Færslur: Ítalía

Myndskeið
Heilsupössum mótmælt á Ítalíu
Lögregla í Trieste á Ítalíu beitti táragasi og háþrýstidælum í dag til að sundra hópi hafnarverkamanna, sem mótmæla reglum um svonefnda heilsupassa. Þá þurfa allir að hafa til að mega mæta til vinnu.
18.10.2021 - 14:12
Þúsundir mótmæltu fasisma í Róm í dag
Fjölmenni kom saman í miðborg Rómar á Ítalíu í dag og mótmælti fasisma. Fyrir viku síðan kom saman hópur frá öfgasamtökum þjóðernissinna og mótmælti heilsupassa og brutust út átök milli mótmælenda og lögreglu. Hópurinn braust inn í höfuðstöðvar elsta verkalýðssambands landsins, CGIL.
16.10.2021 - 21:06
Ítalía
Háar sektir fyrir að mæta til vinnu án heilsupassa
Frá og með deginum í dag gildir sú ófrávíkjanlega regla á Ítalíu, að enginn skuli mæta til vinnu utan eigin heimilis nema gegn framvísun hins svokallaða heilsupassa. Til að fá hann þarf viðkomandi að vera fullbólusettur, hafa náð sér af COVID-19 eða geta sýnt fram á nýlega, neikvæða niðurstöðu úr COVID-19 prófi.
Þúsundir mótmæltu heilsupössum í Róm
Um tíu þúsund manns tóku þátt í mótmælum gegn heilsupössum í miðborg Rómar í gær. Mótmælin voru skipulögð af öfgasamtökum hægri manna að sögn AFP fréttastofunnar. Átök urðu á milli mótmælenda og lögreglu, og notaði lögregla öflugar vatnsbyssur og táragas til að halda aftur af hópi mótmælenda.
Átta látnir eftir í flugslys í Mílanó
Einkaflugvél með átta farþega um borð brotlenti í borginni Mílanó á Ítalíu í dag. Allir um borð létust. Vélin lenti inni í tómri byggingu í útjaðri borgarinnar og engin slys urðu á jörðu niðri. Til stóð að fljúga til eyjunnar Sardiníu í norðri, en vélin brotlenti hins vegar skömmu eftir flugtak frá Linate-flugvellinum í Mílanó.
03.10.2021 - 16:03
Sjónvarpsfrétt
Kynþokkafull stytta veldur usla á Ítalíu
Mikill styr stendur um bronsstyttu sem var afhjúpuð á Ítalíu nýlega. Þingkonur eru á meðal þerira sem vilja taka hann niður strax þar sem hún kyngeri konur og sé tákn um kynjamisrétti.
30.09.2021 - 19:30
Puigdemont lofar að mæta til réttarhalda í október
Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti Katalóníu á Spáni og Evrópuþingmaður kveðst snúa aftur til Belgíu á mánudag. Hann heitir því að snúa aftur til Ítalíu til að vera viðstaddur þinghald í byrjun október um framsal til Spánar.
Puigdemont handtekinn á Ítalíu
Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti Katalóníu á Spáni og Evrópuþingmaður, var handtekinn á Ítalíu í kvöld. Puigdemont hefur verið í útlegð í Belgíu frá árinu 2017, þegar hann flúði land eftir atkvæðagreiðslu um sjálfstæði héraðsins í óþökk spænska ríkisins.
Öllum Ítölum gert að bera græn covid-vegabréf
Ný lög á Ítalíu skylda starfsmenn allra fyrirtækja og stofnana til að geta sýnt fram á bólusetningu við COVID-19, framvísa neikvæðu prófi eða að staðfesta fyrra smit.
Grjótharðar reglur á Ítalíu
Frá og með 15. október verður Ítölum skylt að framvísa svokölluðum "græna passa" til að staðfesta að þeir séu fullbólusettir, hafi verið neikvæðir við skimum eða eru búnir að fá kórónuveiruna.
16.09.2021 - 21:41
Formúluaðdáandi tekinn í misgripum fyrir mafíósa
Lögmaður Breta á sextugsaldri sem var handtekinn í misgripum fyrir alræmdan ítalskan mafíuforingja í Hollandi kallar eftir því að yfirvöld á Ítalíu dragi handtökuskipun hans til baka. Á meðan yfirvöld gera það ekki er málið gegn formúluaðdáandanum sem í fjölmiðlum er nefndur Mark L. enn opið.
14.09.2021 - 06:22
500 fölsuð Francis Bacon verk gerð upptæk
Yfirvöld á Ítalíu lögðu hald á um 500 listaverk sem talin eru falsanir á verkum breska myndlistamannsins Francis Bacon. Reiðufé og önnur verðmæti að andvirði um 450 milljóna króna fundust einnig. 
12.09.2021 - 00:35
Konur komu, sáu og sigruðu í Feneyjum
Kvikmyndin L'Evenement í leikstjórn Audrey Diwan hlaut gyllta ljónið á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í kvöld. Happening fjallar um ólöglegar þungunarrofsaðgerðir í Frakklandi á sjöunda áratugnum. Í þakkarræðu sinni sagðist Diwan hafa gert myndina með reiði, þrá, kjarki, hjartanu og höfðinu.
11.09.2021 - 23:33
Tveir látnir eftir hvirfilvind á ítalskri eyju
Tveir létu lífið og níu slösuðust, þar af fjórir lífshættulega, þegar hvirfilvindur reið yfir eyjuna Pantelleria við Sikiley á Ítalíu í gær. AFP fréttastofan hefur eftir almannavörnum í landinu að vindurinn hafi feykt sex bílum um koll á þeim örstutta tíma sem hann reið yfir. 
11.09.2021 - 02:56
Erlent · Evrópa · Hamfarir · Veður · Ítalía
Afganskar konur mótmæla skorti á kvenkynsráðherrum
Búist er við að greint verði frá samsetningu nýrrar ríkisstjórnar Afganistan eftir síðdegisbænir á morgun, föstudag. Konum er mjög umhugað um skort á kvenkynsráðherrum í væntanlegri ríkisstjórn.
Alelda háhýsi í Mílanó
Svo virðist sem allir íbúar hafi sloppið lifandi undan eldsvoða sem læsti sig í tuttugu hæða blokk í Mílanó á norðanverðri Ítalíu í dag. Viðbragðsaðilar hafa náð sambandi við flestar af þeim um sjötíu fjölskyldum sem búa í blokkinni, og ekki hafa borist fregnir af því að neins sé saknað.
29.08.2021 - 23:29
Yfir 500 bjargað nærri Ítalíu
Ítalska strandgæslan kom yfir fimm hundruð flóttamönnum til bjargar skammt frá eyjunni Lampedusa í gær. Báturinn sigldi frá ströndum Líbíu, og varð fólkið um borð að láta sér mikil þrengsli lynda.
29.08.2021 - 03:19
Grunar að mafían beri ábyrgð á fjölda skógarelda
Yfirvöld á Ítalíu kenna mafíunni um mikinn hluta þeirra skógarelda sem geisað hafa á í landinu í sumar, með hörmulegum afleiðingum. Umhverfisráðherra Ítalíu, Roberto Cingolani, telur að yfir 70 prósent eldanna séu afleiðing vísvitandi íkveikju. Margir þeirra hafa kviknað í þjóðgörðum, þar á meðal eldur sem sveið stórt svæði í merkum beykiskógi í Kalabríuhéraði sem er á heimsminjaskrá UNESCO.
Vara við að skógareldar blossi upp á Spáni og Portúgal
Yfirvöld á Spáni og í Portúgal eru í viðbragðsstöðu í ljósi þess að skógareldar gætu brotist út vegna gríðarlegs hita í suðaustanverðri Evrópu.Heitt loft sunnan úr Norður-Afríku hefur skapað mikla hitabylgju allt umhverfis Miðjarðarhafið undanfarna daga.
Hiti á Sikiley mældist yfir evrópska hitametinu
Hitastig á ítölsku eyjunni Sikiley mældist 48.8°C í dag samkvæmt yfirvöldum á eyjunni. Enn á eftir að staðreyna mælinguna en verði hún staðfest er ljóst að nýtt ítalskt og evrópskt hitamet hafi verið sett. Hitamælirinn sem nam þetta háa hitastig er staðsettur nærri Sýrakúsu, á austurströnd Sikileyjar.
11.08.2021 - 19:04
Þjóðarsorg í Alsír þar sem 65 eru látin í skógareldum
Forseti Alsír lýsir yfir þriggja daga þjóðarsorg í landinu til að minnast þeirra sextíu og fimm sem látið hafa lífið í gríðarlegum skógareldum. Stjórnvöld grunar sterklega að eldarnir hafi kviknað af mannavöldum.
11.08.2021 - 15:47
Að minnsta kosti sjö látin í skógareldum í Alsír
Gríðarlegir skógareldar hafa orðið að minnsta kosti sjö að bana í Alsír. Miklir hitar hafa verið í landinu og gróður því skraufaþurr. Forseti landsins hefur kallað eftir hertum refsingum fyrir íkveikjur.
10.08.2021 - 13:45
Neyðarástand á Sikiley vegna skógarelda - eldgos í Etnu
Yfirvöld á Sikiley lýstu í gær yfir neyðarástandi og hækkuðu viðbúnaðarstig fyrir næsta hálfa árið vegna skógarelda sem brenna á eyjunni. Nello Musumeci, héraðsstjóri á Sikiley, greinir frá því í færslu á Facebook að ákvörðunin sé byggð á ástandinu nú og veðurhorfum í fyrirsjáanlegri framtíð. Sikiley, Sardinía. Calabria og Puglia eru þau héruð Ítalíu sem verst hafa orðið úti í skógareldum í sumar. 
08.08.2021 - 01:22
Sextán látin í skógar- og gróðureldum í Evrópu
Minnst sextán hafa látið lífið í skógar- og gróðureldum í Evrópu síðustu daga og vikur. Tveir létust í eldunum í Grikklandi í gær, en áður höfðu tveir farist á Ítalíu, fjögur á Kýpur og átta í Tyrklandi. Annar Grikkjanna sem dó í gær var slökkviliðsmaður en hinn formaður viðskiptaráðs Aþenu.
07.08.2021 - 04:26
Löggjöf vegna COVID-19 mótmælt á Grikklandi og Ítalíu
Takmörkunum og sóttvarnaaðgerðum vegna COVID-19 var mótmælt af hörku í hvorutveggja Grikklandi og Ítalíu í gær. Víðast hvar fóru mótmælin friðsamlega fram en í Aþenu greip lögregla þó til harkalegra aðgerða.