Færslur: Jarðfræði

„Óábyrgt að fara með annað fólk á Heklu“
Þrýstingur kviku undir Heklu hefur aukist stöðugt frá síðasta gosi. Þetta sýna mælingar sem gerðar voru við eldfjallið fyrr í sumar. Fyrir fjórtán árum síðan var þrýstingurinn orðinn hærri en á undan gosunum 1991 og 2000 og hefur hann aukist í sífellu. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir ómögulegt að spá fyrir um hvort gos sé á næsta leiti en segir óábyrgt af leiðsögumönnum að fara með hópa upp á fjallið.
24.07.2020 - 18:30
Myndskeið
Bjargbrún Krýsuvíkurbjargs víða að hruni kominn
Langar sprungur hafa myndast á Krýsuvíkurbjargi á Reykjanesskaga. Jarðfræðingur segir hættulegt að ganga út á bjargbrún. Sjórinn hefur sorfið úr klettunum, sprungur hafa myndast og ómögulegt sé að segja hvenær stórar landfylllur hrynja ofan í stórgrýtta fjöruna. 
30.05.2020 - 22:10
Myndskeið
Telur rétt að breyta rýmingaráætlun vegna Öræfajökuls
Rétt væri að breyta rýmingaráætlun vegna goss í Öræfajökli að mati eldjallafræðings. Ef gos í líkingu við það sem varð árið 1362 verður í fjallinu, hefur fólk aðeins nokkrar mínútur til að forða sér.
16.12.2019 - 11:32
Vita nú afdrif horfnu heimsálfunnar Adría
Vísindamönnum og rannsakendum hefur loks tekist að púsla saman sögu hinnar horfnu heimsálfu Adríu. Rannsóknin tók yfir tíu ár. Heimsálfan er talin hafa horfið undir Evrasíuflekann fyrir um 120 milljónum ára. Enn má finna brot og leifar frá álfunni í yfir þrjátíu löndum.
20.09.2019 - 21:25
Hljóð
Náttúran er falleg en getur verið óblíð
Þorsteinn Sæmundsson, jarðfræðingur við Háskóla Íslands, segir grjóthrun í Reynisfjöru ekki hafa komið á óvart. Skriður eru þekktar í fjörunni og hluti af eðlilegu náttúrulegu ferli, segir hann. Reynisfjara sé ekki heppilegur staður fyrir fólk og ferðamenn til að safnast saman. Hrunið hefði getað farið verr.
Enn gæti hrunið úr Reynisfjalli
Veðurstofan sendi sérfræðing á vettvang í Reynisfjöru í dag vegna skriða sem hafa fallið þar í nótt og í gær. Stór skriða féll í fjöruna í nótt. Lögregla lét loka hluta fjörunnar í gær eftir grjóthrun. Það gæti hrunið áfram úr skriðusárinu.
20.08.2019 - 17:05
Viðtal
Segulpóllinn er á hraðferð til Rússlands
Segulpóllinn á norðurhveli jarðar er á fleygiferð og færist nú mjög hratt í átt til Rússlands. Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, segir engan vita hvað valdi þessum óróa í segusviðinu og hvers vegna segulpóllinn hreyfist hraðar nú en hann hefur gert.
06.02.2019 - 15:26