Færslur: Joe Biden
Biden ræddi við Andersson og Niinistö
Bandaríkjaforseti ræddi í gær við leiðtoga Finnlands og Svíþjóðar og varnarmálaráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands ræddu saman í fyrsta skipti frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu.
14.05.2022 - 06:15
Minnast milljón fórnarlamba COVID-19 í Bandaríkjunum
Joe Biden Bandaríkjaforseti minntist í gær þeirra milljón Bandaríkjamanna sem týnt hafa lífinu í heimsfaraldri kórónuveirunnar til þessa. Flaggað var í hálfa stöng við opinberar byggingar í höfuðborginni Washington, samkvæmt fyrirmælum forsetans. „Til minningar um sorgleg þáttaskil,“ skrifar forsetinn á Twitter, „hef ég gefið fyrirmæli um að draga skuli bandaríska fánann í hálfa stöng til að minnast þess, að milljón bandarísk líf hafa glatast vegna COVID-19.“
13.05.2022 - 06:09
Samþykktu 5.300 milljarða aðstoð til Úkraínu
Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gær að verja 40 milljörðum Bandaríkjadala, jafnvirði um 5.300 milljarða króna, í hernaðar-, mannúðar- og efnahagsaðstoð til Úkraínu. Joe Biden, Bandaríkjaforseti, lagði tillögu þessa efnis fyrir þingið til frekari útfærslu og varaði við því að án frekari fjárhagsaðstoðar yrðu stjórnvöld í Kænugarði að líkindum ófær um að halda uppi vörnum gegn rússneska innrásarhernum innan fárra daga.
11.05.2022 - 06:16
Talsverður efnahagssamdráttur í Úkraínu
Endurreisnar- og þróunarbanki Evrópu spáir að efnahagur Úkraínu skreppi saman um næstum þriðjung á þessu ári vegna innrásar Rússa í landið. Bankinn gerir þó ráð fyrir að efnahagurinn styrkist að nýju um 25 af hundraði á næsta ári.
10.05.2022 - 06:40
Biden telur Pútín kominn í sjálfheldu varðandi stríðið
Joe Biden Bandaríkjaforseti kveðst uggandi yfir því að Vladimír Pútín forseti Rússlands sé kominn í sjálfheldu með stríðið í Úkraínu. Biden telur hann í basli með að átta sig hvað hann skuli gera næst.
10.05.2022 - 03:00
Biden sendir hergögn fyrir 20 milljarða króna
Joe Biden, Bandaríkjaforseti, kynnti í dag frekari stuðningsaðgerðir fyrir Úkraínu vegna innrásar Rússa.
07.05.2022 - 04:50
Segir Trump hafa lagt til eldflaugaárásir á Mexíkó
Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, velti upp þeim möguleika að gera eldflaugaárásir á verksmiðjur fíkniefnaframleiðanda í Mexíkó. Sömuleiðis vildi hann beita mótmælendur innanlands hörðu.
06.05.2022 - 04:20
Hyggjast mótmæla þungunarrofsdómi í allt sumar
Nokkur bandarísk félagasamtök sem styðja rétt til þungunarrofs hvetja til mótmæla um allt land í næstu viku. Ástæðan er uggur um að meirihluti hæstaréttar hyggist fella úr gildi úrskurð í máli sem tryggði réttinn til þungunarrofs fyrir tæpri hálfri öld.
06.05.2022 - 01:50
Ný talskona tekur við í Hvíta húsinu
Karine Jean-Pierre tekur við af Jen Psaki sem talskona bandaríska forsetaembættisins 13. maí. Joe Biden Bandaríkjaforseti tilkynnti mannabreytingarnar í gær en Jean-Pierre er fyrsta opinberlega hinsegin manneskjan til að gegna embættinu og sú fyrsta með svart litarhaft.
06.05.2022 - 01:00
Aldalöng hlutleysistefna senn lögð til hliðar
Allt bendir nú til að Svíþjóð og Finnlandi gangi í Atlantshafsbandalagið á næstunni. Það myndi marka lok 200 ára stefnu Svía um að standa utan hernaðarbandalaga og gæta hlutleysis á ófriðartímum.
05.05.2022 - 19:07
Leynileg gögn sögð hafa stuðlað að falli hershöfðingja
Upplýsingar frá leyniþjónustu Bandaríkjanna gerðu Úkraínumönnum kleift að fella nokkra rússneska hershöfðingja. Um það bil tólf háttsettir foringjar í innrásarhernum liggja í valnum og Bandaríkjastjórn er sögð hafa veitt upplýsingar sem leiddu til dauða nokkurra þeirra.
05.05.2022 - 06:15
Trump yngri bar vitni fyrir þingnefnd
Donald Trump yngri, sonur fyrrverandi Bandaríkjaforseta, var í vikunni kallaður fyrir rannsóknarnefnd Bandaríkjaþings, sem hefur það hlutverk að brjóta til mergjar mannskæða árás á þinghúsið 6. janúar 2021.
05.05.2022 - 03:10
Biður um 33 milljarða dollara vegna Úkraínustríðsins
Joe Biden Bandaríkjaforseti fór fram á við þingið í dag að fá viðbótarfjárveitingu upp á 33 milljarða dollara vegna stríðsins í Úkraínu. Bandaríkin sagði hann að ætluðu ekki að ráðast á Rússa, heldur hjálpa Úkraínumönnum að verja sig gegn yfirgangi þeirra.
28.04.2022 - 17:26
Biden hjónin mæta á kvöldverð blaðamanna Hvíta hússins
Joe Biden forseti Bandaríkjanna og Jill Biden forsetafrú verða síðar í mánuðinum viðstödd kvöldverð blaða- og fréttamanna sem flytja fréttir úr Hvíta húsinu.
20.04.2022 - 17:49
Úkraínumenn fá þotur og önnur öflug hergögn
Stjórnvöldum í Úkraínu hafa verið látnar orrustuþotur í té ásamt flugvélavarahlutum. Það er hluti af aukinni hernaðaraðstoð vestrænna ríkja. Bandaríska varnarmálaráðuneytið greindi frá þessu í gær án þess að tilgreina fjölda þotnanna né hvaðan þær koma.
20.04.2022 - 01:40
Biden ekki á leið til Úkraínu
Engin áform eru uppi um að Joe Biden Bandaríkjaforseti haldi til fundar við Volodymyr Zelensky Úkraínuforseta í Kænugarði á næstunni. Jen Psaki, talskona forsetaembættisins, upplýsti þetta með afdráttarlausum hætti þegar hún var spurð út í málið á fréttafundi á mánudag. Zelensky sagðist á páskadag jafnvel eiga von á Biden til Úkraínu.
19.04.2022 - 02:37
Biden íhugar Úkraínuheimsókn
Joe Biden Bandaríkjaforseti íhugar að fara í opinbera heimsókn til Kænugarðs, höfuðborgar Úkraínu. Forsetinn sagðist á fréttafundi íhuga að senda háttsettan fulltrúa Bandaríkjastjórnar til viðræðna við Volodymyr Zelensky Úkraínuforseta í Kænugarði og útilokaði ekki að hann yrði sjálfur sá fulltrúi.
15.04.2022 - 00:51
Biden heitir Úkraínu hergögnum fyrir 100 milljarða
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir í gærkvöld að stjórn hans hygðist veita Úkraínumönnum enn meiri aðstoð í baráttunni við innrásarher Rússa og sagði að hvorutveggja fé og hergögn yrðu send til Úkraínu á næstu dögum. Biden lýsti þessu yfir eftir að hann ræddi við Volodymyr Zelensky Úkraínuforseta í gegnum fjarfundarbúnað fyrr um kvöldið. Munu forsetarnir einkum hafa rætt brýna þörf Úkraínumanna fyrir vopn, verjur og fjármagn vegna stríðsrekstursins.
14.04.2022 - 03:19
Biden og Modi ræða heimsmálin í dag
Joe Biden Bandaríkjaforseti og Narendra Modi forsætisráðherra Indlands ætla að hittast á fjarfundi í dag að því er fram kemur í tilkynningu frá Hvíta húsinu. Innrásin í Úkraínu verður ofarlega á baugi í samtali þeirra.
11.04.2022 - 05:35
Biden og Ramaphosa ræddu málefni Úkraínu
Cyril Ramaphosa, forseti Suður-Afríku og Joe Biden Bandaríkjaforseti ræddu saman í síma fyrr í dag, sólarhring eftir að fulltrúi Suður-Afríku sat hjá við atkvæðagreiðslu allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna um brottrekstur Rússa úr mannréttindaráðinu.
09.04.2022 - 01:05
Íranskar sérsveitir áfram á hryðjuverkalista
Bandaríkjastjórn heldur enn fast við þá fyrirætlun sína að halda Quds-sérsveitum íranska byltingarvarðarins á lista yfir hryðjuverkasamtök. Íransstjórn krefst þess að byltingarvörðurinn verði fjarlægður af þeim lista áður en kjarnorkusamningur verður endurnýjaður.
08.04.2022 - 23:26
Nancy Pelosi smituð af COVID-19
Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur greinst með COVID-19. Hún bætist þar með í stóran hóp valdamikils fólks í Washington-borg sem sýkst hefur af kórónuveirunni undanfarið.
08.04.2022 - 02:30
Biden segist ekki ætla sér að knésetja Pútín
Joe Biden Bandaríkjaforseti segir það ekki standa til að biðjast afsökunar á ummælum sínum um Vladimir Putin, Rússlandsforseta. Biden sagði nýverið að Putin ætti ekki að vera lengur við völd í Rússlandi, en ummælin vöktu mikla athygli og þóttu bera þess merki að Bandaríkin myndu beita sér fyrir því að knýja Pútín úr embætti.
29.03.2022 - 01:56
Segist ekki hafa verið að kalla eftir stjórnarskiptum
Joe Biden Bandaríkjaforseti segist ekki hafa verið að kalla eftir stjórnarskiptum í Kreml með þeim orðum sem hann lét í gærkvöld lét falla á fundi í Varsjá. Embættismenn í Hvíta húsinu þvertóku umsvifalaust fyrir að sú hafi verið ætlun forsetans og áhrifafólk í bandarískum stjórnmálum hefur í dag reynt að lágmarka skaðann eftir fremsta megni.
28.03.2022 - 01:45
Brown Jackson líklega hæstaréttardómari
Allar líkur þykja nú á því að Öldungadeild Bandaríkjaþings staðfesti tilnefningu Ketanji Brown Jackson í embætti hæstaréttardómara. Joe Manchin, öldungadeildarþingmaður frá Vestur-Virginíu, lýsti stuðning við Brown Jackson og það tryggir henni líklega meirihlutastuðning.
27.03.2022 - 12:34