Færslur: Íslenska

Sjónvarpsfrétt
Forsetinn í sendinefnd sem fundar með Apple og Facebook
Sendinefnd skipuð forseta Íslands, menningarmálaráðherra og fleirum heldur til Bandaríkjanna í næstu viku til fundar við stjórnendur Apple, Microsoft, Amazon og Meta, sem rekur Facebook og Instagram. Markmiðið er að sannfæra þá um að íslenska eigi að vera hluti af þeirra tungumálaframboði.
11.05.2022 - 22:35
Morgunútvarpið
Tryggja þarf að ekki verði tvær þjóðir í landinu
Ráðherra menningarmála segir að áríðandi sé að tryggja innflytjendum íslenskukennslu og öll börn þurfa að geta rætt við snjalltæki á íslensku. Lilja Alfreðsdóttir segir okkur í vörn og sókn samtímis fyrir tungumálið.
Arnaldur fékk verðlaun Jónasar Hallgrímssonar
Arnaldur Indriðason rithöfundur fékk verðlaun Jónasar Hallgrímssonar í dag á degi íslenskrar tungu. Vera Illugadóttir, dagskrárgerðarkona á RÚV, fékk sérstaka viðurkenningu dags íslenskrar tungu.
Ungmenni lesa frekar fréttir á íslensku
Börn og ungmenni horfa mest á sjónvarpsefni á ensku, og um helmingur notar ensku við tölvuleikjaspilun og á samfélagsmiðlum. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar Menntavísindastofnunar fyrir Fjölmiðlanefnd, á málnotkun barna og ungmenna á afþreyingarefni, sem er birt í dag á Degi íslenskrar tungu. Samkvæmt niðurstöðunum skera lestur og áhorf á fréttir sig úr, en þar velja flest efni á íslensku. 
Íslenskukennsla aldrei mikilvægari
Íslenskukennsla fyrir börn með annað móðurmál hefur aldrei verið mikilvægari og er grundvöllur fyrir því að skapa hér opið samfélag sem allir geti tekið þátt í, segir skipuleggjandi málþings um íslenskukennslu í fjölmenningarsamfélagi.
09.08.2021 - 13:28
600 titlar á íslensku á Disney+
Yfir 600 bíómyndir og sjónvarpsþættir frá stórfyrirtækinu Disney verða gerðir aðgengilegir með íslensku tali eða texta á streymisveitu fyrirtækisins Disney+ á næstunni.
07.06.2021 - 16:51
Viðtal
Ræddu áhrif tungumálsins á #metoo byltinguna
Veruleikinn og hugarheimurinn litast af tungumálinu. Orð eins og „ofbeldi“ getur átt við marga hluti af sama meiði og því er stundum nauðsynlegt að skapa ný orð sem eiga við nýstárlega umræðu. Einnig er áríðandi að kunna að greina orðræðuna. Þetta var meðal þess sem fram kom í samtali um metoo-byltinguna í Vikulokum morgunsins.
Nú eru töluð 109 tungumál í leik- og grunnskólum
Börn í íslenskum leikskólum, grunnskólum og frístundastarfi tala 109 tungumál. Þetta er niðurstaða tungumálaleitar í tilefni Alþjóðadags móðurmálsins 21. febrúar 2021. Þegar tungumálafjöldinn var fyrst skráður árið 2014 nam fjöldinn 91 máli.
Disney svarar um hæl að talsett efni sé væntanlegt
Búast má við að Disney bjóði upp á einhverjar talsettar og textaðar myndir á streymisveitu sinni innan nokkurra mánaða. Þetta kemur fram í svari Hans van Rijn svæðisstjóra Disney á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjunum við bréfi Lilju Alfreðsdótur, mennta- og menningarmálaráðherra, frá 1. febrúar.
08.02.2021 - 19:15
Viðtal
„Þeir þóttust allt í einu vera að borga mér of mikið“
Ólafur Haukur Símonarson, sem þýddi Disney-myndina Konungur ljónanna, er mjög hlynntur því að talsettar Disney-myndir verði gerðar aðgengilegar á íslensku. Þar þurfi þó kné að fylgja kviði. Hann þýddi margar af uppáhaldsteiknimyndum þúsaldarkynslóðarinnar en lenti svo í niðurskurðarhnífnum.
Lilja skorar á Disney að talsetja og texta efni sitt
Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra sendi í dag erindi til kvikmyndaframleiðandans Disney og óskaði eftir því að bætt verði úr skorti á íslensku tali á efni streymisveitunnar Disney+. Efnisveitan bauð nýverið upp á áskriftir hér á landi og hafa margir gagnrýnt að ekki sé hægt að horfa á efni með íslensku tali né að efnið sé textað.
01.02.2021 - 19:32
Myndskeið
Ensk orð í slangurorðaforða unglinga hafa tvöfaldast
„Fáðu þér eina smellý og chillaðu broski“ er heitið á meistararitgerð Ragnheiðar Jónsdóttur íslenskufræðings. Í ritgerðinni kannar hún ensk orð í slangri unglinga og ber saman við könnum sem gerð var fyrir tuttugu árum.
24.01.2021 - 20:14
Hálf milljón raddsýna á fimm dögum
Börn og ungmenni í grunnskólum landsins hafa heldur betur lagt sitt af mörkum í að safna raddsýnum í raddsýnagagnagrunninn Samróm. Á tæpri viku hefur fjöldi sýna farið úr um 320.000 sýnum í um 847.000 sýni. Sýnunum hefur fjölgað um hálfa milljón á fimm dögum.
23.01.2021 - 12:29
Spegillinn
Höfum það í hendi okkar að íslenskan haldi velli
Eiríkur Rögnvaldsson prófessor emeritus í íslenskri málfræði fékk Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar fyrir tveimur árum. Hann skrifar mikið um tungumálið og birti pistil á Degi íslenskrar tungu á netinu í tilefni dagsins um lífvænleika íslenskunnar.
17.11.2020 - 11:00
Myndskeið
Ekki seinna vænna að geta talað við tækin á íslensku
Nýtt íslenskt smáforrit, Embla, sem svarar spurningum á íslensku er væntanlegt í snjallsíma. Einn hönnuðanna segir fólk vilja geta talað við tækin sín á íslensku.
08.11.2020 - 20:23
Telur nauðsynlegt að útbúa rafrænt námsefni á íslensku
Stjórnvöld ættu að þróa kennsluforrit á íslensku vilji þau halda í tungumálið. Þetta er skoðun læsisfræðings sem segir að kennarar hafi áhyggjur af íslenskukunnáttu ungmenna.
03.10.2020 - 12:43
Myndskeið
Hús íslenskunnar að rísa og holan horfin
Bygging Húss íslenskunnar við Arngrímsgötu í Reykjavík gengur vel og er uppsteypa á þriðju og efstu hæð hússins hafin, mánuði á undan áætlun. Byggingin á sér langan aðdraganda og var stór opin hola á þessu svæði frá árinu 2013 til 2019.
Ekki til framdráttar að hneykslast á málnotkun annarra
Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands, segir að það sé misskilingur að tungumálinu sé gerður greiði með því að hneykslast á málnotkun annarra. Hann hefur sagt skilið við Málvöndunarþáttinn, sem er Facebook-hópur þar sem spjallað er um íslenskt málfar og málnotkun. Eiríkur stofnaði nýjan hóp á Facebook, sem verður vettvangur fyrir jákvæðari umræðu um íslenskt mál.
09.08.2020 - 19:55
Sýslumenn benda fólki á að útvega túlk á eigin kostnað
Það þarf að skýra hver réttindi þeirra sem ekki skilja íslensku eiga að vera í samskiptum við stjórnvöld. Þetta er álit umboðsmanns Alþingis. Álitið var gefið út í gær í kjölfar frumkvæðisathugunar. Þar kemur meðal annars fram að sýslumannsembættin bendi fólki á að útvega túlk á eigin kostnað.
Myndskeið
Það er leikur að læra íslensku
120 börn læra íslensku með leik í nokkrum skólum borgarinnar í sumar. Börnin, sem sum tala fimm tungumál, segja ekkert mál að bæta enn einu við. 
08.06.2020 - 19:42
Ísvarnarjárn, glappahömlur og löss
Orðin kraftbrjótur, buldurspölur, hámarksgræntími, ísvarnarjárn, saumskemmd, titurplata og glappahömlur eru meðal þeirra rúmlega tvö þúsund orða sem sístækkandi Vegorðasafn Vegagerðarinnar hefur að geyma. Markmiðið með safninu er að ná yfir öll helstu hugtök sem notuð eru við vega- og hafnargerð.
23.11.2019 - 14:04
Myndband
Safna íslenskum röddum
Í dag hófst söfnun íslenskra raddsýna á vefnum Samrómur, en söfnunin er liður í því að gera kleift að tala íslensku við tölvur og tæki. Forseti Íslands sagði í erindi sínu að nú, með íslenskum talgervlum, sé í raun verið að bjarga íslenskri tungu í annað sinn. Fyrst hafi henni verið bjargað á miðöldum þegar ákveðið var að þýða Biblíuna yfir á íslensku.
16.10.2019 - 23:20
Könnun: Að beila á mig eða beila á mér
Heitar umræður hafa skapast á skrifstofu RÚV núll um það hvaða fall tökusögnin „að beila“ tekur með sér. Svo virðist sem kynslóðamunur ríki í því hvernig sögnin er notuð.
21.05.2019 - 14:09
Myndskeið
Lesbækurnar að jafnaði 39 ára gamlar
Kennarar hafa þungar áhyggjur af því að nemendur eru hættir að lesa. Þetta eru niðurstöður rannsóknar á stöðu íslenskukennslu á öllum skólastigum. Menntamálaráðuneytið stóð fyrir vitundarvakningu um stöðu og framtíð íslenskunnar í Hörpu í dag.
03.04.2019 - 20:17
Viðtal
Snjalltækin skilja bráðum íslensku
Við ættum að geta talað íslensku við tækin okkar innan nokkurra ára, segir forstöðumaður gerivgreindarseturs. En svo það verði að veruleika þurfa allir að leggja hönd á plóg.
25.01.2019 - 22:35