Færslur: Joe Biden

Viðtal
Þröng leið til sigurs fyrir Trump
Hulda Þórisdóttir, dósent í stjórnmálafræði, segir að fyrirtæki sem framkvæma skoðanakannanir hafi lært af síðustu forsetakosningum í Bandaríkjunum, ef spár haldist óbreyttar og Joe Biden tapi fyrir Trump á þriðjudaginn sé það mun meira áhyggjuefni fyrir áreiðanleika kannana.
Spegillinn
Kosningabaráttan háð í fjölmennum sveifluríkjum
Aðeins fimm dagar eru þar til kjördagur rennur upp í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Kosið verður þriðjudaginn 3. nóvember. Þá kjósa Bandaríkjamenn á milli sitjandi forseta, repúblikanans Donalds Trumps og demókratans Joe Bidens. Um 250 milljón manns hafa rétt á að kjósa í Bandaríkjunum.
Yfir 70 milljónir hafa þegar kosið í Bandaríkjunum
Yfir 70 milljónir hafa þegar greitt atkvæði í bandarísku forsetakosningunum, þegar vika er til kjördags. Þetta samsvarar rúmlega helmingi allra þeirra sem kusu í kosningunum 2016.
Spennan eykst þegar vika er til forsetakosninga vestra
Donald Trump Bandaríkjaforseti kann að fá aukinn byr í seglin eftir staðfestingu öldungadeildar Bandaríkjaþings á Amy Coney Barrett sem hæstaréttardómara.
Barrett segir lögin alltaf eiga að ráða för
Amy Coney Barrett nýskipaður dómari við Hæstarétt Bandaríkjanna lýsti því yfir að hún muni hvorki láta pólítísk öfl né eigin skoðanir hafa áhrif á störf sín.
Ákveðin áhætta að bíða til kjördags
Meira en fimmtíu og níu milljónir Bandaríkjamanna hafa greitt atkvæði utan kjörstaðar í forsetakosningunum. Rúm vika er til kosninga og enn leiðir Joe Biden frambjóðandi Demókrataflokksins í skoðanakönnunum.
Myndskeið
Forsetakosningar í Bandaríkjunum - Póstkort Íslendinga
Spennan er farin að magnast í Bandaríkjunum nú þegar níu dagar eru til forsetakosninga. Fréttastofa heyrði í nokkrum Íslendingum sem búa í landinu. 
Trump heimsótti þrjú ríki og Biden hélt bílafund
Donald Trump Bandaríkjaforseti fór víða eftir að hann greiddi atkvæði utankjörfundar í gær. Hann hélt fjölmenna kosningafundi í Norður Karólínu, Ohio og Wsconsin.
Forsetaframbjóðendur lofa fríu bóluefni
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur um hríð boðað að skammt væri í að bóluefni gegn COVID-19 verði tilbúið og að það verði frítt fyrir alla þegar að því kemur. Joe Biden, andstæðingur Trumps í forsetakosningunum lofaði hinu sama í gær, næði hann kjöri.
Óvíst hvort kappræðurnar hafi áhrif á niðurstöður
Nú eru tólf dagar til forsetakosninga vestra og stjórnmálaskýrendur velta fyrir sér hvort að kappræður kvöldsins hafi afgerandi áhrif á niðurstöðuna.
Frambjóðendur tókust á um viðhorf til Norður-Kóreu
Kim Jong-un hefur tryggt frið á Kóreuskaga eftir að til vinfengis stofnaðist með honum og Bandaríkjaforseta voru skilaboð Donalds Trump í kappræðunum í kvöld.
Biden segist ekki hafa þegið eyri frá erlendum ríkjum
Donald Trump Bandaríkjaforseti og Joe Biden tókust á í kvöld í síðustu kappræðunum í aðdraganda forsetakosninganna í nóvember. Kappræðurnar fóru fram í Nashville í Tennesee og voru sýndar í sjónvarpinu og á ruv.is.
epa08762421 Stand-ins help prepare the stage at Curb Event Center ahead of the presidential debate between US President Donald J. Trump and Democratic candidate Joe Biden, at Belmont University in Nashville, Tennessee, USA, 21 October 2020. The final debate between US President Donald J. Trump and Democratic candidate Joe Biden is scheduled to take place at Belmont University, 22 October 2020.  EPA-EFE/MICHAEL REYNOLDS
Í BEINNI
Trump og Biden mætast öðru sinni
Joe Biden, frambjóðandi Demókrata, er með forystu á Donald Trump samkvæmt könnunum en þeir mætast í kappræðum í Nashville í kvöld, þeim síðustu fyrir kjördag. Bein útsending hefst í sjónvarpinu og á vefnum rúv.is klukkan eitt eftir miðnætti.
Hver tapar kúlinu í kappræðum kvöldsins?
Klukkan eitt í nótt á íslenskum tíma munu þeir Donald Trump og Joe Biden eigast við í síðustu kappræðunum fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum sem fram fara 3. nóvember. Andrés Jónsson almannatengill fer yfir hvernig frambjóðendur eru venjulega búnir undir slaginn og hvernig Trump hefur brotið allar reglurnar.
Obama blandar sér í slaginn
Barack Obama, fyrrverandi forseti, tók í gærkvöld í fyrsta sinn beinan þátt í kosningabaráttunni fyrir kosningarnar í Bandaríkjunum 3. nóvember er hann ávarpaði kjósendur í Fíladelfíu, stærstu borg Pennsylvaníuríkis. Þar hvatti hann almenning til að nýta atkvæðisréttinn og sagði að Joe Biden og Kamala Harris, frambjóðendur Demókrata í forsetaskosningunum, gætu leitt þjóðina úr þessum myrku tímum. 
Obama segir Trump ekki taka forsetaembættið alvarlega
Joe Biden forsetaframbjóðandi Demókrata stóð ekki sjálfur fyrir neinum skipulögðum viðburði í dag, þriðja daginn í röð. Á hinn bóginn heldur Donald Trump hvern kosningafundinn af öðrum.
Trump hætti í miðju viðtali við 60 minutes
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hætti í miðju viðtali við fréttaskýringaþáttinn 60 mínútur í gær og veittist svo í tístum og á kosningafundi að Leslie Stahl sem tók viðtalið.  Samkvæmt frásögn bandarískra fjölmiðla mislíkaði forsetanum ágengni Leslie Stahl og reiddist henni vegna spurninga hennar. Þau höfðu rætt saman í 40 mínútur er gert var hlé og Mike Pence, varaforseti, átti að vera með í síðari hluta viðtalsins. Forsetinn ákvað þá að nóg væri komið.
Slökkt á hljóðnemum nema frambjóðandi hafi orðið
Nefnd sem skipuleggur kappræður forsetaframbjóðendanna í Bandaríkjunum hefur ákveðið að slökkt verði á hljóðnemum þegar frambjóðandi hefur ekki orðið. Donald Trump, forseti, hefur kvartað undan þessari ákvörðun og eins yfir umræðuefninu og stjórnanda kappræðnanna. Joe Biden, frambjóðandi Demókrata, gerir ekki athugasemdir við fyrirkomulagið.
Nær 28 milljónir Bandaríkjamanna hafa þegar kosið
Nú þegar tvær vikur eru í bandarísku forsetakosningarnar hafa nær 28 milljónir kjósenda þegar greitt atkvæði, mun fleiri en áður eru dæmi um. Samkvæmt rannsóknarverkefni sem unnið er að við Flórídaháskóla hafa 27,7 milljónir kjósenda ýmist póstlagt atkvæði sín eða farið með þau á kjörstað.
Metfjöldi hefur þegar kosið í Bandaríkjunum
Tæplega 20 milljónir Bandaríkjamanna hafa nú kosið utankjörstaðar vegna forsetakosninganna þar vestra sem munu fara fram 3. nóvember, ýmist rafrænt, í póstkosningu eða á kjörstöðum.
Sátu fyrir svörum kjósenda
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrata, sátu báðir fyrir svörum kjósenda í gærkvöld, hvor á sínum fundi sem báðir voru í beinni sjónvarpsútsendingu. Upphaflega var ráðgert að kappræður yrðu í gærkvöld, en Trump neitaði að taka þátt þegar ákveðið hafði verið að þær yrðu um fjarfundabúnað. 
Rosknir kjósendur á Flórída virðast hallast að Biden
Donald Trump Bandaríkjaforseti virðist vera að missa nokkuð af hylli roskinna kjósenda á Flórída yfir til Joe Biden ef marka má skoðanakannanir.
Biden mælist með 17 prósentustiga forskot á Trump
Skoðanakönnun sem breska blaðið Guardian og rannsóknarfyrirtækið Opinium gerðu meðal bandarískra kjósenda á dögunum bendir til þess að Joe Biden hafi stóraukið forskot sitt á Donald Trump á síðustu dögum og vikum. Samkvæmt henni munar nú allt að 17 prósentustigum á fylgi forsetaframbjóðendanna. Um 57 prósent þeirra sem afstöðu tóku sögðust ætla að kjósa Biden, en 40 prósent ætla að merkja við Trump á kjörseðlinum.
Kappræðum forsetaframbjóðendanna formlega aflýst
Nefndin sem sér um kappræður forsetaframbjóðenda í Bandaríkjunum staðfesti í gærkvöld að ekkert verði að kappræðunum sem fara áttu fram 15. október. Næst mætast þeir Donald Trump og Joe Biden því í sjónvarpssal 22. október, þegar innan við tvær vikur verða til kosninga.
Heilsa forsetans setur kappræður úr skorðum
Veikindi Bandaríkjaforseta hafa sett undirbúning kappræðna fyrir forsetakosningarnar 3. nóvember úr skorðum. Eftir að Donald Trump hafnaði því að taka þátt í kappræðum í gegnum fjarfundabúnað í næstu viku ákvað kappræðunefndin að aflýsa þeim. Næstu kappræður verða því haldnar 22. október næstkomandi.