Færslur: Írland

„Pylsustríð“ Breta og ESB
Deila Breta og ESB um framkvæmd Brexit-samkomulagsins á Norður-Írlandi er komin í harðan hnút. Fundur í Lundúnum í gær var árangurslaus, Frost lávarður, samningamaður Breta, sagði engan árangur hafa orðið en viðræðum hefði ekki verið slitið. Maros Sefcovic, fulltrúi ESB, sagði að þolinmæði sambandsins gagnvart Bretum væri orðin ansi lítil. Þetta var rætt í Heimsglugganum á Morgunvakt Rásar-1. Ýmsum þykja deilurnar minna á uppskáldað pylsustríð í gamanþáttaröðinni Yes minister, Já, ráðherra.
10.06.2021 - 09:42
Vél Ryanair nauðlent í Berlín vegna sprengjuhótunar
Farþegaþotu Ryanair, sem var á leið frá Dyflinni til Kraká í Póllandi, var lent í Berlín um átta leytið í gærkvöld. Þýskir fjölmiðlar greina frá því að sprengjuhótun hafi leitt til þess að flugstjórinn lýsti yfir neyðarástandi um borð og fór fram á tafarlaust lendingarleyfi, sem hann fékk. Gekk lendingin snurðulaust fyrir sig. Um 160 voru um borð í Boeing 737-vélinni, sem var ekið á öryggissvæði vallarins og rýmd þar.
31.05.2021 - 03:42
Ryanair spáir líflegu ferðasumri
Forstjóri írska lággjaldaflugfélagsins Ryanair vonast eftir líflegu ferðasumri innan Evrópu. Fólk þyrsti í tilbreytingu eftir yfirþyrmandi leiðindi síðastliðið ár.
24.03.2021 - 17:13
Segir hærra endurgreiðsluhlutfall skapa ótal störf
Með einu litlu lagafrumvarpi væri hægt að skapa ótal störf í í ferðaþjónustu, listgeiranum, tónlist, iðngreinum og  tækniþróun sagði Sara Elísa Þórðardóttir varaþingmaður Pírata í sérstakri umræðu um atvinnuleysi og stöðu atvinnuleytenda á Alþingi í dag.
16.03.2021 - 14:59
Fleiri ríki hætta notkun bóluefnis AstraZeneca
Hollendingar og Írar bættust í gær í hóp þeirra ríkja sem ætla að hætta notkun bóluefna við kórónuveirunni frá lyfjaframleiðandanum AstraZeneca. Hollenska stjórnin sagðist í gær ætla að slá öllum bólusetningum með efninu á frest í tvær vikur. 
15.03.2021 - 05:55
Þrjátíu ár frá frelsun sexmenninganna frá Birmingham
Í dag eru þrjátíu ár liðin frá því að sexmenningarnir svokölluðu frá Birmingham voru látnir lausir úr bresku fangelsi. Þeir voru dæmdir saklausir til lífstíðarfangavistar fyrir hryðjuverk árið 1975.
Fréttaskýring
Heimsglugginn: COVID-19 bjargráð samþykkt vestan hafs
Bandaríkjaþing samþykkti í gærkvöld bjargráðapakka til að takast á við efnahagskreppuna sem fylgt hefur COVID-19 heimsfaraldrinum. Útgjöld vegna aðgerðanna eru áætluð upp á 1,9 billjónir dollara og er þeim einkum ætlað að koma fólki með meðal- og lágar tekjur til góða. Hver Bandaríkjamaður á að fá 1400 dollara ávísun. Þetta ræddu Þórunn Elísabet Bogadóttir og Björn Þór Sigbjörnsson við Boga Ágústsson í Heimsglugga vikunnar.
Útilokar atkvæðagreiðslu um sameinað Írland næstu árin
Michéal Martin, forsætisráðherra Írska lýðveldisins, útilokar að efnt verði til kosninga um sameinað Írland á næstunni. Þá er hann sannfærður um að ákvæði Brexit-samningsins um fyrirkomulag mála á landamærum Írlands og Norður-Írlands haldi, þrátt fyrir byrjunarörðugleika.
20.02.2021 - 05:37
Spegillinn
Brottflutningssaga í pólitík og ballöðum
Það eru áhugaverðar hliðstæður í íslenskri og írskri brottflutningssögu. Írska sagan er mun sárari og bitrari en sú íslenska. Írar eru jafnframt mjög meðvitaðir um þessa sögu sína og þá einnig um írsku díaspóruna um allan heim. Hver áhrifin af Covid verða á brottflutning á eftir að koma í ljós.
02.02.2021 - 17:00
Heimskviður
Mun fleiri smitaðir en staðfestar tölur segja
Í síðustu viku fór tala staðfestra kórónuveirusmita í heiminum yfir hundrað milljónir. Ragnar Bjartur Guðmundsson, markaðssérfræðingur, sem heldur úti ítarlegum gagnagrunni um heimsfaraldurinn, telur að raunveruleg tala smita sé á fimmta hundrað milljóna. Bogi Ágústsson ræddi við hann í Heimskviðum um farsóttina, mismunandi leiðir þjóða til að verjast veirunni, sænsku aðferðina svonefndu og fleira um COVID-19.
Írar vilja taka upp íslensku leiðina á landamærunum
Leo Varadkar, viðskiptaráðherra Írlands, segir írska landlæknisembættið mæla með því að Írland taki upp íslensku leiðina á landamærunum þar sem allir farþegar þurfa að fara í tvöfalda skimun með fimm til sex daga sóttkví á milli.
29.01.2021 - 13:57
Fimm norræn félög vilja löggjöf er heimilar dánaraðstoð
Fimm norræn félög um dánaraðstoð hvetja ríkisstjórnir á Norðurlöndum til að grípa til ráðstafana svo íbúar landanna hafi með löglegum hætti val um fá læknisfræðilega aðstoð við að deyja.
27.01.2021 - 11:49
Írski forsætisráðherrann biðst opinberlega afsökunar
Nærri þrjú þúsund blaðsíðna skýrsla um hörmulegar aðstæður á stofnunum fyrir fátækar einstæðar mæður á Írlandi á síðustu öld var birt opinberlega í gær. Skýrslan er niðurstaða fimm ára rannsóknarvinnu opinberrar nefndar. Þar er greint frá miklum skorti, kvenhatri, skömm og á tíðum ógnarhárri dánartíðni ungbarna.
13.01.2021 - 05:44
Læknir segir hættuástand um allt England
Yfir 50.000 greinast með COVID-19 á hverjum degi í Bretlandi. Læknir í Englandi býst við að janúar og febrúar verði erfiðustu mánuðir sem heilbrigiðisstarfsfólk hefur upplifað á sínum ferli.
02.01.2021 - 12:51
Erlent · Evrópa · Bretland · England · Írland · COVID-19
Sturgeon segir Skotland senn snúa aftur í sambandið
Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands og formaður Skoska þjóðarflokksins segir að stutt sé í að Skotland snúi aftur í Evrópusambandið.
Evrópuleiðtogar fagna Brexit-samningi
Samkomulagi Breta og Evrópusambandsins hefur verið fagnað víða í dag og þeir leiðtogar Evrópusambandsríkja sem hafa tjáð sig um samninginn allir verið á jákvæðu nótunum. Angela Merkel, Þýskalandskanslari, segir samninginn sögulegan og leggja grunninn að nýjum kafla í sambandi Bretlands og Evrópusambandsins.
25.12.2020 - 01:02
ESB býður frestun aðgerða
Evrópusambandið bauð í dag Bretum að halda reglum óbreyttum í hálft ár til að koma í veg fyrir að samskipti og samgöngur fari í hnút um áramótin. Svartsýni ríkir um að samningar takist á milli Breta og Evrópusambandsins.
10.12.2020 - 19:49
Jólasveinninn fær undanþágu frá sóttkví
Ríkisstjórn Írlands hefur samþykkt að veita jólasveininum undanþágu frá sóttkví við komuna til landsins. Stjórnin metur ferðalög jólasveinsins og öll hans störf nauðsynleg.
28.11.2020 - 13:03
Írar slaka verulega á takmörkunum en Belgar pínulítið
Stjórnvöld á Írlandi og í Belgíu hafa boðað tilslakanir á sóttvarnareglum. Þær eru umtalsverðar á Írlandi, en öllu minni í Belgíu.
28.11.2020 - 03:40
Fréttaskýring
Hvert komumst við og hvað gerum við svo?
Þau sem ráða hér lögum og reglum hvetja okkur Íslendinga að ferðast ekki til áhættusvæða að óþörfu. Skilgreind áhættusvæði: Heimurinn allur. Handan við hornið er jólahátíðin 2020, sem verður sennilega lengi höfð í minnum okkar flestra. En samkomutakmarkanir, grímuskylda, boð og bönn eru ekki bundin við Ísland, heldur gilda sóttvarnarreglur í öllum þeim löndum sem Íslendingar hafa sótt heim yfir hátíðarnar. Þeim skal fylgja, ef maður á annað borð kemst inn í landið.
16.11.2020 - 17:53
Fjarskyldir ættingjar fagna á Írlandi
Götur írska bæjarins Ballina hafa verið skreyttar bandaríska fánanum alla vikuna. Um tíu þúsund manns búa í bænum, sem er fæðingarstaður Edward Blewitt, langa-langa-langafa Joe Bidens, nýkjörins forseta Bandaríkjanna.
Írar eiga að halda sig heima næstu vikur
Rekstur fjölmargra fyrirtækja stöðvaðist í dag víðs vegar um Írland vegna ströngustu sóttvarnaraðgerða sem gripið hefur verið til í Evrópu í þessari bylgju kórónuveirufaraldursins. Landsmönnum, fimm milljónum talsins, hefur verið skipað að halda sig sem mest heima næstu sex vikur.
22.10.2020 - 13:13
Írar haldi sig heima nema brýna nauðsyn beri til annars
Írsk stjórnvöld kynntu í gærkvöld ströngustu sóttvarnaaðgerðir sem gripið hefur verið til í Evrópulandi í þessari bylgju kórónaveirufaraldursins. Fimmta viðbúnaðarstigi hefur verið lýst yfir í landinu vegna aukinnar útbreiðslu veirunnar að undanförnu. Nýju sóttvarnareglurnar taka gildi á miðnætti annað kvöld og eiga að gilda í sex vikur.
20.10.2020 - 05:48
Segja annan Íslending hafa myrt Jón Þröst á Írlandi
Írski fjölmiðillinn Sunday Independent greinir frá því í dag að Jóni Þresti Jónssyni, sem ekkert hefur spurst til síðan hann hvarf sporlaust í Dyflinni á Írlandi í febrúar í fyrra, hafi verið ráðinn bani af öðrum Íslendingi fyrir slysni, eftir ósætti í fjárhættuspili. 
04.10.2020 - 12:56
Biðst afsökunar á að hafa brotið sóttvarnarreglur
Phil Hogan, írskur yfirmaður viðskiptaráðs Evrópusambandsins, baðst í dag afsökunar á því að hafa setið 80 manna kvöldverð á miðvikudag og brotið þannig sóttvarnarreglur á Írlandi.
23.08.2020 - 13:40