Færslur: Kanada

Huawei málið: Enn kólnar milli Kanada og Kína
Dómari í Kanada úrskurðaði í gær að Meng Wanzhou, fjár­mála­stjóri og dóttir stofnanda kín­verska tæknifyrirtækisins Huawei, skyldi framseld til Bandaríkjanna.
28.05.2020 - 03:29
Erlent · Kína · Kanada · Huawei
Dráttarbílamafía upprætt í Kanada
Rannsókn kanadísku lögreglunnar á skipulagðri glæpastarfsemi í dráttarbílabransanum leiddi til handtöku tuttugu manna og hundruðum ákæruliða, þeirra á meðal morði. Svo virðist sem glæpasamtök berjist um yfirráðasvæði í Toronto.
27.05.2020 - 04:54
Áfram lokuð landamæri við Bandaríkin
Lokun landamæra Bandaríkjanna að Kanada og Mexíkó verður fram haldið til 22. júní hið minnsta. Heimavarnarráðuneytið greindi frá þessu í gærkvöld. Aðeins þeir sem nauðsynlega þurfa að komast yfir landamærin fá að fara. Landamærin hafa verið lokuð í tvo mánuði, síðan 20. mars. Lokunin er endurskoðuð á 30 daga fresti. 
20.05.2020 - 03:46
Um 1.500 tegundir skotvopna bannaðar í Kanada
Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, tilkynnti í dag að um 1.500 tegundir af skotvopnum verði bannaðar þar í landi frá og með deginum í dag. Bannað verður að kaupa, selja, flytja inn og nota vopn sem falla undir lögin, en fyrst og fremst er þar átt við hríðskotariffla. Þeir sem nú þegar eiga slík vopn hafa tvö ár til að losa sig við þau.
02.05.2020 - 00:49
Þyrla talin hafa hrapað í Jónahafið með sex innanborðs
Umfangsmikil leit stendur yfir að þyrlu kanadíska flughersins sem hvarf yfir Jónahafi, milli Grikklands og Ítalíu, í gær. Þyrlan tilheyrir kanadísku freigátunni Fredericton, sem tekur þátt í æfingum Atlantshafsbandalagsins á Miðjarðarhafinu þessa dagana. Hún var í eftirlits- og könnunarleiðangri undan ströndum Grikklands þegar hún hvarf af ratsjám og allt samband við hana rofnaði, segir í tilkynningu kanadíska flotans. Leit að þyrlunni hófst þegar í stað.
30.04.2020 - 02:43
Fórnarlömbin í Nova Scotia orðin 22
Kanadíska löreglan fann fleiri lík í brunarústum sem fjöldamorðingi skildi eftir sig í dreifbýli Nova Scotia aðfaranótt sunnudags. Nú telur lögreglan að maðurinn hafi orðið 22 að bana. Yngsta fórnarlambið var 17 ára stúlka samkvæmt tilkynningu. 
22.04.2020 - 01:15
Forseti Íslands sendir Kanadamönnum samúðarkveðjur
Guðni Th. Jóhannesson sendi í dag samúðarkveðju sína og íslensku þjóðarinnar til landstjóra Kanada í tilefni af mannskæðri skotárás í Nova Scotia um helgina.
21.04.2020 - 17:36
Mannskæðasta fjöldamorð í sögu Kanada
Kanadískur karlmaður á sextugsaldri myrti minnst sextán manns, þar á meðal einn lögreglumann, í dreifbýli Nova Scotia næstliðna nótt. Kanadíska alríkislögreglan greindi frá þessu og upplýsti um leið að morðinginn væri látinn. Þetta er mannskæðasta fjöldamorð í sögu Kanada.
20.04.2020 - 06:18
Myrti minnst þrettán manns víðs vegar í Nova Scotia
Kanadískur karlmaður á sextugsaldri myrti minnst þrettán manns, þar á meðal einn lögreglumann, í dreifbýli Nova Scotia næstliðna nótt. Kanadíska alríkislögreglan greindi frá þessu og upplýsti um leið að morðinginn væri látinn. Maðurinn fór víða í æðiskasti sínu og notaði meðal annars bíl sem líktist lögreglubíl til að ferðast á milli staða. Vitað er að hann myrti fjölda fólks en ekki er vitað með vissu hversu mörg fórnarlömb hans eru.
19.04.2020 - 22:31
Læknar án landamæra hjálpa til í Kanada
Samtökin Læknar án landamæra hafa í fyrsta skipti tekið að sér verkefni í Kanada, en þau ætla að hjálpa til við að koma upp sjúkraskýli fyrir heimilislausa sem greinst hafa með kórónuveiruna.
16.04.2020 - 09:25
Kórónuveiran: Úr leðurblökum í hunda og þaðan í menn?
Nú þykir sannað að kórónuveiran sem veldur COVID-19 hafi ekki borist í menn í gegnum hreisturdýr eða pangólín, eins og talið var til skamms tíma. Til þess er afbrigðið sem fundist hefur í hreisturdýrunum einfaldlega of frábrugðið því sem finnst í mönnum. Þess í stað beinist grunurinn nú að flækingshundum í Wuhan og nágrenni, sem gætu hafa lagt sér leðurblökur til munns.
15.04.2020 - 05:32
Rannsaka andlát 31 vistmanns á dvalarheimili
Yfirvöld í Quebec í Kanada rannsaka nú ástæðu 31 andláts á dvalarheimili aldraðra í Quebec síðan um miðjan mars. 150 búa á dvalarheimilinu. Francois Legault, fylkisstjóri í Quebec sagðist á blaðamannafundi óttast að heimilisfólkið hafi verið algjörlega vanrækt af starfsmönnum. 
11.04.2020 - 23:31
Vilja fresta Ólympíuleikunum til 2021
Ólympíunefndir Kanada og Ástralíu hafa lýst því yfir, að ekki komi til greina að senda keppendur til leiks á Ólympíuleikana í Tókýó í sumar vegna COVID-19 heimsfaraldursins, og fara fram á að leikunum verði frestað til 2021. Bæði forsætisráðherra Japans og framkvæmdastjórn Alþjóða Ólympíunefndarinnar hafa nú fyrsta sinni viðrað þann möguleika að fresta leikunum.
23.03.2020 - 04:09
Sophie Trudeau greindist með COVID-19
Sophie Gregoire Trudeau, eiginkona forsætisráðherra Kanada, greindist í gærkvöld með COVID-19 veikina. Þau hjónin hafa verið í sóttkví heima fyrir eftir að hún fór að finna fyrir vægum einkennum í fyrrakvöld. Þau verða nú í sóttkví næstu tvær vikurnar.
13.03.2020 - 04:23
Frumbyggjar ná samkomulagi við kanadísk stjórnvöld
Leiðtogar Wet'suwet'en þjóðarinnar í Kanada náðu samkomulagi við stjórnvöld um yfirráðarétt á 22 þúsund ferkílómetra landsvæði frumbyggjaþjóðarinnar í gær. Leiðtogarnir segja samkomulagið marka tímamót, en deilur hafa staðið yfir vegna notkunar á landinu. Mótmæli vegna lagningar náttúrugasleiðslu í gegnum land Wet'suwet'en breiddust út um allt Kanada þar sem tálmar voru lagðir á teina járnbrautalesta.
03.03.2020 - 06:33
Erítrear sækja mál í Kanada vegna þrælahalds
Þrír menn frá Erítreu mega kæra kanadískt námufyrirtæki fyrir mannréttindabrot fyrirtækisins utan Kanada. Mennirnir saka fyrirtækið meðal annars um nútíma þrælahald. 
29.02.2020 - 07:53
Lestarsamgöngur í lamasessi vegna mótmæla
Ekkert lát er á mótmælum í Kanada vegna fyrirhugaðrar lagningar náttúrugasleiðslu í vestanverðu landinu. Lögregla fjarlægði tálma á járnbrautarteinum austur af Toronto á mánudag, en mótmælendur voru aftur komnir á staðinn í gær. Þeir hafa kveikt elda á teinunum og hent grjóti í lestir sem aka framhjá. 
27.02.2020 - 04:39
Um 70 slösuðust í 200 bíla árekstri
Nær 70 slösuðust þegar um það bil 200 bílar lentu í miklum árekstri á fjölförnum þjóðvegi í úthverfi kanadísku borgarinna Montreal í gær. Nokkur hinna slösuðu voru flutt á gjörgæslu, þungt haldin, og tvennt sat fast í bílum sínum klukkustundum saman áður en slökkviliðsmönnum tókst að frelsa þau, að sögn lögreglu.
20.02.2020 - 02:52
Myndskeið
Mótmæli skerða samgöngur í Kanada
Mótmæli hafa valdið mikilli röskun á lestarsamgöngum í Kanada undanfarna daga og vikur. Fjöldi Kanadamanna sýnir samstöðu með frumbyggjaþjóð sem vill ekki að náttúrugasleiðsla verði lögð í gegnum landsvæði í eigu hennar. Í gær lokuðu mótmælendur meðal annars Þúsundeyja brúnni á milli Ontario og New York í um tvo og hálfan tíma. Bæði farþega- og flutningalestarsamgöngur lágu niðri í stórum hluta landsins. 
18.02.2020 - 03:51
Þrír myrtir í miðborg Toronto
Þrír ungir karlmenn voru skotnir til bana í Airbnb íbúð í Toronto í Kanada í gær. Tveir til viðbótar voru særðir, annar skotsári og hinn með hnífi. Lögreglan í Toronto greindi frá þessu á Twitter. Fórnarlömbin voru 19 til 22 ára. Lögreglan veitti engar frekari upplýsingar um fórnarlömbin eða ástæðu árásarinnar, aðeins að hún hafi verið framin í skammtímaleiguíbúð í miðborginni.
02.02.2020 - 05:50
Óeðlilega hátt hlutfall frumbyggja í fangelsum Kanada
Um þriðjungur allra fanga í kanadískum fangelsum er af frumbyggjaættum, en einungis einn af hverjum tuttugu Kanadamönnum telst til frumbyggja. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu eftirlitsmanns fangelsismála í landinu, sem rekur þetta einkum til kynþáttafordóma lögreglu og fátæktar meðal frumbyggja.
23.01.2020 - 06:10
Trudeau og Zelensky krefjast réttlætis
Úkraínuforseti og forsætisráðherra Kanada krefjast þess að atburðarásin sem leiddi til þess að úkraínsk farþegaþota var skotin niður í Íran í vikunni verði rannsökuð til hlítar og að sá eða þeir sem ábyrgðina bera verði látnir axla hana. 176 manns fórust með vélinni, þar af 63 kanadískir ríkisborgarar og ellefu úkraínskir.
11.01.2020 - 08:15
Íransher viðurkennir að hafa grandað farþegaþotunni
Íransher viðurkenndi í morgun að hafa skotið niður úkraínsku farþegaþotuna sem hrapaði í útjaðri Teheran í vikunni með 176 manns innanborðs. Það hafi verið óviljaverk sem rekja megi til mannlegra mistaka, segir í tilkynningu frá hernum. Þeir sem ábyrgðina beri hafi talið farþegaþotuna „óvinavél" og því skotið hana niður til að hindra það sem þeir töldu yfirvofandi árás. Forseti og utanríkisráðherra Írans biðjast fyrirgefningar og boða ítarlega rannsókn á þessum „ófyrirgefanlegu mistökum.“
11.01.2020 - 04:56
Krefja laxeldisfyrirtæki um milljarða fyrir verðsamráð
Kanadískir neytendur saka norsk og skosk laxeldisfyrirtæki um ólögmætt verðsamráð og krefjast hátt í 50 milljarða króna í skaðabætur. Kanadíska ríkissjónvarpið CBC greinir frá þessu. Ætlunin er að höfða hópmálsókn á hendur norsku laxeldisfyrirtækjunum fyrir hönd allra kanadískra neytenda, sem keypt hafa norskan eldislax frá og með 1. júlí 2015.
10.01.2020 - 06:31
Fulltrúar margra ríkja taka þátt í rannsókn slyssins
Bandarísk flugmálayfirvöld hafa þegið boð stjórnvalda í Íran um að taka þátt í rannsókninni á afdrifum úkraínsku farþegaþotunnar sem hrapaði nærri Teheran í fyrrinótt með 176 manns innanborðs. Háværar raddir eru uppi um að vélin hafi verið skotin niður með írönsku flugskeyti, að líkindum fyrir mistök. Þessu vísa Íranar alfarið á bug og hafa boðið stjórnvöldum allra hlutaðeigandi ríkja, auk Bandaríkjanna, að senda fulltrúa sína til að taka þátt í og fylgjast með framvindu rannsóknarinnar.
10.01.2020 - 03:03