Færslur: Jafnrétti

Allar tíðavörur án endurgjalds í Skotlandi
Frá og með morgundeginum verða tíðavörur aðgengilegar öllum endurgjaldslaust í Skotlandi. Það var ákveðið með tímamótalögum sem samþykkt voru í nóvember 2020 en Skotland er fyrsta landið í heiminum sem fer þessa leið.
Ísland efst á lista um jöfnuð kynjanna 13. árið í röð
Ójöfnuður kynjanna er minnstur á Íslandi, er fram kemur í nýútgefinni árlegri skýrslu Alþjóðaefnahagsráðsins, eða World Economic Forum. Það er þrettánda árið í röð sem Ísland trónir á toppi listans.
Sjónvarpsfrétt
Metfjöldi í gleðigöngu í Lundúnum
Tugir þúsunda taka þátt í gleðigöngum víðs vegar um Bretland um helgina. Yfir milljón manns mættu í gönguna í Lundúnum í dag. Fimmtíu ár eru liðin síðan fyrsta gangan þar var haldin. 
02.07.2022 - 19:30
Erlent · Bretland · London · Gleðiganga · LGBTQ · Jafnrétti
Fjöldamótmæli vegna úrskurðar hæstaréttar halda áfram
Mótmæli vegna ógildingar hæstaréttar á tímamótadómi sem tryggði bandarískum konum rétt til að ráða eigin líkama fyrir tæpri hálfri öld héldu áfram víðs vegar um Bandaríkin í gær. Búist er við að þeim verði fram haldið í dag.
Bandaríkin
Þegar búið að banna þungunarrof í sjö ríkjum
Að minnsta kosti sjö ríki Bandaríkjanna hafa ýmist þegar innleitt eða lagt drög að því að innleiða mun strangari skilyrði fyrir þungunarrofi en nú gilda, eftir að hæstiréttur þar í landi ógilti nær hálfrar aldar gamlan úrskurð dómstólsins sem tryggði rétt kvenna til þungunarrofs.
Kalifornía styrkir rétt kvenna til þungunarrofs
Allmörg ríki Bandaríkjanna hafa ýmist þegar innleitt eða lagt drög að því að innleiða mun strangari skilyrði fyrir þungunarrofi en nú gilda, eftir að hæstiréttur þar í landi ógilti nær hálfrar aldar gamlan úrskurð dómstólsins sem tryggði rétt kvenna til að ráða eigin líkama og þar með rétt þeirra til þungunarrofs. Í Kaliforníu hafa stjórnvöld brugðist við úrskurði hæstaréttar með því að stíga skref í hina áttina og styrkja rétt kvenna til þungunarrofs enn frekar með lagasetningu og fjárveitingu.
Sjónvarpsfrétt
Kynhlutlaust mál er viðskiptalega skynsamlegt
Það er fyrirtækjum í hag að hafa auglýsingar um viðburði og atvinnu á kynhlutlausu máli. Þetta segir almannatengill. Með því að tala máli allra kynja nái fyrirtæki til stærri hóps. 
06.06.2022 - 13:15
Öryggisráðið fjallar um búrkuskyldu í Afganistan
Nýinnleidd krafa talibanastjórnarinnar í Afganistan um að konur skuli klæðast búrku á almannafæri verður tekin til umfjöllunar á fundi Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna á fimmtudag. Deborah Lyons, sérlegur erindreki Sameinuðu þjóðanna í Afganistan, mun upplýsa ráðið um stöðu mála í landinu, og sérstaklega um öfugþróun síðustu vikna og mánaða í kvenréttindamálum.
Sádi Arabía
28.000 konur sóttu um 30 störf lestarstjóra
Þúsundir sádíarabískra kvenna sóttu um þegar spænska járnbrautafyrirtækið Renfe auglýsti eftir konum í starf lestarstjóra þar í landi. Renfe rekur járnbrautir í konungsríkinu Sádi Arabíu, þar sem konur búa við afar takmarkað frelsi og var óheimilt að aka bifreið allt til ársins 2018. Fyrirtækið auglýsti 30 lestarstjórastöður lausar til umsóknar fyrir konur og fékk yfir 28.000 umsóknir.
17.02.2022 - 05:33
Flokksval Samfylkingarinnar í Reykjavík hefst í dag
Rafrænt flokksval Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík hefst í dag og stendur yfir til klukkan þrjú síðdegis á morgun sunnudaginn 13. febrúar. Valið verður í sex efstu sætin á lista flokksins fyrir kosningarnar í vor.
Texaslögin fyrir hæstarétt Bandaríkjanna á mánudag
Ný þungunarrofslöggjöf Texasríkis, sem er einhver sú strangasta sem þekkist í þróuðum, vestrænum ríkjum, verður tekin til umfjöllunar í Hæstarétti Bandaríkjanna á morgun, mánudag, tveimur mánuðum eftir að dómstóllinn hafnaði því að fjalla um hana af lagatæknilegum ástæðum.
Þjóðaratkvæðagreiðsla um hinsegin hjónabönd í Sviss
Tæpir tveir þriðju kjósenda samþykktu hjónabönd samkynhneigðra í þjóðaratkvæðagreiðslu sem lauk í Sviss morgun, samkvæmt fyrstu útgönguspám. Búist er við að niðurstöður atkvæðagreiðslunnar verði tilkynntar á næstu klukkutímum.
26.09.2021 - 11:50
Íslenskir karlar vinna 12% lengri vinnuviku en konur
Munur á vinnutíma karla og kvenna í fullu starfi er mestur á Íslandi af öllum löndum OECD. Ein ástæða þess er að jaðarskattar eru meiri á konur í sambúð en karla. Bjarni Benediktsson efnahags- og fjármálaráðherra segir að ástæður þess þurfi að skoða nánar.
Myndskeið
„Fórnarkostnaður kvenna hærri“
Fjórtán sinnum fleiri konur en karlar í stjórnendastöðum bera ábyrgð á heimilishaldi og kvenkyns stjórnendum finnst þær frekar þurfa að sanna sig. Karlar fá minni stuðning en konur til að samræma starf og fjölskyldulíf. Þetta sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar. Þórey Vilhjálmsdóttir Proppé, einn aðstandenda rannsóknarinnar, segir að konur þurfi að fórna meiru til að verða stjórnendur en karlar.
Trans Ísland hluti af Kvenréttindafélaginu
Félagið Trans Ísland er gengið í Kvenréttindafélag Íslands. Þetta var samþykkt á aðalfundi Kvenréttindafélagsins í dag. Aðildarfélög þess eru nokkur eins og Druslubækur og doðrantar, Femínísk fjármál, Fjöruverðlaunin, Rótin, Samtök um kvennaathvarf og W.O.M.E.N. in Iceland. Þá var Tatjana Latinovic endurkjörin formaður félagsins.
30.04.2021 - 16:25
Ekvador
Þungunarrof heimilt ef þungunin er afleiðing nauðgunar
Stjórnlagadómstóll Ekvadors úrskurðaði í gær að heimila skuli þungunarrof ef þungunin er afleiðing nauðgunar. Umboðsmaður mannréttinda í Ekvador greindi frá þessu á Twitter og sagði að þessa niðurstöðu mætti þakka „þeim konum og kvenréttindasamtökum sem háð hafa þrotlausa baráttu fyrir sanngjarnara samfélagi og auknu jafnrétti."
Myndskeið
Vill jafna stöðu kynja í stjórnir sem Alþingi kýs
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ekki boðlegt að ekki sé kveðið á um sem jöfnust kynjahlutföll í stjórnum á vegum Alþingis. Að hennar tilhlutan lagði forsætisnefnd fram frumvarp í október til að bæta úr því. Síðan hefur ekkert gerst.
Tyrkir kenna ESB um stólaklúðrið
Utanríkisráðherra Tyrklands lýsti því yfir í dag að uppröðun sæta á fundi Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Charles Michel, forseta leiðtogaráðs sambandsins með Erdogan Tyrklandsforseta á þriðjudag hafi verið samkvæmt tilmælum frá sambandinu.
Vill ögra ráðandi karlmennskuhugmyndum
Þorsteinn V. Einarsson, sem hefur síðustu ár haldið úti Instagram-síðunni Karlmennskan, stendur um þessar mundir fyrir átaksverkefninu Jákvæð karlmennska. Ætlunin er að vekja athygli á því hvað jákvæð karlmennska er, hvernig hún getur litið út og hvernig hún getur frelsað karla, drengi og raunar samfélagið allt.
24.03.2021 - 14:08
Viðtal
Segja atvinnulífið bera ábyrgð á kynjahlutfalli
Allir forstjórar fyrirtækja sem skráð eru í Kauphöll Íslands eru karlkyns. Þeim hefur fjölgað undanfarin ár en hlutfallið er áfram það sama. Hluthafar með mikinn eignahluta í fyrirtækjum gætu breytt þessu að mati Stefaníu Guðrúnu Halldórsdóttur, framkvæmdastjóra hjá Eyri Venture Management.
Konur og loftlagsmálin
Hafdís Hanna Ægisdóttir ræddi í umhverfispistli sínum í Samfélaginu um áhrif loftlagsbreytinga á konur og hvaða áhrif þær geta haft til að draga úr þeim.
17.03.2021 - 14:10
Síðdegisútvarpið
Óviðeigandi að „klæða sig“ í kynþátt annarra
Ekki er sama í hvernig búninga fólk klæðir sig á öskudaginn, sem er í dag. Margir af búningum fortíðar þykja í dag hreinlega særandi. Búningavalið vekur því upp ýmsar siðferðilegar spurningar. Inga Auðbjörg Kristjánsdóttir Straumland, formaður Siðmenntar, telur að draga eigi línuna þannig að fólk klæði sig ekki í menningu annarra sem búning.
17.02.2021 - 18:38
Höfðu frumkvæði að þrýstingi á Sádi-Arabíu
Sádiarabískri baráttukonu var sleppt út haldi í gær en íslensk stjórnvöld beittu sér markvisst fyrir lausn baráttufólks í Sádi-Arabíu á meðan Ísland átti sæti í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna árið 2019. Það hafði ekki verið gert áður innan ráðsins. 
Viðtal
Bil milli kynja í skólakerfinu eykst
Þegar sonur Tryggva Hjaltasonar var að hefja grunnskólagöngu sína, ræddi Tryggvi við kennara og komst að því að þeir voru margir sammála um staða drengja innan skólanna væri ekki nógu góð. Tryggvi starfar hjá CCP, er formaður Hugverkaráðs Samtaka iðnaðarins og tekur þátt í átaki í Eyjum vegna menntunar drengja. Rætt var við hann í Silfrinu í dag en hann hefur bakgrunn við greiningar gagna og hefur rýnt í gögn um stöðu kynja í skólakerfinu.
07.02.2021 - 14:04
Frumvarp um kynjakvóta gengur þvert á flokka
Frumvarp um viðurlög við hlutfalli kynja í stjórnum fyrirtækja gengur þvert á flokka á Alþingi. Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá við atkvæðagreiðslu og einn þingmaður studdi frumvarpið en hann er jafnframt flutningsmaður þess.
02.02.2021 - 17:48