Færslur: Japan

Bretar gera viðskiptasamning við Japani
Bretar undirrituðu viðskiptasamning við Japani fyrr í dag. Það er fyrsti stóri samningurinn sem gerður er eftir að Bretar ákváðu að yfirgefa Evrópusambandið.
23.10.2020 - 06:16
Heimskviður
Fólk sem ákveður að láta sig hverfa - „Johatsu“ í Japan
Talið er að þúsundir Japana láti sig hverfa á ári hverju - segi skilið við fyrra líf og byrji upp á nýtt annars staðar. Stundum er þetta leið kvenna út úr ofbeldissamböndum og stundum telur fólk, af ýmsum ástæðum, betra að það fari að eilífu frekar en að kalla einhvers konar skömm yfir fjölskyldu sína. Stofnuð hafa verið svokölluð nætur-flutningafyrirtæki þar sem fólk getur fengið aðstoð við að hverfa sporlaust yfir nótt. 
18.10.2020 - 07:00
Erlent · Japan · Asía
Vilja dæla geislamenguðu kælivatni Fukushima í sjóinn
Til stendur að losa rúmlega milljón tonn af geislamenguðu vatni úr kælikerfum Fukushima-kjarnorkuversins í hafið á næst árum og áratugum. Ætlunin er að hefjast handa við losunina árið 2022 og talið að það geti tekið áratugi að klára verkið. Fiskimenn í Fukushima og nágrenni óttast að aðgerðin muni hafa af þeim lífsviðurværið - enginn muni vilja leggja sér það til munns, sem þeir sækja í greipar geislamengaðs hafsins undan Fukushima.
16.10.2020 - 06:22
Mönnuð tunglferð áætluð fyrir árið 2024
Átta ríki stefna í sameiningu á mannaða tunglferð fyrir árið 2024. Þau hafa undirritað hið svokallaða Artemis-samkomulag þar sem dregin er upp áætlun um ferðir til tunglsins og víðar um himingeiminn. Samkomulagið er runnið undan rifjum Bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA.
Suga nýr forsætisráðherra Japans
Japansþing kaus Yoshihide Suga sem nýjan forsætisráðherra í dag. Suga sem er sjötíu og eins árs hafði auðveldan sigur þar sem hann fékk 314 af 462 gildra atkvæða.
16.09.2020 - 02:23
Suga kosinn arftaki Abe og ráðherrastóllinn í augsýn
Yoshihide Suga hlaut yfirburðarkosningu um að verða leiðtogi Frjálslynda lýðræðisflokksins í Japan í dag og verður að óbreyttu útnefndur forsætisráðherra landsins á miðvikudag. Fráfarandi forsætisráðherra, Shinzo Abe, sagði af sér af heilsufarsástæðum í lok ágúst.
14.09.2020 - 07:34
Erlent · Asía · Stjórnmál · Japan
Dalai Lama segir lag að bregðast við hnattrænni hlýnun
„Nú er tækifæri til að beina sjónum enn frekar að hnattrænni hlýnun,“ eru skilaboð Dalai Lama andlegs leiðtoga Tíbeta til stjórnmálamanna heimsins.
12.09.2020 - 16:01
Þrír keppast um að verða forsætisráðherra Japans
Tilkynnt var með formlegum hætti í morgun að þrír gæfu kost á sér í kjöri Frjálslynda demókrataflokksins á forsætisráðherraefni Japans.
„Ólympíuleikarnir 2021 verða þeir sem sigruðu Covid“
Ólympíuleikarnir verða haldnir í Tókýó á næsta ári hvað sem kórónuveirufaraldri líður.
Haishen skellur á Kóreuskaga
Íbúar Suður-Kóreu búa sig nú undir komu fellibylsins Haishen. Ofviðrið ógurlega gekk í dag yfir suðurhluta Japans að því er virðist án þess að valda meiriháttar skemmdum eða manntjóni.
07.09.2020 - 01:12
Átta milljónum manna ráðlagt að yfirgefa heimili sín
Allt að átta milljónir manna hafa verið beðin um að yfirgefa heimili sín í Japan  vegna fellibyls sem þegar hefur náð landi á eyjunni Kyushu, sem er syðsta eyja landsins.
06.09.2020 - 20:36
Erlent · Japan · Asía · Óveður
Ofsaveður í aðsigi í Japan og Suður-Kóreu
Geysiöflugur fellibylur nálgast nú suðurhluta Japans. Búist er við gríðarlegu ofviðri og óskaplegri rigningu þegar í dag. Orkan verði svo ofboðsleg að rafmagnsstaurar geti hrokkið í sundur og farartæki fokið um koll.
06.09.2020 - 04:10
Leitað áfram á Kínahafi meðan annar fellibylur nálgast
Leit heldur áfram að sjómönnum sem saknað er af gripaflutningaskipinu Gulf Livestock 1 sem fórst í Kínahafi þegar fellibylurinn Maysak gekk yfir. Enn öflugri fellibylur nálgast nú japönsku eyna Kyushu.
05.09.2020 - 03:25
Erlent · Japan · Óveður · fellibylur · Sjóslys
Enn er leitað að skipverjum á Kínahafi
Leit stendur enn yfir að fjörutíu skipverjum af flutningaskipi sem hvolfdi í ofsaveðri á austanverðu Kínahafi.
04.09.2020 - 02:36
Skipverja af týndu skipi bjargað á Austur-Kínahafi
Japanska strandgæslan bjargaði einum skipverja af flutningaskipinu Gulf Livestock 1 sem saknað er á Suður-Kínahafi. Manninum var bjargað úr úfnu hafinu meðan á leit að skipinu stóð.
03.09.2020 - 03:03
Velja arftaka Shinzo Abe 14. september
Frjálslyndi demókrataflokkurinn í Japan, flokkur Shinzo Abe fráfarandi forsætisráðherra, tilkynnti í dag að arftaki Abes yrði kjörinn 14. september næstkomandi.
02.09.2020 - 07:28
Arftaki Abe valinn 14. september
Leiðtogakjör verður í Frjálslynda lýðræðisflokknum í japan 14. september, en þar á að kjósa arftaka Shinzo Abe, forsætisráðherra, sem ætlar að láta af embætti vegna veikinda.
31.08.2020 - 08:24
Erlent · Asía · Japan
Ætla að halda lífi í Abe-ríkisstjórninni án Abe
Yoshihide Suga, einn æðsti embættismaður ríkisstjórnar Japans, er sagður líklegur arftaki Shinzo Abe, fráfarandi forsætisráðherra landsins.
29.08.2020 - 18:06
Abe segir af sér af heilsufarsástæðum
Shinzo Abe, forsætisráðherra Japan, tilkynnti í dag að hann myndi segja af sér embætti af heilsufarsástæðum. Fregnir af yfirvofandi afsögn bárust fyrr í morgun, en Abe staðfesti svo tíðindin á fréttamannafundi.
28.08.2020 - 08:26
Erlent · Asía · Stjórnmál · Japan
Abe sagður ætla að segja af sér í dag
Fjölmiðlar í Japan telja fullvíst að Shinzo Abe ætli að segja af sér sem forsætisráðherra í dag. Abe hefur boðað til blaðamannafundar síðar í dag. Abe hefur verið heilsuveill og hafa veikindin versnað að sögn fjölmiðla. Hann ætlar að ræða veikindi sín á blaðamannafundinum, og fullyrða fjölmiðlar að hann ætli að hætta vegna veikindanna.
28.08.2020 - 05:43
Erlent · Asía · Stjórnmál · Japan
Uggur vegna heilsu Abes forsætisráðherra Japans
Forsætisráðherra Japans Shinzo Abe er sagður orðinn afar uppgefinn eftir baráttu ríkisstjórnar hans við kórónuveirufaraldurinn.
Rændu japanskt ninja-safn í skjóli nætur
Bíræfnir þjófar brutust inn á ninja-safn í Japan án þess að nokkur yrði þeirra var fyrr en það var orðið um seinan og hurfu þaðan sporlaust með feng sinn, rúmlega milljón japanskra jena, jafnvirði um 1,3 milljóna króna.
21.08.2020 - 03:17
Mesti samdráttur seinni tíma í Japan
Japanska hagkerfið dróst saman um 7,8 prósent í öðrum ársfjórðungi, sem er sá versti í landinu síðan byrjað var að bera saman hagtölur árið 1980. Einhverjir sérfræðingar segja þetta mesta samdrátt síðan í seinni heimsstyrjöldinni. 
17.08.2020 - 01:49
Efnahagsmál · Erlent · Asía · Japan · COVID-19
Metfjöldi smita í Ástralíu og víðar
Sjö hundruð tuttugu og þrír greindust með kórónuveirusmit í Ástralíu síðasta sólarhring, sem er mesti fjöldi á einum degi síðan farsóttin barst til landsins. Þrettán dóu úr COVID-19.
30.07.2020 - 08:52
Erlent · Asía · Evrópa · Eyjaálfa · Ástralía · Japan · Úkraína · COVID-19 · Kórónuveiran
Von stefnir á Mars
Mikill fögnuður braust út þegar eldflaug sem ber fyrsta geimfar Sameinuðu arabísku furstadæmanna var skotið á loft frá Tanegashima geimferðamiðstöðinni í Japan.