Færslur: Íslenska

Telur nauðsynlegt að útbúa rafrænt námsefni á íslensku
Stjórnvöld ættu að þróa kennsluforrit á íslensku vilji þau halda í tungumálið. Þetta er skoðun læsisfræðings sem segir að kennarar hafi áhyggjur af íslenskukunnáttu ungmenna.
03.10.2020 - 12:43
Myndskeið
Hús íslenskunnar að rísa og holan horfin
Bygging Húss íslenskunnar við Arngrímsgötu í Reykjavík gengur vel og er uppsteypa á þriðju og efstu hæð hússins hafin, mánuði á undan áætlun. Byggingin á sér langan aðdraganda og var stór opin hola á þessu svæði frá árinu 2013 til 2019.
Ekki til framdráttar að hneykslast á málnotkun annarra
Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands, segir að það sé misskilingur að tungumálinu sé gerður greiði með því að hneykslast á málnotkun annarra. Hann hefur sagt skilið við Málvöndunarþáttinn, sem er Facebook-hópur þar sem spjallað er um íslenskt málfar og málnotkun. Eiríkur stofnaði nýjan hóp á Facebook, sem verður vettvangur fyrir jákvæðari umræðu um íslenskt mál.
09.08.2020 - 19:55
Sýslumenn benda fólki á að útvega túlk á eigin kostnað
Það þarf að skýra hver réttindi þeirra sem ekki skilja íslensku eiga að vera í samskiptum við stjórnvöld. Þetta er álit umboðsmanns Alþingis. Álitið var gefið út í gær í kjölfar frumkvæðisathugunar. Þar kemur meðal annars fram að sýslumannsembættin bendi fólki á að útvega túlk á eigin kostnað.
Myndskeið
Það er leikur að læra íslensku
120 börn læra íslensku með leik í nokkrum skólum borgarinnar í sumar. Börnin, sem sum tala fimm tungumál, segja ekkert mál að bæta enn einu við. 
08.06.2020 - 19:42
Ísvarnarjárn, glappahömlur og löss
Orðin kraftbrjótur, buldurspölur, hámarksgræntími, ísvarnarjárn, saumskemmd, titurplata og glappahömlur eru meðal þeirra rúmlega tvö þúsund orða sem sístækkandi Vegorðasafn Vegagerðarinnar hefur að geyma. Markmiðið með safninu er að ná yfir öll helstu hugtök sem notuð eru við vega- og hafnargerð.
23.11.2019 - 14:04
Myndband
Safna íslenskum röddum
Í dag hófst söfnun íslenskra raddsýna á vefnum Samrómur, en söfnunin er liður í því að gera kleift að tala íslensku við tölvur og tæki. Forseti Íslands sagði í erindi sínu að nú, með íslenskum talgervlum, sé í raun verið að bjarga íslenskri tungu í annað sinn. Fyrst hafi henni verið bjargað á miðöldum þegar ákveðið var að þýða Biblíuna yfir á íslensku.
16.10.2019 - 23:20
Könnun: Að beila á mig eða beila á mér
Heitar umræður hafa skapast á skrifstofu RÚV núll um það hvaða fall tökusögnin „að beila“ tekur með sér. Svo virðist sem kynslóðamunur ríki í því hvernig sögnin er notuð.
21.05.2019 - 14:09
Myndskeið
Lesbækurnar að jafnaði 39 ára gamlar
Kennarar hafa þungar áhyggjur af því að nemendur eru hættir að lesa. Þetta eru niðurstöður rannsóknar á stöðu íslenskukennslu á öllum skólastigum. Menntamálaráðuneytið stóð fyrir vitundarvakningu um stöðu og framtíð íslenskunnar í Hörpu í dag.
03.04.2019 - 20:17
Viðtal
Snjalltækin skilja bráðum íslensku
Við ættum að geta talað íslensku við tækin okkar innan nokkurra ára, segir forstöðumaður gerivgreindarseturs. En svo það verði að veruleika þurfa allir að leggja hönd á plóg.
25.01.2019 - 22:35
Viðtal
Hafa ekki íslenskukunnáttu í samræmi við aldur
Elín Þöll Þórðardóttir, prófessor í málvísindum við McGill háskóla í Montréal í Kanada, segir að íslenskukunnátta barna sem eiga erlenda foreldra sé ekki nógu góð. Rannsóknir hafi sýnt það síðustu ár. Þau standa höllum fæti í samanburði við jafnaldra sína og fái því ekki jöfn tækifæri.  
13.01.2019 - 14:24
Viðtal
Hafa sofið á verðinum varðandi málefni kennara
Stjórnvöld hér á landi hafa sofið á verðinum þegar kemur að tryggja sem best starfsumhverfi kennara. Þetta er mat Lilju Alfreðsdóttur, menntamálaráðherra. „Lykilforsendan að því að Ísland verði með fremsta menntakerfi í veröldinni, sem er markmiðið, er að starfsumhverfi kennara verði framúrskarandi,“ sagði ráðherrann í viðtali á Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun.
21.12.2018 - 09:50
Lærði íslensku upp á eigin spýtur
Marjorie Westmoreland, 18 ára einhverf stúlka frá Texas fékk brennandi áhuga á íslensku þegar hún heyrði lag með íslensku hljómsveitinni Steed Lord á fimleikamóti fyrir einu og hálfu ári. Síðan þá hefur hún legið yfir því íslenska efni sem hún kemst í og hefur meðal annars skrifast á við Guðna Th. Jóhannesson. Síðdegisútvarpið sló á þráðinn til Marjorie á dögunum.
16.05.2018 - 11:29
Telur samræmd próf draga úr áhuga á íslensku
Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslensku við Háskóla Íslands, telur að niðurstaða samræmdra prófa í íslensku segi ekkert um málnotkun og málkunnáttu nemenda. Hins vegar séu þau sérlega vel til þess fallin að draga úr áhuga þeirra á móðurmálinu. Þetta segir hann í færslu á Facebook-síðu sinni.
07.03.2018 - 16:48
The Economist dáist að íslenskunni
Í nýlegu tvöföldu jólahefti vikublaðsins The Economist er fjallað um íslenskt mál og hvernig Íslendingar umgangast það.
04.01.2018 - 09:09
„Gvöð hvað mér brá“
Ragnhildur Hólmgeirsdóttir veltir fyrir sér breytingum á tungumálinu, hvað hafi orðið um mállýskurnar og afhverju við segjum gvuð en ekki guð.
Íslenskunni fagnað í öllum hljómbrigðum
Á degi íslenskrar tungu 16. nóvember er íslenskunni fagnað í öllum þeim hljómbrigðum sem finna má. Í aðdraganda dagsins birtust á menningarvef RÚV myndskeið sem varpa ljósi á mismunandi raddir íslenskunnar.