Færslur: Jafnrétti

Fyrst í gegnum glerþak Wall Street
Febrúar árið 2021 markar tímamót í sögu stærstu fjármálafyrirtækja á bandaríska verðbréfamarkaðnum. Þá verður Jane Fraser yfirmaður fjárfestingabankans Citigroup, og þar með fyrsta konan sem stýrir einu af stærstu fjármálafyrirtækjunum á Bandaríkjamarkaði. Fyrirtækið tilkynnti þetta í gærkvöld, þar sem núverandi stjórnandi, Michael Corbat, sagði jafnframt að hann ætli að setjast í helgan stein.
11.09.2020 - 06:27
Líklegt að kærumálum fjölgi með lögunum
Líklegt er að kærumálum til kærunefndar jafnréttismála fjölgi umtalsvert að mati Samtaka íslenskra sveitarfélaga fái frumvarp forsætisráðherra um lög til stjórnsýslu jafnréttismála samþykki þingsins.
Hlutlaus kynskráning í þjóðskrá og ókynjuð orðanotkun
Breytt kynskráning í þjóðskrá, fleiri mögulegar ástæður mismununar í jafnréttisáætlunum sveitarfélaga og breytingar á kærunefnd jafnréttismála er meðal þess sem kemur fram í frumvörpum um jafna stöðu og rétt kynjanna og stjórnsýslu jafnréttismála.
06.08.2020 - 12:43
Ætla að tvöfalda fjölda kvenna í tækniteymum
Snap Inc., móðurfélag smáforritsins Snapchat, ætlar að tvöfalda fjölda kvenkyns starfsmanna í tækniteymum sínum á næstu fimm árum. Sömuleiðis hyggst fyrirtækið tvöfalda fjölda starfsmanna í tækniteymum sem tilheyra minnihlutahópum. Í dag gaf fyrirtækið út skýrslu yfir fjölbreytileika starfsfólks í fyrsta skipti.
29.07.2020 - 23:32
Mála homma og lesbíur upp sem brjálæðinga
Nýafstaðnar forsetakosningar í Póllandi ollu hinsegin samfélaginu vonbrigðum. Jacob Volsky, sem er búsettur hér á landi, segir að stjórnmálamenn, sem þurfi óvin til að berjast gegn, geri aðför að hinsegin fólki sem taktík í kosningabaráttunni. Samkynhneigðir séu látnir líta út sem hættulegt fólk sem hafni pólskum hefðum og gildum.
Skipuleggjandi harmar umræðu um tónleika á Egilsstöðum
Fernir tónleikar hafa verið auglýstir á hótelinu Valaskjálf á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina. Skipuleggjendur hafa verið gagnrýndir fyrir það á samfélgsmiðlum að engar konur skuli koma fram. Þráinn Lárusson, eigandi hótelsins, segir í samtali við fréttastofu að sér finnist afskaplega leiðinlegt að tónleikarnir hafi raðast niður með þessum hætti og segist sammála því að það sé vont að engin kona stígi á svið þessa helgi. 
„Þá var krísa og þá réðu karlar konur“
Ráðning kvenna í stöðu faglegs sveitar- eða bæjarstjóra er nátengd kynjaskiptingu viðkomandi sveitarstjórnar og þá sérstaklega því hvaða kyn eru í valdastöðum innan sveitarstjórnarinnar. Þetta eru niðurstöður rannsókna Evu Marínar Hlynsdóttur, dósents í opinberri stjórnsýslu, við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.
Kynlíf samkynhneigðra áfram bannað í Singapúr
Dómstóll í Singapúr hafnaði í gær kröfu um að afglæpavæða kynlíf samkynhneigðra í landinu. Þrír samkynhneigðir karlmenn sóttu málið og sögðu lögin stangast á við stjórnarskrána. Þar segir að karlmenn sem stunda saman kynlíf, hvort sem er á heimili eða opinberum vettvangi, geti átt yfir höfði sér allt að tveggja ára fangelsi. Dómarinn sagði lögin mikilvæg endurspegla viðhorf almennings og trú. 
31.03.2020 - 06:46
Nauðsynlegt að breyta framkomu gagnvart stúlkum
Þrátt fyrir að fleiri stúlkur stundi nám en nokkru sinni fyrr hefur það skilað litlu í að skapa jafnara og ofbeldisminna umhverfi fyrir konur. Tæplega níutíu prósent ala með sér einhverja kynbundna fordóma í garð kvenna.
06.03.2020 - 11:37
Konur vilja frekari kynjakvóta í atvinnulífinu
Konur í atvinnulífinu vilja að sett verði lög um kynjakvóta í stjórnunarstöðum fyrirtækja, eins og í stjórnum. Þetta kemur fram í rannsókn Ástu Dísar Óladóttur, lektors við Háskóla Íslands. 
18.12.2019 - 21:41
Spegillinn
Aldrei áður fengið önnur eins viðbrögð
Það er óhætt að segja að heimildamyndaröðin Svona fólk sem sýnd var á RÚV síðastliðin fimm sunnudagskvöld hafi vakið verðskuldaða athygli. Svona fólk fjallar um mannréttindabaráttu homma og lesbía, hinsegin fólks, hér á landi síðastliðin rúm 40 ár, frá því að Samtökin 78 voru stofnuð.
Kastljós
Segir að nú verði loks ráðist í framkvæmdir
Hulda Ragnheiður Árnadóttir, formaður Félags kvenna í atvinnulífinu, sagði að lengi hefði verið rætt um ójafnrétti kynjanna en nú ætti að ráðast í framkvæmdir til að ná því markmiði. Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir óásættanlegt að ríkisfyrirtæki taki ákvarðanir um að beina ekki viðskiptum sínum til ákveðinna aðila á grundvelli sjónarmiða sinna um jafnrétti kynjanna.
Ójöfnuður á Íslandi minnkar
Tekjujöfnuður hefur aukist hér á landi frá í fyrra, miðað við úrvinnslu Viðskiptaráðs Íslands úr gögnum Hagstofunnar. Tekjur lægri tekjuhópa hafa hækkað um átta prósent á meðan tekjur þeirra sem skipa tekjuhæstu tíundina hafa hækkað um fimm prósent. Tekjuhæsta prósentan lækkaði örlítið í tekjum. Til viðbótar við aukinn tekjujöfnuð hefur hlutfall tekjuhærri lækkað og tekjulægri hækkað.
13.08.2019 - 11:06
Myndskeið
Fjölmenn fjólublá mótmæli
Hundruð þúsunda svissneskra kvenna lögðu niður störf um miðjan dag í dag til að mótmæla ójafnrétti kynjanna í landinu. Launamunur er enn um 20 prósent.
14.06.2019 - 18:15
Karlrapparar á Íslandi vaxa eins og lúpína
Í nýjum hlaðvarpsþáttum hjá RÚV núll fjalla Guðmundur Felixson og Hafdís Helga Helgadóttir um vinnumarkaðinn og hversu kynjaður hann getur verið. Í þessum fyrsta þætti er fjallað um tónlistarbransann.
13.05.2019 - 14:23
Kynjamunur í launahækkun en ekki lækkun
Launalækkanir gengu jafnt yfir bæði kynin eftir hrun, segir Katrín Ólafsdóttir lektor í viðskiptafræði. Þær voru mjög víðtækar og lækkuðu um fjórir af hverjum fimm í launum frá 2008 til níu. Af þeim sem hækkuðu fengu karlar meiri launahækkanir en konur.
06.10.2018 - 17:58
Áhrif kynjakvótalaganna lítil í fyrirtækjum
Lög um kynjakvóta hafa ekki ekki leitt til þess að konur í æðstu stöðum fyrirtækja hafi fjölgað, segir prófessor í félagsfræði. Karlar eru í meirihluta rúmlega 80% framkvæmdastjórna í 250 stærstu fyrirtækjum landsins. 
06.10.2018 - 12:21
Konur ráðnar sem flugmenn í Sádi-Arabíu
Sádi-Arabíska flugfélagið Flynas hefur tilkynnt að það ætli að taka við atvinnuumsóknum frá konum í störf flugmanna og flugfreyja. Þetta er í fyrsta sinn sem flugfélagið ræður konur í þessi störf, að því er AFP fréttastofan greinir frá.
13.09.2018 - 17:00
Jafnréttismál áberandi á Lýsu
Jafnréttismál og umræður þeim tengdar eru áberandi á Lýsu, rokkhátíð samtalsins, sem fer nú fram í Hofi. Jafnréttisstofa stendur meðal annars fyrir sófaspjalli um jafnrétti, þar sem tekist er á um lög, hugmyndir og áherslur. Framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu segir mikilvægt að stofnunin hafi heimildir til þess að fylgja lögum eftir með viðurlögum.
07.09.2018 - 14:36
Fleiri konur en karlar skipaðar í nefndir
Fleiri konur en karlar voru skipaðar í nefndir, ráð og stjórnir á vegum ráðuneytanna í fyrra og er það í fyrsta skipti sem það gerist. Konur eru rétt tæplega helmingur nefndarmanna í heildina.
19.06.2018 - 12:08
Ísland ekki lengur í fremstu röð
Ísland hefur dregist aftur úr nágrannalöndunum hvað varðar málefni hinsegin fólks, samkvæmt regnbogakorti baráttusamtakanna ILGA-Europe. Til stendur að leggja fram framvarp um réttindi hinsegin fólks á næstunni.
20.12.2017 - 06:00
Staða kvenna best á Íslandi
Staða kvenna er best á Íslandi og næstbest í Noregi. Þetta kemur fram í samantekt Georgetown stofnunarinnar um konur, frið og öryggi, sem er með höfuðstöðvar í Washington. Vera kann að það hafi breyst vegna slaks gengis kvenna í kosningunum.
30.10.2017 - 09:55
Konur í Sádi-Arabíu fá að taka bílpróf
Skref í átt til jafnréttis var stigið í Sádi-Arabíu í dag þegar tilkynnt var að konum yrði leyft að taka bílpróf og aka farartækjum.
26.09.2017 - 21:33
Fá bætur vegna ófrjósemisaðgerða
Transfólk sem skyldað var í ófrjósemisaðgerð af sænskum yfirvöldum getur átt von á miskabótum. Heilbrigðisráðherra Svíþjóðar, Gabriel Wikstrom, greindi frá þessu í dag. Frá árinu 1973 til 2013 var ákvæði í sænskum lögum um að ef fólk vildi breyta fá viðurkenningu yfirvalda á kynleiðréttingu, yrði það að undirgangast ófrjósemisaðgerð.