Færslur: Ísrael

Sími Macrons var hugsanlega hleraður
Emmanuel Macron Frakklandsforseti er í hópi nokkurra þjóðarleiðtoga sem hugsanlegt er að njósnað hafi verið um með búnaði sem komið var fyrir í farsíma hans. Greint er frá þessu í erlendum miðlum, þeirra á meðal BBC.
20.07.2021 - 23:20
Hætta að selja Ben & Jerry's ís í landtökubyggðum
Ísframleiðandinn Ben & Jerry's ætlar að hætta að selja ísinn sinn á landtökubyggðum Ísraela á Vesturbakkanum og í austurhluta Jerúsalem. Naftali Bennett, forsætisráðherra Ísraels, hótar hörðum viðbrögðum vegna þessarar ákvörðunar ísrisans.
20.07.2021 - 14:41
Telja vörn bóluefna minni en ætlað var
Heilbrigðisyfirvöld í Ísrael vara við að vörn bóluefna gegn delta-afbrigði kórónuveirunnar sé minni en talið var. Smitum fer fjölgandi í landinu þrátt fyrir að meirihluti þjóðarinnar sé bólusettur.
Ísraelsk flugfélög hefja ferðir til Íslands
Þota ísraelska flugfélagsins El Al lenti á Keflavíkurflugvelli í gær með hóp ísraelskra farþega innanborðs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia en ferðin í gær var sú fyrsta af fimm sem El Al býður upp á í sumar.
Kórónuveirusmitum fjölgar í Danmörku
Kórónuveirufaraldurinn er í vexti í Danmörku ef marka má smitstuðulinn sem er kominn upp í 1,3 þar í landi. Danska heilbrigðisráðuneytið greinir frá þessu og að hlutfall delta-afbrigðisins hækki sífellt. 
Nær 400 mótmælendur særðir eftir skothríð Ísraelshers
Hundruð Palestínumanna særðust þegar ísraelskir hermenn hófu skothríð á stóran hóp fólks sem safnast hafði saman til að mótmæla ólöglegri byggð á Vesturbakkanum á föstudag.Yfir 370 særðust, þar af voru um 30 skotnir með venjulegum byssukúlum en hin með gúmmíhúðuðum stálkúlum.
Selja hluti sína í fyrirtækjum á landtökubyggðum
Stærsti lífeyrissjóður Noregs, KLP, ætlar að losa sig við hlutafé í sextán fyrirtækjum sem tengjast ísraelskum landtökubyggðum á Vesturbakkanum. Þeirra á meðal er hlutur sjóðsins í fjarskiptarisanum Motorola.
05.07.2021 - 06:59
Palestínumaður skotinn til bana á Vesturbakkanum
Ísraelsher skaut palestínskan mann á þrítugsaldri til bana og særði tvo aðra á Vesturbakkanum í dag. Í yfirslýsingu Ísraelshers segir að herinn hafi gripið inn í átök á milli Palestínumanna og landtökumanna. Skotið hafi verið á mann sem grunaður var um að kasta grunsamlegum hlut sem sprakk nærri hermönnum, segir í yfirlýsingunni. 
Umdeild lög samþykkt í Póllandi
Neðri deild Pólska þingsins samþykkti lög seint á fimmtudag sem sérfræðingar segja að gætu hindrað kröfur um endurheimt, þar með talið eignir gyðinga sem töpuðust við hernám Nasista í Seinni heimsstyrjöldinni. Fulltrúar Ísrael kalla lögin siðlaus.
25.06.2021 - 13:42
Ísraelar lýsa áhyggjum af kjöri Raisi sem forseta
Ísraelsstjórn segir alþjóðasamfélagið þurfa að hafa miklar áhyggjur af nýkjörnum forseta Írans. Ebrahim Raisi sé öfgafyllsti forseti landsins hingað til sem ætli sér að auka umsvif Írans í kjarnorkumálum.
20.06.2021 - 04:13
Ísraelski flugherinn gerir loftárásir á Gaza
Ísraelski flugherinn gerði loftárásir á Gazasvæðið í kvöld eftir að svífandi gasblöðrur sem bera eldfimt efni voru sendar þaðan yfir landamærin að suðurhluta Ísraels. Þetta er þriðji dagurinn röð sem slíkar árásir eru gerðar.
17.06.2021 - 22:08
Ísraelar hefja loftárásir á Gaza
Ísraelski flugherinn hóf loftárásir á Gazasvæðið nú í kvöld í kjölfar þess að vígamenn á palestínsku yfirráðasvæði sendu svífandi gasblöðrur sem báru eldfim efni yfir landamærin og inn í suðurhluta Ísraels, að sögn öryggissveita og vitna.
Vænta einskis af nýrri stjórn í Ísrael
Palestínumenn gera ekki ráð fyrir að samskipti þeirra við stjórnvöld í Ísrael eigi eftir að breytast þótt ný ríkisstjórn sé tekin við völdum. Nýr forsætisráðherra landsins þykir jafnvel enn harðari í horn að taka í afstöðunni til Palestínu en sá sem lét af embætti í gær eftir síðustu tólf ár við stjórnvölinn.
14.06.2021 - 12:31
Tólf ára stjórnartíð Netanyahus lokið
Tólf ára stjórnartíð Benjamíns Netanyahus lauk í kvöld þegar þingmenn á ísraelska þinginu samþykktu nýja ríkisstjórn þar í landi. Átta flokkar eiga aðild að nýju stjórninni, sem hefur einungis eins manns meirihluta, en fátt annað hefur sameinað þá en viljinn til að koma Netanyahu frá völdum.
13.06.2021 - 18:54
Fjöldahandtökur frá því vopnahlé tók gildi
Minnst þrír Palestínumenn voru drepnir í áhlaupi Ísrelshers í borginni Jenín á Vesturbakkanum undir morgun. Ísraelska lögreglan hefur handtekið fleiri en tvö þúsund á Vesturbakkanum og í Jerúsalem síðan vopnahlé Hamas og Ísraelshers tók gildi í maí.
10.06.2021 - 21:55
Fólki forðað vegna gróðurelda í Jerúsalem
Íbúar tveggja þorpa í nágrenni Jersúsalem í Ísrael hafa verið fluttir á brott eftir að gróðureldur braust út á tveimur stöðum í útjaðri borgarinnar. Veginum milli Jerúsalem og Tel Aviv hefur verið lokað og ferðir járnbrautalesta milli borganna verið stöðvaðar. Tugir slökkviliðsmanna berjast við eldinn. Þeir nota meðal annars tíu slökkviliðsflugvélar við verkið.
09.06.2021 - 14:28
Ný ríkisstjórn Ísraels staðfest á þingi
Staðfest verður formlega á ísraelska þinginu í dag að Yair Lapid, leiðtogi miðjuflokksins Yesh Atid, hafi myndað nýja ríkisstjórn. Hún sver embættiseið í síðasta lagi eftir viku. Benjamín Netanyahu, fráfarandi forsætisráðherra, segir að kosningasvikum hafi verið beitt til að koma honum frá völdum.
07.06.2021 - 12:56
Netanyahu kvartar undan kosningasvindli
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, segir nýstofnaða samsteypustjórn í landinu afrakstur umfangsmesta kosningasvindls í sögu landsins. Al Jazeera fréttastofan hefur þetta eftir ræðu hans af þingflokksfundi Likud-flokksins í gær. Þar hafnaði hann jafnframt ásökunum um að hann væri að hvetja til ofbeldis.
07.06.2021 - 04:54
Sjónvarpsfrétt
Hvetur þingmenn til að stöðva „hættulega vinstristjórn“
Átta flokkar hafa komist að samkomulagi um stjórnarsamstarf í Ísrael, sem virðist hafa að markmiði að koma forsætisráðherranum Benjamin Netanyahu frá. Netanyahu hvetur þingmenn til að stöðva það sem hann kallar stórhættulega vinstristjórn.
Ný ríkisstjórn mynduð í Ísrael
Stjórnarmyndunarviðræður í Ísrael tókust á síðustu stundu fyrr í kvöld. Yair Lapid, formaður miðjuflokksins Yesh Atid, sendi frá sér yfirlýsingu nokkrum mínútum áður en stjórnarmyndunarumboð hans rann út.
02.06.2021 - 20:56
Reyna stjórnarmyndun í kappi við tímann
Yair Lapid, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Ísrael, segir að enn séu mörg ágreiningsmál óleyst áður en hægt verður að tilkynna um myndun samsteypustjórnar sem bindur enda á stjórnartíð Benjamíns Netanyahús síðastliðin tólf ár.
31.05.2021 - 16:39
Tólf ára stjórnartíð Netanjahús virðist senn á enda
Valdatíð Benjamíns Netanjahú forsætisráðherra Ísraels virðist senn á enda því þjóðernissinninn Naftali Bennett hefur samþykkt að ganga til liðs við samsteypustjórn miðjumannsins Yair Lapid. Netanjahú segir slíka stjórn geta skapað hættu fyrir Ísrael.
Bandaríkin og Ísrael ósátt við rannsókn
Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gær að rannsaka átökin á milli Ísraels og Hamas fyrr í mánuðinum, við litla hrifningu Bandaríkjanna og Ísraels. 24 ríki greiddu atkvæði með tillögunni en níu gegn henni að sögn fréttastofu BBC.
Boðar enduropnun ræðismannsskrifstofu í Palestínu
Bandarísk stjórnvöld hyggjast taka upp bein stjórnmálasamskipti við Palestínumenn að nýju og opna aftur ræðismannsskrifstofu sína í Austur-Jerúsalem í því skyni. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti þetta eftir fund sinn með Mohammad Abbas, forseta Palestínu, í Ramallah á Vesturbakkanum í gær.
26.05.2021 - 05:25
Blinken lentur í Tel Aviv
Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lenti í Tel Aviv í morgun. Hann ætlar á fund Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, og Mahmu Abbas, forseta Palestínu. Að sögn AFP fréttastofunnar er markmið ferðarinnar að reyna að tryggja viðvarandi vopnahlé.