Færslur: Íran

Bandaríkin ætla að endurvekja viðskiptaþvinganir á Íran
Bandaríkjastjórn hyggst leggja umdeildar viðskiptaþvinganir að nýju á Íran. Þessu lýsti Mike Pompeo utanríkisráðherra einhliða yfir í gær.
Aftaka glímukappa fordæmd
Glímumeistarinn Navid Afkari var tekinn af lífi í Íran í gær. Hann var dæmdur fyrir morð á öryggisverði í mótmælum gegn stjórnvöldum árið 2018. Hinn 27 ára Afkari var drepinn í gærmorgun í samráði við fjölskyldu fórnarlambsins að sögn íranskra fjölmiðla.
13.09.2020 - 06:29
Microsoft kom í veg fyrir árásir á Trump og Biden
Hugbúnaðarfyrirtækið Microsoft greindi frá því í gær að það hafi komið í veg fyrir netárásir gegn báðum forsetaframboðum í Bandaríkjunum frá Kína, Rússlandi og Íran. 
Íran samþykkir að hleypa eftirlitsmönnum inn í landið
Stjórnvöld í Íran ætla að leyfa eftirlitsmönnum frá Alþjóðakjarnorkumálastofnuninni, IAEA, að fá aðgang að þeim svæðum sem stofnunin hefur haft hug á að rannsaka í landinu. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu frá stjórnvöldum í Teheran og IAEA sem gefin var út í dag.
26.08.2020 - 14:24
Öryggisráðið stöðvaði Bandaríkin
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kom í veg fyrir að Bandaríkin gætu lagt alþjóðlegar viðskiptaþvinganir á Íran með umdeildri aðferð. Forseti ráðsins segir það ekki í þeirri stöðu að geta gripið til frekari aðgerða gegn Íran. Ekki sé næg samstaða á allsherjarþinginu til þess. 
Trump boðar harðar aðgerðir gegn Íran
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hét því á blaðamannafundi í gær að koma viðskiptarefsingum Sameinuðu þjóðanna gegn Íran aftur í gildi. Til þess ætlar hann að beita umdeildri aðferð. Eftir að tillögu Bandaríkjastjórnar um áframhaldandi bann við vopnasölu til Írans var hafnað í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í vikunni bjuggust sérfræðingar við því að hún gripi til svokallaðs afturhvarfs.
16.08.2020 - 06:43
Írönsk olíuskip stöðvuð á leið til Venesúela
Bandarísk yfirvöld segjast hafa stöðvað fjögur írönsk olíuflutningaskip á leið til Venesúela. Um 1,1 milljón olíutunna voru um borð og eru nú í vörslu yfirvalda, hefur fréttastofa BBC eftir yfirlýsingu bandaríska dómsmálaráðuneytisins.  Lagt var hald á olíubirgðirnar þar sem sendingin stangaðist á við viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna í garð Venesúela.
15.08.2020 - 02:13
Öryggisráðið hafnar framlengingu vopnasölubanns
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafnaði tillögu Bandaríkjastjórnar um framlengingu á banni við vopnasölu til Írans. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, greindi frá þessu í kvöld. Hann sagði í yfirlýsingu að það væri óafsakanlegt af hálfu öryggisráðsins að bregðast ekki við af fullri hörku til að verja frið og öryggi á alþjóðavísu.
14.08.2020 - 23:47
Sögulegar sættir eða svik við Palestínumenn?
Viðbrögð heimsbyggðarinnar við samkomulagi Ísraela og Sameinuðu arabísku furstadæmanna í gær eru með ýmsum hætti.
Macron varar Írani við afskiptum af málefnum Líbanon
Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur varað Írani við afskiptum af innanlandsmálum Líbanons. Ríkisstjórn Mósambík ber jafnframt af sér allar sakir um ábyrgð á vörslu sprengifima efnisins í Beirút.
Íranir bjartsýnir á afléttingu vopnasölubanns
Hassan Rouhani Íransforseti kveðst vongóður um að ekkert verði af tillögu Bandaríkjanna í öryggisráði SÞ um framlengingu vopnasölubanns til Írans. Forsetinn varar við afleiðingum stuðnings ráðsins við hugmyndina.
Íranir segjast hafa handtekið njósnara
Írönsk yfirvöld segjast hafa handtekið tvo menn grunaða um njósnir fyrir Breta, Þjóðverja og Ísraela. Að sögn gætu þeir staðið frammi fyrir tíu ára fangavist.
11.08.2020 - 18:55
Saka Rússa, Kínverja og Írana um afskipti af kosningum
Rússar, Kínverjar og Íranar freista þess allir að hafa áhrif á úrslit bandarísku forsetakosninganna í haust og beita til þess óeðlilegum og ólöglegum meðulum. Þetta er mat forstjóra einnar fjölmargra bandarískra leyniþjónustustofnana, Gagnnjósna- og öryggisstofnunarinnar, sem hefur meðal annars það hlutverk að fylgjast grannt með öllum ógnum sem steðja að forsetakosningunum erlendis frá.
Ísraelsher gerir loftárásir á Sýrland
Ísraelskar orrustuþotur, árásarþyrlur og annarskonar herflugvélar gerðu í dag árás á hernaðarlega mikilvæg skotmörk í suðurhluta Sýrlands. Jafnframt var ráðist á borgina Boukamal nærri landamærum Íraks.
04.08.2020 - 00:24
Erlent · Ísrael · sýrland · Íran · Stríð · Hezbollah · Damaskus · Loftárás · Írak · Gólan-hæðir
Ísrael og Hamas-liðar takast á
Ísraelskar orrustuþotur gerðu í dag árás á neðanjarðaraðsetur Hamas-liða á Gaza-svæðinu eftir að eldflaug var skotið þaðan að Ísrael.
03.08.2020 - 01:26
Metfjöldi COVID-19 dauðsfalla í Íran í gær
Metfjöldi daglegra tilfella kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 var settur í Indlandi í gær og í Íran hafa dauðsföll af völdum sjúkdómsins aldrei verið fleiri en í gær. Rétt tæplega 25 þúsund tilfelli voru skráð í Indlandi í gær og 613 létu lífið. Nærri 700 þúsund tilfelli hafa greinst í Indlandi það sem af er, og nærri 20 þúsund eru látnir. 
06.07.2020 - 03:16
Mikið tjón við íranskt kjarnorkuver
Yfirvöld í Íran viðurkenndu í dag að talsverðar skemmdir hafi orðið í eldsvoða í húsi við kjarnorkuver í borginni Natanz, suður af höfuðborginni Teheran, í síðustu viku. Talsmaður kjarnorkumála segir yfirvöld búin að komast að orsökum eldsins, en vilja ekki gefa þær upp af öryggisástæðum. Haft hefur verið eftir írönskum embættismönnum að netárás hafi valdið eldsvoðanum.
06.07.2020 - 00:43
Eldsvoði í raforkuveri í Íran
Eldur kviknaði í orkuveri í Íran í dag. Þetta er fjórði stóri eldsvoðinn eða sprengingin í landinu í um viku. Eldurinn fór illa með spenni í raforkuveri í borginni Ahvaz. 
05.07.2020 - 01:35
Erlent · Asía · Íran
Írönum gert skylt að ganga með grímur
Almenningi í Íran verður gert skylt að ganga með andlitsgrímur í öllum lokuðum opinberum rýmum frá miðnætti. Farþegar í almenningsfarartækjum hafa iðulega virt að vettugi kvöð um grímunotkun sem hefur gilt um nokkurt skeið.
04.07.2020 - 17:10
Erlent · Íran · COVID-19
Mannskæð sprenging á heilsugæslustöð í Íran
Nítján létu lífið þegar heilsugæsla í norðanverðri Teheran í Íran sprakk í gær. Talið er að gasleki hafi valdið sprengingunni. Myndbönd af vettvangi virðast sýna fleiri en eina sprengingu, og svo þykkan svartan reykjarmökk yfir heilsugæslustöðinni. Fólk í nágrenninu flykktist að slysstaðnum og tók þátt í björgunarstörfum.
01.07.2020 - 06:41
Erlent · Asía · Íran
Fransk-íranskur vísindamaður í 5 ára fangelsi
Fransk-íranskur vísindamaður, Fariba Adelkhah að nafni, hlaut fimm ára fangelsisdóm í Íran í dag. Hún var sakfelld á dómstigi í maí fyrir að hafa ógnað öryggi ríkisins.
30.06.2020 - 11:57
Fjöldi vígamanna handtekinn í Írak
Öryggissveitir handtóku í dag á annan tug vígamanna hliðholla Íran í suðurhluta Bagdad. Hin handteknu eru ásökuð um að hafa gert fjölda eldflaugaárása á bandarísk mannvirki í Írak.
26.06.2020 - 01:07
Trump bjartsýnni á samninga eftir fangaskipti við Íran
Bandaríkjamaðurinn Michael White var leystur úr haldi í Íran í dag, eftir nærri tveggja ára fangavist í landinu. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, heyrði í White eftir að hann lenti í Zurich í Sviss. Trump þakkaði Írönum fyrir lausn fangans, og sagði þetta sýna að samningar væru mögulegir á milli ríkjanna. Tveir Íranir voru á móti leystir úr haldi í Bandaríkjunum, læknirinn Majid Taheri og vísindamaðurinn Cyrus Asgari.
05.06.2020 - 01:17
Einn látinn eftir jarðskjálfta í Íran
Minnst einn er látinn af völdum jarðskjálfta í Íran í gærkvöld. Skjálftinn mældist 4,6 að stærð og átti upptök sín nærri borginni Damavand, um 55 kílómetra austur af Teheran. Að sögn blaðamanns AFP fréttastofunnar á vettvangi fannst skjálftinn vel í höfuðborginni, og tóku margir íbúar til fótanna úr íbúðum sínum og út á götur.
08.05.2020 - 02:22
Ráðast á Írani á meðan þeir eru í Sýrlandi
Ísraelsher ætlar að halda aðgerðum áfram í Sýrlandi þangað til Íranir koma sér þaðan. Naftali Bennett, varnarmálaráðherra Ísraels, lýsti þessu yfir í gær eftir að árásir Ísraelshers urðu fjórtán vígamönnum sem njóta stuðnings frá Íran að bana. 
06.05.2020 - 06:30