Færslur: Ísrael

Mótmæli gegn Netanyahu halda áfram í Jerúsalem
Mótmælendur halda áfram að safnast saman nærri embættisbústað Benjamíns Netanyahus, forsætisráðherra Ísraels, hvern laugardag til að kalla eftir afsögn hans. Gærdagurinn var engin undantekning og þúsundir óánægðra kjósenda söfnuðust þá saman í miðborg Jerúsalem, ekki fjarri embættisbústaðnum.
09.08.2020 - 06:21
Myndskeið
Hafa ekki enn innlimað hluta Vesturbakkans í Ísrael
Yfirvöld í Ísrael hafa ekki enn innlimað hluta Vesturbakkans í Ísrael líkt og til stóð að gera. Palestínskt blaðakona segir að innlimun á stórum hluta svæðisins sé í raun löngu hafin en formleg staðfesting gefi þeim grænt ljós á að flýta öllu ferlinu bregðist alþjóðasamfélagið ekki við.
04.08.2020 - 08:14
Ísraelsher gerir loftárásir á Sýrland
Ísraelskar orrustuþotur, árásarþyrlur og annarskonar herflugvélar gerðu í dag árás á hernaðarlega mikilvæg skotmörk í suðurhluta Sýrlands. Jafnframt var ráðist á borgina Boukamal nærri landamærum Íraks.
04.08.2020 - 00:24
Erlent · Ísrael · sýrland · Íran · Stríð · Hezbollah · Damaskus · Loftárás · Írak · Gólan-hæðir
Ísrael og Hamas-liðar takast á
Ísraelskar orrustuþotur gerðu í dag árás á neðanjarðaraðsetur Hamas-liða á Gaza-svæðinu eftir að eldflaug var skotið þaðan að Ísrael.
03.08.2020 - 01:26
Sýningarstúlka dæmd fyrir skattsvik
Bar Refaeli, frægasta sýningardama Ísraels, var í dag dæmd til að sinna samfélagsþjónustu í níu mánuði og að greiða jafnvirði 102 milljóna króna í sekt fyrir skattsvik. Hún játaði að hafa gefið rangar upplýsingar hversu lengi hún hefði dvalið erlendis til að komast undan að greiða skatta í Ísrael.
20.07.2020 - 17:36
Reglur hertar í Ísrael vegna kórónuveirunnar
Stjórnvöld í Ísrael gripu í dag til hertra aðgerða til að draga úr vaxandi kórónuveirusmiti í landinu. Verslunum, stórmörkuðum og fleiri stöðum þar sem fólk safnast saman verður lokað frá klukkan fimm á föstudögum til fimm á sunnudagsmorgnum. Þá verður líkamsræktarstöðvum lokað og veitingahús geta einungis afgreitt mat sem fólk tekur með sér.
17.07.2020 - 14:45
Varnarmálaráðherra Ísraels í sóttkví
Benny Gantz, varnarmálaráðherra og tilvonandi forsætisráðherra Ísraels, fór í dag í sóttkví vegna kórónuveirunnar. Ástæðan er sú, að sögn ísraelskra fjölmiðla, að hann var í námunda við manneskju, sem talið er að sé smituð. Sýni verður tekið úr ráðherranum. Þar til niðurstaða liggur fyrir úr rannsókn á því má hann ekki umgangast aðra. Gantz kveðst vera stálsleginn og ætla að vinna heima meðan á sóttkvínni stendur.
08.07.2020 - 11:35
Gripið til skjótra aðgerða í Ísrael vegna veirusmits
Stjórnvöld í Ísrael lokuðu í dag skemmtistöðum, börum og líkamsræktarstöðvum vegna mikillar fjölgunar kórónuveirusmits. Þrjátíu þúsund veirusmit hafa verið greind í landinu til þessa.
06.07.2020 - 17:43
Viðtal
Telur að innlimun Vesturbakkans hefði alvarleg áhrif
Fjórir þingmenn í utanríkismálanefnd Alþingis hafa hvatt ríkisstjórnina til að mótmæla því að Ísrael innlimi Vesturbakkann. Til stóð að Ísraelar myndu hefja innlimunina í gær, 1. júlí. Varnarmálaráðherra landsins, Benny Gantz, lýsti því yfir í vikunni að því yrði frestað og að baráttan við kórónuveiruna yrði að vera í forgangi.
02.07.2020 - 14:45
Allt flug flugfélagsins El Al stöðvað
Allt flug ísraelska flugfélagsins El Al var í dag stöðvað um óákveðinn tíma. Að sögn Jerusalem Post gaf forstjóri fyrirtækisins út fyrirskipun um að öllum vélum þess yrði flogið til Ísraels, hvort heldur sem er farþega- eða flutningavélum.
01.07.2020 - 15:34
Johnson biður Ísraela að hætta við innlimun
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, biður Ísraela að hætta við að innlima landtökubyggðir á Vesturbakkanum. Ísraelsk stjórnvöld ætluðu að hefja innlimun á hluta Vesturbakkans í dag.
01.07.2020 - 12:09
Hamas segja innlimun jafngilda stríðsyfirlýsingu
Undanfarnar vikur hefur friðaráætlun Donalds Trump í deilunni milli Ísrael og Palestínu verið mótmælt harðlega á Gaza-svæðinu.
28.06.2020 - 08:19
Friðarsamningur Ísreala og Jórdana í uppnámi
Áætlanir Ísraelsstjórnar um innlimun landssvæða á vesturbakka Jórdanár gætu stefnt friðarsamningnum við Jórdaníu í hættu. Hluti svæðisins er í Jórdandalnum við landamæri Jórdaníu.
25.06.2020 - 04:22
Ísrael prófar nýjar skotflaugar
Tvær tilraunir með nýja skotflaug voru gerðar í Ísrael. Báðar tilraunirnar voru vel heppnaðar að sögn flugiðnaðarstofnunar ríkisins. Önnur flaugin fór um 90 kílómetra og hin um 400 kílómetra. Í báðum tilfellum hæfðu flaugarnar skotmörk sín af mikilli nákvæmni, hefur AFP eftir yfirlýsingu stofnunarinnar.
03.06.2020 - 04:56
Heimskviður
Ísrael og kaldhæðni stjórnmálanna
 Eftir þrennar kosningar á innan við ári, er loks komin ný ríkisstjórn í Ísrael. Í forsetisráðherrastólnum situr þó áfram gamall refur, Benjamín Netanyahu. Að minnsta kosti næsta hálfa árið eða svo, þar til Benny Gantz tekur við stjórnartaumunum. Gantz hefur verið harður andstæðingur Netanyahus en loks hefur þá tekist að sættast á að mynda saman ríkisstjórn. En hvers vegna hefur þetta tekið svona langan tíma?
Réttarhöldum yfir Netanyahu frestað
Fyrsta degi réttarhalda yfir Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels lauk eftir tæplega klukkustund síðdegis í dag. Netanyahu tjáði sig ekkert í réttarhöldunum að öðru leyti en því að segja til nafns. Verjendur hans kröfðust þess að réttarhöldunum yrði frestað til þess að þeir gætu farið betur ofan í gögn málsins. Það var gert og ekki var tilkynnt hvenær málinu verður fram haldið.
24.05.2020 - 14:42
Erlent · Erlent · Ísrael · Netanyahu
Réttarhöld yfir Netanyahu hefjast í dag
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, mætir í dómssal í dag þar sem réttarhöld gegn honum vegna spillingarmál hefjast. Vika er síðan Netanyahu var svarinn í embætti forsætisráðherra í fimmta sinn. Netanyahu er ákærður fyrir svik, trúnaðarbrest og mútuþægni. Hann neitar alfarið sök og hefur ítrekað sagt ásakanirnar vera nornaveiðar gegn sér og fjölskyldunni. 
24.05.2020 - 06:42
Netanyahu ber að mæta fyrir rétt
Dómstóll í Jerúsalem hefur synjað beiðni Benjamins Netanyahus forsætisráðherra um að fá að sleppa við að mæta fyrir rétt á sunnudag þegar honum verða formlega birtar ákærur vegna spillingarmála.
20.05.2020 - 17:34
Landtökumaður sakfelldur fyrir morð
Ísraelskur landtökumaður var í morgun sakfelldur fyrir morð á palestínskum hjónum, Saad og Riham Dawabsheh, og átján mánaða barni þeirra þegar hann kveikti í húsi þeirra í þorpinu Duma á vesturbakka Jórdanar árið 2015.
18.05.2020 - 08:38
Erlent · Asía · Ísrael · Palestína
Aldrei fleiri ráðherrar í ísraelsku stjórninni
Ný ríkisstjórn Ísraels tók við völdum í dag eftir rúmlega 500 daga langa stjórnarkreppu og þrennar kosningar. Likudbandlagið og Blá og hvíta bandalagið auk minni flokka standa saman að stjórninni sem nýtur stuðnings 73 af 120 þingmönnum á Knessetinu. Ríkisstjórnin er sú fjölmennasta í sögu Ísraelsríkis og verða ráðherrarnir 34 til 36. Það hefur sætt nokkurri gagnrýni í ljósi erfiðs efnahagsástands.
17.05.2020 - 15:27
Stjórn Netanjahús og Gantz tekur við í dag
Ný ríkisstjórn Benjamíns Netanhajús og Benny Gantz tekur við völdum í Ísrael í dag. Ríkisstjórnin var ekki auðmynduð en kosið var í Ísrael fjórum sinnum síðastliðið ár eftir að stjórnarmyndunartilraunir misheppnuðust endurtekið. Netanjahú tekur fyrst við forsætisráðherrastóli, en samkvæmt samkomulagi tekur Gantz síðan við því embætti eftir hálft annað ár.
14.05.2020 - 03:18
Pompeo kominn til Ísrael til að ræða landtökubyggðir
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er kominn til Ísrael til þess að ræða öryggismál og fyrirætlanir Ísraels um innlimun landtökubyggða á Vesturbakkanum.
13.05.2020 - 04:48
Myndskeið
Ísraelsher reif niður heimili tveggja kvenna
Ísraelski herinn reif niður heimili tveggja kvenna nærri Ramallah í Palestínu í morgun eftir að dómstóll hafnaði beiðni um það yrði ekki rifið. Húsið var rifið vegna þess að sonur annars eigenda þess er sakaður um hafa myrt ísraelska stúlku.
Þingið samþykkti stjórn Netanyahus og Gantz
Ísraelska þingið lagði í morgun blessun sína yfir nýja ríkisstjórn Benjamins Netanyahus forsætisráðherra og helsta keppinautar hans Bennys Gantz og virðist þá bundinn endi á stjórnarkreppu sem staðið hefur í meira en ár.
07.05.2020 - 10:18
Erlent · Asía · Ísrael
Ráðast á Írani á meðan þeir eru í Sýrlandi
Ísraelsher ætlar að halda aðgerðum áfram í Sýrlandi þangað til Íranir koma sér þaðan. Naftali Bennett, varnarmálaráðherra Ísraels, lýsti þessu yfir í gær eftir að árásir Ísraelshers urðu fjórtán vígamönnum sem njóta stuðnings frá Íran að bana. 
06.05.2020 - 06:30