Færslur: Ítalía

Samruni skapar fjórða stærsta bílaframleiðanda heims
Ítalsk-bandaríska bílaframleiðslufyrirtækið Fiat/Chrysler og franski framleiðandinn PSA undirrituðu samrunasamning í dag. Samningaviðræður hafa staðið vel á annað ár.
16.01.2021 - 13:08
Stjórnarkreppa á Ítalíu eftir óvinsæla ákvörðun Renzi
Stjórnarkreppa er staðreynd á Ítalíu eftir að Matteo Renzi sleit flokk sinn, Italia Viva, úr stjórnarsamstarfinu. Renzi er sjálfur fyrrverandi forsætisráðherra. Ákvörðunin er mjög óvinsæl samkvæmt skoðanakönnunum, og nýtur stjórn Giuseppe Conte forsætisráðherra ekki lengur stuðnings meirihluta á þingi.
14.01.2021 - 05:53
Umfangsmikil mafíuréttarhöld hefjast á Ítalíu í dag
Vel á fjórða hundrað sakborninga og yfir 900 vitni taka þátt í stærstu réttarhöldum gegn mafíunni á Ítalíu í áratugi. Réttarhöldin tengjast 'Ndrangheta mafíunni og eru afrakstur margra ára rannsóknar. Þau hefjast í dag og eiga að líkindum eftir að standa yfir í rúm tvö ár að sögn fréttastofu BBC.
13.01.2021 - 03:34
Ólga í ítölskum stjórnmálum
Sergio Mattarella, forseti ítalíu, hefur hvatt flokkana í ríkisstjórn landsins að staðfesta björgunarsjóð Evrópusambandsins áður en þeir útkljá deilur sem talið er að geti stefnt stjórnarsamstarfinu í hættu. Ítalskir fjölmiðlar greindu frá þessu í morgun.
11.01.2021 - 07:59
Páfinn: „Sjálfseyðandi afneitun" að hafna bólusetningu
Efasemdir um ágæti bólusetningar bera vott um sjálfseyðandi afneitun, að mati Frans páfa. Hann hvetur fólk til að láta bólusetja sig hið fyrsta og ætlar sjálfur að láta bólusetja sig í komandi viku.
Fámenn jólamessa páfa í skugga heimsfaraldurs
Tómlegt var um að litast á Péturstorginu í Róm að kvöldi aðfangadags, öfugt við það sem venja er til, og fámennt var í Péturskirkjunni sjálfri, þar sem Frans páfi þjónaði fyrir altari. Innan við tvö hundruð grímubúnir gestir sóttu messuna, aðallega starfsfólki Páfagarðs. Messan var haldin klukkan hálf átta að ítölskum tíma en ekki á miðnætti eins og venja er, vegna útgöngubanns sem í gildi er á Ítalíu kvölds og nætur.
24.12.2020 - 23:32
Yfir 70.000 dauðsföll rakin til COVID-19 á Ítalíu
Ítalía varð í gær fyrsta Evrópuríkið og fimmta landið í heiminum, þar sem yfir 70.000 dauðsföll hafa verið rakin til kórónaveirunnar nýju og COVID-19 sjúkdómsins sem hún veldur. 553 féllu í valinn á Ítalíu í gær vegna farsóttarinnar, heldur færri en á þriðjudag, þegar 628 dóu úr COVID-19 þar í landi. Fleiri ný smit greindust hins vegar í gær en í fyrradag, eða 14.522 á móti 13.318.
24.12.2020 - 05:46
Víðtækar lokanir á Ítalíu yfir jól og áramót
Ítölsk stjórnvöld hafa fyrirskipað viðtækar lokanir yfir jól og áramót til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu COVID-19. Giuseppe Conte forsætisráðherra kynnti ráðstafanirnar í kvöld.
Stutt en kröftugt gos í Etnu
Eldgos hófst í eldfjallinu Etnu á Sikiley um miðnæturbil á sunnudag. Allt að 200 metra háir hraunstrókar og rauðglóandi hraunelfur sem streymdu niður hlíðar fjallsins lýstu upp nóttina fram á morgun. Þá fór heldur að draga úr eldvirkninni sem þó er ekki lokið.
15.12.2020 - 04:39
Erlent · Evrópa · Hamfarir · eldgos · Ítalía
3.300 manna ráðstefnu aflýst vegna aftöku blaðamanns
Stórri viðskiptaráðstefnu evrópskra og íranskra fyrirtækja og stofnana sem hefjast átti í dag og standa fram á miðvikudag var frestað í gær, innan við sólarhring áður en hún átti að hefjast. Ástæðan er aftaka íranskra yfirvalda á blaða- og baráttumanninum Ruhollah Zam á laugardag, þótt skipuleggjendur hafi ekki tilgreint hana er þeir blésu ráðstefnuna af.
14.12.2020 - 05:35
Jólaös í ítölskum borgum veldur áhyggjum
Örtröð var á götum margra helstu borga Ítalíu í gær þrátt fyrir allar sóttvarnareglur og sá lögregla sig knúna til að loka aðgengi að ýmsum vinsælum viðkomustöðum, svo sem Trevi-brunninum í Róm. Borgaryfirvöld þar slökuðu nýverið eilítið á sóttvarnareglum og það nægði til þess að fólk fjölmennti í jólainnkaupin. Sama var uppi á teningnum í fleiri borgum, heilbrigðisyfirvöldum til mikilla vonbrigða.
14.12.2020 - 04:22
myndskeið
Feneyjar á floti
Vatn flæddi yfir götur og torg í Feneyjum í gær. Úrhellið varð meira en spáð var og því voru ekki settir upp tálmar til að hamla flóðum. Vatnshæðin var tæplega 1,4 metrar. Viðamiklu kerfi til að koma í veg fyrir flóð var komið upp í október.
09.12.2020 - 19:20
Meir en ein og hálf milljón látin úr COVID-19
Meir en ein og hálf milljón hefur nú látist úr COVID 19 farsóttinni, samkvæmt tölum Johns Hopkins-háskólans í Bandaríkjunum. Um 65 milljónir hafa greinst með kórónuveiruna um heim allan. Faraldurinn er enn að breiðast út í fjölmörgum löndum. Sums staðar hefur tekist að hægja á útbreiðslunni, annars staðar fjölgar smitum með sívaxandi hraða. Það gildir um mörg ríki í Bandaríkjunum en þar hafa langflest dauðsföllin orðið, rúmlega 276 þúsund.
Fauci dregur í land gagnvart Bretum
Anthony Fauci forstjóri ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna hefur dregið gagn­rýni sína á bresk heilbrigðisyfirvöld í land. Hann sakaði þau í gær um að stytta sér leið í leyfisveitingum fyrir bóluefni gegn COVID-19.
225 flótta- og förumenn fá að fara í land á Ítalíu
Spænska björgunarskipið Open Arms sigldi upp að ströndum Sikileyjar í dag með 225 föru- og flóttamenn innanborðs, sem færðir voru í umsjá ítalskra yfirvalda. Þetta kemur fram í tilkynningu spænsku hjálparsamtakanna sem gera skipið út. 184 fullorðnir og 71 barn frá 20 Afríkuríkjum voru flutt frá borði yfir í tvö ítölsk skip, þar sem þau munu dvelja í sóttkví á meðan gengið er úr skugga um að enginn í hópnum sé smitaður af COVID-19.
15.11.2020 - 01:13
Metfjöldi smita í Þýskalandi og á Ítalíu
Kórónaveirusmitum fjölgar enn á Ítalíu og í Þýskalandi. Í báðum löndum greindust fleiri með COVID-19 í gær en nokkru sinni fyrr; 41.000 á Ítalíu og yfir 23.500 í Þýskalandi.
14.11.2020 - 02:33
Aðgerðir hertar á Ítalíu vegna COVID-19
Aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins verða hertar í fjórum héruðum Ítalíu, með ferðatakmörkunum og útgöngubanni. Guiseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, tilkynnti þetta í gærkvöld.
05.11.2020 - 09:03
Útgöngubanni mótmælt í Napolí
Hundruð söfnuðust saman í Napolí í gærkvöldi til að mótmæla útgöngubanni sem stjórnvöld í Kampaníu-héraði á Ítalíu hafa fyrirskipað.
24.10.2020 - 05:19
Glíman við COVID-19 gæti staðið fram á mitt næsta ár
Frakkar gætu þurft að glíma við Covid-19 fram á mitt næsta ár, að minnsta kosti segir Emmanuel Macron forseti landsins. Þetta hafði hann eftir vísindamönnum í heimsókn sinni á sjúkrahús í París í gær.
Ítalir herða aftur á sóttvarnaaðgerðum
Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu kynnti í dag hertar aðgerðir til að stemma stigu við kórónaveirufaraldrinum, sem hefur verið í sókn þar í landi að undanförnu líkt og víða annars staðar í Evrópu. Fólk er hvatt til að vinna heimanfrá, sé þess nokkur kostur, og auknar skorður eru settar við þjónustu veitinga- og skemmtistaða.
18.10.2020 - 23:24
Metfjöldi veirusmita á Ítalíu
Tíu þúsund kórónuveirusmit greindust á Ítalíu síðastliðinn sólarhring. Þau hafa aldrei verið fleiri á svo stuttum tíma. Stjórnvöld íhuga að koma á útgöngubanni eftir tíu á kvöldin.
16.10.2020 - 17:35
Yfir 30.000 smit í Frakklandi á fimmtudag
Kórónaveirusmitum í Frakklandi fjölgaði mikið milli daga og voru yfir 30.000 ný tilfelli staðfest þar í gær. Hafa þau aldrei verið fleiri á einum sólarhring frá því að farsóttin hóf innreið sína í landið í vetur sem leið. 30.621 smit greindist í gær, en 22.591 daginn þar á undan.
16.10.2020 - 01:20
Mönnuð tunglferð áætluð fyrir árið 2024
Átta ríki stefna í sameiningu á mannaða tunglferð fyrir árið 2024. Þau hafa undirritað hið svokallaða Artemis-samkomulag þar sem dregin er upp áætlun um ferðir til tunglsins og víðar um himingeiminn. Samkomulagið er runnið undan rifjum Bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA.
Skilar fornminjum af ótta við álög
Kanadísk kona á fertugsaldri sendi leirbrot sem hún hafði tekið með sér frá rústum Pompeii fyrir nokkrum árum aftur til Ítalíu á dögunum. Hún telur álög hafa fylgt fornleifunum.
12.10.2020 - 06:29
Sjö látin og tuga enn saknað eftir óveður í Evrópu
Minnst sjö létu lífið í flóðum og skriðum þegar stormurinn Alex gekk yfir suðaustanvert Frakkland og norðvesturhéruð Ítalíu um helgina. Tugir húsa í fjallaþorpum beggja vegna landamæranna, ekki fjarri frönsku borginni Nice, eyðilögðust í flóðum og skriðum sem hlutust af storminum, vegir og brýr sópuðust í burtu og mikið tjón varð líka í strandbyggðum á frönsku Rívíerunni.
06.10.2020 - 04:20
Erlent · Evrópa · Hamfarir · Veður · Ítalía · Frakkland · Óveður