Færslur: Íslamska ríkið

Hrina hryðjuverka skyggir á ramadan
Í Afganistan hefur röð mannskæðra sprengjuárása varpað skugga á seinni helming hins helga föstumánaðar ramadan, sem lýkur í dag. Íslamska ríkið hefur lýst nokkrum þeirra á hendur sér en öðrum ekki.
01.05.2022 - 06:47
Hryðjuverk í Afganistan - tugir látnir
Að minnsta kosti 33 létust og 43 særðust þegar sprengja sprakk í dag í mosku í borginni Kunduz í norðurhluta Afganistans. Fjölmenni var við föstudagsbænir þegar árásin var gerð. Myndir á samfélagsmiðlum sýna að gat kom á veggi moskunnar við sprenginguna. Enginn hefur enn gengist við árásinni. Vígamenn Íslamska ríkisins segjast hafa verið að verki þegar sprengja sprakk í gær í mosku í borginni Mazar-i-Sharif. Þá létust tólf og hátt í sextíu særðust.
22.04.2022 - 17:13
Sprengja skilin eftir í franskri kirkju
Gestir þurftu að yfirgefa Saint Etienne dómkirkjuna í frönsku borginni Toulouse í gær. Óþekktur maður skildi eftir böggul við morgunmessu sem talið var að innihéldi heimagerða sprengju.
Réttarhöld yfir íslömskum „hryðjuverkabítli“ vestanhafs
Réttarhöld hófust í Washington höfuðborg Bandaríkjanna í dag yfir liðsmanni hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki. Sá ákærði var meðlimur mannræningja- og aftökuhóps sem fengið hefur viðurnefnið „Bítlarnir“.
Sex hermenn féllu í hryðjverkaárás í Níger
Sex hermenn úr stjórnarher Níger féllu í árás suðvestanvert í landinu nærri landamærunum að Búrkína Fasó á fimmtudag. Þetta kom fram í tilkynningu varnarmálaráðuneytis landsins í dag.
Eldflaugum skotið að Arbil í Kúrdistan
Nokkrum eldflaugum var skotið í dögun að Arbil, höfuðstað sjálfstjórnarhéraðs Kúrda í norðurhluta Íraks. Enginn virðist hafa særst í árásinni. Flaugunum var skotið úr austri utan landamæra Íraks og Kúrdistan.
13.03.2022 - 03:05
„Ekki senda börnin ykkar í stríð á erlendri grund“
Volodymyr Zelenski Úkraínuforseti biðlaði í kvöld til rússneskra mæðra og bað þær um að senda börnin sín ekki til að berjast í ókunnu landi. Hann segir Rússa beita aðferðum hryðjuverkamann í innrásinni.
Minnst 40 almennir borgarar myrtir í átökum íslamista
Vígasveitir íslamista í Malí, sem taldar eru í slagtogi við hryðjuverkasamtökin Íslamskt ríki, drápu minnst 40 almenna borgara í árásum sem taldar eru tengjast átökum þeirra við við aðrar vopnaðar sveitir íslamista í landinu. Blóðug vika er að baki í Tessit-héraði í norðanverðu Malí, nærri landamærum Búrkína Fasó og Nígers þar sem stríðandi fylkingar íslamista hafa borist á banaspjótum síðustu misseri.
19.02.2022 - 06:22
Tugir fallnir í átökum Kúrda og Íslamska ríkisins
Mannskæðir bardagar brutust út á milli öryggissveita Kúrda og vopnaðra sveita Íslamska ríkisins í norðanverðu Sýrlandi á laugardag. Var þetta þriðji dagurinn í röð sem til blóðugra átaka kemur á milli þessara hreyfinga í bænum Hasakeh, þar sem Kúrdarnir halda um 3.500 grunuðum hryðjuverkamönnum Íslamska ríkisins föngnum.
23.01.2022 - 02:50
Vígamenn rændu 20 börnum í Nígeríu
Hópur vopnaðra manna rændi í gær 20 börnum í þorpi í norðaustur-Nígeríu. Fullvíst þykir að mennirnir tilheyri vígasveitum íslamista, sem vaðið hafa uppi á þessum slóðum um margra ára skeið. AFP-fréttastofan hefur þetta eftir sjónarvottum. Tvær manneskjur voru myrtar í ránsleiðangri vígamannanna, sem höfðu 13 stúlkur og sjö drengi á brott með sér.
Hreinsanir sagðar hafnar innan sveita Talibana
Næstum þrjú þúsund úr röðum Talibana hafa verið látin vikja vegna hrottalegrar framkomu sinnar. Forsvarsmenn þeirra segja það gert svo hreinsa megi til í her- og lögreglusveitum.
Svíar ákæra konu fyrir stríðsglæpi
Embætti ríkissaksóknara í Svíþjóð ákærði konu í dag fyrir stríðsglæpi. Hún er talin hafa stuðlað að því að tólf ára sonur hennar gekk til liðs við vígasveitir Íslamska ríkisins og tók þátt í bardögum í Sýrlandi. Hún neitar sök.
04.01.2022 - 17:14
ISIS-K hreiðra um sig í Afganistan og valda miklum usla
Hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki hefur vaxið mjög fiskur um hrygg í Afganistan. Í raun er svo komið að fylkingar þeirra hafa hreiðrað um sig um allt land og hafa valdið miklum usla.
Drápu 64 konur og börn í árás á Íslamska ríkið
Her og varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna leyndu upplýsingum um mannskæðar loftárásir sem gerðar voru nærri bænum Baghuz í Sýrlandi í mars árið 2019, skrifar New York Times. 64 konur og börn voru drepin í árásunum, sem beindust að vígamönnum Íslamska ríkisins. Árásirnar gætu hæglega flokkast sem stríðsglæpir, segir á vef blaðsins.
Háttsettur herforingi Talibana féll í árás á sjúkrahús
Yfirmaður herafla Talibana í Kabúl, Hamdullah Mokhlis var einn þeirra sem féllu í árás vígamanna Khorasan-héraðs arms samtakanna sem kenna sig við Íslamskt ríki á Sardar Daud Khan sjúkrahúsið í borginni í gær.
03.11.2021 - 06:18
19 féllu í sprengjuárás á sjúkrahús í Kabúl
Minnst 19 féllu og 50 særðust í sprengjuárás á sjúkrahús í miðborg Kabúl, höfuðborg Afganistan í dag. Árásarmennirnir létust í sprengingunni en meðal fórnarlamba voru almennir borgarar og heilbrigðisstarfsfólk.
02.11.2021 - 23:05
Segir Bandaríkjamenn ekki á förum frá Sýrlandi í bráð
Haft er eftir ónefndum heimildarmanni í bandaríska stjórnkerfinu að ólíklegt sé að sveitir Bandaríkjahers í Sýrlandi verði kallaðar heim í bráð. Um 900 bandarískir hermenn eru enn í Sýrlandi norðaustanverðu, þar sem þeim er ætlað að hjálpa vopnuðum sveitum kúrda, YPG, í baráttunni gegn vígasveitum Íslamska ríkisins. Um leið er viðvera þeirra á svæðinu trygging þess að Tyrkir, bandamenn Bandaríkjamanna í Nató, ráðist ekki gegn YPG-liðum, sem stjórnin í Ankara flokkar sem hryðjuverkamenn.
Dæmd fyrir að horfa upp á fimm ára barn deyja úr þorsta
Þrítug þýsk kona, fyrrum liðsmaður hryðjuverkasamtakanna Íslamska ríkisins, var í Frankfurt í morgun dæmd í tíu ára fangelsi fyrir aðild sína að morði á fimm ára Yazidi-stúlku árið 2015. Stúlkan var ásamt móður sinni ambátt á heimili konunnar og eiginmanns hennar í Írak.
25.10.2021 - 10:47
Íslamska ríkið lýsir árásinni í Kandahar á hendur sér
Hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við Íslamskt ríki segjast hafa framið sprengjuárásina í einni stærstu mosku sjíamúslíma í afgönsku borginni Kandahar í dag. Samtökin sendu frá sér tilkynningu í kvöld þar sem þau lýstu ódæðisverkinu á hendur sér. Minnst 37 létu lífið þegar þrír hryðjuverkamenn réðust inn í Bibi Fatima-moskuna í Kandahar og sprengdu sig í loft upp þegar föstudagsbænir stóðu sem hæst. Hátt í sjötíu manns særðust í árásinni.
Tugir barna dáið í flóttamannabúðum á Sýrlandi á árinu
62 börn hafa dáið í Al-Hol flóttamannabúðunum í Sýrlandi það sem af er ári, eða um tvö börn að meðaltali í hverri viku. Í flóttamannabúðunum eru fjölskyldur sem taldar eru tengjast vígahreyfingunni sem kennir sig við íslamskt ríki, að sögn samtakanna Save the Children. 
Íslamska ríkið kveðst bera ábyrgð á árásum í Afganistan
Hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki lýstu í kvöld yfir ábyrgð á árasum á talibana í borginni Jalalabad í Afganistan um helgina. Vígahreyfingin segist hafa gert þrjár sprengjuárásir á þrjú farartæki talibana á laugardag, auk fjórðu sprengjuárásarinnar í dag.
Tíu fórust fyrir mistök í drónaárás Bandaríkjahers
Bandaríkjastjórn viðurkennir að drónaárás sem gerð var í Kabúl höfuðborg Afganistan 29. ágúst síðastliðinn hafi orðið tíu saklausum borgurum að bana, hjálparstarfsmanni og fjölskyldu hans.
Réttað yfir 20 manns vegna hryðjuverka í París
Ein mestu réttarhöld í franskri nútímasögu hefjast í dag, vegna hryðjuverkanna í París árið 2015. Tuttugu eru ákærðir í málinu og viðbúið að réttarhöld standi í níu mánuði.
08.09.2021 - 08:28
Handteknar grunaðar um tengsl við hryðjuverkasamtök
Sænska lögreglan handtók í dag tvær konur grunaðar um tengsl við hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki. Þær flugu frá Sýrlandi til Svíþjóðar í dag og talsmaður sænsku lögreglunnar segir að við komu þeirra til landsins hafi tafarlaust verið ákveðið að handtaka þær. Lögreglan yfirheyrir nú eina konu til viðbótar.
06.09.2021 - 23:49
Vill breyta hryðjuverkalögum eftir hnífaárás í gær
Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja Sjálands vill að hryðjuverkalögum landsins verði breytt eftir að sjö særðust í hnífaárás í gær.