Færslur: Ítalía

Löggjöf vegna COVID-19 mótmælt á Grikklandi og Ítalíu
Takmörkunum og sóttvarnaaðgerðum vegna COVID-19 var mótmælt af hörku í hvorutveggja Grikklandi og Ítalíu í gær. Víðast hvar fóru mótmælin friðsamlega fram en í Aþenu greip lögregla þó til harkalegra aðgerða.
Heimsglugginn
Tugir falla í mótmælum gegn alvöldum konungi
Mannskæðar óeirðir hafa verið í Eswantini í sunnanverðri Afríku. Þar hófust mótmæli vegna dauða Thabani Nkomonye, sem var 25 ára lögfræðinemi og stjórnarandstæðingur sem almennt er talið að lögreglan hafi myrt. Eswantini, sem áður hét Swaziland, er konungdæmi þar sem Mswati þriðji konungur fer með alræðisvald. Lögreglan og öryggissveitir hafa tekið af hörku á mótmælendum sem krefjast lýðræðisumbóta.
15.07.2021 - 09:44
Rútubílstjóra hampað sem hetju á Ítalíu
Ítalskur rútubílstjóri hefur verið ausinn lofi fyrir að koma 25 börnum til bjargar í gærmorgun. Að sögn fréttastofu BBC varð bílstjórinn var við að eitthvað væri í ólagi, og bað börnin um að forða sér úr rútunni og út úr göngum sem rútan var inni í. Skömmu síðar varð rútan alelda. Sjö barnanna voru flutt á sjúkrahús vegna gruns um reykeitrun.
14.07.2021 - 05:49
Feiknarmikil fagnaðarlæti á Ítalíu
Allt ætlaði um koll að keyra á Ítalíu þegar karlalandslið landsins varð Evrópumeistari í fótbolta með sigri á liði Englendinga á Wembley í Lundúnum í kvöld.
11.07.2021 - 23:52
Eftirvæntingin mikil í bæði Róm og Lundúnum
Úrslitaleikur Evrópumótsins í knattspyrnu karla fer fram á hinum sögufræga Wembley-leikvangi í Lundúnum í kvöld. Heimamenn munu þá mæta ítalska liðinu. Englendingar hafa aldrei orðið Evrópumeistarar og Ítalir unnu titilinn síðast árið 1968. Eftirvæntingin er mikil í löndunum og ræddi fréttastofa við Íslendinga búsetta í Lundúnum og Róm. Þau segja spennuna vera mikla fyrir kvöldinu.
11.07.2021 - 17:14
Óttast hópsmit eftir úrslitaleikinn á EM
Bresk yfirvöld hafa varað við smithættunni samfara fjölmennum samkomum fyrir úrslitaleikinn á Evrópumótinu í fótbolta í kvöld. Óttast er að hið bráðsmitandi delta-afbrigði kórónuveirunnar fari á flug í framhaldinu.
11.07.2021 - 13:43
300 heilbrigðisstarfsmenn mótmæla bólusetningarskyldu
Þrjú hundruð ítalskir heilbrigðisstarfsmenn hafa tekið höndum saman í hópmálsókn þar sem látið er reyna á skyldu heilbrigðisstarfsmanna í landinu til bólusetningar gegn Covid-19. Málið verður tekið fyrir 14. júlí.
Myndskeið
Ítalir sleppa grímunum utandyra
Grímuskylda utandyra var afnumin í dag alls staðar á Ítalíu. Lítil hætta er talin á að kórónuveiran breiðist þar út um þessar mundir - í fyrsta sinn frá því að farsóttin braust þar út í febrúar í fyrra.
28.06.2021 - 16:06
Ítalía
Undirgöng Kólosseum loks opin almenningi
Undirgöng Kólosseum í Róm hafa nú verið opnuð að fullu fyrir almenningi eftir miklar endurbætur undanfarin tvö ár á þeim fimmtán göngum sem lágu áður undir leiksviðinu. Þau hafa hingað til verið aðeins aðgengileg að hluta til. 
27.06.2021 - 14:39
Páfagarður skiptir sér af ítalska þinginu
Frumvarp til laga á Ítalíu um bann við mismunun og hvatningu til ofbeldis gegn hinsegin fólki og fötluðum leggst illa í kaþólsku kirkjuna.
Grímuskylda utandyra afnumin á Ítalíu
Ítölsk stjórnvöld boða að ekki verði lengur skylt að bera andlitsgrímu utandyra frá og með næstkomandi mánudegi 28. júní. Mjög hefur dregið úr smitum í landinu og um þriðjungur fólks yfir tólf ára aldri er bólusett.
G7-ríkin hyggjast gefa minnst milljarð bóluefnaskammta
Sjö af stærstu iðnveldum heims, sem saman mynda G7-ríkjahópinn, munu samanlagt gefa minnst einn milljarð bóluefnaskammta til dreifingar í efnaminni ríkjum jarðarkringlunnar áður en næsta ár er úti. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands og gestgjafi G7-ráðstefnunnar í ár, lýsti þessu yfir í gær, fimmtudag.
G7-ríkin samþykkja 15% lágmarksskatt á fyrirtæki
Fjármálaráðherrar sjö stærstu iðnríkja heims hafa samþykkt 15% lágmarksskatt á tekjur alþjóðlegra fyrirtækja. Samningurinn er sagður sögulegur og setur þrýsting á önnur ríki að gera slíkt hið sama.
05.06.2021 - 12:38
Erlent · Asía · Evrópa · Norður Ameríka · G7 · Bandaríkin · Kanada · Frakkland · Ítalía · Japan · Bretland · Þýskaland
Segja alheimsfyrirtækjaskatt innan seilingar
Samkomulag G7-ríkjanna um alheimsfyrirtækjaskatt er innan seilingar. Þetta segja fjármálaráðherrar Frakklands, Þýskalands, Ítalíu og Spánar í grein sem birt er í breska blaðinu Guardian í dag.
04.06.2021 - 10:52
Efnahagsmál · Erlent · G7 · Þýskaland · Bretland · Bandaríkin · Ítalía · Spánn · Frakkland · OECD
Mafíuforingi laus úr fangelsi
Mafíuforinginn Giovanni Brusca, einnig kallaður slátrarinn, losnaði úr fangelsi í vikunni. Hann sat inni í 25 ár fyrir þátt sinn í yfir hundrað morðum, þar á meðal fyrir morðið á saksóknaranum Giovanni Falcone. Hann verður á skilorði næstu fjögur ár. 
02.06.2021 - 05:17
Drengur sem lifði af kláfferjuslys kominn af gjörgæslu
Fimm ára drengur sem var sá eini sem komst lífs af, þegar kláfur hrapaði á norðanverðri Ítalíu í síðasta mánuði, hefur verið fluttur af gjörgæsludeild.
01.06.2021 - 17:24
Þrír handteknir vegna kláfferjuslyssins á Ítalíu
Þrír menn hafa verið handteknir í tengslum við rannsóknina á kláfferjuslysinu í norðanverðri Ítalíu á sunnudaginn, þar sem fjórtán létu lífið. Frá þessu er greint í ítalska blaðinu La Stampa. Samkvæmt frétt blaðsins er forstjóri fyrirtækisins sem rekur kláfinn á meðal hinna handteknu, auk rekstrarstjóra og verkfræðings. Ákæruefnin eru nokkur, þar á meðal manndráp af gáleysi.
26.05.2021 - 06:55
Fimm ára drengur sá eini sem lifði af slys á Ítalíu
Yfirvöld á Ítalíu hafa hafið rannsókn á slysi sem varð í norðurhluta landsins í gær. Kláfur hrundi og fjórtán létust. Fimm ára drengur var sá eini sem lifði af.
24.05.2021 - 12:47
Smitum og dauðsföllum hríðfækkar eftir bólusetningu
Samanburður á stöðu farsóttarinnar í Bretlandi nú og fyrir sléttum fjórum mánuðum síðan sýnir glöggt hversu mikil og afgerandi áhrif fjöldabólusetning hefur. Ný rannsókn ítalskra heilbrigðisyfirvalda sýnir sömu, óyggjandi niðurstöður.
15.05.2021 - 23:18
Samstöðufundir vegna Palestínu víða um Evrópu í dag
Tugir þúsunda Evrópubúa fóru í göngur til stuðnings málstað Palestínu í dag. Skipuleggjendur fullyrða að 150 þúsund manns hafi gengið um götur Lundúna, nærri Hyde Park, með skilti með áletrunum á borð við „Hættið sprengjuárásum á Gaza“.
15.05.2021 - 21:45
Mörg hundruð flóttamenn til Lampedusa
Yfir 1.400 flóttamenn komu á land á ítölsku eyjunni Lampedusa um helgina á fimmtán bátum. Í einum þeirra voru 400 um borð, þar af 24 konur og börn. Fólkið var af ýmsum þjóðernum að sögn AFP fréttastofunnar.
10.05.2021 - 04:16
Bein neanderdalsmanna fundust í ítölskum helli
Leifar níu neanderdalsmanna fundust í ítölskum helli, um hundrað kílómetrum suðaustur af Róm. Fornleifafræðingar telja hýenur hafa orðið mönnunum að bana fyrir allt að 100 þúsund árum síðan.
09.05.2021 - 07:58
Evrópuríki vilja að Ísrael láti af landtöku
Stórveldi í Evrópu kalla eftir því að Ísraelar hætti útvíkkun landtökubyggða sinna á Vesturbakkanum. Byggja á yfir 500 heimili þar á næstunni.
Ungir Bandaríkjamenn fá lífstíðardóm á Ítalíu
Tveir ungir Bandaríkjamenn hlutu í gær lífstíðardóm á Ítalíu fyrir að myrða lögreglumann. Morðið frömdu þeir í Róm sumarið 2019, þegar þeir voru í sumarleyfi í borginni.
06.05.2021 - 03:08
Bretar senda 1.000 öndunarvélar til Indlands
Bretar ætla að senda 1.000 öndunarvélar til Indlands, þar sem algjört neyðarástand ríkir vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Þar deyja þúsundir úr COVID-19 á degi hverjum og yfir 300.000 ný tilfelli hafa greinst þar daglega ellefu daga í röð. Mikill hörgull er á öndunarvélum, súrefnisbirgðum, lyfjum og öðrum lækningavörum auk þess sem bóluefni eru víða af skornum skammti þrátt fyrir mikla bóluefnaframleiðslu í landinu.
03.05.2021 - 04:43