta.
Landamæri Kanada, Bandaríkjanna og Mexíkós áfram lokuð
Lengstu samfelldu landæmæri heims, milli Bandaríkjanna og Kanada, verða lokuð til 21. janúar hið minnsta, vegna kórónaveirufaraldursins. Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, greindi frá þessu á fréttamannafundi í gær og sagði þetta sameiginlega ákvörðun grannríkjanna. Chad Wolf, settur yfirmaður heimavarnaráðuneytisins bandaríska, greindi líka frá þessu á Twitter og tilkynnti að landamæri Bandaríkjanna og Mexíkós yrðu einnig lokuð til 21. janúar.
12.12.2020 - 06:43
Gripið til samkomutakmarkana í Toronto
Yfirvöld í Ontariofylki í Kanada hafa fyrirskipað miklar samkomutakmarkanir í Toronto, stærstu borg landsins. Aðgerðirnar hefjast á mánudag og ná einnig til nágrannasveitarfélaga borgarinnar.
21.11.2020 - 07:14
Landamæri áfram lokuð
Landamæri Bandaríkjanna að Kanada og Mexíkó verða lokuð áfram til 21. desember næstkomandi. Chad Wolf heimavarnarráðherra Bandaríkjanna tilkynnti fyrr í dag að þessar ráðstafanir væru nauðsynlegar til að hindra útbreiðslu kórónuveirunnar.
20.11.2020 - 01:34
Hafði engin tengsl við hryðjuverkahópa
Karlmaður á þrítugsaldri sem stakk tvo til bana og særði fimm í árás í Quebec í gærkvöld hefur engin tengsl við hryðjuverkahópa. Robert Pigeon lögreglustjóri Quebec borgar greindi frá þessu á blaðamannafundi í dag.
01.11.2020 - 15:42
Tvö dáin og fimm særð eftir hnífaárás í Quebec
Minnst tvö eru látin og fimm særð eftir að grímuklæddur maður réðist á gangandi vegfarendur nærri þinghúsinu í miðborg kanadísku borgarinnar Quebec í nótt og lagði til þeirra með hnífi.
01.11.2020 - 07:18
Bærinn Asbestos í Kanada fær nýtt nafn um áramótin
Bærinn Asbestos í Quebec-fylki í Kanada fær bráðum nýtt nafn, sem íbúar vona að laði fólk til bæjarins frekar en fæla það frá.
20.10.2020 - 05:19
Mönnuð tunglferð áætluð fyrir árið 2024
Átta ríki stefna í sameiningu á mannaða tunglferð fyrir árið 2024. Þau hafa undirritað hið svokallaða Artemis-samkomulag þar sem dregin er upp áætlun um ferðir til tunglsins og víðar um himingeiminn. Samkomulagið er runnið undan rifjum Bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA.
Skilar fornminjum af ótta við álög
Kanadísk kona á fertugsaldri sendi leirbrot sem hún hafði tekið með sér frá rústum Pompeii fyrir nokkrum árum aftur til Ítalíu á dögunum. Hún telur álög hafa fylgt fornleifunum.
12.10.2020 - 06:29
„Þetta er ekki tíminn fyrir aðhald í ríkisfjármálum“
Kanadísk yfirvöld lofuðu í dag umfangsmiklum fjárfestingum og kynntu fyrirætlanir um að skapa fleiri en milljón störf. Ríkisstjórn Justins Trudeau hefur gefið það út að nú sé ekki rétti tíminn fyrir aðhald í ríkisfjármálum og lofað „að gera allt sem hægt er til að styðja við fólk og fyrirtæki eins lengi og kreppan varir, hvað sem það kostar“.
23.09.2020 - 20:05
Húsleit í Kanada vegna risín sendingarinnar til Trumps
Húsleit var gerð á heimili nærri Montreal í Kanada í dag. Ástæðan er grunur um tengsl húsráðanda við sendingu bréfs til Donalds Trump Bandaríkjaforseta, sem talið er hafa innihaldið banvæna eitrið risín. Grunurinn hefur þó ekki fengist staðfestur.
22.09.2020 - 01:29