Færslur: Innviðir

Innskot kviku gætu ógnað innviðum
Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir gangainnskot á Reykjanesskaga mögulega geta ógnað mikilvægum innviðum á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum. Innskotin geti haft áhrif á kerfi sem fæða vatns- og hitaveitur ásamt jarðvarmavirkjunum hvort sem þau leiði til eldgoss eða ekki.
Viðtöl
Innviðaráðherra telur nauðsynlegt að virkja meira
Innviðaráðherra og forstjóri Landsvirkjunar segja að reisa þurfi nýjar virkjanir til að ljúka orkuskiptum á landi, lofti og sjó. Landsvirkjun telur að auka þurfi orkuöflun um fimmtíu prósent svo unnt verði að ná markinu.
Íbúar hvattir til að spara heitt vatn vegna bilunar
Bilun kom upp í dælu í Rangárveitum í gær sem sér Rangárþingi ytra, Rangárþingi eystra og Ásahreppi fyrir heitu vatni. Því er lægri þrýstingur á kerfinu á öllu veitusvæðinu, segir í tilkynningu frá Veitum.
02.01.2022 - 10:56
Telja Frakkana ekki ógna þjóðaröryggi
Íslensk stjórnvöld hafa samið við Símann, Mílu og Ardian France S.A. um kvaðir sem fylgja kaupum erlenda fyrirtækisins á fjarskiptanetum Mílu. Mikið hefur verið rætt um viðskiptin og ýmsir lýst áhyggjum af því að þau kynnu að grafa undan öryggi íslenskra innviða. Starfshópur á vegum fjögurra ráðuneyta aflaði sér upplýsinga um franska fyrirtækið og komst að þeirri niðurstöðu að það ógnaði ekki þjóðaröryggi. Það byggir ekki síst á því samkomulagi sem stjórnvöld náðu við erlendu fjárfestana.
15.12.2021 - 17:00
Kastljós
Íslenskir innviðir í hættu vegna veikleika tölvukerfa
Íslenskir innviðum stafar hætta af veikleika sem hefur uppgötvast í fjölda tölvukerfa. Guðmundur Arnar Sigmundsson, sviðsstjóri hjá CERT-IS netöryggissveitinni, segir að á meðan óvissa ríki um öryggi íslenskra innviða og hvort tölvuþrjótar hafi náð að nýta sér þennan veikleikann í vafasömum tilgangi, verði virkt óvissustig almannavarna um netöryggi.
Viðtal
Míla verður ekki seld til Kína eða Rússlands
Franska sjóðastýringarfyrirtækið Ardian sem gert hefur samkomulag um kaup á Mílu hyggst eiga fyrirtækið í áratugi. Þetta segir framkvæmdastjóri innviðafjárfestinga Ardian í Norður-Evrópu. Ekki komi til greina að selja hlut í Mílu til rússneskra eða kínverskra fyrirtækja. 
24.10.2021 - 19:37
Sjónvarpsfrétt
Vilja að ríkið styðji betur við uppbyggingu vegna eldis
Sveitarfélög á Vestfjörðum telja að ríkið verði að setja meira fé í uppbyggingu innviða til að styðja við fiskeldi og að auðlindagjöld eigi að renna beint til sveitarfélaga. Þetta kom fram á fundi um fiskeldi sem helstu hagsmunaaðilar atvinnuvegarins á Vestfjörðum sóttu.
Spegillinn
Siðprúðir hakkarar brjótist inn í tölvukerfi
Íslendingar eru aftarlega á merinni í tölvuöryggismálum og siðprúðir hakkarar ættu að vera fengnir til að finna öryggisgalla í kerfum hins opinbera. Þetta segir Theódór R. Gíslason, tæknistjóri hjá tölvuöryggisfyrirtækinu Syndis. Guðmundur Arnar Sigmundsson, forstöðumaður netöryggissveitarinnar CERT-IS segir að tölvuárásum hafi fjölgað og afleiðingar þeirra séu orðnar afdrifaríkari.  
Vilja beina hraunflæðinu í Merardalabaðkerið
Varnargarðarnir ofan Nátthaga verða líklega tvöfalt hærri en til stóð í upphafi. Það á eftir að koma í ljós hversu mikils gröfur og jarðýtur mega sín gagnvart náttúruöflunum, en verkfræðingur telur þetta tilraunarinnar virði.
17.05.2021 - 22:58
Ísland framarlega í rafbílavæðingunni
Fjórði hver nýr fólksbíll skráður á Íslandi árið 2020 er hreinn rafbíll. Hlutdeild þeirra árið áður var 8%. Noregur er eina landið í heiminum þar sem hlutfallslega fleiri rafbílar eru skráðir en á Íslandi, að sögn Runólfs Ólafssonar, framkvæmdastjóra FÍB.
Segja stóran hluta innviða í ólagi og úrbóta þörf
Samtök Iðnaðarins krefjast þess að stjórnvöld bregðist tafarlaust við bágu ástandi vegakerfisins. Í nýrri skýrslu hagsmunasamtakanna um fjárfestingu í innviðum segir að heilt yfir sé illa komið fyrir innviðum landsins og þörf á 420 milljarða fjárfestingu til að koma þeim í viðunandi horf. Covid-innspýtingapakkar dugi ekki til.
17.02.2021 - 11:56
Spegillinn
„Eru til neyðarpakkar hjá ykkur í Krónunni?“
Framkvæmdastjóri Rekstrarvara segir það árvekni Íslendinga að þakka að hér sé til nóg af grímum og hlífðarbúnaði, nú sé mánaða bið eftir slíkum varningi að utan og Ísland ekki efst á lista. Skrifstofustjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar segir innviðina þar sterkari nú en fyrir komu svínaflensunnar 2009. Framkvæmdastjóri Krónunnar var spurður hvort verslunin byði upp á neyðarpakka. Spegillinn heyrði í forsvarsmönnum nokkurra fyrirtækja og stofnana og spurði út í viðbrögð við veirunni. 
Landsnet seldi skuldabréf fyrir 12,3 milljarða
Landsnet hefur selt alþjóðlegum fagfjárfestum í Bandaríkjunum óverðtryggð skuldabréf fyrir 100 milljónir dollara. Það jafngildir um 12,3 milljörðum íslenskra króna. Bréfin eru á gjalddaga eftir áratug og verða ekki skráð í Kauphöll.
18.12.2019 - 19:14
Gera ráð fyrir að setja straum á Dalvíkurlínu í dag
Enn er gert ráð fyrir að Dalvíkurlína fari í rekstur á nýjan leik eftir viðgerð í dag. Viðgerðin sóttist vel í gær þrátt fyrir mjög erfiðar aðstæður. Tugir stæða eyðilögðust á línunni í óveðrinu í síðustu viku og rafmagnslaust varð víða á Tröllaskaga vegna þess.
18.12.2019 - 11:33
Myndband
„Þetta var í raun og veru lífshættulegt ástand“
„Þetta var í raun og veru lífshættulegt ástand. Við gátum hvorki sótt okkur bjargir, né veitt bjargir. Þannig að ástandið var í raun grafalvarlegt,“ segir Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri í Húnaþingi vestra. Allir helstu innviðir samfélagsins hafi brugðist.
14.12.2019 - 21:07
Rafvæðing krefst orku á við Kárahnjúkavirkjun
Þörf fyrir raforku myndi aukast um sem samsvarar heilli Kárahnjúkavirkjun verði orkuskipti í samgöngum og iðnaði að veruleika, það er ef nær öllu jarðefnaeldsneytiskipt væri skipt út fyrir rafmagn. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem VSÓ ráðgjöf vann fyrir Landsnet. Gert er ráð fyrir að með slíkri rafvæðingu mætti minnka losun gróðurhúsalofttegunda um 1,4 milljónir tonna á ári.
10.01.2017 - 17:17