Færslur: Innrás í Úkraínu

Rússar og Úkraínumenn hafna friðartillögum Musks
Rússnesk yfirvöld hafna alfarið tillögum auðkýfingsins Elons Musk um leiðir til að binda enda á stríðsátökin í Úkraínu. Úkraínumenn gera slíkt hið sama en Musk lagði auk annars til að kosið yrði á ný undir eftirliti Sameinuðu þjóðanna um innlimun héraðanna fjögurra Donetsk, Luhansk, Kherson og Zaporizhzhia.
Samtök Navalnys hyggjast mótmæla herkvaðningu
Samtök rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalny hyggjast opna skrifstofur sínar að nýju með það að markmiði að berjast gegn stríðsrekstri Rússa í Úkraínu.
Rússar viðurkenna ósigra í Úkraínu
Rússneski herinn viðurkennir ósigra í Kherson héraði við Svartahaf á kortum sem varnarmálaráðuneyti Rússa birti í dag. Bandaríkjaforseti lofaði starfsbróður sínum í Úkraínu umtalsverðum herstyrk á næstunni.
04.10.2022 - 18:12
Söfnuðu fyrir skriðdreka og gáfu Úkraínumönnum
Þúsundir lögðu sitt af mörkum í tékkneskri hópsöfnun fyrir betrumbættum, rússneskum skriðdreka, sem Úkraínumönnum verður færður að gjöf á næstu dögum. 11.288 aðilar gáfu samtals jafnvirði um 190 milljóna króna í söfnuninni fyrir drekanum, sem meðal annars hefur verið kallaður „gjöf handa Pútín.“
Úkraínuher sækir fram í austri og suðri
Úkraínuher varð nokkuð ágengt í gagnsókn sinni gegn rússneska innrásarhernum í hvorutveggja Austur- og Suður-Úkraínu um helgina. Rússar hafa viðurkennt framgang „óvinarins“ á báðum stöðum.
04.10.2022 - 01:35
Sendiherra Rússlands fór á fund ráðuneytisstjóra
Sendiherra Rússlands á Íslandi, Mikhaíl Noskov, var í dag kallaður á fund Martins Eyjólfssonar, ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytisins, þar sem honum var tjáð einörð afstaða íslenska ríkisins til innlimunar Rússa á fjórum héruðum í austanverðri Úkraínu.
Aukin spenna milli Rússa og heimamanna í Tbilisi
Tugir þúsunda Rússa hafa þyrpst til Tbilisi, höfuðborgar Georgíu eftir innrásina í Úkraínu. Spenna milli þeirra og heimamanna hefur aukist að undanförnu, segir George Lomsadze, georgískur blaðamaður sem býr í borginni. Ástandið hafi síst batnað eftir að ungir Rússar á herskyldualdri fóru að hópast yfir landamærin frá Rússlandi til Georgíu, og áfram til borgarinnar.
02.10.2022 - 18:20
Ætla að gefa Úkraínu fallbyssur
Þýskaland, Danmörk og Noregur ætla að útvega Úkraínu sextán fallbyssur á næsta ári. Varnarmálaráðherra Þýskalands, Christine Lambrecht, greindi frá þessu eftir heimsókn sína til Úkraínu um helgina. 
Úkraínumenn hafa endurheimt öll völd í bænum Lyman
Úkraínuher hefur formlega lýst yfir sigri í baráttunni um bæinn Lyman í Donetsk-héraði. Úkraínsk yfirvöld birtu í gærkvöld myndskeið á samfélagsmiðlum sem sýnir úkraínska hermenn fella rússneska fánann við ráðhúsið í miðbæ Lyman og reisa fána Úkraínu í staðinn.
02.10.2022 - 03:32
Hvetur til beitingar kjarnorkuvopna
Hersveitir Rússa hafa hörfað frá bænum Lyman í úkraínska héraðinu Donetsk. Hernaðarlegt vægi bæjarins er mikið en Rússar hafa notað hann sem birgðastöð. Sigur Úkraínumanna í Lyman þykir opna á frekari sigra í austurhéruðum landsins.
01.10.2022 - 17:29
„Herra Pútín, ekki misskilja það sem ég er að segja“
Hersveitir Úkraínumanna hafa umkringt borgina Lyman í Donetsk héraði sem verið hefur á valdi Rússa mánuðum saman. Fall Lyman er talið vera áfall fyrir hernaðaraðgerðir Rússa. Bandaríkjastjórn hefur boðað nýjar refsiaðgerðir gegn Rússum, eftir að Rússlandsforseti tilkynnti í gær að fjögur héruð Úkraínu yrðu innlimuð í Rússland.
01.10.2022 - 14:22
Rússar stöðva gasflutning til Ítalíu
Rússneski gasrisinn Gazprom hefur stöðvað flutning á gasi til Ítalíu að sögn vegna flutningsvandamála í Austurríki. AFP hefur þetta eftir ítalska orkufyrirtækinu Eni.
01.10.2022 - 13:34
Lettar kjósa til þings í dag
Þingkosningar eru haldnar í Lettlandi í dag, þar sem kjörstaðir voru opnaðir klukkan fjögur í nótt að íslenskum tíma. 100 fulltrúar eiga sæti á lettneska þinginu og næsta öruggt þykir að flokkur forsætisráðherrans Krisjanis Karins, mið-hægriflokkurinn Samstaða (Vienotība), auki fylgi sitt verulega á kostnað popúlískra flokka á hægri vængnum, Íhaldsflokksins og jafnaðarmanna.
01.10.2022 - 07:28
Boða hertar viðskiptaþvinganir gegn Rússum
Ríki heims eru farin að bregðast við ræðu Vladimirs Pútíns, forseta Rússlands, þar sem hann tilkynnti um innlimun fjögurra úkraínskra héraða í Rússland. Bandaríkin hafa sagst ætla að beita hörðum viðskiptaþvingunum gegn rússneskum embættismönnum. Auk þess hyggjast G7 ríkin sekta þau lönd sem styðji tilraun Rússa til að innlima héruðin fjögur.
30.09.2022 - 18:04
Óskar eftir því að umsókn í NATO fái flýtimeðferð
Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, tilkynnti rétt fyrir klukkan hálf þrjú í dag að hann ætlaði að óska eftir flýtimeðferð umsóknar Úkraínu um aðild að Atlantshafsbandalaginu, NATO. Beiðni hans kemur í famhaldi af tilkynningu Rússlandsforseta um innlimun fjögurra úkraínskra héraða í Rússland.
Pútín boðar innlimun fjögurra héraða í Úkraínu
Vladimir Pútín, Rússlandsforseti, og héraðsstjórar í fjórum héruðum Úkraínu undirrituðu í hádeginu sáttmála um innlimun þeirra í Rússland. Íbúar Lughansk, Donetsk, Zaporizhzhia og Kherson hafi sýnt vilja sinn í nýafstaðinni atkvæðagreiðslu sem Pútín sagði lögmæta. Pútín sagði í ræðu sem hann hélt í Moskvu að íbúar í héruðunum fjórum væru „okkar borgarar að eilífu“.
30.09.2022 - 12:52
„Fjöldahjálparstöð algjört neyðarúrræði"
Í morgun hafði 2,941 komið hingað til lands þar af 1761 frá Úkraínu. Húsnæðismálin eru ennþá flöskuhálsinn. „Þetta verður þyngra með hverjum deginum það er ekkert launungarmál", segir Gylfi Þór Þorsteinsson aðgerðarstjóri við móttöku flóttafólks.
Metanský teygir sig hingað til lands í dag
Aldrei hefur mælst jafn mikil metanmengun í lofti í Noregi og Svíþjóð og síðustu daga, eftir að gas tók að streyma úr rifum á rússnesku gasleiðslunum Nordstream 1 og 2 á botni Eystrasalts. Rifur komu á leiðslurnar á minnst fjórum stöðum á mánudag í sprengingum, sem nær öruggt er talið að hafi orðið af mannavöldum.
Rússar vilja taka þátt í rannsókn á lekum úr Nordstream
Rússlandsforseti segir sprengingarnar við Nord Stream-gasleiðslurnar á botni Eystrasalts vera „alþjóðlegt hryðjuverk“ og Rússar krefjast þess að fá að taka þátt í rannsókninni á þeim. Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna segir ótímabært að fullyrða nokkuð um hver eða hverjir hafi verið að verki.
Kosningar í Lettlandi í skugga Úkraínustríðsins
Lettar ganga til þingkosninga á morgun, laugardag, í skugga innrásar Rússa í Úkraínu. Talið er líklegt að flokkur forsætisráðherrans Krisjanis Karins, mið-hægriflokkurinn Samstaða (Vienotība), auki fylgi sitt verulega á kostnað popúlískra flokka á hægri vængnum, Íhaldsflokksins og jafnaðarmanna.
Öryggisráð SÞ
Aukafundur um kosningar í herteknum héruðum Úkraínu
Boðað hefur verið til aukafundar í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna yfirlýsinga Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta um sjálfstæði úkraínsku héraðanna Saporisjía og Kerson í dag, föstudag. Á fundinum mun ráðið ræða og greiða atkvæði um ályktun, þar sem atkvæðagreiðsla í fjórum héruðum Úkraínu um innlimun þeirra í Rússland er fordæmd.
Pútín viðurkennir sjálfstæði Kherson og Zaporizhzhia
Vladimír Pútín Rússlandsforseti viðurkenndi sjálfstæði tveggja héraða Úkraínu, Kherson og Zaporizhzhia, með formlegri tilskipun í kvöld. Á morgun er talið að hann innlimi héröðin formlega inn í Rússland með mikilli viðhöfn.
Hermenn segja forsetann fífl og innrásina heimskulega
„Mamma, ég held að þetta stríð sé heimskulegasta ákvörðun sem ríkisstjórn okkar hefur tekið.“ Þannig hljómar hluti af símtali rússneska hermannsins Sergei til móður sinnar í mars. New York Times hefur komist yfir þúsundir símtala rússneskra hermanna, sem voru í eða við bæinn Bucha í útjaðri Kænugarðs í mars. 
29.09.2022 - 17:09
Innlimar héruð formlega á morgun
Rússnesk stjórnvöld ætla á morgun að innlima formlega fjögur héruð í Úkraínu inn í Rússland. Þetta eru héruðin Luhansk, Donetsk, Saporítsja og Kerson, þar sem haldnar voru kosningar um helgina um innlimun. Rússar halda því fram að yfirgnæfandi meirihluti íbúa hafi verið henni fylgjandi.
29.09.2022 - 12:22
Finnar loka landamærum að Rússlandi
Stjórnvöld í Finnlandi ætla að loka landamærum sínum að Rússlandi fyrir komum fólks með ferðamannavegabréfaáritun. Þetta var tilkynnt nú á ellefta tímanum.
29.09.2022 - 10:54