Færslur: Íslandsbanki

Sjónvarpsfrétt
Áttatíu þúsund króna hækkun á greiðslubyrði heimila
Rúmlega áttatíu þúsund krónur hafa bæst við greiðslubyrði fjögurra manna fjölskyldu á einu ári. Matur, bensín og vaxtagreiðslur af óverðtryggðum húsnæðislánum hafa hækkað mikið undanfarið ár. Verðhækkanir sem dynja á landsmönnum eru sársaukafullar og erfiðar fyrir stóran hóp, segir deildarstjóri hjá Íslandsbanka. Búist er við áframhaldandi verðhækkun.
Skýrslu Ríkisendurskoðanda um bankasölu seinkar
Skýrsla Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka verður ekki tilbúin fyrir lok þessa mánaðar, eins og upphaflega var áætlað.
Verðbólga verði 8,4% í júní
Tólf mánaða verðbólga mun mælast 8,4% í júní, samkvæmt verðbólguspá greiningar Íslandsbanka. Spá bankans gerir ráð fyrir að vísitala neysluverðs muni hækka um 1% frá því í maí, er verðbólga mældist 7,6%. Verði spáin að veruleika mun verðbólga ekki hafa mælst svo mikil í rúmlega tólf ár.
13.06.2022 - 16:33
Kippur í endurfjármögnun í kjölfar nýs fasteignamats
Umsóknum um endurfjármögnun íbúðalána hjá Landsbankanum fjölgaði strax í kjölfar þess að bankinn fór að taka mið af nýju fasteignamati við endurfjármögnun íbúðalána í byrjun mánaðar.
08.06.2022 - 15:44
Vinna enn að athugunum á Íslandsbankasölu
Ríkisendurskoðun og Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands kanna enn hvernig staðið var að sölu á hlutabréfum ríkisins í útboði Íslandsbanka í vor. Guðmundur Björgvin Helgason, starfandi ríkisendurskoðandi, segir að góður gangur sé í vinnu embættsins og enn stefnt að því að ljúka úttekt Ríkisendurskoðunar á hlutabréfaútboðinu í þessum mánuði.
03.06.2022 - 16:41
Stýrivextir verði 5 til 6 prósent undir lok árs
Líklegt er að stýrivextir verði hækkaðir talsvert á komandi mánuðum og nái hámarki á bilinu fimm til sex prósentur undir lok þessa árs. Í kjölfarið gæti fylgt hægfara vaxtalækkunarferli þegar verðbólga hjaðnar og dregur úr spennu í hagkerfinu.
24.05.2022 - 13:26
14 milljarða hagnaður viðskiptabankanna
Samanlagður hagnaður stóru viðskiptabankanna þriggja, Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankans, nam rúmlega fjórtán milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi.
05.05.2022 - 18:24
Bjarni Benediktsson á fundi fjárlaganefndar
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, mætir á fund fjárlaganefndar Alþingis ásamt fjórum starfsmönnum ráðuneytisins til að ræða sölu ríkisins á 22,5 prósenta hlut í Íslandsbanka. Fundurinn hefst klukkan hálf níu. Hér er hægt að fylgjast með í beinni.
29.04.2022 - 08:15
Bjarni mætir á fund fjárlaganefndar
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, mætir á fund fjárlaganefndar Alþingis á föstudag. Þangað kemur hann ásamt fjórum starfsmönnum ráðuneytisins til að ræða sölu ríkisins á 22,5 prósenta hlut í Íslandsbanka.
Sjónvarpsfrétt
Titringur innan stjórnarflokkanna
Titringur er innan stjórnarflokkanna vegna sölunnar á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Stjórnarandstaðan segir tortryggni allsráðandi, traustið farið og Framsókn og Vinstri græn hafi afsalað sér völdum til Sjálfstæðisflokks.
Samstaða í ríkisstjórn, segir Katrín, styðjum Bjarna
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að samstaða sé innan ríkisstjórnarflokkanna um fullan stuðning við Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra í Íslandsbankamálinu. Ekki var rætti um bankasöluna á ríkisstjórnarfundi. Hún segir að skoða þurfi tiltekna hluti eins og aðkomu söluaðila sjálfra að útboðinu, meðferð innherjaupplýsinga, skilgreiningar á hæfum fjárfestum og svo gagnsæi en um það síðarnefnda hafi hún gert athugasemdir við.
Viðtal
„Mjög dapurt“ að Bankasýslan biðji um frestun fundar
Formaður fjárlaganefndar Alþingis segir það mjög dapurt að Bankasýsla ríkisins hafi ekki lokið við að svara tuttugu spurningum nefndarinnar um söluna á Íslandsbanka. Fresta þurfti fundi sem til stóð að halda með Bankasýslunni í dag. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður Fjárlaganefndar, segir að fundurinn verði þess í stað á miðvikudag.
„Algjörlega fyrirséð“ að einhverjir myndu selja strax
Það kom fjármálaráðherra á óvart hversu lítinn hlut sumir aðilar keyptu í lokuðu útboði á bréfum ríkisins í Íslandsbanka. Aftur á móti hafi verið fyrirséð að hluti kaupenda myndu selja bréfin strax.
Mótmæltu fyrir utan Ráðherrabústaðinn
Fólk sem er ósátt við söluna á 22,5 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka í síðasta mánuði mótmælti við Ráðherrabústaðinn í Reykjavík í morgun meðan á ríkisstjórnarfundi stóð.
Sjónvarpsfrétt
Þurfum öll að líta í eigin barm
Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, segir ríkisstjórnina sýna pólitíska ábyrgð með því að fela Ríkisendurskoðun gera úttekt á sölu Íslandsbanka. Ríkisstjórnin þurfi að líta í eigin barm og læra af málinu.
Morgunútvarpið
Í besta falli ósanngjarnt og í versta falli mjög rangt
Óli Björn Kárason, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir óskiljanlegt að Bankasýsla ríkisins hafi ekki viljað birta lista yfir kaupendur sem tóku þátt í útboði á sölu eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka. Fjármálaráðherra fór síðan gegn ráðleggingum Bankasýslunnar og birti listann.
Almenn óánægja með hvernig til tókst með bankasöluna
Um það bil 83 af hundraði landsmanna eru óánægð með fyrirkomulagið á sölu hlutar ríkisins í Íslandsbanka. Tæplega sjötíu prósent eru mjög óánægð en aðeins þrjú prósent mjög ánægð. Um sjö prósent segjast ánægð með hvernig til tókst.
Stjórnarandstaðan vill að þing komi saman
Þingflokkar allra stjórnarandstöðuflokkanna krefjast þess að Alþingi komi saman án tafar vegna nýrra vendinga í tengslum við söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Alþingi á samkvæmt dagskrá að koma saman til fundar á mánudag. Þingflokksformenn stjórnarandstöðuflokkanna segja hins vegar að málið þoli enga bið.
19.04.2022 - 16:04
Segja ráðherra ekki geta skotið sér undan ábyrgð
Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja að ráðamenn geti ekki skotið sér undan ábyrgð á sölu Íslandsbanka með því að leggja niður Bankasýslu ríkisins. Enn sé margt óljóst í því ferli.
Bankasýslan verður lögð niður
Ríkisstjórnin mun leggja til að Bankasýsla ríkisins verði lögð niður og nýtt fyrirkomulag innleitt til að halda utan um eignarhlut ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Frumvarp þess efnis verður lagt fram á Alþingi á næstunni.
Sjónvarpsfrétt
Bankasölu harðlega mótmælt á Austurvelli
Sölu á hlutum í Íslandsbanka var mótmælt á útifundi á Austurvelli í dag. Salan er saga íslenskra stjórnmála, sagði einn ræðumanna, saga af fúski, frændhygli, meðvirkni og algeru ábyrgðarleysi.
Um 15 af 60 sem ekki eru á hluthafalista búnir að selja
60 fjárfestar sem keyptu hlutabréf í Íslandsbanka í lokuðu útboði eru ekki á hluthafalistanum í dag. Af gögnum Bankasýslu ríkisins má ráða að um fjórðungur þeirra hafi selt sinn hlut. Auk þess hafa 34 selt hluta af bréfunum sem þeir keyptu.
14.04.2022 - 12:39
Ekki ætlunin að skammtímafjárfestar hagnist á ríkiseign
Lífeyrissjóðir hafa keypt hlutabréf í Íslandsbanka fyrir marga milljarða króna síðustu daga. Flestir erlendu sjóðirnir sem fengu að kaupa hlutabréf á tilboðsverði hafa þegar selt þau öll, með gróða, hugsanlega til lífeyrissjóða.
13.04.2022 - 19:17
Ríkisendurskoðun tekin til við könnun
Starfsmenn Ríkisendurskoðunar eru teknir til við að safna saman gögnum og upplýsingum um útboðið á 22,5 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka í síðasta mánuði. Guðmundur Björgvin Helgason, starfandi ríkisendurskoðandi, segir að í fyrstu snúi skoðunin fyrst og fremst að hlutverki og framkvæmd ríkisaðila.
Ábyrgðin hljóti að vera stjórnmálamanna
Lilja Alfreðsdóttir, viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar­flokksins, segir að ábyrgðin á því hvernig til tókst við sölu hlutabréfa í Íslandsbanka hljóti að vera stjórnmálamanna sem tóku ákvörðun í málinu. 
11.04.2022 - 08:11