Færslur: Jarðskjálftahrina á Reykjanesskaga

Óvissustigi á Reykjanesskaga aflýst
Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum, hefur aflýst óvissustigi Almannavarna vegna jarðskjálftahrinu á Reykjanesskaga. Óvissustigi var lýst yfir 15. maí. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum. Ef jarðskjálftavirkni eykst á ný samhliða landrisi verður almannavarnastig endurskoðað.
Nokkuð dregið úr skjálftavirkni undanfarinn sólarhring
Nokkuð virðist hafa dregið úr jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga. Að sögn Einars Hjörleifssonar náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands mældust um 150 skjálftar við fjallið Þorbjörn og Svartsengi undanfarinn sólarhring. Enn sé of snemmt að draga nokkrar ályktanir af því.
Sjónvarpsfrétt
Mögulegt eldgos við Svartsengi kalli á nýtt vatnsból
Ráðast þarf sem allra fyrst í mikla uppbyggingu á Reykjanesskaga vegna þeirrar ógnar sem steðjar að innviðum vegna mögulegra eldsumbrota, segir ráðherra almannavarna. Regluverk, til dæmis um umhverfismat og útboð, gæti þurft að víkja.
Um 600 skjálftar á Reykjanesi undanfarinn sólarhring
Undanfarinn sólarhring hafa mælst um sex hundruð jarðskjálftar á Reykjanesskaga. Næsta sólarhring á undan voru þeir nokkuð færri. Að sögn Bjarka Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðings á Veðurstofunni, er ekkert sérstakt hægt að lesa í þá breytingu enda segir hann að virknin geti verið sveiflukennd.
Land hefur risið um 40-50 millimetra á Reykjanesskaga
Veðurstofa Íslands mældi um 400 jarðskjálfta á Reykjanesskaga síðasta sólarhring. Á nýjum gervihnattamyndum má sjá að land hefur risið um 40 til 45 millímetra frá 27. apríl til 21. maí, eða frá því að nýjasta jarðskjálftahrinan hófst á svæðinu.
Um 170 jarðskjálftar á Reykjanesskaga í nótt
Rúmlega 450 jarðskjálftar mældust á Reykjanesskaga til miðnættis í gær. Á tólfta tímanum í gærkvöld varð skjálfti af stærðinni þrír, um það bil þrjá kílómetra norðan við Grindavík, sem íbúar fundu vel fyrir. Allir 170 skjálftarnir sem sjálfvirkir mælar Veðurstofunnar greindu í nótt voru undir tveimur að stærð.
Land hefur risið um 3 til 4 sentímetra við Þorbjörn
Jörð skelfur enn á Reykjanesskaga og í nótt hafa mælst nokkrir skjálftar yfir tveir að stærð og einn af stærðinni 3,3. Land hefur risið nokkuð við fjallið Þorbjörn að sögn náttúruvársérfræðings.
Sjónvarpsfrétt
Almannavarnir draga upp sviðsmyndir
Varnargarðar verða reistir til að verja byggð í Grindavík, Bláa lónið og orkuverið í Svartsengi, verði eldgos á svæðinu og Almannavarnir draga nú upp ýmsar sviðsmyndir af atburðarásinni sem gæti farið af stað.
Jarðskjálftar valda forstjóra HS Orku ekki áhyggjum
Forstjóri HS orku hefur ekki áhyggjur af jarðskjálftum á Reykjanesskaga. Þó verði farið á ný yfir viðbragðsáætlanir sem gerða vorur fyrir tveimur árum, segir Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS orku.
Yfir 600 skjálftar síðan í gærkvöld
Töluvert hefur dregið úr skjálftavirkni á Reykjanesskaga sem hófst í gærkvöld, en hrinan er sú öflugasta á þessum slóðum síðan í nóvember.
Jarðskjálfti af stærðinni 3 austur af Hveragerði
Jarðskjálfti, sem telst vera af stærðinni 3,0 samkvæmt tölum frá Veðurstofu Íslands, varð átta kílómetra austur af Hveragerði þegar klukkan var stundarfjórðung gengin í fimm.
Hvorki hægt að fullyrða um stað né stund komi til goss
Jarðeðlisfræðingur hjá Almannavörnum segir atburðarásina á Reykjanesskaga mjög keimlíka þeirri sem var í aðdraganda gossins í mars. Ekki sé þó enn hægt að fullyrða, að til goss komi. Atburðarásin geti orðið mjög hröð.
Þrír skjálftar á sömu mínútunni
Þrír skjálftar um þrjá að stærð riðu yfir á Reykjanesskaga á sömu mínútunni um klukkan hálfeitt í dag.
Kröftugur skjálfti í morgunsárið
Nokkrir öflugir skjálftar hafa orðið á Reykjanesskaganum í morgunsárið. Laust fyrir hálf átta varð skjálfti af stærðinni 4,2, eftir nokkurra klukkustunda tímabil án skjálfta yfir þremur að stærð. Mikil virkni var á skjálftasvæðinu frá því síðdegis í gær og fram yfir miðnætti. Átta skjálftar mældust þá yfir fjórir að stærð, sá stærsti, 4,8, varð klukkan 21.38 og átti upptök sín skammt norður af Grindavík.
Öflugur skjálfti við gosstöðvarnar rétt fyrir miðnætti
Öflugur jarðskjálfti, 4,5 að stærð, reið yfir Reykjanesskaga fjórum mínútum fyrir miðnætti. Mikil skjálftavirkni hefur verið við gosstöðvarnar nærri Fagradalsfjalli og í kringum Grindavík í allan dag og kvöld og var þessi síðasti skjálfti sá áttundi sem var stærri en 4,0. Sá stærsti varð kl. 21.38, sá mældist 4,8 að stærð og var sá næst stærsti sem orðið hefur í jarðskjálftahrinunni sem hófst á þriðjudag.
Snarpur skjálfti á Reykjanesskaga
Tveir nokkuð snarpir jarðskjálftar urðu á Reykjanesskaga rétt eftir klukkan 15 í dag. Fyrri skjálftinn mældist af stærðinni 4,7 og skömmu síðar kom snöggur kippur upp á 3,5 að stærð. Frá um klukkan 13:30 hafa átta skjálftar mælst af stærðinni þrír eða stærri, og alls yfir tvö þúsund skjálftar frá miðnætti.
Þrír skjálftar yfir þremur að stærð á öðrum tímanum
Þrír skjálftar af stærðinni þrír eða stærri urðu nærri Fagradalsfjalli á Reykjanesskaga á öðrum tímanum í dag. Aðeins ein og hálf mínúta leið á milli fyrstu tveggja skjálftanna. Sá fyrsti varð klukkan 13:37 og mældist hann af stærðinni þrír. Um klukkan 13:39 varð skjálfti af stærðinni 3,2 og svo um sex mínútum fyrir klukkan tvö mældist skjálfti af stærðinni 3,6. 
1.000 skjálftar og tvær hviður á skjálftasvæðinu í nótt
Nóttin var tiltölulega róleg við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga, þar sem skjálftahrina hefur staðið síðan á þriðjudag. Þannig var það í það minnsta á yfirborðinu, en undir því gekk þó ýmislegt á, sem líklega má rekja til kvikuhreyfinga. Skjálftavirkni tók að aukast nokkuð upp úr miðnætti eftir afar kyrrlátt Þorláksmessukvöld, sem var raunar rólegasta kvöldið á skjálftasvæðinu frá því að hrinan hófst. Um 1.000 skjálftar hafa orðið þar frá miðnætti.
Virkni að aukast á ný eftir rólegt Þorláksmessukvöld
Skjálftavirkni er eilítið farin að aukast á nýju við Fagradalsfjall eftir afar kyrrlátt Þorláksmessukvöld, sem var raunar rólegasta kvöldið síðan hrinan hófst á þriðjudag.
Skjálfti upp á fjóra klukkan fimm
Jarðskjálfti af stærðinni 4,0 varð við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga laust fyrir klukkan fimm í nótt og fannst greinilega á Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu. Var þetta fimmti skjálftinn af stærðinni fjögur eða þar yfir sem orðið hefur í jarðskjálftahrinu sem staðið hefur í hálfan annan sólarhring við gosstöðvarnar í Geldingadölum. Á fjórða þúsund skjálfta hefur mælst í hrinunni, sá stærsti þeirra 4,9.
Sjónvarpsfrétt
Vogar skjálfa en Grindavík ekki
Jarðskjálftahrinan á Reykjanesskaga heldur áfram og frá hádegi urðu tveir skjálftar sem fundust greinilega á höfuðborgarsvæðinu. Í Vogum á Vatnsleysuströnd finna íbúar vel fyrir skjálftunum en Grindvíkingar síður, þótt Grindavík sé nær upptökum þeirra.
600 skjálftar frá miðnætti
Jarðskjálftahrinan við Keili heldur áfram og hafa um 600 skjálftar mælst frá miðnætti. Tveir þeirra voru af stærðinni þrír.
Skjálftavirkni gæti skýrt uppgufun við Keili
Gufa stígur nú upp af jörðinni norðan Keilis en sérfræðingum ber ekki saman um ástæður hennar. Enn er stöðug skjálftavirkni suðvestan fjallsins en skjálftum hefur fækkað undanfarinn sólarhring.
Vara við ferðum í grennd við Keili
Engin merki eru um að kvika sé að brjóta sér leið upp á yfirborðið við Keili þar sem jarðskjálftahrina hefur staðið yfir síðan á mánudag. Íbúar á suðvesturhorninu er hvattir til að huga að innanstokksmunum og varað er við að vera á ferli í grennd við fjallið.
Jarðskjálfti 3,7 að stærð suðsuðvestur af Keili
Jarðskjálfti af stærðinni 3,7 reið yfir þegar klukkan var sjö mínútur gengin í þrjú í nótt. Upptökin eru 1,2 kílómetra suðsuðvestur af Keili en viðlíka stórir skjálftar undanfarinna daga eiga upptök sín þar. Engin merki eru um óróa.