Færslur: Japan

Japan
Gos hafið í stærsta eldfjalli Japans
Eldgos hófst í eldfjallinu Aso í Japan í morgun. Mikið öskuský stígur til himins. Ekkert manntjón hefur orðið vegna eldgossins enn sem komið er.
20.10.2021 - 11:27
Erlent · Asía · Náttúra · Japan · eldgos
5 Japanir höfða mál gegn stjórnvöldum í Norður-Kóreu
Fimm Japanir sem fluttu til Norður-Kóreu og flúðu aftur þaðan, hafa höfðað mál gegn Kim Jong-un, leiðtoga landsins, og krafið hann um skaðabætur. Rúmlega 90.000 Japanir brugðust við auglýsingaherferð norður-kóreskra yfirvalda um að landið væri paradís og fluttu til Norður-Kóreu á árunum 1959 til 1984. Seinna var auglýsingaherferðin kölluð mannrán á vegum ríkisins.
14.10.2021 - 18:05
Þing rofið og kosningar framundan í Japan
Japansþing var rofið í morgun, aðeins ellefu dögum eftir að Fumio Kishida tók við forsætisráðherraembættinu og formennsku í Frjálslynda lýðræðisflokknum. Þingkosningar verða haldnar í Japan í lok þessa mánaðar. Kishida nýtur töluverðrar lýðhylli og er Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn talinn munu vinna nokkuð öruggan sigur og fullvíst að meirihlutastjórn hans og samstarfsflokksins, hægriflokksins Komeito, muni halda velli.
14.10.2021 - 04:45
Erlent · Asía · Stjórnmál · Japan · COVID-19
Snarpur skjálfti í Japan, engar fréttir af tjóni
Rafmagn fór af nokkur hundruð íbúðum í Tókýó, höfuðborg Japans, þegar jarðskjálfti, 6,1 að stærð, reið yfir á Honshu-eyju. Ferðir hraðlesta voru stöðvaðar um stund meðan verið var að kanna ástand járnbrautarspora.
07.10.2021 - 15:16
Japansþing kaus Kishida sem forsætisráðherra
Japansþing kaus Fumio Kishida, nýkjörinn formann Frjálslynda lýðræðisflokksins, sem forsætisráðherra landsins í dag.Hann tekur við af Yoshihide Suga sem var harðlega gagnrýndur vegna viðbragða við kórónuveirufaraldrinum.
Viðskipti stöðvuð með hlutabréf í Evergrande
Stjórnendur kínverska fasteignarisans Evergrande létu stöðva viðskipti með hlutabréf félagsins í kauphöllinni í Hong Kong í morgun. Engin skýring var gefin á ákvörðuninni. Gengi féll á hlutabréfum í kjölfarið.
04.10.2021 - 01:48
Geimfar þaut framhjá Merkúr í gærkvöld
Geimfarið BepiColombo flaug í gærvöld yfir Merkúr, innstu og minnstu reikistjörnu sólkerfisins. Leiðangurinn er samstarfsverkefni ESA, Geimvísindastofnunar Evrópu, og JAXA, Geimvísindastofnunar Japans.
02.10.2021 - 05:46
Nýr leiðtogi Japans kjörinn
Fumio Kishida, fyrrverandi utanríkisráðherra Japans, var í dag kjörinn leiðtogi Frjálslynda lýðræðisflokksins, stjórnarflokks landsins. Hann tekur við embætti forsætisráðherra á mánudaginn kemur.
29.09.2021 - 12:10
Erlent · Asía · Stjórnmál · Japan
Nýr leiðtogi stjórnarflokks Japans valinn á morgun
Nýr leiðtogi Frjálslynda lýðræðisflokksins, stjórnarflokksins í Japan, verður valinn annað kvöld, miðvikudagskvöld. Enginn fjögurra frambjóðenda er sagður hafa afgerandi forystu en líklegast þykir að annar tveggja karlmanna hafi betur.
29.09.2021 - 02:17
Kapphlaupið um arftaka Yoshihide að hefjast
Kapphlaupið um hver verður næsti forsætisráðherra Japans hefst á morgun.Tveir karlar og tvær konur sækjast eftir formennsku Frjálslynda lýðræðisflokksins, flokks Yoshihide Suga núverandi forsætisráðherra sem tilkynnti í síðasta mánuði að hann sæktist ekki eftir áframhaldandi formennsku.
17.09.2021 - 03:55
Norðurkóreskt flugskeyti lenti í Suður-Kínahafi
Ókennilegt flugskeyti sem skotið var frá Norður-Kóreu í dag endaði í Suður-Kínahafi að því er fram kemur í tilkynningu hernaðaryfirvalda í Suður-Kóreu.
15.09.2021 - 04:33
Snákar aðstoða við rannsókn á geislavirkni
Japanskir vísindamenn nota rottusnáka til að mæla geislavirkni í jarðvegi í og við borgina Fukushima eftir kjarnorkuslysið í mars 2011. Þrír kjarnaofnar gjöreyðilögðust í Dai-ichi kjarnorkuverinu í Fukushima þegar risastór flóðbylgja reið yfir borgina. Um 150 þúsund urðu að yfirgefa heimili sín og 400 ferkílómetra landsvæði er enn talið óhæft til búsetu vegna geislavirkni. 
10.09.2021 - 07:03
Suga forsætisráðherra hyggst hætta sem flokksformaður
Yoshihide Suga forsætisráðherra Japans tilkynnti í morgun að hann sæktist ekki eftir endurkjöri sem leiðtogi Frjálslynda lýðræðisflokksins síðar í mánuðinum.
Óvíst að hreinsun í Fukushima ljúki fyrir 2051
Ekki er nógu mikið vitað um aðstæður inni í kjarnaofnum Fukushima-kjarnorkuversins í Japan til að hægt sé að segja til um hvort hreinsunarstarfi verður lokið, eins og áætlað er, fyrir árið 2051.
29.08.2021 - 17:08
Erlent · Asía · Japan · Fukushima
Japanskur mafíuforingi dæmdur til dauða
Japanskur mafíuforingi var í gær dæmdur til dauða fyrir að fyrirskipa morð auk þriggja annarra árása. Satoru Nomura er foringi Kudo-kai fjölskyldu yakuza mafíunnar í suðvestanverðu Japan. Hann neitaði sök fyrir dómi, og sagði við dómarann í héraðsdómi Fukuoka að hann ætti eftir að sjá eftir þessum úrskurði.
25.08.2021 - 05:31
Krafinn afsagnar fyrir að bíta í gullverðlaun
Takashi Kawamura, borgarstjóri Nagoya í Japan, vakti mikla reiði borgarbúa nýverið. Mynd var birt af honum bíta í ólympíugullmedalíu Miu Goto, landsliðskonu í hafnabolta. Þótti hann sýna mikla vanvirðingu og fannst borgarbúum bitið óheilsusamlegt á tímum heimsfaraldurs. 
15.08.2021 - 07:32
Tugir látnir í úrhelli í Kína
Minnst 21 er látinn eftir ógurlegt úrhelli í Hubei-héraði í Kína að sögn yfirvalda. Mikil úrkoma hefur fallið í landinu undanfarna mánuði og eru aðeins nokkrar vikur síðan flóð ollu miklu tjóni í Henan, nágrannahéraði Hubei. Þá létu yfir 300 manns lífið.
13.08.2021 - 06:36
Erlent · Asía · Hamfarir · Veður · Kína · Japan
Myndskeið
Flutningaskip strandaði við Japan og brotnaði í tvennt
Mannbjörg varð þegar timburflutningaskipið Crimson Polaris sem siglir undir fána Panama strandaði í dag nærri hafnarborginni Aomori norðanvert í Japan. Við strandið brotnaði skipið í tvennt, skuturinn lyftist upp og olía streymdi í hafið.
12.08.2021 - 14:18
Hætta á flóðum og skriðuföllum í suðvesturhluta Japan
Hundruð þúsunda Japana hafa verið beðnir að yfirgefa heimili sín af ótta við að gríðarlegt steypiregn geti komið af stað flóðum og skriðuföllum.
12.08.2021 - 11:14
Erlent · Hamfarir · Veður · Japan · Asía · Rigning · úrhelli · Flóð · Skriðuföll · Nagasaki
76 ár frá kjarnorkuárásinni á Nagasaki
Í Japan minntist fólk þess í dag að 76 ár eru liðin frá annarri kjarnorkuárás mannkynssögunnar. Þennan dag árið 1945 vörpuðu Bandaríkjamenn kjarnorkusprengju á japönsku borgina Nagasaki. Allt að 80.000 fórust í árásinni, nær undantekningalaust almennir borgarar.
09.08.2021 - 06:33
Japan
Reiddist eftir að hafa séð hamingjusamar konur
Japanskur karlmaður á fertugsaldri hefur verið handtekinn í Tókíó grunaður um að hafa ráðist á farþega í lest, vopnaður hnífi í gær. Tíu særðust í árásinni.
07.08.2021 - 09:48
Hvítrússneskir þjálfarar reknir frá ólympíuþorpinu
Tveir hvítrússneskir þjálfarar hafa verið sviptir ólympíupassa sínum og þurftu því að yfirgefa ólympíuþorpið í Tókíó. Ástæðan er meint tilraun þeirra til að þvinga hvítrússnesku hlaupakonuna Krystinu Tsimanoskaju til að snúa aftur til Hvíta Rússlands áður en hún hafði lokið keppni á Ólympíuleikunum, vegna þess að hún gagnrýndi frammistöðu þeirra opinberlega.
06.08.2021 - 03:42
Hvítrússnesk hlaupakona fær hæli í Póllandi
Hvítrússneska hlaupakonan Krystina Tsimanouskaya flaug í nótt frá Tókíó til Vínarborgar og heldur þaðan áfram til Póllands, þar sem hún hefur fengið pólitískt hæli. Tsimanouskaya, sem keppti í 4 X 400 metra boðhlaupi á Ólympíuleikunum og átti að hlaupa 200 metrana líka, neitaði að hlýða fyrirmælum um að snúa aftur til Hvíta Rússlands. Þess í stað leitaði hún hælis í pólska sendiráðinu í Tókíó, af ótta við harða refsingu þegar heim kæmi.
04.08.2021 - 04:45
Dómur staðfestur í ævintýralegu flóttamáli
Dómstóll í Tókíó staðfesti í gær fangelsisdóma í máli bandarísku feðganna Michael og Peter Taylor sem aðstoðuðu Carlos Ghosn, fyrrverandi forstjóra Nissan bílaframleiðandans, við að flýja land í desember 2019.
29.07.2021 - 06:33
Stjórnandi opnunarhátíðar ÓL rekinn degi fyrir leikana
Yfirstjórnandi setningarhátíðar Ólympíuleikanna í Tókíó, Kentaro Kobayashi, var rekinn í morgun, daginn áður en leikarnir eiga að hefjast. Ástæðan er myndskeið frá árinu 1998 sem nýlega skaut upp kollinum á netinu, þar sem Kobayashi hefur helförina í flimtingum.
22.07.2021 - 06:35