Færslur: Íran

Metfjöldi COVID-19 dauðsfalla í Íran í gær
Metfjöldi daglegra tilfella kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 var settur í Indlandi í gær og í Íran hafa dauðsföll af völdum sjúkdómsins aldrei verið fleiri en í gær. Rétt tæplega 25 þúsund tilfelli voru skráð í Indlandi í gær og 613 létu lífið. Nærri 700 þúsund tilfelli hafa greinst í Indlandi það sem af er, og nærri 20 þúsund eru látnir. 
06.07.2020 - 03:16
Mikið tjón við íranskt kjarnorkuver
Yfirvöld í Íran viðurkenndu í dag að talsverðar skemmdir hafi orðið í eldsvoða í húsi við kjarnorkuver í borginni Natanz, suður af höfuðborginni Teheran, í síðustu viku. Talsmaður kjarnorkumála segir yfirvöld búin að komast að orsökum eldsins, en vilja ekki gefa þær upp af öryggisástæðum. Haft hefur verið eftir írönskum embættismönnum að netárás hafi valdið eldsvoðanum.
06.07.2020 - 00:43
Eldsvoði í raforkuveri í Íran
Eldur kviknaði í orkuveri í Íran í dag. Þetta er fjórði stóri eldsvoðinn eða sprengingin í landinu í um viku. Eldurinn fór illa með spenni í raforkuveri í borginni Ahvaz. 
05.07.2020 - 01:35
Erlent · Asía · Íran
Írönum gert skylt að ganga með grímur
Almenningi í Íran verður gert skylt að ganga með andlitsgrímur í öllum lokuðum opinberum rýmum frá miðnætti. Farþegar í almenningsfarartækjum hafa iðulega virt að vettugi kvöð um grímunotkun sem hefur gilt um nokkurt skeið.
04.07.2020 - 17:10
Erlent · Íran · COVID-19
Mannskæð sprenging á heilsugæslustöð í Íran
Nítján létu lífið þegar heilsugæsla í norðanverðri Teheran í Íran sprakk í gær. Talið er að gasleki hafi valdið sprengingunni. Myndbönd af vettvangi virðast sýna fleiri en eina sprengingu, og svo þykkan svartan reykjarmökk yfir heilsugæslustöðinni. Fólk í nágrenninu flykktist að slysstaðnum og tók þátt í björgunarstörfum.
01.07.2020 - 06:41
Erlent · Asía · Íran
Fransk-íranskur vísindamaður í 5 ára fangelsi
Fransk-íranskur vísindamaður, Fariba Adelkhah að nafni, hlaut fimm ára fangelsisdóm í Íran í dag. Hún var sakfelld á dómstigi í maí fyrir að hafa ógnað öryggi ríkisins.
30.06.2020 - 11:57
Fjöldi vígamanna handtekinn í Írak
Öryggissveitir handtóku í dag á annan tug vígamanna hliðholla Íran í suðurhluta Bagdad. Hin handteknu eru ásökuð um að hafa gert fjölda eldflaugaárása á bandarísk mannvirki í Írak.
26.06.2020 - 01:07
Trump bjartsýnni á samninga eftir fangaskipti við Íran
Bandaríkjamaðurinn Michael White var leystur úr haldi í Íran í dag, eftir nærri tveggja ára fangavist í landinu. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, heyrði í White eftir að hann lenti í Zurich í Sviss. Trump þakkaði Írönum fyrir lausn fangans, og sagði þetta sýna að samningar væru mögulegir á milli ríkjanna. Tveir Íranir voru á móti leystir úr haldi í Bandaríkjunum, læknirinn Majid Taheri og vísindamaðurinn Cyrus Asgari.
05.06.2020 - 01:17
Einn látinn eftir jarðskjálfta í Íran
Minnst einn er látinn af völdum jarðskjálfta í Íran í gærkvöld. Skjálftinn mældist 4,6 að stærð og átti upptök sín nærri borginni Damavand, um 55 kílómetra austur af Teheran. Að sögn blaðamanns AFP fréttastofunnar á vettvangi fannst skjálftinn vel í höfuðborginni, og tóku margir íbúar til fótanna úr íbúðum sínum og út á götur.
08.05.2020 - 02:22
Ráðast á Írani á meðan þeir eru í Sýrlandi
Ísraelsher ætlar að halda aðgerðum áfram í Sýrlandi þangað til Íranir koma sér þaðan. Naftali Bennett, varnarmálaráðherra Ísraels, lýsti þessu yfir í gær eftir að árásir Ísraelshers urðu fjórtán vígamönnum sem njóta stuðnings frá Íran að bana. 
06.05.2020 - 06:30
Trump fyrirskipar að írönskum bátum skuli sökkt
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur gefið hernum skipun um að skjóta á og sökkva öllum írönskum fleytum sem herja á eða trufla för bandarískra herskipa. Frá þessu greinir hann á Twitter í dag.
22.04.2020 - 13:32
Hundruð Írana dáin úr alkóhóleitrun
Yfir sex hundruð eru látnir í Íran og nokkur þúsund á sjúkrahúsi eftir að hafa drukkið óblandað alkóhól í von um að verjast kórónuveirunni. Hátt í fjögur þúsund eru látnir í landinu af völdum COVID-19 sjúkdómsins.
07.04.2020 - 18:01
Evrópuríki koma Írönum til hjálpar
Evrópuríki hafa sent Írönum tæki og búnað til að hjálpa þeim í baráttunni gegn COVID-19 kórónuveirufaraldrinum. Þýska utanríkisráðuneytið tilkynnti þetta í morgun og sagði þetta hafa veri gert undir merkjum Instex.
31.03.2020 - 09:46
Bandaríkjamaður sem hvarf í Íran talinn af
Bandaríkjamaðurinn Bob Levinson, sem hvarf með dularfullum hætti árið 2007, lést í varðhaldi í Íran fyrir nokkru. Fjölskylda Levinsons greindi frá þessu í gærkvöld. Í yfirlýsingu fjölskyldunnar segir að bandarískir embættismenn hafi nýverið greint þeim frá þessu. Levinson var fyrrverandi starfsmaður bandarísku alríkislögreglunnar FBI.
26.03.2020 - 06:22
Bandaríkjaher ræðst á vígasveit í Írak
Bandaríkjaher hóf hefndaraðgerðir í kvöld gegn vígasveit sem gerði árás á herstöð í Írak í gær. Tveir Bandaríkjamenn og Breti létu lífið í sprengjuárásinn, að sögn AFP fréttastofunnar. Hefndaraðgerðirnar beinast gegn Kataeb Hezbollah, vígahreyfingar sem nýtur stuðnings íranskra stjórnvalda. Fimm vopnabúr eru í sigtinu samkvæmt yfirlýsingu bandaríska varnarmálaráðuneytisins. 
13.03.2020 - 01:53
Bandaríkjastjórn krefst lausnar fanga í Íran
Bandaríkjastjórn kallar eftir því að allir bandarískir fangar verði leystir úr haldi í írönskum fangelsum vegna útbreiðslu nýju kórónaveirunnar innan fangelsismúra þar í landi. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir í yfirlýsingu að ábyrgðin verði öll Íransstjórnar ef Bandaríkjamaður deyr á bak við lás og slá. Viðbrögð Bandaríkjanna verði hörð ef það gerist. 
11.03.2020 - 03:30
49 dóu úr COVID-19 á Ítalíu síðasta sólarhring
Ítölsk yfirvöld greindu frá því í kvöld að 49 manns hefðu látist síðasta sólarhringinn úr COVID-19 veikinni, fleiri en nokkru sinni á einum sólarhring. Alls hafa þá 197 fallið í valinn í COVID-19 faraldrinum á Ítalíu og rúmlega 4.600 smit verið staðfest. Hvergi utan Kína hafa svo mörg dauðsföll verið rakin til kórónaveirunnar sem veldur þessari skæðu pest og dánartíðnin er hvergi hærri, eða 4,25 prósent.
07.03.2020 - 01:56
Erlent · Asía · Evrópa · Heilbrigðismál · Ítalía · Íran · Holland · Spánn · Suður-Kórea · COVID-19
Íran hafnar kröfum Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar
Stjórnvöldum í Íran ber engin skylda til að veita eftirlitsmönnum frá Alþjóðakjarnorkumálastofnuninni aðgang að kjarnorkuverum landsins. Þetta segir Kazem Gharib Abadi, sendiherra Írans í Vínarborg, og segir að óskir þess efnis séu byggðar á upplognum staðhæfingum.
05.03.2020 - 08:39
Erlent · Asía · Íran
54 þúsund fangar látnir lausir í Íran vegna COVID-19
Írönsk stjórnvöld hafa leyst meira en 54 þúsund fanga úr haldi til þess að reyna að hefta útbreiðslu COVID-19 veirunnar í yfirfullum fangelsum landsins.
03.03.2020 - 23:18
Loka landamærum að Íran vegna veirunnar
Stjórnvöld í Aserbaídsjan tilkynntu í dag að þau myndu loka landamærunum að Íran vegna útbreiðslu COVID-19 veirunnar. Dauðsföll vegna veirunnar eru orðin 43 í Íran og eru ekki fleiri í neinu landi utan Kína þar sem upptökin liggja.
29.02.2020 - 15:31
COVID-19: Tveir látnir í Frakklandi, 19 í Íran
Sextugur karlmaður lést af völdum COVID-19 kórónaveirunnar í Frakklandi í nótt. Franska heilbrigðisráðuneytið greindi frá þessu í morgun.
26.02.2020 - 10:09
Erlent · Asía · Evrópa · Frakkland · Íran · COVID-19 · Kórónaveiran
Kjarnorkuviðræður við Íran í Vínarborg í dag
Fulltrúar Íransstjórnar mæta til fundar við starfsbræður sína og -systur frá Bretlandi, Frakklandi, Þýskalandi og Rússlandi í Vínarborg í dag. Þar vonast síðarnefndu ríkin til þess að ná að sannfæra Íran um að standa við sína hlið kjarnorkusamkomulags sem gerður var við ríkið árið 2015.
26.02.2020 - 06:35
Aðstoðarheilbrigðisráðherra Írans greinist með COVID-19
Iraj Harirchi, aðstoðarheilbrigðisráðherra Írans, hefur verið greindur með COVID-19 veiruna. Hann hefur verið í forsvari fyrir írönsk stjórnvöld sem reyna að hefta útbreiðslu veirunnar.
25.02.2020 - 13:41
COVID-19: Fimmtán dánir í Íran
Stjórnvöld í Íran greindu frá því í morgun að þrír til viðbótar hefðu dáið af völdum COVID-19 kórónaveirunnar þar í landi. Þar með væru fimmtán látnir af hennar völdum.
25.02.2020 - 09:06
Dauðsföllum fækkar, fleiri læknast, en veiran fer víðar
Kínversk heilbrigðisyfirvöld tilkynntu í morgun að 71 dauðsfall hefði orðið þar í landi af völdum COVID-19 veirunnar síðasta sólarhringinn, helmingi færri en í gær. Svo fá dauðsföll vegna veirunnar hafa ekki orðið á einum sólarhring í Kína síðan 7. febrúar. Nær 28.000 manns hafa náð sér af COVID-19 veirusýkingu, sem nú hefur skotið upp kollinum í 37 ríkjum heims.
25.02.2020 - 05:29