Færslur: Joe Biden

Sakar Rússa um vélabrögð fyrir þingkosningarnar 2022
Joe Biden Bandaríkjaforseti sakar Vladimir Pútín forseta Rússland um að hyggjast dreifa röngum eða villandi upplýsingum til að hafa áhrif á þingkosningarnar vestra á næsta ári.
Myndskeið
„Hirðum af honum byssuna og drepum hann með henni.“
Lögreglumenn sem voru á vakt þegar ráðist var inn í þinghúsið í Washington í janúar lýsa kynþáttaníði, morðhótunum og ofbeldi af hálfu innrásarhópsins. Skýrslutaka sérstakrar rannsóknarnefndar vegna innrásarinnar hófst í dag.
27.07.2021 - 22:20
Bandaríkin hunsa WHO og kaupa meira bóluefni
Bandarísk stjórnvöld hafa tryggt sér 200 milljónir skammta til viðbótar af bóluefni lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech. Nota á þá til endurbólusetningar þeirra sem þegar hafa fengið bóluefni og til að bólusetja börn.
Biden segir ákvörðunina „mjög mikil vonbrigði“
Joe Biden Bandaríkjaforseti segir að nýföllnum dómi í Texas verði áfrýjað til þess að vernda DACA-löggjöfina sem snýr að réttindum fólks sem kom til Bandaríkjanna án tilskilinna leyfa, áður en það varð sextán ára.
17.07.2021 - 16:24
Biden veldur Kúbverjum vonbrigðum
Kúbverskir mótmælendur eru afskaplega ósáttir við viðbrögð, eða öllu heldur viðbragsleysi, Bandaríkjaforseta við ákalli þeirra. AFP fréttastofan segir flesta Kúbverja hafa fagnað kjöri Bidens eftir versnandi samskipti við Bandaríkin og auknar þvinganir af hálfu nágrannaríkisins í norðri undir stjórn Donalds Trump. 
17.07.2021 - 06:54
Standa saman gegn Rússum og Kínverjum
Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði á blaðamannafundi með Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, í gærkvöld að ríkin standi saman gegn yfirgangi Rússa. Biden sagði blaðamönnum að hann hafi lýst áhyggjum sínum vegna Nord Stream 2 gasleiðslunnar sem liggur frá Rússlandi til Þýskalands. Þau Merkel voru þó sammála um að Rússar fái ekki að nota orku sem vopn í deilum við önnur ríki, að sögn BBC.
16.07.2021 - 01:33
Þriðjungur Bandaríkjamanna óbólusettur
Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum hafa áhyggjur af því að hægar gangi að bólusetja gegn COVID-19 eftir því sem fleiri hafa verið bólusettir. Markmiðið var að 70 prósent þjóðarinnar hefðu fengið að minnsta kosti fyrri sprautuna á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna 4. júlí, en það náðist ekki.
Heimsglugginn
Dökkt útlit fyrir stjórnarherinn í Afganistan
Talibanar hafa á undanförnum dögum og vikum lagt undir sig stór svæði í Afganistan. Þeir hófu sókn í apríl þegar brottför fjölþjóðaherliðs hófst frá landinu. Þeir hafa sótt mjög í sig veðrið eftir að Bandaríkjamenn hófu að flytja hermenn sína á brott. Stjórnarherinn virðist einkum sakna stuðnings bandaríska flughersins. Bandaríkjamenn yfirgáfu mikilvægustu herstöð sína á Bagram flugvelli í skjóli nætur og án þess að láta afganska stjórnarherinn vita. Málið var rætt á Morgunvakt Rásar-1.
Biden lýsir sjálfstæði frá COVID-19
Með vísindin að vopni eiga Bandaríkin eftir að ná tökum á sjálfstæði sínu frá COVID-19. Þetta sagði Joe Biden í þjóðhátíðarræðu sinni til Bandaríkjamanna í gærkvöld.
05.07.2021 - 01:24
Morgunvaktin
Heimsglugginn: Hitabylgja, COVID og fótboltaæði
Í Heimsglugganum á Morgunvaktinni á Rás 1 var rætt um hitabylgju í Norður-Ameríku, um áskorun til Kínverja um fjölmiðla- og tjáningarfrelsi sem ritstjórar Aftenposten, Dagens Nyheter, Helsingin Sanomat og Politiken birta í blöðum sínum í dag á 100 ára afmæli kínverska kommúnistaflokksins. Kórónuveirufaraldurinn í nokkrum löndum var einnig til umræðu. Í lokin var rætt um fótboltaæði sem runnið hefur á þær Evrópuþjóðir sem eftir standa í úrslitakeppni EM. 
Hamrar enn á ósannindum um kosningasvik
Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hélt í kvöld fyrsta fjöldafund sinn frá því að hann lét af forsetaembættinu í apríl. Fundinn hélt hann í Ohio, þar sem þúsundir stuðningsmanna hans þyrptust að til að hlusta á boðskapinn. Trump hefur ítrekað gefið því undir fótinn að bjóða sig fram á ný árið 2024 en þrátt fyrir hávært ákall fundargesta um fjögur ár í viðbót gaf hann ekki afdráttarlaus svör um það hvort hann hygðist bjóða sig fram eða ekki.
27.06.2021 - 03:52
Biden hittir Ghani og Abdullah í Hvíta húsinu í dag
Þeir Joe Biden, Bandaríkjaforseti, og Ashraf Ghani, forseti Afganistans, halda fund í Hvíta húsinu í dag til að ræða stöðu mála í Afganistan og framtíðarhorfur. Með á fundinum verður Abdullah Abdullah, leiðtogi afgönsku stjórnarandstöðunnar á þingi og formaður sáttanefndar afganskra stjórnvalda. Sú nefnd hefur það hlutverk að semja um frið við talibana og aðrar herskáar fylkingar eftir að herlið Bandaríkjanna og Nató yfirgefur landið í haust, 20 árum eftir innrás Bandaríkjahers í Afganistan.
Harris heldur að landamærum Mexíkós
Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, leggur á föstudag leið sína að landamærum Bandaríkjanna og Mexíkós, í fyrsta skipti síðan þau Joe Biden voru kjörin til að leiða Bandaríkin. Hart hefur verið gengið að Harris að fara að landamærunum og kynna sér aðstæður þar af eigin raun, eftir að forsetinn fól henni það verkefni að takast á við „frumorsakir" fólksflutninganna miklu frá Suður Ameríku.
Undirbúa frekari refsiaðgerðir vegna Navalny
Bandaríkjastjórn undirbýr nú frekari refsiaðgerðir gegn Rússum vegna eitrunar stjórnarandstæðingsins Alexei Navalny. Þjóðaröryggisráðgjafi Biden-stjórnarinnar, Jake Sullivan, greindi frá áformum stjórnarinnar í þætti Dana Bash á sjónvarpsstöðinni CNN í dag.
20.06.2021 - 15:52
19. júní gerður að frídegi í Bandaríkjunum
Bandaríkjaforseti, Joe Biden, samþykkti í gær að gera 19. júní að opinberum frídegi í Bandaríkjunum. Dagsetningin, sem er kölluð Juneteenth, er ekki úr lausu lofti gripin því 19. júní árið 1865 voru þrælar í Galveston í Texas loksins frelsaðir.
Kim býr sig undir ágreining við Bandaríkin
Kim Jong Un leiðtogi Norður-Kóreu segir nauðsyn að vera viðbúinn jafnt fyrir ágreining sem viðræður við Bandaríkin og Joe Biden forseta.
18.06.2021 - 01:47
Sjónvarpsfrétt
Fjölmiðlafár og „góður tónn“ í Genf í dag
Þriggja klukkustunda leiðtogafundi forseta Bandaríkjanna og Rússlands lauk á fjórða tímanum í dag. Pútín taldi fundinn hafa verið uppbyggilegan og Biden sagði gagnlegt að hittast augliti til auglitis.
16.06.2021 - 19:54
Myndskeið
„Alltaf betra að hittast augliti til auglitis“
Leiðtogafundur forseta Bandaríkjanna og Rússlands er hafin í Genf í Sviss. Joe Biden og Vladimír Pútin hafa báðir sagt að samskipti ríkjanna séu verri nú en síðustu áratugi. Þeir ræddust stuttlega við fyrir framan fjölmiðla í byrjun fundar.
16.06.2021 - 12:58
Myndskeið
Mikill viðbúnaður í Genf vegna leiðtogafundar
Gríðarlegar öryggisráðstafanir eru í Genf í Sviss vegna fundar forseta Rússlands og Bandaríkjanna á morgun. Flugbann er yfir borginni og bakkar Genfarvatns hafa verið girtir af.
15.06.2021 - 17:30
Hafnar ásökunum um uppruna veirunnar í tilraunastofu
Doktor Shi Zhengli, æðsti yfirmaður tilraunastofunnar í kínversku borginni Wuhan sem legið hefur undir grun um að hafa misst kórónuveiruna úr böndum og út í umhverfið, hafnar öllum ásökunum um slíkt.
Samband Rússlands og Bandaríkjanna með versta móti
Rússlandsforseti segir samband Rússlands og Bandaríkjanna ekki hafa verið verra en nú um árabil. Hann fer á fund Bandaríkjaforseta í Genf í Sviss í næstu viku.
12.06.2021 - 06:34
Ríkisstjóri Texas boðar byggingu landamæramúrs
Ríkisstjóri Texas, Repúblikaninn Greg Abbott, fullyrti á fimmtudag að Texasríki muni láta reisa múr á landamærum Texas og Mexíkós. Abbott fór ekki út í nánari útlistanir en sagði frekari upplýsingar væntanlegar innan skamms. Frá þessu er greint á vef bandaríska blaðsins The Texas Tribune. Þar segir að tilkynning ríkisstjórans sé nýjasta útspilið í viðvarandi reipdrætti Abbots og ríkisstjórnar Demókratans Joes Bidens.
12.06.2021 - 04:53
Spegillinn
Brexit-skuggi yfir G7 fundinum
Boris Johnson forsætisráðherra Breta tekur á móti þjóðarleiðtogum hinna G7 landanna um helgina, meðal annars til að sýna styrk Bretlands utan ESB. En á þessum fyrsta fundi forsætisráðherra við Joe Biden Bandaríkjaforseta stelur Brexit-deila Breta við ESB athygli breskra fjölmiðla frá alþjóðamálunum.
11.06.2021 - 17:00
G7-ríkin hyggjast gefa minnst milljarð bóluefnaskammta
Sjö af stærstu iðnveldum heims, sem saman mynda G7-ríkjahópinn, munu samanlagt gefa minnst einn milljarð bóluefnaskammta til dreifingar í efnaminni ríkjum jarðarkringlunnar áður en næsta ár er úti. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands og gestgjafi G7-ráðstefnunnar í ár, lýsti þessu yfir í gær, fimmtudag.
„Pylsustríð“ Breta og ESB
Deila Breta og ESB um framkvæmd Brexit-samkomulagsins á Norður-Írlandi er komin í harðan hnút. Fundur í Lundúnum í gær var árangurslaus, Frost lávarður, samningamaður Breta, sagði engan árangur hafa orðið en viðræðum hefði ekki verið slitið. Maros Sefcovic, fulltrúi ESB, sagði að þolinmæði sambandsins gagnvart Bretum væri orðin ansi lítil. Þetta var rætt í Heimsglugganum á Morgunvakt Rásar-1. Ýmsum þykja deilurnar minna á uppskáldað pylsustríð í gamanþáttaröðinni Yes minister, Já, ráðherra.
10.06.2021 - 09:42