Færslur: Innviðir

Ísland framarlega í rafbílavæðingunni
Fjórði hver nýr fólksbíll skráður á Íslandi árið 2020 er hreinn rafbíll. Hlutdeild þeirra árið áður var 8%. Noregur er eina landið í heiminum þar sem hlutfallslega fleiri rafbílar eru skráðir en á Íslandi, að sögn Runólfs Ólafssonar, framkvæmdastjóra FÍB.
Segja stóran hluta innviða í ólagi og úrbóta þörf
Samtök Iðnaðarins krefjast þess að stjórnvöld bregðist tafarlaust við bágu ástandi vegakerfisins. Í nýrri skýrslu hagsmunasamtakanna um fjárfestingu í innviðum segir að heilt yfir sé illa komið fyrir innviðum landsins og þörf á 420 milljarða fjárfestingu til að koma þeim í viðunandi horf. Covid-innspýtingapakkar dugi ekki til.
17.02.2021 - 11:56
Spegillinn
„Eru til neyðarpakkar hjá ykkur í Krónunni?“
Framkvæmdastjóri Rekstrarvara segir það árvekni Íslendinga að þakka að hér sé til nóg af grímum og hlífðarbúnaði, nú sé mánaða bið eftir slíkum varningi að utan og Ísland ekki efst á lista. Skrifstofustjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar segir innviðina þar sterkari nú en fyrir komu svínaflensunnar 2009. Framkvæmdastjóri Krónunnar var spurður hvort verslunin byði upp á neyðarpakka. Spegillinn heyrði í forsvarsmönnum nokkurra fyrirtækja og stofnana og spurði út í viðbrögð við veirunni. 
Landsnet seldi skuldabréf fyrir 12,3 milljarða
Landsnet hefur selt alþjóðlegum fagfjárfestum í Bandaríkjunum óverðtryggð skuldabréf fyrir 100 milljónir dollara. Það jafngildir um 12,3 milljörðum íslenskra króna. Bréfin eru á gjalddaga eftir áratug og verða ekki skráð í Kauphöll.
18.12.2019 - 19:14
Gera ráð fyrir að setja straum á Dalvíkurlínu í dag
Enn er gert ráð fyrir að Dalvíkurlína fari í rekstur á nýjan leik eftir viðgerð í dag. Viðgerðin sóttist vel í gær þrátt fyrir mjög erfiðar aðstæður. Tugir stæða eyðilögðust á línunni í óveðrinu í síðustu viku og rafmagnslaust varð víða á Tröllaskaga vegna þess.
18.12.2019 - 11:33
Myndband
„Þetta var í raun og veru lífshættulegt ástand“
„Þetta var í raun og veru lífshættulegt ástand. Við gátum hvorki sótt okkur bjargir, né veitt bjargir. Þannig að ástandið var í raun grafalvarlegt,“ segir Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri í Húnaþingi vestra. Allir helstu innviðir samfélagsins hafi brugðist.
14.12.2019 - 21:07
Rafvæðing krefst orku á við Kárahnjúkavirkjun
Þörf fyrir raforku myndi aukast um sem samsvarar heilli Kárahnjúkavirkjun verði orkuskipti í samgöngum og iðnaði að veruleika, það er ef nær öllu jarðefnaeldsneytiskipt væri skipt út fyrir rafmagn. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem VSÓ ráðgjöf vann fyrir Landsnet. Gert er ráð fyrir að með slíkri rafvæðingu mætti minnka losun gróðurhúsalofttegunda um 1,4 milljónir tonna á ári.
10.01.2017 - 17:17