Færslur: Írland

Heimsglugginn
Heimsglugginn: Norður-Írland, Skotland og Hans-eyja
Breska stjórnin kynnti á mánudaginn frumvarp um einhliða breytingar á Norður-Írlandsákvæði útgöngusamnings Breta úr Evrópusambandinu. Ráðamenn ESB segja ákvæði frumvarpsins brot á samningnum og þar með alþjóðalögum. Sambandið hefur því ákveðið að draga Breta fyrir dóm. Þetta var meðal þess sem Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir ræddu í Heimsglugganum á Morgunvakt Rásar-1 við Boga Ágústsson.
Sinn Fein hlýtur flest þingsæti á Norður-Írlandi
Michelle O'Neill, formaður Sinn Fein stærsta flokks lýðveldissinna á Norður-Írlandi, boðar nýja tíma eftir sögulegan sigur í þingkosningum í landinu. Sambandssinnar hafa ráðið ríkjum í landinu um áratuga skeið.
Heimsglugginn
Sinn Fein spáð sigri á Norður-Írlandi
Kosningar til þings Norður-Írlands gætu orðið sögulegar því lýðveldissinnar gætu orðið stærsti flokkur á þinginu í Stormont í fyrsta sinn. Kannanir benda til þess að stærsti flokkur lýðveldissinna, Sinn Fein, fái flest atkvæði. Þá er Alliance-flokknum spáð góðu gengi. Hann vill stuðla að samvinnu kaþólskra og mótmælenda.
05.05.2022 - 09:42
Sprengjuhótun gegn írskum ráðherra reyndist gabb
Lögregla á Norður-Írlandi segir að sprengjuhótun sem barst í dag meðan Simon Coveney utanríkisráðherra Írlands hélt ræðu í Belfast hafi verið gabb.
16 létu lífið í óveðrinu Eunice
Minnst sextán létu lífið þegar stormurinn Eunice fór hamförum á Bretlandseyjum og norðvesturhluta meginlands Evrópu á föstudag og aðfaranótt laugardags. Feiknartjón varð á mannvirkjum í storminum, milljónir voru án rafmagns um lengri eða skemmri tíma og samgöngur fóru úr skorðum á landi, í lofti og á legi. Fjögur fórust í Hollandi og fjögur í Póllandi, og þrjú á Englandi. Tvö dauðsföll urðu af völdum stormsins í Belgíu og líka í Þýskalandi, og einn maður fórst á Írlandi.
20.02.2022 - 04:10
Erlent · Evrópa · Hamfarir · Náttúra · Veður · Bretland · England · Wales · Írland · Pólland · Þýskaland · Holland · Belgía · Frakkland · Óveður · Stormur
Minnst ellefu fórust í storminum Eunice
Stormurinn Eunice, sem gekk yfir sunnanvert Bretland og norðanvert Frakkland, Þýskaland, Holland og Belgíu á föstudag hefur kostað minnst ellefu mannslíf. Þrennt fórst á Englandi, fjögur í Hollandi, tveir í Þýskalandi og einn i hvoru um sig Írlandi og Belgíu. Flest hinna látnu dóu þegar þau ýmist lentu undir trjám sem rifnuðu upp með rótum eða óku á fallin tré. Tilkynnt hefur verið um fjölda slysa vegna veðurofsans en stormurinn er með þeim verstu sem skollið hefur á Bretlandseyjum í áratugi.
19.02.2022 - 03:48
Erlent · Evrópa · Hamfarir · Veður · Bretland · Holland · Belgía · Írland · Óveður · Stormur
Heimsglugginn
Heimsglugginn: Mjanmar, Norður-Írland og San Quentin
Rúmt ár er liðið frá því að herforingjar rændu völdum í Mjanmar og síðan hefur ástandið í landinun hríðversnað og svo er komið að óttast er að borgarastyrjöld brjótist út. Þetta var meðal umræðuefna í Heimsglugganum á Morgunvakt Rásar-1 er Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir ræddu í Heimsglugganum við Boga Ágústsson. Þau ræddu einnig Norður-Írland og San Quentin, hið illræmda fangelsi í Kaliforníu. Þar hefur dauðaganginum, deild dauðadæmdra verið lokað.
Brexit
Segir lausn á Norður-Írlandsvandanum í sjónmáli
Liz Truss utanríkisráðherra Bretlands heitir því að gera sitt besta til að ná árangri í viðræðum við Evrópusambandið varðandi Norður-Írlandsbókunina í útgöngusamningnum. Hún kveðst vonast til að lausn sé í sjónmáli.
Írar opna upp á gátt
Segja lokanir og höft engu skila í slagnum við omíkron
Nær allar takmarkanir, boð og bönn vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar eru úr sögunni á Írlandi frá og með deginum í dag. Írska ríkisstjórnin tilkynnti í gær að flestar COVID-tengdar sóttvarnareglur yrðu afnumdar í dag vegna þeirra breytinga sem orðið hafa á farsóttinni og áhrifum hennar eftir að omíkron-afbrigðið varð allsráðandi.
Sjónvarpsfrétt
Þúsundir minntust myrtrar konu á Írlandi
Mikil sorg og reiði ríkir á Írlandi eftir að ung kona var myrt þegar hún var úti að hlaupa í vikunni. Mikil umræða er í landinu um öryggi kvenna í almannarými.
15.01.2022 - 19:40
Illviðri nálgast Bretlandseyjar
Rauð óveðursviðvörun hefur verið gefin út í nokkrum héruðum á Írlandi vegna óveðurslægðarinnar Barra sem nálgast af hafi. Útlit er fyrir vont veður víðast hvar á Bretlandseyjum meðan hún fer yfir. Á annað þúsund heimili á Englandi eru enn rafmagnslaus frá síðasta óveðri, sem nefnt var Arwen.
06.12.2021 - 17:30
Erlent · Evrópa · Veður · Bretland · Írland
Segir enn unnt að leysa Norður-Írlands vandann
Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands segir enn mögulegt að finna lausn á Norður-Írlands vandanum. Það er þeim hluta samkomulags Breta um útgönguna úr Evrópusambandinu sem snýr að málefnun Norður-Írlands.
Rændu strætisvagni og kveiktu í honum
Fjórir menn rændu strætisvagni í Newtownabbey skammt frá Belfast á Norður-Írlandi í kvöld og kveiktu í honum. Almenningur og stjórnmálamenn eru slegnir yfir atvikinu.
Ferðahömlum til Bandaríkjanna aflétt að stórum hluta
Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur undirritað tilskipun þess efnis að ferðahömlum verði létt af gagnvart borgurum 33 ríkja, þeirra á meðal Kína, Indlands og stærstum hluta Evrópu. Tilslakanirnar eiga að taka gildi 8. nóvember næstkomandi samkvæmt tilkynningu úr Hvíta húsinu.
Þjóð sem standi ekki endilega við loforð
Leo Varadkar, viðskiptaráðherra Írlands og fyrrverandi forsætisráðherra, varar ríki við því að gera fríverslunarsamninga við Breta, sem séu þjóð sem „standi ekki endilega við loforð“.
13.10.2021 - 15:24
Spegillinn
Brexit ekki búið
Þegar Bretar gengu úr Evrópusambandinu í ársbyrjun í fyrra var gerð sérstök bókun um Norður-Írland til að tryggja opin landamæri milli Írlands og Norður-Írlands í anda friðarsamningsins frá 1998. En blekið var varla þornað á gjörningnum þegar breska stjórnin fór að kvarta yfir að það væri ekki hægt að framfylgja bókuninni. Brexit er því ekki búið og nú er að hefjast ein atrennan til að leysa Norður-Írlandsvandann.
11.10.2021 - 17:08
Erlent · Evrópa · Stjórnmál · Brexit · Bretland · Írland · Norður-Írland · ESB
Vilja lausn á málefnum Norður-Írlands
Það virðist stefna í harðar samningaviðræður á milli Breta og Evrópusambandsins vegna Norður-Írlands á næstu dögum. Samkvæmt útdrætti úr ræðu breska Brexit-ráðherrans David Frost ætlar hann að krefjast verulegra breytinga á samkomulaginu sem náðist um málefni Norður-Írlands.
10.10.2021 - 06:28
Lögregla á Spáni handtók írska glæpaforingjann Munkinn
Lögregla á Spáni tilkynnti í dag um handtöku foringja írskra glæpasamtaka, sem eftirlýstur er fyrir morð. Tvær helstu glæpaklíkur Írlands hafa borist á banaspjótum um árabil og skilja eftir sig slóð eyðileggingar og fallinna glæpamanna.
17.08.2021 - 10:36
„Pylsustríð“ Breta og ESB
Deila Breta og ESB um framkvæmd Brexit-samkomulagsins á Norður-Írlandi er komin í harðan hnút. Fundur í Lundúnum í gær var árangurslaus, Frost lávarður, samningamaður Breta, sagði engan árangur hafa orðið en viðræðum hefði ekki verið slitið. Maros Sefcovic, fulltrúi ESB, sagði að þolinmæði sambandsins gagnvart Bretum væri orðin ansi lítil. Þetta var rætt í Heimsglugganum á Morgunvakt Rásar-1. Ýmsum þykja deilurnar minna á uppskáldað pylsustríð í gamanþáttaröðinni Yes minister, Já, ráðherra.
10.06.2021 - 09:42
Vél Ryanair nauðlent í Berlín vegna sprengjuhótunar
Farþegaþotu Ryanair, sem var á leið frá Dyflinni til Kraká í Póllandi, var lent í Berlín um átta leytið í gærkvöld. Þýskir fjölmiðlar greina frá því að sprengjuhótun hafi leitt til þess að flugstjórinn lýsti yfir neyðarástandi um borð og fór fram á tafarlaust lendingarleyfi, sem hann fékk. Gekk lendingin snurðulaust fyrir sig. Um 160 voru um borð í Boeing 737-vélinni, sem var ekið á öryggissvæði vallarins og rýmd þar.
31.05.2021 - 03:42
Ryanair spáir líflegu ferðasumri
Forstjóri írska lággjaldaflugfélagsins Ryanair vonast eftir líflegu ferðasumri innan Evrópu. Fólk þyrsti í tilbreytingu eftir yfirþyrmandi leiðindi síðastliðið ár.
24.03.2021 - 17:13
Segir hærra endurgreiðsluhlutfall skapa ótal störf
Með einu litlu lagafrumvarpi væri hægt að skapa ótal störf í í ferðaþjónustu, listgeiranum, tónlist, iðngreinum og  tækniþróun sagði Sara Elísa Þórðardóttir varaþingmaður Pírata í sérstakri umræðu um atvinnuleysi og stöðu atvinnuleytenda á Alþingi í dag.
16.03.2021 - 14:59
Fleiri ríki hætta notkun bóluefnis AstraZeneca
Hollendingar og Írar bættust í gær í hóp þeirra ríkja sem ætla að hætta notkun bóluefna við kórónuveirunni frá lyfjaframleiðandanum AstraZeneca. Hollenska stjórnin sagðist í gær ætla að slá öllum bólusetningum með efninu á frest í tvær vikur. 
15.03.2021 - 05:55
Þrjátíu ár frá frelsun sexmenninganna frá Birmingham
Í dag eru þrjátíu ár liðin frá því að sexmenningarnir svokölluðu frá Birmingham voru látnir lausir úr bresku fangelsi. Þeir voru dæmdir saklausir til lífstíðarfangavistar fyrir hryðjuverk árið 1975.
Fréttaskýring
Heimsglugginn: COVID-19 bjargráð samþykkt vestan hafs
Bandaríkjaþing samþykkti í gærkvöld bjargráðapakka til að takast á við efnahagskreppuna sem fylgt hefur COVID-19 heimsfaraldrinum. Útgjöld vegna aðgerðanna eru áætluð upp á 1,9 billjónir dollara og er þeim einkum ætlað að koma fólki með meðal- og lágar tekjur til góða. Hver Bandaríkjamaður á að fá 1400 dollara ávísun. Þetta ræddu Þórunn Elísabet Bogadóttir og Björn Þór Sigbjörnsson við Boga Ágústsson í Heimsglugga vikunnar.