Færslur: Japan

Metfjöldi smita í Ástralíu og víðar
Sjö hundruð tuttugu og þrír greindust með kórónuveirusmit í Ástralíu síðasta sólarhring, sem er mesti fjöldi á einum degi síðan farsóttin barst til landsins. Þrettán dóu úr COVID-19.
30.07.2020 - 08:52
Erlent · Asía · Evrópa · Eyjaálfa · Ástralía · Japan · Úkraína · COVID-19 · Kórónuveiran
Von stefnir á Mars
Mikill fögnuður braust út þegar eldflaug sem ber fyrsta geimfar Sameinuðu arabísku furstadæmanna var skotið á loft frá Tanegashima geimferðamiðstöðinni í Japan.
Viðbúnaður aukinn á ný í Tókýó
Heilbrigðisyfirvöld í Tókýó í Japan hafa lýst yfir hæsta viðbúnaðarstigi í borginni vegna fjölgunar kórónuveirusmita að undanförnu.
15.07.2020 - 08:27
Geimskoti frestað
Frestað hefur verið um tvo sólarhringa að skjóta á loft ómönnuðu könnunarfari sem Sameinuðu arabísku furstadæmin ætla að senda til reikistjörnunnar Mars.
14.07.2020 - 08:59
Áfram úrhelli í Japan
Japanskar björgunarsveitir keppast nú við að ná til fólks sem einangrast hefur vegna flóða og skriðufalla af völdum mikillar úrkomu undanfarna daga.
09.07.2020 - 08:03
Erlent · Asía · Japan
57 látin og varað við áframhaldandi hamförum í Japan
Japönsk yfirvöld gáfu í morgun út viðvaranir vegna hættu á enn frekari flóðum og skriðuföllum í dag, þegar úrhellisrigning gengur yfir miðbik Honsjú, stærstu eyju Japans. 57 hafa þegar týnt lífi í hamförum af völdum stórrigninga sem geisað hafa eystra síðan snemma á laugardagsmorgun. Spáð er fordæmalausu úrhelli í dag.
08.07.2020 - 04:49
Erlent · Asía · Hamfarir · Veður · Japan · Flóð
Minnst fimmtíu látnir í flóðum í Japan
Viðbragðsaðilar segjast í kapphlaupi við tímann við að bjarga fólki sem hefur orðið innlyksa vegna flóða og aurskriða í Kumamoto í Japan síðan um helgina. Búist er við enn meira steypiregni í vikunni. Minnst fimmtíu eru látnir og á annan tug er saknað.
07.07.2020 - 06:47
Erlent · Asía · Hamfarir · Japan
Minnst 16 látnir í flóðum í Japan
Minnst sextán eru látnir vegna mikilla og flóða af völdum úrhellisrigningar í suðvestanverðu Japan um helgina. Yfir 200 þúsund manns var gert að yfirgefa heimili sín í Kumamoto héraði á Kyushu eyju. Þar hafa hús eyðilagst og flóðin hrifsað með sér farartæki og fellt brýr. Nokkrir bæir hafa farið nánast alveg á kaf, og aðrir eru innlyksa. 
05.07.2020 - 07:51
Erlent · Asía · Hamfarir · Japan
Minnst tveir látnir vegna úrhellis í Japan
Að minnsta kosti tveir eru taldir af og þrettán er saknað í vesturhluta Japans þar sem met-úrkoma hefur fallið. Yfir 76 þúsund hefur verið gert að yfirgefa heimili sín vegna aurskriðu- og flóðahættu.
04.07.2020 - 06:19
Erlent · Asía · Hamfarir · Japan
Sumarólympíuleikarnir 2021 eru enn á dagskrá
Skipuleggjendur Sumarólympíuleikanna sem eiga að fara fram í Tókíó í Japan á næsta ári eru bjartsýnir á að unnt verði að tryggja öryggi þátttakenda og gesta þrátt fyrir kórónuveirufaraldurinn.
13.06.2020 - 04:26
Nissan lokar í Barcelona
Japanski bílaframleiðandinn Nissan ætlar að loka verksmiðju sinni í Barcelona þrátt fyrir tilraunir spænskra stjórnvalda til að tryggja þar áfram starfsemi.
28.05.2020 - 09:28
Erlent · Asía · Evrópa · Spánn · Japan
Ráðherrar ræddu afléttingu ferðatakmarkana
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og japanskur kollegi hans Toshimitsu Motegi ræddu saman á símafundi í gær. Neyðarstigi vegna kórónuveirufaraldursins hefur verið aflétt í báðum löndum.
27.05.2020 - 01:08
Neyðarástandi aflétt í Japan
Neyðarástandi vegna kórónuveirufaraldursins í Japan var aflétt í dag. Varað er við því að smit kunni að aukast að nýju verði ekki farið að öllu með gát. Shinzo Abe forsætisráðherra tilkynnti á fréttamannafundi sem var sjónvarpað um allt land að svo góður árangur hefði náðst í baráttunni við veiruna að óhætt væri að aflétta neyðarástandinu.
25.05.2020 - 11:52
Neyðarástandi víða aflétt í Japan
Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, tilkynnti í morgun að neyðarástandi sem lýst hefði verið yfir vegna krórónuveirufaraldursins hefði verið aflétt í 39 af 47 héruðum landsins.
14.05.2020 - 11:46
Endursýningar í fyrsta sinn í 45 ár
Kórónuveirufaraldurinn hefur valdið miklum röskunum í samfélaginu. Stofnanir hafa lokað, samgöngur á milli landa hafa nánast hætt og víða hefur verið lagt á útgöngubann. Meðal þess sem einnig hefur orðið fyrir miklu raski á faraldrinum er japanska teiknimyndaþáttaröðin Sazae-san. Hún er okkur Íslendingum kannski ekki að góðu kunn, en margar kynslóðir Japana þekkja hana vel.
12.05.2020 - 06:37
Neyðarráðstafanir framlengdar í Japan
Neyðarráðstafanir sem í gildi hafa verið vegna kórónuveirufaraldursins í Japan hefur verið framlengdar til mánaðarloka. Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, tilkynnti þetta í morgun.
04.05.2020 - 08:27
Neyðarráðstafanir líklega framlengdar í Japan
Líklegt er að Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, framlengi neyðarráðstafanir sem hafa verið í gildi vegna kórónuveirufaraldursins um mánuð til viðbótar. Japanskir fjölmiðlar greindu frá þessu í morgun.
30.04.2020 - 08:40
Staðan í Japan versnar - Gullna vikan ekki svo gullin
Framan af heimfaraldri kórónuveirunnar, í febrúar og mars gekk nokkuð vel að halda honum niðri í Japan og smitin voru talin í hundruðum. Þar er staðan breytt og greindum smitum fjölgar hratt með tilheyrandi álagi á heilbrigðiskerfið.
24.04.2020 - 11:35
Abe íhugar víðtækari ráðstafanir
Stjórnvöld í Japan íhuga að útvíkka neyðarástand, sem gilt hefur í Tókýó og nokkrum öðrum svæðum landsins vegna kórónuveirufaraldursins, þannig að það nái um allt land. Japanskir fjölmiðlar greindu frá þessu í morgun.
16.04.2020 - 09:38
Tilmæli stjórnvalda ekki virt
Járnbrautarlestir í Tókýó voru þéttsetnar í morgun af fólki á leið til vinnu þrátt fyrir að lýst hafi verið yfir neyðarástandi þar og í nokkrum örðum héruðum Japans í gær vegna kórónuveirufaraldursins.
08.04.2020 - 10:03
Abe kynnir neyðarráðstafanir vegna COVID-19
Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, kynnti í morgun víðtækar efnahagsaðgerðir til að bregðast við áhrifum COVI-19 og sagði þær einhverjar hinar mestu sem gripið hefði verið til vegna faraldursins. 
07.04.2020 - 09:39
Líkur á að lýst verði yfir neyðarástandi
Vaxandi líkur eru á því að lýst verði yfir neyðarástandið í Japan vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta sögðu japanskir fjölmiðlar í morgun.
06.04.2020 - 09:18
Abe og Aso ekki lengur saman á fundum
Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, og Taro Aso varaforsætisráðherra munu ekki lengur sitja saman á fundum til að draga úr hættunni á að báðir smitist af kórónuveirunni. Abe tilkynnti öðrum ráðherrum þetta í morgun.
31.03.2020 - 08:53
Vilja fresta Ólympíuleikunum til 2021
Ólympíunefndir Kanada og Ástralíu hafa lýst því yfir, að ekki komi til greina að senda keppendur til leiks á Ólympíuleikana í Tókýó í sumar vegna COVID-19 heimsfaraldursins, og fara fram á að leikunum verði frestað til 2021. Bæði forsætisráðherra Japans og framkvæmdastjórn Alþjóða Ólympíunefndarinnar hafa nú fyrsta sinni viðrað þann möguleika að fresta leikunum.
23.03.2020 - 04:09
Íslendingar mega ekki ferðast til Japans
Japönsk stjórnvöld hafa ákveðið að banna Íslendingum og öðrum ferðamönnum sem hafa dvalið á Íslandi að undanförnu að koma til landsins. Þá er fólki sem hefur dvalið á ákveðnum svæðum á Spáni, Ítalíu og í Sviss einnig óheimilt að koma til landsins.
18.03.2020 - 12:39