Færslur: Kanada

Þúsundir flýja skógarelda á vesturströnd Norður-Ameríku
Þúsundir Kaliforníubúa þurfa að eyða helginni í neyðarskýlum fjarri heimilum sínum vegna mikilla gróður- og skógarelda sem hafa logað vikum saman í ríkinu norðanverðu og ekkert lát er á. Sömu sögu er að segja af þúsundum íbúa Bresku Kólumbíu í Kanada, þar sem 5.000 heimili hafa þegar verið rýmd vegna mikillar eldhættu og íbúar 16.000 heimila til viðbótar hafa verið varaðir við því að þurfa að flýja fyrirvaralaust.
Neyðarástand í Bresku Kólumbíu vegna skógarelda
Yfirvöld í Bresku Kólumbíu í Kanada lýstu í dag yfir neyðarástandi í fylkinu öllu vegna mikilla skógar- og gróðurelda sem þar hafa logað vikum saman. Áður hafði verið lýst yfir neyðarástandi á afmörkuðum svæðum innan fylkisins. Nær 300 skógar- og gróðureldar loga nú í Bresku Kólumbíu og ekkert útlit fyrir að þeim fækki í bráð þar sem spáð er áframhaldandi hitabylgju í fylkinu, þurrviðri og vaxandi, hlýjum vindum.
21.07.2021 - 00:36
Hart barist gegn skógareldum í Bandaríkjunum og Kanada
Þúsundir slökkviliðsmanna berjast enn við skógarelda sem geisa í vesturhluta Bandaríkjanna og Kanada.
17.07.2021 - 18:39
Vill fá nemendalista heimavistarskólanna birta
Rosanne Casimir, höfðingi kanadísku frumbyggjaþjóðarinnar Tk'emlups te Secwepemc, kallar eftir því að skrár fyrir nemendur heimavistarskóla fyrir frumbyggja verði opnaðar. Aðeins þannig verði hægt að bera kennsl á börnin sem liggja í ómerktum gröfum á lóðum skólanna, hefur Guardian eftir henni.
16.07.2021 - 06:37
Yfir 70 gróðureldar á vesturströnd Norður-Ameríku
Fjórða hitabylgjan á fimm vikum er yfirvofandi í vestanverðum Bandaríkjunum og Kanada um helgina. Hitinn á eftir að gera slökkviliðsmönnum erfitt um vik, sem þegar eru að berjast við yfir sjötíu gróður- og skógarelda víða.
16.07.2021 - 04:21
Fimm látnir eftir að byggingakrani hrundi
Fimm eru látnir eftir að byggingakrani hrundi á framkvæmdasvæði í borginni Kelowna í Bresku Kólumbíu í Kanada í gær. Fjórir hinna látnu voru verkamenn á framkvæmdasvæðinu, en sá fimmti vann á skrifstofu við hlið framkvæmdasvæðisins. Efri hluti kranans féll ofan á skrifstofubygginguna, sem og dvalarheimili aldraðra. 
14.07.2021 - 06:30
Fjórða fjöldagröfin finnst í Kanada
Yfir 160 ómerktar grafir fundust á lóð fyrrum heimavistarskóla fyrir börn af frumbyggjaþjóðum í Kanada í Bresku Kólumbíu í gær. Þetta er fjórði slíki fjöldagrafreiturinn sem finnst á nokkrum vikum. Alls hafa yfir þúsund ómerktar grafir fundist, flestar í Bresku Kólumbíu í vesturhluta Kanada.
14.07.2021 - 01:26
Yfir 300 skógar- og gróðureldar loga í Bresku Kólumbíu
Neyðarástandi vegna gróðurelda hefur verið lýst yfir á stórum svæðum í Bresku Kólumbíu í Kanada. Þar kviknuðu minnst 77 nýir gróður- og skógareldar um helgina og alls loga þar ríflega 300 slíkir eldar.
12.07.2021 - 06:58
Fyrst frumbyggja í embætti landstjóra
Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, skipaði í dag Mary Simon í embætti landstjóra. Hún er fyrst frumbyggja í Kanada til að gegna embættinu og verða þar með fulltrúi Elísabetar Bretadrottningar í landinu.
06.07.2021 - 15:11
Eldingar valda tugum gróðurelda í Kanada
Yfir 170 gróðureldar loga nú í Bresku Kólumbíu í vestanverðu Kanada. Tugir þeirra hafa kviknað undanfarna tvo daga, þar af margir af völdum eldinga. CBC fréttastofan hefur eftir Cliff Chapman, slökkviliðsstjóra í Bresku Kólumbíu, að um tólf þúsund eldingar hafi lostið niður á föstudag. Margar þeirra hjuggu nærri þéttbýlum svæðum. 
04.07.2021 - 05:48
Drottningum steypt af stalli í Winnipeg
Styttum af þeim Viktoríu og Elísabetu annarri Englandsdrottningum var steypt af stalli af mótmælendum í Winnipeg í gær. Mikil reiði kraumar í kanadísku samfélagi um þessar mundir eftir að ómerktar grafir hundruða barna fundust við þrjá heimavistarskóla fyrir börn af frumbyggjaættum í landinu.
03.07.2021 - 07:43
Lítið um hátíðahöld á þjóðhátíðardegi Kanada
Þau voru heldur lágstemmd hátíðahöldin á þjóðhátíðardegi Kanada í gær. Fæstum þótti ástæða til að fagna eftir uppgötvun rúmlega þúsund ómerktra grafa við heimavistarskóla sem ætlaðir voru börnum af ættum frumbyggja á síðustu öld. Í stað hefðbundinna flugeldasýninga og grillveisla kom fólk saman í stærstu borgum landsins til þess að sýna þjóðum frumbyggja landsins stuðning.
02.07.2021 - 04:26
Rjúkandi rústir tveimur dögum eftir hitamet
Kanadíski bærinn Lytton sem komst í heimspressuna í vikunni fyrir að slá hvert hitametið á fætur öðru í Kanada hefur nú nánast allur orðið gróðureldum að bráð. Öllum 250 íbúum bæjarins var gert að rýma hann á miðvikudagskvöld áður en eldarnir teygðu sig yfir bæinn.
02.07.2021 - 00:52
Morgunvaktin
Heimsglugginn: Hitabylgja, COVID og fótboltaæði
Í Heimsglugganum á Morgunvaktinni á Rás 1 var rætt um hitabylgju í Norður-Ameríku, um áskorun til Kínverja um fjölmiðla- og tjáningarfrelsi sem ritstjórar Aftenposten, Dagens Nyheter, Helsingin Sanomat og Politiken birta í blöðum sínum í dag á 100 ára afmæli kínverska kommúnistaflokksins. Kórónuveirufaraldurinn í nokkrum löndum var einnig til umræðu. Í lokin var rætt um fótboltaæði sem runnið hefur á þær Evrópuþjóðir sem eftir standa í úrslitakeppni EM. 
Þriðja fjöldagröfin finnst í Kanada
Yfir 180 ómerktar grafir barna úr röðum frumbyggja fundust við fyrrum heimavistarskóla í Bresku Kólumbíu í Kanada í gær. Reiði í garð kaþólsku kirkjunnar fer sífellt vaxandi í ríkinu, en þetta er þriðji grafreiturinn sem finnst á lóð heimavistarskóla fyrir börn af frumbyggjaþjóðum í landinu á skömmum tíma. Eldur hefur verið lagður að kaþólskum kirkjum í landinu, og loguðu tvær slíkar í gær.
01.07.2021 - 03:41
Á annað hundrað hitamet í Kanada
Yfir hundrað hitamet hafa fallið í hitabylgjunni í vesturhluta Kanada síðustu sólarhringa. Bylgjan færist austur á bóginn. Á annað hundrað dauðsföll eru rakin til hennar. Sérfræðingar segja landsmenn mega búast við svipuðu ástandi næstu ár vegna loftslagsbreytinga.
30.06.2021 - 17:06
Hitamet í Kanada þriðja daginn í röð
Sólarhringsgamalt hitamet var slegið í Kanada í gær þegar hiti mældist 49,5 selsíus-stig í Lytton, um 250 kílómetrum austur af Vancouver í Bresku Kólumbíu. Tugir eru látnir af völdum hitabylgjunnar í suðvestanverðu landinu.
30.06.2021 - 04:18
34 hafa látist í hitabylgju í Vancouver
Talið er að þrjátíu og fjórir hafi látist í mikilli hitabylgju í borginni Vancouver og nágrenni í Kanada síðustu daga. Lögregluyfirvöld greindu frá þessu í kvöld. Hættulega hár hiti hefur verið í vestanverðu Kanada og Bandaríkjunum síðan um helgina.
29.06.2021 - 21:02
47,9 stiga hiti í Kanada
Hitamet var slegið í Kanada á mánudag, aðeins sólarhring eftir að 84 ára gamalt hitamet í landinu var slegið. Hitinn fór mest í 47,9 gráður um klukkan hálf fimm síðdegis að staðartíma.
29.06.2021 - 02:32
„Hættuleg og söguleg“ hitabylgja í Norður-Ameríku
Hitabylgja gengur nú yfir vesturhéruð Bandaríkjanna og Kanada, alveg frá Oregon og langt norður eftir Kyrrahafsströnd Kanada. Bandaríska veðurstofan hefur sent frá sér hitaviðvörun fyrir Oregon og Washingtonríki og hluta Kaliforníu og Idaho að auki. Í Bresku Kólumbíu í Kanada féllu hitametin í tugatali. Þar fór hitinn hæst í 43,2 gráður í gær. laugardag, og miðað við spár má allt eins reikna með því að fleiri met falli í dag og fram eftir vikunni.
27.06.2021 - 23:22
Fjöldagröf 761 barns fannst í Kanada
Fjöldagröf 761 barns hefur fundist við gamlan heimavistarskóla í héraðinu Saskatchewan í Kanada. Börnin voru flest af ættum frumbyggja. Aðeins eru nokkrar vikur síðan gröf 215 barna fannst við annan heimavistarskóla í landinu, sem tekst nú á við grimmilega og óuppgerða sögu ofbeldis í garð frumbyggja.
24.06.2021 - 15:42
Minnihlutastjórn Trudeaus hélt velli
Minnihlutastjórn Justins Trudeaus, forsætisráðherra Kanada, stóð af sér jafngildi atkvæðagreiðslu um vantraust í gær, þegar atkvæði voru greidd um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar í neðri deild þingsins. Kanadíski Íhaldsflokkurinn og aðrir flokkar á hægri væng stjórnmálanna sameinuðust gegn fjárlagafrumvarpinu og hvöttu aðra flokka til að gera hið sama. Það gekk þó ekki eftir því aðrir flokkar lögðust á sveif með Frjálslynda flokknum og var frumvarpið samþykkt með 211 atkvæðum gegn 121.
24.06.2021 - 03:34
Afsögn í Kanadaher vegna rannsóknar á kynferðisbroti
Mike Rouleau undirhershöfðingi, næstæðsti yfirmaður kanadíska heraflans, tilkynnti afsögn sína í gær. Ástæða afsagnarinnar er sú að hann lék golf 2. júní síðastliðinn, við fyrrverandi starfsmannastjóra í hernum sem grunaður er um kynferðisbrot.
G7-ríkin hyggjast gefa minnst milljarð bóluefnaskammta
Sjö af stærstu iðnveldum heims, sem saman mynda G7-ríkjahópinn, munu samanlagt gefa minnst einn milljarð bóluefnaskammta til dreifingar í efnaminni ríkjum jarðarkringlunnar áður en næsta ár er úti. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands og gestgjafi G7-ráðstefnunnar í ár, lýsti þessu yfir í gær, fimmtudag.
Ók vísvitandi á múslimafjölskyldu í Kanada
Ungur ökumaður pallbíls varð fjórum að bana þegar hann ók á fjölskyldu sem var á kvöldgöngu í London í Ontariofylki Kanada á sunnudagskvöld. Lögreglan segir manninn vísvitandi hafa ekið á fjölskylduna, sem var íslamstrúar.
08.06.2021 - 01:15