Færslur: Jair Bolsonaro

Vilja ákæra Bolsonaro fyrir glæpi gegn mannkyni
Þingmenn í öldungadeild brasilíska þingsins vilja að Jair Bolsonaro forseti verði ákærður fyrir glæpi gegn mannkyni fyrir að hafa með vanrækslu valdið því að mörg hundruð þúsund landsmenn létust úr COVID-19. Rannsókn á störfum stjórnvalda hefur flett ofan af hneykslismálum og spillingu.
Sakaður um glæpi gegn mannkyni í Haag
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, er sakaður um glæpi gegn mannkyni í kæru til Alþjóðasakamáladómstólsins vegna þáttar hans í eyðileggingu Amazon-skóganna.
Mikil mótmæli gegn Bolsonaro víða um Brasilíu
Tugþúsundir Brasilíumanna mótmæltu víðsvegar um land í dag og kröfðust afsagnar Jairs Bolsonaros forseta landsins.
Stuðningsmenn Bolsonaro mótmæla á þjóðhátíðardaginn
Boðað hefur verið til mótmæla í dag í brasilísku borgunum Sao Paulo og Brasilíu til stuðnings forseta landsins. Í dag er þjóðhátíðardagur landsins.
Bolsonaro til rannsóknar
Hæstiréttur Brasilíu hefur úrskurðað að forseti landsins, Jair Bolsonaro, skuli sæta rannsókn fyrir órökstuddar fullyrðingar sínar um kosningasvik.
04.08.2021 - 21:48
YouTube fjarlægir myndskeið Brasilíuforseta
Myndefnisveitan YouTube hefur fjarlægt myndskeið með Jair Bolsonaro, forseta Brasilíu þar sem talið er að í þeim séu rangar eða villandi upplýsingar um kórónuveiruna sem veldur COVID-19. 
Sjónvarpsfrétt
Rannsaka meint embættisglöp Bolsonaro
Rannsókn er hafin á því í Brasilíu hvort forseti landsins hafi látið hjá líða að bregðast við spillingu í tengslum við kaup ríkisins á COVID-bóluefni. Fjöldi fólks hefur tekið þátt í mótmælum gegn forsetanum víða um landið undanfarnar vikur. 
03.07.2021 - 19:29
Segir af sér í skugga rannsóknar
Ricardo Salles, umhverfisráðherra Brasilíu, hefur sagt af sér embætti. Mánuður er liðinn síðan hæstiréttur landsins fyrirskipaði rannsókn á ásökunum um að hann væri viðriðinn ólöglegt skógarhögg og timbursmygl.
Mótmæla forsetanum - 500 þúsund látin vegna Covid
Fjöldi Brasilíubúa mótmælti um helgina aðgerðaleysi forseta landsins gegn kórónuveirunni. Hálf milljón hefur nú látist úr sjúkdómnum þar í landi og bólusetningar ganga hægt.
20.06.2021 - 12:15
Yfir hálf milljón látin af völdum COVID-19 í Brasilíu
Yfir hálf milljón Brasilíumanna hefur nú fallið í valinn af völdum COVID-19 en aðeins í Bandaríkjunum hafa fleiri látist af völdum sjúkdómsins. Heilbrigðisráðherra landsins greindi frá þessu á Twitter.
Tugir þúsunda mótmæltu Bolsonaro á laugardag
Tugir þúsunda flykktust út á götur og torg í tugum brasilískra borga í dag, til að mótmæla forsetanum Jair Bolsonaro, framgöngu hans í baráttunni við kórónaveirufaraldurinn, og eyðingu Amason-frumskógarins. Þar að auki sökuðu mótmælendur forsetann um að ýta undir kynþáttahatur og ofbeldi í Brasilíu. Kröfðust mótmælendur þess að forsetinn yrði kærður til embættismissis fyrir glæpsamleg afglöp í starfi.
Aðgerðaleysi Brasilíuforseta til rannsóknar
Öldungadeild brasilíska þingsins hóf í dag rannsókn á aðgerðaleysi Jairs Bolsonaros forseta vegna COVID-19 farsóttarinnar. Hún kann að verða honum fjötur um fót í baráttunni fyrir endurkjöri.
Hæstiréttur staðfesti ógildingu dóms yfir Lula
Hæstiréttur Brasilíu staðfesti í dag ógildingu á dómi frá 2018, þar sem Luiz Inacio Lula da Silva, fyrrverandi Brasiliuforseti, var sakfelldur fyrir spillingu í embætti. Átta af ellefu dómurum hæstaréttar greiddu atkvæði með því að staðfesta úrskurð dómarans Edsons Fachins frá 8. mars, sem komst að þeirri niðurstöðu að ógilda skyldi dóminn á grundvelli formgalla.
Hæðist að sóttvörnum og kallar ríkisstjóra „harðstjóra“
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu er við sama heygarðshornið og heldur áfram að fordæma og hæðast að sóttvarnaaðgerðum yfirvalda í hinum einstöku ríkjum landsins. Forsetinn átti afmæli í gær og ávarpaði stuðningsfólk sitt af því tilefni. Notaði hann tækifærið til að kalla þá ríkis- og borgarstjóra sem innleitt hafa sóttvarnareglur „harðstjóra." Brasilía er það land sem næst verst hefur farið út úr heimsfaraldrinum, á eftir Bandaríkjunum, og ekkert lát er á hörmungunum.
Myndskeið
Svipað og að fylgjast með stríðsátökum í heimalandinu
Meira en 90 þúsund greindust með kórónuveiruna í Brasilíu síðastliðinn sólarhring. Heilbrigðiskerfi landsins stendur vart undir álaginu. Forseti landsins ber mikla ábyrgð á stöðunni, segir maður sem fæddur er og uppalinn í Brasilíu.
18.03.2021 - 20:00
Lúla hreinsaður af ákærum og má bjóða sig fram
Lúla, fyrrverandi forseti Brasilíu, hefur verið hreinsaður af ákærum um spillingu og má bjóða sig fram í forsetakosningum á næsta ári. Mál hans var sent aftur til áfrýjunarréttar. Forsetinn fyrrverandi heitir fullu nafni Luiz Inácio Lula da Silva en gengur jafnan undir nafninu Lula. Hann var sakfelldur fyrir spillingu og mútuþægni árið 2018 og hlaut 12 ára fangelsisdóm.
Biður fólk að hætta þessu COVID-væli
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hvetur landsmenn til að hætta öllu COVID-væli. Þrettán hundruð manns hafa dáið af völdum farsóttarinnar að meðaltali síðustu daga.
Vill flýtimeðferð fyrir ísraelskt nefsprey gegn COVID
Jair Bolsonaro, Brasilíuforseti ætlar að fara fram á flýtimeðferð til þess að samþykkja nefsprey gegn COVID-19 sjúkdómnum. Nefspreyið, EXO-CD24, er framleitt í Ísrael og hefur forsætisráðherrann, Benjamin Netanyahu, lýst því sem „kraftaverkalyfi“, samkvæmt fréttastofu AFP.
15.02.2021 - 17:08
Hershöfðingi heilbrigðisráðherra Brasilíu
Hershöfðingi sem hefur enga reynslu af heilbrigðismálum var skipaður heilbrigðisráðherra Brasilíu í gær. Hann er þriðji ráðherra heilbrigðismála í landinu frá því kórónuveirufaraldurinn skall á.
Nýr hópur heimilislausra í Brasilíu
Eftir að strangar reglur um samkomubann og sóttkví voru settar í Brasilíu hefur um 40 af hundraði starfandi fólks þar misst vinnunna. Þar á meðal eru verkamenn, barnfóstrur og ráðskonur.
31.07.2020 - 02:55
Kvikasilfursmengun ógnar íbúum Amazon
Nærri þriðji hver fiskur sem veiðist í Amapa fylki á Amazon-svæðinu í Brasilíu er óhæfur til átu vegna kvikasilfursmengunar. Mengunin er talin stafa af ólöglegri gullnámuvinnslu á svæðinu.
30.07.2020 - 04:33
Jair Bolsonaro með Covid-19
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hefur verið greindur með Covid-19. Hann hefur verið með einkenni sjúkdómsins síðustu daga og greindi frá því í sjónvarpsávarpi í dag að hann hafi greinst með veiruna. 
07.07.2020 - 16:04
Bolsonaro dæmdur til að bera andlitsgrímu
Forseti Brasilíu, Jair Bolsonaro, var í gær dæmdur til þess að bera andlitsgrímu þegar hann er í opinberum störfum. Dagsektum verði beitt, hlýði hann ekki dómnum.
24.06.2020 - 06:56
Brasilía birtir á ný upplýsingar um kórónaveirutilfelli
Yfirvöld í Brasilíu hafa nú tekið á ný til við að birta lista yfir kórónuveirusmit og fjölda þeirra sem látist hafa af völdum veirunnar. 
10.06.2020 - 08:21
Hætt að veita upplýsingar um fjölda smittilfella
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, varði í dag þá ákvörðun ríkisstjórnar sinnar, að veita ekki fullar upplýsingar um útbreiðslu kórónaveirunnar í landinu. Brasilía er nú eitt þeirra ríkja þar sem hvað flest kórónuveirusmit hafa verið greind og hafa raunar einungis Bandaríkin orðið verr úti.
06.06.2020 - 18:04