Færslur: Ísrael

Fjórir féllu í loftárás Ísraela á Sýrland
Ísraelsher felldi einn sýrlenskan hermann og þrjá bardagamenn aðra, sem sagðir eru hliðhollir Írönum, í loftárás nærri borginni Palmyra í Homshéraði í Sýrlandi í gærkvöld. Þetta hefur Sýrlenska mannréttindavaktin eftir heimildarmönnum í héraði. Sýrlenska ríkisfréttastofan SANA greindi frá því nokkru áður að einn hermaður hefði fallið í árásinni en þrír menn særst.
14.10.2021 - 04:12
Vonir glæðast að nýju um kjarnorkuviðræður við Írani
Bandarísk stjórnvöld eru vonglöð um að viðræður hefjist fljótlega við Írani um kjarnorkusamning ríkjanna. Þau lýsa jafnframt yfir áhyggjum af auknum umsvifum Írana við kjarnorkuframleiðslu.
Seinustu tveir strokumanna úr Gilboa handsamaðir
Ísraelsher hefur handsamað tvo palestínska menn sem voru í felum eftir flótta úr Gilboa-öryggisfangelsinu í norðurhluta Ísrael fyrr í mánuðinum. Þá hafa allir þeir sex sem sluppu úr rammgerðu fangelsinu náðst.
19.09.2021 - 01:51
Bennett átti fund með Egyptalandsforseta
Naftali Bennett, forsætisráðherra Ísraels hélt í gær til fundar við Abdel Fattah al-Sisi, forseta Egyptalands á Sínaí-skaga við Rauðahaf. Það var í fyrsta sinn í áratug sem ísraelskur forsætisráðherra fær boð til Egyptalands. Talsmaður egypska forsetaembættisins sagði leiðtogana hafa rætt leiðir til að koma friðarumleitunum af stað á ný, auk þróunar mála í Miðausturlöndum og á alþjóðavettvangi.
Fjórir fanganna fundnir í Ísrael
Ísraelska lögreglan hefur nú náð að handsama fjóra af föngunum sex sem sluppu út úr Gilboa-fangelsinu í vikunni. Fjölmennt herlið var sent á Vesturbakkann allt síðan fangarnir sluppu á mánudag.
11.09.2021 - 07:39
Tveir palestínsku fanganna gómaðir í Nasaret
Ísraelska lögreglan gómaði í dag tvo palestínsku fanganna sem sluppu úr Gilboa-fangelsinu í Ísrael á mánudag. Umfangsmikil leit hefur farið fram alla vikuna og flóttinn sagður hinn vandræðalegasti fyrir ísraelsk stjórnvöld.
10.09.2021 - 19:36
Fangarnir ófundnir
Ísraelska lögreglan leitar enn sex palistínskra fanga sem sluppu úr rammgerðu öryggisfangelsi í norður Ísrael á mánudag.
10.09.2021 - 12:20
Sex palestínskir fangar sluppu úr Gilboa-fangelsinu
Ísraelska lögreglan leitar logandi ljósi að sex palestínskum föngum sem sluppu úr Gilboa-fangelsinu í Ísrael snemma í morgun. Þeir eru sagðir hafa grafið göng út úr fangelsinu og sloppið í gegn. Ljósmyndum af enda ganganna hefur verið deilt víða á samfélagsmiðlum í Palestínu.
06.09.2021 - 17:50
Abbas og Gantz hittust í Ramallah
Þeir Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, og Benny Gantz, varnarmálaráðherra Ísraels, héldu fund á sunnudag. Þetta voru fyrstu viðræður svo hátt settra manna beggja ríkja í áraraðir.
Egyptar loka landamærunum að Gasa
Egypsk stjórnvöld tilkynntu yfirvöldum á Gasasvæðinu í gærkvöld að landamærastöðinni í Rafah yrði lokað snemma á mánudagsmorgun og hún verði lokuð um óákveðinn tíma. Talsmaður Hamas-samtakanna, sem fara með völdin á Gasa, greinir frá þessu og segir Egypta ekki hafa gefið neina skýringu á þessari ákvörðun.
Merkel: Samtal milli Rússlands og Þýskalands mikilvægt
Þrátt fyrir andstæð viðhorf þurfa Þjóðverjar og Rússar halda áfram að ræða saman. Þetta sagði Angela Merkel, kanslari Þýskalands, í heimsókn sinni til Rússlands, þeirrar síðustu á valdatíð hennar.
Skoða hvort erlend ríki geti sótt smitaða hér á landi
Um þrjátíu manna hópur Ísraela er smitaður af kórónuveirunni. Stjórnvöld skoða nú hvort önnur ríki geti staðið fyrir flutningi covid-smitaðra til heimalanda þeirra.
16.08.2021 - 16:25
Þrjátíu ísraelskir ferðamenn smitaðir af COVID-19
Um þrjátíu manna hópur fullbólusettra Ísraelsmanna er smitaður af COVID-19 á ferðalagi sínu um Ísland. Samskiptastjóri almannavarna staðfestir í samtali við fréttastofu að nokkur hópur ísraelskra ferðamanna sé smitaður af COVID. Þetta er ekki sama ferðafólkið og greindist smitað í Vestmannaeyjum og greint var frá fyrir skemmstu.
Kalla ræðismanninn í Póllandi heim til Ísrael
Ísraelsstjórn kallaði ræðismann sinn í Póllandi heim eftir að forseti Póllands undirritaði lög sem skerða rétt á endurheimt eigna sem gerðar voru upptækar. Ísraelsmenn segja nýju lögin lýsa gyðingaandúð.
15.08.2021 - 00:28
Ebrahim Raisi settur í embætti Íransforseta í dag
Nýkjörinn forseti Írans, harðlínumaðurinn Ebrahim Raisi, verður settur í embætti í dag. Við honum blasa margvísleg úrlausnarefni á sviði efnahagsmála auk glímunnar við vaxandi útbreiðslu COVID-19 í landinu.
03.08.2021 - 05:27
Haniyeh endurkjörinn stjórnmálaleiðtogi Hamas
Hamas-samtökin tilkynntu í dag að Ismail Haniyeh hefði verið endurkjörinn stjórnmálaleiðtogi samtakanna. Hann hefur verið leiðtogi samtakanna frá árinu 2017.
Bandaríkin saka Íran um árás á olíuskip
Mannskæð árás var gerð á ísraelskt olíuskip síðastliðinn fimmtudag og segjast Bandaríkin þess fullviss að Íranir standi að baki henni. Íran þvertekur fyrir alla aðild að árásinni.
01.08.2021 - 20:33
Unnið að þróun bóluefnis í töfluformi gegn COVID-19
Ísraelska lyfjafyrirtækið Oramed vinnur nú að þróun lyfs við COVID-19 sem hægt væri að taka í pilluformi. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir lyf á töfluformi hafa marga kosti umfram þau sem gefin eru með sprautu.
Yair Lapid sakar Írani um mannskæða árás á olíuskip
Ísraelsstjórn sakar Írani um að hafa ráðist á olíuskip á Arabíuflóa í fyrradag þar sem tveir skipverjar létust. Bretar og Bandaríkjamenn lýsa yfir áhyggjum af þróun mála á svæðinu en sífellt hitnar í kolunum milli Írans og Ísraels.
Sextugir og eldri fá þriðju sprautuna í Ísrael
Bólusetningarátak hófst í Ísrael í dag þegar forseti landsins og eiginkona hans fengu þriðju sprautuna gegn kórónuveirunni. Hún stendur öllum landsmönnum til boða sem orðnir eru sextíu ára og eldri. Smitum hefur farið fjölgandi í Ísrael að undanförnu.
Sími Macrons var hugsanlega hleraður
Emmanuel Macron Frakklandsforseti er í hópi nokkurra þjóðarleiðtoga sem hugsanlegt er að njósnað hafi verið um með búnaði sem komið var fyrir í farsíma hans. Greint er frá þessu í erlendum miðlum, þeirra á meðal BBC.
20.07.2021 - 23:20
Hætta að selja Ben & Jerry's ís í landtökubyggðum
Ísframleiðandinn Ben & Jerry's ætlar að hætta að selja ísinn sinn á landtökubyggðum Ísraela á Vesturbakkanum og í austurhluta Jerúsalem. Naftali Bennett, forsætisráðherra Ísraels, hótar hörðum viðbrögðum vegna þessarar ákvörðunar ísrisans.
20.07.2021 - 14:41
Telja vörn bóluefna minni en ætlað var
Heilbrigðisyfirvöld í Ísrael vara við að vörn bóluefna gegn delta-afbrigði kórónuveirunnar sé minni en talið var. Smitum fer fjölgandi í landinu þrátt fyrir að meirihluti þjóðarinnar sé bólusettur.
Ísraelsk flugfélög hefja ferðir til Íslands
Þota ísraelska flugfélagsins El Al lenti á Keflavíkurflugvelli í gær með hóp ísraelskra farþega innanborðs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia en ferðin í gær var sú fyrsta af fimm sem El Al býður upp á í sumar.
Kórónuveirusmitum fjölgar í Danmörku
Kórónuveirufaraldurinn er í vexti í Danmörku ef marka má smitstuðulinn sem er kominn upp í 1,3 þar í landi. Danska heilbrigðisráðuneytið greinir frá þessu og að hlutfall delta-afbrigðisins hækki sífellt.