Færslur: Joe Biden

Saka Rússa, Kínverja og Írana um afskipti af kosningum
Rússar, Kínverjar og Íranar freista þess allir að hafa áhrif á úrslit bandarísku forsetakosninganna í haust og beita til þess óeðlilegum og ólöglegum meðulum. Þetta er mat forstjóra einnar fjölmargra bandarískra leyniþjónustustofnana, Gagnnjósna- og öryggisstofnunarinnar, sem hefur meðal annars það hlutverk að fylgjast grannt með öllum ógnum sem steðja að forsetakosningunum erlendis frá.
Stefnir í fordæmalausa kosningabaráttu vestanhafs
Joe Biden, verðandi forsetaefni Demókrataflokksins, hefur ákveðið að taka ekki við útnefningu á flokksþingi flokksins í Milwaukee um miðjan mánuðinn. Donald Trump hefur sömuleiðis gefið í skyn að hann ætli að taka við formlegri útnefningu frá heimili sínu- Hvíta húsinu. Trump vill bæta við fjórðu sjónvarpskappræðunum eða flýta þeim fyrstu. Talsmenn Bidens segja að forsetinn ætti að hafa jafnmiklar áhyggjur af COVID-19 og kappræðunum.
Varaforsetaefni Bidens, forsetaefni eftir fjögur ár
Óðum styttist í að Joe Biden forsetaefni Demókrata í Bandaríkjunum tilkynni varaforsetaefni sitt.
James Murdoch kveður útgáfu föður síns
James Murdoch, yngri sonur fjölmiðlakóngsins Ruperts Murdoch, hefur sagt sig úr stjórn fyrirtækis þeirra NewsCorp sem meðal annars gefur út The Wall Street Journal, The Times í Bretlandi og fjölda ástralskra dagblaða.
01.08.2020 - 05:16
Kappræður Trumps og Bidens fluttar frá Indiana til Ohio
Fyrstu sjónvarpskappræður þeirra Donalds Trumps, Bandaríkjaforseta og forsetaframbjóðanda Repúblikanaflokksins, og Joes Bidens, frambjóðanda Demókrata, fara fram í Cleveland í Ohio 29. september næstkomandi. Til stóð að þær færu fram í Notre Dame-háskólanum í Indianaríki, en af því verður ekki vegna kórónaveirufaraldursins og varúðarráðstafana sem honum tengjast.
Biden leiðir með átta prósentustigum í nýrri könnun
Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins og fyrrverandi varaforseti, hefur átta prósentustiga forskot gegn Donald Trump Bandaríkjaforseta meðal skráðra kjósenda, samkvæmt nýrri fylgiskönnun Reuters og Ipsos. Biden virðist einnig standa betur að vígi meðal þeirra sem eiga eftir að ákveða sig. Reuters greinir frá.
Viðtal
Trump kann enn að sigra þó staða hans sé veik
Þó að staða Donald Trumps Bandaríkjaforseta sé veik miðað við aðra sitjandi forseta sem gefið hafa kost á sér til endurkjörs þýðir það ekki endilega að hann nái ekki aftur kjöri. Þetta sagði Silja Bára Ómarsdóttir prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands í þættinum vikulokunum í morgun.
Biden með 15 prósentustiga forskot á Trump
Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, nýtur stuðnings meirihluta landsmanna í embætti forseta. Samkvæmt skoðanakönnun Quinnipiac háskólans í Connecticut meðal skráðra kjósenda styðja 52 prósent hann sem næsta forseta landsins. Fylgið við Donald Trump mælist 37 prósent.
Donald Trump skiptir um kosningastjóra
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt að hann víki Brad Parscale kosningastjóra sínum til hliðar. Þetta gerir forsetinn til að blása nýju lífi í framboð sitt sem hefur mátt þola nokkurn mótbyr.
„TikTok-amman" aðstoðar Joe Biden
Bandarísk kona, Mary Jo Laupp, hefur verið fengin til að aðstoða til við forsetaframboð Demókratans Joe Biden.
Myndskeið
Trump á fjöldafundum - „Hvar ertu Joe?“
Joe Biden hefur haldið sig til hlés það sem af er baráttunni fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum, en þrátt fyrir það eykst fylgi hans. Hann velur varaforsetaefni sitt fljótlega og einna líklegust er fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Baracks Obama.
Myndskeið
Efnahagurinn þarf að vænkast til að Trump nái viðspyrnu
Trump Bandaríkjaforseti á undir högg að sækja í baráttunni um forsetaembættið. Silja Bára Ómarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði, segir að mikið þurfi að breytast í efnahagslífinu á næstu vikum og mánuðum til að Trump eigi möguleika á endurkjöri.
Myndskeið
Biden með örugga forystu í baráttunni um Hvíta húsið
Joe Biden hefur öruggt forskot á Donald Trump Bandaríkjaforseta nú þegar rúmir fjórir mánuðir eru til forsetakosninga í Bandaríkjunum, samkvæmt skoðanakönnunum. Biden mælist nú með rúmlega níu prósentustiga forskot, en svo mikill munur hefur varla sést í forsetakosningum síðustu áratuga.
Bandaríkjaforseti ausinn skömmum
Hillary Clinton fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna og frambjóðandi Demókrataflokksins í forsetakosningunum 2016 húskammaði Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrr í kvöld.
02.06.2020 - 04:06
96% Íslendinga vilja Biden frekar en Trump
Um 96 prósent Íslendinga myndu kjósa Joe Biden í bandarísku forsetakosningunum, ef þeir hefðu kosningarétt, en aðeins fjögur prósent myndu kjósa Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Stuðningsmenn Miðflokksins eru líklegastir til að kjósa Trump og næst þeim koma stuðningsmenn Sósíalistaflokksins.
Heimskviður
Tvískinnungur Demókrata og Biden (ekki) í bobba
Joe gamli Biden gæti vel orðið næsti forseti Bandaríkjanna. Þessi 78 ára silfurrefur sem hefur verið í fimmtíu ár í pólitík. Sleepy Joe Biden eins og sitjandi forseti kallar hann, þessi viðkunnalegi gamli kall sem brosir svo fallega. Já, það ætti ekki að koma á óvart, verði hann kjörinn næsta haust. Hann er jú allt sem Donald Trump er ekki; hann er jafnréttissinni, býður útlendinga velkomna, var varaforseti hins vinsæla Baracks Obama og ber virðingu fyrir konum.
17.05.2020 - 07:30
Hunter Biden rýfur þögnina
Hunter Biden, sonur Joe Bidens sem keppir að því að verða forsetaframbjóðandi demókrata, ætlar að hætta í lok mánaðarins í stjórn BHR fjárfestingasjóðsins í Sjanghæ. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur gert harða hríð að Hunter Biden fyrir stjórnarsetu hans í BHR og áður í orkufyrirtækinu Burisma í Úkraínu. Hunter hefur ekki tjáð sig fyrr en nú og gerir það með yfirlýsingu.
13.10.2019 - 19:41
Saksóknari í Úkraínu rannsakar Biden-feðga
Ríkissaksóknari Úkraínu hefur fjölda mála til skoðunar tengd orkufyrirtæki sem Hunter Biden tengdist þar í landi. Hunter er sonur Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, og einn þeirra sem gæti orðið keppinautur Donalds Trump í forsetakosningum í Bandaríkjunum á næsta ári. Trump hefur kallað eftir því að umsvif þeirra feðga verði rannsökuð.
04.10.2019 - 09:36
Segir enga ástæðu til að rannsaka Biden feðga
Fyrrverandi ríkissaksóknari Úkraínu segir engin lög í heimalandinu styðja við rannsókn á þeim Joe og Hunter Biden. Í samtali við breska ríkisútvarpið, BBC, segir Júrí Lútsenkó að rannsókn á feðgunum yrði að hefjast í Bandaríkjunum.
29.09.2019 - 23:55