Færslur: Íslensku bókmenntaverðlaunin

Íslensku bókmenntaverðlaunin
Elísabet, Arndís, Hulda og Sumarliði verðlaunuð
Elísabet Kristín Jökulsdóttir, Arndís Þórarinsdóttir, Hulda Sigrún Bjarnadóttir og Sumarliði R. Ísleifsson eru handhafar Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2020.
Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna kynntar
Auður Ava Ólafsdóttir, Pétur H. Ármannsson og Arndís Þórarinsdóttir eru á meðal höfunda sem tilnefndir eru til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2020.
Gyllti miðinn í hendurnar á ástríðufullum bókaunnendum
„Við áttuðum okkur á því að það er fleira fólk en í okkar hjúp sem er að lesa bækur,“ segir Bryndís Loftsdóttir hjá Félagi íslenskra bókaútgefenda. Breytingar hafa verið gerðar á því hvernig valið er í dómnefndir bókmenntaverðlaunanna. Í stað þess að dómnefndirnar væru handvaldar var leitað út fyrir hjúpinn og auglýst eftir „ástríðufullum bókaunnendum,“ eins og Bryndís orðar það. Og þeir sem hrepptu hnossið fá nú tækifæri til að velja athyglisverðustu bækur ársins.
Sölvi Björn, Jón Viðar og Bergrún Íris verðlaunuð
Sölvi Björn Sigurðsson, Bergrún Íris Sævarsdóttir og Jón Viðar Jónsson eru handhafar Íslensku bókmenntaverðlaunanna sem afhent voru í 31. skipti við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í kvöld, þriðjudaginn 28. janúar.
Íslensku bókmenntaverðlaunin afhent
Útsending frá afhendingu Íslensku bókmenntaverðlaunanna á Bessastöðum.
Íslensku bókmenntaverðlaunin afhent í kvöld
Íslensku bókmenntaverðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í kvöld. Sýnt verður beint frá verðlaunaafhendingunni á RÚV og á vefnum klukkan 19:55.
Myndskeið
Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna kynntar
Guðrún Eva Mínervudóttir, Margrét Tryggvadóttir og Páll Baldvin Baldvinsson eru á meðal höfunda sem tilnefndir eru til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í ár.
Plöntur lifa án okkar en við ekki án þeirra
Stórvirkið Flóra Íslands fékk í gær Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki fræðibóka og rita almenns efnis. Bókin er sú umfangsmesta sem út hefur komið um íslenskar plöntur og er það von höfunda að bókin glæði áhuga og auki um leið skilning fólks á plönturíkinu.
Vonin er í börnunum – og í bókunum
Sigrún Eldjárn minntist þess þegar hún flutti fjórtán ára gömul á Bessastaði þegar hún tók á móti Íslensku bókmenntaverðlaununum í gær. Hún viðurkenndi að það hafi reynst unglingi erfitt að flytja úr borginni en búsetan hafi samt haft sínar björtu hliðar.
Fjölskyldan verður líka að þakka mér
Hallgrímur Helgason hlaut í gær Íslensku bókmenntaverðlaunin og þakkaði mörgum fyrir í ræðu sinni, þar á meðal „litlum sætum íslenskum bókabransa“ og fjölskyldu sinni – en honum fannst hann þó sjálfur einnig eiga þakkir skildar.
Íslensku bókmenntaverðlaunin
Hallgrímur, Sigrún og Flóra Íslands verðlaunuð
Hallgrímur Helgason, Sigrún Eldjárn og höfundar Flóru Íslands, Hörður Kristinsson, Þóra Ellen Þórhallsdóttir og Jón Baldur Hlíðberg, fá Íslensku bókmenntaverðlaunin 2018.
Bókmenntaverðlaunin
Þakkarræða Unnar Jökulsdóttur
Unnur Jökulsdóttir rithöfundur hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin í gærkvöldi í flokki fræðirita og bóka almenns efnis fyrir bók sína Undur Mývatns – um fugla, flugur, fiska og fólk. Unnur hefur dvalið og starfað á Mývatni í 12 ár og lýsir í bókinni innviðum vatnsins og þeim áhrifum sem það og Mývantssveit í heild hefur haft á hana. Hér birtist þakkarræða Unnar frá verðlaunafhendingunni.
Bókmenntaverðlaunin
Þakkarræða Áslaugar Jónsdóttur
Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güettler og Rakel Helmsdal hlutu Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki barna- og ungmennabóka fyrir Skrímsli í vanda. Hér má horfa á og lesa þakkarræðu Áslaugar.
Bókmenntaverðlaunin
Þakkarræða Kristínar Eiríksdóttur
Kristín Eiríksdóttir hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir skáldsöguna Elín, ýmislegt. Hér má horfa á og lesa þakkarræðu hennar sem hún flutti á Bessastöðum við verðlaunaafhendinguna.
Auður, Hildur og Ragnar verðlaunuð
Ör eftir Auði Övu Ólafsdóttur, Vetrarhörkur eftir Hildi Knútsdóttur og Andlit norðursins eftir Ragnar Axelsson hljóta íslensku bókmenntaverðlaunin í ár en þau afhenti Guðni Th Jóhannesson við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í kvöld.
Íslensku bókmenntaverðlaunin afhent
Íslensku bókmenntaverðlaunin verða afhent í beinni sjónvarpsútsendingu á RÚV og vefnum í kvöld klukkan 19:50, en það verður í fyrsta skipti í meira en áratug síðan verðlaunaafhendingunni er sjónvarpað beint.