Færslur: Jair Bolsonaro

Smit í Brasilíu orðin fleiri en í Bretlandi
COVID-19 smitum fjölgar enn í Brasilíu og er landið nú í þriðja sæti yfir flest smit í heiminum. Rúmlega 255 þúsund Brasilíumenn hafa greinst smitaðir og tekur landið þar með fram úr Bretlandi. Hvergi eru smit fleiri nema í Rússlandi og Bandaríkjunum.
Bolsonaro grunaður um misbeitingu valds
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, er grunaður um misbeitingu valds og um að reyna að koma í veg fyrir rannsókn brasilísku alríkislögreglunnar á fjölskyldu sinni. Myndband af honum frá ríkisstjórnarfundi sýnir hann hafa í hótunum um að reka dómsmálaráðherra úr stóli.
13.05.2020 - 07:11
Tugþúsundir kvenna mótmæltu stefnu forsetans
Tugþúsundir flykktust á götur Brasilíuborgar í gær til þess að mótmæla stefnu forsetans Jair Bolsonaro. Skipuleggjendur mótmælanna segja um 100 þúsund manns hafa tekið þátt í mótmælunum, en að sögn lögreglu voru mótmælendurnir um 20 þúsund. Hvor sem fjöldinn var eru þetta fjölmennustu mótmæli sem stofnað hefur verið til í höfuðborginni síðan Bolsonaro var kjörinn forseti í janúar. 
15.08.2019 - 04:20
Bolsonaro bannar bankaauglýsingu
Brasilískur banki ákvað að hætta birtingu auglýsinga að kröfu forseta landsins, Jair Bolsonaro. Auglýsingarnar vörpuðu ljósi á fjölbreytileika Brasilíu, og átti að laða unga viðskiptavini að bankanum. Hörundsdökkir Brasilíumenn voru meðal leikara í auglýsingunni auk transfólks. Auglýsingin var fyrst birt í byrjun apríl en tekin af dagskrá 14. apríl. Markaðsstjóri bankans var rekinn eftir þetta. 
27.04.2019 - 01:15