Færslur: Jarðfræði

Voldugur jarðskjálfti reið yfir Balkanskaga í kvöld
Jarðskjálfti af stærðinni 5,7 reið yfir sunnanverða Bosníu í kvöld og fannst víðs vegar um Balkanskagann. Vitað er að 28 ára gömul kona fórst og foreldrar hennar eru slasaðir. Ekki hafa borist tíðindi af miklu eignatjóni.
23.04.2022 - 00:15
Jarðskjálfti af stærðinni 6,2 reið yfir eyna Súmötru
Jarðskjálfti af stærðinni 6,2 reið yfir eyjuna Súmötru í Indónesíu í nótt. Engar tilkynningar hafa borist um manntjón eða skemmdir á mannvirkjum.
25.02.2022 - 02:37
„Ef heldur áfram á svipaðan hátt er ekki langt í gos“
Miðað við atburðarásina sem varð fyrir eldgosið við Fagradalsfjall í mars á þessu ári, telur Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, að ekki sé langt í annað eldgos á svipuðum slóðum.
Reykur frá Geldingadölum en ekkert gos
Vegfarendur hafa síðustu daga orðið varir við reyk sem stígur upp frá hrauninu í Geldingadölum. Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands kannast við hringingar vegna þessa en segir gos ekki hafið á ný, það sé engin aukin virkni eða gosórói. Reykurinn stafi af því að gas streymi enn úr gígnum og hugsanlega geri veður- og birtuskilyrði undanfarinna daga það að verkum að þetta uppstreymi sjáist betur en áður.
29.10.2021 - 14:24
Enn mikið hitaútstreymi í Surtsey 54 árum eftir gos
Jarðfræðingar á vegum Náttúrufræðistofnunar Íslands lögðu leið sína til Surtseyjar um miðjan júlí líkt og þeir hafa gert reglulega frá því að Surtseyjargosi lauk 1967. Megintilgangur ferðarinnar er að fylgjast með hitaútstreymi í Surtsey sem og að kanna rof á eynni. Þá voru nýjar borholur teknar í notkun árið 2017 en nú fer fram langtímarannsókn á þeim.
„Ég held að þetta sé bara þessi nýi taktur“
Síðustu daga hefur borið á því að takturinn í gosinu við Fagradalsfjall hafi breyst nokkuð. Gosóróinn hefur dottið niður en tekið sig svo aftur upp að nýju. Hafa orðið nokkur svokölluð goshlé.
06.07.2021 - 19:17
Hraun streymir í Nátthaga
Vísindamenn unnu í dag að því að setja upp mælitæki við eldgosið í Geldingadölum. Tækin eiga að fara undir hraunið þegar það rennur út úr Nátthaga. Það gæti gerst innan tveggja vikna.
29.06.2021 - 18:42
Hraunið orðið hundrað metrar að þykkt
Náttúrufræðistofnun Íslands hefur birt ný kort af gossvæðinu við Fagradalsfjall. Á meðal þess sem unnt er að sjá er þykkt hraunsins við gosstöðvarnar en í ljós hefur komið að mesta þykkt hrauns er komin yfir 100 metra en um er að ræða svæðið í kringum gjósandi gíginn.
09.06.2021 - 13:13
Viðtal
Rýna þarf betur í gögn til að átta sig á stöðu gossins
Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofunni segir í samtali við fréttastofu að skyndilegrar breytingar hafi orðið vart í gosinu um klukkan eitt í nótt. Endurmeta á stærð hættusvæðisins í Geldingadölum eftir breytingarnar. Nú stíga kvikustrókarnir reglulega allt að 300 metra upp í loftið. 
Eldgos er ógurlegt afl sem bera þarf virðingu fyrir
Gosstöðvarnar í Geldingadölum verða vaktaðar frá hádegi í dag eins og til stóð þrátt fyrir að fjórða sprungan hafi opnast þar í nótt. Hraunið breiðir sífellt úr sér og því verður æ erfiðara fyrir lögreglu og björgunarsveitir að hafa yfirsýn.
Ekki hægt að útiloka sprengigos í sjó
Kvikugangurinn á milli Keilis og Fagradalsfjalls heldur áfram að brjóta sér leið til suðurs og teygir sig nú að Borgarfjalli. Ný veðurratsjá tryggir að hægt verði að greina eldgos um leið og það hefst. Gjóskulagafræðingur segir líkön af hugsanlegum gosstöðvum og hraunflæði gefa mikilvægar upplýsingar, en það geti samt allt gerst. Ekki sé hægt að útiloka sprengigos í sjó. 
Viðtal
Telur ólíklegt en ekki útilokað að gos sé að hefjast
Sigmundur Einarsson, jarðfræðingur og sérfræðingur um eldgos á Reykjanesskaga, telur afar ólíklegt að eldgos sé hefjast í Fagradalskerfinu. Hann segir þó að ekki hægt að útiloka slíkt þar sem lítið sem ekkert sé vitað um aðdraganda slíks goss.
Viðtal
Skelfur Reykjanes, Reykjaneshryggur eða Reykjanesskagi?
„Það ber á því í daglegu tali og í fjölmiðlum að talað sé um jarðskjálfta á Reykjanesi. Strangt til tekið er Reykjanes bara hluti af Reykjanesskaganum,“ segir Anna Sigríður Þráinsdóttir, málfarsráðunautur RÚV.
„Óábyrgt að fara með annað fólk á Heklu“
Þrýstingur kviku undir Heklu hefur aukist stöðugt frá síðasta gosi. Þetta sýna mælingar sem gerðar voru við eldfjallið fyrr í sumar. Fyrir fjórtán árum síðan var þrýstingurinn orðinn hærri en á undan gosunum 1991 og 2000 og hefur hann aukist í sífellu. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir ómögulegt að spá fyrir um hvort gos sé á næsta leiti en segir óábyrgt af leiðsögumönnum að fara með hópa upp á fjallið.
24.07.2020 - 18:30
Myndskeið
Bjargbrún Krýsuvíkurbjargs víða að hruni kominn
Langar sprungur hafa myndast á Krýsuvíkurbjargi á Reykjanesskaga. Jarðfræðingur segir hættulegt að ganga út á bjargbrún. Sjórinn hefur sorfið úr klettunum, sprungur hafa myndast og ómögulegt sé að segja hvenær stórar landfylllur hrynja ofan í stórgrýtta fjöruna. 
30.05.2020 - 22:10
Myndskeið
Telur rétt að breyta rýmingaráætlun vegna Öræfajökuls
Rétt væri að breyta rýmingaráætlun vegna goss í Öræfajökli að mati eldjallafræðings. Ef gos í líkingu við það sem varð árið 1362 verður í fjallinu, hefur fólk aðeins nokkrar mínútur til að forða sér.
16.12.2019 - 11:32
Vita nú afdrif horfnu heimsálfunnar Adría
Vísindamönnum og rannsakendum hefur loks tekist að púsla saman sögu hinnar horfnu heimsálfu Adríu. Rannsóknin tók yfir tíu ár. Heimsálfan er talin hafa horfið undir Evrasíuflekann fyrir um 120 milljónum ára. Enn má finna brot og leifar frá álfunni í yfir þrjátíu löndum.
20.09.2019 - 21:25
Hljóð
Náttúran er falleg en getur verið óblíð
Þorsteinn Sæmundsson, jarðfræðingur við Háskóla Íslands, segir grjóthrun í Reynisfjöru ekki hafa komið á óvart. Skriður eru þekktar í fjörunni og hluti af eðlilegu náttúrulegu ferli, segir hann. Reynisfjara sé ekki heppilegur staður fyrir fólk og ferðamenn til að safnast saman. Hrunið hefði getað farið verr.
Enn gæti hrunið úr Reynisfjalli
Veðurstofan sendi sérfræðing á vettvang í Reynisfjöru í dag vegna skriða sem hafa fallið þar í nótt og í gær. Stór skriða féll í fjöruna í nótt. Lögregla lét loka hluta fjörunnar í gær eftir grjóthrun. Það gæti hrunið áfram úr skriðusárinu.
20.08.2019 - 17:05
Viðtal
Segulpóllinn er á hraðferð til Rússlands
Segulpóllinn á norðurhveli jarðar er á fleygiferð og færist nú mjög hratt í átt til Rússlands. Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, segir engan vita hvað valdi þessum óróa í segusviðinu og hvers vegna segulpóllinn hreyfist hraðar nú en hann hefur gert.
06.02.2019 - 15:26