Færslur: Kanada

Ungur leikari í lífstíðarfangelsi fyrir móðurmorð
Kanadíski leikarinn Ryan Grantham var í vikunni dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa orðið mömmu sinni að bana. Hann var aðeins 21 árs gamall þegar hann skaut mömmu sína í hnakkann í lok  mars árið 2020.
25.09.2022 - 10:42
Myndskeið
Fiona veldur miklum usla í Kanada
Hitabeltisstormurinn Fiona hefur valdið miklum usla á austurströnd Kanada. Einnar konu er saknað, hundruð þúsunda heimila eru án rafmagns og flóð hafa hrifsað hús með sér á haf út.
25.09.2022 - 08:35
Loka sendiráðum á Haítí vegna óaldar og uppþota
Nokkur ríki hafa að undanförnu lokað eða boðað lokun sendiráða sinna í Port-au-Prince, höfuðborg Haítí, vegna viðvarandi óaldar og uppþota. Í tilkynningu frá sendiráði Dóminíska lýðveldisins, eina ríkisins sem á landamæri að Haítí, segir að það verði lokað almenningi „um óákveðinn tíma“ vegna versnandi öryggisaðstæðna í landinu. Kanada, Mexíkó og Spánn hafa líka boðað lokun sendiráða sinna á Haítí um óákveðinn tíma.
Karl III lýstur konungur Kanada
Karl III var í gær opinberlega lýstur konungur Kanada við hátíðlega athöfn í höfuðborginni Ottawa. Arftakaráð bresku krúnunnar tilkynnti valdaskiptin af svölum Sankti Jakobshallar í Lundúnum í gærmorgun.
Vefsíða ofsóknarmanna fær íslenskt lén
Notendur vefsíðunnar Kiwifarms hafa meðal annars ástundað ofsóknir gegn hinsegin- og transfólki. Minnst þrír hafa svipt sig lífi vegna ofsókna á síðunni. Fyrirtækið Internet á Íslandi hefur samþykkt íslenskt lén fyrir síðuna.
Sanderson látinn eftir handtöku
Myles Sanderson er látinn eftir handtöku lögreglu. Hann var ásamt Damien bróður sínum grunaður um að hafa orðið tíu að bana í hnífstunguárásum í Kanada.
Árásarmanns enn ákaft leitað í Kanada
Maðurinn sem grunaður er um að hafa ásamt bróður sínum orðið tíu að bana í ofsafengnum hnífstunguárásum í Kanada er enn á flótta. Umfangsmikil leit stendur yfir.
07.09.2022 - 05:15
Hitamet á heimsvísu mögulega slegið í vikunni
Hættuleg hitabylgja ríður nú yfir Norður-Ameríku vestanverða og talið er að hitametið fyrir septembermánuð á heimsvísu gæti fallið í vikunni.
05.09.2022 - 13:33
Segir að árásarmennirnir verði látnir svara til saka
Minnst tíu eru látin og 15 særð eftir hnífaárásir í Saskatchewan í Kanada. Árásarmennirnir eru á flótta undan lögreglu. Forsætisráðherra landsins segir að þeir verði látnir svara til saka.
05.09.2022 - 06:12
10 stungin til bana í Kanada - Árásarmennirnir á flótta
Minnst tíu eru látnir og fjöldi særður eftir hnífaárásir í Saskatchewan í Kanada. Kanadíska lögreglan leitar tveggja ódæðismanna, sem eru grunaðir um að hafa gengið berserksgang snemma í morgun í tveimur afskekktum byggðum í fylkinu, annar í James Smith Cree frumbyggjasamfélaginu og hinn í bænum Weldon.
04.09.2022 - 22:33
 · Kanada · Saskatchewan · Hnífaárás · Morð · lögregla
Lögreglumenn í Kanada ákærðir vegna dauða ungs drengs
Þrír kanadískir lögreglumenn hafa verið ákærðir fyrir manndráp af gáleysi, vegna ungs drengs sem skotinn var til bana í Ontario-fylki árið 2020. Drengurinn, Jameson Shapiro, var aðeins eins og hálfs árs gamall og varð fyrir byssuskoti þegar faðir hans og lögreglumenn skutu hver á annan.
01.09.2022 - 01:47
NATÓ og Bandaríkin auka viðveru á Norðurslóðum
Atlantshafsbandalagið og Bandaríkin hyggjast auka viðveru sína á norðurslóðum. Það er vegna aukinna umsvifa Rússa þar um slóðir að sögn framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins.
Útlendingar flykkjast til Kanada í bólusetningu
Þúsundir útlendinga flykkjast til borgarinnar Montreal í Kanada til þess að fá bólusetningu gegn apabólu. Þar á meðal eru Bandaríkjamenn en bóluefni er af skornum skammti þar í landi.
Mestu gróðureldar í Nýfundnalandi í hálfa öld
Yfirvöld í Nýfundnalandi og Labrador, austasta fylki Kanada, hafa lýst yfir neyðarástandi vegna gróðurelda. Eldarnir eru þeir verstu sem geysað hafa í fylkinu í yfir fimmtíu ár. Þúsundir hektara af skóglendi hefur orðið eldunum að bráð á síðustu tveimur vikum og er eldhafið enn stjórnlaust að sögn yfirvalda.
09.08.2022 - 03:36
Krefjast framsals fransks prests
Kanadíska dómsmálaráðuneytið krefst þess að frönsk yfirvöld framselji prest sem sakaður er um að beita börn af frumbyggjaættum kynferðisofbeldi á síðustu öld. 
05.08.2022 - 01:41
Páfi kveðst þurfa að hægja aðeins á eða hætta ella
Frans páfi segir að það gæti komið að því fyrr en síðar að hann þurfi að setjast í helgan stein. Hann segist sterklega íhuga að gera það um leið og heilsa hans verði til þess að hann geti ekki lengur sinnt skyldum sínum.
31.07.2022 - 04:10
Sjónvarpsfrétt
Frans páfi biður frumbyggja afsökunar
Frans páfi bað í dag frumbyggja í Kanada afsökunar á misþyrmingum sem börn af frumbyggjaættum máttu þola af hendi kaþólsku kirkjunnar. Leiðtogi landssamtaka frumbyggja segir að kaþólska kirkjan nýti heimsókn páfa í fjáröflun fremur en að beina athygli að þeim sem brotið var á.
25.07.2022 - 22:58
Árásarmaður skaut á heimilislausa í Kanada
Nokkur eru sögð látin eftir hrinu skotárása í Langley í Kanada, um fjörutíu kílómetra suðaustur af Vancouver. Lögreglan í borginni segir að karlmaður, grunaður um árásirnar, hafi verið handtekinn.
25.07.2022 - 15:20
Pútín varar við áframhaldandi truflunum á gasflutningum
Vladimír Pútín Rússlandsforseti varaði við því í gærkvöld að lítið jarðgas kunni að streyma um Nord Stream 1-gasleiðsluna á næstunni, hvort sem yfirstandandi viðgerðum og viðhaldsvinnu við leiðsluna lýkur á fimmtudag eins og áætlað er eða ekki. Pútin greindi frá þessu á fréttafundi í Íran, þar sem hann var í opinberri heimsókn, og sagði þetta orsakast af vandamálum með túrbínur.
Kanadísk stjórnvöld látin svara fyrir viðgerðirnar
Viðgerðum á sex túrbínum Nordstream 1-gasleiðslunnar frá Rússlandi er nú lokið. Þær verða sendar frá Kanada til Þýskalands þar sem þeim verður aftur komið í gagnið.
18.07.2022 - 09:19
Túrbínan í Nord Stream 1 fer frá Kanada til Þýskalands
Stjórnvöld í Kanada hafa gefið grænt ljós á að túrbína úr Nord Stream 1-gasleiðslunni milli Rússlands og Þýskalands, sem var til viðgerðar í Kanada, verði send til Þýskalands, þrátt fyrir ósk Úkraínumanna um hið gagnstæða. Úkraínustjórn benti á að sending túrbínunnar til Þýskalands greiddi fyrir gasútflutningi Rússa og gengi þar með gegn viðskiptabanni Kanadastjórnar gegn Rússlandi. Kanadastjórn ákvað hins vegar að verða við ósk Þjóðverja um undanþágu í þessu tilfelli.
10.07.2022 - 05:27
Milljónir án nettengingar í Kanada
Mikill fjöldi Kanadamanna hefur verið án farsíma- og nettengingar í allan dag vegna stórfellds útfalls hjá fjarskiptafyrirtækinu Rogers Communications. Fyrirtækið sagði í yfirlýsingu fyrir stundu að það vinni enn að viðgerðum og að útfallið nái til landsins alls. Starfsmenn séu nú nálægt því að leysa vandann.
08.07.2022 - 20:11
Napalm-stúlkan liðsinnir úkraínsku flóttafólki
Phan Thị Kim Phúc, sem margir kannast við sem Napalm-stúlkuna, aðstoðaði við að koma 236 flóttamönnum frá Úkraínu til Kanada í gær. Á búk flugvélarinnar var myndin heimsfræga af Phúc, þar sem hún hljóp nakin og skaðbrennd í átt að ljósmyndaranum Nick Ut eftir eldsprengjuárás í Víetnam árið 1972.
Heimsglugginn
Heimsglugginn: Norður-Írland, Skotland og Hans-eyja
Breska stjórnin kynnti á mánudaginn frumvarp um einhliða breytingar á Norður-Írlandsákvæði útgöngusamnings Breta úr Evrópusambandinu. Ráðamenn ESB segja ákvæði frumvarpsins brot á samningnum og þar með alþjóðalögum. Sambandið hefur því ákveðið að draga Breta fyrir dóm. Þetta var meðal þess sem Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir ræddu í Heimsglugganum á Morgunvakt Rásar-1 við Boga Ágústsson.
Kanada
Kvenhatari og fjöldamorðingi dæmdur í ævilangt fangelsi
Karlmanni á þrítugsaldri, sem í fyrra var sakfelldur fyrir morð á tíu manneskjum og fimmtán morðtilraunir aðrar þegar hann ók sendibíl inn í hóp fólks í Toronto í Kanada í apríl 2018, var gerð refsing í gær. Dómarinn í máli hans úrskurðaði hann í ævilangt fangelsi fyrir hvert hinna tíu mannslífa sem hann tortímdi, og 20 ára fangelsi fyrir hverja morðtilraun. Morðingjanum, Alek Minassian, er gert að afplána alla dómana samtímis, sem þýðir að hann getur sótt um reynslulausn eftir 25 ár.
14.06.2022 - 06:29