Færslur: Japan

Ráðherrar ræddu afléttingu ferðatakmarkana
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og japanskur kollegi hans Toshimitsu Motegi ræddu saman á símafundi í gær. Neyðarstigi vegna kórónuveirufaraldursins hefur verið aflétt í báðum löndum.
27.05.2020 - 01:08
Neyðarástandi aflétt í Japan
Neyðarástandi vegna kórónuveirufaraldursins í Japan var aflétt í dag. Varað er við því að smit kunni að aukast að nýju verði ekki farið að öllu með gát. Shinzo Abe forsætisráðherra tilkynnti á fréttamannafundi sem var sjónvarpað um allt land að svo góður árangur hefði náðst í baráttunni við veiruna að óhætt væri að aflétta neyðarástandinu.
25.05.2020 - 11:52
Neyðarástandi víða aflétt í Japan
Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, tilkynnti í morgun að neyðarástandi sem lýst hefði verið yfir vegna krórónuveirufaraldursins hefði verið aflétt í 39 af 47 héruðum landsins.
14.05.2020 - 11:46
Endursýningar í fyrsta sinn í 45 ár
Kórónuveirufaraldurinn hefur valdið miklum röskunum í samfélaginu. Stofnanir hafa lokað, samgöngur á milli landa hafa nánast hætt og víða hefur verið lagt á útgöngubann. Meðal þess sem einnig hefur orðið fyrir miklu raski á faraldrinum er japanska teiknimyndaþáttaröðin Sazae-san. Hún er okkur Íslendingum kannski ekki að góðu kunn, en margar kynslóðir Japana þekkja hana vel.
12.05.2020 - 06:37
Neyðarráðstafanir framlengdar í Japan
Neyðarráðstafanir sem í gildi hafa verið vegna kórónuveirufaraldursins í Japan hefur verið framlengdar til mánaðarloka. Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, tilkynnti þetta í morgun.
04.05.2020 - 08:27
Neyðarráðstafanir líklega framlengdar í Japan
Líklegt er að Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, framlengi neyðarráðstafanir sem hafa verið í gildi vegna kórónuveirufaraldursins um mánuð til viðbótar. Japanskir fjölmiðlar greindu frá þessu í morgun.
30.04.2020 - 08:40
Staðan í Japan versnar - Gullna vikan ekki svo gullin
Framan af heimfaraldri kórónuveirunnar, í febrúar og mars gekk nokkuð vel að halda honum niðri í Japan og smitin voru talin í hundruðum. Þar er staðan breytt og greindum smitum fjölgar hratt með tilheyrandi álagi á heilbrigðiskerfið.
24.04.2020 - 11:35
Abe íhugar víðtækari ráðstafanir
Stjórnvöld í Japan íhuga að útvíkka neyðarástand, sem gilt hefur í Tókýó og nokkrum öðrum svæðum landsins vegna kórónuveirufaraldursins, þannig að það nái um allt land. Japanskir fjölmiðlar greindu frá þessu í morgun.
16.04.2020 - 09:38
Tilmæli stjórnvalda ekki virt
Járnbrautarlestir í Tókýó voru þéttsetnar í morgun af fólki á leið til vinnu þrátt fyrir að lýst hafi verið yfir neyðarástandi þar og í nokkrum örðum héruðum Japans í gær vegna kórónuveirufaraldursins.
08.04.2020 - 10:03
Abe kynnir neyðarráðstafanir vegna COVID-19
Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, kynnti í morgun víðtækar efnahagsaðgerðir til að bregðast við áhrifum COVI-19 og sagði þær einhverjar hinar mestu sem gripið hefði verið til vegna faraldursins. 
07.04.2020 - 09:39
Líkur á að lýst verði yfir neyðarástandi
Vaxandi líkur eru á því að lýst verði yfir neyðarástandið í Japan vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta sögðu japanskir fjölmiðlar í morgun.
06.04.2020 - 09:18
Abe og Aso ekki lengur saman á fundum
Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, og Taro Aso varaforsætisráðherra munu ekki lengur sitja saman á fundum til að draga úr hættunni á að báðir smitist af kórónuveirunni. Abe tilkynnti öðrum ráðherrum þetta í morgun.
31.03.2020 - 08:53
Vilja fresta Ólympíuleikunum til 2021
Ólympíunefndir Kanada og Ástralíu hafa lýst því yfir, að ekki komi til greina að senda keppendur til leiks á Ólympíuleikana í Tókýó í sumar vegna COVID-19 heimsfaraldursins, og fara fram á að leikunum verði frestað til 2021. Bæði forsætisráðherra Japans og framkvæmdastjórn Alþjóða Ólympíunefndarinnar hafa nú fyrsta sinni viðrað þann möguleika að fresta leikunum.
23.03.2020 - 04:09
Íslendingar mega ekki ferðast til Japans
Japönsk stjórnvöld hafa ákveðið að banna Íslendingum og öðrum ferðamönnum sem hafa dvalið á Íslandi að undanförnu að koma til landsins. Þá er fólki sem hefur dvalið á ákveðnum svæðum á Spáni, Ítalíu og í Sviss einnig óheimilt að koma til landsins.
18.03.2020 - 12:39
Þrettán skipverja saknað undan Japan
Þrettán skipverja er saknað eftir að flutningaskip og fiskiskip rákust saman norður af Japan í dag. Flutningaskipið Guoxing 1 var með um þrjú þúsund tonna farm að járnarusli. Vatn flæddi inn í skipið eftir áreksturinn. Fjórtán voru í áhöfn flutningaskipsins. Einum var bjargað um borð í skip sem var nærri slysinu, en hinna þrettán er saknað. Fimmtán voru um borð í fiskiskipinu og eru þeir allir hólpnir. 
01.03.2020 - 03:54
Erlent · Asía · Japan
Óttast að Suður-Kórea sé við vendipunkt
Nágrannaríki Írans hafa lokað á ferðalög yfir landamæri milli ríkjanna vegna útbreiðslu COVID-19 veirunnar. Forseti Suður-Kóreu segir næstu daga geta ráðið úrslitum um hvort yfirvöld nái tökum á veirunni.
23.02.2020 - 17:39
COVID-19 dró tvo farþega Diamond Princess til dauða
Tveir farþegar skemmtiferðaskipsins Diamond Princess létust í morgun úr bráðalungnabólgu af völdum COVID-19 veirunnar. Farþegarnir, karl og kona á níræðisaldri, voru japanskir ríkisborgarar. Japanska ríkissjónvarpið greindi frá þessu í morgun og vísaði í japanska embættismenn.Samkvæmt frétt þess glímdu hin látnu bæðí við undirliggjandi sjúkdóma. Karlmaðurinn, 87 ára að aldri, var fluttur frá borði og lagður inn á sjúkrahús til aðhlynningar hinn 11. febrúar, og konan, 84 ára, þann 12.
20.02.2020 - 05:54
Byrjað að hleypa farþegum Diamond Princess í land
Byrjað er að hleypa þeim farþegum skemmtiferðaskipsins Diamond Princess frá borði, sem ekki reyndust smitaðir af COVID-19 veirunni. Búið er að taka sýni úr öllum um borð og unnið að því að greina þau. Hver sá sem ekki var smitaður þegar blóðsýni var tekið og ekki hefur sýnt nein einkenni síðan fær að fara í land.
19.02.2020 - 03:26
542 smitaðir í Diamond Princess
Fimm hundruð fjörutíu og tveir hafa greinst með COVID-19 kórónaveiruna í farþegaskipinu Diamond Princess sem kyrrsett var í Japan eftir að veiran greindist um borð. Japanska heilbrigðisráðuneytið greindi frá þessu í morgun.
18.02.2020 - 09:44
Afmælishátíð Japanskeisara aflýst
Opinberum hátíðarhöldum í tilefni af sextugsafmæli Naruhitos Japanskeisara hefur verið aflýst til þess að koma í veg fyrir að COVID-19 kórónaveiran breiðist út. Til stóð að fólk safnaðist saman utan við keisarahöllina í Tókýó og hyllti keisarann.
17.02.2020 - 08:06
355 nú smitaðir um borð í Diamond Princess
Japönsk yfirvöld tilkynntu í dag að nú hafi 355 farþegar Diamond Princess-farþegaskipsins, sem liggur kyrrsett í Yokohama, smitast af COVID-19 veirunni. Á fjórða þúsund farþegar hafa verið í sóttkví í skipinu síðan í byrjun mánaðarins eftir að maður sem fór frá borði i Hong Kong hafði greinst með veiruna.
16.02.2020 - 08:37
Erlent · Kína · Japan · COVID-19
Nissan krefur fyrrverandi forstjóra um bætur
Nissan bílasmiðjurnar í Japan hafa höfðað mál á hendur Carlos Ghosn, fyrrverandi forstjóra fyrirtækisins, og krefjast 10 milljarða jena í skaðabætur fyrir fjárhagsskaðann sem hann hefur valdið því. Upphæðin nemur um 11,6 milljörðum króna.
12.02.2020 - 16:05
Fleiri greinast smitaðir í Diamond Princess
Þrjátíu og níu til viðbótar hafa greinst með COVID-19 kórónaveiruna um borð í farþegaskipinu Diamond Princess sem er í sóttkví í Japan. Alls hafa því 175 smitast í skipinu.
12.02.2020 - 08:22
Erlent · Asía · Japan · COVID-19
60 ný smit um borð í Diamond Princess
Sextíu ný tilfelli 2019-kórónaveirunnar hafa greinst meðal farþega og áhafnar skemmtiferðaskipsins Diamond Princess, sem liggur við stjóra á ytri höfninni í Yokohama í Japan.
10.02.2020 - 07:09
Þúsundir í sóttkví á skemmtiferðaskipum
Á áttunda þúsund manns eru í sóttkví í tveimur skemmtiferðaskipum þar sem kórónaveirunnar hefur orðið vart. Japanar hafa bannað einu skipi til viðbótar að koma til hafnar í varúðarskyni. Grunur er um smit í skipi í Bandaríkjunum.
07.02.2020 - 16:49