Færslur: Ítalía

Tvö þúsund ára gólf sveitaseturs fannst nærri Veróna
Nánast óaðfinnanlegt mósaík-lagt gólf frá tímum Rómaveldis fannst undir vinviðarakri nærri Veróna á Ítalíu á dögunum. Uppgötvunin varð þar sem fornleifafræðingar fundu leifar sveitaseturs árið 1922. Setrið er talið er vera frá þriðju öld okkar tímatals. 
28.05.2020 - 02:11
Tilfellum fækkar á Ítalíu
Þrjú hundruð greindust með COVID-19 á Ítalíu síðastliðinn sólarhring og hafa ekki verið færri tilfelli frá því í lok febrúar. Þar eru nú um 55 þúsund virk smit og fer fækkandi en alls hafa rúmlega 230 þúsund greinst með veiruna. Það er svipuð þróun í öðrum Evrópuríkjum og þungamiðja faraldursins er að færast frá Evrópu til Ameríku.
25.05.2020 - 23:35
Grikkir opna landið fyrir ferðafólki á ný
Ferðamannatíminn hefst að nýju í Grikklandi 15. júní. Frá fyrsta júlí verður millilandaflug heimilað að nýju til helstu ferðamannastaða landsins. Heimilt verður að opna flugvelli á Ítalíu eftir næstu mánaðamót.
20.05.2020 - 17:58
Samfélagið
Þar sem ljóta fólkið býr
„Ljótleiki er dyggð, fegurð er þrældómur,“ segir á skjaldarmerki Klúbbs hinna ljótu, rótgróins félagsskapar ófríðs fólks í 2.000 manna bæ, Piobbico á Ítalíu.
19.05.2020 - 16:49
Péturskirkjan og Akrópólishæð opnaðar á ný
Akrópólishæð í Aþenu og aðrir fornir staðir í Grikklandi voru opnaðir fyrir almenningi á ný í morgun eftir tveggja mánaða hlé vegna kórónuveirufaraldursins. 
18.05.2020 - 08:48
Landamæri Ítalíu opnuð í byrjun júní
Ítölsk stjórnvöld hafa ákveðið að heimilt verði að ferðast til og frá landinu frá 3. júní. Þá verður einnig heimilt að ferðast milli svæða innan Ítalíu. Breska ríkisútvarpið segir þetta vera risaskref í að opna hagkerfi Ítalíu eftir sóttvarnaraðgerðir sem hafa staðið yfir í meira en tvo mánuði.
16.05.2020 - 10:11
180 flóttamenn hafa farist á Miðjarðarhafi á þessu ári
Straumur flóttamanna yfir Miðjarðarhafið heldur áfram þrátt fyrir að Evrópulönd hafi lokað höfnum sínum í kórónuveirufaraldrinum. Hlé var gert á öllu björgunarstarfi á Miðjarðarhafi í síðustu viku.
15.05.2020 - 07:07
Erlent · Evrópa · Malta · Ítalía · Flóttamenn
Tæplega 30% samdráttur í ítölskum iðnaði
Hátt í þrjátíu prósenta samdráttur varð í iðnaði á Ítalíu í mars þar sem loka varð fjölda fyrirtækja vegna COVID-19 farsóttarinnar. Að sögn ítölsku hagstofunnar nam samdrátturinn 28,4 prósentum frá því í febrúar og um 29,3 prósent samanborið við mars í fyrra, þegar tekið hefur verið tillit til mismunandi fjölda vinnudaga í mánuðunum.
11.05.2020 - 15:47
Býr á æfingasvæðinu og hleypur í bílakjallaranum
Daninn Christian Eriksen hefur ekki átt sjö dagana sæla frá því að hann gekk í raðir Internazionale í Mílanó í janúar. Eriksen tókst ekki að festa kaup á húsi áður en kórónuveirufaraldurinn skall á svo hann hefur þurft að búa á æfingasvæði ítalska félagsins síðustu vikur.
10.05.2020 - 13:15
Ítölsk kona leyst úr átján mánaða gíslingu
Ítölsk kona sem hafði verið í gíslingu í Kenía í eitt og hálft ár var nýverið sleppt. Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu greindi frá þessu í dag. Silvia Romano var 23 ára og var sjálfboðaliði á heimili fyrir munaðarlaus börn í þorpinu Chakama þegar vopnaðir menn rændu henni í nóvember árið 2018. Mennirnir særðu fimm manns á heimilinu, þar af þrjú börn. 
10.05.2020 - 05:14
Lið í Seríu A fái að hefja æfingar í vikunni
Vonir eru enn bundnar við að tímabilið í ítölsku úrvalsdeildinni verði klárað en ekki blásið af eins og hefur verið gert í nokkrum löndum. Íþróttafólk í einstaklingsíþróttum fær að hefja æfingar í landinu á morgun.
03.05.2020 - 11:00
Vísbendingar um að yfir helmingur sé með mótefni
Um 61 prósent íbúa í Langbarðalandi á Ítalíu er með mótefni gegn COVID-19 í líkama sínum, samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum rannsóknar á 750 sýnum. Langbarðaland er á norður Ítalíu og varð illa úti í faraldrinum. Þar létust 13.000 og er það um helmingur dauðsfalla vegna COVID-19 á Ítalíu.
30.04.2020 - 15:55
Myndskeið
Ítalskir veitingahúsaeigendur vilja opna dyrnar
Eigendur veitinga- og öldurhúsa á Ítalíu krefjast þess að ríkisstjórn landsins endurskoði ákvörðun sína um að þeir megi ekki opna aftur fyrr en fyrsta júní.
28.04.2020 - 20:00
Ný brú tekin í notkun í sumar
Síðasti hluti nýrrar brúar sem er í smíðum í Genoa á Ítalíu verður settur á sinn stað í dag og er gert ráð fyrir að hún verði tekin í notkun í júlí. Hún á að leysa af hólmi Morandi-brúna sem hrundi 14, águst 2018 með þeim afleiðingum að 43 fórust.
28.04.2020 - 08:10
Rómverjar mögulega þeir fyrstu til að endurvinna
Fornminjar sem fundist hafa við ítölsku borgina Pompeii benda til þess að Rómverjar til forna hafi flokkað rusl sitt og endurunnið úrgang.
26.04.2020 - 16:45
Ítalir taka skref til baka en skólar lokaðir til hausts
Engir skólar verða opnaðir að nýju á Ítalíu fyrr en í september vegna kórónuveirufaraldursins sem hefur leikið landið grátt síðustu vikur. Þetta kom fram í máli Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, í dag. Mörg fyrirtæki stefna hins vegar á að hefja rekstur að nýju strax í næstu viku þegar slakað verður á hörðustu aðgerðum stjórnvalda.
26.04.2020 - 09:06
Fleiri en 200 þúsund látin vegna kórónuveirunnar
Í fimm löndum í heiminum hafa nú fleiri en 20 þúsund látist vegna kórónuveirunnar. Fleiri en 200 þúsund dauðsföll vegna eru nú staðfest í heiminum vegna veirunnar.
Yfir 25 þúsund látnir á Ítalíu
COVID-19 farsóttin hefur dregið yfir 25 þúsund til dauða á Ítalíu. Heilbrigðisyfirvöld í Rómarborg greindu frá því síðdegis að 437 hefðu látist af hennar völdum síðastliðinn sólarhring. Þar með eru 25.085 látnir, samkvæmt opinberum tölum. Einungis í Bandaríkjunum eru skráð fleiri dauðsföll af völdum sjúkdómsins.
22.04.2020 - 17:55
Conte kynnir tilslakanir um helgina
Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, segist ætla um næstu helgi að greina landsmönnum frá áætlun stjórnvalda um hvernig slakað verði á þeim takmörkunum sem innleiddar voru eftir að kórónuveirufaraldurinn blossaði upp í landinu.
21.04.2020 - 08:56
Yfir 700.000 COVID-19 smit staðfest í Bandaríkjunum
Yfir 700.000 Covid-19 smit hafa nú verið staðfest í Bandaríkjunum og dauðsföll af völdum sjúkdómsins nálgast að vera 37.000 talsins. Þetta kemur fram á vef Johns Hopkins-háskólans í Maryland í Bandaríkjunum, sem heldur utan um tölulegar upplýsingar um útbreiðslu og áhrif farsóttarinnar um allan heim. Nær þrjú af hverjum fjórum allra dauðsfalla vegna COVID-19 hafa orðið í fimm löndum.
18.04.2020 - 03:32
Tveir slasaðir eftir að brú hrundi á Ítalíu
Tveir vöruflutningabílstjórar sluppu með skrámur þegar brú sem þeir óku yfir á Ítalíu hrundi í gærmorgun. Brúin er á þjóðvegi nærri bænum Aulla, um miðja vegu á milli Genúa og Flórens. Á eðlilegum miðvikudegi hefði verið mun meiri umferð yfir brúna, en þar sem útgöngubann er í gildi á Ítalíu voru flutningabílarnir þeir einu sem áttu leið yfir brúna í gærmorgun. 
09.04.2020 - 07:53
Engir flóttamenn til Ítalíu vegna COVID-19
Ítalskar hafnir eru ekki taldar öruggar vegna kórónuveirufaraldursins í landinu og því fá skip hjálparsamtakanna ekki að koma þar að landi með flóttamenn og hælisleitendur.
08.04.2020 - 09:29
Dauðsföll á Ítalíu ekki færri í hálfan mánuð
Dauðsföll vegna COVID-19 á Ítalíu hafa ekki verið færri á einum degi í hálfan mánuð. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi síðdegis.
05.04.2020 - 19:03
Erlent · Evrópa · Ítalía · Spánn · COVID-19
Ítalía
Sjúklingum á gjörgæslu fækkar í fyrsta sinn
Sjúklingum á gjörgæslu fækkaði á Ítalíu í gær, í fyrsta sinn frá því COVID-19 faraldurinn braust út. Dauðsföllum hefur einnig fækkað átta daga í röð.
04.04.2020 - 18:16
Viðtal
Var rekinn heim til sín af lögreglu
Birkir Bjarnason landsliðsmaður í fótbolta segir erfitt að hugsa um fótbolta á meðan um þúsund manns deyja á hverjum degi í næsta nágrenni við hann. Birkir hefur varla mátt fara út úr húsi í fjórar vikur og var rekinn inn til sín af lögreglu um daginn.
04.04.2020 - 17:30