Færslur: Íran

Fjórir féllu í loftárás Ísraela á Sýrland
Ísraelsher felldi einn sýrlenskan hermann og þrjá bardagamenn aðra, sem sagðir eru hliðhollir Írönum, í loftárás nærri borginni Palmyra í Homshéraði í Sýrlandi í gærkvöld. Þetta hefur Sýrlenska mannréttindavaktin eftir heimildarmönnum í héraði. Sýrlenska ríkisfréttastofan SANA greindi frá því nokkru áður að einn hermaður hefði fallið í árásinni en þrír menn særst.
14.10.2021 - 04:12
Vonir glæðast að nýju um kjarnorkuviðræður við Írani
Bandarísk stjórnvöld eru vonglöð um að viðræður hefjist fljótlega við Írani um kjarnorkusamning ríkjanna. Þau lýsa jafnframt yfir áhyggjum af auknum umsvifum Írana við kjarnorkuframleiðslu.
Krefst réttlætis vegna morðsins á Khashoggi
Hatice Cengiz tyrknesk ekkja blaðamannsins Jamals Khashoggis kveðst efast um vilja Joe Bidens Bandaríkjaforseta að láta sádiarabísk stjórnvöld og krónprins landsins standa reikningsskil vegna dauða Khashoggis.
Blinken hvetur Írani til viðræðna um kjarnorkusamning
Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, áréttaði í gær mikilvægi þess að Íranir sneru aftur að samningaborðinu svo endurvekja megi þátt Bandaríkjanna í kjarnorkusamningi frá árinu 2015.
Fá að fylgjast með kjarnorkuverum Írans
Samningar náðust í gær á milli Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar og Írans um eftirlit með kjarnorkuverum landsins. Rafael Grossi, yfirmaður stofnunarinnar, fagnaði niðurstöðunni og sagði hana veita svigrúm til samningaviðræðna.
13.09.2021 - 01:32
Stöðvuðu eldflauga- og drónaárás á Sádi Arabíu
Sádí-arabísk stjórnvöld tilkynntu í dag að tekist hefði að stöðva tvær eldflaugar sem skotið var frá nágrannaríkinu Jemen.
04.09.2021 - 22:35
Segir engan mun vera á ríkisstjórn Biden og Trump
Erkiklerkurinn Ali Khamenei, æðsti valdamaður í Íran, segir engan mun að finna á ríkisstjórn Joes Biden og ríkisstjórn forvera hans, Donalds Trump.
28.08.2021 - 16:41
Forsetaskipti í Íran
Harðlínuklerkurinn Ebrahim Raisi sór í dag embættiseið sem forseti Írans. Hann kveðst ætla að vinna að því að fá refsiaðgerðir gegn landsmönnum felldar niður.
05.08.2021 - 16:23
Erlent · Asía · Stjórnmál · Íran
Vopnaðir menn tóku yfir skip í Ómanflóa
Vopnaðir menn héldu um borð í tankskipið MV Asphalt Princess í Ómanflóa í dag og skipuðu áhöfninni að snúa skipinu til hafnar í Íran. Skipið var á leið frá Khor Fakkan í Sameinuðu arabísku furstadæmunum til Sohar í Óman.
03.08.2021 - 23:29
Ebrahim Raisi settur í embætti Íransforseta í dag
Nýkjörinn forseti Írans, harðlínumaðurinn Ebrahim Raisi, verður settur í embætti í dag. Við honum blasa margvísleg úrlausnarefni á sviði efnahagsmála auk glímunnar við vaxandi útbreiðslu COVID-19 í landinu.
03.08.2021 - 05:27
Íran skuli mæta afleiðingum árásar á olíuskip
Forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson segir að afleiðingar ættu að verða af „óásættanlegri og svívirðilegri“ árás Írana á olíuskip við strendur Óman í síðustu viku.
02.08.2021 - 16:35
Yair Lapid sakar Írani um mannskæða árás á olíuskip
Ísraelsstjórn sakar Írani um að hafa ráðist á olíuskip á Arabíuflóa í fyrradag þar sem tveir skipverjar létust. Bretar og Bandaríkjamenn lýsa yfir áhyggjum af þróun mála á svæðinu en sífellt hitnar í kolunum milli Írans og Ísraels.
Íranir handteknir í Bandaríkjunum fyrir ætlað mannrán
Fjórir Íranir voru í gær ákærðir í Bandaríkjunum fyrir að skipuleggja rán á blaðamanni í New York. Einn hinna ákærðu er hátt settur í írönsku leyniþjónustunni, og hinir þrír eru undirmenn hans, segir í yfirlýsingu bandaríska dómsmálaráðuneytisins. Þeir eru allir búsettir í Íran. Einn til viðbótar er svo sakaður um að hafa fjármagnað aðgerðina. Sá er búsettur í Kaliforníu.
14.07.2021 - 05:15
Flugskeytum skotið að sendiráði Bandaríkjanna í Bagdad
Þremur flugskeytum var skotið að sendiráði Bandaríkjanna í Bagdad aðfaranótt fimmtudags. Íraksher greinir frá þessu. Flugskeytin náðu þó ekki að sendiráðinu en lentu annars staðar á hinu svokallaða græna svæði í borginni, þar sem sendiráð og alþjóðastofnanir eru til húsa og öryggisgæsla er mikil. Ekki hlaust manntjón af árásinni og ekki er getið um meiðsli að heldur.
08.07.2021 - 03:41
Bandarískar loftárásir á skotmörk í Sýrlandi og Írak
Minnst fimm létust í loftárásum Bandaríkjahers í Írak og Sýrlandi á sunnudagskvöld. Í tilkynningu frá bandaríska varnarmálaráðuneytinu segir að árásirnar hafi beinst gegn uppreisnarsveitum sem njóta stuðnings Írana, og gerðar samkvæmt fyrirmælum Joes Biden, Bandaríkjaforseta. Þær séu viðbragð Bandaríkjahers við drónáárásum uppreisnarhópanna á bandaríska hermenn og bækistöðvar þeirra í Írak að undanförnu.
28.06.2021 - 00:45
Erkiíhaldsmaður breytir litlu um stefnu Írans
Nýr forseti er handvalinn af Ali Khamenei, æðsta klerki Írans, og kjör hans breytir ekki miklu, segir Magnús Þorkell Bernharðsson, sérfræðingur í málefnum Mið-Austurlanda. Hann segir að harðlínumaðurinn Ebrahim Raisi framfylgi stefnu klerkaráðsins sem hafi stjórnað nánast öllu í Íran.
23.06.2021 - 18:07
Raisi vill bæta samskiptin við Sádi-Araba
Ebrahim Raisi, nýkjörinn forseti Írans, segist ekki ætla að semja um kjarnorkuáætlun landsins við önnur ríki nema samningurinn komi þjóð hans til góða. Hann kveðst ekki sjá því neitt til fyrirstöðu að bæta samskiptin við Sádi-Arabíu en hefur engan áhuga á að hitta Joe Biden Bandaríkjaforseta. 
21.06.2021 - 13:18
Erlent · Asía · Stjórnmál · Íran
Írönsku kjarnorkuveri lokað af tæknilegum orsökum
Starfsemi Bushehr kjarnorkuversins í Íran hefur verið stöðvuð tímabundð af tæknilegum orsökum. Það hefur því látið af rafmagnsframleiðslu meðan á lokuninni stendur.
21.06.2021 - 06:33
Ísraelar lýsa áhyggjum af kjöri Raisi sem forseta
Ísraelsstjórn segir alþjóðasamfélagið þurfa að hafa miklar áhyggjur af nýkjörnum forseta Írans. Ebrahim Raisi sé öfgafyllsti forseti landsins hingað til sem ætli sér að auka umsvif Írans í kjarnorkumálum.
20.06.2021 - 04:13
Fagna lítilli kjörsókn
Íranskir stjórnarandstæðingar í útlegð hrósuðu í dag sigri vegna forsetakosninganna í Íran í gær. Kjörsókn var aðeins 48,8 prósent og hefur aldrei verið minni. Stjórnarandstæðingar í útlöndum höfðu hvatt landa sína til að sniðganga kosningarnar. Þeir telja að kjörsókn hafi verið enn minni en opinberar tölur segja til um.
19.06.2021 - 15:18
Erlent · Asía · Stjórnmál · Íran
Raisi fagnar sigri í forsetakosningum í Íran
Ebrahim Raisi telst réttkjörinn forseti múslímska lýðveldisins Írans en hann hlýtur um 62% greiddra atkvæða. Áður en úrslit lágu fyrir var Raisi hylltur sem sigurvegari jafnt af fráfarandi forseta og andstæðingum hans sem viðurkenndu ósigur.
Stefnir í innan við 40% kjörsókn í Íran
Kjörstöðum í Íran hefur verið lokað og talning hafin í forsetakosningum þar sem talið er líklegast að íhaldsmaðurinn Ebrahim Raisi sigri. Áhugi á kosningunum virðist í minna lagi meðal kjósenda.
18.06.2021 - 23:37
Líklegast að íhaldsamur klerkur verði forseti Írans
Búist er við að kjörsókn í forsetakosningum í Íran í dag föstudag, verði mjög lítil. Kjörstaðir verða opnaðir klukkan sjö að staðartíma og verða opnir til miðnættis og jafnvel tveimur klukkustundum lengur sumstaðar. Líklegast er talið að Íranir velji sér íhaldsaman klerk sem forseta.
18.06.2021 - 02:30
Íranir kjósa forseta næstkomandi föstudag
Íranskir kjósendur velja sér nýjan forseta á föstudaginn kemur. Stjórnmálaskýrendur telja líklegt að íhaldsmaðurinn Ebrahim Raisi hafi betur gegn Hassan Rouhani sitjandi forseta. Sjö eru í framboði.
Kennsl borin á barnslík sem rak á land í Noregi
Lík barns sem rak á land á suðvesturströnd Noregs á nýársdag var af hinum fimmtán mánaða gamla Artin sem drukknaði ásamt foreldrum sínum og tveimur systkinum, sex og níu ára, á milli Englands og Frakklands í október. Lögregluyfirvöld í Noregi greindu frá þessu í dag.
07.06.2021 - 20:30