Færslur: Joe Biden

Beint frá innsetningarathöfn Biden og Harris
Þau Joe Biden og Kamala Harris taka við embættum forseta og varaforseta Bandaríkjanna í dag. Sýnt verður beint frá innsetningarathöfninni á RÚV2 og ruv.is.
20.01.2021 - 10:26
Trump veitti Steve Bannon og 72 öðrum sakaruppgjöf
Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, hefur veitt Steve Bannon, fyrrverandi ráðgjafa sínum, sakaruppgjöf, nokkrum klukkustundum áður en hann lætur af embætti. Bannon er einn 73 sakamanna sem bætast við þann hóp sem Trump hefur náðað undanfarið.
12 þjóðvarðliðum vikið frá störfum í Washington
Tólf manns hefur nú verið vikið úr þjóðvarðliðinu í Washington DC, sem ætlað er að sinna öryggisgæslu við embættistöku Joes Bidens og Kamölu Harris á morgun. Áður greindi alríkislögreglan frá því að tveimur mönnum hefði verið vikið úr þjóðvarðliðinu eftir að bakgrunnskönnun leiddi í ljós að þeir tengdust öfgasamtökum af einhverju tagi. AP-fréttastofan greindi svo frá því í kvöld og hefur það eftir heimildarmönnum í varnarmálaráðuneytinu að búið sé að víkja tíu til viðbótar frá störfum,
Bandaríska sendiráðið í Ísrael verður áfram í Jerúsalem
Joe Biden, verðandi Bandaríkjaforseti, hyggst hvorki ógilda þá ákvörðu Donalds Trumps, að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels né færa sendiráð Bandaríkjanna aftur frá Jerúsalem til Tel Aviv, þar sem það var til skamms tíma eins og sendiráð flestra annarra ríkja í Ísrael. Antony Blinken, utanríkisráðherraefni Bidens, staðfesti þetta á þriðjudag.
20.01.2021 - 00:48
Myndskeið
„Forsetinn og annað valdamikið fólk espuðu lýðinn“
Trump Bandaríkjaforseti óskaði eftirmanni sínum velfarnaðar í sínu síðasta ávarpi til bandarísku þjóðarinnar sem forseti. Hann sagði að stjórnmálahreyfingin sem hefði hafist með kjöri hans árið 2016 væri enn í startholunum og ætti bjarta framtíð. Mitch McConnell, leiðtogi repúblíkana í öldungadeildinni, sagði í kvöld að Trump hefði átt stóran þátt í áhlaupi stuðningsmanna hans á þinghúsið í byrjun mánaðarins.
19.01.2021 - 22:40
Trump fylgist fokvondur með stjörnum flykkjast að Biden
Innsetningarathöfn Joes Bidens, tilvonandi forseta Bandaríkjanna, verður stjörnum prýdd ólíkt því þegar Donald Trump var svarinn í embættið. Lady Gaga, Jennifer Lopez og Tom Hanks koma þar fram og er Trump að sögn æfur yfir því.
19.01.2021 - 13:04
Trump afléttir ferðabanni – Biden segir nei
Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í kvöld að ferðabanni frá Brasilíu og flestum ríkjum Evrópu verði aflétt frá og með 26. janúar. Farþegar frá þessum slóðum verða þó að framvísa neikvæðu COVID-19 sýni áður en þeir leggja af stað, segir í tilkynningu Trumps.
19.01.2021 - 01:07
Útvarp
Súrt andrúmsloft í höfuðborginni
Andrúmsloftið í höfuðborg Bandaríkjanna virðist vera nokkuð rafmagnað, nú þegar tveir dagar eru í embættistöku Joe Biden, verðandi forseta. Gríðarleg öryggisgæsla er í Washington og fólk beðið um að halda sig fjarri. Þinghúsinu var lokað í dag þegar lítill eldur kviknaði. Rudy Guiliani verður ekki meðal verjenda Donald Trump þegar öldungadeildin tekur fyrir kæru til embættismissis í næstu viku.
18.01.2021 - 18:29
Lítill eldur við þinghúsið í DC og gæsla hert til muna
Svæðinu í kring um þinghúsið í Washington-borg og húsinu sjálfu var lokað seinnipartinn í dag vegna elds sem kviknaði út frá gaskútum í tjaldi þar sem heimilislaust fólk heldur til. Neyðartilkynning hljómaði í hátölurum frá lögreglu og hernum og æfingu vegna vígsluathafnar Joe Biden, sem verður á miðvikudag, hefur verið hætt. Þegar búið var að slökkva eldinn var hertu viðbúnaðarstigi aflétt.
18.01.2021 - 16:00
Fauci telur unnt að bólusetja 100 milljónir á 100 dögum
Anthony Fauci forstjóri ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna, segir það markmið Joe Bidens viðtakandi forseta Bandaríkjanna raunhæft að bólusetja 100 milljónir á fyrstu 100 dögum valdatíðar sinnar.
Hart lagt að Rússum að láta Navalny lausan
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir sér mjög brugðið yfir handtöku rússneska andófsmannsins Alexei Navalnys í dag. Guðlaugur hvetur rússnesk yfirvöld til að láta hann umsvifalaust lausan og láta allt uppi sem þau vita um eiturárásina á andófsmanninn.
Bandaríkin vígbúast gegn eigin borgurum
Öll 50 ríki Bandaríkjanna eru á viðbúnaðarstigi vegna boðaðra mótmæla og átaka um helgina og næstu daga í tengslum við vígsluathöfn Joe Bidens, verðandi forseta. Athöfnin verður á miðvikudag og biðlar borgarstjóri Washington DC til landsmanna að mæta ekki á staðinn, heldur fylgjast með að heiman. Mestur viðbúnaður er í höfuðborginni, en alríkislögreglan (FBI) hefur látið vita af mögulegum vopnuðum mótmælum í höfuðborgum allra ríkja landsins. 20.000 hermenn hafa verið sendir til Washington.
17.01.2021 - 10:04
Le Drian hefur áhyggjur af Íran
Franski utanríkisráðherrann Jean Yves Le Drian hefur áhyggjur af því að Íranir séu að koma sér upp kjarnvopnum. Hann kallar eftir því að stjórnvöld í Teheran og Washington taki aftur upp kjarnorkusamninginn frá árinu 2015.
17.01.2021 - 04:45
Þungvopnaður maður handtekinn í Washington
Þungvopnaður maður var handtekinn við öryggishlið nærri þinghúsinu í Washington fyrr í dag. Maðurinn hefur verið nafngreindur, heitir Wesley Allen Beeler og er búsettur í Virginíu-ríki.
myndskeið
Búa sig undir möguleg mótmæli og birgja glugga
Yfirvöld víða í Bandaríkjunum búa sig undir mótmæli og jafnvel óeirðir í aðdraganda innsetningar nýs forseta á miðvikudag. Alríkislögreglan hefur varað við því að vopnaðir öfgahópar hafi ákveðið að safnast saman við þinghús allra ríkja í landinu um helgina og fram yfir miðvikudag þegar Joe Biden tekur við forsetaembættinu. 
16.01.2021 - 19:28
Biden lofar að bæta í við bólusetningar
Joe Biden, viðtakandi forseti Bandaríkjanna, hét því í dag að ríkisstjórn hans myndi veita auknu fjármagni til uppbyggingar á sérstökum bólusetningarstöðvum.
Biden kynnir efnahagsviðspyrnu stjórnar sinnar
Joe Biden, verðandi Bandaríkjaforseti, kynnti í kvöld aðgerðir komandi Bandaríkjastjórnar til að endurreisa efnahag ríkisins. Samanlagt nema aðgerðirnar um 1.900 milljörðum bandaríkjadala.
15.01.2021 - 01:28
Trump ákærður öðru sinni, bólusetningar ganga víða hægt
Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur nú ákært Donald Trump forseta öðru sinni til embættismissis. Björn Þór Sigbjörnsson, Þórunn Elísabet Bogadóttir og Bogi Ágústsson ræddu í Heimsglugga dagsins mest um stöðuna í stjórnmálum í Bandaríkjunum. Þau ræddu einnig um bólusetningar gegn kórónuveirunni sem ganga afar misjafnlega.
Biden biður þingmenn um forgangsröðun
Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, segist í yfirlýsingu vona að öldungadeildarþingmenn finni leiðir til þess að koma mikilvægum stefnumálum hans á dagskrá þó ákæran á hendur fráfarandi forseta sé komin á borð þeirra.
14.01.2021 - 03:47
Biden bólusettur öðru sinni í dag
Joe Biden, tilvonandi forseti Bandaríkjanna, verður bólusettur öðru sinni gegn COVID-19 í dag, mánudag. Nú eru liðnar þrjár vikur frá því að sjónvarpað var beint frá fyrri bólusetningu Bidens, til að auka tiltrú almennings á öryggi bóluefnanna.
Pence ætlar að mæta á innsetningarathöfn Bidens
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, hyggst vera viðstaddur þegar þau Joe Biden og Kamala Harris verða sett í embætti forseta og varaforseta þann 20. þessa mánaðar. Þetta hafa fréttastofur eftir háttsettum en ónafngreindum embættismanni í Washington.
Segir núverandi fyrirkomulag úrelt og sérlega hættulegt
William Perry, fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, biðlar til Joe Bidens tilvonandi forseta Bandaríkjanna um að breyta því fyrirkomulagi sem gerir Bandaríkjaforseta kleift að fyrirskipa notkun kjarnorkuvopna án heimildar eða samráðs við aðra. Perry segir þetta fyrirkomulag úrelt, ónauðsynlegt og sérlega hættulegt.
Biden segir fjarveru Trumps „gott mál“
Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, segir að það sé gott mál að Donald Trump, fráfarandi forseti ætli ekki að vera viðstaddur innsetningarathöfnina þegar Biden verður settur í embætti 20. janúar næstkomandi.
Heimsglugginn
Heimsglugginn: Árásin á þinghúsið í Washington
Stuðningsmenn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta ruddust inn í þinghús Bandaríkjanna og stöðvuðu þingfundi um tíma. Trump hvatti fólk sem sótti fund til stuðnings honum til að marséra að þinghúsinu og espaði stuðningsmenn sína með margítrekuðum lygum um að svindl í forsetakosningunum í nóvember, sem hann tapaði.
Trump segir að valdaskiptin verði friðsöm
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, hefur staðfest kjör Joe Bidens sem næsta forseta Bandaríkjanna. Sífellt kvarnast úr hópi stuðningsmanna Donalds Trump, bæði á þinginu sem og í starfsliði hans. Trump segir að valdaskiptin verði friðsöm.