Færslur: Íslandsbanki

Breytingar á stærstu í Icelandair Group
Tveir stærstu hluthafar í Icelandair Group fyrir hlutafjárútboð eru það ekki lengur.
Spá uppsveiflu ef bóluefni næst fyrir næsta sumar
Náist tök á kórónuveirufaraldrinum má búast við því að íslenskt efnahagslíf taki vel við sér strax á næsta ári. Þetta kemur fram í nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka fyrir árin 2020 til 2022. Bankinn spáir 8,6% samdrætti á þessu ári, en 3,1% hagvexti á því næsta og 4,7% hagvexti árið 2022.
Allt að átta vikna bið eftir endurfjármögnun íbúðalána
Mikil eftirspurn er nú eftir nýj­um íbúðalán­um og end­ur­fjármögn­un íbúðalána og geta viðskipta­vin­ir bank­anna því þurft að bíða í allt að átta vik­ur eft­ir að fá lán sín afgreidd.
07.08.2020 - 07:24
Takmarkaður áhugi fyrirtækja á brúarlánum
Fyrirtæki hafa takmarkaðan áhuga á brúarlánum, sem er eitt af efnahagslegum úrræðum sem ríkisstjórnin kynnti í lok mars. Arion banki hefur opnað fyrir umsóknir en Íslandsbanki og Landsbankinn eru enn að vinna að útfærslu lánanna, níu vikum eftir að þau voru kynnt.
Íslandsbanki semur við SÍ um veitingu brúarlána
Íslandsbanki og Seðlabanki Íslands undirrituðu í dag samning um að fyrrnefndi bankinn veiti brúarlán til fyrirtækja í samræmi við aðgerðir stjórnvalda til að koma til móts við fyrirtæki vegna efnahagslegra afleiðinga kórónuveirufaraldursins.
Sala Íslandsbanka sett á ís
Áformum ríkisins um sölu eignarhluta sinna í bönkunum hefur verið slegið á frest vegna efnahagsástandsins í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Fjármálaráðuneytið segir sölu banka ekki raunhæfa í augnablikinu.
06.05.2020 - 17:43
Íslandsbanki tapaði 1,4 milljörðum
Íslandsbanki tapaði 1,4 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Bankinn hagnaðist um 2,6 milljarða á sama tímabili í fyrra. Arðsemi eigin fjár var neikvæð um sem nemur 3% á fyrstu þremur mánuðum ársins, en hún var jákvæð um 5,9% á sama tímabili í fyrra. Birna Einarsdóttir bankastjóri segir að kórónuveirufaraldurinn hafi haft sitt að segja um þessa þróun.
Verðbólguhorfur nokkuð góðar þrátt fyrir óvissuna
Mikil óvissa er til staðar á mörkuðum og hefur krónan veikst að jafnaði um 13% gagnvart helstu erlendum gjaldmiðlum frá áramótum vegna áhrifa COVID-19 faraldursins. Þrátt fyrir það spáir greiningardeild Íslandsbanka að verðbólga verði enn undir markmiði Seðlabankans í júlí.
07.04.2020 - 12:38
Útlán hafa aukist hjá bönkunum segja stjórnendurnir
Stjórnendur Íslandsbanka og Arion banka segja útlán hafa aukist hjá bönkunum. Hagnaður Arionbanka var 1,1 milljarður en stjórnin ætlar að greiða 10 milljarða í arð. Ástæðan er sú að bankinn vill lækka eigið fé, segir fjármálastjórinn. 
13.02.2020 - 20:15
Segir tímabært að selja Íslandsbanka í áföngum
Tímabært er að selja Íslandsbanka í nokkrum áföngum og nota fjármunina sem fyrir hann fást til að fjárfesta í innviðum. Þetta segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í viðtali við blaðamann Morgunblaðsins. „Nú þegar hagkerfið kólnar er augljós kostur að losa um eignarhald ríkisins á fjármálafyrirtækjum og verja fjármunum sem þannig fást í innviðafjárfestingar, segir Bjarni.
Erum ekki að beita viðskiptaþvingunum
Bankastjóri Íslandsbanka segir það af og frá að í nýrri markaðsstefnu bankans, þar sem meðal annars verður horft til kynjahlutfalls innan fjölmiðla við auglýsingakaup, felist viðskiptaþvinganir. Hún viðurkennir þó að bankinn hefði mátt skýra málið betur.
26.10.2019 - 12:03
Myndskeið
Ekki megi ganga á sjálfstæði fjölmiðla
Fjölga þarf konum í stjórnum fyrirtækja og hjá fjölmiðlum án þess þó að ganga á ritstjórnarlegt sjálfstæði fjölmiðla, segir forsætisráðherra. Það sé jákvætt að Íslandsbanki hugi að jafnréttismálum. Þó verði að fara með aðgát þegar kemur að samspili stórfyrirtækja og fjölmiðla og horfa til sérstöðu fjölmiðla sem fjórða valdsins í samfélaginu.
25.10.2019 - 19:35
„Fráleit aðför að ritstjórnarlegu sjálfstæði“
Blaðamannafélag Íslands segir það fráleita aðför að ritstjórnarlegu sjálfstæði fjölmiðla að Íslandsbanki ætli að hætta viðskiptum við þá fjölmiðla sem ekki standast tiltekin skilyrði um kynjahlutföll á þáttagerðarmönnum og viðmælendum. Í tilkynningu frá félaginu kemur fram að slík aðgerð þjóni ekki hagsmunum jafnréttisbaráttunnar og jafnframt verði að gera þær kröfur til banka í eigu almennings að vandað sé betur til verka.
25.10.2019 - 15:04
Kastljós
Segir að nú verði loks ráðist í framkvæmdir
Hulda Ragnheiður Árnadóttir, formaður Félags kvenna í atvinnulífinu, sagði að lengi hefði verið rætt um ójafnrétti kynjanna en nú ætti að ráðast í framkvæmdir til að ná því markmiði. Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir óásættanlegt að ríkisfyrirtæki taki ákvarðanir um að beina ekki viðskiptum sínum til ákveðinna aðila á grundvelli sjónarmiða sinna um jafnrétti kynjanna.
Spegillinn
Bankar á útsöluverði víða
Ríkið er svo gott sem eini eigandi Landsbankans og á Íslandsbanka að fullu. Fyrir nokkrum vikum sagði fjármálaráðherra að hann vænti þess að fljótlega kæmi tillaga frá Bankasýslu ríkisins sem fer með eignarhluti ríkisins um sölu þeirra. Á Alþingi var sérstök umræða að ósk Oddnýjar Harðardóttur, Samfylkingu um sölu á hlut ríkisins í bönkunum og henni finnst ekki komið að því að selja. Gylfi Magnússon dósent segir kannski ekki hlaupið að því að finna kaupenda.
22.10.2019 - 11:39
Uppsagnir áfall en bankakerfið of dýrt
Forsætisráðherra segir í tilefni af uppsögnum í bönkunum að það sé mikið áfall fyrir fólk að missa vinnuna en hins vegar hafi verið bent á að íslenska fjármálakerfið sé tiltölulega dýrt. Lækkun sérstaks fjársýsluskatts ætti þó að gera létt rekstur fjármálafyrirtækja. 
28.09.2019 - 12:32
Bankasýslan bíður eftir heppilegum tímapunkti
Bankasýslan er tilbúin með tillögu til fjármála- og efnahagsráðherra um hvernig eigi að standa að sölu ríkisins á Íslandsbanka. Beðið er eftir heppilegri tímasetningu til þess að leggja hana fram svo hún fái eðlilega afgreiðslu.
27.09.2019 - 12:28
Vill Íslandsbanka í söluferli á næstu vikum
Fjármálaráðherra vonast til að sala ríkisins á Íslandsbanka geti hafist á næstu vikum. Hann segir vert að skoða hvort það sé raunhæft að fækka stóru viðskiptabönkunum með sameiningu, en þá geti skapast önnur vandamál út frá samkeppnissjónarmiðum.
26.09.2019 - 21:20
Viðtal
Hugsanlega stærsta hópuppsagnaár frá hruni
Hundrað starfsmenn Arion banka misstu vinnuna í dag. Fleiri hafa ekki misst vinnuna í einu hjá fjármálafyrirtæki síðan haustið 2008. Hugsanlega verður árið í ár stærsta hópuppsagnaárið frá hruni. Forstjóri Vinnumálastofnunar telur að botninum sé ekki alveg náð. Hún skrifar hópuppsagnirnar nú á efnahagsástandið og aukna sjálfvirknivæðingu. 
Íslandsbanki lækkar vexti
Breytingar á vöxtum Íslandsbanka taka gildi 11. júní vegna lækkunar stýrivaxta Seðlabanka Íslands. Vextir á húsnæðislánum lækka sem og breytilegir innlánsvextir.
07.06.2019 - 14:48
Bankasýslan skoðar svör stjórna ríkisbankanna
Stjórn Bankasýslu ríkisins fer nú yfir skýringar stjórna Landsbankans og Íslandsbanka um launahækkanir bankastjóra. Þær hafa verið gagnrýndar, til dæmis af fjármálaráðherra, forsætisráðherra og verkalýðsforystunni. Mánaðarlaun bankastjóra Landsbankans eru 3,8 milljónir og hafa hækkað um 1,7 milljón síðan árið 2017. Bankastjóri Íslandsbanka fær greiddar 4,4 milljónir króna á mánuði.
20.02.2019 - 11:26
Stjórn Íslandsbanka ánægð með Birnu
Stjórn Íslandsbanka telur laun Birnu Einarsdóttur, bankastjóra bankans, ekki vera leiðandi. Það hafi verið niðurstaðan þegar starfskjaranefnd og stjórn bankans hefur farið yfir samanburð á launakjörum forstjóra í stórum íslenskum fyrirtækjum.
19.02.2019 - 15:42
10,6 milljarða hagnaður Íslandsbanka
Hagnaður Íslandsbanka var 10,6 milljarðar króna í fyrra og er það verri afkoma en árið 2017 þegar hagnaður bankans var 13,2 milljarðar. Birna Einarsdóttir bankastjóri segir afkomu bankans hafa verið ágæta en að erfiður rekstur dótturfélaga hafi dregið úr afkomunni.
13.02.2019 - 21:00
Sýnist tilmæli ráðherra hafa verið hunsuð
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, er sammála Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, og fleirum í gagnrýni á launahækkun bankastjóra Landsbankans. Hann segir að svo virðist sem tilmæli stjórnvalda hafi nánast verið höfð að engu.
13.02.2019 - 09:22
Bankasýslan vill svör um laun bankastjóra
Bankasýsla ríkisins óskar eftir upplýsingum frá bankaráði Landsbankans hf. og stjórn Íslandsbanka hf. um launamál bankastjóra. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef bankasýslunnar. Stofnunin fer með 98,2% eignarhlut í Landsbankanum hf. og 100% eignarhlut í Íslandsbanka fyrir hönd ríkissjóðs. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur einnig sent stjórnum fyrirtækja í ríkiseigu bréf vegna launaákvarðana.
12.02.2019 - 16:02