Færslur: Ítalía

Fékk full laun þrátt fyrir að skrópa í vinnuna í 15 ár
Starfsmaður sjúkrahúss í borginni Catanzaro á Ítalíu er nú til rannsóknar fyrir að hafa skrópað í vinnuna í heil fimmtán ár. Allan þann tíma fékk maðurinn full laun.
22.04.2021 - 07:49
Myndskeið
Lögregluvernd í 30 ár vegna rannsókna á mafíum
Saksóknari á Ítalíu hefur óttast um líf sitt síðan hann byrjaði að rannsaka glæpi hinnar harðsvíruðu Ndrangheta mafíu. Réttarhöld standa nú yfir og eru ein þau umfangsmestu í sögu landsins.
Salvini fyrir rétt í september, ákærður fyrir mannrán
Dómari hefur úrskurðað að Matteo Salvini, formaður Norðurbandalagsins og fyrrverandi innanríkisráðherra Ítalíu, verði að mæta fyrir rétt í Palermo á Sikiley hinn 15. september næstkomandi. Hann er ákærður fyrir mannrán þegar hann kom í veg fyrir að um hundraði flótta- og förufólks um borð í björgunarskipinu Open Arms yrði hleypt í land í ágúst í fyrra.
AstraZeneca afhendir helmingi færri skammta en til stóð
Lyfjaframleiðandinn AstraZeneca hefur tilkynnt að um það bil helmingi færri skammtar bóluefnis þess verði afhentir ríkjum Evrópusambandsins í næstu viku en til stóð. Það eigi einnig við um Noreg og Ísland.
Tyrkir fordæma ummæli Draghi um Erdogan
Ítalski sendiherrann í Tyrklandi var kallaður á teppið í Ankara vegna ummæla Mario Draghi, forsætisráðherra Ítalíu, um tyrkneska forsetann. Draghi kallaði Recep Tayyip Erdogan einræðisherra vegna fundarins með forsetum Evrópusambandsins þar sem Ursula von der Leyen var skilin útundan. Draghi sagði Tyrki hafa niðurlægt von der Leyen, sem er forseti framkvæmdastjórnar ESB.
09.04.2021 - 06:17
Myndskeið
Útgöngubönn og lokanir aðra páskana í röð
Útgöngubönn og lokanir blasa við Evrópubúum aðra páskana í röð. Á Ítalíu voru reglur hertar þannig að ströngustu takmarkanir gilda um allt land um helgina.
03.04.2021 - 20:30
Erlent · Evrópa · COVID-19 · Ítalía · Spánn · Frakkland · Belgía
Ítalir nota á ný bóluefni AstraZeneca
Heilbrigðisyfirvöld á Ítalíu byrjuðu á ný í morgun að nota bóluefni frá AstraZeneca eftir nokkurt hlé og voru Mario Draghi, forsætisráðherra ítalíu, og eiginkona hans,  Maria Serenella Cappello, meðal þeirra sem bólusettir voru í morgun.
30.03.2021 - 09:56
Mafíósi kom upp um sig í matreiðsluþætti á Youtube
Ítalskur mafíósi á flótta undan réttvísinni var handtekinn í Dóminíkanska lýðveldinu í Karíbahafi nýverið. Glöggir áhorfendur matreiðsluþáttar á Youtube áttuðu sig á því hver var þar á ferð og komu lögreglu á sporið.
30.03.2021 - 07:11
„Ítalir eru orðnir andlega þreyttir“
Ítalir eru orðnir andlega þreyttir á Covid nítján faraldrinum, segir íslensk kona sem er búsett þar. Það hafi slæm áhrif á samfélagið. Hertar aðgerðir tóku gildi um mestallt landið í gær og beitir lögreglan sektum óspart, meira að segja í barnaafmælum.
15.03.2021 - 21:56
Skellt í lás á Ítalíu
Þremur fjórðu hlutum Ítalíu hefur verið lokað á ný til að reyna að hemja bráðsmitandi afbrigði kórónuveirunnar sem fyrst kom upp í Bretlandi. Lokunin varir fram yfir páska.
15.03.2021 - 08:22
Hert á aðgerðum á Ítalíu
Búist er við að stjórnvöld á Ítalíu tilkynni í dag um hertar aðgerðir þar sem fjölgun COVID-19 sjúklinga að undanförnu er farin að íþyngja sjúkrahúsum verulega. Mario Draghi forsætisráðherra hélt ríkisstjórnarfund í morgun þar sem farið var yfir stöðuna eftir að tilkynnt var í gær um hátt í 26 þúsund ný veirusmit.
12.03.2021 - 10:50
Yfir 100.000 dáin úr COVID-19 á Ítalíu
Yfir 100.000 manns hafa nú dáið af völdum COVID-19 á Ítalíu svo vitað sé, samkvæmt gögnum ítalskra heilbrigðisyfirvalda og Johns Hopkins háskólans í Maryland. Mario Draghi, forsætisráðherra Ítalíu, ávarpaði landa sína af þessu dapurlega tilefni í gær. Forsætisráðherrann sagði þetta skelfilegan veruleika, sem enginn hefði getað ímyndað sér fyrir ári síðan og ítrekaði heit sín um að setja aukinn kraft í bólusetningarherferð stjórnvalda.
09.03.2021 - 01:37
Grunaður hryðjuverkamaður í haldi á Ítalíu
Ítalska lögreglan segist hafa haldi mann frá Alsír grunaðan um að tilheyra hryðjuverkasamtökunum Íslamska ríkinu og tengjast hryðjuverkunum í París í nóvember 2015.
08.03.2021 - 10:08
Heillegur ævaforn hestvagn fannst nærri Pompeii
Fornleifafræðingar grófu upp nokkuð heillegan hestvagn nærri fornu borginni Pompeii. Vagninn fannst nærri hesthúsi þar sem þrír hestar fundust árið 2018 að sögn fréttastofu BBC.
28.02.2021 - 07:42
Sendiherra Ítalíu, lífvörður hans og bílstjóri myrtir
Sendiherra Ítalíu í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó var myrtur í gær, ásamt lífverði sínum og bílstjóra. Lögregluyfirvöld telja morðin vera afleiðingu misheppnaðrar mannránstilraunar.
Ríkisstjórn Draghis formlega tekin við völdum á Ítalíu
Báðar deildir Ítalíuþings hafa nú lýst trausti á Mario Draghi og ríkisstjórn hans, sem þar með hafa fengið fullt og formlegt umboð til að stjórna landinu. Öldungadeild þingsins samþykkti traustsyfirlýsingu á stjórnina á miðvikudag og í gær samþykkti yfirgnæfandi meirihluti neðri deildarinnar að treysta Draghi fyrir stjórnartaumunum. 535 af 629 þingmönnum sögðu já, en 56 nei.
19.02.2021 - 06:26
Öldungadeild Ítalíuþings samþykkti stjórn Draghis
Öldungadeild ítalska þingsins lagði í gærkvöld blessun sína yfir þjóðstjórn hins nýja forsætisráðherra Ítalíu, Marios Draghis. Greidd verða atkvæði um traust á ríkisstjórn hans í neðri deild þingsins í dag.
18.02.2021 - 02:46
Myndskeið
Etna gýs á nýjan leik
Opnað var á ný fyrir flugsamgöngur á Sikiley á Ítalíu í dag eftir enn eitt gosið í eldfjallinu Etnu. Eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar þurfti að leita skjóls vegna öskufalls.
17.02.2021 - 21:00
Draghi tekur við stjórninni á Ítalíu í dag
Mario Draghi tekur í dag við embætti forsætisráðherra á Ítalíu. Hann leiðir nokkurs konar þjóðstjórn, með ráðherrum úr ýmsum flokkum. Hann nýtur stuðnings stórs hluta þingflokka á ítalska þinginu.
13.02.2021 - 05:24
Fundu 1,3 tonn af kókaíni
Ítalska lögreglan lagði í síðustu viku hald á eitt komma þrjú tonn af hreinu kókaíni í bænum Gioia Tauro í Kalabríuhéraði. 'Ndrangheta mafían notar höfn bæjarins iðulega til að smygla fíkniefnum til landsins.
10.02.2021 - 13:39
Myndskeið
424 flóttamönnum bjargað undan ströndum Ítalíu
424 flóttamönnum var bjargað af yfirfullum bátum úti fyrir Sikiley á Ítalíu um helgina. Áhöfn skipsins Ocean Viking, frá mannúðarsamtökunum SOS Mediterranee, fékk leyfi frá ítölskum yfirvöldum til að koma fólkinu í land í kvöld.
07.02.2021 - 17:20
Líkur á þjóðstjórn á Ítalíu fara vaxandi
Líkurnar á því að Mario Draghi, fyrrverandi forstjóra Seðlabanka Evrópu, takist að mynda þjóðstjórn á Ítalíu jukust til muna í dag þegar tveir af stærstu flokkum landsins lýstu stuðningi við þau áform, með skilyrðum þó.
07.02.2021 - 02:30
Mario Draghi reynir stjórnarmyndun
Mario Draghi, fyrrverandi yfirmaður seðlabanka Evrópu, hyggst reyna að mynda ríkisstjórn á Ítalíu. Sergio Matarella forseti fór þess á leit við hann í dag að fara fyrir þjóðstjórn sem tækist á við neyðarástand sem ríkir í landinu vegna COVID-19 farsóttarinnar.
03.02.2021 - 13:35
Ítalíuforseti vill að Mario Draghi leiði þjóðstjórn
Sergio Mattarella, forseti Ítalíu, hyggst fara þess á leit við Mario Draghi, fyrrverandi forstjóra Seðlabanka Evrópu, að leiða þjóðstjórn sem ætlað er að takast á við neyðarástandið sem skapast hefur í heilbrigðiskerfi og efnahagslífi landsins vegna COVID-19.
Ítalir slaka á sóttvörnum í þremur héruðum
Búist er við að slakað verði á sóttvarnareglum í dag í þremur héruðum á Ítalíu. Dagblaðið La Repubblica greinir frá að til standi að færa Veneto, Emilia-Romagna og Kalabríu úr appelsínugulum flokki í gulan, þvert á ráðleggingar sérfræðinga í lýðheilsumálum. Þetta þýðir að opna má veitingastaði og bari að degi til í héruðunum þremur og íbúarnir fá að vera meira á ferðinni en áður.
29.01.2021 - 17:29