Færslur: Japan

Ólympíuleikum aflýst ef ekki tekst að hemja veiruna
Einn valdamesti maður Japans varar við því að Ólympíuleikarnir í Tókíó verði slegnir af, ef ekki tekst að hemja útbreiðslu kórónaveirunnar. COVID-19 tilfellum hefur fjölgað í Japan upp á síðkastið. Japanskir fjölmiðlar hafa eftir Toshihiro Nikai, aðalritara og næst-æðsta manni Frjálslynda demókrataflokksins, sem fer með stjórnartaumana í Japan, að ómögulegt geti orðið að halda leikana.
15.04.2021 - 05:35
Biðja Japani að endurskoða ákvörðun um Fukushima
Sú ákvörðun japanskra stjórnvalda að dæla geislamenguðu vatni í sjó sætir mikilli gagnrýni, bæði heima fyrir og í nágrannaríkjunum. Þúsund tankar hafa verið fylltir af vatni frá kjarnorkuverinu í Fukushima sem skemmdist í náttúruhamförum fyrir áratug.
14.04.2021 - 19:35
Erlent · Umhverfismál · Japan · Kína · Fukushima · kjarnorka · Asía · Náttúra
Vatni úr Fukushima verður dælt út í sjó
Japanska stjórnin samþykkti í morgun að hleypa rúmlega milljón tonnum af unnu vatni úr kjarnorkuverinu í Fukushima út í sjó. Vatninu verður þó ekki sleppt fyrr en eftir að minnsta kosti tvö ár. Sjómenn eru ósáttir og stjórnvöld í Peking og Seúl eru áhyggjufull vegna málsins.
13.04.2021 - 06:54
Fyrst til að fá lungu úr lifandi líffæragjöfum
Japönsk kona varð á dögunum fyrsti COVID-19-sjúklingurinn í heiminum til að fá grætt í sig lunga úr lifandi líffæragjöfum. Hún fékk hluta úr lungum sonar síns og eiginmanns til að græða skemmdir á sínu lunga eftir kórónuveiruna. Læknar í Kýótó vonast til þess að hún nái fullum bata á nokkrum mánuðum.
09.04.2021 - 06:51
Norður Kórea sendir ekki keppendur á Ólympíuleikana
Norður Kórea mun ekki senda íþróttafólk til keppni á Ólympíuleikunum í Tókíó í sumar, vegna heimsfaraldurs kórónaveirunnar. Í tilkynningu frá íþróttamálaráðuneyti Norður Kóreu segir að Ólympíunefnd landsins hafi „ákveðið að taka ekki þátt í 32. Ólympíuleikunum til að vernda íþróttafólk fyrir þeirri ógn sem steðjar að lýðheilsu heimsbyggðarinnar vegna COVID-19.“
06.04.2021 - 03:27
Sprengiflaugar Norður-Kóreu lentu í Japanshafi
Tveimur flugskeytum var skotið í Japanshaf frá Norður-Kóreu í nótt. Grunur leikur á að þær hafi verið sprengjuflaugar. Tveimur skammdrægum flaugum var skotið tveimur skammdræmum flaugum á sunnudag að sögn suðurkóreska hersins.
25.03.2021 - 04:53
Ólympíukyndillinn kominn af stað
Boðhlaupið með ólympíukyndilinn hófst loks skömmu eftir miðnætti í nótt að íslenskum tíma, þegar kominn var fimmtudagsmorgun í Japan, einu ári eftir að hlaupið átti að hefjast. Eldurinn var tendraður í íþróttamiðstöð í Fukushima, sem var notuð sem aðgerðarmiðstöð viðbragðsaðila vegna kjarnorkuslyssins árið 2011.
25.03.2021 - 03:45
Bann við hjónaböndum í bága við stjórnarskrá
Héraðsdómstóll í Sapporo í Japan hefur úrskurðað að það samræmist ekki stjórnarskrá landsins að heimila ekki hjónaband fólks af sama kyni. Þetta er fyrsti úrskurðurinn í fjölda mála sem fólk hefur höfðað á hendur ríkinu frá 2019 þar sem skaðabóta er krafist gegn því að vera meinaður réttur til hjónabands sem gagnkynhneigðir njóta. Úrskurðurinn er talinn áfangasigur fyrir jafnréttissinna í landinu.
17.03.2021 - 13:41
Sjónvarpsfrétt
„Eins og í hryllingsmynd eftir Kurosawa“
Tugir þúsunda sem bjuggu á hamfarasvæðum Japan, þar sem flóðbylgja olli gífurlegri eyðileggingu fyrir tíu árum, hafa ekki enn getað snúið heim. Íslendingur sem heimsótti hamfarasvæði skömmu síðar líkir ástandinu við hryllingsmynd.
11.03.2021 - 18:55
Neyðarástand framlengt í Japan
Stjórnvöld í Japan framlengdu neyðarástand vegna COVID-19 farsóttarinnar um hálfan mánuð í dag, til 21. mars. Það nær til höfuðborgarinnar Tókýó og næstu héraða.
05.03.2021 - 15:47
Könnun sýnir fimmta mesta umferðaröryggi á Íslandi
Ísland er í fimmta sæti hvað umferðaröryggi varðar samkvæmt könnun ástralska fyrirtækisins Zutobi. Fyrirtækið tók saman tölur um umferðarslys og rannsakaði umferðaröryggi í 50 löndum um víða veröld.
26.02.2021 - 17:27
Boeing-777 vélar kyrrsettar vegna atviksins í Denver
Bandaríska flugfélagið United Airlines ætlar að kyrrsetja allar 24 Boeing-777 farþegaþotur sínar, sem útbúnar eru samskonar hreyflum og vélin sem nauðlenda þurfti í Denver í gær. Japönsk flugmálayfirvöld tilkynntu í gær tímabundið flugbann véla með slíka hreyfla.
22.02.2021 - 01:50
Svifryk dró 160.000 til dauða í 5 stærstu borgum heims
Rekja má um 160.000 ótímabær dauðsföll í fimm fjölmennustu borgum heims árið 2020 til loftmengunar. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem unnin var fyrir Suðausturasíudeild náttúrverndarsamtakanna Greenpeace og kynnt var í morgun. Verst var ástandið í fjölmennustu höfuðborg heims, Nýju Dehli á Indlandi. Þar er áætlað að um 54.000 manns hafi dáið af völdum svifryksmengunar þrátt fyrir að mjög hafi dregið úr mengun um hríð, vegna útgöngu- og ferðabanns þegar COVID-19 geisaði þar hvað heitast.
18.02.2021 - 04:49
Bólusetning hafin í Japan
Bólusetning við kórónuveirunni hófst í Japan í morgun og verða um 40.000 heilbrigðisstarfsmenn víðs vegar um land bólusettir í þessari fyrstu lotu.
17.02.2021 - 09:18
Harður skjálfti við Japansstrendur
Harður jarðskjálfti af stærðinni 7,3 mældist undan austurströnd Japans í dag, á svipuðum slóðum og skjálftinn sem olli miklu tjóni fyrir tæpum tíu árum. Skjálftinn fannst vel í Tókýó, en engin flóðbylgjuviðvörun var gefin út. Japanskir fjölmiðlar hafa eftir forsætisráðherranum Yoshihide Suga að engar tilkynningar hafi borist um alvarleg slys.
13.02.2021 - 23:44
Yoshiro Mori sagði af sér
Yoshiro Mori, forseti undirbúningsnefndar Ólympíuleikanna í Tókýó sagði af sér í dag. Hann hefur verið harðlega gagnrýndur víða um heim eftir að hann sagði að konur töluðu of mikið.
12.02.2021 - 07:35
Erlent · Asía · Íþróttir · Japan
Faldi lík móður sinnar í frysti í tíu ár
Yumi Yoshino, japönsk kona á fimmtugsaldri, var handtekin á miðvikudag fyrir að fela lík móður sinnar í frysti í tíu ár. Við yfirheyrslur kvaðst konan hafa verið hræddu um að vera borin út úr íbúðinni ef hún léti vita af láti móður sinnar.
30.01.2021 - 08:18
Spá ögn minni hagvexti vegna lægri loðnukvóta
Hagfræðideild Landsbankans gerir nú ráð fyrir örlítið minni hagvexti á árinu 2021 en fyrri spár gerðu ráð fyrir. Því veldur að minni loðnukvóta verður úthlutað en ætlað var í þjóðhagsspá bankans í október síðastliðnum.
Suga neitar því að Japanir vilji hætta við Ólympíuleika
Yoshihide Suga, forsætisráðherra Japans, segist harðákveðinn í þeirri fyrirætlan sinni að sjá til þess, að Ólympíuleikarnir verði haldnir í Tókíó í sumar, eins og að er stefnt. Suga lýsti þessu yfir eftir að því var haldið fram í breska blaðinu The Times að japanska ríkisstjórnin hefði ákveðið að hætta við að halda leikana vegna kórónaveirufaraldursins og leitaði nú leiða til að bjarga andlitinu.
22.01.2021 - 04:07
„Veröldin ekki styrkari en veikasta heilbrigðiskerfið“
Skráð dauðsföll í Brasilíu af völdum kórónuveirufaraldursins fóru yfir 200 þúsund í gær. Þar geisar önnur bylgja faraldursins af miklum þunga og heilbrigðisyfirvöld eru vonlítil um að sjái fyrir endann á faraldrinum þar á næstunni.
Suga boðar neyðarstig í Tókíó vegna COVID-19
Yoshihide Suga forsætisráðherra Japans boðar að lýst verði yfir neyðarástandi á Stór-Tókíósvæðinu vegna gríðarlegrar útbreiðslu kórónuveirusmita í þriðju bylgju faraldursins.
Óboðinn gestur í höll Japanskeisara
Tæplega þrítugur maður var handtekinn aðfaranótt sunnudags eftir að hafa hafst við í híbýlum Naruhitos Japanskeisara um tveggja klukkustunda skeið.
03.01.2021 - 08:03
Erlent · Japan · Asía · Keisari · Japanskeisari · Innbrot
Árið 2021 gengur í garð um heimsbyggð alla
Árið 2021 gekk fyrst í garð í eyríkjunum Kiribati og Samoa í Kyrrahafi. Næst hófst nýja árið á Nýja-Sjálandi þar sem fjölmenni safnaðist saman í miðborg höfuðborgarinnar Auckland og fylgdist með flugeldasýningu.
01.01.2021 - 06:28
Japanar loka landamærunum
Stjórnvöld í Japan tilkynntu í gær að landamærum landsins yrði lokað um hríð fyrir öllum erlendum ríkisborgurum öðrum en þeim sem þegar búa í landinu og eru með gilt landvistarleyfi. Er þetta gert til að hindra útbreiðslu hins nýja afbrigðis kórónaveirunnar, sem fyrst greindist í Bretlandi í september og talið er smitast mun hraðar en önnur afbrigði. Bannið gengur í gildi á mánudag og stendur út janúar, segir í tilkynningu stjórnvalda.
27.12.2020 - 02:38
Japanskur brennuvargur ákærður
Saksóknarar í Japan hafa lagt fram ákæru á hendur Shinji Aoba, 42 ára gömlum manni. Hann er grunaður um að hafa kveikt í myndveri í borginni Kýótó í júlí á síðasta ári með þeim afleiðingum að þrjátíu og sex fórust.
16.12.2020 - 07:03