Færslur: Joe Biden

Heimskviður
Tvískinnungur Demókrata og Biden (ekki) í bobba
Joe gamli Biden gæti vel orðið næsti forseti Bandaríkjanna. Þessi 78 ára silfurrefur sem hefur verið í fimmtíu ár í pólitík. Sleepy Joe Biden eins og sitjandi forseti kallar hann, þessi viðkunnalegi gamli kall sem brosir svo fallega. Já, það ætti ekki að koma á óvart, verði hann kjörinn næsta haust. Hann er jú allt sem Donald Trump er ekki; hann er jafnréttissinni, býður útlendinga velkomna, var varaforseti hins vinsæla Baracks Obama og ber virðingu fyrir konum.
17.05.2020 - 07:30
Hunter Biden rýfur þögnina
Hunter Biden, sonur Joe Bidens sem keppir að því að verða forsetaframbjóðandi demókrata, ætlar að hætta í lok mánaðarins í stjórn BHR fjárfestingasjóðsins í Sjanghæ. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur gert harða hríð að Hunter Biden fyrir stjórnarsetu hans í BHR og áður í orkufyrirtækinu Burisma í Úkraínu. Hunter hefur ekki tjáð sig fyrr en nú og gerir það með yfirlýsingu.
13.10.2019 - 19:41
Saksóknari í Úkraínu rannsakar Biden-feðga
Ríkissaksóknari Úkraínu hefur fjölda mála til skoðunar tengd orkufyrirtæki sem Hunter Biden tengdist þar í landi. Hunter er sonur Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, og einn þeirra sem gæti orðið keppinautur Donalds Trump í forsetakosningum í Bandaríkjunum á næsta ári. Trump hefur kallað eftir því að umsvif þeirra feðga verði rannsökuð.
04.10.2019 - 09:36
Segir enga ástæðu til að rannsaka Biden feðga
Fyrrverandi ríkissaksóknari Úkraínu segir engin lög í heimalandinu styðja við rannsókn á þeim Joe og Hunter Biden. Í samtali við breska ríkisútvarpið, BBC, segir Júrí Lútsenkó að rannsókn á feðgunum yrði að hefjast í Bandaríkjunum.
29.09.2019 - 23:55