Færslur: Íslandsbanki

Rúmlega 24 milljarða viðsnúningur í rekstri bankanna
Hagnaður Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankans á fyrstu þremur mánuðum ársins voru rúmir 17 milljarðar króna. Þetta er ljóst eftir að Landsbankinn birti ársfjórðungsuppgjör sitt í morgun, þar sem greint var frá 7,6 milljarða króna hagnaði.
06.05.2021 - 14:33
Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 milljarða
Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 milljarða króna á fyrsta ársfjórðungi ársins. Á sama tímabili í fyrra nam tap bankans 1,4 milljarði. Eigið fé bankans nam 185 milljörðum í lok mars. 
05.05.2021 - 18:13
Telur hægt að auglýsa Íslandsbanka til sölu í júní
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að undirbúningur fyrir sölu á hlut í Íslandsbanka gangi samkvæmt áætlun og að líklega verði hægt að auglýsa hlutinn til sölu strax í byrjun júní.
18.04.2021 - 15:17
Bjartsýni um viðskiptaafgang tíunda árið í röð
Árið 2020 er það níunda í röðinni með samfelldan viðskiptaafgang og mældist hann, samkvæmt nýbirtum tölum Seðlabankans vera 30,9 milljarðar króna. Því virðist ekki vera útlit fyrir að Kórónuveirukreppan steypi hagkerfinu í gamalt far viðskiptahalla þrátt fyrir talsverðan samdrátt í útflutningi.
Miklar markaðssveiflur eftir að Pfizer-samningur brást
Gengi hlutabréfa í Icelandair lækkaði um 17 af hundraði skömmu eftir opnun markaða í morgun. Gengið styrktist nokkuð í kjölfarið en lækkunin nemur nú um 13%.
Ekki víst að verðbólga hjaðni að ráði fyrr en í apríl
Verðbólga verður áfram yfir þolmörkum verðbólgumarkmiðs Seðlabankans að því er fram kemur hjá Greiningu Íslandsbanka. Þar er því spáð að vísitala neysluverðs hækki um 0,7% í febrúar og því hjaðni tólf mánaða verðbólga niður í 4,1% úr 4,3%.
Hús Íslandsbanka varla rifið fyrr en síðsumars
Stórbyggingin sem áður hýsti höfuðstöðvar Íslandsbanka á Kirkjusandi verður að öllum líkindum ekki rifin fyrr en í lok sumars. Mikil uppbygging hefur verið allt umhverfis húsið en skipulagning svæðisins stendur enn yfir.
Telur kreppuna ekki hafa skaðað hagkerfið mikið
Aðalhagfræðingur Íslandsbanka vonar að í sögubókum verði kórónuveirukreppunnar minnst sem stystu efnahagsdýfu í sögu landsins. Í nýrri þjóðhagsspá bankans er því spáð að hagur fari að vænkast á þessu ári. Efnahagsbatinn ráðist þó að miklu leyti af því hversu hratt og vel ferðaþjónustan nær vopnum sínum. 
27.01.2021 - 12:37
ASÍ: Innan við fjórðungur landsmanna styður bankasölu
Innan við fjórðungur landsmanna er hlynntur sölu Íslandsbanka og stuðningurinn er langmestur meðal kjósenda Sjálfstæðisflokksins. Rúmlega helmingur landsmanna er andvígur sölunni. Þetta eru niðurstöður skoðanakönnunar sem Gallup gerði fyrir ASÍ. Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir að könnunin sýni skýrt að almenningur sé ekki hlynntur sölunni.
Vilja selja 25-35 prósent í Íslandsbanka
Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis og fjárlaganefndar þingsins leggur til að ríkið bjóði 25 til 35 prósent af hlutafé í Íslandsbanka til sölu í útboði sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, stefnir á að fari fram í vor. Nefndarmeirihlutinn vill að lagður verði grunnur að dreifðu eignarhaldi og fjölbreytileika í eigendahópi Íslandsbanka.
21.01.2021 - 17:12
Myndskeið
Spyr hvort kosningar valdi bankasöluasa
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að ríkið eigi ekki að standa í bankarekstri eða vera leiðandi í þeim efnum. Þetta sagði fjármálaráðherra á Alþingi í dag þegar hann flutti þinginu munnlega skýrslu um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Ef ekki fáist ásættanlegt verði áformunum frestað eða fallið frá þeim, segir Bjarni.
18.01.2021 - 18:09
Skynsamlegt að hefja sölu vegna minni óvissu
Skynsamlegt er að hefja sölu á hlut í Íslandsbanka því mun minni óvissa er núna heldur en var fyrir ári þegar hætt var við sölu á bankanum segir, Konráð Guðjónsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Drífa Snædal, forseti ASÍ segir að óvissan sé ennþá of mikil.
18.01.2021 - 11:56
Hefur ekki áhyggjur af frystingu lána í Íslandsbanka
Fjármálaráðherra segir að það sé ekki áhyggjuefni hvað stór hluti lánasafns Íslandsbanka er í frystingu, bankinn standi vel. Þá segir hann regluverkið nú sé mun traustara en þegar bankanir voru einkavæddir fyrir rúmum áratug og ekki hægt að bera sölu nú saman við ástandið í hruninu..
17.01.2021 - 18:33
Silfrið
Fullkomlega ósammála um söluna á Íslandsbanka
Aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að nú sé langbesti tíminn til að hefja sölu á hluti ríkisins í Íslandsbanka. Hagfræðingur við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn er því algjörlega ósammála og segir að núna sé aftur á móti afar slæmur tími til slíks og líkti því við brunaútsölu vegna faraldursins og frystra lána ferðaþjónustunnar.
17.01.2021 - 15:57
Örskýring
Bíddu, selja Íslandsbanka segirðu?
Af hverju núna? Hvenær á maður eiginlega að selja banka? Og hvað óttast fólk? Af hverju þessi hræðsla við að ríkið selji banka?
14.01.2021 - 13:28
Ekkert ákall frá almenningi um að ríkið selji banka
„Það á greinilega bara að henda þessu í gegn af öllu afli og það liggur mikið á hjá þeim,“ segir Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, um fyrirhugaða sölu á fjórðungshlut ríkisins í Íslandsbanka. Drífa sat í gær fund með fjárlaganefnd Alþingis og efnahags- og viðskiptanefnd. „Það á að klára þetta fyrir kosningar og mér líst ekki á það," segir hún í samtali við fréttastofu.
14.01.2021 - 12:04
Myndskeið
Óheppilegt að selja núna
Hæpið er að raunvirði fáist fyrir hlut í Íslandsbanka við þær aðstæður sem nú eru og ólíklegt að heppilegir kaupendur finnist, að mati Guðrúnar Johnsen hagfræðings og lektors við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn.
12.01.2021 - 22:10
Vill selja fjórðungshlut í Íslandsbanka
Stefnt verður að því að selja fjórðung af eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka á næsta ári og verður ágóðinn meðal annars notaður til að greiða niður skuldir ríkissjóðs. Þetta kemur fram í greinargerð sem fjármálaráðherra birti í dag.
22.12.2020 - 21:11
Leggja fram á ný að hefja söluferli vegna góðrar afkomu
Bankasýsla ríkisins lagði í dag fram tillögu á ný til fjármála- og efnahagsráðherra um að hefja sölumeðferð á eignarhlutum ríkisins í Íslandsbanka hf. strax á næsta ári. Í minnisblaði tillögunni til stuðnings kemur fram að vegna góðrar afkomu bankans og jákvæðri þróun á fjármálamörkuðum skuli stefna að frumútboði hluta en ekki beinni sölu til hliðar eins og tillaga stofnunarinnar frá 4. mars kvað á um.
Hagnaður Íslandsbanka 3,4 milljarðar á þriðja fjórðungi
Hagnaður af rekstri Íslandsbanka á þriðja ársfjórðungi var 3,4 milljarðar króna. Á sama tíma í fyrra nam hagnaðurinn 2,1 milljarði. 
28.10.2020 - 16:41
Breytingar á stærstu í Icelandair Group
Tveir stærstu hluthafar í Icelandair Group fyrir hlutafjárútboð eru það ekki lengur.
Spá uppsveiflu ef bóluefni næst fyrir næsta sumar
Náist tök á kórónuveirufaraldrinum má búast við því að íslenskt efnahagslíf taki vel við sér strax á næsta ári. Þetta kemur fram í nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka fyrir árin 2020 til 2022. Bankinn spáir 8,6% samdrætti á þessu ári, en 3,1% hagvexti á því næsta og 4,7% hagvexti árið 2022.
Allt að átta vikna bið eftir endurfjármögnun íbúðalána
Mikil eftirspurn er nú eftir nýj­um íbúðalán­um og end­ur­fjármögn­un íbúðalána og geta viðskipta­vin­ir bank­anna því þurft að bíða í allt að átta vik­ur eft­ir að fá lán sín afgreidd.
07.08.2020 - 07:24
Takmarkaður áhugi fyrirtækja á brúarlánum
Fyrirtæki hafa takmarkaðan áhuga á brúarlánum, sem er eitt af efnahagslegum úrræðum sem ríkisstjórnin kynnti í lok mars. Arion banki hefur opnað fyrir umsóknir en Íslandsbanki og Landsbankinn eru enn að vinna að útfærslu lánanna, níu vikum eftir að þau voru kynnt.
Íslandsbanki semur við SÍ um veitingu brúarlána
Íslandsbanki og Seðlabanki Íslands undirrituðu í dag samning um að fyrrnefndi bankinn veiti brúarlán til fyrirtækja í samræmi við aðgerðir stjórnvalda til að koma til móts við fyrirtæki vegna efnahagslegra afleiðinga kórónuveirufaraldursins.