Færslur: Írak

Írakar sækja flóttafólk að landamærum Evrópusambandsins
Stjórnvöld í Írak senda tvær flugvélar til að sækja flóttamenn sem eru í sjálfheldu á landamærum Hvíta Rússlands og Póllands. Önnur hefur þegar lent í Írak með nokkurn fjölda innanborðs. Þetta kemur fram í sameiginlegri tilkynningu samgöngu- og utanríkisráðherra Íraks.
26.11.2021 - 02:09
„Kraftaverki líkast að hafa lifað af“
Leigubílstjórinn sem komst lífs af þegar sprengja sprakk í bíl hans fyrir utan Kvennaspítala í Liverpool segir kraftaverki líkast að hann lifði af. Hann er hylltur sem hetja því tilræðið hefði geta kostað mikið manntjón.
21.11.2021 - 23:09
Segir 7 þúsund hælisleitendur vera í Hvíta-Rússlandi
Talsmaður forsetaembættisins í Hvíta-Rússlandi segir að um það bil sjö þúsund erlendir hælisleitendur séu í landinu um þessar mundir. Tvö þúsund eru við pólsku landamærin og freista þess að komast yfir til Evrópusambandsríkja.
18.11.2021 - 14:14
Myndskeið
Hvít-Rússar gagnrýna framferði Pólverja
Stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi saka Pólverja um að æsa til ófriðar á landamærum ríkjanna með því að beita táragasi og háþrýstidælum á hælisleitendur. Talið er að um fjögur þúsund manns séu þar og bíði færis að komast til Póllands og þaðan til annarra Evrópuríkja.
16.11.2021 - 17:26
Meinað að fljúga frá Tyrklandi til Hvíta-Rússlands
Ríkisflugfélag Hvíta-Rússlands tilkynnti í morgun að Sýrlendingar, Írakar og Jemenar fái ekki að koma til landsins í flugi frá Tyrklandi. Þetta er gert að beiðni tyrkneskra stjórnvalda hefur AFP fréttastofan eftir tilkynningunni.
12.11.2021 - 10:01
Heitir aðstoð við rannsókn árásarinnar á Kadheimi
Joe Biden Bandaríkjaforseti fordæmdi í dag atlöguna að Mustafa al-Kadhemi forsætisráðherra Íraks. Biden hét aðstoð bandarískra öryggissveita við að hafa uppi á hinum seku.
07.11.2021 - 23:24
Forsætisráðherra Íraks heill á húfi eftir drónaárás
Mustafa al-Kadhemi forsætisráðherra Íraks slapp óskaddaður frá drónaárás á opinbert aðsetur hans á svokölluðu grænu svæði í höfuðborginni Bagdad nú í nótt.
07.11.2021 - 02:29
Dæmd fyrir að horfa upp á fimm ára barn deyja úr þorsta
Þrítug þýsk kona, fyrrum liðsmaður hryðjuverkasamtakanna Íslamska ríkisins, var í Frankfurt í morgun dæmd í tíu ára fangelsi fyrir aðild sína að morði á fimm ára Yazidi-stúlku árið 2015. Stúlkan var ásamt móður sinni ambátt á heimili konunnar og eiginmanns hennar í Írak.
25.10.2021 - 10:47
Fleiri en þrjú þúsund keppast um 329 þingsæti í Írak
Þingkosningar standa nú yfir í Írak og eru kjörstaðir opnir til klukkan þrjú að íslenskum tíma. Þær áttu ekki að fara fram fyrr en á næsta ári en þeim var flýtt vegna fjöldamótmæla gegn stjórnvöldum sem voru aðallega leidd af ungu fólki.
10.10.2021 - 12:20
Norska lögreglan gerir hundruð fornmuna upptæk
Efnahagsbrotalögregla í Noregi gerði húsleit í síðustu viku hjá kaupsýslumanninum Martin Schøyen sem er ákafur safnari fornra muna. Ástæða húsleitarinnar er að hann var talinn hafa í fórum sínum hluti sem ættu betur heima annars staðar.
04.09.2021 - 02:55
Kallar Bandaríkjaher heim frá Írak -- en þó ekki
Hlutverk Bandaríkjahers í Írak mun breytast nokkuð frá áramótum, samkvæmt samkomulagi ríkjanna sem kynnt var á fréttamannafundi eftir viðræður Joes Bidens, Bandaríkjaforseta, og Mustafas al-Kadhimis í Hvíta húsinu í gær. Fjöldi bandarískra hermanna í landinu mun þó að líkindum ekki breytast til muna.
27.07.2021 - 01:27
Íslamska ríkið varð tugum að bana í Bagdad
Hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki lýstu í gærkvöld á hendur sér mannskæðri sjálfsmorðssprengjuárás á markaði í Bagdad, höfuðborg Íraks, í gær. Nærri þrjátíu féllu í árásinni samkvæmt heimildum AFP-fréttastofunnar. Í yfirlýsingu vígahreyfingarinnar segir að yfir þrjátíu hafi fallið í árásinni og 35 til viðbótar hafi særst.
20.07.2021 - 03:47
Yfir 50 fórust þegar COVID-deild sjúkrahúss varð alelda
Minnst 52 létust og 22 slösuðust í miklum eldsvoða á sjúkrahúsi í íröksku borginni Nasiriyah á mánudag, samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum. Eldurinn kom upp á einangrunardeild fyrir COVID-19 sjúklinga á Al-Hussein sjúkrahúsinu síðla dags. AFP-fréttastofan hefur eftir heimildarmanni á vettvangi að súrefniskútar hafi sprungið í eldinum, sem skýri hversu mikill hann varð og hve hratt hann breiddist út um deildina alla.
13.07.2021 - 01:35
Erlent · Asía · Írak
Flugskeytum skotið að sendiráði Bandaríkjanna í Bagdad
Þremur flugskeytum var skotið að sendiráði Bandaríkjanna í Bagdad aðfaranótt fimmtudags. Íraksher greinir frá þessu. Flugskeytin náðu þó ekki að sendiráðinu en lentu annars staðar á hinu svokallaða græna svæði í borginni, þar sem sendiráð og alþjóðastofnanir eru til húsa og öryggisgæsla er mikil. Ekki hlaust manntjón af árásinni og ekki er getið um meiðsli að heldur.
08.07.2021 - 03:41
Rafmagnsleysi og hitabylgja í Írak
Mótmæli brutust út í dag í Bagdad, höfuðborg Íraks, og víðar um landið vegna rafmagnsleysis. Rafkerfið í landinu er í lamasessi. Ráðherra rafmagnsmála sagði af sér fyrr í þessari viku vegna ástandsins. Hitabylgja er í landinu.
02.07.2021 - 16:28
Bandarískar loftárásir á skotmörk í Sýrlandi og Írak
Minnst fimm létust í loftárásum Bandaríkjahers í Írak og Sýrlandi á sunnudagskvöld. Í tilkynningu frá bandaríska varnarmálaráðuneytinu segir að árásirnar hafi beinst gegn uppreisnarsveitum sem njóta stuðnings Írana, og gerðar samkvæmt fyrirmælum Joes Biden, Bandaríkjaforseta. Þær séu viðbragð Bandaríkjahers við drónáárásum uppreisnarhópanna á bandaríska hermenn og bækistöðvar þeirra í Írak að undanförnu.
28.06.2021 - 00:45
Írönsku kjarnorkuveri lokað af tæknilegum orsökum
Starfsemi Bushehr kjarnorkuversins í Íran hefur verið stöðvuð tímabundð af tæknilegum orsökum. Það hefur því látið af rafmagnsframleiðslu meðan á lokuninni stendur.
21.06.2021 - 06:33
Minnst 23 látin eftir sjúkrahúsbruna í Bagdad
Að minnsta kosti tuttugu og þrjú eru látin eftir að eldur kviknaði í gjörgæsludeild fyrir kórónuveirusjúklinga í Bagdad höfuðborg Írak. Um fimmtíu eru talin hafa slasast í eldsvoðanum.
25.04.2021 - 02:10
Biden hyggst viðurkenna þjóðarmorð Tyrkja á Armenum
Búast má við að Joe Biden Bandaríkjaforseti viðurkenni í dag laugardag að Tyrkir hafi framið þjóðarmorð á Armenum í fyrri heimstyrjöldinni. Þetta kom fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna.
Heimsókn páfa til Íraks lokið
Frans páfi hélt í morgun heim eftir vel heppnaða ferð til Íraks. Þetta er fyrsta ferð páfa til landsins. Hann kom víða við og ferðaðist um og ferðaðist meira en fjórtán hundruð kílómetra á meðan hann dvaldi í landinu.
08.03.2021 - 08:52
Erlent · Asía · Evrópa · Írak · Páfagarður
Frans páfi hitti erkiklerkinn Sistani
Ali Sistani, erkiklerkur sjítamúslíma í Írak, tók á móti Frans páfa fyrsta, æðsta manni kaþólsku kirkjunnar, á heimili sínu í hinni helgu borg Najaf í morgun. Sistani, sem er níræður að aldri, tekur nær aldrei á móti gestum, segir í frétt AFP, en gerði undantekningu fyrir hinn 84 ára Frans, sem er fyrsti páfi sögunnar til að heimsækja Írak. Markmið ferðarinnar er tvíþætt; að blása hinum fáu kristnu mönnum sem enn búa í Írak móð í brjóst og rétta sjítum sáttarhönd.
06.03.2021 - 06:56
Páfi hélt af stað í morgun til Íraks
Frans páfi lagði í morgun af stað í þriggja daga heimsókn til Íraks sem er söguleg í ýmsum skilningi. Þetta er í fyrsta skipti sem páfi heimsækir Írak og er jafnframt fyrsta utanlandsför páfa síðan kórónuveirufaraldurinn hófst. 
05.03.2021 - 09:50
Páfi ætlar til Íraks þrátt fyrir ólgu
Frans páfi heldur til Íraks á föstudag, en það verður hans fyrsta ferð til útlanda síðan kórónuveirufaraldurinn braust út og fyrsta ferð páfa til Íraks.
03.03.2021 - 09:08
Bandaríkjaher gerir loftárás í Sýrlandi
Bandaríkjaher gerði í kvöld loftárás á mannvirki í Sýrlandi sem vígamenn eru sagðir nota sem bækistöðvar sínar. Vígahreyfingin er sögð njóta stuðnings íranskra stjórnvalda.
26.02.2021 - 01:25
Óbreyttur borgari lést í árás á flugstöð í Írak
Einn lét lífið og sex særðust í sprengjuárás á flugstöð í Kúrdistan i´Írak í gærkvöld. Sá sem lést var erlendur starfsmaður einkaverktaka. Einn hinna særðu er bandarískur hermaður. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að árásarmennirnir verði látnir sæta ábyrgð.
16.02.2021 - 04:37