Færslur: Íran

Le Drian hefur áhyggjur af Íran
Franski utanríkisráðherrann Jean Yves Le Drian hefur áhyggjur af því að Íranir séu að koma sér upp kjarnvopnum. Hann kallar eftir því að stjórnvöld í Teheran og Washington taki aftur upp kjarnorkusamninginn frá árinu 2015.
17.01.2021 - 04:45
Íran eykur auðgun úrans
Íran er byrjað að auðga úran upp að 20 prósentum, samkvæmt talsmanni kjarnorkuframleiðslu í landinu. „Klukkan sjö í gærkvöldi náðum við upp í 20%,“ sagði Behrouz Kamalavandi í íranska ríkissjónvarpinu í gær.
05.01.2021 - 07:25
Tíu fórust í óveðri á fjöllum, sjö saknað á Persaflóa
Minnst tíu fjallgöngumenn fórust í óveðri í fjöllunum norður af Teheran, höfuðborg Írans í gær og dag, og nokkurra er saknað. Þá stendur yfir leit að sjö manna áhöfn skips sem fór á hliðina í stormi á Persaflóa. Íranskir ríkisfjölmiðlar greina frá þessu.
27.12.2020 - 01:30
Erlent · Asía · Veður · Íran · Sjóslys
Íran
Fylgja kjarnorkusamningi snúi Bandaríkin við blaðinu
Ef Bandaríkin gerast aðili að kjarnorkusamkomulagi stórveldanna og Írans á nýjaleik munu Íranar fara í einu og öllu að skilmálum samkomulagsins strax frá fyrstu stundu. Þetta sagði Hassan Rouhani Íransforseti á fréttamannafundi í gær, aðspurður um mögulega stefnubreytingu stjórnvalda í Washington og Teheran í kjölfar embættistöku Joes Bidens í janúar.
15.12.2020 - 02:25
3.300 manna ráðstefnu aflýst vegna aftöku blaðamanns
Stórri viðskiptaráðstefnu evrópskra og íranskra fyrirtækja og stofnana sem hefjast átti í dag og standa fram á miðvikudag var frestað í gær, innan við sólarhring áður en hún átti að hefjast. Ástæðan er aftaka íranskra yfirvalda á blaða- og baráttumanninum Ruhollah Zam á laugardag, þótt skipuleggjendur hafi ekki tilgreint hana er þeir blésu ráðstefnuna af.
14.12.2020 - 05:35
Ísraelskir borgarar varaðir við ógn af hálfu Írans
Ísraelskir borgarar í útlöndum eru varaðir við að þeim gæti staðið ógn af írönskum útsendurum. Ísraelska utanríkisráðuneytið gaf fyrr í dag út viðvörun þessa efnis eftir að Íranir hótuðu að hefna morðsins á Mohsen Fakhrizadeh, fremsta kjarnorkuvísindamanni landsins.
Staðfest smit í Íran ríflega ein milljón
Staðfest kórónuveirusmit í Íran eru komin yfir eina milljón. Heilbrigðisráðuneyti landsins greindi frá þessu í morgun.
03.12.2020 - 11:19
Sakar Ísraela um að myrða Írana fyrir Bandaríkjastjórn
Hassan Rouhani, forseti Írans, sakar Ísraela um að gegna hlutverki málaliða fyrir Bandaríkjastjórn, þegar útsendarar ísraelsku leyniþjónustunnar Mossad réðu Mohsen Gakhrizadeh, helsta kjarneðlisfræðing Írana, af dögum í gær. Rouhani sendi frá sér yfirlýsingu þessa efnis á vefsíðu forsetaembættisins í morgunsárið.
28.11.2020 - 07:24
„Faðir írönsku kjarnorkusprengjunnar“ myrtur
Fremsti kjarnorkuvísindamaður Írans, Mohsen Fakhrizadeh að nafni, var ráðinn af dögum í dag. Hann var yfirmaður rannsókna- og þróunarstofnun íranska varnarmálaráðuneytisins.
27.11.2020 - 15:57
Ísraelskar herþotur gerðu árás í Sýrlandi
Ísraelski herinn gerði loftárásir á írönsk og sýrlensk skotmörk innan landamæra Sýrlands í nótt. Í yfirlýsingu frá yfirstjórn hersins segir að ástæða árásanna hafi verið að sprengiefni fannst meðfram landamærunum að Ísrael.
18.11.2020 - 02:54
Fréttir af morði í Teheran „uppspuni í Hollywood-stíl“
Stjórnvöld í Íran segja ekkert hæft í frétt bandaríska blaðsins New York Times um að ísraelskir leyniþjónustumenn hafi myrt háttsettan leiðtoga al-Kaída á götum Teherans í sumar, að undirlagi bandarískra yfirvalda. Í yfirlýsingu íranska utanríkisráðuneytisins, sem birt var skömmu eftir að New York Times birti frétt sína af málinu, eru bandarískir fjölmiðlar varaðir við því að falla fyrir frásögnum bandarískra og ísraelskra embættismanna „í Hollywood-stíl."
15.11.2020 - 07:29
Ísraelar myrtu Al-Kaída-mann í Íran fyrir Bandaríkin
Útsendarar ísraelsku leyniþjónustunnar Mossad myrtu háttsettan leiðtoga hryðjuverkanetsins Al-Kaída á götu í Teheran, höfuðborg Írans í ágúst síðastliðnum, að undirlagi bandarískra stjórnvalda. Með honum var dóttir hans, sem líka var skotin til bana. Þetta hefur New York Times eftir ónafngreindum heimildarmönnum innan bandarísku leyniþjónustunnar.
14.11.2020 - 07:16
Yfir þrjú hundruð létust í Íran
Heilbrigðisráðuneytið í Íran greindi frá því í dag að 337 sjúklingar hefðu látist af völdum COVID-19 í landinu síðastliðinn sólarhring. Þeir hafa ekki verið fleiri á einum sólarhring frá því að fyrstu kórónuveirusmitin komu upp í febrúar. Yfir fjögur þúsund nýsmit greindust síðastliðinn sólarhring. Þau eru orðin hátt í 535 þúsund. Ekkert land í Miðausturlöndum hefur farið jafn illa út úr heimsfaraldrinum og Íran.
19.10.2020 - 17:51
Óttast að átökin breiðist út
Bandaríkjamenn, Frakkar og Rússar reyna nú að miðla málum í deilum Armeníu og Aserbaísjan. Forseti Írans telur hættu á að átökin breiðist út til grannríkja.
08.10.2020 - 12:01
Bandaríkin ætla að endurvekja viðskiptaþvinganir á Íran
Bandaríkjastjórn hyggst leggja umdeildar viðskiptaþvinganir að nýju á Íran. Þessu lýsti Mike Pompeo utanríkisráðherra einhliða yfir í gær.
Aftaka glímukappa fordæmd
Glímumeistarinn Navid Afkari var tekinn af lífi í Íran í gær. Hann var dæmdur fyrir morð á öryggisverði í mótmælum gegn stjórnvöldum árið 2018. Hinn 27 ára Afkari var drepinn í gærmorgun í samráði við fjölskyldu fórnarlambsins að sögn íranskra fjölmiðla.
13.09.2020 - 06:29
Microsoft kom í veg fyrir árásir á Trump og Biden
Hugbúnaðarfyrirtækið Microsoft greindi frá því í gær að það hafi komið í veg fyrir netárásir gegn báðum forsetaframboðum í Bandaríkjunum frá Kína, Rússlandi og Íran. 
Íran samþykkir að hleypa eftirlitsmönnum inn í landið
Stjórnvöld í Íran ætla að leyfa eftirlitsmönnum frá Alþjóðakjarnorkumálastofnuninni, IAEA, að fá aðgang að þeim svæðum sem stofnunin hefur haft hug á að rannsaka í landinu. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu frá stjórnvöldum í Teheran og IAEA sem gefin var út í dag.
26.08.2020 - 14:24
Öryggisráðið stöðvaði Bandaríkin
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kom í veg fyrir að Bandaríkin gætu lagt alþjóðlegar viðskiptaþvinganir á Íran með umdeildri aðferð. Forseti ráðsins segir það ekki í þeirri stöðu að geta gripið til frekari aðgerða gegn Íran. Ekki sé næg samstaða á allsherjarþinginu til þess. 
Trump boðar harðar aðgerðir gegn Íran
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hét því á blaðamannafundi í gær að koma viðskiptarefsingum Sameinuðu þjóðanna gegn Íran aftur í gildi. Til þess ætlar hann að beita umdeildri aðferð. Eftir að tillögu Bandaríkjastjórnar um áframhaldandi bann við vopnasölu til Írans var hafnað í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í vikunni bjuggust sérfræðingar við því að hún gripi til svokallaðs afturhvarfs.
16.08.2020 - 06:43
Írönsk olíuskip stöðvuð á leið til Venesúela
Bandarísk yfirvöld segjast hafa stöðvað fjögur írönsk olíuflutningaskip á leið til Venesúela. Um 1,1 milljón olíutunna voru um borð og eru nú í vörslu yfirvalda, hefur fréttastofa BBC eftir yfirlýsingu bandaríska dómsmálaráðuneytisins.  Lagt var hald á olíubirgðirnar þar sem sendingin stangaðist á við viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna í garð Venesúela.
15.08.2020 - 02:13
Öryggisráðið hafnar framlengingu vopnasölubanns
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafnaði tillögu Bandaríkjastjórnar um framlengingu á banni við vopnasölu til Írans. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, greindi frá þessu í kvöld. Hann sagði í yfirlýsingu að það væri óafsakanlegt af hálfu öryggisráðsins að bregðast ekki við af fullri hörku til að verja frið og öryggi á alþjóðavísu.
14.08.2020 - 23:47
Sögulegar sættir eða svik við Palestínumenn?
Viðbrögð heimsbyggðarinnar við samkomulagi Ísraela og Sameinuðu arabísku furstadæmanna í gær eru með ýmsum hætti.
Macron varar Írani við afskiptum af málefnum Líbanon
Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur varað Írani við afskiptum af innanlandsmálum Líbanons. Ríkisstjórn Mósambík ber jafnframt af sér allar sakir um ábyrgð á vörslu sprengifima efnisins í Beirút.
Íranir bjartsýnir á afléttingu vopnasölubanns
Hassan Rouhani Íransforseti kveðst vongóður um að ekkert verði af tillögu Bandaríkjanna í öryggisráði SÞ um framlengingu vopnasölubanns til Írans. Forsetinn varar við afleiðingum stuðnings ráðsins við hugmyndina.