Færslur: Írak

Átta fórust í eldflaugaáras Tyrkja á Kúrdistan
Minnst átta fórust í eldflaugaárás á íbúðabyggð í Kúrdistan, sjálfstjórnarhéraði Kúrda í norðanverðu Írak á miðvikudag. Haft er eftir heilbrigðisstarfsmanni á vettvangi að tvö börn séu á meðal hinna föllnu. Stjórnvöld í Írak saka Tyrki um að hafa framið árásina, en Tyrkir sverja hana af sér og segja hryðjuverkamenn hafa verið að verki.
21.07.2022 - 00:53
Afstýrðu morðtilræði við George W. Bush
Bandaríska alríkislögreglan FBI afstýrði morðtilræði gegn George W. Bush, fyrrverandi Bandaríkjaforseta og handtók mann sem grunaður er um að hafa lagt á ráðin um fyrirhugað ódæði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bandaríska dómsmálaráðuneytinu.
Ástralir leggjast ekki gegn framsali Assanges
Áströlsk stjórnvöld leggjast ekki gegn því að Julian Assange, stofnandi Wikileaks, verði framseldur til Bandaríkjanna. Fjármálaráðherra Ástralíu kveðst hafa fulla trú á bresku réttarkerfi.
Eldflaugum skotið að Arbil í Kúrdistan
Nokkrum eldflaugum var skotið í dögun að Arbil, höfuðstað sjálfstjórnarhéraðs Kúrda í norðurhluta Íraks. Enginn virðist hafa særst í árásinni. Flaugunum var skotið úr austri utan landamæra Íraks og Kúrdistan.
13.03.2022 - 03:05
Metfjöldi flóttafólks sigldi yfir Ermarsund árið 2021
Metfjöldi flótta- og farandfólks fór yfir Ermarsund til Bretlands á síðasta ári eða yfir 28 þúsund. Það er þrefaldur fjöldi ársins 2020. Langflest lögðu í siglinguna á litlum kænum og sum komust aldrei á áfangastað.
Milljarða stríðsskaðabætur greiddar að fullu
Stjórnvöld í Írak hafa innt af hendi síðustu greiðslu stríðsskaðabóta til Kúveit. Þrjátíu og eitt ár er frá því Saddam Hussein, sem þá réð ríkjum í landinu, réðst inn í Kúveit og hratt af stað fyrsta Persaflóastríðinu.
23.12.2021 - 14:01
Tveimur eldflaugum skotið að græna svæðinu í Bagdad
Tveimur eldflaugum var skotið í nótt að græna svæðinu svokallaða í Bagdad, höfuðborg Íraks. Þar er mikil öryggisgæsla þar sem ráðuneyti, stofnanir og fjölda erlendra sendiráða er þar að finna.
19.12.2021 - 03:25
Írakar fljúga sínu fólki heim frá Hvíta Rússlandi
Írakar hafa sótt þúsundir írakskra flóttamanna til Hvíta Rússlands og flogið þeim aftur heim til Íraks. Rússneska fréttastofan Tass greinir frá þessu og vísar í upplýsingar frá írakska utanríkisráðuneytinu. Ráðuneytið upplýsir að íröksk yfirvöld hafi notað níu farþegaþotur til að sækja rúmlega 3.500 Íraka, sem safnast höfðu saman við landamæri Hvíta Rússlands að Póllandi, Lettlandi og Litáen.
Írakar sækja flóttafólk að landamærum Evrópusambandsins
Stjórnvöld í Írak senda tvær flugvélar til að sækja flóttamenn sem eru í sjálfheldu á landamærum Hvíta Rússlands og Póllands. Önnur hefur þegar lent í Írak með nokkurn fjölda innanborðs. Þetta kemur fram í sameiginlegri tilkynningu samgöngu- og utanríkisráðherra Íraks.
26.11.2021 - 02:09
„Kraftaverki líkast að hafa lifað af“
Leigubílstjórinn sem komst lífs af þegar sprengja sprakk í bíl hans fyrir utan Kvennaspítala í Liverpool segir kraftaverki líkast að hann lifði af. Hann er hylltur sem hetja því tilræðið hefði geta kostað mikið manntjón.
21.11.2021 - 23:09
Segir 7 þúsund hælisleitendur vera í Hvíta-Rússlandi
Talsmaður forsetaembættisins í Hvíta-Rússlandi segir að um það bil sjö þúsund erlendir hælisleitendur séu í landinu um þessar mundir. Tvö þúsund eru við pólsku landamærin og freista þess að komast yfir til Evrópusambandsríkja.
18.11.2021 - 14:14
Myndskeið
Hvít-Rússar gagnrýna framferði Pólverja
Stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi saka Pólverja um að æsa til ófriðar á landamærum ríkjanna með því að beita táragasi og háþrýstidælum á hælisleitendur. Talið er að um fjögur þúsund manns séu þar og bíði færis að komast til Póllands og þaðan til annarra Evrópuríkja.
16.11.2021 - 17:26
Meinað að fljúga frá Tyrklandi til Hvíta-Rússlands
Ríkisflugfélag Hvíta-Rússlands tilkynnti í morgun að Sýrlendingar, Írakar og Jemenar fái ekki að koma til landsins í flugi frá Tyrklandi. Þetta er gert að beiðni tyrkneskra stjórnvalda hefur AFP fréttastofan eftir tilkynningunni.
12.11.2021 - 10:01
Heitir aðstoð við rannsókn árásarinnar á Kadheimi
Joe Biden Bandaríkjaforseti fordæmdi í dag atlöguna að Mustafa al-Kadhemi forsætisráðherra Íraks. Biden hét aðstoð bandarískra öryggissveita við að hafa uppi á hinum seku.
07.11.2021 - 23:24
Forsætisráðherra Íraks heill á húfi eftir drónaárás
Mustafa al-Kadhemi forsætisráðherra Íraks slapp óskaddaður frá drónaárás á opinbert aðsetur hans á svokölluðu grænu svæði í höfuðborginni Bagdad nú í nótt.
07.11.2021 - 02:29
Dæmd fyrir að horfa upp á fimm ára barn deyja úr þorsta
Þrítug þýsk kona, fyrrum liðsmaður hryðjuverkasamtakanna Íslamska ríkisins, var í Frankfurt í morgun dæmd í tíu ára fangelsi fyrir aðild sína að morði á fimm ára Yazidi-stúlku árið 2015. Stúlkan var ásamt móður sinni ambátt á heimili konunnar og eiginmanns hennar í Írak.
25.10.2021 - 10:47
Fleiri en þrjú þúsund keppast um 329 þingsæti í Írak
Þingkosningar standa nú yfir í Írak og eru kjörstaðir opnir til klukkan þrjú að íslenskum tíma. Þær áttu ekki að fara fram fyrr en á næsta ári en þeim var flýtt vegna fjöldamótmæla gegn stjórnvöldum sem voru aðallega leidd af ungu fólki.
10.10.2021 - 12:20
Norska lögreglan gerir hundruð fornmuna upptæk
Efnahagsbrotalögregla í Noregi gerði húsleit í síðustu viku hjá kaupsýslumanninum Martin Schøyen sem er ákafur safnari fornra muna. Ástæða húsleitarinnar er að hann var talinn hafa í fórum sínum hluti sem ættu betur heima annars staðar.
04.09.2021 - 02:55
Kallar Bandaríkjaher heim frá Írak -- en þó ekki
Hlutverk Bandaríkjahers í Írak mun breytast nokkuð frá áramótum, samkvæmt samkomulagi ríkjanna sem kynnt var á fréttamannafundi eftir viðræður Joes Bidens, Bandaríkjaforseta, og Mustafas al-Kadhimis í Hvíta húsinu í gær. Fjöldi bandarískra hermanna í landinu mun þó að líkindum ekki breytast til muna.
27.07.2021 - 01:27
Íslamska ríkið varð tugum að bana í Bagdad
Hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki lýstu í gærkvöld á hendur sér mannskæðri sjálfsmorðssprengjuárás á markaði í Bagdad, höfuðborg Íraks, í gær. Nærri þrjátíu féllu í árásinni samkvæmt heimildum AFP-fréttastofunnar. Í yfirlýsingu vígahreyfingarinnar segir að yfir þrjátíu hafi fallið í árásinni og 35 til viðbótar hafi særst.
20.07.2021 - 03:47
Yfir 50 fórust þegar COVID-deild sjúkrahúss varð alelda
Minnst 52 létust og 22 slösuðust í miklum eldsvoða á sjúkrahúsi í íröksku borginni Nasiriyah á mánudag, samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum. Eldurinn kom upp á einangrunardeild fyrir COVID-19 sjúklinga á Al-Hussein sjúkrahúsinu síðla dags. AFP-fréttastofan hefur eftir heimildarmanni á vettvangi að súrefniskútar hafi sprungið í eldinum, sem skýri hversu mikill hann varð og hve hratt hann breiddist út um deildina alla.
13.07.2021 - 01:35
Erlent · Asía · Írak
Flugskeytum skotið að sendiráði Bandaríkjanna í Bagdad
Þremur flugskeytum var skotið að sendiráði Bandaríkjanna í Bagdad aðfaranótt fimmtudags. Íraksher greinir frá þessu. Flugskeytin náðu þó ekki að sendiráðinu en lentu annars staðar á hinu svokallaða græna svæði í borginni, þar sem sendiráð og alþjóðastofnanir eru til húsa og öryggisgæsla er mikil. Ekki hlaust manntjón af árásinni og ekki er getið um meiðsli að heldur.
08.07.2021 - 03:41
Rafmagnsleysi og hitabylgja í Írak
Mótmæli brutust út í dag í Bagdad, höfuðborg Íraks, og víðar um landið vegna rafmagnsleysis. Rafkerfið í landinu er í lamasessi. Ráðherra rafmagnsmála sagði af sér fyrr í þessari viku vegna ástandsins. Hitabylgja er í landinu.
02.07.2021 - 16:28
Bandarískar loftárásir á skotmörk í Sýrlandi og Írak
Minnst fimm létust í loftárásum Bandaríkjahers í Írak og Sýrlandi á sunnudagskvöld. Í tilkynningu frá bandaríska varnarmálaráðuneytinu segir að árásirnar hafi beinst gegn uppreisnarsveitum sem njóta stuðnings Írana, og gerðar samkvæmt fyrirmælum Joes Biden, Bandaríkjaforseta. Þær séu viðbragð Bandaríkjahers við drónáárásum uppreisnarhópanna á bandaríska hermenn og bækistöðvar þeirra í Írak að undanförnu.
28.06.2021 - 00:45
Írönsku kjarnorkuveri lokað af tæknilegum orsökum
Starfsemi Bushehr kjarnorkuversins í Íran hefur verið stöðvuð tímabundð af tæknilegum orsökum. Það hefur því látið af rafmagnsframleiðslu meðan á lokuninni stendur.
21.06.2021 - 06:33