Færslur: Joe Biden

Engar friðarviðræður fyrr en Bandaríkjaher fer úr landi
Bandaríkjaforseti ætlar að draga allt herlið frá Afganistan fyrir 11. september næstkomandi. Talibanar ætla ekki að taka þátt í friðarviðræðum fyrr en allt erlent herlið hefur yfirgefið landið.
Spegillinn
Joe Biden í forsetaembætti í 83 daga
Joe Biden hefur nú setið 83 daga í embætti forseta Bandaríkjanna. Silja Bára Ómarsdóttir prófessor í stjórnmálafræði við HÍ segir að það fari mun minna fyrir Biden í fjölmiðlum, en forvera hans í embætti, Donald Trump.
13.04.2021 - 19:06
Myndskeið
Aldrei fleiri flóttamenn yfir til Bandaríkjanna
Ríflega hundrað og sjötíu þúsund manns reyndu að komast til Bandaríkjanna frá Mexíkó í síðastliðnum mánuði. Landamæraeftirlit Bandaríkjanna hefur ekki skráð jafn marga flóttamenn í ein fimmtán ár.
11.04.2021 - 19:32
Biden skipar nefnd um umbætur á hæstarétti
Joe Biden Bandaríkjaforseti skipaði í gær nefnd sem er ætlað að kanna umbætur á hæstarétti Bandaríkjanna. Hún á meðal annars að athuga hvort fjölga eigi dómurum við dómstólinn.
10.04.2021 - 06:45
Myndskeið
„Nóg er komið af bænum, nú þurfa verkin að tala“
Joe Biden Bandaríkjaforseti kynnti í dag aðgerðir til þess að setja hömlur á skotvopnaeign í Bandaríkjunum. Hann var heldur harðorður í garð þingmanna sem hann hvatti til þess að samþykkja frumvörp um hertari byssulöggjöf.
08.04.2021 - 22:24
Aflétta refsiaðgerðum gegn Alþjóða sakamáladómstólnum
Bandarísk stjórnvöld hafa aflétt refsiaðgerðum þeim, sem ríkisstjórn Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, innleiddi gagnvart aðalsaksóknara Alþjóða sakamáladómstólsins í Haag. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, greindi frá þessu í dag. Segir hann núverandi stjórnvöld aflétta refsiaðgerðunum þar sem þær séu hvort tveggja ranglátar og gagnslausar.
Myndskeið
Aldrei fleiri skotvopn seld í Bandaríkjunum en í fyrra
Yfir fjögur þúsund Bandaríkjamenn hafa verið skotnir til bana það sem af er þessu ári. Aldrei hafa fleiri skotvopn verið seld þar í landi en í fyrra eða tuttugu og þrjár milljónir vopna. Lagabreytingar um bakgrunnsupplýsingar byssukaupenda bíða nú samþykktar öldungadeildar Bandaríkjaþings.
28.03.2021 - 19:24
Biden hvetur til breytinga á byssulögum
Eftir tvær mannskæðar fjöldaskotárásir í Bandaríkjunum á innan við viku kallar Joe Biden Bandaríkjaforseti eftir því að þingmenn láti til sín taka. Hann vill að lokað verði fyrir gloppur í bakgrunnsrannsóknum á kaupendum skotvopna, og bann verði lagt á sölu árásarvopna til almennra viðskiptavina.
24.03.2021 - 06:17
Fréttaskýring
Kuldaleg vika í samskiptum stórvelda
Samskipti Rússlands og Bandaríkjanna eru með verra móti þessa dagana og allt stefnir í að þau eigi eftir að versna enn frekar. Þetta hefur BBC, breska ríkisútvarpið, eftir talsmanni rússneskra stjórnvalda, eftir að Joe Biden, Bandaríkjaforseti, svaraði því játandi í viðtali að forseti Rússlands væri morðingi. Pútín svaraði Biden í gær og sótti í visku úr eigin æsku, að eigin sögn, og sagði: margur þekkir mann af sér.
19.03.2021 - 11:25
Heimsglugginn: Úlfúð og illindi í alþjóðasamskiptum
Úlfúð og illindi ríkja nú víða í alþjóðasamskiptum. Rússar hafa kallað sendiherra sinn heim frá Washington eftir að Bandaríkjaforseti svaraði játandi spurningu um hvort Vladimír Pútín Rússlandsforseti væri morðingi. Þá sökuðu Bandaríkjamenn Rússa um afskipti af kosningunum vestra í fyrra. Í Evrópu ganga hnútur á milli Breta og Evrópusambandsins.
Átján ríki Bandaríkjanna í mál við Joe Biden
Stjórnvöld í Texas og 17 öðrum ríkjum Bandaríkjanna hafa höfðað mál á hendur Joe Biden, Bandaríkjaforseta, vegna tilskipunar hans um að afturkalla heimild fyrir lagningu fjórða áfanga hinnar umdeildu Keystone XL-olíuleiðslu. Ken Paxton, dómsmálaráðherra Texas, sendi frá sér tilkynningu þessa efnis síðla dags í gær. Í kærunni er því haldið fram að Biden hafi ekki lagalega heimild til að breyta einhliða orkulöggjöf, sem þingið hafi samþykkt.
18.03.2021 - 02:15
Átta dóu í skotárásum í Atlanta - ungur karl í haldi
Talið er að 21 árs gamall hvítur karlmaður hafi myrt átta manns á þremur asískum heilsulindum - tveimur nudd- og baðstofum og einni ilmþerapíustofu - í og nærri Atlanta, höfuðborg Georgíuríkis í Bandaríkjunum í gærkvöld. Sex af átta fórnarlömbum morðingjans voru konur af asísku bergi brotnar.
Biden kallar eftir samstöðu í baráttunni við COVID-19
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í ávarpi í gærkvöld að bóluefni við COVID-19 verði aðgengilegt öllum fullorðnum Bandaríkjamönnum frá 1. maí. Markmiðið er að samfélagið gangi sem eðlilegast fyrir sig þjóðhátíðardaginn 4. júlí.
12.03.2021 - 01:48
Fréttaskýring
Heimsglugginn: COVID-19 bjargráð samþykkt vestan hafs
Bandaríkjaþing samþykkti í gærkvöld bjargráðapakka til að takast á við efnahagskreppuna sem fylgt hefur COVID-19 heimsfaraldrinum. Útgjöld vegna aðgerðanna eru áætluð upp á 1,9 billjónir dollara og er þeim einkum ætlað að koma fólki með meðal- og lágar tekjur til góða. Hver Bandaríkjamaður á að fá 1400 dollara ávísun. Þetta ræddu Þórunn Elísabet Bogadóttir og Björn Þór Sigbjörnsson við Boga Ágústsson í Heimsglugga vikunnar.
Bjargræðispakki samþykktur eftir miklar deilur
Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í dag bjargræðispakka til að takast á við efnahagskreppuna sem fylgt hefur COVID-19 heimsfaraldrinum. Þetta er næst stærsti bjargræðispakki sögunnar. Hart hafði verið tekist á um efnisatriði hans í Bandaríkjaþingi áður en hann var samþykktur með eins atkvæðis mun, 50 atkvæðum gegn 49. Atkvæði féllu eftir flokkslínum.
06.03.2021 - 21:04
Fundi frestað á Bandaríkjaþingi vegna hryðjuverkaógnar
Fulltrúadeild Bandaríkjaþings frestaði þingfundi sem halda átti í dag eftir að lögregla og leyniþjónusta greindu frá því að vísbendingar væru um fyrirhugaða árás vopnaðra öfgamanna á þinghúsið. Umræðum og atkvæðagreiðslum sem áttu að fara fram í fulltrúadeildinni í dag var ýmist flýtt eða frestað, einkum vegna viðvörunar lögreglu sem byggð var á upplýsingum um að ógn stafi mögulega af „þekktri, vopnaðri hreyfingu“ yst á hægri væng stjórnmálanna.
Fréttaskýring
Engin lognmolla framundan hjá Joe Biden
Á fyrsta degi í embætti undirritaði Joe Biden fjölda tilskipana til að afnema ákvarðanir fyrirrennara síns, Donalds Trumps. Biden hyggst gerbreyta stefnu Bandaríkjastjórnar bæði í innanríkis- og utanríkismálum. Demókratar ráða báðum deildum þingsins, en það getur samt reynst þrautin þyngri að hrinda stefnumálum í framkvæmd og uppfylla loforð úr kosningabaráttunni.
500.000 fórnarlamba COVID-19 minnst í Bandaríkjunum
Bandaríska fánanum var flaggað í hálfa stöng við Hvíta húsið í Washington í dag, í minningu þeirra 500.000 Bandaríkjamanna sem dáið hafa úr COVID-19 frá því að fyrsta, þekkta fórnarlamb farsóttarinnar þar í landi lést í Kaliforníu fyrir rétt rúmlega ári síðan. Joe Biden, Bandaríkjaforseti, gaf fyrirmæli um að flagga skyldi í hálfa stöng við allar opinberar stofnanir af þessu tilefni það sem eftir lifir vinnuvikunnar, eða fram til sólarlags á föstudag.
Kína vonast eftir betri tíð í samskiptum við Bandaríkin
Wang Yi, utanríkisráðherra Kína, hvetur Joe Biden Bandaríkjaforseta og ríkisstjórn hans að hverfa aftur til fyrri siða í samskiptum stórveldanna tveggja, eftir stormasöm ár í valdatíð Donalds Trumps.
Nærri sextíu látin í Texas og Biden hækkar neyðarstig
Joe Biden forseti Bandaríkjanna ætlar að lýsa yfir allsherjar neyðarástandi í Texas þar sem miklar og óvenjulegar vetrarhörkur hafa herjar á íbúa síðustu daga. Nærri 60 eru látin og fjöldi fólks er enn án rafmagns og drykkjarvatns.
20.02.2021 - 12:35
Biden ekki að fara að bjóða Rússum í G7-hópinn á ný
Joe Biden, Bandaríkjaforseti, ætlar ekki að beita sér sérstaklega fyrir því að Rússum verði boðin þátttaka í samstarfi nokkurra helstu iðnríkja heims á ný, þannig að G7-hópurinn verði aftur G8. Jen Psaki, talskona Hvíta hússins, greindi fréttamönnum frá þessu um borð í forsetaflugvélinni í kvöld. Ákvörðun um að bjóða Rússum aftur að borðinu verði eingöngu tekin í samráði allra aðildarríkja.
20.02.2021 - 00:52
Biden boðar breytingu á byssulöggjöf
Joe Biden Bandaríkjaforseti minntist þess í gær að þrjú ár eru síðan 17 voru skotnir til bana af 19 ára manni í skóla í Parkland í Flórída. Hann notaði tækifærið til þess að kalla eftir skynsömum breytingum á lögum um byssueign í landinu.
15.02.2021 - 04:27
Biden: Sýnir að lýðræðið er brothætt
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segir óeirðirnar í þinghúsinu 6. janúar minna þjóðina á að lýðræðið er brothætt. Það verði ætíð að verja það, og þjóðin verði að vera á varðbergi. Þetta kemur fram í yfirlýsingu forsetans um niðurstöðu réttarhaldanna yfir forvera hans sem lauk í gærkvöld.
Fjölmiðlafulltrúi hættir í starfsliði Bidens
TJ Ducklo sagði í kvöld upp störfum sem einn fjölmiðlafulltrúa Hvíta hússins. Ducklo var sendur í einnar viku launalaust leyfi vegna hótana gagnvart blaðamanni Politico.
14.02.2021 - 00:38
Starfsmaður Bidens sendur í leyfi fyrir hótun
Einn aðstoðarmanna Joe Biden Bandaríkjaforseta var sendur í launalaust leyfi í eina viku í gær fyrir að hóta fjölmiðlakonu. Samkvæmt heimildum fjölmiðla vestanhafs sagðist aðstoðarmaðurinn TJ Ducklo ætla að rústa Töru Palmeri, blaðamanni Politico, vegna ágengra spurninga hennar. Hún ætlaði að grennslast fyrir um samband Ducklos við annan blaðamann.
13.02.2021 - 03:13