Færslur: Ísrael

Hátt í 60 féllu í loftárásum í Sýrlandi
Loftárásir Ísraelshers á hernaðsarlega mikilvæg skotmörk í austurhluta Sýrlands í nótt kostuðu 57 manns lífið. Þetta eru mannskæðustu árásir Ísraelsmanna á landið frá því að borgarastríðið braust þar út, að sögn Sýrlensku mannréttindavaktarinnar.
13.01.2021 - 15:48
Mannfall í loftárásum Ísraelsmanna
Mannfall varð í liði sýrlenska hersins og bandamanna hans í loftárásum Ísraelsmanna á Sýrland í nótt. Þetta eru mannskæðustu árásir Ísraelsmanna á Sýrland síðan 2018.
13.01.2021 - 10:04
Tólf af hundraði Ísraela bólusettur nú þegar
Yfir milljón Ísraela hefur verið bólusett við COVID-19 eða tæp 12% íbúa landsins. Bólusetningar hófust þar í landi 19. desember og um 150 þúsund hafa fengið sprautu dag hvern.
03.01.2021 - 01:33
Hægagangur í bólusetningu veldur víða gremju
Hávær gagnrýni á hve langan tíma tekur að útdeila bóluefni gegn Covid 19 hefur heyrst víða um lönd. Í Þýskalandi kvarta læknar undan því að heilbrigðisstarfsfólk sé látið bíða eftir bólusetningu þrátt fyrir að vera í forgangshópi.
Njósnarinn Pollard kominn til Ísrael
Benjanmín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, tók í morgun á móti Jonathan Pollard, Bandaríkjamanni sem sat í fangelsi í 30 ár í heimalandi sínu fyrir að hafa njósnað fyrir Ísraela.
30.12.2020 - 07:07
Bandaríkin og Ísrael stíga í vænginn við Marokkó
Stjórnvöld í Bandaríkjunum og Ísrael leggja sig í framkróka við að þóknast Marokkókonungi og ríkisstjórn hans þessa dagana. Marokkóstjórn tók nýverið upp stjórnmálasamband við Ísrael, að áeggjan Bandaríkjastjórnar, 20 árum eftir að því var svo gott sem slitið. Bein tengsl eru á milli þessa og viðurkenningar Bandaríkjastjórnar á yfirráðum Marokkó í Vestur-Sahara fyrir skemmstu.
26.12.2020 - 00:33
Þing rofið í Ísrael og kosningar boðaðar í mars
Ísraelska þingið, Knesset, var formlega rofið á miðnætti, þar sem ríkisstjórn Likud-flokksins og Bláhvíta bandalagsins mistókst hvort tveggja að ljúka fjárlagagerð innan lögbundins frests og að fá frumvarp sitt um frekari frest til að ljúka því samþykkt á þinginu.
23.12.2020 - 00:47
Stefnt að friðhelgi Súdan
Frumvarp til laga sem tryggja eiga Afríkuríkinu Súdan friðhelgi var rætt í Bandaríkjaþingi í gær. Súdan hefur lengi verið á svörtum lista Bandaríkjanna yfir ríki sem styðja og stuðla að hryðjuverkum í heiminum.
Stefnir í fjórðu kosningarnar á tveimur árum
Þingmenn á Knesset, ísraelska þinginu, höfnuðu í dag að gefa ríkisstjórninni meira svigrúm til að ljúka fjárlagagerð. Það eykur líkurnar á því að þingið verði leyst upp og efnt til kosninga, þeirra fjórðu á innan við tveimur árum.
22.12.2020 - 01:06
Netanjahú bólusettur fyrstur Ísraela
Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, varð í dag fyrstur þarlendra til að fá bólusetningu gegn COVID-19. Hann og Yuli Edelstein heilbrigðisráðherra fengu bóluefni Pfizer-BioNTech í beinni útsendingu frá Sheba læknamiðstöðinni í Ramat Gan nærri Tel Aviv.
20.12.2020 - 00:38
Palestínskur unglingur skotinn til bana á Vesturbakka
Þrettán ára palestínskur unglingur var skotinn til bana í þorpinu Mughayir norður af Ramallah á vesturbakkanum í dag. Ali Ayman Nasr Abu Aliya varð fyrir byssukúlum ísraelskra hermanna meðan á mótmælum gegn landnámi Ísraela stóð.
04.12.2020 - 23:37
Ísraelskir borgarar varaðir við ógn af hálfu Írans
Ísraelskir borgarar í útlöndum eru varaðir við að þeim gæti staðið ógn af írönskum útsendurum. Ísraelska utanríkisráðuneytið gaf fyrr í dag út viðvörun þessa efnis eftir að Íranir hótuðu að hefna morðsins á Mohsen Fakhrizadeh, fremsta kjarnorkuvísindamanni landsins.
Lífið þungbært fyrir fatlað fólk á Gaza-svæðinu
Mannréttindavaktin segir líf fatlaðs fólks á Gaza-svæðinu sérstaklega erfitt. Því valdi herkví Ísraela og skortur á liðsinni af hálfu Hamas-liða sem ráða ríkjum á svæðinu. Tvær milljónir Palestínumanna búa á svæðinu sem hefur löngum verið þjakað af fátækt og afleiðingum stríðsátaka. 
03.12.2020 - 05:55
Sakar Ísraela um að myrða Írana fyrir Bandaríkjastjórn
Hassan Rouhani, forseti Írans, sakar Ísraela um að gegna hlutverki málaliða fyrir Bandaríkjastjórn, þegar útsendarar ísraelsku leyniþjónustunnar Mossad réðu Mohsen Gakhrizadeh, helsta kjarneðlisfræðing Írana, af dögum í gær. Rouhani sendi frá sér yfirlýsingu þessa efnis á vefsíðu forsetaembættisins í morgunsárið.
28.11.2020 - 07:24
Áætlunarflug að hefjast milli Dubai og Tel Aviv
Lággjaldaflugfélagið Flydubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum hefur í dag áætlunarflug milli Dubai og Tel Aviv í Ísrael. Þetta er liður í áformum um aukin samskipti milli ríkjanna eftir að þau undirrituðu í september samkomulag um að taka upp eðlileg samskipti. 
Fór Netanyahu til Sádi-Arabíu eða ekki?
Stjórnvöld í Sádi-Arabíu bera til baka fregnir um að Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, hafi komið þangað í gær og hitt Mohammed bin Salman, krónprins landsins að máli. Menntamálaráðherra Ísraels staðfestir aftur á móti að sú sé raunin.
23.11.2020 - 17:54
Bandarískur njósnari fær að flytjast til Ísrael
Jonathan Pollard, bandarískur gyðingur sem njósnaði fyrir Ísrael á níunda áratugnum hefur fengið leyfi dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna til að flytjast til Ísrael. 
21.11.2020 - 01:54
Ísraelskar herþotur gerðu árás í Sýrlandi
Ísraelski herinn gerði loftárásir á írönsk og sýrlensk skotmörk innan landamæra Sýrlands í nótt. Í yfirlýsingu frá yfirstjórn hersins segir að ástæða árásanna hafi verið að sprengiefni fannst meðfram landamærunum að Ísrael.
18.11.2020 - 02:54
Fréttir af morði í Teheran „uppspuni í Hollywood-stíl“
Stjórnvöld í Íran segja ekkert hæft í frétt bandaríska blaðsins New York Times um að ísraelskir leyniþjónustumenn hafi myrt háttsettan leiðtoga al-Kaída á götum Teherans í sumar, að undirlagi bandarískra yfirvalda. Í yfirlýsingu íranska utanríkisráðuneytisins, sem birt var skömmu eftir að New York Times birti frétt sína af málinu, eru bandarískir fjölmiðlar varaðir við því að falla fyrir frásögnum bandarískra og ísraelskra embættismanna „í Hollywood-stíl."
15.11.2020 - 07:29
Ísraelar myrtu Al-Kaída-mann í Íran fyrir Bandaríkin
Útsendarar ísraelsku leyniþjónustunnar Mossad myrtu háttsettan leiðtoga hryðjuverkanetsins Al-Kaída á götu í Teheran, höfuðborg Írans í ágúst síðastliðnum, að undirlagi bandarískra stjórnvalda. Með honum var dóttir hans, sem líka var skotin til bana. Þetta hefur New York Times eftir ónafngreindum heimildarmönnum innan bandarísku leyniþjónustunnar.
14.11.2020 - 07:16
Netanyahu óskar góðvini sínum Biden til hamingju
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, bættist í hóp þjóðarleiðtoga sem óskuðu þeim Joe Biden og Kamölu Harris til hamingju með kjörið í morgun. Eins og margir skrifaði Netanyahu hamingjuóskirnar á Twitter og sagði Biden hafa reynst góðan vin Ísraels í áratugi. Hann kvaðst hlakka til að vinna með þeim að áframhaldandi styrkingu einstakra tengsla Bandaríkjanna og Ísraels.
Ísraelsmenn og Líbanar ræðast við öðru sinni
Önnur lota viðræðna Ísraels og Líbanons um landhelgi og efnahagslögsögu ríkjanna hófst í líbanska landamærum Naqura í morgun og er búist við að viðræðum verði framhaldið á morgun.
28.10.2020 - 11:00
Stefnir í eðlileg samskipti milli Súdan og Ísrael
Stjórnvöld í Súdan hafa lýst því yfir vilja til að taka upp eðlileg stjórnmálasamskipti við Ísrael. Á sama tíma tilkynnti Donald Trump Bandaríkjaforseti að Súdan yrði tekið af lista yfir ríki sem styðja við hryðjuverkastarfsemi, slakað yrði á refsiaðgerðum gegn ríkinu og að nú mætti veita því efnahagsaðstoð.
Skærur halda áfram milli Ísraels og Palestínu
Ísraelskar herþotur og -þyrlur gerðu í gær árás á suðurhluta Gaza-svæðisins til þess að eyðileggja jarðgöng sem Hamas-liðar eru sagðir hafa lagt yfir til Ísraels.
21.10.2020 - 00:58
Viðræður hafnar milli Ísraels og Líbanons
Viðræður eru hafnar milli Ísraels og Líbanons um landhelgi og efnahagslögsögu undan ströndum ríkjanna, en árum saman hafa þau deilt um þessi mál.
14.10.2020 - 08:16