Færslur: Írak

Heimsókn páfa til Íraks lokið
Frans páfi hélt í morgun heim eftir vel heppnaða ferð til Íraks. Þetta er fyrsta ferð páfa til landsins. Hann kom víða við og ferðaðist um og ferðaðist meira en fjórtán hundruð kílómetra á meðan hann dvaldi í landinu.
08.03.2021 - 08:52
Erlent · Asía · Evrópa · Írak · Páfagarður
Frans páfi hitti erkiklerkinn Sistani
Ali Sistani, erkiklerkur sjítamúslíma í Írak, tók á móti Frans páfa fyrsta, æðsta manni kaþólsku kirkjunnar, á heimili sínu í hinni helgu borg Najaf í morgun. Sistani, sem er níræður að aldri, tekur nær aldrei á móti gestum, segir í frétt AFP, en gerði undantekningu fyrir hinn 84 ára Frans, sem er fyrsti páfi sögunnar til að heimsækja Írak. Markmið ferðarinnar er tvíþætt; að blása hinum fáu kristnu mönnum sem enn búa í Írak móð í brjóst og rétta sjítum sáttarhönd.
06.03.2021 - 06:56
Páfi hélt af stað í morgun til Íraks
Frans páfi lagði í morgun af stað í þriggja daga heimsókn til Íraks sem er söguleg í ýmsum skilningi. Þetta er í fyrsta skipti sem páfi heimsækir Írak og er jafnframt fyrsta utanlandsför páfa síðan kórónuveirufaraldurinn hófst. 
05.03.2021 - 09:50
Páfi ætlar til Íraks þrátt fyrir ólgu
Frans páfi heldur til Íraks á föstudag, en það verður hans fyrsta ferð til útlanda síðan kórónuveirufaraldurinn braust út og fyrsta ferð páfa til Íraks.
03.03.2021 - 09:08
Bandaríkjaher gerir loftárás í Sýrlandi
Bandaríkjaher gerði í kvöld loftárás á mannvirki í Sýrlandi sem vígamenn eru sagðir nota sem bækistöðvar sínar. Vígahreyfingin er sögð njóta stuðnings íranskra stjórnvalda.
26.02.2021 - 01:25
Óbreyttur borgari lést í árás á flugstöð í Írak
Einn lét lífið og sex særðust í sprengjuárás á flugstöð í Kúrdistan i´Írak í gærkvöld. Sá sem lést var erlendur starfsmaður einkaverktaka. Einn hinna særðu er bandarískur hermaður. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að árásarmennirnir verði látnir sæta ábyrgð.
16.02.2021 - 04:37
Íslamistar felldu 11 bardagamenn hliðholla Íraksstjórn
Ellefu liðsmenn bardagasveitar Hashed al-Shaabi-hreyfingarinnar, sem nýtur stuðnings og velvildar Íraksstjórnar, voru felldir þegar sveit þeirra var gerð fyrirsát í kvöld. Tíu til viðbótar særðust í árásinni, sem heimildarmenn AFP innan hreyfingarinnar segja vígamenn Íslamska ríkisins hafa gert.
23.01.2021 - 22:56
32 dáin eftir tvöfalda sjálfsvígsárás í Bagdad
Minnst 32 létu lífið í tvöfaldri sjálfsvígssprengjuárás í vinsælu verslunarhverfi í miðborg Bagdad, höfuðborg Íraks, í gærmorgun. Óttast er að fleiri muni deyja af sárum sínum, því á annað hundrað særðust í árásinni, mörg þeirra alvarlega.
22.01.2021 - 01:32
Minnst þrettán féllu í sjálfsvígsárás í Bagdad
Að minnsta kosti þrettán létu lífið í sjálfsvígsárás í Bagdad, höfuðborg Íraks, í morgun. Um tuttugu særðust í árásinni. Yfirvöld greindu frá þessu, en haft er eftir heilbrigðisstarfsmönnum að manntjón kunni að hafa verið mun meira.
21.01.2021 - 09:38
Ingibjörg Sólrún til Írak á vegum Sameinuðu þjóðanna
Ingibjörg Sólrún Gísladótttir, fyrrverandi borgarstjóri og utanríkisráðherra, hefur verið skipuð sérstakur varafulltrúi António Guterres í Aðstoðarsendisveit Sameinuðu þjóðanna í Írak.
Varhugaverðir tímar er hermönnum fækkar
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur fyrirskipað að fjöldi bandarískra hermanna í Írak og Afganistan snúi aftur heim. Starfandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Christopher C. Miller, segir að fram undan sé vandasamt verkefni sem framkvæmt verði af kostgæfni.
Fækkun í herafla Bandaríkjanna í Afganistan og Írak
Ákveðið hefur verið að fækka bandarískum hermönnum í Afganistan um 2.500, jafnframt verður nokkur fækkun hermanna í Írak. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna.
Biðja Bandaríkjamenn að halda sig í Afganistan
Frönsk stjórnvöld ætla að fara þess á leit við bandarísk yfirvöld að þau kalli herlið sitt ekki heim frá Afganistan eða Írak. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur undanfarið dregið mjög úr fjölda hermanna í Afganistan og við það eru Frakkar ekki sáttir.
Mótmæli í Írak ári eftir októberuppreisnina
Átök blossuðu upp í dag meðan á mótmælum stóð í nokkrum borgum Íraks, þar á meðal í höfuðborginni Bagdad. Lögregla og herlið dreifði hópi mótmælenda í borginni Basra, sem beindi spjótum sínum að ríkisstjórn landsins.
01.11.2020 - 20:54
Réttað um framsal Assange til Bandaríkjanna
Málflutningur varðandi fyrirhugað framsal Julians Assange til Bandaríkjanna hefst í London í dag. Vestra gæti hann staðið hann frammi fyrir réttarhöldum vegna birtingar gagna sem varða framferði Bandaríkjamanna í stríðunum í Afganistan og Írak.
Aukin umsvif hryðjuverkamanna í Írak og Sýrlandi
Um 10.000 virkir liðsmenn hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki eru enn í Írak og Sýrlandi tveimur árum eftir að samtökin voru yfirbuguð í löndunum tveimur. Þetta sagði Vladimir Voronkov, fullrúi Sameinuðu þjóðanna í baráttunni gegn hryðjuverkjastarfsemi, á fundi í öryggisráði samtakanna í gærkvöld. 
25.08.2020 - 10:58
Ísraelsher gerir loftárásir á Sýrland
Ísraelskar orrustuþotur, árásarþyrlur og annarskonar herflugvélar gerðu í dag árás á hernaðarlega mikilvæg skotmörk í suðurhluta Sýrlands. Jafnframt var ráðist á borgina Boukamal nærri landamærum Íraks.
04.08.2020 - 00:24
Erlent · Ísrael · sýrland · Íran · Stríð · Hezbollah · Damaskus · Loftárás · Írak · Gólan-hæðir
Fjöldi vígamanna handtekinn í Írak
Öryggissveitir handtóku í dag á annan tug vígamanna hliðholla Íran í suðurhluta Bagdad. Hin handteknu eru ásökuð um að hafa gert fjölda eldflaugaárása á bandarísk mannvirki í Írak.
26.06.2020 - 01:07
Bandarískum hermönnum verður fækkað í Írak
Bandaríkjastjórn lofar að fækka hermönnum í Írak á komandi mánuðum. Sömuleiðis er því heitið að styðja við veikburða efnahag landsins. Þetta kom fram á fjarfundi fulltrúa ríkjanna í dag.
12.06.2020 - 04:04
Hófleg bjartsýni um árangur viðræðna
Hóflegrar bjartsýni gætir um að viðræður um framtíð bandarískra hersveita í Írak sem hefjast eiga í dag skili árangri. Efnahagsleg og menningarleg tengsl ríkjanna verða einnig til umræðu.
11.06.2020 - 04:10
Ný ríkisstjórn í Írak
Ný ríkisstjórn tók við stjórnartaumum í Írak í gærkvöld eftir að þing landsins lagði blessun sína yfir hana í atkvæðagreiðslu. Þingið samþykkti þó einungis fimmtán af þeim tuttugu og tveimur sem tilnefndir höfðu verið í ráðherraembætti. 
07.05.2020 - 08:13
Erlent · Asía · Írak
Telja fleiri smitaða en upp er gefið
Heilbrigðis- og hjálparstarfsfólk í Líbanon, Írak og Sýrlandi óttast að mun fleiri séu þar með COVID-19 eða smitaðir af kórónuveirunni en stjórnvöld gefi upp. Breska blaðið Guardian greinir frá þessu og kveðst hafa eftir heimildarmönnum.
31.03.2020 - 08:22
Erlent · Asía · Írak · Líbanon · sýrland · COVID-19 · Kórónuveiran
Enn ein tilraun til stjórnarmyndunar í Írak
Þingmanninum Adnan Zurfi, fyrrverandi héraðsstjóra í Najaf, var í dag falið að mynda nýja ríkisstjórn í Írak. Stjórnarkreppa hefur verið í Írak síðan Adel Abdel Mahdi baðst lausnar í desember. Mohammed Allawi, sem reyndi að mynda stjórn, gafst upp í byrjun þessa mánaðar. 
17.03.2020 - 14:28
Bandaríkjaher ræðst á vígasveit í Írak
Bandaríkjaher hóf hefndaraðgerðir í kvöld gegn vígasveit sem gerði árás á herstöð í Írak í gær. Tveir Bandaríkjamenn og Breti létu lífið í sprengjuárásinn, að sögn AFP fréttastofunnar. Hefndaraðgerðirnar beinast gegn Kataeb Hezbollah, vígahreyfingar sem nýtur stuðnings íranskra stjórnvalda. Fimm vopnabúr eru í sigtinu samkvæmt yfirlýsingu bandaríska varnarmálaráðuneytisins. 
13.03.2020 - 01:53
COVID-19: Fyrsta dauðsfallið í Írak
Stjórnvöld í Írak staðfestu í morgun fyrsta dauðsfallið þar í landi af völdum COVID-19 kórónaveirunnar.
04.03.2020 - 09:29