Færslur: Jarðskjálftahrina á Reykjanesskaga

Jarðskjálfti af stærðinni 3 austur af Hveragerði
Jarðskjálfti, sem telst vera af stærðinni 3,0 samkvæmt tölum frá Veðurstofu Íslands, varð átta kílómetra austur af Hveragerði þegar klukkan var stundarfjórðung gengin í fimm.
Hvorki hægt að fullyrða um stað né stund komi til goss
Jarðeðlisfræðingur hjá Almannavörnum segir atburðarásina á Reykjanesskaga mjög keimlíka þeirri sem var í aðdraganda gossins í mars. Ekki sé þó enn hægt að fullyrða, að til goss komi. Atburðarásin geti orðið mjög hröð.
Þrír skjálftar á sömu mínútunni
Þrír skjálftar um þrjá að stærð riðu yfir á Reykjanesskaga á sömu mínútunni um klukkan hálfeitt í dag.
Kröftugur skjálfti í morgunsárið
Nokkrir öflugir skjálftar hafa orðið á Reykjanesskaganum í morgunsárið. Laust fyrir hálf átta varð skjálfti af stærðinni 4,2, eftir nokkurra klukkustunda tímabil án skjálfta yfir þremur að stærð. Mikil virkni var á skjálftasvæðinu frá því síðdegis í gær og fram yfir miðnætti. Átta skjálftar mældust þá yfir fjórir að stærð, sá stærsti, 4,8, varð klukkan 21.38 og átti upptök sín skammt norður af Grindavík.
Öflugur skjálfti við gosstöðvarnar rétt fyrir miðnætti
Öflugur jarðskjálfti, 4,5 að stærð, reið yfir Reykjanesskaga fjórum mínútum fyrir miðnætti. Mikil skjálftavirkni hefur verið við gosstöðvarnar nærri Fagradalsfjalli og í kringum Grindavík í allan dag og kvöld og var þessi síðasti skjálfti sá áttundi sem var stærri en 4,0. Sá stærsti varð kl. 21.38, sá mældist 4,8 að stærð og var sá næst stærsti sem orðið hefur í jarðskjálftahrinunni sem hófst á þriðjudag.
Snarpur skjálfti á Reykjanesskaga
Tveir nokkuð snarpir jarðskjálftar urðu á Reykjanesskaga rétt eftir klukkan 15 í dag. Fyrri skjálftinn mældist af stærðinni 4,7 og skömmu síðar kom snöggur kippur upp á 3,5 að stærð. Frá um klukkan 13:30 hafa átta skjálftar mælst af stærðinni þrír eða stærri, og alls yfir tvö þúsund skjálftar frá miðnætti.
Þrír skjálftar yfir þremur að stærð á öðrum tímanum
Þrír skjálftar af stærðinni þrír eða stærri urðu nærri Fagradalsfjalli á Reykjanesskaga á öðrum tímanum í dag. Aðeins ein og hálf mínúta leið á milli fyrstu tveggja skjálftanna. Sá fyrsti varð klukkan 13:37 og mældist hann af stærðinni þrír. Um klukkan 13:39 varð skjálfti af stærðinni 3,2 og svo um sex mínútum fyrir klukkan tvö mældist skjálfti af stærðinni 3,6. 
1.000 skjálftar og tvær hviður á skjálftasvæðinu í nótt
Nóttin var tiltölulega róleg við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga, þar sem skjálftahrina hefur staðið síðan á þriðjudag. Þannig var það í það minnsta á yfirborðinu, en undir því gekk þó ýmislegt á, sem líklega má rekja til kvikuhreyfinga. Skjálftavirkni tók að aukast nokkuð upp úr miðnætti eftir afar kyrrlátt Þorláksmessukvöld, sem var raunar rólegasta kvöldið á skjálftasvæðinu frá því að hrinan hófst. Um 1.000 skjálftar hafa orðið þar frá miðnætti.
Virkni að aukast á ný eftir rólegt Þorláksmessukvöld
Skjálftavirkni er eilítið farin að aukast á nýju við Fagradalsfjall eftir afar kyrrlátt Þorláksmessukvöld, sem var raunar rólegasta kvöldið síðan hrinan hófst á þriðjudag.
Skjálfti upp á fjóra klukkan fimm
Jarðskjálfti af stærðinni 4,0 varð við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga laust fyrir klukkan fimm í nótt og fannst greinilega á Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu. Var þetta fimmti skjálftinn af stærðinni fjögur eða þar yfir sem orðið hefur í jarðskjálftahrinu sem staðið hefur í hálfan annan sólarhring við gosstöðvarnar í Geldingadölum. Á fjórða þúsund skjálfta hefur mælst í hrinunni, sá stærsti þeirra 4,9.
Sjónvarpsfrétt
Vogar skjálfa en Grindavík ekki
Jarðskjálftahrinan á Reykjanesskaga heldur áfram og frá hádegi urðu tveir skjálftar sem fundust greinilega á höfuðborgarsvæðinu. Í Vogum á Vatnsleysuströnd finna íbúar vel fyrir skjálftunum en Grindvíkingar síður, þótt Grindavík sé nær upptökum þeirra.
600 skjálftar frá miðnætti
Jarðskjálftahrinan við Keili heldur áfram og hafa um 600 skjálftar mælst frá miðnætti. Tveir þeirra voru af stærðinni þrír.
Skjálftavirkni gæti skýrt uppgufun við Keili
Gufa stígur nú upp af jörðinni norðan Keilis en sérfræðingum ber ekki saman um ástæður hennar. Enn er stöðug skjálftavirkni suðvestan fjallsins en skjálftum hefur fækkað undanfarinn sólarhring.
Vara við ferðum í grennd við Keili
Engin merki eru um að kvika sé að brjóta sér leið upp á yfirborðið við Keili þar sem jarðskjálftahrina hefur staðið yfir síðan á mánudag. Íbúar á suðvesturhorninu er hvattir til að huga að innanstokksmunum og varað er við að vera á ferli í grennd við fjallið.
Jarðskjálfti 3,7 að stærð suðsuðvestur af Keili
Jarðskjálfti af stærðinni 3,7 reið yfir þegar klukkan var sjö mínútur gengin í þrjú í nótt. Upptökin eru 1,2 kílómetra suðsuðvestur af Keili en viðlíka stórir skjálftar undanfarinna daga eiga upptök sín þar. Engin merki eru um óróa.
Skjálftavirkni eykst á Reykjanesi og Vísindaráð fundar
Jarðskjálfti af stærðinni 3,7 fannst á höfuðborgarsvæðinu og upp í Borgarnes rétt fyrir klukkan tvö í nótt. Uppruni skjálftans er milli Keilis og Litla Hrúts á Reykjanesi. Skjálftavirkni eykst á svæðinu en engin merki eru um óróa. Vísindaráð Almannavarna kemur saman síðdegis í dag þar sem farið verður yfir stöðuna á Reykjanesi og við Öskju.
Gasmengun á Vatnsleysuströnd og höfuðborgarsvæðinu
Gasmengun frá gosstöðvunum í Geldingadölum leggur að líkindum yfir Vatnsleysuströnd og höfuðborgarsvæðið í nótt og á morgun en á fimmtudag snýst vindur í suðaustanátt og mun mengunin þá mögulega leggjast yfir Reykjanesbæ. Ekki er þó talið að hætta stafi af.
Gasmengun leggur yfir norðanverðan Reykjanesskaga
Gasmengunin við og frá gosstöðvunum í Geldingadölum er svipuð og í gær. Samkvæmt spálíkani Veðurstofu Íslands eru líkur á gasmengun milli Voga og Hafna í dag. 
Gosstöðvarnar lokaðar almenningi fram eftir morgni
Stórt svæði umhverfis eldstöðvarnar á Reykjanesskaga var rýmt um leið og gjósa tók úr tveimur sprungum norðaustur af Geldingadölum í hádeginu í gær og verður það lokað almenningi fram eftir morgni hið minnsta. Þórir Þorsteinsson, vettvangsstjóri lögreglu við gosstöðvarnar, sagði í samtali við fréttastofu á miðnætti, að fulltrúar viðbragðsaðila, almannavarna og vísindamanna komi saman til fundar klukkan níu í fyrramálið og fari yfir stöðuna.
Gosið hefur vaxið - 10 rúmmetrar af kviku á sekúndu
Um sjö rúmmetrar kviku renna úr nýju sprungunni milli Geldingadala og Meradala á hverri sekúndu og heildarrennsli er að líkindum í kringum 10 rúmmetrar á sekúndu. Þetta eru niðurstöður mælinga sem vísindamenn Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands gerðu með loftmyndatöku úr flugvél í dag.
Færri í Geldingadölum í dag - kuldi í kortunum á morgun
Töluvert færra fólk lagði leið sína að gosstöðvunum í Geldingadölum á páskadag en í liðinni viku. Opnað var fyrir umferð að gosstöðvunum á hádegi, en þær höfðu þá verið lokaðar almenningi síðan á föstudagskvöld. Leiðindaveður var við gosstöðvarnar í dag en umferðin gekk að mestu áfallalaust að sögn lögreglu.
Fyrsti skjálftinn af stærðinni 3 frá 19. mars
Jarðskjálfti, 3,0 að stærð, varð á umbrotasvæðinu á Reykjanesskaga skömmu eftir klukkan tvö í nótt. Upptök hans voru á 5,7 kílómetra dýpi, hálfan annan kílómetra suðvestur af Keili. Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir þetta hafa verið fyrsta skjálftann á Reykjanesskaganum sem mælist 3,0 eða stærri síðan 19. mars, og þann fyrsta af þessari stærð við Keili frá 13. mars.
Gosstöðvarnar lokaðar almenningi - öllum snúið við
Nóttin hefur verið róleg við eldsumbrotasvæðið á Reykjanesskaganum og fólk virðist flest vel upplýst og meðvitað um að umferð fólks að gosstöðvunum er óheimil í dag vegna veðurs og verður það til morguns, segir Guðmundur Eyjólfsson, vettvangsstjóri lögreglu á staðnum.
50 - 60 bílar komnir að gosstöðvunum um sexleytið
Búið er að opna fyrir umferð að gosstöðvunum á Reykjanesskaga á ný, eftir rólega nótt. Atli Gunnarsson, vettvangsstjóri lögreglu við gosstöðvarnar, segir allt hafa verið með kyrrum kjörum þar syðra frá því að rýmingu gosstöðvanna lauk nokkru fyrir miðnætti.
Rólegt við gosstöðvarnar og rýmingu lokið
Rýmingu gosstöðvanna í Geldingadölum er nánast lokið. Atli Gunnarsson, vettvangsstjóri lögreglu við gosstöðvarnar, segir síðustu hópana hafa verið að tínast niður eftir gönguslóðunum nú skömmu fyrir fréttir. Talsvert var af fólki við gosstöðvarnar í kvöld en allt gekk áfallalaust, veður gott og aðstæður allar ágætar.