Færslur: Japan

Dómur staðfestur í ævintýralegu flóttamáli
Dómstóll í Tókíó staðfesti í gær fangelsisdóma í máli bandarísku feðganna Michael og Peter Taylor sem aðstoðuðu Carlos Ghosn, fyrrverandi forstjóra Nissan bílaframleiðandans, við að flýja land í desember 2019.
29.07.2021 - 06:33
Stjórnandi opnunarhátíðar ÓL rekinn degi fyrir leikana
Yfirstjórnandi setningarhátíðar Ólympíuleikanna í Tókíó, Kentaro Kobayashi, var rekinn í morgun, daginn áður en leikarnir eiga að hefjast. Ástæðan er myndskeið frá árinu 1998 sem nýlega skaut upp kollinum á netinu, þar sem Kobayashi hefur helförina í flimtingum.
22.07.2021 - 06:35
Mótefnalyf við COVID-19 samþykkt í Japan
Japönsk heilbrigðisyfirvöld eru þau fyrstu sem samþykkja notkun COVID-mótefnalyfsins Ronapreve. Þetta kemur fram í yfirlýsingu svissneska lyfjarisans Roche sem framleiðir lyfið. Það er ætlað fólki með lítil eða miðlungi mikil COVID einkenni en gæti átt á hættu að veikjast verr.  
20.07.2021 - 10:35
Sendiráðsstarfsmaður sagði Moon gæla við sjálfan sig
Japanski sendiherrann í Seúl var kallaður á teppið af suður-kóreskum stjórnvöldum eftir fregnir af ósæmilegum ummælum sendiráðsstarfsmanns um forseta landsins. Suður-kóreskir fjölmiðlar segja ummælin hafa verið sögð í tengslum við óskir Moon Jae-in um fund með Yoshihide Suga, forsætisráðherra Japans.
18.07.2021 - 08:07
Þrjú kórónuveirusmit í Ólympíuþorpinu
Tveir íþróttamenn í Ólympíuþorpinu í Tókíó greindust með kórónuveiruna sem veldur COVID-19 í morgun. Þeir tengjast þeim sem smitaðist fyrstur í gærmorgun að sögn yfirvalda. Þá greindi Alþjóðaólympíunefndin einnig frá því í morgun að suður-kóreskur nefndarmaður, Ryu Seung-min, hafi fengið jákvæða niðurstöðu í skimun við komuna til Japan.
18.07.2021 - 06:55
COVID-19 greindist í Ólympíuþorpinu
Kórónuveirusmit greindist í Ólympíuþorpinu í Tókíó í morgun. Sex dagar eru þar til Ólympíuleikarnir hefjast. Masa Takaya, talsmaður skipulagsnefndar Ólympíuleikanna, segir smitið vera það fyrsta sem greinist eftir skimun í Ólympíuþorpinu. Sá smitaði var sendur í einangrun á hótelherbergi utan þorpsins, hefur AFP fréttastofan eftir Takaya.
17.07.2021 - 04:55
Átta starfsmenn Ólympíuhótels með COVID-19
Minnst átta starfsmenn á hóteli sem hýsir brasilíska júdókappa á Ólympíuleikunum í Tókíó greindust með COVID-19. Yfirvöld greindu frá þessu í morgun. Von er á þrjátíu manna hópi frá Brasilíu á laugardag, að sögn AFP fréttastofunnar.
Risakisa kætir Tókýóbúa
Risastór köttur blasir nú við vegfarendum í Shinjuku-hverfinu í Tókýó. Þar situr hann á syllu utan í háhýsi og mjálmar á vegfarendur á milli þess sem hann sefur vært.
12.07.2021 - 18:03
 · Erlent · Asía · Japan
Neyðarstig í Tókíó: Íhuga að banna áhorfendur á ÓL
Allt bendir til þess að neyðarstigi vegna heimsfaraldurs kórónaveirunnar verði lýst yfir í Tókíó á næstu dögum, sem verða mun í gildi fram yfir Ólympíuleikana. Þetta er haft eftir efnahagsráðherra Japans, sem einnig leiðir viðbragðshóp ríkisstjórnarinnar vegna faraldursins. Skipuleggjendur leikanna láta engan bilbug á sér finna og segja leikana verða haldna þrátt fyrir þetta, en íhuga þó að banna alla áhorfendur.
08.07.2021 - 06:35
Ever Given afhent í dag við hátíðlega athöfn
Egypsk yfirvöld láta flutningaskipið Ever Given í hendur eigenda sinna í dag, ríflega 100 dögum eftir að loks tókst að losa það af strandstað á Súesskurðinum í lok mars. Þá hafði risavaxið gámaflutningaskipið verið strand í sex sólarhringa, liggjandi þvert yfir skurðinn, með þeim afleiðingum að öll umferð um skurðinn stöðvaðist og hundruð skipa komust hvorki lönd né strönd.
07.07.2021 - 03:56
Erlent · Afríka · Asía · Samgöngumál · Egyptaland · Japan
Tvö andlát staðfest eftir aurskriðu í Japan
Tveir eru látnir og um tuttugu manns er enn saknað eftir að aurskriða féll í borginni Atami á austurströnd Japan í morgun.
03.07.2021 - 17:52
Erlent · Asía · Hamfarir · Japan · Aurskriður
Tuttugu saknað eftir að aurskriða féll í Japan
Tuttugu er saknað eftir að stór aurskriða féll í japönsku borginni Atami. Mikið hefur rignt í borginni síðustu daga.
03.07.2021 - 11:45
Erlent · Asía · Hamfarir · Japan · Aurskriða
19 saknað eftir aurskriðu í Japan
19 er saknað eftir að aurskriða hrifsaði með sér fjölda húsa í Shizuoka héraði í Japan í morgun. Mikið úrhelli hefur verið á svæðinu undanfarna daga að sögn AFP fréttastofunnar. Skriðan féll um hálf ellefu fyrir hádegi að staðartíma í borginni Atami.
03.07.2021 - 07:20
Erlent · Asía · Hamfarir · Japan
Myndskeið
Skógarbjörn felldur í borginni Sapporo í Japan
Veiðimenn felldu fyrr í dag skógarbjörn sem réðist á og slasaði fernt í borginni Sapporo á Hokkaídó-eyju í norðurhluta Japans. Björninn hafði yfirgefið heimkynni sín og fór mikinn víða um borgina.
18.06.2021 - 05:32
Landsliðsmaður Mjanmar leitar hælis í Japan
Varamarkmaður knattspyrnulandsliðs Mjanmar hefur leitað hælis í Japan. Pyae Lyan Aung notaði merki andstæðinga valdaránsins í heimalandi hans meðan þjóðsöngurinn var fluttur fyrir landsleik gegn Japan í síðasta mánuði. Hann óttast hið versta snúi hann aftur til Mjanmar.
17.06.2021 - 01:38
G7-ríkin hyggjast gefa minnst milljarð bóluefnaskammta
Sjö af stærstu iðnveldum heims, sem saman mynda G7-ríkjahópinn, munu samanlagt gefa minnst einn milljarð bóluefnaskammta til dreifingar í efnaminni ríkjum jarðarkringlunnar áður en næsta ár er úti. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands og gestgjafi G7-ráðstefnunnar í ár, lýsti þessu yfir í gær, fimmtudag.
G7-ríkin samþykkja 15% lágmarksskatt á fyrirtæki
Fjármálaráðherrar sjö stærstu iðnríkja heims hafa samþykkt 15% lágmarksskatt á tekjur alþjóðlegra fyrirtækja. Samningurinn er sagður sögulegur og setur þrýsting á önnur ríki að gera slíkt hið sama.
05.06.2021 - 12:38
Erlent · Asía · Evrópa · Norður Ameríka · G7 · Bandaríkin · Kanada · Frakkland · Ítalía · Japan · Bretland · Þýskaland
Vilja framlengja neyðarástand í Japan
Heilbrigðisyfirvöld í Japan hafa farið fram á að framlengja neyðarástand sem hefur verið í gildi í stórum hluta landsins eftir að COVID-19 bylgja reið yfir fram til 20. júní. Smitin hafa ekki verið fleiri í maí síðan í janúar. Ólympíuleikarnir, sem verða í Tókýó og hefjast 23. júlí, áttu að vera táknmynd þess að Japönum hefði tekist að sigrast á veirunni en horfurnar eru ekki góðar.
25.05.2021 - 18:00
Yfir 80 prósent Japana á móti því að halda ÓL í sumar
Yfir áttatíu prósent Japana eru mótfallin því að Ólympíuleikarnir verði haldnir þar í sumar, samkvæmt könnun sem unnin var fyrir japanska dagblaðið Asahi Shimbun um helgina. Innan við tíu vikur eru þar til setja á sumarólympíuleikana í Tókíó, sem frestað var í fyrra vegna kórónaveirufaraldursins. Japanir glíma nú við fjórðu bylgju faraldursins og stemmningin fyrir því að halda leikana hvað sem farsóttinni líður hefur aldrei verið minni.
17.05.2021 - 02:10
Í Japan færast COVID-19 og andstaðan við ÓL í aukana
Neyðarástandi vegna heimsfaraldurs kórónaveirunnar hefur verið lýst yfir í þremur héruðum í Japan til viðbótar þeim sem þegar höfðu gert hið sama. Andstaða við að halda leikana fer enn vaxandi meðal Japana.
15.05.2021 - 06:26
Enn syrtir í japanska ólympíuálinn
Yfirvöld í tugum japanskra borga og bæja hafa ákveðið að falla frá öllum áformum um að bjóða keppendur á Ólympíuleikunum velkomna í sinn rann í aðdraganda leikanna í sumar. Ástæðan er í öllum tilfellum sú sama: Áhyggjur af fjórðu bylgju COVID-19 sem nú gengur yfir landið og ónógum björgum til að bregðast við afleiðingum mögulegra fjöldasmita.
13.05.2021 - 07:27
Skjálfti upp á 6,8 undan Japansströndum
Jarðskjálfti af stærðinni 6,8 varð undan norðausturströnd Japans í nótt. Ekki þótti ástæða til að gefa út flóðbylgjuviðvörun, að sögn japanskra jarðvísindamanna og yfirvalda. Vitað er að þrennt slasaðist nokkuð í skjálftanum, þó ekki lífshættulega, en engar fregnir hafa borist af teljandi skemmdum á mannvirkjum.
01.05.2021 - 03:21
Fjórir geimfarar til alþjóðageimstöðvarinnar í dag
Geimhylkið Endeavour frá SpaceX fyrirtæki Elons Musk sem ber fjóra geimfara er ætlað að tengjast Alþjóðlegu geimstöðinni klukkan níu í dag laugardag.
24.04.2021 - 08:05
Neyðarástand víða í Japan vegna COVID-19
Lýst var yfir neyðarástandi víða um Japan í gær þremur mánuðum áður en Ólympíuleikar eiga að hefjast í landinu. Meðal annars lýstu stjórnvöld yfir neyðarástandi í höfuðborginni Tókýó en þar eiga leikarnir að hefjast 23. júlí næstkomandi.
Ólympíuleikum aflýst ef ekki tekst að hemja veiruna
Einn valdamesti maður Japans varar við því að Ólympíuleikarnir í Tókíó verði slegnir af, ef ekki tekst að hemja útbreiðslu kórónaveirunnar. COVID-19 tilfellum hefur fjölgað í Japan upp á síðkastið. Japanskir fjölmiðlar hafa eftir Toshihiro Nikai, aðalritara og næst-æðsta manni Frjálslynda demókrataflokksins, sem fer með stjórnartaumana í Japan, að ómögulegt geti orðið að halda leikana.
15.04.2021 - 05:35