Færslur: Jair Bolsonaro

Aðgerðaleysi Brasilíuforseta til rannsóknar
Öldungadeild brasilíska þingsins hóf í dag rannsókn á aðgerðaleysi Jairs Bolsonaros forseta vegna COVID-19 farsóttarinnar. Hún kann að verða honum fjötur um fót í baráttunni fyrir endurkjöri.
Hæstiréttur staðfesti ógildingu dóms yfir Lula
Hæstiréttur Brasilíu staðfesti í dag ógildingu á dómi frá 2018, þar sem Luiz Inacio Lula da Silva, fyrrverandi Brasiliuforseti, var sakfelldur fyrir spillingu í embætti. Átta af ellefu dómurum hæstaréttar greiddu atkvæði með því að staðfesta úrskurð dómarans Edsons Fachins frá 8. mars, sem komst að þeirri niðurstöðu að ógilda skyldi dóminn á grundvelli formgalla.
Hæðist að sóttvörnum og kallar ríkisstjóra „harðstjóra“
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu er við sama heygarðshornið og heldur áfram að fordæma og hæðast að sóttvarnaaðgerðum yfirvalda í hinum einstöku ríkjum landsins. Forsetinn átti afmæli í gær og ávarpaði stuðningsfólk sitt af því tilefni. Notaði hann tækifærið til að kalla þá ríkis- og borgarstjóra sem innleitt hafa sóttvarnareglur „harðstjóra." Brasilía er það land sem næst verst hefur farið út úr heimsfaraldrinum, á eftir Bandaríkjunum, og ekkert lát er á hörmungunum.
Myndskeið
Svipað og að fylgjast með stríðsátökum í heimalandinu
Meira en 90 þúsund greindust með kórónuveiruna í Brasilíu síðastliðinn sólarhring. Heilbrigðiskerfi landsins stendur vart undir álaginu. Forseti landsins ber mikla ábyrgð á stöðunni, segir maður sem fæddur er og uppalinn í Brasilíu.
18.03.2021 - 20:00
Lúla hreinsaður af ákærum og má bjóða sig fram
Lúla, fyrrverandi forseti Brasilíu, hefur verið hreinsaður af ákærum um spillingu og má bjóða sig fram í forsetakosningum á næsta ári. Mál hans var sent aftur til áfrýjunarréttar. Forsetinn fyrrverandi heitir fullu nafni Luiz Inácio Lula da Silva en gengur jafnan undir nafninu Lula. Hann var sakfelldur fyrir spillingu og mútuþægni árið 2018 og hlaut 12 ára fangelsisdóm.
Biður fólk að hætta þessu COVID-væli
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hvetur landsmenn til að hætta öllu COVID-væli. Þrettán hundruð manns hafa dáið af völdum farsóttarinnar að meðaltali síðustu daga.
Vill flýtimeðferð fyrir ísraelskt nefsprey gegn COVID
Jair Bolsonaro, Brasilíuforseti ætlar að fara fram á flýtimeðferð til þess að samþykkja nefsprey gegn COVID-19 sjúkdómnum. Nefspreyið, EXO-CD24, er framleitt í Ísrael og hefur forsætisráðherrann, Benjamin Netanyahu, lýst því sem „kraftaverkalyfi“, samkvæmt fréttastofu AFP.
15.02.2021 - 17:08
Hershöfðingi heilbrigðisráðherra Brasilíu
Hershöfðingi sem hefur enga reynslu af heilbrigðismálum var skipaður heilbrigðisráðherra Brasilíu í gær. Hann er þriðji ráðherra heilbrigðismála í landinu frá því kórónuveirufaraldurinn skall á.
Nýr hópur heimilislausra í Brasilíu
Eftir að strangar reglur um samkomubann og sóttkví voru settar í Brasilíu hefur um 40 af hundraði starfandi fólks þar misst vinnunna. Þar á meðal eru verkamenn, barnfóstrur og ráðskonur.
31.07.2020 - 02:55
Kvikasilfursmengun ógnar íbúum Amazon
Nærri þriðji hver fiskur sem veiðist í Amapa fylki á Amazon-svæðinu í Brasilíu er óhæfur til átu vegna kvikasilfursmengunar. Mengunin er talin stafa af ólöglegri gullnámuvinnslu á svæðinu.
30.07.2020 - 04:33
Jair Bolsonaro með Covid-19
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hefur verið greindur með Covid-19. Hann hefur verið með einkenni sjúkdómsins síðustu daga og greindi frá því í sjónvarpsávarpi í dag að hann hafi greinst með veiruna. 
07.07.2020 - 16:04
Bolsonaro dæmdur til að bera andlitsgrímu
Forseti Brasilíu, Jair Bolsonaro, var í gær dæmdur til þess að bera andlitsgrímu þegar hann er í opinberum störfum. Dagsektum verði beitt, hlýði hann ekki dómnum.
24.06.2020 - 06:56
Brasilía birtir á ný upplýsingar um kórónaveirutilfelli
Yfirvöld í Brasilíu hafa nú tekið á ný til við að birta lista yfir kórónuveirusmit og fjölda þeirra sem látist hafa af völdum veirunnar. 
10.06.2020 - 08:21
Hætt að veita upplýsingar um fjölda smittilfella
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, varði í dag þá ákvörðun ríkisstjórnar sinnar, að veita ekki fullar upplýsingar um útbreiðslu kórónaveirunnar í landinu. Brasilía er nú eitt þeirra ríkja þar sem hvað flest kórónuveirusmit hafa verið greind og hafa raunar einungis Bandaríkin orðið verr úti.
06.06.2020 - 18:04
Brasilía komin í annað sæti yfir smitaða
Yfirvöld í Brasilíu hafa tilkynnt 28.834 dauðsföll af völdum kórónuveirunnar. Nú er Brasilía í fjórða sæti yfir þau lönd sem verst hafa farið út úr faraldrinum.
31.05.2020 - 00:54
Smit í Brasilíu orðin fleiri en í Bretlandi
COVID-19 smitum fjölgar enn í Brasilíu og er landið nú í þriðja sæti yfir flest smit í heiminum. Rúmlega 255 þúsund Brasilíumenn hafa greinst smitaðir og tekur landið þar með fram úr Bretlandi. Hvergi eru smit fleiri nema í Rússlandi og Bandaríkjunum.
Bolsonaro grunaður um misbeitingu valds
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, er grunaður um misbeitingu valds og um að reyna að koma í veg fyrir rannsókn brasilísku alríkislögreglunnar á fjölskyldu sinni. Myndband af honum frá ríkisstjórnarfundi sýnir hann hafa í hótunum um að reka dómsmálaráðherra úr stóli.
13.05.2020 - 07:11
Tugþúsundir kvenna mótmæltu stefnu forsetans
Tugþúsundir flykktust á götur Brasilíuborgar í gær til þess að mótmæla stefnu forsetans Jair Bolsonaro. Skipuleggjendur mótmælanna segja um 100 þúsund manns hafa tekið þátt í mótmælunum, en að sögn lögreglu voru mótmælendurnir um 20 þúsund. Hvor sem fjöldinn var eru þetta fjölmennustu mótmæli sem stofnað hefur verið til í höfuðborginni síðan Bolsonaro var kjörinn forseti í janúar. 
15.08.2019 - 04:20
Bolsonaro bannar bankaauglýsingu
Brasilískur banki ákvað að hætta birtingu auglýsinga að kröfu forseta landsins, Jair Bolsonaro. Auglýsingarnar vörpuðu ljósi á fjölbreytileika Brasilíu, og átti að laða unga viðskiptavini að bankanum. Hörundsdökkir Brasilíumenn voru meðal leikara í auglýsingunni auk transfólks. Auglýsingin var fyrst birt í byrjun apríl en tekin af dagskrá 14. apríl. Markaðsstjóri bankans var rekinn eftir þetta. 
27.04.2019 - 01:15