Færslur: Ítalía

Ítalir hóta að banna Ryanair að fljúga til landsins
Samgönguyfirvöld á Ítalíu hótuðu í dag að banna írska flugfélaginu Ryanair að fljúga til landsins á þeim grundvelli að flugfélagið fylgi ekki sóttvarnarreglum.
05.08.2020 - 19:21
Fyrrverandi páfi sagður veikburða
Joseph Ratzinger eða Benedikt XVI fyrrverandi páfi, er sagður alvarlega veikur.
03.08.2020 - 03:45
Boðað til kosninga á Ítalíu í september
Þjóðaratkvæðagreiðsla verður á Ítalíu í september um að fækka fulltrúum á þingi landsins. Jafnframt fara fram kosningar til sex héraðsþinga. Neyðaraðgerðir til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar hafa verið framlengdar til næstu mánaðamóta.
15.07.2020 - 16:04
Eftirköstin gætu verið mun alvarlegri en talið var
COVID-19 er ekki aðeins öndunarfærasjúkdómur, heldur getur hann haft áhrif á allan líkamann og í sumum tilfellum til frambúðar. Þetta segja læknar í Langbarðalandi á Norður-Ítalíu. Þeir ráðleggja fólki að taka sóttvarnaráðstöfunum mjög alvarlega.
15.07.2020 - 12:21
Farþegar Ocean Viking um borð í sóttkvíarferju
Um 180 flóttamenn sem voru um borð í björgunarskipinu Ocean Viking á Miðjarðarhafi í rúma viku fengu að fara í land á Sikiley seint í kvöld. Blaðamaður AFP fréttastofunnar sem var um borð í bátnum segir skipið hafa lagst að bryggju í Porto Empedocle við vesturströnd Sikileyjar. Lögregla fylgdi fólkinu svo um borð í annan bát þar sem það verður í sóttkví til þess að forðast mögulega útbreiðslu kórónuveiru. 
07.07.2020 - 01:34
Ocean Viking liggur við akkeri undan Sikiley
Björgunarskipið Ocean Viking liggur við akkeri undan Sikiley á Ítalíu og áhöfnin bíður leyfis til að halda til hafnar. Hundrað og áttatíu flóttamenn eru um borð og lýsti áhöfn skipsins yfir neyðarástandi fyrir helgi.
06.07.2020 - 11:56
Bleikur jökulís bráðnar hraðar á Ölpunum
Ítalskir vísindamenn rannsaka nú hvernig þörungagróður sem litar jökulís bleikan náði að dreifa úr sér í Ölpunum. Hætta er á að jökullinn bráðni hraðar vegna þörunganna.
06.07.2020 - 00:06
Flóttafólk við Sikiley flutt í annað skip
Ítölsk stjórnvöld hafa veitt 180 flóttamönnum sem bjargað var á Miðjarðarhafi síðustu vikuna í júní heimild til að yfirgefa skipið Ocean Viking. Það flyst um borð í sóttkvíarskip við Sikiley.
Barnaklámhringur upprættur á Ítalíu
Ítalska lögreglan kom upp um hóp barnaníðinga sem hafa verið að senda ólöglegt myndefni sín á milli, þar á meðal myndir af hvítvoðungum. Tugir húsleita voru gerðar og þrír handteknir í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar. Um fimmtíu eru til rannsóknar vegna málsins.
05.07.2020 - 00:26
Björgunarskip lýsir yfir neyðarástandi um borð
Áhöfn björgunarskipsins Ocean Viking hefur lýst yfir neyðarástandi um borð. Sex farþegar hafa reynt að fyrirfara sér og áflog hafa orðið um borð. Skipið hefur verið utan Sikileyjar síðustu daga, eftir að beiðni skipverja um að leggjast að bryggju hefur verið hafnað á sjö stöðum á Ítalíu og Möltu undanfarna viku. 180 flóttamenn sem bjargað var af Miðjarðarhafinu eru um borð í skipinu. 
04.07.2020 - 02:21
Erlent · Afríka · Evrópa · Flóttamenn · Ítalía · Malta
Myndskeið
Lögðu hald á 14 tonn af amfetamíni frá Íslamska ríkinu
Ítalska lögreglan lagði í dag hald á fjórtán tonn af amfetamíni. Hryðjuvekasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki framleiddu amfetamínið í Sýrlandi til þess að fjármagna starfsemi sína.
01.07.2020 - 13:53
Kórónuveiran var komin til Ítalíu í desember
Rannsókn heilbrigðisstofnunarinnar á Ítalíu á skólpi hefur leitt í ljós að kórónuveiran sem veldur COVID-19 var komin til borganna Mílanó og Tórínó í norðurhluta landsins í desember síðastliðnum og til Bologna í janúar. Fyrsta smit af völdum veirunnar var ekki greint fyrr en um miðjan febrúar.
19.06.2020 - 12:03
Útbjó fylltar ólífur á skurðarborðinu
Sjúklingar sem undirgangast heilaskurðaðgerð eru stundum beðnir um hluti á borð við að spila á hljóðfæri á meðan aðgerðin er framkvæmd. Ekki er hins vegar vitað til þess að ólífur hafi verið fylltar á skurðstofunni fyrr en nú.
10.06.2020 - 13:47
Útlínur rómverskrar borgar fundnar án uppgraftar
Vísindamenn notuðu fjórhjól, ratsjár og gervihnetti til þess að greina útlínur fornrar rómverskrar borgar í dalnum þar sem áin Tíber rennur norður af Róm. Borgin Falerii Novi hefur legið neðanjarðar síðustu 1300 ár. 
09.06.2020 - 03:30
Ítalir fagni ekki of snemma sigri gegn kórónaveirunni
Frans páfi varaði Ítali í gær við því að hætta of snemma að passa sig á kórónuveirunni. Hvatti hann þá til að fylgja leiðbeiningum stjórnvalda um að nota andlitsgrímur og viðhalda tveggja metra reglunni.
07.06.2020 - 13:49
Handtekinn vegna fasteignakaupa Vatíkansins
Lögregla Vatíkansins hefur handtekið ítalskan kaupsýslumann, sem aðstoðaði starfsmenn aðalskrifstofu Vatíkansins við kaup á lúxusfjölbýlishúsi í London.
06.06.2020 - 14:20
Tvö þúsund ára gólf sveitaseturs fannst nærri Veróna
Nánast óaðfinnanlegt mósaík-lagt gólf frá tímum Rómaveldis fannst undir vinviðarakri nærri Veróna á Ítalíu á dögunum. Uppgötvunin varð þar sem fornleifafræðingar fundu leifar sveitaseturs árið 1922. Setrið er talið er vera frá þriðju öld okkar tímatals. 
28.05.2020 - 02:11
Tilfellum fækkar á Ítalíu
Þrjú hundruð greindust með COVID-19 á Ítalíu síðastliðinn sólarhring og hafa ekki verið færri tilfelli frá því í lok febrúar. Þar eru nú um 55 þúsund virk smit og fer fækkandi en alls hafa rúmlega 230 þúsund greinst með veiruna. Það er svipuð þróun í öðrum Evrópuríkjum og þungamiðja faraldursins er að færast frá Evrópu til Ameríku.
25.05.2020 - 23:35
Grikkir opna landið fyrir ferðafólki á ný
Ferðamannatíminn hefst að nýju í Grikklandi 15. júní. Frá fyrsta júlí verður millilandaflug heimilað að nýju til helstu ferðamannastaða landsins. Heimilt verður að opna flugvelli á Ítalíu eftir næstu mánaðamót.
20.05.2020 - 17:58
Samfélagið
Þar sem ljóta fólkið býr
„Ljótleiki er dyggð, fegurð er þrældómur,“ segir á skjaldarmerki Klúbbs hinna ljótu, rótgróins félagsskapar ófríðs fólks í 2.000 manna bæ, Piobbico á Ítalíu.
19.05.2020 - 16:49
Péturskirkjan og Akrópólishæð opnaðar á ný
Akrópólishæð í Aþenu og aðrir fornir staðir í Grikklandi voru opnaðir fyrir almenningi á ný í morgun eftir tveggja mánaða hlé vegna kórónuveirufaraldursins. 
18.05.2020 - 08:48
Landamæri Ítalíu opnuð í byrjun júní
Ítölsk stjórnvöld hafa ákveðið að heimilt verði að ferðast til og frá landinu frá 3. júní. Þá verður einnig heimilt að ferðast milli svæða innan Ítalíu. Breska ríkisútvarpið segir þetta vera risaskref í að opna hagkerfi Ítalíu eftir sóttvarnaraðgerðir sem hafa staðið yfir í meira en tvo mánuði.
16.05.2020 - 10:11
180 flóttamenn hafa farist á Miðjarðarhafi á þessu ári
Straumur flóttamanna yfir Miðjarðarhafið heldur áfram þrátt fyrir að Evrópulönd hafi lokað höfnum sínum í kórónuveirufaraldrinum. Hlé var gert á öllu björgunarstarfi á Miðjarðarhafi í síðustu viku.
15.05.2020 - 07:07
Erlent · Evrópa · Malta · Ítalía · Flóttamenn
Tæplega 30% samdráttur í ítölskum iðnaði
Hátt í þrjátíu prósenta samdráttur varð í iðnaði á Ítalíu í mars þar sem loka varð fjölda fyrirtækja vegna COVID-19 farsóttarinnar. Að sögn ítölsku hagstofunnar nam samdrátturinn 28,4 prósentum frá því í febrúar og um 29,3 prósent samanborið við mars í fyrra, þegar tekið hefur verið tillit til mismunandi fjölda vinnudaga í mánuðunum.
11.05.2020 - 15:47
Býr á æfingasvæðinu og hleypur í bílakjallaranum
Daninn Christian Eriksen hefur ekki átt sjö dagana sæla frá því að hann gekk í raðir Internazionale í Mílanó í janúar. Eriksen tókst ekki að festa kaup á húsi áður en kórónuveirufaraldurinn skall á svo hann hefur þurft að búa á æfingasvæði ítalska félagsins síðustu vikur.
10.05.2020 - 13:15