Færslur: Ísrael

Öryggisráðið fordæmir dráp Abu Akleh og vill rannsókn
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti á föstudag yfirlýsingu þar sem ráðið fordæmdir drápið á hinni palestínsk-bandarísku fréttakonu Shireen Abu Akleh einum rómi. Til átaka kom við útför hennar þegar lögregla réðst gegn syrgjendum.
Sjónvarpsfrétt
Vilja óháða rannsókn á morðinu á Shireen Abu Akleh
Þúsundir syrgðu fréttakonuna Shireen Abu Akleh við útför hennar í Palestínu í dag, hún var skotin til bana við störf á Vesturbakkanum í gær. Ísraelsk stjórnvöld hafa lagt til að þau rannsaki málið sjálf í samstarfi við palestínsk stjórnvöld. Blaðamenn án landamæra krefjast þess hins vegar að óháð rannsókn fari fram svo fljótt sem auðið er.
12.05.2022 - 22:15
Ísrael: Hermenn skutu palestínska fréttakonu til bana
Ísraelskir hermenn skutu í gær fréttakonu Al Jazeera til bana þar sem hún var að störfum á Vesturbakkanum í Palestínu, og særðu annan palestínskan blaðamann. Heilbrigðisyfirvöld í Palestínu greina frá þessu.
Handtóku meinta axarmorðingja eftir tveggja daga leit
Ísraelska lögreglan hefur handtekið Palestínumennina tvo sem leitað hefur verið að um helgina eftir eftir árás í borginni Elad.
08.05.2022 - 08:42
Ellefu egypskir hermenn féllu í átökum við vígasveitir
Ellefu egypskir hermenn féllu í tilraun til koma í veg fyrir hryðjuverkaárás á svæðinu umhverfis Súez-skurðinn. Þetta kemur fram í yfirlýsingu egypska hersins en Sínaí-skaginn er sagður gróðrarstía fyrir sveitir öfgafullra jíhadista.
Árásarmanna leitað logandi ljósi í Ísrael
Mikil leit stendur nú yfir í Ísrael að mönnum sem réðust að og myrtu þrjá. Bylgja ofbeldis hefur riðið yfir landið en árásin var gerð meðan Ísraelar fögnuðu stofndægri ríkisins. Þrír fórust og nokkrir særðust alvarlega í árás sem gerð var í ísraelska bænum Elad nærri Tel Aviv í gær.
Ræddu staðhæfingar Lavrovs um nasisma í Úkraínu
Úkraínuforseti hefur rætt við forsætisráðherra Ísraels vegna staðhæfinga utanríkisráðherra Rússlands þess efnis að nasistar réðu ríkjum í Úkraínu og að iðulega væru gyðingar verstu gyðingahatararnir.
Ísraelar æfir yfir ummælum Lavrovs um gyðinga
Yfirvöld í Ísrael krefjast afsökunarbeiðni vegna ummæla Sergeis Lavrov utanríkisráðherra Rússlands um gyðinga.
03.05.2022 - 02:55
Blóðug átök á Vesturbakkanum
Ísrelskir hermenn skutu Palestínumann á þrítugsaldri til bana á Vesturbakkanum á föstudagskvöld. Nokkru áður skutu Palestínumenn öryggisvörð í ísraleskri landtökubyggð á Vesturbakkanum til bana. Hermennirnir skutu Palestínumanninn þegar til átaka kom við heimamenn í palestínska bænum Azzun, þar sem hermennirnir voru á höttunum eftir grunuðum manni. Vörðurinn var skotinn undir kvöld á föstudag, við einn af inngöngum hinnar ólöglegu landtökubyggðar Ariel.
Níu fórust í loftárás Ísraela í Sýrlandi
Níu manns týndu lífinu í loftárás Ísraela á skotmörk nærri Damaskus, höfuðborg Sýrlands, í morgunsárið. Fimm sýrlenskir hermenn eru á meðal hinna föllnu, samkvæmt heimildum Sýrlensku mannréttindavaktarinnar. AFP-fréttastofan segir þetta mannskæðustu loftárás Ísraela á Sýrland það sem af er þessu ári.
27.04.2022 - 06:45
Guterres hvetur Ísraela og Palestínumenn til stillingar
Antonio Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna ræddi símleiðis bæði við forsætisráðherra Ísraels og forseta Palestínu um mikilvægi þess að draga úr þeirri vaxandi spennu sem ríkir í Jerúsalem. Guterres heldur til Moskvu og Kyiv þegar eftir helgina.
Segjast hafa handtekið þrjá njósnara
Stjórnvöld í Íran segjast hafa handtekið þrjá vegna gruns um að þeir hafi lekið leynilegum upplýsingum. Upplýsingamálaráðuneyti Írans segir hina handteknu tengjast Mossad, ísraelsku leyniþjónustunni.
21.04.2022 - 10:34
Loftárásir á Gaza og eldflaugaárásir á Ísrael
Ísraelskar herþotur gerðu tvær árásir á Gaza-svæðið í kvöld. Árásunum var ætlað að bregðast við eldflaugaárásum Hamas-liða á ísraelsku borgina Sderot fyrr í dag. Hamas liðar svöruðu loftárásunum með því að skjóta fjórum flaugum að Ísrael.
21.04.2022 - 00:30
Ísraelar gerðu loftárás á Gasa í nótt
Ísraelsher gerði í nótt loftárásir á Gasaborg. Eru árásirnar sagðar svar við eldflaugarskoti frá Gasa yfir á Ísraelskt yfirráðasvæði í gær, mánudag. AFP-fréttastofan hefur eftir sjónarvottum og talsmönnum Hamas að ísraelskar herþotur hafi ráðist gegn byggingum sunnarlega á Gasaströnd og Hamasmenn segjast hafa skotið á vélarnar.
Öryggisráðið fundar vegna átaka í Jerúsalem
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kemur saman á morgun til þess að ræða ástandið í Jerúsalem, þar sem hörð átök geisuðu um helgina.
Hætta þátttöku í stjórnarsamstarfi vegna átaka
Flokkur Araba á ísraelska þinginu hefur ákveðið að hætta þátttöku í ríkisstjórnarsamstarfinu í landinu, að minnsta kosti tímabundið, vegna átakanna við al-Aqsa moskuna á Musterishæðinni í Jerúsalem í dag.
17.04.2022 - 21:31
Jerúsalem
Tugir særðir eftir hörð átök við Al-Aqsa moskuna
Til harðra átaka kom milli Palestínumanna og ísraelskra öryggissveita við Al-Aqsa moskuna í Jerúsalem í morgun og haft eftir bráðaliðum á vettvangi að um 100 manns hafi særst í átökunum. Starfsmaður palestínska rauða hálfmánans greind AFP-fréttastofunni frá því að 90 manns hafi veri fluttir á sjúkrahús í Jerúsalem og tugir til viðbótar fengið aðhlynningu á vettvangi vegna meiðsla af völdum gúmmíklæddra stálkúlna, barsmíða, hvellsprengja og annars.
15.04.2022 - 07:27
34 drepin í hrinu ofbeldisverka í Ísrael og Palestínu
Tuttugu Palestínumenn, tólf Ísraelar og tveir Úkraínumenn hafa fallið í valinn í hrinu mannvíga og ofbeldis sem skekið hefur Ísrael og Vesturbakkann síðustu vikur. Fjórtán ára palestínskur piltur var skotinn til bana á miðvikudagskvöld.
Fimm létust í skotárás í Ísrael
Fimm létust í skotárás í gær nærri í borginni Tel Aviv í Ísrael. Þetta er þriðja mannskæða árásin í landinu í þessari viku.
30.03.2022 - 01:27
Tveir lögreglumenn skotnir til bana í Ísrael
Tveir ísraelskir lögreglumenn voru í dag skotnir til bana í borginni Hadera norðanvert í landinu. Árásarmennirnir féllu fyrir kúlum liðsmanna hryðjuverkasveitar lögreglu.
27.03.2022 - 22:27
Hútar boða þriggja daga vopnahlé í Jemen
Leiðtogi uppreisnarmanna Húta í Jemen hefur boðað þriggja daga vopnahlé í átökum við fjölþjóðaherinn sem styður ríkisstjórn landsins. Hann gefur jafnvel í skyn að varanlegur friður kunni að vera í boði. Með skilyrðum.
Blinken ræðir við Ísrael og fulltrúa Arabaríkja
Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna er kominn til Ísrael til fundar við fulltrúa þeirra Arabaríkja sem hafa tekið upp eðlileg stjórnmálasamskipti við Ísrael.
Kosningar á vesturbakkanum í dag
Íbúar á vesturbakka Jórdan-fljóts ganga til sveitarstjórnarkosninga í dag. Þetta er önnur umferð kosninganna en sú fyrri fór fram í desember þegar íbúar 154 þorpa á svæðinu kusu sér fulltrúa.
26.03.2022 - 08:20
Leggur til bandarísk hernaðarafskipti í Úkraínu
James Jeffrey sem var erindreki Bandaríkjastjórnar innan þess bandalags sem ætlað var að legga hryðjuverkasamtökin sem kenndu sig við íslamskt ríki að velli, leggur til að hersveitir Bandaríkjanna og Sameinuðu þjóðanna komi sér fyrir í Úkraínu.
Úkraínudeilan
Úkraínuforseti: „Óttinn er versti óvinurinn“
Volodomyr Zelensky forseti Úkraínu hvetur landsmenn til að halda ró sinni. Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að engum ætti að koma á óvart þótt Rússar sviðsettu atburðarás til þess að réttlæta innrás í Úkraínu. Blinken ræddi við rússneskan kollega sinn Sergei Lavrov í gær, laugardag.