Færslur: Íslandsbanki

Lýsa yfir endalokum kórónukreppunnar
Fjöldi ferðamanna fer aftur yfir milljón á næsta ári samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka. Aðalhagfræðingur bankans segir að allt bendi til þess að kórónuveirukreppunni sé lokið.
Láti ekki undan kúgunartilburðum tölvuþrjóta
Netárásir hafa verið gerðar á fjögur íslensk fjármálafyrirtæki og fleiri og stærri árásir kunna að vera í bígerð. Öryggissérfræðingur segir að fyrirtæki eigi alls ekki að láta undan kúgunartilburðum tölvuþrjóta heldur efla varnirnar.
12.09.2021 - 19:21
Skorað á stóru bankana að minnka vaxtamun
VR skorar á stóru bankana þrjá, Lands­banka, Ari­on banka og Ís­lands­banka, að lækka útlánsvexti sína og draga þannig úr vaxtamun. Álagning bankanna sé einfaldlega allt of mikil.
10.09.2021 - 15:10
Spá tvöföldun stýrivaxta næsta árið
Greiningardeild Íslandsbanka býst við óbreyttum stýrivöxtum eftir vaxtaákvörðun Seðlabankans þann 25. ágúst næstkomandi og þeir verði því áfram 1,0%. Hins vegar sér deildin fram á að langvarandi vaxtahækkunarferli hefjist í nóvember.
37 milljarða hagnaður á fyrri helmingi ársins
Stóru viðskiptabankarnir þrír högnuðust um 37 milljarða króna á fyrri helmingi ársins. Er það viðsnúningur frá fyrri helmingi síðasta árs þegar hálfs milljarðs tap var af rekstrinum.
28.07.2021 - 18:08
Aflétting takmarkana hefur ekki mikil áhrif á verðbólgu
Aðalhagfræðingur Íslandsbanka telur að verðbólga hér á landi verði nokkuð mikil fram á mitt næsta ár. Nýbirtar tölur Hagstofunnar sýna 4,3% verðbólgu undanfarna tólf mánuði. 
Almenningur ekki fengið rétt verð fyrir bankann
Forsætisráðherra segir hlutafjárútboð Íslandsbanka vel heppnað og að mikill áhugi fjárfesta hafi aukið verðmæti eignarhlutar ríkisins í bankanum. Formenn stjórnarandstöðuflokka segja útboðsgengið hafa verið of lágt og harma að erlendir vogunarsjóðir séu aftur komnir inn í bankakerfið.
Eignarhlutur ríkisins 20 milljörðum verðmætari
Hlutur ríkisins í Íslandsbanka er 20 milljörðum verðmætari eftir mikla verðhækkun á markaði í gær. Hlutabréf hækkuðu lítillega í morgun en of snemmt er að segja til um hvort verðlagning í hlutafjárútboði var of lág. Íslandsbanki birti í morgun lista yfir stærstu hluthafa bankans.
Íslandsbanki birtir hluthafalistann
Erlendir sjóðir og íslenskir lífeyrissjóðir eru áberandi á lista yfir stærstu hluthafa í Íslandsbanka. Viðskipti með bréf í bankanum hófust í gær og hækkuðu bréfin um 20 prósent frá útboðsgengi.
Myndskeið
„Ríkið fær vonandi hærra verð fyrir restina“
„Þeir sem tóku þátt og keyptu, þeir sem áttu auka milljón, þeir græddu 200 þúsund krónur í dag. Þessi 10 prósent þjóðarinnar sem keyptu geta verið himinlifandi og glöð. Hver fimm manna fjölskylda í Garðabæ sem nýtti sér þetta til fulls hefur grætt milljón í dag á fjárfestingunni,“ segir Ásgeir Brynjar Torfason, doktor í viðskiptafræði, um nýyfirstaðið útboð á 35 prósenta hlut í Íslandsbanka.
22.06.2021 - 19:45
Viðskipti í Íslandsbanka fyrir rúma fjóra milljarða
Íslandsbanki var skráður á aðalmarkað Kauphallarinnar, Nasdaq Iceland, við hátíðlega athöfn í höfuðstöðvum bankans í morgun. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, hringdi bjöllunni með Magnús Harðarson, forstjóra Kauphallarinnar, sér við hlið. Þar með er búið að skrá 35% af hlutum félagsins og geta nú viðskipti á þeim hafist. Íslandsbanki er þriðja stærsta félagið á markaðnum og er hann tuttugasta og fjórða félagið í Kauphöllinni, að sögn Magnúsar.
22.06.2021 - 11:26
Úthlutun fjársterkra í útboðinu skert niður í milljón
Öll eignarhaldsfélög og fjársterkir einstaklingar, sem skráðu sig fyrir meira en 75 milljónum króna í hlutafjárútboði Íslandsbanka, fengu einungis úthlutun upp á eina milljón króna.
Vill halda áfram að selja Íslandsbanka
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra telur skynsamlegt að halda áfram að losa um eignarhald ríkisins yfir Íslandsbanka á næsta ári ef markaðsaðstæður leyfa. Hann segir nýlokið útboð hafa gengið framar vonum og að áhugi erlendra fjárfesta hafi vakið sérstaka athygli.
16.06.2021 - 16:57
Frábær þátttaka segir stjórnarformaður Bankasýslunnar
Íslenska ríkið fær rúma 55 milljarða króna fyrir sölu á 35 prósenta hlut í Íslandsbanka í útboðinu sem lauk í gær. Margföld umframeftirspurn var í útboðinu eða 486 milljarðar króna.
Um 24 þúsund hluthafar að loknu hlutafjárútboði
Hluthafar í Íslandsbanka verða um 24 þúsund eftir hlutafjárútboð bankans sem lauk á hádegi í dag. Ekki eru fleiri hluthafar í nokkru skráðu fyrirtæki á Íslandi að því er fram kemur í tilkynningu frá bankanum.
Niðurrif á húsi Íslandsbanka tefst fram á haust
Vinna stendur enn yfir við deiliskipulag reitsins þar sem fyrrum höfuðstöðvar Íslandsbanka við Kirkjusand standa. Sótt hefur verið um leyfi til að rífa húsið en líklegast verður ekki af því fyrr en í haust.
Fjármálaráðherra ánægður með ganginn í hlutafjárútboði
Fjármálaráðherra segir að það gætu fengist vel yfir fimmtíu milljarðar fyrir hlutinn sem ríkið hyggst selja í Íslandsbanka. Honum líst vel á stóru erlendu fjárfestingasjóðina sem hafa skuldbundið sig til að gerast kjölfestufjárfestar í bankanum.
Erlendir sjóðir skuldbinda sig til kaupa í Íslandsbanka
Hlutafjárútboð Íslandsbanka hófst klukkan níu í morgun, en það nær að hámarki til 35% af hlutafé bankans. Í tilkynningu á vef bankans segir að áætlað markaðsvirði hans í kjölfar útboðsins sé 150 milljarðar króna.
Íslandsbanki gefur listasöfnum 203 listaverk
Íslandsbanki samþykkti á hluthafafundi í gær að gefa Listasafni Íslands og öðrum viðurkenndum söfnum hér á landi rúmlega 200 listaverk sem eru í eigu bankans. Safnstjóri Listasafns Íslands líkir þessu við hvalreka.
27.05.2021 - 13:25
Verðbólgan hjaðnar milli mánaða
Verðbólgan hjaðnar frá því í apríl en hún mælist nú 4,4 prósent en hún var 4,6 prósent í apríl. Húsnæðisverð hefur vegið þyngst í hækkunum verðbólgu undanfarna mánuði en Seðlabankinn spáir því að verðbólgumarkmiðum verði náð fyrir lok árs.
Áform um hlutafjárútboð og Kauphallarskráningu staðfest
Bankasýsla ríkisins og Íslandsbanki hafa staðfest áform sín um að hefja hlutafjárútboð bankans fyrir lok júní. Útboðið nær til að lágmarki 25% af útgefnu og útistandandi hlutafé bankans og í kjölfarið verða öll hlutabréf Íslandsbanka skráð í Kauphöllina. 
Fasteignamarkaður á fullu vélarafli
Spáð er áframhaldandi hækkunum á fasteignaverði og hraðri fjölgun ferðamanna í nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka sem birt var í morgun.
ASÍ segir vaxtahækkun ekki vænlega á þessum tímapunkti
Miðstjórn ASÍ mótmælir hækkun stýrivaxta Seðlabankans í ljósi þess að enn séu miklar takmarkanir á möguleikum atvinnulausra og fjölmörg fyrirtæki glími við rekstrarerfiðleika vegna sóttvarnaráðstafana.
Stýrivextir Seðlabanka hækkaðir um 0,25 prósentustig
Vextir Seðlabanka Íslands hækka um 0,25 prósentustig. Þetta kemur fram í tilkynningu peningastefnunefndar bankans sem birtist á vefsíðu hans í morgun. Ástæða hækkunarinnar er mikil og viðvarandi verðbólga. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1% eftir hækkunina.
Spá fjölgun ferðamanna og auknum hagvexti næstu ár
Landsbankinn og Íslandsbanki eru nokkuð á sama máli um verðbólguþróun næstu missera og ára. Hagdeildir beggja banka telja hámark verðbólgu vera að nást og að verðbólgumarkmið Seðlabanka náist áður en langt um líður.