Færslur: Japan

„Veröldin ekki styrkari en veikasta heilbrigðiskerfið“
Skráð dauðsföll í Brasilíu af völdum kórónuveirufaraldursins fóru yfir 200 þúsund í gær. Þar geisar önnur bylgja faraldursins af miklum þunga og heilbrigðisyfirvöld eru vonlítil um að sjái fyrir endann á faraldrinum þar á næstunni.
Suga boðar neyðarstig í Tókíó vegna COVID-19
Yoshihide Suga forsætisráðherra Japans boðar að lýst verði yfir neyðarástandi á Stór-Tókíósvæðinu vegna gríðarlegrar útbreiðslu kórónuveirusmita í þriðju bylgju faraldursins.
Óboðinn gestur í höll Japanskeisara
Tæplega þrítugur maður var handtekinn aðfaranótt sunnudags eftir að hafa hafst við í híbýlum Naruhitos Japanskeisara um tveggja klukkustunda skeið.
03.01.2021 - 08:03
Erlent · Japan · Asía · Keisari · Japanskeisari · Innbrot
Árið 2021 gengur í garð um heimsbyggð alla
Árið 2021 gekk fyrst í garð í eyríkjunum Kiribati og Samoa í Kyrrahafi. Næst hófst nýja árið á Nýja-Sjálandi þar sem fjölmenni safnaðist saman í miðborg höfuðborgarinnar Auckland og fylgdist með flugeldasýningu.
01.01.2021 - 06:28
Japanar loka landamærunum
Stjórnvöld í Japan tilkynntu í gær að landamærum landsins yrði lokað um hríð fyrir öllum erlendum ríkisborgurum öðrum en þeim sem þegar búa í landinu og eru með gilt landvistarleyfi. Er þetta gert til að hindra útbreiðslu hins nýja afbrigðis kórónaveirunnar, sem fyrst greindist í Bretlandi í september og talið er smitast mun hraðar en önnur afbrigði. Bannið gengur í gildi á mánudag og stendur út janúar, segir í tilkynningu stjórnvalda.
27.12.2020 - 02:38
Japanskur brennuvargur ákærður
Saksóknarar í Japan hafa lagt fram ákæru á hendur Shinji Aoba, 42 ára gömlum manni. Hann er grunaður um að hafa kveikt í myndveri í borginni Kýótó í júlí á síðasta ári með þeim afleiðingum að þrjátíu og sex fórust.
16.12.2020 - 07:03
Vonast eftir upplýsingum um uppruna alheims og lífsins
Hylki úr japanska geimkönnunarfarinu Hyabusa-2 lenti í eyðimörk í suðurhluta Ástralíu fyrr í kvöld. Hylkið ber örlítið magn yfirborðs- og kjarnaefnis af smástirninu Ryugu sem er á sporbaug um sólu um 300 milljón kílómetra frá jörðu.
Dragon Resilience komin til alþjóðlegu geimstöðvarinnar
Geimflaugin Resilience lagðist að alþjóðlegu geimstöðinni, ISS, klukkan fjögur í nótt að íslenskum tíma. Resilience er Dragon-fólksflutningaflaug úr smiðju bandaríska einkafyrirtækisins SpaceX, sem skotið var á loft frá Canaveralhöfða í Flórída á sunnudagskvöld. Fjórir menn eru um borð, þrír Bandaríkjamenn og einn Japani.
Bretar gera viðskiptasamning við Japani
Bretar undirrituðu viðskiptasamning við Japani fyrr í dag. Það er fyrsti stóri samningurinn sem gerður er eftir að Bretar ákváðu að yfirgefa Evrópusambandið.
23.10.2020 - 06:16
Heimskviður
Fólk sem ákveður að láta sig hverfa - „Johatsu“ í Japan
Talið er að þúsundir Japana láti sig hverfa á ári hverju - segi skilið við fyrra líf og byrji upp á nýtt annars staðar. Stundum er þetta leið kvenna út úr ofbeldissamböndum og stundum telur fólk, af ýmsum ástæðum, betra að það fari að eilífu frekar en að kalla einhvers konar skömm yfir fjölskyldu sína. Stofnuð hafa verið svokölluð nætur-flutningafyrirtæki þar sem fólk getur fengið aðstoð við að hverfa sporlaust yfir nótt. 
18.10.2020 - 07:00
Erlent · Japan · Asía
Vilja dæla geislamenguðu kælivatni Fukushima í sjóinn
Til stendur að losa rúmlega milljón tonn af geislamenguðu vatni úr kælikerfum Fukushima-kjarnorkuversins í hafið á næst árum og áratugum. Ætlunin er að hefjast handa við losunina árið 2022 og talið að það geti tekið áratugi að klára verkið. Fiskimenn í Fukushima og nágrenni óttast að aðgerðin muni hafa af þeim lífsviðurværið - enginn muni vilja leggja sér það til munns, sem þeir sækja í greipar geislamengaðs hafsins undan Fukushima.
16.10.2020 - 06:22
Mönnuð tunglferð áætluð fyrir árið 2024
Átta ríki stefna í sameiningu á mannaða tunglferð fyrir árið 2024. Þau hafa undirritað hið svokallaða Artemis-samkomulag þar sem dregin er upp áætlun um ferðir til tunglsins og víðar um himingeiminn. Samkomulagið er runnið undan rifjum Bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA.
Suga nýr forsætisráðherra Japans
Japansþing kaus Yoshihide Suga sem nýjan forsætisráðherra í dag. Suga sem er sjötíu og eins árs hafði auðveldan sigur þar sem hann fékk 314 af 462 gildra atkvæða.
16.09.2020 - 02:23
Suga kosinn arftaki Abe og ráðherrastóllinn í augsýn
Yoshihide Suga hlaut yfirburðarkosningu um að verða leiðtogi Frjálslynda lýðræðisflokksins í Japan í dag og verður að óbreyttu útnefndur forsætisráðherra landsins á miðvikudag. Fráfarandi forsætisráðherra, Shinzo Abe, sagði af sér af heilsufarsástæðum í lok ágúst.
14.09.2020 - 07:34
Erlent · Asía · Stjórnmál · Japan
Dalai Lama segir lag að bregðast við hnattrænni hlýnun
„Nú er tækifæri til að beina sjónum enn frekar að hnattrænni hlýnun,“ eru skilaboð Dalai Lama andlegs leiðtoga Tíbeta til stjórnmálamanna heimsins.
12.09.2020 - 16:01
Þrír keppast um að verða forsætisráðherra Japans
Tilkynnt var með formlegum hætti í morgun að þrír gæfu kost á sér í kjöri Frjálslynda demókrataflokksins á forsætisráðherraefni Japans.
„Ólympíuleikarnir 2021 verða þeir sem sigruðu Covid“
Ólympíuleikarnir verða haldnir í Tókýó á næsta ári hvað sem kórónuveirufaraldri líður.
Haishen skellur á Kóreuskaga
Íbúar Suður-Kóreu búa sig nú undir komu fellibylsins Haishen. Ofviðrið ógurlega gekk í dag yfir suðurhluta Japans að því er virðist án þess að valda meiriháttar skemmdum eða manntjóni.
07.09.2020 - 01:12
Átta milljónum manna ráðlagt að yfirgefa heimili sín
Allt að átta milljónir manna hafa verið beðin um að yfirgefa heimili sín í Japan  vegna fellibyls sem þegar hefur náð landi á eyjunni Kyushu, sem er syðsta eyja landsins.
06.09.2020 - 20:36
Erlent · Japan · Asía · Óveður
Ofsaveður í aðsigi í Japan og Suður-Kóreu
Geysiöflugur fellibylur nálgast nú suðurhluta Japans. Búist er við gríðarlegu ofviðri og óskaplegri rigningu þegar í dag. Orkan verði svo ofboðsleg að rafmagnsstaurar geti hrokkið í sundur og farartæki fokið um koll.
06.09.2020 - 04:10
Leitað áfram á Kínahafi meðan annar fellibylur nálgast
Leit heldur áfram að sjómönnum sem saknað er af gripaflutningaskipinu Gulf Livestock 1 sem fórst í Kínahafi þegar fellibylurinn Maysak gekk yfir. Enn öflugri fellibylur nálgast nú japönsku eyna Kyushu.
05.09.2020 - 03:25
Erlent · Japan · Óveður · fellibylur · Sjóslys
Enn er leitað að skipverjum á Kínahafi
Leit stendur enn yfir að fjörutíu skipverjum af flutningaskipi sem hvolfdi í ofsaveðri á austanverðu Kínahafi.
04.09.2020 - 02:36
Skipverja af týndu skipi bjargað á Austur-Kínahafi
Japanska strandgæslan bjargaði einum skipverja af flutningaskipinu Gulf Livestock 1 sem saknað er á Suður-Kínahafi. Manninum var bjargað úr úfnu hafinu meðan á leit að skipinu stóð.
03.09.2020 - 03:03
Velja arftaka Shinzo Abe 14. september
Frjálslyndi demókrataflokkurinn í Japan, flokkur Shinzo Abe fráfarandi forsætisráðherra, tilkynnti í dag að arftaki Abes yrði kjörinn 14. september næstkomandi.
02.09.2020 - 07:28
Arftaki Abe valinn 14. september
Leiðtogakjör verður í Frjálslynda lýðræðisflokknum í japan 14. september, en þar á að kjósa arftaka Shinzo Abe, forsætisráðherra, sem ætlar að láta af embætti vegna veikinda.
31.08.2020 - 08:24
Erlent · Asía · Japan