Færslur: jarðakaup

Ratcliffe sagður mæta andófi íslenskra bænda
Breski milljarðamæringurinn Jim Ratcliffe er sagður standa frammi fyrir miklu andófi íslenskra bænda vegna viðamikilla jarðakaupa sinna. Auðkýfingurinn breski hefur keypt víðfeðm víðerni á Íslandi, til verndar og viðhaldi laxastofnsins í Norður-Atlantshafi.
17.01.2021 - 16:04
Félag Íslendinga og Þjóðverja keypti Hjörleifshöfða
Mýrdalssandur ehf, félag í eigu Íslendinga og Þjóðverja, hefur keypt Hjörleifshöfða í Mýrdalshreppi. Jörðin hafði verið í sölu í á fimmta ár, eða frá því í júní 2016 að sögn Ólafs Björnssonar hjá Lögmönnum Suðurlandi sem annaðist söluna.
23.11.2020 - 15:33
Ratcliffe vill reisa 950 fermetra veiðihús
Til stendur að gera breytingar á aðalskipulagi Vopnafjarðarhrepps til þess að landeigendur Ytri Hlíðar geti reist þar tæplega þúsund fermetra veiðihús. Jörðin er í eigu breska auðmannsins Jims Ratcliffe, sem hefur verið stórtækur í jarðakaupum á Norðausturlandi.
18.08.2020 - 20:53
Viðbúið að lög um jarðakaup fari fyrir dóm
Forsætisráðherra segir viðbúið að einhverjir reyni á lögmæti nýrra laga um jarðakaup fyrir dómstólum. Samkvæmt þeim mega tengdir aðilar ekki eiga meira en 10 þúsund hektara lands.
Spegillinn
Stærsti landeigandi á Íslandi
Síðan 2016 er stærsti landeigandi á Íslandi Jim Ratcliffe, einn mesti auðkýfingur Breta. Hann á Grímsstaði á Fjöllum, stærstu jörð á Íslandi, en annars hefur hann einbeitt sér að laxveiðijörðum í norð-austurlandi. Þessi samþjöppun eignarhalds hefur leitt til umræðna um hvort breyta ætti lögum um jarðakaup. Nú er komið fram frumvarp um breytingar á jarðalögum og fleiri lögum er snerta fasteignir.
21.02.2020 - 11:30
 · Innlent · Stangveiði · jarðakaup
Boðar auknar hömlur á jarðakaup
Forsætisráðherra ætlar í næstu viku að leggja fram frumvarp sem heimilar stjórnvöldum að setja hömlur á jarðaviðskipti. Samkvæmt frumvarpinu þarf samþykki ráðherra fyrir kaupum á stærri jörðum.
08.02.2020 - 19:13
Viðtal
Frumvarp: Leyfi ráðherra þarf til kaupa á stórum jörðum
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, ætlar á næstu dögum að kynna frumvarp um herta löggjöf um jarða- og fasteignaviðskipti. Í frumvarpinu verður kveðið á um skýrari skilyrði fyrir viðskipti aðila utan EES-svæðisins. Þetta kom fram í ræðu hennar á flokksráðsfundi Vinstri grænna sem stendur yfir í Félagsheimili Seltjarnarness í dag og á morgun.
07.02.2020 - 19:44
Kauptilboð samþykkt í Vigur
Kauptilboð í eyjuna Vigur á Ísafjarðardjúpi hefur verið samþykkt. Kaupandinn er Gísli Jónsson. Hann vill ekki gefa upp verðið en segist ætla að virða byggð og starfsemi sem þar sé.
12.09.2019 - 16:47
Viðtal
Jarðakaup: Hefur áhyggjur af skorti á yfirsýn
Ástæða er til að gera breytingar á lögum um kaup auðmanna á bújörðum hér á landi, að mati Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra. Þær breytingar gætu til dæmis snúið að reglum um kaup aðila utan EES-svæðisins og hvaða skilyrði slíkar fjárfestingar þurfi að uppfylla. Ríkisstjórnin kom saman til fundar við Mývatn í dag ræddi þessi mál.
08.08.2019 - 19:42
Vill styrkja doktorsnema í laxarannsóknum
Innan tíðar verður gengið frá samkomulagi efnaða jarðakaupandans Ratcliffes við Hafrannsóknastofnun en auðkýfingurinn ætlar að greiða fyrir doktorsstöðu í laxarannsóknum við háskólann. 
07.08.2019 - 18:00
Jarðakaup hafi viðgengist óáreitt
Formaður Bændasamtakanna segist leggja að jöfnu jarðakaup auðmanna, erlendra og innlendra. Mikilvægt sé að halda ræktarlandi í notkun til að framleiða matvæli til framtíðar. Jarðakaup hafi viðgengist óáreitt, engar reglur hafi gilt og þannig megi það ekki vera. Hún segir ekki hægt að skylda búskap á öllum jörðum en að ákveða verði hvernig hátta eigi jarðakaupum til frambúðar.
07.08.2019 - 12:20