Færslur: Ítalía

Lýstu stuðningi við aðildarumsókn Úkraínu
Leiðtogar Þýskalands, Ítalíu, Frakklands og Rúmeníu eru allir hlynntir því að Úkraína fái aðild að Evrópusambandinu án tafar. Þetta kom fram á blaðamannafundi þeirra fjögurra með Volodymyr Zelensky Úkraínuforseta í Kænugarði.
Segir brýnt að Úkraína vinni stríðið
Leiðtogar Þýskalands, Frakklands og Ítalíu heimsóttu bæinn Irpin, nærri Kænugarði, í dag. Lík um 290 óbreyttra borgara fundust í bænum eftir að rússneski herinn hörfaði þaðan og hafa Rússar verið sakaðir um að fremja stríðsglæpi í bænum.
16.06.2022 - 10:23
Býður lausn á fæðuskorti gegn afléttingu þvingana
Stjórnvöld í Kreml segjast reiðubúin til að leggja verulega af mörkum til að koma í veg fyrir yfirvofandi fæðuskort í heiminum gegn því að Vesturlönd láti af viðskiptaþvingunum sínum.
Þrír Ítalir og Tógómaður fangar mannræningja í Malí
Tógómanni, ítölskum hjónum og barni þeirra hefur verið rænt suðaustanvert í Vestur-Afríkuríkinu Malí. Allt er gert til að tryggja frelsun fólksins en mannrán eru algeng í landinu.
21.05.2022 - 05:00
Ekki tilefni til aðgerða vegna apabólu
Sóttvarnalæknir segir að ekki þurfi að hafa áhyggjur af apabólu hérlendis, enn sem komið er. Fylgjast þurfi vel með stöðunni enda veiran ný í okkar heimshluta. Hún er skyld bólusótt og algengust á afskekktum svæðum í Mið- og Vestur Afríku. Lítið er vitað um hversu skæð veiran kunni að vera.
20.05.2022 - 11:31
Ástralir og fleiri rannsaka tilfelli apabólu
Heilbrigðisyfirvöld í Frakklandi, Ítalíu, Svíþjóð og Ástralíu rannsaka nú hvort apabóla hafi komið upp þar í löndum. Staðfest er að smit hafa komið upp í Bandaríkjunum, á Spáni, Bretlandi og í Portúgal og Kanadamenn eru enn að rannsaka hvort vísbendingar um þrettán smit þar í landi eigi við rök að styðjast.
20.05.2022 - 06:48
Lautarferðir bannaðar í Róm vegna svínapestar
Lautarferðir hafa verið bannaðar og ruslatunnur girtar af víðast hvar í norðanverðri Rómarborg til þess að reyna að hafa hemil á villisvínum og hefta útbreiðslu afrískrar svínapestar.
08.05.2022 - 14:50
Erlent · Ítalía · Róm · Dýr
Alla leið
„Pabbi Blancos er pottþétt miklu yngri en ég“
„Hann er ábyggilega bara einhver mjög töff þrjátíu og fimm ára gæi,“ segir Gísli Marteinn Baldursson um föður einnar skærustu poppstjörnu Ítalíu, sem er annar flytjandi framlags þjóðarinnar í Eurovision í ár. Álitsgjafar Alla leið í kvöld eru nokkuð sátt við lagið Brividi, sem er ástaróður tveggja karla til hvor annars.
07.05.2022 - 13:27
Fjórir geimfarar sneru til jarðar í nótt
Þrír bandarískir geimfarar og einn evrópskur sneru til jarðar í nótt eftir sex mánaða dvöl í Alþjóðlegu geimstöðinni. Ferðin til baka tók tæpan sólarhring frá því SpaceX Dragon Endurance far þeirra leysti festar við stöðina þar til það lenti í hafinu undan ströndum Flórída-ríkis.
Vaktaskipti í geimstöðinni
Þrír bandarískir geimfarar og einn ítalskur eru komnir til starfa í alþjóðlegu geimstöðinni, ISS, þar sem þeir munu dvelja næstu fjóra mánuði og hálfum betur. Fjórmenningarnir voru fluttir til geimstöðvarinnar með Dragon-flaug frá geimferðafyrirtæki Elons Musk, SpaceX, sem tengdist stöðinni tæpum 16 klukkustundum eftir flugtak.
28.04.2022 - 04:44
Ítölsk flugsveit annast loftrýmisgæslu við Ísland
Flugsveit ítalska flughersins kemur til landsins á morgun til að annast loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins við Ísland. Þar með hefst gæslan að nýju en þetta er í sjötta sinn sem Ítalir leggja til flugsveit.
Voldugur jarðskjálfti reið yfir Balkanskaga í kvöld
Jarðskjálfti af stærðinni 5,7 reið yfir sunnanverða Bosníu í kvöld og fannst víðs vegar um Balkanskagann. Vitað er að 28 ára gömul kona fórst og foreldrar hennar eru slasaðir. Ekki hafa borist tíðindi af miklu eignatjóni.
23.04.2022 - 00:15
Berlusconi lýsir þungum vonbrigðum með framferði Pútíns
Milljarðamæringurinn Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu segist hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með framferði vinar síns Vladimírs Pútín forseta Rússlands.
Innkalla Kinderegg vegna salmonellu
Ítalski sælgætisframleiðandinn Ferrero hefur innkallað Kinderegg í nokkrum Evrópulöndum, þar sem hugsanlegt er talið að fólk hafi smitast af salmonellu við að borða þau. Eggin voru framleidd í verksmiðju fyrirtækisins í Arlon í Belgíu. Þaðan var þeim dreift til Bretlands, Frakklands, Þýskalands og Svíþjóðar auk Belgíu.
05.04.2022 - 14:05
Líkurnar á valdaráni í Kreml sagðar aukast sífellt
Líkurnar á að einhver eða einhverjir innan rússnesku leyniþjónustunnar FSB snúist gegn Vladimír Pútín forseta og reyni að ræna hann völdum aukast með hverri vikunni sem innrásin í Úkraínu dregst á langinn. The Guardian greinir frá þessu og vitnar í orð ónefnds háttsetts leyniþjónustumanns máli sínu til stuðnings.
Ítalir hirða milljarðaeignir af rússneskum auðmönnum
Ítölsk stjórnvöld hafa lagt hald á snekkjur og fasteignir fimm rússneskra auðkýfinga að andvirði ríflega 20 milljarða króna á síðustu dögum. Allir eru fimmmenningarnir á lista Evrópusambandsins yfir rússneska auðmenn sem má og á að beita viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum, þar á meðal eignaupptöku, vegna tengsla þeirra við Pútín Rússlandsforseta og innrásar Rússa í Úkraínu.
05.03.2022 - 23:22
Tólf saknað eftir eldsvoða í farþegaferju
Tólf er saknað af ferju sem kviknaði í á Jónahafi í fyrrinótt, nærri grísku eyjunni Korfú. Yfirvöld á Ítalíu greina frá þessu. 290 voru um borð í farþega- og bílferjunni Ólympíu, sem var á leið frá grísku borginni Igoumenitsa til Brindisi á Ítalíu þegar eldurinn kviknaði. Þegar í ljós kom að skipverjum tækist ekki að ráða niðurlögum eldsins gaf skipstjórinn öllum fyrirmæli um að koma sér í björgunarbátana og yfirgefa skipið innan við klukkustundu eftir að eldurinn kviknaði.
19.02.2022 - 02:43
Mannbjörg er eldur kom upp í farþegaferju við Korfú
Engan sakaði þegar eldur braust út um borð í farþegaferju á siglingu um Jónahafið milli Albaníu, Ítalíu og Grikklands í morgun, samkvæmt upplýsingum grísku hafnarlögreglunnar. 237 farþegar og 50 manna áhöfn voru í ferjunni Olympíu þegar eldurinn kom upp. Skipstjórinn lét sjósetja björgunarbáta og bað alla farþega að forða sér frá borði.
18.02.2022 - 06:18
Mattarella hyggst sitja áfram vegna klofnings í þinginu
Sergio Mattarella, forseti Ítalíu, hefur fallist á að gegna embættinu áfram, þar sem þingmönnum hefur ekki tekist að koma sér saman um hver eigi að gegna því í hans stað.
29.01.2022 - 18:24
Látið sem Ferrell vilji syngja fyrir Íslands hönd
Bandaríski gamanleikarinn Will Ferrell virðist halda áfram að sýna áhuga sinn á þátttöku Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Spurt var undir hans nafni á Twitter í kvöld hvort hann mætti syngja fyrir hönd landsins í keppninni í ár. Þarna fer þó ekki leikarinn sjálfur.
Enn óvissa um næsta forseta Ítalíu
Þingmenn mið- og hægriflokka á ítalska þinginu hafa náð samkomulagi um að styðja forseta efri deildar í embætti forseta landsins. Fimmta atkvæðagreiðsla var um málið í morgun og sú sjötta verður síðdegis.
28.01.2022 - 12:43
Ósamkomulag um næsta forseta Ítalíu
Allt er enn á huldu um hver verður næsti forseti Ítalíu. Þingmenn og fulltrúar héraðsstjórna greiddu atkvæði í dag í þriðja sinn í forsetakjörinu, en engin sátt er í augsýn um arftaka Sergios Mattarella, sem gegnt hefur embættinu síðastliðin sjö ár.
26.01.2022 - 17:27
Sjónvarpsfrétt
Mynd ársins breytti örlögum sýrlenskrar fjölskyldu
Sýrlenskir feðgar fá læknisaðstoð á Ítalíu eftir að ljósmynd af þeim var valin mynd ársins og hlaut heimsathygli. Skipuleggjendur verðlaunanna segja þetta sýna að ein ljósmynd geti breytt heilmiklu.
25.01.2022 - 19:50
Ítalskir þingmenn kjósa forseta
Alls óvíst er hver verður næsti forseti Ítalíu, þar sem stjórnmálaflokkar landsins hafa ekki komið sér saman um frambjóðanda. Fyrsta atkvæðagreiðslan var á þinginu í dag.
24.01.2022 - 17:35
Ítalir þrengja enn að óbólusettum
Ítölsk yfirvöld þrengja enn að ferða- og athafnafrelsi þeirra sem þráast við að láta bólusetja sig gegn COVID-19. Á Ítalíu er heilsupassans svokallaða nú krafist á enn fleiri stöðum en fyrr. Heilsupassann fá þau ein sem eru fullbólusett eða hafa jafnað sig af COVID-19 á síðustu sex mánuðum.