Færslur: Jair Bolsonaro

Biður fólk að hætta þessu COVID-væli
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hvetur landsmenn til að hætta öllu COVID-væli. Þrettán hundruð manns hafa dáið af völdum farsóttarinnar að meðaltali síðustu daga.
Vill flýtimeðferð fyrir ísraelskt nefsprey gegn COVID
Jair Bolsonaro, Brasilíuforseti ætlar að fara fram á flýtimeðferð til þess að samþykkja nefsprey gegn COVID-19 sjúkdómnum. Nefspreyið, EXO-CD24, er framleitt í Ísrael og hefur forsætisráðherrann, Benjamin Netanyahu, lýst því sem „kraftaverkalyfi“, samkvæmt fréttastofu AFP.
15.02.2021 - 17:08
Hershöfðingi heilbrigðisráðherra Brasilíu
Hershöfðingi sem hefur enga reynslu af heilbrigðismálum var skipaður heilbrigðisráðherra Brasilíu í gær. Hann er þriðji ráðherra heilbrigðismála í landinu frá því kórónuveirufaraldurinn skall á.
Nýr hópur heimilislausra í Brasilíu
Eftir að strangar reglur um samkomubann og sóttkví voru settar í Brasilíu hefur um 40 af hundraði starfandi fólks þar misst vinnunna. Þar á meðal eru verkamenn, barnfóstrur og ráðskonur.
31.07.2020 - 02:55
Kvikasilfursmengun ógnar íbúum Amazon
Nærri þriðji hver fiskur sem veiðist í Amapa fylki á Amazon-svæðinu í Brasilíu er óhæfur til átu vegna kvikasilfursmengunar. Mengunin er talin stafa af ólöglegri gullnámuvinnslu á svæðinu.
30.07.2020 - 04:33
Jair Bolsonaro með Covid-19
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hefur verið greindur með Covid-19. Hann hefur verið með einkenni sjúkdómsins síðustu daga og greindi frá því í sjónvarpsávarpi í dag að hann hafi greinst með veiruna. 
07.07.2020 - 16:04
Bolsonaro dæmdur til að bera andlitsgrímu
Forseti Brasilíu, Jair Bolsonaro, var í gær dæmdur til þess að bera andlitsgrímu þegar hann er í opinberum störfum. Dagsektum verði beitt, hlýði hann ekki dómnum.
24.06.2020 - 06:56
Brasilía birtir á ný upplýsingar um kórónaveirutilfelli
Yfirvöld í Brasilíu hafa nú tekið á ný til við að birta lista yfir kórónuveirusmit og fjölda þeirra sem látist hafa af völdum veirunnar. 
10.06.2020 - 08:21
Hætt að veita upplýsingar um fjölda smittilfella
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, varði í dag þá ákvörðun ríkisstjórnar sinnar, að veita ekki fullar upplýsingar um útbreiðslu kórónaveirunnar í landinu. Brasilía er nú eitt þeirra ríkja þar sem hvað flest kórónuveirusmit hafa verið greind og hafa raunar einungis Bandaríkin orðið verr úti.
06.06.2020 - 18:04
Brasilía komin í annað sæti yfir smitaða
Yfirvöld í Brasilíu hafa tilkynnt 28.834 dauðsföll af völdum kórónuveirunnar. Nú er Brasilía í fjórða sæti yfir þau lönd sem verst hafa farið út úr faraldrinum.
31.05.2020 - 00:54
Smit í Brasilíu orðin fleiri en í Bretlandi
COVID-19 smitum fjölgar enn í Brasilíu og er landið nú í þriðja sæti yfir flest smit í heiminum. Rúmlega 255 þúsund Brasilíumenn hafa greinst smitaðir og tekur landið þar með fram úr Bretlandi. Hvergi eru smit fleiri nema í Rússlandi og Bandaríkjunum.
Bolsonaro grunaður um misbeitingu valds
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, er grunaður um misbeitingu valds og um að reyna að koma í veg fyrir rannsókn brasilísku alríkislögreglunnar á fjölskyldu sinni. Myndband af honum frá ríkisstjórnarfundi sýnir hann hafa í hótunum um að reka dómsmálaráðherra úr stóli.
13.05.2020 - 07:11
Tugþúsundir kvenna mótmæltu stefnu forsetans
Tugþúsundir flykktust á götur Brasilíuborgar í gær til þess að mótmæla stefnu forsetans Jair Bolsonaro. Skipuleggjendur mótmælanna segja um 100 þúsund manns hafa tekið þátt í mótmælunum, en að sögn lögreglu voru mótmælendurnir um 20 þúsund. Hvor sem fjöldinn var eru þetta fjölmennustu mótmæli sem stofnað hefur verið til í höfuðborginni síðan Bolsonaro var kjörinn forseti í janúar. 
15.08.2019 - 04:20
Bolsonaro bannar bankaauglýsingu
Brasilískur banki ákvað að hætta birtingu auglýsinga að kröfu forseta landsins, Jair Bolsonaro. Auglýsingarnar vörpuðu ljósi á fjölbreytileika Brasilíu, og átti að laða unga viðskiptavini að bankanum. Hörundsdökkir Brasilíumenn voru meðal leikara í auglýsingunni auk transfólks. Auglýsingin var fyrst birt í byrjun apríl en tekin af dagskrá 14. apríl. Markaðsstjóri bankans var rekinn eftir þetta. 
27.04.2019 - 01:15