Færslur: Íran

Íranir handteknir í Bandaríkjunum fyrir ætlað mannrán
Fjórir Íranir voru í gær ákærðir í Bandaríkjunum fyrir að skipuleggja rán á blaðamanni í New York. Einn hinna ákærðu er hátt settur í írönsku leyniþjónustunni, og hinir þrír eru undirmenn hans, segir í yfirlýsingu bandaríska dómsmálaráðuneytisins. Þeir eru allir búsettir í Íran. Einn til viðbótar er svo sakaður um að hafa fjármagnað aðgerðina. Sá er búsettur í Kaliforníu.
14.07.2021 - 05:15
Flugskeytum skotið að sendiráði Bandaríkjanna í Bagdad
Þremur flugskeytum var skotið að sendiráði Bandaríkjanna í Bagdad aðfaranótt fimmtudags. Íraksher greinir frá þessu. Flugskeytin náðu þó ekki að sendiráðinu en lentu annars staðar á hinu svokallaða græna svæði í borginni, þar sem sendiráð og alþjóðastofnanir eru til húsa og öryggisgæsla er mikil. Ekki hlaust manntjón af árásinni og ekki er getið um meiðsli að heldur.
08.07.2021 - 03:41
Bandarískar loftárásir á skotmörk í Sýrlandi og Írak
Minnst fimm létust í loftárásum Bandaríkjahers í Írak og Sýrlandi á sunnudagskvöld. Í tilkynningu frá bandaríska varnarmálaráðuneytinu segir að árásirnar hafi beinst gegn uppreisnarsveitum sem njóta stuðnings Írana, og gerðar samkvæmt fyrirmælum Joes Biden, Bandaríkjaforseta. Þær séu viðbragð Bandaríkjahers við drónáárásum uppreisnarhópanna á bandaríska hermenn og bækistöðvar þeirra í Írak að undanförnu.
28.06.2021 - 00:45
Erkiíhaldsmaður breytir litlu um stefnu Írans
Nýr forseti er handvalinn af Ali Khamenei, æðsta klerki Írans, og kjör hans breytir ekki miklu, segir Magnús Þorkell Bernharðsson, sérfræðingur í málefnum Mið-Austurlanda. Hann segir að harðlínumaðurinn Ebrahim Raisi framfylgi stefnu klerkaráðsins sem hafi stjórnað nánast öllu í Íran.
23.06.2021 - 18:07
Raisi vill bæta samskiptin við Sádi-Araba
Ebrahim Raisi, nýkjörinn forseti Írans, segist ekki ætla að semja um kjarnorkuáætlun landsins við önnur ríki nema samningurinn komi þjóð hans til góða. Hann kveðst ekki sjá því neitt til fyrirstöðu að bæta samskiptin við Sádi-Arabíu en hefur engan áhuga á að hitta Joe Biden Bandaríkjaforseta. 
21.06.2021 - 13:18
Erlent · Asía · Stjórnmál · Íran
Írönsku kjarnorkuveri lokað af tæknilegum orsökum
Starfsemi Bushehr kjarnorkuversins í Íran hefur verið stöðvuð tímabundð af tæknilegum orsökum. Það hefur því látið af rafmagnsframleiðslu meðan á lokuninni stendur.
21.06.2021 - 06:33
Ísraelar lýsa áhyggjum af kjöri Raisi sem forseta
Ísraelsstjórn segir alþjóðasamfélagið þurfa að hafa miklar áhyggjur af nýkjörnum forseta Írans. Ebrahim Raisi sé öfgafyllsti forseti landsins hingað til sem ætli sér að auka umsvif Írans í kjarnorkumálum.
20.06.2021 - 04:13
Fagna lítilli kjörsókn
Íranskir stjórnarandstæðingar í útlegð hrósuðu í dag sigri vegna forsetakosninganna í Íran í gær. Kjörsókn var aðeins 48,8 prósent og hefur aldrei verið minni. Stjórnarandstæðingar í útlöndum höfðu hvatt landa sína til að sniðganga kosningarnar. Þeir telja að kjörsókn hafi verið enn minni en opinberar tölur segja til um.
19.06.2021 - 15:18
Erlent · Asía · Stjórnmál · Íran
Raisi fagnar sigri í forsetakosningum í Íran
Ebrahim Raisi telst réttkjörinn forseti múslímska lýðveldisins Írans en hann hlýtur um 62% greiddra atkvæða. Áður en úrslit lágu fyrir var Raisi hylltur sem sigurvegari jafnt af fráfarandi forseta og andstæðingum hans sem viðurkenndu ósigur.
Stefnir í innan við 40% kjörsókn í Íran
Kjörstöðum í Íran hefur verið lokað og talning hafin í forsetakosningum þar sem talið er líklegast að íhaldsmaðurinn Ebrahim Raisi sigri. Áhugi á kosningunum virðist í minna lagi meðal kjósenda.
18.06.2021 - 23:37
Líklegast að íhaldsamur klerkur verði forseti Írans
Búist er við að kjörsókn í forsetakosningum í Íran í dag föstudag, verði mjög lítil. Kjörstaðir verða opnaðir klukkan sjö að staðartíma og verða opnir til miðnættis og jafnvel tveimur klukkustundum lengur sumstaðar. Líklegast er talið að Íranir velji sér íhaldsaman klerk sem forseta.
18.06.2021 - 02:30
Íranir kjósa forseta næstkomandi föstudag
Íranskir kjósendur velja sér nýjan forseta á föstudaginn kemur. Stjórnmálaskýrendur telja líklegt að íhaldsmaðurinn Ebrahim Raisi hafi betur gegn Hassan Rouhani sitjandi forseta. Sjö eru í framboði.
Kennsl borin á barnslík sem rak á land í Noregi
Lík barns sem rak á land á suðvesturströnd Noregs á nýársdag var af hinum fimmtán mánaða gamla Artin sem drukknaði ásamt foreldrum sínum og tveimur systkinum, sex og níu ára, á milli Englands og Frakklands í október. Lögregluyfirvöld í Noregi greindu frá þessu í dag.
07.06.2021 - 20:30
Viðræður Bandaríkjanna og Írans í hættu
Mögulegar viðræður um endurkomu Bandaríkjanna að kjarnorkusáttmálanum við Íran eru í mikilli óvissu eftir að ekki náðist samkomulag á milli Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar, IAEA, og Írans um áframhaldandi eftirlit.
24.05.2021 - 02:50
Andlát sendiráðsstarfsmanns í Íran rannsakað
Rannsókn er hafin á andláti starfsmanns svissneska sendiráðsins í Teheran. Lík starfsmannsins fannst við íbúðablokk, þaðan sem talið er að hann hafi fallið af sautjándu hæð.
05.05.2021 - 06:05
Bresk-írönsk kona dæmd fyrir áróður gegn Íransstjórn
Forsætisráðherra Bretlands gagnrýnir harðlega fangelsisdóm yfir bresk-íranskri konu í Íran. Hún var í dag dæmd í árs fangelsi fyrir að reka áróður gegn stjórnvöldum. Bretar hyggjast gera allt til að fá hana lausa.
26.04.2021 - 21:18
Mótmæla kjöri Írans í nefnd um réttindi kvenna
Mannréttindasamtök mótmæla því að Íran hafi í vikunni verið kosið til setu í nefnd Sameinuðu þjóðanna um réttindi kvenna. Samtök kvenna af írönskum uppruna segja niðurstöðuna vera vanvirðingu við konur sem daglega verði fyrir mismunun í Íran.
24.04.2021 - 12:11
Jákvæðar horfur í viðræðum í Vín
Bandaríkjastjórn hefur fært stjórnvöldum í Íran lista yfir þær viðskiptaþvinganir sem ríkið er tilbúið að aflétta við endurkomuna inn í kjarnorkusáttmála stórveldanna við Íran. AFP fréttastofan hefur þetta eftir hátt settum manni í Bandaríkjastjórn. 
22.04.2021 - 02:08
Íranir heita hefndum gegn Ísrael
Mohammad Javad Zarif, utanríkisráðherra Írans, heitir hefndum gegn Ísrael vegna netárásar ríkisins á kjarnorkuver í Íran. Ríkisfréttastofa Írans hefur eftir Zarif að árangursríkar samningaviðræður ríkisins í áttina að afléttingu viðskiptaþvingana veki reiði meðal Ísraels.
13.04.2021 - 04:50
Ísraelsk netárás á kjarnorkuver í Íran
Ísraelsk netárás olli bilun í Natanz-kjarnorkuverinu í Íran í gær. Þetta var fullyrt í ríkisútvarpi Írans í gær og New York Times kveðst hafa fengið þetta staðfest frá leyniþjónustumönnum bæði í Bandaríkjunum og Ísrael.
12.04.2021 - 05:46
Hryðjuverk en ekki óhapp í kjarnorkuverinu
Kjarnorkustofnun Írans, IAEO, segir að Natanz kjarnorkuverið hefði orðið fyrir hryðjuverkaárás. Fyrr í dag greindi stofnunin frá því að óhapp hefði orsakað rafmagnsbilun í kjarnorkuverinu.
11.04.2021 - 16:28
Greint frá óhappi í nýju kjarnorkuveri Írans
Óhapp varð í kjarnorkuveri í Íran í morgun. Engan sakaði þó og ekkert skemmdist að sögn Fars fréttastofunar. Behrouz Kamalvandi, talsmaður kjarnorkustofnunar Írans segir að óhapp hafi orðið í rafrás í Natanz kjarnorkuverinu.
11.04.2021 - 07:29
Erlent · Asía · Íran · kjarnorka
Bandaríkin bíða eftir mótsvari Írans
Bandaríkjastjórn hefur borið mjög alvarlegar hugmyndir á borð til að endurvekja kjarnorkusáttmála stórveldanna við Íran. Nú bíða þau eftir mótsvari af sama alvarleika. Þetta hefur AFP fréttastofan eftir ónefndum embættismanni í Bandaríkjastjórn.
10.04.2021 - 00:53
Jákvæðar viðræður stórveldanna við Íran
Íran og stórveldin sem enn eiga aðild að kjarnorkusáttmála við Íran héldu árangursríkan fund í Vín í Austurríki í gær, að sögn þeirra sem fundinn sátu. Al Jazeera hefur eftir Abbas Araghchi, leiðtoga samninganefndar Írans í Vín, að viðræðurnar hafi verið uppbyggilegar og þeim verði fram haldið á föstudag. Ríkin halda þá áfram að leita leiða til þess að endurvekja sáttmálann sem Bandaríkin drógu sig einhliða úr í maí árið 2018.
07.04.2021 - 06:56
Íran og Kína undirrita 25 ára samstarfssamning
Utanríkisráðherrar Kína og Írans undirrituðu í gær samstarfssamning á milli ríkjanna til 25 ára. Samningsgerðin hófst eftir opinbera heimsókn Xi Jinping, forseta Kína, til Írans árið 2016. Samþykkt var að meira en tífalda viðskipti á milli ríkjanna á næsta áratug.
28.03.2021 - 07:49
Erlent · Asía · Stjórnmál · Íran · Kína