Færslur: Íran

Íranir heita hefndum gegn Ísrael
Mohammad Javad Zarif, utanríkisráðherra Írans, heitir hefndum gegn Ísrael vegna netárásar ríkisins á kjarnorkuver í Íran. Ríkisfréttastofa Írans hefur eftir Zarif að árangursríkar samningaviðræður ríkisins í áttina að afléttingu viðskiptaþvingana veki reiði meðal Ísraels.
13.04.2021 - 04:50
Ísraelsk netárás á kjarnorkuver í Íran
Ísraelsk netárás olli bilun í Natanz-kjarnorkuverinu í Íran í gær. Þetta var fullyrt í ríkisútvarpi Írans í gær og New York Times kveðst hafa fengið þetta staðfest frá leyniþjónustumönnum bæði í Bandaríkjunum og Ísrael.
12.04.2021 - 05:46
Hryðjuverk en ekki óhapp í kjarnorkuverinu
Kjarnorkustofnun Írans, IAEO, segir að Natanz kjarnorkuverið hefði orðið fyrir hryðjuverkaárás. Fyrr í dag greindi stofnunin frá því að óhapp hefði orsakað rafmagnsbilun í kjarnorkuverinu.
11.04.2021 - 16:28
Greint frá óhappi í nýju kjarnorkuveri Írans
Óhapp varð í kjarnorkuveri í Íran í morgun. Engan sakaði þó og ekkert skemmdist að sögn Fars fréttastofunar. Behrouz Kamalvandi, talsmaður kjarnorkustofnunar Írans segir að óhapp hafi orðið í rafrás í Natanz kjarnorkuverinu.
11.04.2021 - 07:29
Erlent · Asía · Íran · kjarnorka
Bandaríkin bíða eftir mótsvari Írans
Bandaríkjastjórn hefur borið mjög alvarlegar hugmyndir á borð til að endurvekja kjarnorkusáttmála stórveldanna við Íran. Nú bíða þau eftir mótsvari af sama alvarleika. Þetta hefur AFP fréttastofan eftir ónefndum embættismanni í Bandaríkjastjórn.
10.04.2021 - 00:53
Jákvæðar viðræður stórveldanna við Íran
Íran og stórveldin sem enn eiga aðild að kjarnorkusáttmála við Íran héldu árangursríkan fund í Vín í Austurríki í gær, að sögn þeirra sem fundinn sátu. Al Jazeera hefur eftir Abbas Araghchi, leiðtoga samninganefndar Írans í Vín, að viðræðurnar hafi verið uppbyggilegar og þeim verði fram haldið á föstudag. Ríkin halda þá áfram að leita leiða til þess að endurvekja sáttmálann sem Bandaríkin drógu sig einhliða úr í maí árið 2018.
07.04.2021 - 06:56
Íran og Kína undirrita 25 ára samstarfssamning
Utanríkisráðherrar Kína og Írans undirrituðu í gær samstarfssamning á milli ríkjanna til 25 ára. Samningsgerðin hófst eftir opinbera heimsókn Xi Jinping, forseta Kína, til Írans árið 2016. Samþykkt var að meira en tífalda viðskipti á milli ríkjanna á næsta áratug.
28.03.2021 - 07:49
Erlent · Asía · Stjórnmál · Íran · Kína
Neita að hafa skotið á ísraelskt skip
Utanríkisráðuneytið í Íran vísaði í dag eindregið á bug ásökunum stjórnvalda í Ísrael um að Íranar hefðu ráðist á ísraelskt skip á Ómanflóa. Skipið, Helios Ray, varð fyrir sprengjuárás þar sem það var á leið frá Dúbaí til Singapúr. Tvö göt komu á síðu skipsins. Engan í áhöfninni sakaði.
01.03.2021 - 08:54
Árásin skýr skilaboð frá Biden
Joe Biden sagði blaðamönnum vestanhafs í gær að loftárásir Bandaríkjahers í Sýrlandi á fimmtudagskvöld ættu að vera Írönum víti til varnaðar. Árásirnar voru gerðar á vígahreyfingar sem studdar eru af stjórnvöldum í Teheran.
27.02.2021 - 03:01
Bandaríkjaher gerir loftárás í Sýrlandi
Bandaríkjaher gerði í kvöld loftárás á mannvirki í Sýrlandi sem vígamenn eru sagðir nota sem bækistöðvar sínar. Vígahreyfingin er sögð njóta stuðnings íranskra stjórnvalda.
26.02.2021 - 01:25
Íranir hefta aðgang eftirlitsmanna að kjarnorkuverum
Stjórnvöld í Íran greindu frá því í gær að þau væru byrjuð að hefta aðgang sérfræðinga Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar að kjarnorkuverum landsins. Bretar, Frakkar og Þjóðverjar lýstu þungum áhyggjum af ákvörðuninni og lögðu áherslu á hættuna sem gæti fylgt henni.
24.02.2021 - 03:53
Bandaríkin greiða leið að viðræðum við Íran
Bandaríkjastjórn er tilbúin til viðræðna um endurreisn kjarnorkusáttmálans við Íran. Hún tilkynnti jafnframt að fullyrðingar fyrrverandi forseta um nýjar viðskiptaþvinganir Sameinuðu þjóðanna gegn Íran ættu ekki við rök að styðjast.
18.02.2021 - 23:56
Bensínlítri hefur hækkað um nærri 11 krónur undanfarið
Bensínverð á Íslandi hefur hækkað um allt að 11 krónur síðustu vikur og dísilolía um 9 krónur lítrinn. Þetta kemur fram á vef FÍB. Skýringa er að leita á hráolíumarkaðinum en verð á Brent hráolíu var í upphafi vikunnar það hæsta sem sést hefur í meira en eitt ár.
17.02.2021 - 09:15
Erlent · Innlent · Neytendamál · Bensín · eldsneytisverð · FÍB · Jemen · Sádi Arabía · Íran · OPEC · Olíuverð · umferð
Enn eitt brot Írana á kjarnorkusáttmála
Íranir eru byrjaðir að framleiða úran-málm, sem er enn eitt brotið á kjarnorkusáttmála ríkisins við stórveldin frá árinu 2015. Kjarnorkueftirlitsstofnun Sameinuðu þjóðanna staðfesti þetta í gær. 
11.02.2021 - 04:50
Bólusetning er hafin í Íran
Bólusetningarherferð gegn kórónuveirunni hófst í Íran í dag. Læknar og hjúkrunarfræðingar við Imam Khomeini sjúkrahúsið í Teheran fengu fyrstu skammtana. Hassan Rouhani forseti sagði þegar hann tilkynnti að herferðin væri hafin að í hana væri ráðist í minningu alls heilbrigðisstarfsfólks sem hefði dáið píslarvættisdauða í faraldrinum.
09.02.2021 - 13:35
Zarif brýnir Biden til að afnema refsiaðgerðir
Mohammad Javad Zarif, utanríkisráðherra Írans, brýnir Joe Biden, Bandaríkjaforseta, til að aflétta refsiaðgerðum og endurnýja aðild Bandaríkjanna að kjarnorkusamkomulaginu frá 2015 hið allra fyrsta. Zarif segir lítinn tíma til stefnu ef koma á í veg fyrir að Íranar setji enn meiri kraft í auðgun úrans, sem þeir auðga nú þegar í meiri mæli en samkomulagið leyfir.
07.02.2021 - 01:39
Býðst til að hafa milligöngu í viðræðum við Íran
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, býðst til að hafa milligöngu í viðræðum Bandaríkjamanna og Írans um kjarnorkusamning stórveldanna og stjórnvalda í Teheran frá 2015.
05.02.2021 - 09:13
Íranskur diplómati í 20 ára fangelsi fyrir samsæri
Belgískur dómstóll dæmdi í gær íranskan diplómata í 20 ára fangelsi fyrir aðild að samsæri um hryðjuverk sem fremja átti í Frakklandi 2018. Ætlað skotmark hryðjuverkamannanna var hópur útlægra Írana, sem kom saman til fundarhalda nærri París.
05.02.2021 - 03:46
Vill að ESB miðli málum á milli Bandaríkjanna og Írans
Javad Zarif, utanríkisráðherra Írans, vill að Evrópusambandið leiði viðræður um endurkomu Bandaríkjanna að kjarnorkusáttmálanum við Íran. Bæði Bandaríkjastjórn og stjórnvöld í Teheran segjast reiðubúin að ganga aftur til samninga, en hvorugt ríkjanna vill taka fyrsta skrefið.
02.02.2021 - 01:45
Íranir vilja Sáda ekki að samningaborðinu
Íranir þvertaka fyrir nýjar samningaviðræður eða að bæta við aðildarríkjum í kjarnorkusáttmála sinn við stórveldin. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, viðraði þá skoðun sína nýlega að Sádi-Arabar ættu að taka þátt í nýjum viðræðum.
31.01.2021 - 06:44
Olíuskip færð til hafnar í Indónesíu
Strandgæslan í Indónesíu hefur fært til hafnar tvö olíuskip sem staðin voru að verki við að dæla olíu úr öðru skipinu yfir í hitt. Yfir sextíu skipverjar eru í haldi.
25.01.2021 - 08:54
Erlent · Asía · Indónesía · Íran · Panama
Segir Biden eiga næsta leik
Hassan Rouhani, forseti Írans, hvatti í morgun Joe Biden, verðandi forseta Bandaríkjanna, til að ganga á ný inn í kjarnorkusamkomulag stórveldanna og stjórnvalda í Teheran og aflétta refsiaðgerðum gegn Íran. 
20.01.2021 - 08:43
Le Drian hefur áhyggjur af Íran
Franski utanríkisráðherrann Jean Yves Le Drian hefur áhyggjur af því að Íranir séu að koma sér upp kjarnvopnum. Hann kallar eftir því að stjórnvöld í Teheran og Washington taki aftur upp kjarnorkusamninginn frá árinu 2015.
17.01.2021 - 04:45
Íran eykur auðgun úrans
Íran er byrjað að auðga úran upp að 20 prósentum, samkvæmt talsmanni kjarnorkuframleiðslu í landinu. „Klukkan sjö í gærkvöldi náðum við upp í 20%,“ sagði Behrouz Kamalavandi í íranska ríkissjónvarpinu í gær.
05.01.2021 - 07:25
Tíu fórust í óveðri á fjöllum, sjö saknað á Persaflóa
Minnst tíu fjallgöngumenn fórust í óveðri í fjöllunum norður af Teheran, höfuðborg Írans í gær og dag, og nokkurra er saknað. Þá stendur yfir leit að sjö manna áhöfn skips sem fór á hliðina í stormi á Persaflóa. Íranskir ríkisfjölmiðlar greina frá þessu.
27.12.2020 - 01:30
Erlent · Asía · Veður · Íran · Sjóslys