Færslur: Íslamska ríkið

Samtökin íslamska ríkið rændu 19 í Sýrlandi
Hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki rændu í dag 19 manns í Badia-eyðimörkinni í miðju Sýrlandi.
06.04.2021 - 14:08
Óttast frekari uppgang íslamista
Yfirtaka herskárra íslamista á borginni Palma í Mósambík gefur til kynna að þeim sé að vaxa fiskur um hrygg. Þeir tengjast hryðjuverkasamtökum sem kenna sig við Íslamskt ríki. Mannaréttindasamtökin Human Rights Watch óttast frekari árásir í sunnanverðri Afríku.
30.03.2021 - 22:07
Vígamenn myrtu 137 óbreytta borgara í Níger
Óþekktir vígamenn myrtu nær 140 manns í nokkrum þorpum í Tahoua-héraði í suðvesturhluta Níger á sunnudag. Enginn hefur lýst blóðbaðinu á hendur sér en vopnaðar sveitir öfgaíslamista með tengsl við Íslamska ríkið og Al-Kaída hafa herjað með þessum hætti á þessum slóðum um árabil.
23.03.2021 - 01:39
Sökuð um samstarf við vígamenn
Þrítug norsk kona af pakistönskum uppruna hefur verið látin laus eftir að hafa setið í gæsluvarðhaldi í meira en eitt ár. Aftenposten hefur eftir yfirmanni í norsku öryggislögreglunni PST að ekki hafi verið ástæða til að halda henni lengur.
23.02.2021 - 15:03
Íslamistar felldu 11 bardagamenn hliðholla Íraksstjórn
Ellefu liðsmenn bardagasveitar Hashed al-Shaabi-hreyfingarinnar, sem nýtur stuðnings og velvildar Íraksstjórnar, voru felldir þegar sveit þeirra var gerð fyrirsát í kvöld. Tíu til viðbótar særðust í árásinni, sem heimildarmenn AFP innan hreyfingarinnar segja vígamenn Íslamska ríkisins hafa gert.
23.01.2021 - 22:56
Verðlaunahlaðvarp New York Times reyndist á sandi reist
Frásögn kanadísks manns í einu umtalaðasta hlaðvarpi síðari ára, um það hvernig hann gekkst hryðjuverkasamtökunum Íslamska ríkinu á hönd og framdi morð í þeirra nafni, hefur reynst uppspuni.
14.01.2021 - 13:26
Mannskæð eldflaugaárás á Kabúl
Einn maður lést og annar særðist þegar fjórum flugskeytum var skotið á Kabúl, höfuðborg Afganistans, snemma í morgun. Talsmaður innanríkisráðuneytisins greindi frá þessu á fréttamannafundi. Flugskeytin lentu öll í austanverðri borginni, að sögn lögreglu.
Bjartsýni eykst á að samkomulag náist við Talibana
Afganska ríkisstjórnin getur einbeitt sér að viðureigninni við samtökin sem kenna sig við íslamskt ríki, eða Daesh, gangi friðarviðræður við Talibana eftir. Viðræðurnar hafa staðið yfir í Katar frá því í september.
Hæstiréttur Bretlands tekur mál Shamimu fyrir
Mál Shamimu Begum, tvítugrar stúlku sem gekk til liðs við Íslamska ríkið fyrir fimm árum, verður tekið fyrir í Hæstarétti Bretlands í dag. Fyrir dómnum liggur að úrskurða hvort henni verði heimilað að snúa aftur til heimalandsins í tilraun til að endurheimta ríkisfang sitt.
23.11.2020 - 04:08
Íslamska ríkið lýsir yfir ábyrgð á eldflaugaárás
Amrullah Saleh varaforseti Afganistan heitir því að hendur verði hafðar í hári þeirra sem ábyrgir eru fyrir eldflaugaárás á höfuðborgina Kabúl í gær.
Frakkar felldu yfir 50 vígamenn íslamista í Malí
Frönsk stjórnvöld greindu frá því í gærkvöld að franski herinn hefði fellt yfir 50 vígamenn úr röðum vopnaðra sveita íslamista í Malí á dögunum. Varnarmálaráðherra Frakklands, Florence Parly, upplýsti þetta eftir fund með malískum yfirvöldum í gær. Sagði hún franskar herþotur hafa gert árás á bækistöðvar íslamista með tengsl við Al Kaída síðstliðinn föstudag, nærri landamærunum að Búrkína Fasó og Níger.
03.11.2020 - 04:45
Vígamenn íslamista drápu fjórtán nígeríska hermenn
Vígasveitir íslamista, sem sagðar eru tengjast Íslamska ríkinu, drápu fjórtán nígeríska hermenn er þeir réðust á bækistöð hersins í bænum Jakana, ekki fjarri stórborginni Maiduguri í norðaustanverðri Nígeríu. Árásin var gerð á föstudagskvöld, samkvæmt heimildum AFP, og beittu árásarmennirnir vélbyssum og flugskeytum.
17.10.2020 - 22:33
„Bítlarnir“ ákærðir í Bandaríkjunum
Alexanda Amon Kotey og El Shafee el-Sheikh, liðsmenn hryðjuverkasamtakana sem kenna sig við íslamskt ríki, voru leiddir fyrir dómara í Bandaríkjunum í dag. Kotey og el-Sheikh voru hluti af mannræningja- og aftökuhópi sem kallaður var „Bítlarnir“, vegna þess að í hópnum voru fjórir Bretar sem töluðu með áberandi breskum hreim.
07.10.2020 - 23:55
Tugþúsundir fluttar frá al-Hol flóttamannabúðunum
Tuttugu og fimm þúsund sýrlenskir ríkisborgarar verða fluttir frá al-Hol flóttamannabúðunum í norðausturhluta Sýrlands á næstunni, að því er fréttastofa sænska ríkisútvarpsins greindi frá í dag. Þar búa um þessar mundir um sjötíu þúsund konur og börn sem tengdust hryðjuverkasamtökunum Íslamska ríkinu. Börnin eru yfir fjörutíu þúsund. Aðbúnaðurinn er afar slæmur.
05.10.2020 - 14:21
Ákærður fyrir liðveislu við íslamska ríkið
Bandarískur ríkisborgari hefur verið ákærður í Washington fyrir að hafa gengið til liðs við samtökin sem kenna sig við íslamskt ríki í Sýrlandi.
Frakkar hafa sótt á þriðja tug barna til Sýrlands
Frönsk stjórnvöld fluttu á dögunum heim til Frakklands tíu börn franskra ríkisborgara sem börðust með hryðjuverkasamtökunum sem kenndu sig við íslamskt ríki í Sýrlandi. Alls er því búið að sækja 28 frönsk í flóttamannabúðir í Sýrlandi síðustu misseri.
22.06.2020 - 09:29
Grunaðir hryðjuverkamenn handteknir
Þýska lögreglan hefur handtekið fimm menn frá Tadsíkistan grunaða um áform um hryðjuverk gegn bandarískum hermönnum í Þýskalandi. Þýskir saksóknarar greindu frá þessu í morgun.
15.04.2020 - 09:55
Íslamska ríkið fer vaxandi á ný
Hryðjuverkasveitinni sem kennir sig við íslamskt ríki vex ásmegin í Miðausturlöndum. Liðsmenn hennar bíða færis á að gera árás í vesturlöndum að sögn Sameinuðu þjóðanna.
Væntanleg heim úr flóttamannabúðum á morgun
Konan sem stjórnvöld í Noregi ákváðu að flytja heim úr flóttamannabúðum í Sýrlandi ásamt tveimur ungum börnum sínum er væntanleg á morgun. Ákvörðunin olli nánast stjórnarslitum. Enn er ekki útséð með að stjórnarflokkarnir nái samkomulagi vegna komu konunnar.
17.01.2020 - 17:56
Hriktir í norsku ríkisstjórninni
Framfaraflokkurinn hótar að ganga úr norsku ríkisstjórninni vegna ákvörðunar frá því í gær um að kona sem tengd er hryðjuverkasamtökunum Íslamska ríkinu verði flutt heim til Noregs frá Sýrlandi ásamt tveimur börnum sínum.
15.01.2020 - 15:50
Fara frá Sýrlandi um leið og heimamenn ráða við ISIS
Bandaríkjastjórn vill kalla allan herafla sinn heim frá Sýrlandi við fyrsta tækifæri, en þó ekki fyrr en fullvíst þyki að heimamenn geti haldið hryðjuverkasveitum Íslamska ríkisins, eða ISIS, í skefjum. Þetta kom fram í máli Marks T. Espers, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sem sat fyrir svörum hjá hermálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í gær.
Netárás á Íslamska ríkið
Lögregla hefur gert tölvuárás á áróðursmiðstöðvar hryðjuverkasamtakanna Íslamska ríkisins á Netinu. Saksóknarar í Belgíu greindu frá þessu í dag.
25.11.2019 - 14:06
Ellefu mánaða fluttur úr flóttamannabúðum til Danmerkur
Ellefu mánaða sonur dansk-sómalskrar konu kom í dag til Danmerkur frá Sýrlandi, þar sem hann dvaldi í hinum illræmdu al-Hol flóttamannabúðum síðustu mánuðina. Talið er að móðir hans hafi látið lífið í loftárás á bæinn Baghouz, síðasta vígi hryðjuverkasamtakanna Íslamska ríkisins, í mars síðastliðnum.
21.11.2019 - 13:34
Danskur vígamaður í 27 daga gæsluvarðhald
Tuttugu og átta ára danskur liðsmaður hryðjuverkasamtakanna Íslamska ríkisins var í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald til níunda desember. Hann kom til Danmerkur í gær í flugi frá Tyrklandi og var handtekinn á flugvellinum.
12.11.2019 - 14:06
Tyrkir hefja heimflutninga vígamanna
Tyrkir sendu í dag þrjá erlenda vígamenn aftur til sinna heima. Stjórnvöld í Tyrklandi hafa gagnrýnt vestræn ríki fyrir að neita að taka við ríkisborgurum sem gengu til liðs við hryðjuverkasveitirnar sem kenna sig við íslamskt ríki í Sýrlandi og Írak.
12.11.2019 - 00:46