Færslur: Ísrael

Réttarhöldum yfir Netanyahu frestað
Fyrsta degi réttarhalda yfir Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels lauk eftir tæplega klukkustund síðdegis í dag. Netanyahu tjáði sig ekkert í réttarhöldunum að öðru leyti en því að segja til nafns. Verjendur hans kröfðust þess að réttarhöldunum yrði frestað til þess að þeir gætu farið betur ofan í gögn málsins. Það var gert og ekki var tilkynnt hvenær málinu verður fram haldið.
24.05.2020 - 14:42
Erlent · Erlent · Ísrael · Netanyahu
Réttarhöld yfir Netanyahu hefjast í dag
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, mætir í dómssal í dag þar sem réttarhöld gegn honum vegna spillingarmál hefjast. Vika er síðan Netanyahu var svarinn í embætti forsætisráðherra í fimmta sinn. Netanyahu er ákærður fyrir svik, trúnaðarbrest og mútuþægni. Hann neitar alfarið sök og hefur ítrekað sagt ásakanirnar vera nornaveiðar gegn sér og fjölskyldunni. 
24.05.2020 - 06:42
Netanyahu ber að mæta fyrir rétt
Dómstóll í Jerúsalem hefur synjað beiðni Benjamins Netanyahus forsætisráðherra um að fá að sleppa við að mæta fyrir rétt á sunnudag þegar honum verða formlega birtar ákærur vegna spillingarmála.
20.05.2020 - 17:34
Landtökumaður sakfelldur fyrir morð
Ísraelskur landtökumaður var í morgun sakfelldur fyrir morð á palestínskum hjónum, Saad og Riham Dawabsheh, og átján mánaða barni þeirra þegar hann kveikti í húsi þeirra í þorpinu Duma á vesturbakka Jórdanar árið 2015.
18.05.2020 - 08:38
Erlent · Asía · Ísrael · Palestína
Aldrei fleiri ráðherrar í ísraelsku stjórninni
Ný ríkisstjórn Ísraels tók við völdum í dag eftir rúmlega 500 daga langa stjórnarkreppu og þrennar kosningar. Likudbandlagið og Blá og hvíta bandalagið auk minni flokka standa saman að stjórninni sem nýtur stuðnings 73 af 120 þingmönnum á Knessetinu. Ríkisstjórnin er sú fjölmennasta í sögu Ísraelsríkis og verða ráðherrarnir 34 til 36. Það hefur sætt nokkurri gagnrýni í ljósi erfiðs efnahagsástands.
17.05.2020 - 15:27
Stjórn Netanjahús og Gantz tekur við í dag
Ný ríkisstjórn Benjamíns Netanhajús og Benny Gantz tekur við völdum í Ísrael í dag. Ríkisstjórnin var ekki auðmynduð en kosið var í Ísrael fjórum sinnum síðastliðið ár eftir að stjórnarmyndunartilraunir misheppnuðust endurtekið. Netanjahú tekur fyrst við forsætisráðherrastóli, en samkvæmt samkomulagi tekur Gantz síðan við því embætti eftir hálft annað ár.
14.05.2020 - 03:18
Pompeo kominn til Ísrael til að ræða landtökubyggðir
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er kominn til Ísrael til þess að ræða öryggismál og fyrirætlanir Ísraels um innlimun landtökubyggða á Vesturbakkanum.
13.05.2020 - 04:48
Myndskeið
Ísraelsher reif niður heimili tveggja kvenna
Ísraelski herinn reif niður heimili tveggja kvenna nærri Ramallah í Palestínu í morgun eftir að dómstóll hafnaði beiðni um það yrði ekki rifið. Húsið var rifið vegna þess að sonur annars eigenda þess er sakaður um hafa myrt ísraelska stúlku.
Þingið samþykkti stjórn Netanyahus og Gantz
Ísraelska þingið lagði í morgun blessun sína yfir nýja ríkisstjórn Benjamins Netanyahus forsætisráðherra og helsta keppinautar hans Bennys Gantz og virðist þá bundinn endi á stjórnarkreppu sem staðið hefur í meira en ár.
07.05.2020 - 10:18
Erlent · Asía · Ísrael
Ráðast á Írani á meðan þeir eru í Sýrlandi
Ísraelsher ætlar að halda aðgerðum áfram í Sýrlandi þangað til Íranir koma sér þaðan. Naftali Bennett, varnarmálaráðherra Ísraels, lýsti þessu yfir í gær eftir að árásir Ísraelshers urðu fjórtán vígamönnum sem njóta stuðnings frá Íran að bana. 
06.05.2020 - 06:30
Réttarhöld hafin um framtíð Benjamíns Netanjahú
Hæstiréttur Ísraels ræðir nú framtíð Benjamíns Netanjahú forsætisráðherra í ríkisstjórn landsins. Þess er krafist að honum sé meinað að sitja í ríkisstjórn á meðan hann sætir ákæru fyrir mútur og fjársvik.
03.05.2020 - 12:23
Erlent · Asía · Ísrael
Bandaríkin styðja innlimun landtökubyggða
Bandaríkjastjórn er reiðubúin að samþykkja innlimun Ísraels á stórum hluta Vesturbakkans. Talsmaður utanríkisráðuneytisins greindi frá þessu. Þó er þess óskað að ný ríkisstjórn Ísraels hefji samningaviðræður við Palestínu.
Þjóðstjórninni mótmælt í Ísrael
Þúsundir Ísraela mótmæltu þjóðstjórn Benny Gantz og Benjamins Netanyahus í gær. Að sögn AFP fréttastofunnar söfnuðust um tvö þúsund manns saman í Tel Aviv, allir með grímur fyrir vitunum og gættu að því að standa tveimur metrum frá næsta manni.
26.04.2020 - 07:47
Netanyahu forsætisráðherra næstu 18 mánuði
Benjamín Netanyahu verður forsætisráðherra í þjóðstjórn Líkúdflokksins og Bláhvíta bandalagsins næstu átján mánuði, samkvæmt samkomulagi þeirra Benny Gantz, leiðtoga síðarnefnda flokksins. Eftir þann tíma segir hann af sér og Gantz tekur við forsætisráðherraembættinu í aðra átján mánuði, fram að næstu kosningum. Leiðtogar Palestínu fordæma stjórnina og kalla hana innlimunarstjórn.
21.04.2020 - 06:43
Samkomulag um neyðarstjórn í Ísrael
Benjamin Netanyahu, leiðtogi Likudflokksins í Ísrael, og Benny Gantz, formaður Bláhvíta bandalagsins, hafa komist að samkomulagi um að mynda neyðarstjórn vegna ástandsins af völdum COVID-19 farsóttarinnar. Þetta var tilkynnt síðdegis.
20.04.2020 - 16:43
Stefnir í fjórðu kosningarnar í Ísrael á rúmu ári
Svo gæti farið að boðað verði til fjórðu þingkosninganna í Ísrael á rétt rúmu ári, þar sem fresturinn sem Benny Gantz hafði til að mynda ríkisstjórn rann út án þess að honum tækist það ætlunarverk sitt að mynda þjóðstjórn á neyðartímum. Benjamín Netanyahu, sem leiðir starfandi minnihlutastjórn, hafði áður gert árangurslausa tilraun til að mynda ríkisstjórn.
19.04.2020 - 07:39
Erlent · Asía · Stjórnmál · Ísrael · COVID-19
Ísraelar loka skimunarstöð Palestínumanna í Jerúsalem
Ísraelska lögreglan lokaði í vikunni palestínskri skimunarstöð fyrir kórónuveiru í Austur-Jerúsalem og handtók fólkið sem þar starfaði, þar sem stöðin var rekin í samstarfi við heilbrigðisyfirvöld í Palestínu. Ísraelska blaðið Haaretz greinir frá þessu.
Þingi falið að finna lausn
Reuven Rivlin, forseti Ísraels, fól í morgun þingi landsins að reyna að mynda nýja ríkisstjórn eftir að frestur sem hann hafði gefið Benny Gantz, leiðtoga stjórnarandstöðunnar, til stjórnarmyndunar rann út án árangurs.
16.04.2020 - 07:56
Erlent · Asía · Ísrael
Forsetinn veitir Gantz tveggja daga frest
Reuven Rivlin, forseti Ísraels, virðist nú hafa trú á því að þeir Benny Gantz og Benjamin Netanyahu geti náð saman um myndun ríkisstjórnar. Hann veitti Gantz í kvöld tveggja sólarhringa frest til viðbótar til þess að mynda stjórn með stuðningi forsætisráðherrans Netanyahus. 
13.04.2020 - 23:16
Gantz fær ekki lengri frest til stjórnarmyndunar
Forseti Ísraels neitaði í gær Benny Gantz, leiðtoga Bláhvíta-bandalagsins, um lengri tíma til stjórnarmyndunarviðræðna. Þeir Gantz og forsætisráðherrann Benjamin Netanyahu verða því að ná saman fyrir miðnætti í kvöld ef þeir ætla að mynda nýja ríkisstjórn. Takist það ekki gætu Ísraelsmenn þurft að ganga til kosninga í fjórða sinn á rétt rúmu ári. 
13.04.2020 - 03:48
Stjórnarmyndunarviðræður í Ísrael í hnút
Viðræður tveggja stærstu stjórnmálaflokkanna í Ísrael um myndun þjóðstjórnar virðist við það að fara út um þúfur. Tíminn sem þeir Benny Gantz, formaður Bláhvíta-bandalagsins, og Benjamin Netanyahu, formaður Likud-bandalagsins og forsætisráðherra Ísraels, hafa til viðræðna er að renna út. Flokkarnir kenna hvor öðrum um að allt sé á afturfótunum.
12.04.2020 - 03:01
Allt að 75.000 gætu verið smituð í einni borg í Ísrael
Allt að 40 prósent íbúa í ísraelsku borginni Bnei Brak gætu verið smituð af COVID-19. Um tvö hundruð þúsund búa í borginni.
03.04.2020 - 20:30
Erlent · Asía · Ísrael · COVID-19
Ný stjórn í augsýn í Ísrael
Svo virðist sem samstaða hafi náðst um samsteypustjórn tveggja stærstu flokkanna í Ísrael. Benny Gantz, einn helsti andstæðingur forsætisráðherrans Benjamin Netanyahu, var kjörinn þingforseti í gær. Því embætti gegnir hann þar til hann verður utanríkisráðherra, hefur BBC eftir ísraelskum fjölmiðlum. Gantz verður svo forsætisráðherra á næsta ári.
27.03.2020 - 05:17
Hæstiréttur Ísraels snupraði þingforseta
Hæstiréttur Ísraels fyrirskipaði í gær forseta þingsins að boða til atkvæðagreiðslu um embætti þingforseta eins og stjórnarandstaðan hafði krafist.
24.03.2020 - 08:57
Erlent · Asía · Ísrael
Ríkisstjórn í augsýn í Ísrael
Benny Gantz fær stjórnarmyndunarumboð í Ísrael á undan sitjandi forsætisráðherra, Benjamin Netanyahu. Forseti Ísraels, Reuven Rivlin, greindi frá þessu í gærkvöld eftir viðræður við formenn allra flokka sem voru kjörnir á þing. 
16.03.2020 - 08:03