Færslur: Japan

Íþróttafólki óvart gefið spritt að drekka í stað vatns
Japönsk yfirvöld heita að rannsaka í hörgul hvernig og hvers vegna mistök urðu til þess að ungir íþróttamenn fengu handspritt í stað vatns til að svala þorstanum.
10.05.2022 - 06:50
Her Norður-Kóreu skaut eldflaugum í Kyrrahaf
Norður Kórea skaut í dag minnst einni eldflaug af kafbát í Kyrrahafi, að sögn Suður Kóreskra hernaðaryfirvalda.
07.05.2022 - 06:50
Fjórir geimfarar sneru til jarðar í nótt
Þrír bandarískir geimfarar og einn evrópskur sneru til jarðar í nótt eftir sex mánaða dvöl í Alþjóðlegu geimstöðinni. Ferðin til baka tók tæpan sólarhring frá því SpaceX Dragon Endurance far þeirra leysti festar við stöðina þar til það lenti í hafinu undan ströndum Flórída-ríkis.
Japanska strandgæslan leitar að fólki af farþegabáti
Japanska strandgæslan hefur fundið fjóra af þeim 26 sem saknað var eftir að farþegabátur sökk undan ströndum Hokkaídó næststærstu eyjar Japans. Ekki hefur fengist staðfest hvort fólkið var á lífi þegar það fannst.
23.04.2022 - 23:55
Erlent · Asía · Japan · Siglingar · ferðamenn · Sjóslys · Strandgæsla · Leit
Gefa út handtökuskipun á hendur Ghosn
Frönsk stjórnvöld hafa gefið út alþjóðlega handtökuskipun á hendur Carlos Ghosn, fyrrverandi forstjóra Renault og Nissan.
22.04.2022 - 07:47
Japanir og Filippseyingar sammælast um varnir
Japanir og Filippseyingar hyggjast efla sameiginlegar varnir sínar. Utanríkis- og varnarmálaráðherrar ríkjanna hittust í dag til að ræða öryggis- og varnarmál í fyrsta skipti.
Vélmennið Asimo á eftirlaun eftir farsæla starfsævi
Þekktasta vélmenni Japans, Asimo, vann sinn síðasta vinnudag í gær. Í dag fór það því á eftirlaun eftir farsælt tuttugu og tveggja ára starf. 
01.04.2022 - 13:08
Erlent · Japan · Hátækni · vélmenni · Asía
Hótar að ganga milli bols og höfuðs á öllum andófshópum
Min Aung Hlaing leiðtogi herforingjastjórnarinnar í Mjanmar heitir því að hverjum þeim sem gerir tilraun til uppreisnar verði gereytt. Yfir 1.700 hafa fallið í mótmælum gegn stjórninni sem hrifsaði til sín völdin í febrúar á síðasta ári.
Fjögur fórust í jarðskjálfta í Japan
Minnst fjögur létu lífið og yfir eitt hundrað slösuðust þegar jarðskjálfti af stærðinni 7,4 skók austurströnd Japans í gær. Flóðbylgjuviðvörun var gefin út og flóðbylgja reið yfir, en hún var hvorki há né öflug og olli engu tjóni sem orð var á gerandi. Skjálftinn sjálfur olli heldur engum umtalsverðum skemmdum á mannvirkjum en varð þó til þess að rafmagn fór af um tveimur milljónum heimila, þar á meðal um 700.000 heimilum í höfuðborginni Tókíó.
17.03.2022 - 02:38
Jarðskjálfti í Japan - flóðbylgjuviðvörun gefin út
Jarðskjálfti 7,3 að stærð varð skammt undan austurströnd Japans á þriðja tímanum í dag. Flóðbylgjuviðvörun hefur verið gefin út. Um tvær milljónir heimila eru án rafmagns eftir skjálftann.
16.03.2022 - 15:14
Gull og olía hækka en verðbréf lækka
Verð á olíu og gulli hækkar hratt en verðbréf lækka vegna innrásar Rússa í Úkraínu.
07.03.2022 - 03:23
Leiðtogar G7 hóta Rússum frekari refsingum
Leiðtogar helstu iðnríkja heims G7 ríkjanna hóta Rússum enn harðari refsiaðgerðum og þvingunum láti þeir ekki af aðgerðum sínum í Úkraínu. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu utanríkisráðherra ríkjanna í kvöld.
Auðkýfingur heitir Úkraínu fjárhagsstuðningi
Japanski auðkýfingurinn Hisoshi „Mickey“ Mikitani heitir ríkisstjórn Úkraínu stuðningi að jafnvirði ríflega milljarðs íslenskra króna en hann segir innrás Rússa vera áskorun fyrir lýðræðið.
Skoða hvort öruggt sé að sleppa vatni úr Fukushima
Starfshópur á vegum Sameinuðu þjóðanna skoðar nú umdeilda tillögu japanskra stjórnvalda um að sleppa rúmlega milljón tonnum af geislavirku vatni aftur út í Kyrrahaf. The Guardian greinir frá.
18.02.2022 - 12:41
Japanar heita Úkraínumönnum stuðningi
Fumio Kishida forsætisráðherra Japans ætlar að ræða við Volodymyr Zelensky Úkraínuforseta síðar í dag, þriðjudag. Stjórnvöld í Tókíó lýsa miklum áhyggjum vegna mögulegrar innrásar Rússa í Úkraínu.
15.02.2022 - 07:00
Fundu lík orrustuflugmanns sem saknað var
Japanski flugherinn greindi frá því í morgun að fundist hefði lík annars tveggja úr áhöfn orrustuþotu sem hvarf fyrir hálfum mánuði. Þotan sem er af gerðinni McDonnell Douglas F-15 hvarf af ratsjá skömmu eftir flugtak frá Komatsu-flugvelli 31. janúar.
13.02.2022 - 07:45
Erlent · Asía · Japan · orrustuþotur · flugslys
Kartöflur skortir til að seðja gesti skyndibitastaða
Skyndibitakeðjan McDonalds hefur gripið til þess ráðs að skammta franskar kartöflur á fjölmörgum veitingastöðum sínum í Malasíu vegna þess að hráefni skortir. Hið sama er uppi á teningnum víða um Asíu.
Elsti karl í heimi dó í gær, tæplega 113 ára gamall
Spánverjinn Saturnino de la Fuente, sem þar til í gær var elsti lifandi karlmaðurinn hér á Jörð, er látinn, 112 ára gamall og ellefu mánuðum betur. de la Fuente fæddist í borginni León í Kastilíuhéraði á Norður-Spáni hinn 11. febrúar 1909, og dó í sömu borg í gær, samkvæmt spænsku fréttastofunni EFE og Heimsmetabók Guinness.
19.01.2022 - 04:36
Halda áfram eldflaugatilraunum í skugga þvingana
Norður-Kóreumenn gerðu fjórðu eldflaugatilraun sína í þessum mánuði í gær. Hermálayfirvöld í Suður-Kóreu greindu frá þessu en svo virðist sem alþjóðlegar viðskiptaþvinganir bíti ekki á leiðtogann Kim Jong-un.
Ekkert mannfall en allnokkrar skemmdir á Tonga
Allnokkrar skemmdir hafa orðið í hluta Nuku'alofa höfuðborgar Kyrrahafsríkins Tonga í kjölfar öflugs neðansjávareldgoss. Engin tíðindi hafa þó borist af mannfalli eða slysum. Flóðbylgjuviðvörun hefur verið afturkölluð.
16.01.2022 - 03:49
Flóðbylgjuviðvaranir í gildi við Kyrrahaf
Yfirvöld í Bandaríkjunum og Japan vara almenning við Kyrrahafsstrendur ríkjanna við því að flóðbylgja kunni að skella á. Í morgun skall nærri metrahá flóðbylgja á ströndum eyríkisins Tonga í Kyrrahafi eftir að neðansjávareldgos hófst í fjallinu Hunga Tonga-Hunga ha'apai.
16.01.2022 - 00:44
Erlent · Asía · Eyjaálfa · Norður Ameríka · Hamfarir · Náttúra · Kyrrahaf · eldgos · flóðbylgja · Bandaríkin · Japan · Tonga · Tasmanía · Auckland · Nýja Sjáland · Fiji · Vanuatu
Fyrsta flugskeyti ársins skotið frá Norður-Kóreu í gær
Flugskeyti var skotið frá Norður-Kóreu út á Japanshaf í gærkvöld. Hermálayfirvöld í Suður-Kóreu og japanska strandgæslan greindu frá þessu en þetta er fyrsta eldflaugaskot Norður-Kóreumanna á þessu ári. Leiðtogi ríkisins kveðst ætla að efla hernaðarmátt þess enn frekar.
Stór jarðskjálfti undan ströndum Japans í kvöld
Jarðskjálfti, sem Jarðfræðistofnun Bandaríkjanna mælir af stærðinni 5,7, varð undan ströndum Ogasawara-eyja í Japan í kvöld. Japanska veðurstofan segir að skjálftinn hafi verið af stærðinni 6,3.
04.01.2022 - 00:10
Japanska keisaraættin í erfðaklemmu
Hætta getur verið á að keisaraættin í Japan deyi út vegna skorts á arftökum. Karlmenn einir mega gegna þessu embætti enn sem komið er. Almenningur hefur sýnt því áhuga að breyta þeirri reglu og embættismannanefnd skilaði nýverið hugmyndum að nýjum leiðum.
30.12.2021 - 05:24
Þrír fangar teknir af lífi í Japan í morgun
Þrír fangar voru teknir af lífi í Japan í morgun, þeir fyrstu um tveggja ára skeið. Stjórnvöld segja brýnt að viðhalda dauðarefsingu í ljósi fjölgunar grimmilegra glæpa í landinu.