Færslur: innlimun

Báðu öryggisráðið um að fordæma innlimun Rússa
Vesturlönd í öryggisráði Sameinuðu Þjóðanna lögðu í dag fram ályktun þar sem innlimun Rússa á fjórum úkraínskum héruðum er fordæmd. Rússar beittu neitunarvaldi sínu gegn ályktuninni á meðan Kína og Indland sátu hjá.
Boða hertar viðskiptaþvinganir gegn Rússum
Ríki heims eru farin að bregðast við ræðu Vladimirs Pútíns, forseta Rússlands, þar sem hann tilkynnti um innlimun fjögurra úkraínskra héraða í Rússland. Bandaríkin hafa sagst ætla að beita hörðum viðskiptaþvingunum gegn rússneskum embættismönnum. Auk þess hyggjast G7 ríkin sekta þau lönd sem styðji tilraun Rússa til að innlima héruðin fjögur.
30.09.2022 - 18:04
Tilkynnt um samþykkta innlimun í öllum héruðunum
Talsmenn aðskilnaðarsinna í fjórum héruðum Úkraínu sem eru að mestu leyti á valdi Rússa tilkynntu í kvöld að yfirgnæfandi meirihluti íbúa sem tóku þátt í sviðsettum atkvæðagreiðslum um helgina hefðu samþykkt innlimun héraðana í Rússland.
Segja niðurstöður ekki hafa áhrif á hernaðaráform
Rússlandsforseti mun líklega tilkynna um innlimun hernumdra héraða Úkraínu á næstu dögum. Yfirvöld í Úkraínu segja að niðurstöðurnar hafi verið ákveðnar frá upphafi og að þær muni ekki hafa nein áhrif á hernaðaráform landsins.
Varar Rússa sterklega við að beita kjarnavopnum
Öryggisráðgjafi Bandaríkjaforseta segir þarlend stjórnvöld bregðast við af hörku detti Rússum til hugar að beita kjarnorkuvopnum til að verja landsvæði sem þeir álíta að tilheyri sér. Rússlandsforseti og fleiri ráðamenn hafa haft uppi slíkar hótanir.
Þakkar þjóðarleiðtogum fyrir fordæmingu atkvæðagreiðslu
Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, þakkaði þjóðarleiðtogum fordæmingu þeirra á fyrirhugaðri atkvæðagreiðslu í fjórum héruðum landsins um hvort þau skuli verða hluti af Rússlandi. Hann hvetur landa sína til samstöðu.
Innlimun nokkurra svæða Úkraínu talin í bígerð
Búast má við að þau stjórnvöld sem Rússar hafa komið til valda á herteknum svæðum í suðurhluta Úkraínu séu undir miklum þrýstingi frá Kreml að tryggja völd sín með því að efna til atkvæðagreiðslu um sameiningu við Rússland síðar á þessu ári.