Færslur: innrás

Vonir dvína enn um vopnahlé yfir rétttrúnaðarpáskana
Vonir hafa dvínað mjög um vopnahlé milli innrásarhers Rússlands og Úkraínumanna í tengslum við páskahátíð rétttrúnaðarkirkjunnar. Viðræður þess efnis milli stríðandi fylkinga runnu út í sandinn fyrir helgi.
23.04.2022 - 07:36
Hvetur til fjölgunar hermanna í Austur-Evrópu
Mark Milley, yfirmaður herforingjaráðs Bandaríkjanna, hvetur til þess að Bandaríkin fjölgi í herafla sínum í Austur- Evrópu. Með því segir hann verða mögulegt að halda aftur af yfirgangi Rússa á svæðinu.
Kasparov segir viðbrögð embættismanna aumkunarverð
Garry Kasparov stórmeistari í skák sem er harður andstæðingur Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta þykir ekki mikið til þess koma að bandarískir embættismenn drógu umsvifalaust úr orðum Joe Bidens, forseta, þegar hann virtist kalla eftir að Pútín hrökklaðist frá völdum í ræðu sem hann flutti í Varsjá.
Líkurnar á valdaráni í Kreml sagðar aukast sífellt
Líkurnar á að einhver eða einhverjir innan rússnesku leyniþjónustunnar FSB snúist gegn Vladimír Pútín forseta og reyni að ræna hann völdum aukast með hverri vikunni sem innrásin í Úkraínu dregst á langinn. The Guardian greinir frá þessu og vitnar í orð ónefnds háttsetts leyniþjónustumanns máli sínu til stuðnings.
Segir Úkraínuher nota vopn og búnað innrásarliðsins
Úkraínuforseti staðhæfir að rússneskir hermenn flýi vígvöllinn og skilji eftir vopnabúnað sem Úkraínumenn noti í bardögum við innrásarherinn. Sérfræðingur á forsetaskrifstofunni býst við að innrásin renni út í sandinn á næstu vikum.
Allt frá herbergjum í hótel fyrir Úkraínumenn
Um 240 hafa fyllt út eyðublað fjölmenningarseturs um húsnæði til leigu fyrir Úkraínumenn á síðustu tveimur dögum. „Ég var ekki alveg viss hvað ég ætti að búast við, ég held þetta sé meira en við áttum von á. Því það kreppir yfir húsnæðisástand á Íslandi,“ segir Nichole Leigh Mosty, forstöðumaður fjölmenningarseturs. Frá því að innrásin hófst hafa tæplega 150 komið hingað með tengsl við Úkraínu, mest konur og börn.
11.03.2022 - 11:02
Telur ekki ólíklegt að Pútín lýsi yfir herlögum
Hákun J. Djurhuus sendifulltrúi Færeyja í Rússlandi segir ekki ólíklegt að Vladimír Pútín forseti lýsi yfir herlögum í landinu á næstu dögum eða vikum. Djurhuus segir ástandið versna í Moskvu dag frá degi.
Segir innrás í Taívan verða öllum dýrkeypta
Varnarmálaráðherra Taívan segir að það verða báðum ríkjum dýrkeypt ætli Kínverjar sér að ráðast til atlögu gegn eyríkinu líkt og Rússar hafa gert í Úkraínu.
10.03.2022 - 06:58
„Skothríðinni linnir ekki“
Miklar eldflaugaárásir voru gerðar á Kharkiv næst stærstu borg Úkraínu í gær. Talið er að tugir almennra borgara hafi fallið í árásunum en Igor Terekhov borgarstjóri segir íbúðabyggð hafa verið skotmark Rússa. Hann fordæmir árásirnar harkalega.
Leiðtogar G7 hóta Rússum frekari refsingum
Leiðtogar helstu iðnríkja heims G7 ríkjanna hóta Rússum enn harðari refsiaðgerðum og þvingunum láti þeir ekki af aðgerðum sínum í Úkraínu. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu utanríkisráðherra ríkjanna í kvöld.
Ungir Úkraínumenn hlýða kalli Zelenskys
Allmargir ungir Úkraínumenn búsettir í Danmörku hafa hlýtt kalli Volodomyrs Zelensky forseta og stefna heim á leið þar sem þeir ætla að ganga til liðs við herinn.
26.02.2022 - 01:43
Mynd með færslu
Í BEINNI
Aukafréttatími vegna innrásar Rússa í Úkraínu
Fréttastofa RÚV sendir út aukafréttatíma í sjónvarpi vegna innrásar Rússa í Úkraínu klukkan tólf. Pútín forseti Rússlands fyrirskipaði hernum að ráðast inn í Úkraínu á þriðja tímanum í nótt. Fréttatíminn hefst klukkan tólf og verður sýndur í sjónvarpinu og hér á vefnum. Þá verður fréttatíminn táknmálstúlkaður á Rúv tvö. Hádegisfréttatími útvarps verður svo á sínum stað klukkan 12:20.
24.02.2022 - 08:54
Pútín boðar til hernaðaraðgerða í Úkraínu
Innrás rússneska hersins í Úkraínu er hafin. Vladímír Pútín forseti Rússlands hefur ákveðið að beita hernum til varnar aðskilnaðarsinnum í tveimur héruðum í austurhluta Úkraínu. Forsetinn lýsti þessu yfir í sjónvarpsávarpi skömmu fyrir klukkan þrjú í nótt, skömmu eftir að neyðarfundur hófst í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna Úkraínudeilunnar.
Úkraínudeilan
Ekkert ríki utan Rússlands hefur viðurkennt sjálfstæði
Utanríkisráðuneyti Rússlands hvetur önnur ríki til að feta í fótspor Vladímírs Pútíns forseta og viðurkenna sjálfstæði héraðanna Donetsk og Luhansk í austurhluta Úkraínu. Vesturveldin eru sammála um að ákvörðunin sé brot á alþjóðalögum en nokkurs stuðnings gætir annars staðar frá.
23.02.2022 - 06:19
Japanar heita Úkraínumönnum stuðningi
Fumio Kishida forsætisráðherra Japans ætlar að ræða við Volodymyr Zelensky Úkraínuforseta síðar í dag, þriðjudag. Stjórnvöld í Tókíó lýsa miklum áhyggjum vegna mögulegrar innrásar Rússa í Úkraínu.
15.02.2022 - 07:00
Enn von um að Úkraínudeilan leysist við samningaborð
Kanslari Þýskalands er væntanlegur til Moskvu á fund Rússlandsforseta á morgun, þriðjudag. Vonir standa enn til þess að Úkraínudeilan verði leyst við samningaborð enda virðist sáttatónn í utanríkisráðherra Rússlands.
Úkraínudeilan
Úkraínustjórn krefst fundar með Rússum
Utanríkisráðherra Úkraínu segir rússnesk stjórnvöld hafa hunsað formlegar fyrirspurnir varðandi uppbyggingu herafla við landamæri ríkjanna. Hann segir næsta skref að funda um málið innan tveggja sólarhringa. Forseti landsins hefur boðið Bandaríkjaforseta heim.
Ástralir færa sendiráð sitt frá Kiev til Lviv
Ástralir ákváðu í dag að allt starfslið skuli yfirgefa sendiráðið í Kíev. Scott Morrison forsætisráðherra segir að starfsemi þess verði flutt til borgarinnar Lviv nærri landamærunum að Póllandi
Biden og Pútín ánægðir eftir símafund í kvöld
Vladimír Pútín Rússlandsforseti kvaðst vera ánægður eftir samtalið sem hann átti við Joe Biden Bandaríkjaforseta í kvöld. Biden tók í svipaðan streng. Forsetarnir töluðu saman í fimmtíu mínútur í kvöld, öðru sinni á þremur vikum.
Lavrov væntir fundar um öryggismál Rússlands í janúar
Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands kveðst þess fullviss að viðræður hefjist við Bandaríkjamenn vegna kröfu á hendur þeim og Atlantshafsbandalagið um að öryggi Rússlands verði tryggt.
22.12.2021 - 14:45
Óttinn við innrás Rússa í Úkraínu magnast enn
Rússar virðast vera að skipuleggja innrás í Úkraínu á fjórum vígstöðvum í einu. Allt að 175 þúsund vel vopnum og tækjum búnir rússneskir hermenn í 100 herfylkjum hafa komið sér fyrir við landamæri ríkjanna.