Færslur: Ísrael

Íranir heita hefndum gegn Ísrael
Mohammad Javad Zarif, utanríkisráðherra Írans, heitir hefndum gegn Ísrael vegna netárásar ríkisins á kjarnorkuver í Íran. Ríkisfréttastofa Írans hefur eftir Zarif að árangursríkar samningaviðræður ríkisins í áttina að afléttingu viðskiptaþvingana veki reiði meðal Ísraels.
13.04.2021 - 04:50
Ísraelsk netárás á kjarnorkuver í Íran
Ísraelsk netárás olli bilun í Natanz-kjarnorkuverinu í Íran í gær. Þetta var fullyrt í ríkisútvarpi Írans í gær og New York Times kveðst hafa fengið þetta staðfest frá leyniþjónustumönnum bæði í Bandaríkjunum og Ísrael.
12.04.2021 - 05:46
AstraZeneca afhendir helmingi færri skammta en til stóð
Lyfjaframleiðandinn AstraZeneca hefur tilkynnt að um það bil helmingi færri skammtar bóluefnis þess verði afhentir ríkjum Evrópusambandsins í næstu viku en til stóð. Það eigi einnig við um Noreg og Ísland.
Netanyahu mættur í dómssal
Benjamín Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels til tólf ára, mætti í dómsal héraðsdóms Jerúsalemborgar í morgun, þar sem málflutningur í kærumáli gegn honum er að hefjast.
05.04.2021 - 07:24
Útgönguspár boða ekki lausn á stjórnarkreppu í Ísrael
Útgönguspár í Ísrael benda ekki til að lausn á stjórnarkreppu þar í landi sé í augsýn. Útgönguspárnar voru birtar klukkan átta í kvöld þegar kjörstöðum var lokað.
23.03.2021 - 20:48
Kosið í fjórða sinn á tæpum tveimur árum
Ísraelsmenn ganga að kjörborði í dag og kjósa sér nýtt þing, en þetta eru fjórðu þingkosningarnar í landinu á innan við tveimur árum. Kannanir hafa gefið kynna að Likud, flokkur Benjamins Netanyahus, forsætisráðherra Ísraels, fái flest atkvæði flokka sem bjóða fram í kosningunum, en þurfi samstarf við aðra til að mynda stjórn. 
23.03.2021 - 08:53
Erlent · Asía · Ísrael
Forn biblíuhandrit fundust í Ísrael
Tilkynnt var í Ísrael í morgun að bútar úr bókrollu hefðu fundist við forneifarannsóknir. Rollurnar eru sagðar innihalda tvö þúsund ára gamla Biblíutexta á grísku úr skrifum minni spámannanna tólf.
16.03.2021 - 08:09
Palestínsk börn handtekin nærri landtökubyggð
Fimm palestínsk börn, á aldrinum átta til þrettán ára, voru í haldi ísraelskra öryggissveita í nokkrar klukkustundir á miðvikudag. Al Jazeera fréttastofan hefur þetta eftir mannréttindasamtökunum B'Tselem.
12.03.2021 - 04:41
Vinna saman í baráttu við veiruna
Leiðtogar Danmerkur, Austurríkis og Ísraels sammæltust í dag um að stofna sjóð til að efla þróun og framleiðslu bóluefnis gegn COVID-19. Þau hittust í dag á fundi í Jerúsalem. Mette Frederiksen vísar á bug að með fundinum hafi hún átt þátt í að styrkja stöðu Benjamíns Netanyahus fyrir komandi þingkosningar.
04.03.2021 - 17:53
Heimsglugginn
Heimsglugginn: Sturgeon í kröppum dansi
Íhaldsflokkurinn í Skotlandi hefur lagt fram vantrauststillögu á Nicolu Sturgeon, fyrsta ráðherra Skotlands og leiðtoga Skoska þjóðarflokksins, SNP, vegna meintra ósanninda hennar um meðferð kærumála kvenna á Alex Salmond, fyrrverandi leiðtoga SNP. Sturgeon bar vitni fyrir þingnefnd í allan gærdag. Fréttaskýrendur telja hana hafa staðið af sér atlögu Íhaldsmanna sem þó segja spurningum ósvarað og ætla að halda vantrauststillögunni til streitu.
Neita að hafa skotið á ísraelskt skip
Utanríkisráðuneytið í Íran vísaði í dag eindregið á bug ásökunum stjórnvalda í Ísrael um að Íranar hefðu ráðist á ísraelskt skip á Ómanflóa. Skipið, Helios Ray, varð fyrir sprengjuárás þar sem það var á leið frá Dúbaí til Singapúr. Tvö göt komu á síðu skipsins. Engan í áhöfninni sakaði.
01.03.2021 - 08:54
Tilslakanir í nokkrum löndum
Yfirvöld í nokkrum löndum heims ætla að slaka á aðgerðum sem gripið hefur verið til varnar gegn COVID-19. Ísraelsmenn slökuðu á ströngum sóttvarnarráðstöfunum í gær, skólar, verslanir og söfn mega nú vera opnar almenningi en grímuskylda og fjarlægðarreglur eru enn í gildi. Stærri hluti þjóðarinnar í Ísrael hefur verið bólusettur en í nokkru öðru landi eða um helmingur.
22.02.2021 - 08:21
Netanyahu kveðst saklaus
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, kvaðst saklaus af öllum ákærum, þegar hann kom fyrir rétt í Jerúsalem í morgun sakaður um spillingu.
08.02.2021 - 08:13
Erlent · Asía · Ísrael
Netanyahu fyrir rétt í dag
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, mætir fyrir rétt í dag, þar sem hann og lögmenn hans taka formlega til varna gegn ákæru á hendur honum fyrir spillingu. Aðeins sex vikur eru til þingkosninga í Ísrael, þeirra fjórðu á innan við tveimur árum.
08.02.2021 - 03:42
Alþjóða glæpadómstóllinn með lögsögu í Palestínu
Alþjóða glæpadómstóllinn í Haag komst í gær að þeirri niðurstöðu, að hann hefði umboð og lögsögu til að taka til umfjöllunar stríðsglæpi og önnur grimmdarverk sem framin eru á Gaza, Vesturbakkanum og austurhluta Jerúsalemborgar. Úrskurðurinn gerir saksóknurum dómstólsins kleift að hefja rannsókn á ætluðum glæpum á yfirráðasvæðum Palestínumanna.
Slakað á sóttvörnum í Ísrael
Slakað verður á sóttvörnum í Ísrael frá og með sunnudegi, þar sem kórónuveirusmitum hefur fækkað nokkuð að undanförnu. Bólusetningu gegn veirunni miðar betur þar en nokkurs staðar í heiminum.
05.02.2021 - 15:47
Myndskeið
Meira en helmingur Ísraela hefur fengið bólusetningu
Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni hefur 90 prósentum bóluefnis í heiminum verið dreift til þróaðri landa. Um helmingur ísraelsku þjóðarinnar hefur fengið fyrri sprautuna af bóluefni frá Pfizer.
03.02.2021 - 19:20
Ísrael og Kósovó taka upp stjórnmálasamband
Ísrael og Kósovó tóku upp formlegt stjórnmálasamband í dag þegar utanríkisráðherrar landanna skrifuðu undir sameiginlega yfirlýsingu ákvörðuninni til staðfestingar. Fjarfundabúnaður var notaður við athöfnina.
01.02.2021 - 15:34
Erlent · Asía · Evrópa · Stjórnmál · Ísrael · Kósovó
Palestínumenn fá bóluefni frá Ísraelum
Ísraelar hyggjast gefa heilbrigðisyfirvöldum í Palestínu 5.000 skammta af kórónuveirubóluefni sem nýta á til að bólusetja heilbrigðisstarfsfólk í Palestínu. Þetta verða fyrstu bólusetningarnar í Palestínu, en Ísrael er meðal þeirra landa þar sem hæsta hlutfall landsmanna hafa verið bólusettir.
Bandaríska sendiráðið í Ísrael verður áfram í Jerúsalem
Joe Biden, verðandi Bandaríkjaforseti, hyggst hvorki ógilda þá ákvörðu Donalds Trumps, að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels né færa sendiráð Bandaríkjanna aftur frá Jerúsalem til Tel Aviv, þar sem það var til skamms tíma eins og sendiráð flestra annarra ríkja í Ísrael. Antony Blinken, utanríkisráðherraefni Bidens, staðfesti þetta á þriðjudag.
20.01.2021 - 00:48
Hátt í 60 féllu í loftárásum í Sýrlandi
Loftárásir Ísraelshers á hernaðsarlega mikilvæg skotmörk í austurhluta Sýrlands í nótt kostuðu 57 manns lífið. Þetta eru mannskæðustu árásir Ísraelsmanna á landið frá því að borgarastríðið braust þar út, að sögn Sýrlensku mannréttindavaktarinnar.
13.01.2021 - 15:48
Mannfall í loftárásum Ísraelsmanna
Mannfall varð í liði sýrlenska hersins og bandamanna hans í loftárásum Ísraelsmanna á Sýrland í nótt. Þetta eru mannskæðustu árásir Ísraelsmanna á Sýrland síðan 2018.
13.01.2021 - 10:04
Tólf af hundraði Ísraela bólusettur nú þegar
Yfir milljón Ísraela hefur verið bólusett við COVID-19 eða tæp 12% íbúa landsins. Bólusetningar hófust þar í landi 19. desember og um 150 þúsund hafa fengið sprautu dag hvern.
03.01.2021 - 01:33
Hægagangur í bólusetningu veldur víða gremju
Hávær gagnrýni á hve langan tíma tekur að útdeila bóluefni gegn Covid 19 hefur heyrst víða um lönd. Í Þýskalandi kvarta læknar undan því að heilbrigðisstarfsfólk sé látið bíða eftir bólusetningu þrátt fyrir að vera í forgangshópi.
Njósnarinn Pollard kominn til Ísrael
Benjanmín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, tók í morgun á móti Jonathan Pollard, Bandaríkjamanni sem sat í fangelsi í 30 ár í heimalandi sínu fyrir að hafa njósnað fyrir Ísraela.
30.12.2020 - 07:07