Færslur: Jafnrétti

„Þá var krísa og þá réðu karlar konur“
Ráðning kvenna í stöðu faglegs sveitar- eða bæjarstjóra er nátengd kynjaskiptingu viðkomandi sveitarstjórnar og þá sérstaklega því hvaða kyn eru í valdastöðum innan sveitarstjórnarinnar. Þetta eru niðurstöður rannsókna Evu Marínar Hlynsdóttur, dósents í opinberri stjórnsýslu, við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.
Kynlíf samkynhneigðra áfram bannað í Singapúr
Dómstóll í Singapúr hafnaði í gær kröfu um að afglæpavæða kynlíf samkynhneigðra í landinu. Þrír samkynhneigðir karlmenn sóttu málið og sögðu lögin stangast á við stjórnarskrána. Þar segir að karlmenn sem stunda saman kynlíf, hvort sem er á heimili eða opinberum vettvangi, geti átt yfir höfði sér allt að tveggja ára fangelsi. Dómarinn sagði lögin mikilvæg endurspegla viðhorf almennings og trú. 
31.03.2020 - 06:46
Nauðsynlegt að breyta framkomu gagnvart stúlkum
Þrátt fyrir að fleiri stúlkur stundi nám en nokkru sinni fyrr hefur það skilað litlu í að skapa jafnara og ofbeldisminna umhverfi fyrir konur. Tæplega níutíu prósent ala með sér einhverja kynbundna fordóma í garð kvenna.
06.03.2020 - 11:37
Konur vilja frekari kynjakvóta í atvinnulífinu
Konur í atvinnulífinu vilja að sett verði lög um kynjakvóta í stjórnunarstöðum fyrirtækja, eins og í stjórnum. Þetta kemur fram í rannsókn Ástu Dísar Óladóttur, lektors við Háskóla Íslands. 
18.12.2019 - 21:41
Spegillinn
Aldrei áður fengið önnur eins viðbrögð
Það er óhætt að segja að heimildamyndaröðin Svona fólk sem sýnd var á RÚV síðastliðin fimm sunnudagskvöld hafi vakið verðskuldaða athygli. Svona fólk fjallar um mannréttindabaráttu homma og lesbía, hinsegin fólks, hér á landi síðastliðin rúm 40 ár, frá því að Samtökin 78 voru stofnuð.
Kastljós
Segir að nú verði loks ráðist í framkvæmdir
Hulda Ragnheiður Árnadóttir, formaður Félags kvenna í atvinnulífinu, sagði að lengi hefði verið rætt um ójafnrétti kynjanna en nú ætti að ráðast í framkvæmdir til að ná því markmiði. Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir óásættanlegt að ríkisfyrirtæki taki ákvarðanir um að beina ekki viðskiptum sínum til ákveðinna aðila á grundvelli sjónarmiða sinna um jafnrétti kynjanna.
Ójöfnuður á Íslandi minnkar
Tekjujöfnuður hefur aukist hér á landi frá í fyrra, miðað við úrvinnslu Viðskiptaráðs Íslands úr gögnum Hagstofunnar. Tekjur lægri tekjuhópa hafa hækkað um átta prósent á meðan tekjur þeirra sem skipa tekjuhæstu tíundina hafa hækkað um fimm prósent. Tekjuhæsta prósentan lækkaði örlítið í tekjum. Til viðbótar við aukinn tekjujöfnuð hefur hlutfall tekjuhærri lækkað og tekjulægri hækkað.
13.08.2019 - 11:06
Myndskeið
Fjölmenn fjólublá mótmæli
Hundruð þúsunda svissneskra kvenna lögðu niður störf um miðjan dag í dag til að mótmæla ójafnrétti kynjanna í landinu. Launamunur er enn um 20 prósent.
14.06.2019 - 18:15
Karlrapparar á Íslandi vaxa eins og lúpína
Í nýjum hlaðvarpsþáttum hjá RÚV núll fjalla Guðmundur Felixson og Hafdís Helga Helgadóttir um vinnumarkaðinn og hversu kynjaður hann getur verið. Í þessum fyrsta þætti er fjallað um tónlistarbransann.
13.05.2019 - 14:23
Kynjamunur í launahækkun en ekki lækkun
Launalækkanir gengu jafnt yfir bæði kynin eftir hrun, segir Katrín Ólafsdóttir lektor í viðskiptafræði. Þær voru mjög víðtækar og lækkuðu um fjórir af hverjum fimm í launum frá 2008 til níu. Af þeim sem hækkuðu fengu karlar meiri launahækkanir en konur.
06.10.2018 - 17:58
Áhrif kynjakvótalaganna lítil í fyrirtækjum
Lög um kynjakvóta hafa ekki ekki leitt til þess að konur í æðstu stöðum fyrirtækja hafi fjölgað, segir prófessor í félagsfræði. Karlar eru í meirihluta rúmlega 80% framkvæmdastjórna í 250 stærstu fyrirtækjum landsins. 
06.10.2018 - 12:21
Konur ráðnar sem flugmenn í Sádi-Arabíu
Sádi-Arabíska flugfélagið Flynas hefur tilkynnt að það ætli að taka við atvinnuumsóknum frá konum í störf flugmanna og flugfreyja. Þetta er í fyrsta sinn sem flugfélagið ræður konur í þessi störf, að því er AFP fréttastofan greinir frá.
13.09.2018 - 17:00
Jafnréttismál áberandi á Lýsu
Jafnréttismál og umræður þeim tengdar eru áberandi á Lýsu, rokkhátíð samtalsins, sem fer nú fram í Hofi. Jafnréttisstofa stendur meðal annars fyrir sófaspjalli um jafnrétti, þar sem tekist er á um lög, hugmyndir og áherslur. Framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu segir mikilvægt að stofnunin hafi heimildir til þess að fylgja lögum eftir með viðurlögum.
07.09.2018 - 14:36
Fleiri konur en karlar skipaðar í nefndir
Fleiri konur en karlar voru skipaðar í nefndir, ráð og stjórnir á vegum ráðuneytanna í fyrra og er það í fyrsta skipti sem það gerist. Konur eru rétt tæplega helmingur nefndarmanna í heildina.
19.06.2018 - 12:08
Ísland ekki lengur í fremstu röð
Ísland hefur dregist aftur úr nágrannalöndunum hvað varðar málefni hinsegin fólks, samkvæmt regnbogakorti baráttusamtakanna ILGA-Europe. Til stendur að leggja fram framvarp um réttindi hinsegin fólks á næstunni.
20.12.2017 - 06:00
Staða kvenna best á Íslandi
Staða kvenna er best á Íslandi og næstbest í Noregi. Þetta kemur fram í samantekt Georgetown stofnunarinnar um konur, frið og öryggi, sem er með höfuðstöðvar í Washington. Vera kann að það hafi breyst vegna slaks gengis kvenna í kosningunum.
30.10.2017 - 09:55
Konur í Sádi-Arabíu fá að taka bílpróf
Skref í átt til jafnréttis var stigið í Sádi-Arabíu í dag þegar tilkynnt var að konum yrði leyft að taka bílpróf og aka farartækjum.
26.09.2017 - 21:33
Fá bætur vegna ófrjósemisaðgerða
Transfólk sem skyldað var í ófrjósemisaðgerð af sænskum yfirvöldum getur átt von á miskabótum. Heilbrigðisráðherra Svíþjóðar, Gabriel Wikstrom, greindi frá þessu í dag. Frá árinu 1973 til 2013 var ákvæði í sænskum lögum um að ef fólk vildi breyta fá viðurkenningu yfirvalda á kynleiðréttingu, yrði það að undirgangast ófrjósemisaðgerð.