Færslur: Ítalía

Ítalir herða aftur á sóttvarnaaðgerðum
Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu kynnti í dag hertar aðgerðir til að stemma stigu við kórónaveirufaraldrinum, sem hefur verið í sókn þar í landi að undanförnu líkt og víða annars staðar í Evrópu. Fólk er hvatt til að vinna heimanfrá, sé þess nokkur kostur, og auknar skorður eru settar við þjónustu veitinga- og skemmtistaða.
18.10.2020 - 23:24
Metfjöldi veirusmita á Ítalíu
Tíu þúsund kórónuveirusmit greindust á Ítalíu síðastliðinn sólarhring. Þau hafa aldrei verið fleiri á svo stuttum tíma. Stjórnvöld íhuga að koma á útgöngubanni eftir tíu á kvöldin.
16.10.2020 - 17:35
Yfir 30.000 smit í Frakklandi á fimmtudag
Kórónaveirusmitum í Frakklandi fjölgaði mikið milli daga og voru yfir 30.000 ný tilfelli staðfest þar í gær. Hafa þau aldrei verið fleiri á einum sólarhring frá því að farsóttin hóf innreið sína í landið í vetur sem leið. 30.621 smit greindist í gær, en 22.591 daginn þar á undan.
16.10.2020 - 01:20
Mönnuð tunglferð áætluð fyrir árið 2024
Átta ríki stefna í sameiningu á mannaða tunglferð fyrir árið 2024. Þau hafa undirritað hið svokallaða Artemis-samkomulag þar sem dregin er upp áætlun um ferðir til tunglsins og víðar um himingeiminn. Samkomulagið er runnið undan rifjum Bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA.
Skilar fornminjum af ótta við álög
Kanadísk kona á fertugsaldri sendi leirbrot sem hún hafði tekið með sér frá rústum Pompeii fyrir nokkrum árum aftur til Ítalíu á dögunum. Hún telur álög hafa fylgt fornleifunum.
12.10.2020 - 06:29
Sjö látin og tuga enn saknað eftir óveður í Evrópu
Minnst sjö létu lífið í flóðum og skriðum þegar stormurinn Alex gekk yfir suðaustanvert Frakkland og norðvesturhéruð Ítalíu um helgina. Tugir húsa í fjallaþorpum beggja vegna landamæranna, ekki fjarri frönsku borginni Nice, eyðilögðust í flóðum og skriðum sem hlutust af storminum, vegir og brýr sópuðust í burtu og mikið tjón varð líka í strandbyggðum á frönsku Rívíerunni.
06.10.2020 - 04:20
Erlent · Evrópa · Hamfarir · Veður · Ítalía · Frakkland · Óveður
Mannskæð flóð í kjölfar storms í Frakklandi og Ítalíu
Minnst tveir menn týndu lífi og tuga er saknað eftir að heljarstormur gekk yfir sunnanvert Frakkland og norðvesturhéruð Ítalíu. Stormurinn, sem fékk nafnið Alex, olli feiknartjóni í mörgum smábæjum í næsta nágrenni frönsku borgarinnar Nice. Mikið úrhelli fylgdi storminum og sagði borgarstjórinn í Nice að flóðin sem það orsakaði í þorpunum í kring hafi verið þau mestu í manna minnum.
03.10.2020 - 22:59
Erlent · Evrópa · Hamfarir · Veður · Frakkland · Ítalía · Flóð · Óveður
Vilja framlengja neyðarlög á Ítalíu
Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, ætlar að fara fram á það við þing landsins að framlengja neyðarlög vegna heimsfaraldursins til loka janúar næstkomandi. Að óbreyttu falla þau úr gildi að tveimur vikum liðnum.
01.10.2020 - 17:55
Útgönguspá bendir til að Ítalir vilji færri þingmenn
Meirihluti Ítala greiddi atkvæði með því að fækka þingmönnum um meira en þriðjung ef marka má útgönguspá ítalska ríkisútvarpsins.
22.09.2020 - 04:51
Ítalir ganga að kjörborðinu
Ítalir ganga að kjörborðinu í dag. Þar verður kosið til héraðsstjórna auk þess sem kannaður verður hugur Ítala til þess að fækka þingmönnum verulega í báðum deildum ítalska þingsins.
Flóttafólki loks hleypt í land eftir milliríkjadeilur
Hópur flóttafólks sem hefur verið á sjó í meira en 40 daga var hleypt á land á Ítalíu í gærkvöld, eftir að hafa freistað þess að komast frá Líbíu og yfir Miðjarðarhafið til Evrópu. Fólkinu var bjargað um borð í danskt skip, sem síðan var meinað að leggjast að bryggju í þremur ríkjum.
13.09.2020 - 08:48
Erlent · Afríka · Evrópa · Miðjarðarhaf · Ítalía · Malta · Líbía
Dalai Lama segir lag að bregðast við hnattrænni hlýnun
„Nú er tækifæri til að beina sjónum enn frekar að hnattrænni hlýnun,“ eru skilaboð Dalai Lama andlegs leiðtoga Tíbeta til stjórnmálamanna heimsins.
12.09.2020 - 16:01
Berlusconi lagður inn á sjúkrahús
Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, hefur verið lagður inn á sjúkrahús í Mílanó eftir að hafa greinst með COVID-19. Þetta sagði í tilkynningu sem flokkur hans Forza Italia sendi frá sér í morgun.
04.09.2020 - 08:48
Berlusconi með kórónuveiruna
Silvio Berlusconi, fyrrum forsætisráðherra Ítalíu, hefur greinst með kórónuveiruna. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá talsmanni hans.
02.09.2020 - 17:32
Eldur í flóttamannabát við Ítalíu
Eldur kviknaði í bát undan suðurströnd Ítalíu þegar verið var að flytja farþega úr honum um borð í ítölsk herskip. Tugir flóttamanna voru um borð í bátnum þegar eldurinn kviknaði. Þrír eru látnir og þriggja saknað sem féllu fyrir borð. Sex voru fluttir á sjúkrahús með alvarleg brunasár, þar af tveir ítalskir sjóliðar sem aðstoðuðu fólkið á milli báta. 
31.08.2020 - 01:22
Smitum fjölgar á ný á Ítalíu
Fjöldi smita sem greinast daglega á Ítalíu hefur nærri tvöfaldast á síðustu fimm dögum. Á síðasta sólarhringnum greindust 1.220 ný smit en á miðvikudaginn síðasta voru þau 642.
23.08.2020 - 18:45
Veruleg fjölgun nýrra smita í Frakklandi
Kórónuveirusmitum fjölgar hratt í Frakklandi og greindust 4.800 ný tilfelli síðsta sólarhring. Eru það um eittþúsund fleiri en daginn áður og er þetta í fyrsta skipti frá því í maí að yfir 4.000 ný smittilfelli greinast á einum degi.
20.08.2020 - 23:49
Hitabylgja í Evrópu um helgina
Hitabylgja gengur yfir vesturhluta evrópska meginlandsins um helgina. Að líkindum verður heitast á Spáni, þar sem hiti mun jafnvel fara yfir 40 gráður á stöku stað. Yfirvöld í Frakklandi hafa gefið út viðvörun vegna hitabylgjunnar og hvetja eldra fólk og aðra viðkvæma hópa til að halda sig inni og kveikja á loftkælingunni. Þýsk og Belgísk yfirvöld vara líka við yfirvofandi hitabylgju á stórum svæðum.
08.08.2020 - 07:28
Erlent · Evrópa · Veður · hitabylgja · Frakkland · Spánn · Ítalía · Þýskaland · Belgía
Ítalir hóta að banna Ryanair að fljúga til landsins
Samgönguyfirvöld á Ítalíu hótuðu í dag að banna írska flugfélaginu Ryanair að fljúga til landsins á þeim grundvelli að flugfélagið fylgi ekki sóttvarnarreglum.
05.08.2020 - 19:21
Fyrrverandi páfi sagður veikburða
Joseph Ratzinger eða Benedikt XVI fyrrverandi páfi, er sagður alvarlega veikur.
03.08.2020 - 03:45
Boðað til kosninga á Ítalíu í september
Þjóðaratkvæðagreiðsla verður á Ítalíu í september um að fækka fulltrúum á þingi landsins. Jafnframt fara fram kosningar til sex héraðsþinga. Neyðaraðgerðir til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar hafa verið framlengdar til næstu mánaðamóta.
15.07.2020 - 16:04
Eftirköstin gætu verið mun alvarlegri en talið var
COVID-19 er ekki aðeins öndunarfærasjúkdómur, heldur getur hann haft áhrif á allan líkamann og í sumum tilfellum til frambúðar. Þetta segja læknar í Langbarðalandi á Norður-Ítalíu. Þeir ráðleggja fólki að taka sóttvarnaráðstöfunum mjög alvarlega.
15.07.2020 - 12:21
Farþegar Ocean Viking um borð í sóttkvíarferju
Um 180 flóttamenn sem voru um borð í björgunarskipinu Ocean Viking á Miðjarðarhafi í rúma viku fengu að fara í land á Sikiley seint í kvöld. Blaðamaður AFP fréttastofunnar sem var um borð í bátnum segir skipið hafa lagst að bryggju í Porto Empedocle við vesturströnd Sikileyjar. Lögregla fylgdi fólkinu svo um borð í annan bát þar sem það verður í sóttkví til þess að forðast mögulega útbreiðslu kórónuveiru. 
07.07.2020 - 01:34
Ocean Viking liggur við akkeri undan Sikiley
Björgunarskipið Ocean Viking liggur við akkeri undan Sikiley á Ítalíu og áhöfnin bíður leyfis til að halda til hafnar. Hundrað og áttatíu flóttamenn eru um borð og lýsti áhöfn skipsins yfir neyðarástandi fyrir helgi.
06.07.2020 - 11:56
Bleikur jökulís bráðnar hraðar á Ölpunum
Ítalskir vísindamenn rannsaka nú hvernig þörungagróður sem litar jökulís bleikan náði að dreifa úr sér í Ölpunum. Hætta er á að jökullinn bráðni hraðar vegna þörunganna.
06.07.2020 - 00:06