Færslur: Kanada

Zelensky veitti hundi hugrekkisverðlaun
Forseti Úkraínu, Volodymyr Zelensky, afhenti í gær hundinum Patron og eiganda hans hugrekkisverðlaun fyrir viðleitni þeirra á meðan að innrás Rússa hefur staðið yfir.
09.05.2022 - 07:16
Kanada í Eurovision að ári
Evrópa fer stöðugt stækkandi, í það minnsta á tónlistarsviðinu, því Kanada bætist nú í hóp þátttökulanda í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, þar sem bæði Ísrael og Ástralía eru á fleti fyrir. Martin Österdahl, framkvæmdastjóri keppninnar, staðfesti þetta í vikunni, samkvæmt frétt á vef Fréttablaðsins.
29.04.2022 - 06:53
Banna kanadískum vélhjólamönnum mótmæli við þinghúsið
Kanadískum vélhjólamönnum í mótmælahug verður bannað að safnast saman við þinghúsið í höfuðborginni Ottawa. Flutningabílstjórar og stuðningsmenn þeirra stóðu fyrir langvinnum mótmælum fyrr á árinu og stjórnvöld óttast að sagan endurtaki sig.
Krefur Kanadastjórn um 28 milljón dala bætur
Maður ættaður frá Norður-Afríkuríkinu Máritaníu hyggst höfða mál gegn ríkisstjórn Kanada. Ástæða málssóknarinnar er meintur þáttur Kanada í því að manninum var haldið föngnum í Guantanamo-fangelsinu í fjórtán ár án dóms og laga.
Dæmd í sjö ára fangelsi fyrir að villa á sér heimildir
Kanadísk kona var í gær dæmd til sjö ára fangelsisvistar fyrir að villa á sér heimildir og þykjast vera hjúkrunarfræðingur áratugum saman. Sömuleiðis brá hún sér í gervi fleiri sérfræðinga og notaði til þess fölsuð persónuskilríki.
Rússar leggja ótímabundið ferðabann á tugi manna
Rússnesk stjórnvöld tilkynntu í dag ótímabundið ferðabann til Rússlands sem nær til tuga Bandaríkjamanna og Kanadamanna. Meðal þeirra sem óheimilt verður að heimsækja Rússland eru Kamala Harris varaforseti Bandaríkjanna og Mark Zuckerberg forstjóri fyrirtækisins Meta, sem meðal annars heldur úti samfélagsmiðlunum Facebook og Instagram.
Fyrri umferð forsetakosninga í Frakklandi hafin
Franskir kjósendur ganga að kjörborðinu í dag í fyrri umferð forsetakosninga þar í landi. Búist er við að baráttan standi milli Emmanuels Macron forseta og Marine Le Pen sem stendur lengst til hægri í frönskum stjórnmálum.
Páfi biðst afsökunar á örlögum kanadískra frumbyggja
Frans páfi baðst í dag afsökunar á illri meðferð og vanrækslu sem kanadísk frumbyggjabörn máttu þola í skólum kaþólsku kirkjunnar um það bil aldarskeið.
Óku 2.200 kílómetra norðan heimskautsbaugs
Tveir Íslendingar tóku þátt í 2.200 kílómetra löngum jeppaleiðangri samtakanna Transglobal Car Expedition frá Yellowknife í Norðvesturhéruðum Kanada til Resolute Bay í kanadíska sjálfstjórnarhéraðinu Nunavut.  
29.03.2022 - 11:03
Erlent · Bílar · Kanada · Ferðalög
Stuðningur við aukna olíuframleiðslu lækkar verð
Olíuverð hefur lækkað nokkuð eftir að Sameinuðu arabísku furstadæmin greindu frá stuðningi sínum við að framleiðsla verði aukin. Verð á Brent hráolíu féll um 17 af hundraði um tíma eftir yfirlýsingu furstadæmanna.
Beitingu neyðarlaga hætt í Kanada
Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada afnam í sérstakan neyðarrétt sem veitti Ottawalögreglunni heimild til að leysa upp mótmæli flutningabílstjóra í borginni. Trudeau lýsti jafnframt yfir á blaðamannafundi að ekki ríkti hættuástand lengur.
Síðustu trukkarnir dregnir út úr miðborg Ottawa
Síðustu leifar mótmælabúðanna og umferðartálmanna í miðborg Ottawa, höfuðborgar Kanada, voru fjarlægðar í dag, sunnudag. Hátt í 200 manns voru handtekin í aðgerðum lögreglu á föstudag og laugardag og nær 60 stórir flutningabílar gerðir upptækir.
Mótmælin í Ottawa leyst upp - 170 handtekin
Settur lögreglustjóri í Ottawa lýsti því yfir í gærkvöld að hertöku flutningabílstjóra og stuðningsfólks þeirra á miðborg kanadísku höfuðborgarinnar hefði verið hnekkt. Sókn fjölmenns lögregluliðs alstaðar að frá Kanada gegn þúsundum andstæðinga bólusetningarskyldu og annarra sóttvarnaaðgerða kanadískra stjórnvalda, sem haldið höfðu miðborg Ottawa lokaðri um þriggja vikna skeið hófst á föstudag og lauk á laugardagskvöld.
Yfir 100 mótmælendur handteknir í Ottawa
Lögregla í Kanada lét til skarar skríða gegn mótmælendum í miðborg höfuðborgarinnar Ottawa í dag og hefur þegar handtekið um eða yfir 100 úr þeirra hópi í aðgerðum dagsins og fjarlægt fjölda flutningabíla. Hundruð lögreglumanna, bæði heimamenn og liðsauki frá öðrum umdæmum, alríkislögreglunni og riddaralögreglunni, sóttu á föstudag hægt en ákveðið að þeim hundruðum mótmælenda sem haldið hafa miðborginni í gíslingu um nokkurra vikna skeið.
Byrjað að handtaka forsprakka mótmælenda í Ottawa
Lögregla í Kanada handtók í gær tvo af leiðtogum mótmælenda sem hafa lokað og lamað miðborg Ottawa og lokað einni fjölförnustu leiðinni milli Bandaríkjanna og Kanada síðustu vikur. Mótmælin eru drifin áfram af flutningabílstjórum sem andvígir eru bólusetningarskyldu þeirra sem ferðast um landamæri ríkjanna. Dómstóll í Kanada setti lögbann á mótmælin um helgina og stjórnvöld gripu að auki til lagaákvæða um sérstakan neyðarrétt vegna mótmælanna.
18.02.2022 - 04:56
Lögreglustjóri Ottawa segir af sér
Lögreglustjórinn í Ottawa, höfuðborg Kanada, hefur sagt af sér embætti vegna harðrar gagnrýni á störf hans í tengslum við fjöldamótmæli sem lamað hafa borgina um ríflega tveggja vikna skeið. Lögreglustjórinn, Peter Sloly, tilkynnti afsögn sína formlega í gær, þriðjudag.
16.02.2022 - 02:54
Spænskur togari sökk við Kanada: 10 fórust og 11 saknað
Tíu fórust þegar spænskur togari sökk undan austurströnd Kanada í gærmorgun og ellefu skipverja er enn saknað. Kanadískt björgunarlið staðfesti í kvöld að tíu lík hafi fundist. Þremur skipverjum var bjargað en ellefu þeirra er enn leitað, að sögn Isabel Rodriguez, talskonu spænskra stjórnvalda.
16.02.2022 - 00:47
Kanadastjórn grípur til neyðarúrræða vegna mótmæla
Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada ákvað í dag að grípa til aðgerða sem aðeins er heimilt að beita í neyð. Með því er ætlunin að binda enda á mótmæli flutningabílstjóra og fleiri gegn skyldubólusetningu og sóttvarnareglum í landinu.
Draugabana-leikstjórinn Reitman látinn
Kanadíski leikstjórinn og kvikmyndaframleiðandinn Ivan Reitman er látinn 75 ára að aldri. Hann er líklega þekktastur fyrir að hafa leikstýrt fyrstu myndunum tveimur um draugabanana eða Ghostbusters á níunda áratugnum.
14.02.2022 - 05:30
Ambassador-brúin opnuð eftir að mótmæli voru leyst upp
Borgarstjóri Windsor í Kanada segir að opnað verði að nýju fyrir ferðir yfir Ambassador-brúna sem tengir borgina við Detroit í Bandaríkjunum um leið og það telst fullkomlega öruggt.
Úkraínudeilan
Johnson hyggst ræða við leiðtoga heimsins um Úkraínu
Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands hyggst ræða við leiðtoga heimsins í vikunni með það í huga að lægja öldurnar í Úkraínudeilunni. Hann segist einkum vilja ræða við forystumenn á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjunum.
Nýja Sjáland
Spila Manilow og Macarena til að fæla brott mótmælendur
Nýsjálensk yfirvöld tóku upp á þeirri nýlundu að spila í sífellu nokkur lög bandaríska söngvarans Barry Manilow og spænskan danssmell til að hrekja mótmælendur brott frá þinghúsinu í Wellington. Mótmælendur svöruðu í svipaðri mynt.
Ástralir færa sendiráð sitt frá Kiev til Lviv
Ástralir ákváðu í dag að allt starfslið skuli yfirgefa sendiráðið í Kíev. Scott Morrison forsætisráðherra segir að starfsemi þess verði flutt til borgarinnar Lviv nærri landamærunum að Póllandi
Mótmælendum vísað brott af Ambassador-brúnni
Lögregla hefur í dag verið í óða önn að koma flutningabílstjórum og öðrum mótmælendum í brott frá Ambassador-brúnni einni helstu flutningsleiðinni milli Kanada og Bandaríkjanna.
Mótmælendur loka landamærunum þrátt fyrir bann
Fjölfarnasta leiðin yfir landamæri Bandaríkjanna og Kanada er enn lokuð vegna umfangsmikilla mótmæla Kanadamegin við landamærin. Þetta kemur fram í kanadískum miðlum.
12.02.2022 - 10:28