Færslur: Íslamska ríkið

Vígamenn íslamista drápu fjórtán nígeríska hermenn
Vígasveitir íslamista, sem sagðar eru tengjast Íslamska ríkinu, drápu fjórtán nígeríska hermenn er þeir réðust á bækistöð hersins í bænum Jakana, ekki fjarri stórborginni Maiduguri í norðaustanverðri Nígeríu. Árásin var gerð á föstudagskvöld, samkvæmt heimildum AFP, og beittu árásarmennirnir vélbyssum og flugskeytum.
17.10.2020 - 22:33
„Bítlarnir“ ákærðir í Bandaríkjunum
Alexanda Amon Kotey og El Shafee el-Sheikh, liðsmenn hryðjuverkasamtakana sem kenna sig við íslamskt ríki, voru leiddir fyrir dómara í Bandaríkjunum í dag. Kotey og el-Sheikh voru hluti af mannræningja- og aftökuhópi sem kallaður var „Bítlarnir“, vegna þess að í hópnum voru fjórir Bretar sem töluðu með áberandi breskum hreim.
07.10.2020 - 23:55
Tugþúsundir fluttar frá al-Hol flóttamannabúðunum
Tuttugu og fimm þúsund sýrlenskir ríkisborgarar verða fluttir frá al-Hol flóttamannabúðunum í norðausturhluta Sýrlands á næstunni, að því er fréttastofa sænska ríkisútvarpsins greindi frá í dag. Þar búa um þessar mundir um sjötíu þúsund konur og börn sem tengdust hryðjuverkasamtökunum Íslamska ríkinu. Börnin eru yfir fjörutíu þúsund. Aðbúnaðurinn er afar slæmur.
05.10.2020 - 14:21
Ákærður fyrir liðveislu við íslamska ríkið
Bandarískur ríkisborgari hefur verið ákærður í Washington fyrir að hafa gengið til liðs við samtökin sem kenna sig við íslamskt ríki í Sýrlandi.
Frakkar hafa sótt á þriðja tug barna til Sýrlands
Frönsk stjórnvöld fluttu á dögunum heim til Frakklands tíu börn franskra ríkisborgara sem börðust með hryðjuverkasamtökunum sem kenndu sig við íslamskt ríki í Sýrlandi. Alls er því búið að sækja 28 frönsk í flóttamannabúðir í Sýrlandi síðustu misseri.
22.06.2020 - 09:29
Grunaðir hryðjuverkamenn handteknir
Þýska lögreglan hefur handtekið fimm menn frá Tadsíkistan grunaða um áform um hryðjuverk gegn bandarískum hermönnum í Þýskalandi. Þýskir saksóknarar greindu frá þessu í morgun.
15.04.2020 - 09:55
Íslamska ríkið fer vaxandi á ný
Hryðjuverkasveitinni sem kennir sig við íslamskt ríki vex ásmegin í Miðausturlöndum. Liðsmenn hennar bíða færis á að gera árás í vesturlöndum að sögn Sameinuðu þjóðanna.
Væntanleg heim úr flóttamannabúðum á morgun
Konan sem stjórnvöld í Noregi ákváðu að flytja heim úr flóttamannabúðum í Sýrlandi ásamt tveimur ungum börnum sínum er væntanleg á morgun. Ákvörðunin olli nánast stjórnarslitum. Enn er ekki útséð með að stjórnarflokkarnir nái samkomulagi vegna komu konunnar.
17.01.2020 - 17:56
Hriktir í norsku ríkisstjórninni
Framfaraflokkurinn hótar að ganga úr norsku ríkisstjórninni vegna ákvörðunar frá því í gær um að kona sem tengd er hryðjuverkasamtökunum Íslamska ríkinu verði flutt heim til Noregs frá Sýrlandi ásamt tveimur börnum sínum.
15.01.2020 - 15:50
Fara frá Sýrlandi um leið og heimamenn ráða við ISIS
Bandaríkjastjórn vill kalla allan herafla sinn heim frá Sýrlandi við fyrsta tækifæri, en þó ekki fyrr en fullvíst þyki að heimamenn geti haldið hryðjuverkasveitum Íslamska ríkisins, eða ISIS, í skefjum. Þetta kom fram í máli Marks T. Espers, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sem sat fyrir svörum hjá hermálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í gær.
Netárás á Íslamska ríkið
Lögregla hefur gert tölvuárás á áróðursmiðstöðvar hryðjuverkasamtakanna Íslamska ríkisins á Netinu. Saksóknarar í Belgíu greindu frá þessu í dag.
25.11.2019 - 14:06
Ellefu mánaða fluttur úr flóttamannabúðum til Danmerkur
Ellefu mánaða sonur dansk-sómalskrar konu kom í dag til Danmerkur frá Sýrlandi, þar sem hann dvaldi í hinum illræmdu al-Hol flóttamannabúðum síðustu mánuðina. Talið er að móðir hans hafi látið lífið í loftárás á bæinn Baghouz, síðasta vígi hryðjuverkasamtakanna Íslamska ríkisins, í mars síðastliðnum.
21.11.2019 - 13:34
Danskur vígamaður í 27 daga gæsluvarðhald
Tuttugu og átta ára danskur liðsmaður hryðjuverkasamtakanna Íslamska ríkisins var í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald til níunda desember. Hann kom til Danmerkur í gær í flugi frá Tyrklandi og var handtekinn á flugvellinum.
12.11.2019 - 14:06
Tyrkir hefja heimflutninga vígamanna
Tyrkir sendu í dag þrjá erlenda vígamenn aftur til sinna heima. Stjórnvöld í Tyrklandi hafa gagnrýnt vestræn ríki fyrir að neita að taka við ríkisborgurum sem gengu til liðs við hryðjuverkasveitirnar sem kenna sig við íslamskt ríki í Sýrlandi og Írak.
12.11.2019 - 00:46
Evrópskir vígamenn sendir heim frá Tyrklandi
Tyrkir ætla að hefja brottflutninga fanga úr hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki á mánudag. Reuters hefur þetta eftir Suleyman Soylu, inannríkisráðherra Tyrklands. Tyrkir hafa hótað því að senda menn sem börðust fyrir íslamska ríkið aftur til heimalanda sinna.
09.11.2019 - 04:51
Fengu upplýsingar frá eiginkonu Bagdadis
Eiginkona Abu Bakr al-Baghdadis, leiðtoga hryðjuverkasamtakanna Íslamska ríkisins, sem er í haldi Tyrkja, hefur veitt tyrkneskum yfirvöldum miklar upplýsingar um leiðtogann og innri starfsemi samtakanna. 
07.11.2019 - 10:07
Segjast hafa handsamað systur Baghdadis
Tyrkir segjast hafa handsamað systur  Abu Bakr al-Baghdadis, leiðtoga hryðjuverkasamtakanna Íslamska ríkisins, sem féll í árás bandarískra sérsveitarmanna í norðvesturhluta Sýrlands í síðasta mánuði.
05.11.2019 - 08:08
Vígamenn sendir til síns heima
Vígamenn hryðjuverkasamtakanna Íslamska ríkisins sem eru í haldi Tyrkja verða sendir til heimalands síns þrátt fyrir að þeir hafi verið sviptir þar ríkisborgararétti. Soleyman Soylu, innanríkisráðherra Tyrklands, greindi frá þessu í morgun.
Heimskviður
Er dauði al-Baghdadi svanasöngur ISIS?
Leiðtogi hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við Íslamskt ríki, eða ISIS, Abu Bakr al-Baghdadi, lést í síðustu viku þegar bandarískir sérsveitarmenn réðust inn á heimili hans í norðurhluta Sýrlands. Samtökin réðu á tíma yfir nær þriðjungi Íraks, en eru ekki svipur hjá sjón í dag miðað við það sem áður var. Langur vegur er þó frá því að samtökin leggi upp laupanna.
02.11.2019 - 07:00
Birtu myndskeið af árásinni á Baghdadi
Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna birti í kvöld myndskeið sem sýnir þegar ráðist var á Abu Bark Al-Baghdadi, leiðtoga Íslamska ríkisins. Árásin endaði með því að Baghdadi sprengdi sjálfan sig í loft upp ásamt tveimur börnum sem voru með honum. Sex meðlimir Íslamska ríkisins voru drepnir í aðgerðum bandaríska hersins. Auk Baghdasis voru það annar karlmaður og fjórar konur.
30.10.2019 - 23:06
Tveir í haldi eftir árás á Baghdadi
Tveir menn eru í haldi Bandaríkjahers eftir árás sérsveitar á fylgsni Abu Bakr al-Baghdadis, leiðtoga hryðjuverkasveitanna sem kenna sig við íslamskt ríki, um helgina. Mark Milley, yfirmaður herforingjaráðs Bandaríkjanna, segir þá í strangri öryggisgæslu. Engar frekari upplýsingar voru veittar um mennina.
29.10.2019 - 01:33
Hindruðu hryðjuverk Íslamska ríkisins
Öryggissveitir í Marokkó segjast hafa komið í veg fyrir hryðjuverk við höfnina í Casablanca og jafnvel víðar um landið. Sjö manna hryðjuverkahópur er í haldi. Hann naut aðstoðar sýrlensks íslamista sem enn gengur laus. Í fórum sjömenninganna fundust hnífar, byssur og skotfæri og efni til að útbúa sprengjur.
28.10.2019 - 16:01
Kúrdar óttast hefndir vegna dauða al-Baghdadi
Kúrdar í Sýrlandi óttast hefndaraðgerðir hryðjuverkasamtakanna íslamska ríkisins vegna dauða leiðtoga samtakanna Abu Bakr al-Baghdadi í nótt. Rússar segja að engar sannanir hafi verið lagðar fram um dauða hans.
27.10.2019 - 18:01
Yfir 60 látnir í sprengjutilræði í mosku
Að minnsta kosti 62 létust og yfir 30 særðust þegar sprengja sprakk inni í mosku í Nangahar héraði austurhluta Afganistans í dag. Fjöldi fólks var þar við föstudagsbænir þegar illvirkið var framið. Þak moskunnar hrundi við sprenginguna, að sögn sjónvarvotta.
Rætt um dómstól til að dæma vígamenn
Jean-Yves Le Drian, utanríkisráðherra Frakklands, ætlar að ræða við ráðamenn í Írak um örlög íslamskra vígamanna í heimsókn til Bagdad á næstunni.
16.10.2019 - 09:14