Færslur: Jair Bolsonaro

Brasilíuforseti gagnrýnir enn rafrænt kosningakerfi
Jair Bolsonaro forseti Brasilíu upphóf í dag að nýju gagnrýni sína á rafrænt kosningakerfi landsins sem verið hefur við lýði allt frá árinu 1996. Hann hefur löngum dregið öryggi kerfisins í efa.
Gerði hlé á kosningabaráttu til að ganga í hjónaband
Brasilíski forsetaframbjóðandinn Luiz Inacio Lula da Silva, jafnan kallaður Lula, gerði hlé á kosningabaráttu sinni í gær og gekk að eiga unnustu sína Rosangela da Silva.
Hæstiréttur hafnar Bolsonaro
Hæstiréttur Brasilíu vísaði í dag frá máli Jairs Bolsonaro forseta gegn dómaranum Alexandre de Moraes. Í áliti dómara sagði að engin ástæða væri til að taka málið fyrir.
18.05.2022 - 20:58
Sigurstranglegur Lula mætir aftur til leiks
Luiz Inácio Lula da Silva, jafnan kallaður Lula, hóf kosningabaráttu sína fyrir brasilísku forsetakosningarnar í gærkvöldi. Lula var áður forseti frá 2003 til 2010 og mun etja kappi við Jair Bolsonaro, sitjandi forseta, í kosningum í október.
Amazon regnskógurinn felldur á ógnarhraða
Skógareyðing í Amazon regnskógunum í Brasilíu var nær tvöfalt meiri í apríl en á sama tíma í fyrra. Náttúruverndarsinnar segjast slegnir yfir umfanginu, en aðeins í apríl mánuði var yfir eitt þúsund ferkílómetrum af regnskóginum felldur.
07.05.2022 - 00:19
Vinstrimenn geta ráðið úrslitum á sunnudaginn
Luiz Inacio Lula da Silva, forsetaframbjóðandi og fyrrverandi forseti Brasilíu, hvetur franska kjósendur til að sigrast á stjórnmálaöflum lengst til hægri með því að flykkjast um Emmanuel Macron núverandi forseta. Stjórnmálaskýrendur telja að niðurstöður seinni umferðar forsetakosninganna séu í höndum vinstrimanna.
Stíf gagnrýni vegna kaupa á stinningarlyfjum
Brasilíski herinn sætir stífri gagnrýni eftir að þingmaðurinn Elias Vaz fullyrti í dag að herinn hafi fest kaup á miklu magni stinningarlyfja fyrir hermenn með samþykki Jairs Bolsonaro forseta. Alls keypti herinn 35.000 töflur, segir í frétt AFP.
11.04.2022 - 23:33
Bolsonaro lagður inn á sjúkrahús
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, var í gær lagður inn á sjúkrahús í Brasilíu vegna veikinda. Þarlendir fjölmiðlar greina frá því að forsetinn sé þó ekki talinn alvarlega veikur.
29.03.2022 - 03:48
Bolsonaro lýsir yfir hlutleysi Brasilíu
Jair Bolsonaro forseti Brasilíu lýsti í gær yfir hlutleysi gagnvart innrás Rússa í Úkraínu. Bolsonoro heimsótti Vladimír Pútín Rússlandsforseta 16. febrúar síðastliðinn meðan mikil spenna var í Úkraínudeilunni.
Bolsonaro Brasilíuforseti heldur ótrauður til Pútíns
Jair Bolsonaro forseti Brasilíu er væntanlegur til Rússlands á þriðjudaginn þrátt fyrir þá miklu spennu sem ríkir vegna Úkraínudeilunnar. Bolsonaro lét þrýsting Bandaríkjanna og ráðherra eigin ríkisstjórnar sem vind um eyru þjóta.
Bolsonaro hyggur á Rússlandsheimsókn í febrúar
Jair Bolsonaro Brasilíuforseti hyggst þiggja heimboð til Rússlands undir lok febrúar. Hann kynnti þessa fyrirætlan sína fyrir stuðningsmönnum sínum í gær.
Fimm til ellefu ára börn bólusett í Brasilíu
Bólusetningar barna á aldrinum fimm til ellefu ára hófust í Brasilíu í gær. Heilbrigðisyfirvöld heimiluðu bólusetningar þess aldurshóps í síðasta mánuði þrátt fyrir hávær mótmæli Jairs Bolsonaros forseta.
Brasilíuforseti á sjúkrahúsi
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, fluttur á sjúkrahús í dag eftir að hafa kvartað yfir magaverkjum. Að sögn brasilískra fjölmiðla er talið að garnastífla hrjái forsetann. Hann hefur nokkrum sinnum þurft að leggjast inn á sjúkrahús frá því að hann var stunginn í kviðinn í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar 2018.
03.01.2022 - 13:17
Bólusetningarskylda fyrir erlent ferðafólk til Brasilíu
Hæstaréttardómari í Brasilíu úrskurðaði í vikunni að erlendir ferðamenn skuli framvísa bólusetningarvottorði við komuna til landsins en hverfa frá að öðrum kosti. Úrskurðurinn ógildir fyrri reglugerð heilbrigðisyfirvalda, sem gerði neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi að skilryði fyrir komu erlendra gesta til landsins.
Skógarhögg eykst þótt leiðtogar lofi öðru
Skógarhögg í Amazon-regnskógunum var meira í október en á sama tíma fyrir ári þrátt fyrir loforð stjórnvalda um að draga úr því. Þetta sést á gervihnattarmyndum brasilísku geimvísindastofnunarinnar.
12.11.2021 - 16:24
Brasilía lofar bót og betrun í loftslagsmálum
Brasilíumenn stefna að því að helminga losun sína á gróðurhúsalofttegundum áður en árið 2030 er úti. Fyrra markmið var 43 prósenta skerðing. Niðurskurðurinn miðast við losunina eins og hún var árið 2005. Umhverfisráðherra Brasilíu lýsti þessu yfir við setningu loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow í gær.
Þingnefnd mælir með því að Bolsonaro verði ákærður
Yfir 600.000 manns hafa dáið úr COVID-19 í Brasilíu svo staðfest sé og líkurnar á því að Brasilíuforseti verði látinn svara til saka vegna þessa þykja fara vaxandi frekar en hitt. Meirihluti ellefu manna rannsóknarnefndar öldungadeildar Brasilíuþings samþykkti í gærkvöld að leggja blessun sína yfir og nafn sitt við 1.200 blaðsíðna skýrslu, þar sem eindregið er mælt með því að ákæra verði lögð fram á hendur forsetanum vegna framgöngu hans í heimsfaraldri kórónaveirunnar.
Vilja ákæra Bolsonaro fyrir glæpi gegn mannkyni
Þingmenn í öldungadeild brasilíska þingsins vilja að Jair Bolsonaro forseti verði ákærður fyrir glæpi gegn mannkyni fyrir að hafa með vanrækslu valdið því að mörg hundruð þúsund landsmenn létust úr COVID-19. Rannsókn á störfum stjórnvalda hefur flett ofan af hneykslismálum og spillingu.
Sakaður um glæpi gegn mannkyni í Haag
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, er sakaður um glæpi gegn mannkyni í kæru til Alþjóðasakamáladómstólsins vegna þáttar hans í eyðileggingu Amazon-skóganna.
Mikil mótmæli gegn Bolsonaro víða um Brasilíu
Tugþúsundir Brasilíumanna mótmæltu víðsvegar um land í dag og kröfðust afsagnar Jairs Bolsonaros forseta landsins.
Stuðningsmenn Bolsonaro mótmæla á þjóðhátíðardaginn
Boðað hefur verið til mótmæla í dag í brasilísku borgunum Sao Paulo og Brasilíu til stuðnings forseta landsins. Í dag er þjóðhátíðardagur landsins.
Bolsonaro til rannsóknar
Hæstiréttur Brasilíu hefur úrskurðað að forseti landsins, Jair Bolsonaro, skuli sæta rannsókn fyrir órökstuddar fullyrðingar sínar um kosningasvik.
04.08.2021 - 21:48
YouTube fjarlægir myndskeið Brasilíuforseta
Myndefnisveitan YouTube hefur fjarlægt myndskeið með Jair Bolsonaro, forseta Brasilíu þar sem talið er að í þeim séu rangar eða villandi upplýsingar um kórónuveiruna sem veldur COVID-19. 
Sjónvarpsfrétt
Rannsaka meint embættisglöp Bolsonaro
Rannsókn er hafin á því í Brasilíu hvort forseti landsins hafi látið hjá líða að bregðast við spillingu í tengslum við kaup ríkisins á COVID-bóluefni. Fjöldi fólks hefur tekið þátt í mótmælum gegn forsetanum víða um landið undanfarnar vikur. 
03.07.2021 - 19:29
Segir af sér í skugga rannsóknar
Ricardo Salles, umhverfisráðherra Brasilíu, hefur sagt af sér embætti. Mánuður er liðinn síðan hæstiréttur landsins fyrirskipaði rannsókn á ásökunum um að hann væri viðriðinn ólöglegt skógarhögg og timbursmygl.