Færslur: Íran

Aftökum fjölgar ár frá ári í Íran
Yfirvöld í Íran tóku yfir 100 manns af lífi á fyrstu þremur mánuðum þessa árs. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Antonios Guterres, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna um málefni Írans. Nada Al-Nashif, aðstoðarframkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna, kynnti skýrsluna fyrir Mannréttindaráði samtakanna í Genf í gær. Hún sagði aftökum hafa farið fjölgandi í Íran á síðustu árum og harmaði að svo virtist sem sú óheillaþróun héldi áfram.
Biður Ísraela um að forða sér frá Tyrklandi hið fyrsta
Utanríkisráðherra Ísraels hvatti Ísraela í Tyrklandi til þess að fara úr landi í snatri vegna hættu á að útsendarar Íransstjórnar ráðist á þá. Ísraelsstjórn segir Írana undirbúa árásir á Ísraela í Istanbúl.
13.06.2022 - 13:45
Erlent · Íran · Ísrael · Tyrkland
Fordæma meint brot Írana á alþjóðalögum
Frakklandsstjórn fordæmdi í kvöld meint brot íranska byltingarvarðarins á alþjóðalögum. Íranar lögðu hald á tvö grísk olíuflutningaskip á Persaflóa fyrr í vikunni.
29.05.2022 - 21:43
Gullpálminn til Svíþjóðar - annar pálmi Östlunds
Gullpálminn, aðalverðlaun kvikmyndahátíðarinnar í Cannes, fer til sænska leikstjórans Rubens Östlund fyrir háðsádeilu hans Triangle of Sadness, eða „Sorgarþríhyrninginn“. Er þetta í annað skiptið sem Östlund hreppir Gullpálmann. Hann var þó ekki valinn besti leikstjórinn; sú upphefð fór til hins suður-kóreska Park Chan-Wook fyrir glæpamyndina „Ákvörðun um að fara.“
28.05.2022 - 23:20
Aftökum fjölgaði frá 2020 til 2021
Aftökum í löndum heims fjölgaði á síðasta ári um tuttugu prósent frá árinu áður. Þrátt fyrir það hafa skráðar aftökur ekki verið færri en þessi tvö ár frá árinu 2010. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu mannréttindasamtakanna Amnesty International.
Hútar í Jemen íhuga framlengingu vopnahléssamnings
Uppreisnarmenn Húta í Jemen íhuga nú hvort þeir séu tilbúnir að framlengja vopnahléssamning þann sem Sameinuðu þjóðirnar komu á við stjórnvöld í landinu. Samningurinn tók gildi í byrjun apríl og var ætlað að gilda í tvo mánuði eða til 2. júní.
Segjast hafa handtekið þrjá njósnara
Stjórnvöld í Íran segjast hafa handtekið þrjá vegna gruns um að þeir hafi lekið leynilegum upplýsingum. Upplýsingamálaráðuneyti Írans segir hina handteknu tengjast Mossad, ísraelsku leyniþjónustunni.
21.04.2022 - 10:34
Íranskar sérsveitir áfram á hryðjuverkalista
Bandaríkjastjórn heldur enn fast við þá fyrirætlun sína að halda Quds-sérsveitum íranska byltingarvarðarins á lista yfir hryðjuverkasamtök. Íransstjórn krefst þess að byltingarvörðurinn verði fjarlægður af þeim lista áður en kjarnorkusamningur verður endurnýjaður.
Forseti Jemen færir leiðtogaráði völd sín
Abedrabbo Mansour Hadi, forseti Jemen, tilkynnti í morgun að hann hefði myndað sérstakt ráð sem ætlað er að stjórna stríðshrjáðu landinu. Í sjónvarpsávarpi sagðist forsetinn færa ráðinu öll þau völd sem forseti áður hafði.
Tveggja mánaða vopnahlé boðað í Jemen
Stríðandi fylkingar borgarastyrjaldarinnar í Jemen hafa sæst á tveggja mánaða vopnahlé sem tekur gildi á morgun, laugardag. Vonir standa til að nú sjái fyrir endann á langvinnri og blóðugri borgarastyrjöld í landinu.
01.04.2022 - 17:25
Ætla ekki að verða við kröfum Írana
Bandaríkin ætla ekki að aflétta refsiaðgerðum sem snúa að íranska byltingarverðinum þótt samkomulag náist um nýjan kjarnorkusamning. Þetta sagði Robert Malley, sérstakur erindreki Bandaríkjanna í Íran, í morgun.
27.03.2022 - 10:16
Blinken ræðir við Ísrael og fulltrúa Arabaríkja
Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna er kominn til Ísrael til fundar við fulltrúa þeirra Arabaríkja sem hafa tekið upp eðlileg stjórnmálasamskipti við Ísrael.
Dregur úr bjartsýni Bandaríkjamanna um kjarnorkusamning
Heldur hefur dregið úr bjartsýni Bandaríkjamanna um að unnt verði að endurvekja kjarnorkusamning við Írani. Utanríkisráðuneyti varar Írani við að gripið verði til varaáætlunar haggist þeir ekki í kröfugerð sinni.
Sleppt frá Íran eftir samkomulag um milljarðaskuld
Tveimur breskum ríkisborgurum sem einnig hafa íranskan ríkisborgararétt var sleppt úr fangelsi í Teheran í gær eftir áralanga fangavist og þeim flogið til Bretlands. Sama dag var tilkynnt að Bretar hefðu greitt íranska ríkinu áratugagamla skuld vegna skriðdreka og brynvagna sem Íranskeisari pantaði og greiddi en fengust ekki afhentir eftir að honum var steypt af stóli og klerkastjórnin tók völdin.
17.03.2022 - 05:36
Erlent · Asía · Evrópa · Stjórnmál · Íran · Bretland
Hlutabréf féllu í morgun en olíuverð stóð í stað
Hlutabréf í Hong Kong féllu í verði við opnun markaða í morgun. Verð lækkaði á fleiri mörkuðum í Asíu og Eyjaálfu með nokkrum undantekningum þó. Sérfræðingar búast við áframhaldandi flökti á markaðnum.
Eldflaugum skotið að Arbil í Kúrdistan
Nokkrum eldflaugum var skotið í dögun að Arbil, höfuðstað sjálfstjórnarhéraðs Kúrda í norðurhluta Íraks. Enginn virðist hafa særst í árásinni. Flaugunum var skotið úr austri utan landamæra Íraks og Kúrdistan.
13.03.2022 - 03:05
Næstum fimmtíu börn látin eða limlest í Jemen
Næstum fimmtíu börn létust eða voru limlest fyrstu tvo mánuði ársins í borgarastyrjöldinni í Jemen en átökin hafa harðnað þar. UNICEF, Barnahjálparsjóður Sameinuðu þjóðanna, greinir frá þessu.
Hlé á viðræðum um kjarnorkusamning við Írani
Hlé hefur verið gert á samningaviðræðum um kjarnorkusamning við Írani vegna utanaðkomandi ástæðna. Samningur er þó nánast tilbúinn að sögn Joseps Borrell utanríkismálastjóra Evrópusambandsins.
Óttast að innrásin tefji kjarnorkusamning við Írani
Frakklandsstjórn hefur lýst yfir áhyggjum um að innrás Rússa í Úkraínu verði til þess að hindra eða tefja endurlífgun kjarnorkusamnings við Íran. Rússar eru aðilar að samningaviðræðunum ásamt Bretum, Kínverjum, Þjóðverjum og Frökkum.
Úkraínudeilan
Ekkert ríki utan Rússlands hefur viðurkennt sjálfstæði
Utanríkisráðuneyti Rússlands hvetur önnur ríki til að feta í fótspor Vladímírs Pútíns forseta og viðurkenna sjálfstæði héraðanna Donetsk og Luhansk í austurhluta Úkraínu. Vesturveldin eru sammála um að ákvörðunin sé brot á alþjóðalögum en nokkurs stuðnings gætir annars staðar frá.
23.02.2022 - 06:19
Segja hægt að klára kjarnorkusamning á næstu dögum
Bandarísk stjórnvöld segja viðræður síðustu vikna um framtíð kjarnorkusamningsins við Írana hafa skilað „umtalsverðum árangri“ og telja að samningar þar að lútandi geti vel náðst innan fárra daga „ef Íranar ganga fram af ábyrgð og alvöru,“ sagði talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins í samtali við AFP-fréttastofuna.
Fimm starfsmönnum Sameinuðu Þjóðanna rænt í Jemen
Fimm starfsmenn Sameinuðu þjóðanna voru numdir á brott í suðurhluta Jemen á föstudaginn. Ekki er vitað hverjir standa að baki mannráninu en fólkið var statt í sjálfsstjórnarhéraðinu Abyan á leið til hafnarborgarinnar Aden.
14.02.2022 - 01:10
Alþjóðlegar njósnir og ráðabrugg afhjúpuð í Danmörku
Íranskur aðskilnaðarsinni sem flýði ofsóknir í heimalandinu og fékk alþjóðlega vernd í Danmörku reyndist starfa náið með stjórnvöldum í Sádi-Arabíu. Þetta leiddi rannsókn dönsku lögreglunnar í ljós og er varpað ljósi á í umfangsmikilli umfjöllun danska ríkisútvarpsins DR.
06.02.2022 - 16:39
Íranir segja boðaðar afléttingar ekki nægar
Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, samþykkti í gær að aflétta nokkrum viðskiptahöftum gegn Íran vegna kjarnorkuverkefna ríkisins. Hann undirritaði skjöl þess efnis til að greiða fyrir samningaviðræðum sem hefjast í Vín á mánudag. 
05.02.2022 - 16:34
Beinar viðræður Bandaríkjanna og Íran brýnar
Háttsettur bandarískur embættismaður segir að samningaviðræður við Írani um kjarnorkuáætlun þeirra sé að renna út í sandinn. Hann hvetur írönsk stjórnvöld að efna til beinna viðræðna við Bandaríkjamenn svo hægt verði að komast að samkomulagi.