Færslur: Írland

Írski forsætisráðherrann biðst opinberlega afsökunar
Nærri þrjú þúsund blaðsíðna skýrsla um hörmulegar aðstæður á stofnunum fyrir fátækar einstæðar mæður á Írlandi á síðustu öld var birt opinberlega í gær. Skýrslan er niðurstaða fimm ára rannsóknarvinnu opinberrar nefndar. Þar er greint frá miklum skorti, kvenhatri, skömm og á tíðum ógnarhárri dánartíðni ungbarna.
13.01.2021 - 05:44
Læknir segir hættuástand um allt England
Yfir 50.000 greinast með COVID-19 á hverjum degi í Bretlandi. Læknir í Englandi býst við að janúar og febrúar verði erfiðustu mánuðir sem heilbrigiðisstarfsfólk hefur upplifað á sínum ferli.
02.01.2021 - 12:51
Erlent · Evrópa · Bretland · England · Írland · COVID-19
Sturgeon segir Skotland senn snúa aftur í sambandið
Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands og formaður Skoska þjóðarflokksins segir að stutt sé í að Skotland snúi aftur í Evrópusambandið.
Evrópuleiðtogar fagna Brexit-samningi
Samkomulagi Breta og Evrópusambandsins hefur verið fagnað víða í dag og þeir leiðtogar Evrópusambandsríkja sem hafa tjáð sig um samninginn allir verið á jákvæðu nótunum. Angela Merkel, Þýskalandskanslari, segir samninginn sögulegan og leggja grunninn að nýjum kafla í sambandi Bretlands og Evrópusambandsins.
25.12.2020 - 01:02
ESB býður frestun aðgerða
Evrópusambandið bauð í dag Bretum að halda reglum óbreyttum í hálft ár til að koma í veg fyrir að samskipti og samgöngur fari í hnút um áramótin. Svartsýni ríkir um að samningar takist á milli Breta og Evrópusambandsins.
10.12.2020 - 19:49
Jólasveinninn fær undanþágu frá sóttkví
Ríkisstjórn Írlands hefur samþykkt að veita jólasveininum undanþágu frá sóttkví við komuna til landsins. Stjórnin metur ferðalög jólasveinsins og öll hans störf nauðsynleg.
28.11.2020 - 13:03
Írar slaka verulega á takmörkunum en Belgar pínulítið
Stjórnvöld á Írlandi og í Belgíu hafa boðað tilslakanir á sóttvarnareglum. Þær eru umtalsverðar á Írlandi, en öllu minni í Belgíu.
28.11.2020 - 03:40
Fréttaskýring
Hvert komumst við og hvað gerum við svo?
Þau sem ráða hér lögum og reglum hvetja okkur Íslendinga að ferðast ekki til áhættusvæða að óþörfu. Skilgreind áhættusvæði: Heimurinn allur. Handan við hornið er jólahátíðin 2020, sem verður sennilega lengi höfð í minnum okkar flestra. En samkomutakmarkanir, grímuskylda, boð og bönn eru ekki bundin við Ísland, heldur gilda sóttvarnarreglur í öllum þeim löndum sem Íslendingar hafa sótt heim yfir hátíðarnar. Þeim skal fylgja, ef maður á annað borð kemst inn í landið.
16.11.2020 - 17:53
Fjarskyldir ættingjar fagna á Írlandi
Götur írska bæjarins Ballina hafa verið skreyttar bandaríska fánanum alla vikuna. Um tíu þúsund manns búa í bænum, sem er fæðingarstaður Edward Blewitt, langa-langa-langafa Joe Bidens, nýkjörins forseta Bandaríkjanna.
Írar eiga að halda sig heima næstu vikur
Rekstur fjölmargra fyrirtækja stöðvaðist í dag víðs vegar um Írland vegna ströngustu sóttvarnaraðgerða sem gripið hefur verið til í Evrópu í þessari bylgju kórónuveirufaraldursins. Landsmönnum, fimm milljónum talsins, hefur verið skipað að halda sig sem mest heima næstu sex vikur.
22.10.2020 - 13:13
Írar haldi sig heima nema brýna nauðsyn beri til annars
Írsk stjórnvöld kynntu í gærkvöld ströngustu sóttvarnaaðgerðir sem gripið hefur verið til í Evrópulandi í þessari bylgju kórónaveirufaraldursins. Fimmta viðbúnaðarstigi hefur verið lýst yfir í landinu vegna aukinnar útbreiðslu veirunnar að undanförnu. Nýju sóttvarnareglurnar taka gildi á miðnætti annað kvöld og eiga að gilda í sex vikur.
20.10.2020 - 05:48
Segja annan Íslending hafa myrt Jón Þröst á Írlandi
Írski fjölmiðillinn Sunday Independent greinir frá því í dag að Jóni Þresti Jónssyni, sem ekkert hefur spurst til síðan hann hvarf sporlaust í Dyflinni á Írlandi í febrúar í fyrra, hafi verið ráðinn bani af öðrum Íslendingi fyrir slysni, eftir ósætti í fjárhættuspili. 
04.10.2020 - 12:56
Biðst afsökunar á að hafa brotið sóttvarnarreglur
Phil Hogan, írskur yfirmaður viðskiptaráðs Evrópusambandsins, baðst í dag afsökunar á því að hafa setið 80 manna kvöldverð á miðvikudag og brotið þannig sóttvarnarreglur á Írlandi.
23.08.2020 - 13:40
Fylgdi ekki tilmælum og segir af sér  
Yfirmaður ferðaþjónustustofu Írlands, Michael Cawley, sagði af sér í vikunni eftir að greint var frá því að hann væri í fríi á Ítalíu. Írum er heimilt að ferðast til Ítalíu en írsk yfirvöld hafa ráðið fólki frá óþarfa ferðalögum til útlanda.  
21.08.2020 - 13:20
Írskur ráðherra segir af sér - sat 80 manna kvöldverð
Landbúnaðarráðherra Írlands, Dara Calleary, hefur sagt af sér eftir að hafa tekið þátt í rúmlega áttatíu manna kvöldverði á miðvikudag. Daginn áður tóku hertar reglur gildi á Írlandi til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirufaraldursins.
21.08.2020 - 12:21
Tíminn gerist naumur í Brexit-viðræðum
Bresk stjórnvöld og Evrópusambandið eiga enn eftir að ná samkomulagi um mikilvæga þætti varðandi útgöngu Breta úr sambandinu.
Hvatt til notkunar andlitsgríma
Fjöldi skráðra tilfella Covid-19 í heiminum fór yfir 13,4 milljónir í gær og hátt í sex hundruð þúsund hafa látist.
16.07.2020 - 01:37
Atkvæði greidd um ríkisstjórn á Írlandi
Það ræðst í kvöld hvort félagsmenn í írsku stjórnmálaflokkunum þremur, sem hafa komið sér saman um að mynda ríkisstjórn, fallast á stefnumál hennar.
26.06.2020 - 18:02
Noregur og Írland í Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna
Fjögur ríki hlutu í dag aðild að Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna árin 2021 og 2022. Fimmta sætinu var ekki úthlutað í dag þar sem Afríkuríkjunum Djibútí og Kenía tókst hvorugu að afla sér stuðnings tveggja þriðju aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna. Aftur verður kosið um hvort ríkið hlýtur aðild á morgun. 
17.06.2020 - 23:55
Ný stjórn á Írlandi
Micheál Martin, leiðtogi Fianna Fáil, stærsta stjórnmálaflokks Írlands, verður forsætisráðherra, samkvæmt samkomulagi sem tókst í dag um myndun nýrrar ríkisstjórnar á Írlandi. Fjórir mánuðir eru liðnir frá þingkosningum sem flæktu mjög stöðuna í írskum stjórnmálum. Stjórnarmyndunarviðræður voru flóknar og erfiðar og töfðust vegna COVID-19.
15.06.2020 - 16:24
3.000 sagt upp hjá Ryanair
Írska lágfargjaldaflugfélagið Ryan Air tilkynnti í dag, á frídegi verkalýðsins, að það hygðist segja upp allt að 3.000 manns úr starfsliði sínu; flugmönnum, flugfreyjum, hlaðmönnum og öðrum, þar sem flug liggur nánast algjörlega niðri vegna COVID-19 faraldursins.
01.05.2020 - 07:33
Framleiðandi öndunarvéla annar ekki eftirspurn
Á sjötta þúsund hafa nú látist á Spáni vegna kórónuveirunnar. Spánn er nú í fjórða sæti á lista yfir þau lönd þar sem flest kórónuveirusmit hafa greinst í heiminum og í öðru sæti á heimsvísu yfir flest dauðsföll vegna veirunnar. Í Þýskalandi starfar stærsti framleiðandi öndunarvéla í heiminum, en þar á bæ anna þau ekki eftirspurn.
28.03.2020 - 14:22
Útgöngubann hefst í Írlandi um helgina
Útgöngubann tekur gildi á miðnætti aðfaranótt sunnudags í Írlandi til þess að reyna að hefta útbreiðslu COVID-19 í landinu. Yfir tvö þúsund hafa greinst smitaðir í landinu og 22 hafa látið lífið af völdum sjúkdómsins. 
28.03.2020 - 00:37
McDonalds lokar öllum búllum á Bretlandi og Írlandi
Skyndibitakeðjan McDonalds lokar öllum sínum 1.270 búllum á Bretlandi og Írlandi á miðnætti í kvöld vegna hraðrar útbreiðslu kórónaveirunnar sem veldur COVID-19. Breskir fjölmiðlar greina frá þessu. Keðjan er þegar búin að loka öllum veitingasölum sínum en hefur selt bæði gangandi og akandi viðskiptavinum borgara og annað í gegnum lúgu, til að taka með sér heim. Í tilkynningu frá McDonalds í Bretlandi segir að ákvörðunin sé tekin með velferð starsfólks og viðskiptavina fyrir augum.
23.03.2020 - 06:50
Forstjóri Ryanair sakaður um kynþáttahatur
Kanna skal bakgrunn múslímskra karlmanna áður en þeir fá að stíga um borð í flugvél, þar sem hryðjuverkamenn eru „yfirleitt múslímskir karlmenn," segir Michael O'Leary, forstjóri írska lágfargjaldaflugfélagsins Ryanair í viðtali við breska blaðið The Times, sem birtist í dag. Ummælin hafa þegar vakið hörð viðbrögð og ásakanir um kynþáttafordóma.
22.02.2020 - 06:48