Færslur: Kanada

Eiturgufur berast frá logandi gámaskipi við Kanada
Sextán úr áhöfn gámaflutningaskipsins Zim Kingston var bjargað í land eftir að eldur kviknaði í tíu gámum um borð. Eiturgufur berast frá skipinu sem flytur kemísk efni og liggur undan strönd Kanada. Fimm úr áhöfninni eru enn í skipinu.
24.10.2021 - 13:02
Trjáhringir renna stoðum undir Íslendingasögur
Nýjar rannsóknir á fornminjum á Nýfundnalandi í Kanada benda til þess að norrænir menn hafi sest að vestanhafs fyrir þúsund árum. Aldursgreining á trjáhringjum leiðir þetta í ljós að sögn fréttastofu CNN.
Opna fyrir umferð bólusettra frá Kanada og Mexíkó
Opnað verður fyrir umferð fullbólusetts fólks til Bandaríkjanna frá Kanada og Mexíkó í byrjun næsta mánaðar. Þetta hefur Reutersfréttastofan eftir háttsettum en ónafngreindum aðilum innan bandarísku stjórnsýslunnar. Þar með lýkur langri og sögulegri lokun landamæranna sem gripið var til í mars 2020, í því skyni að draga úr útbreiðslu heimsfaraldurs kórónaveirunnar.
Kanadamaður ákærður fyrir starf fyrir hryðjuverkasamtök
Kanadamaður á fertugsaldri sem starfaði fyrir og barðist með hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki er í haldi Bandaríkjamanna og hefur verið ákærður.
03.10.2021 - 00:31
Biskupar stofna sjóð fyrir fórnarlömb kirkjunnar
Biskuparáð kaþólsku kirkjunnar í Kanada hét í gær að leggja fram 30 milljónir kanadadala, jafnvirði um þriggja milljarða króna, í sjóð fyrir fyrrverandi nemendur heimavistarskóla á vegum kirkjunnar. Fé verður lagt í sjóðinn yfir fimm ára tímabil, hefur AFP fréttastofan eftir yfirlýsingu ráðsins.
28.09.2021 - 05:28
Unnið að björgun námuverkamanna í Kanada
Björgunarfólk er nú að störfum við námu í Ontariofylki í Kanada þar sem 39 námuverkamenn sitja fastir ofan í námu. Þar hafa þeir verið í rúman sólarhring eftir að flutningakerfi námunnar bilaði. Mennirnir komast því ekki að námuopinu, að sögn yfirmanna námufyrirtækisins Vale. 
28.09.2021 - 04:21
Kaþólskir biskupar biðja frumbyggja Kanada afsökunar
Kaþólska kirkjan í Kanada baðst í gær fortakslausrar afsökunar á aldarlöngu ofbeldi og vanrækslu gagnvart Kanadamönnum af ættum frumbyggja í skólum kirkjunnar. Skólarnir voru stofnaðir af stjórnvöldum og margir hverjir í umsjón kaþólsku kirkjunnar.
25.09.2021 - 06:58
Stjórnandi í Huawei laus úr haldi í Kanada
Meng Wangzhou, stjórnanda hjá kínverska fjarskiptafyrirtækinu Huawei, var sleppt úr stofufangelsi í Kanada í gærkvöld. Framsalskrafa Bandaríkjanna var dregin til baka eftir að Meng náði samkomulagi við þarlenda saksóknara. Hún fór skömmu síðar á flugvöll í Kanada og er á leiðinni til Kína að sögn AFP fréttastofunnar. Tveimur Kanadamönnum verður á móti sleppt úr haldi í Kína.
25.09.2021 - 01:31
Frjálslyndi flokkur Trudeaus hafði betur í Kanada
Frjálslyndi flokkur Justins Trudeaus forsætisráðherra sigraði í þingkosningunum í Kanada. Hann náði þó ekki hreinum meirihluta. Hann þakkaði kjósendum fyrir stuðninginn og andstæðingum fyrir drengilega baráttu.
21.09.2021 - 04:18
Tvísýnar kosningar framundan í Kanada
Um það bil 27 milljónir Kanadamanna ganga til þingkosninga í dag, mánudag og búist er við tvísýnum úrslitum. Fyrstu kjörstaðir verða opnaðir klukkan 11 að íslenskum tíma en vegna fjölda póstatkvæða er ekki talið öruggt að talningu ljúki í kvöld.
20.09.2021 - 03:21
Einn af hverjum fimm kýs utan kjörfundar í Kanada
Næstum einn af hverjum fimm Kanadamönnum greiddu atkvæði utan kjörstaðar um liðna helgi. Einnig er talið að óvenjumargir nýti sér að greiða póstatkvæði sökum kórónuveirufaraldursins.
Mótmælendur köstuðu steinum í Justin Trudeau
Mótmælendur í kanadísku borginni Montreal köstuðu í dag steinum að Justin Trudeau, forsætisráðherra landsins. Hann ferðast nú milli borga í kosningabaráttu eftir að hafa boðað til skyndikosninga um miðjan ágúst sem fara fram 20. september. Trudeau vonast til að styrkja pólitískt umboð sitt og geta myndað meirihlutaríkisstjórn.
07.09.2021 - 19:44
Þúsundir flýja heimili sín í Norður-Kaliforníu
Fleiri þúsund íbúar fjölmargra þorpa og smábæja hafa neyðst til að flýja skógareldana sem geisa í vesturhlíðum Sierra Nevada-fjallanna í norðanverðri Kaliforníu. Mjög hefur fjölgað í þeim hópi síðustu tvo daga þar sem eldarnir hafa magnast upp í heitum og þurru veðri og hlýjum vindum.
Fjöldi ríkja lýsir áhyggjum af örlögum afganskra kvenna
Evrópusambandið, Bandaríkin og 18 önnur ríki lýsa í sameiningu miklum áhyggjum af örlögum afganskra stúlkna og kvenna. Ríkin hvetja stjórn Talibana til að tryggja öryggi kvenna.
Boðað til kosninga í Kanada
Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hefur boðað til kosninga í landinu 20. september næstkomandi.
15.08.2021 - 20:56
Kanada hyggst taka á móti 20 þúsund Afgönum
Kanadísk stjórnvöld greindu frá því í kvöld að þau ætli að taka við allt að 20 þúsund flóttamönnum frá Afganistan. Lögð verður áhersla á að taka á móti konum í leiðtogastöðum, ríkisstarfsmönnum og öðrum sem stafar ógn af Talibönum.
Hvíta-Rússland:Bandaríkin fækki í starfsliði sendiráðs
Hvítrússnesk stjórnvöld skipa Bandaríkjunum að fækka mjög í starfsliði sendiráðs þeirra í landinu í kjölfar hertra refsiaðgerða gegn Lúkasjenka forseta og stjórn hans. Forsetinn boðaði hefndaraðgerðir á blaðamannafundi fyrr í vikunni.
Forgangsverkefni að fá Spavor og Kovrig látna lausa
Bandaríkjastjórn fordæmir fangelsisdóm þann sem kínverskur dómstóll felldi yfir kanadíska kaupsýslumanninum Michael Spavor í morgun. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, krefst þess að Spavor verði umsvifalaust látinn laus.
Kanadamaður dæmdur fyrir njósnir í Kína
Kanadamaðurinn Michael Spavor var í morgun dæmdur í ellefu ára fangelsi í Kína fyrir njósnir. Spavor var handtekinn í Kína árið 2018 ásamt samstarfsmanni sínum Michael Kovrig. Stjórnvöld í Ottawa segja ákærurnar á hendur honum pólitískar og í hefndarskyni fyrir handtöku kanadískra yfirvalda á Mang Wanzhou, stjórnanda Huawei.
11.08.2021 - 04:51
Embættismaður rannsakar örlög frumbyggjabarna
Kanadíska ríkisstjórnin hyggst skipa sérstakan óháðan embættismann til að finna og stuðla að verndun ómerktra grafa frumbyggjabarna við heimavistarskóla í landinu.
Hvítrússar segjast undirbúa hefndir vegna refsiaðgerða
Utanríkisráðuneyti Hvíta Rússlands fullyrðir að vestræn ríki ætli sér að steypa Alexander Lúkasjenka forseta af stóli. Gagnrýni þeirra á stöðu mannréttinda í landinu sé aðeins yfirvarp.
Moderna virðist vernda betur gegn Delta en Pfizer
Bóluefni Moderna virðist veita meiri vörn en Pfizer gegn Delta-afbrigði kórónuveirunnar. Þetta sýna niðurstöður tveggja rannsókna á yfir 50 þúsund sjúklingum við bandarísku Mayo heilsustofnunina.
Dauðadómur yfir Kanadamanni staðfestur í Kína
Dómstóll í Kína úrskurðaði í morgun að dauðadómur yfir Kanadamanninum Robert Schellenberg skuli standa óhaggaður. Schellenberg hefur verið í fangelsi í Kína síðan hann var sakaður um tilraun til að smygla 225 kílóum af metamfetamíni þaðan til Ástralíu ári 2014.
10.08.2021 - 05:25
Ekkert lát á skógareldum í vesturríkjum Bandaríkjanna
Margir stórir skógareldar brenna enn í Kaliforníu, Oregon og fleiri vesturríkjum Bandaríkjanna og tugir þúsunda þurfa enn að halda sig fjarri heimilum sínum vegna þeirra. Hundruð hafa þegar misst heimili sín í eldhafið. Yfir 20.000 slökkviliðsmenn berjast við 97 stóra elda sem sviðið hafa hartnær 8.000 ferkílómetra skóg- og gróðurlendis í 13 ríkjum Bandaríkjanna.
06.08.2021 - 05:44
Krefjast óháðrar rannsóknar á örlögum frumbyggjabarna
Kallað er eftir því að kanadísk stjórnvöld hefji umsvifalaust rannsókn á örlögum þúsunda barna af frumbyggjaættum sem dóu í sérstökum heimavistarskólum. Á annað þúsund grafir barna hafa fundist á skólalóðum frá því í maí.