Færslur: Innlent

Telja Suðurnesjalínu 2 margbrjóta lög og kæra
Fimm umhverfisverndarsamtök hafa kært framkvæmdaleyfi Landsnets fyrir því að leggja Suðurnesjalínu tvö sem loftlínu. Samtökin telja framkvæmdina lögbrot og ótækt að Landsnet fari ekki eftir mati Skipulagsstofnunar en fyrirtækið valdi þann kost sem stofnunin taldi sístan, að leggja loftlínu samsíða þeirri sem fyrir er. Forsvarsmaður Landsnets segir kæruna vonbrigði sem hugsanlega tefji verkið. Framkvæmdastjóri Landverndar segir tafirnar skrifast á þrjósku Landsnets.
Telur marga annmarka á íslensku litakóðunarkerfi
Magnús Gottfreðsson, yfirlæknir og sérfræðingur í smitsjúkdómum, gagnrýnir séríslenskt litakóðunarkerfi sem stjórnvöld vilja koma á á landamærunum þann 1. júní. Magnús hefði viljað að sóttvarnalæknir fengi rýmri heimildir til að skylda fólk í sóttkvíarhús. Hann vonar að stjórnvöld hverfi frá áformunum og óttast að stjórnmálamenn hafi ekki ráðfært sig nægilega við vísindamenn við ákvarðanatökuna. 
„Jákvætt skref fyrir allt samfélagið á Íslandi“
Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar fagnar fyrirhuguðum aðgerðum stjórnvalda á landamærunum og segir þær bera vott um kjark. Loksins sjái fyrir endann á faraldrinum.
„Það er mikil hræðsla og fólk er bara í áfalli“
Á fimmta tug kórónuveirusmita greindust um helgina í tveimur hópsýkingum, bæði tengjast sóttkvíarbrotum. Móðir Covid-smitaðs barns á leikskólanum Jörfa í Reykjavík segir foreldra í áfalli. Fólk tók þríeykið á orðinu og streymdi í sýnatöku í dag.
19.04.2021 - 19:54
Viðtal
Heilaþoka og mæði áberandi löngu eftir veikindin
Hátt í 60% þeirra sem veiktust af kórónuveirunni í fyrstu bylgju þurftu að minnka við sig vinnu í kjölfarið. Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að þeir sem mælist ekki með mótefni hafi ekki fengið veiruna. 
19.04.2021 - 19:25
„Óþægilegt“ að fá hópsmit í hverfið
Forsvarsmenn grunnskóla í grennd við leikskólann Jörfa og Skóla og frístundasvið Reykjavíkurborgar sendu tölvupóst í gær og óskuðu eftir því að nemendur sem ættu systkini á Jörfa héldu sig heima. Þá var skerpt á því að allir sem fyndu fyrir minnstu einkennum kæmu ekki í skólann í dag. Jón Pétur Zimsen, aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla, segist ánægður með viðbrögð yfirvalda við hópsýkingunni í hverfinu en að hann vildi sjá meiri áherslu á loftræstingu á fjölmennum stöðum. 
„Stærsti einstaki mánuðurinn minn frá upphafi“
Fasteignasali segist aldrei hafa upplifað önnur eins umsvif á fasteignamarkaði. Tillaga formanns Neytendasamtakanna um lögbundna ástandsskoðun virki ekki nema skoðandinn sé með ábyrgðartryggingu.
15.04.2021 - 21:45
Eftirlit með sóttkví nú á forræði Þórólfs
Teymi á vegum sóttvarnalæknis verður falið að sinna auknu eftirliti með að fólk fylgi reglum um sóttkví. Yfirlögregluþjónn segir að fjölgun ferðamanna í sumar gæti torveldað eftirlit. Sóttvarnalæknir segir að rekja megi öll smit sem greinst hafa innanlands frá 25. mars til landamæranna.
Myndskeið
Stærri hópur fær AstraZeneca hér, enginn í Noregi
Sóttvarnalæknir segir að bráðlega hefjist bólusetningar á 65 ára og eldri með bóluefni AstraZeneca og mögulega verði aldursviðmiðið fært enn neðar. Norðmenn ætla að gefa sér frest til að ákveða hvort efnið verði leyft á ný eða ekki. Danir ætla ekki að nota það enda myndi stór hluti landsmanna hafna því - hér er traustið meira.
15.04.2021 - 18:49
Myndskeið
Eftir sjö ára baráttu fær Freyja að taka barn í fóstur
Eftir sjö ára baráttu og dómsuppkvaðinngu á þremur dómsstigum er það komið á hreint að Freyja Haraldsdóttir, doktorsnemi og réttindagæslumaður fatlaðra, má taka barn í fóstur. Hún er spennt fyrir þessu nýja hlutverki og vonar að málið ryðji brautina fyrir annað fatlað fólk.
Ferðamenn fyrirferðamestir í sóttkvíarhúsinu
Stutt er í að sóttkvíarhúsið í Reykjavík fyllist og er nú leitað að öðru hóteli til viðbótar. Fólk fær enn ekki að fara út undir bert loft. Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsa, segist viss um að heilbrigðisráðherra sýni því skilning að ekki verði hægt að leyfa öllum að viðra sig daglega. 
Ekkert hefur bólað á nýju rakningarappi
Tafir hafa orðið á útgáfu uppfærðs smitrakningarapps Landlæknisembættisins. Persónuvernd segir appið hafa skilað sér seinna þangað en Landlæknisembættið hélt fram opinberlega. Líklega styttist þó í útgáfu þess. 
Geta aðeins uppfyllt útivistarákvæðið að hluta
Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands segir ekki hægt að leyfa öllum gestum sóttvarnahúsa að njóta útivistar þegar þeir vilja. Nýtt sóttvarnahótel verður líklega opnað í Reykjavík í dag því Fosshótelið stóra við Þórunnartún er að fyllast.  
Tvö smit greindust utan sóttkvíar í gær
Tvö kórónuveirusmit greindust innanlands í gær, bæði utan sóttkvíar. Eitt smit greindist á landamærunum. Óljóst er hvort smitin sem greindust utan sóttkvíar tengjast. Rakning stendur yfir og því gæti það skýrst þegar líður á daginn. Þá á raðgreining eftir að leiða í ljós af hvaða afbrigði smitin voru.
11.04.2021 - 10:51
Segir ávinninginn ekki alltaf trompa áhættuna
Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að konur undir 55 ára fái ekki bóluefni AstraZeneca vegna hættu á blóðtappamyndun. Rannsóknir benda til þess að alvarlegar aukaverkanir kunni að vera algengari í Noregi en annars staðar. 
10.04.2021 - 19:13
Treystir því að AstraZeneca standi við loforð sín
Evrópuríki fá helmingi færri bóluefnisskammta frá AstraZeneca en til stóð í næstu viku. Embættismaður sem sér um dreifingu bóluefna til Norðurlandanna fyrir hönd Evrópusambandsins vonar að AstraZeneca standi við orð sín en bendir líka á að von sé á stórum sendingum frá öðrum framleiðendum. 
Tillögur um útivist komnar til heilbrigðisráðherra
Rauði krossinn skilaði í gær tillögum til sóttvarnalæknis um hvernig hægt væri bregðast við kröfum nýrrar sóttvarnareglugerðar. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, kynnir sér aðstæður í sóttvarnahúsinu við Þórunnartún í Reykjavík í dag .
„Hræðilegt“ að kaupa sína fyrstu íbúð í dag
Kona sem nýlega keypti sína fyrstu íbúð segir hraðann á fasteignamarkaði stressandi og rifist um eignirnar. Skoðurnarmaður fasteigna segir að sölupressan sé slík að fólk hafi ekki tíma til að bíða eftir ástandsskýrslu. Formaður Neytendasamtakanna segir kaupendur í þröngri stöðu og vill sjá breytta umgjörð um fasteignaviðskipti.
10.04.2021 - 09:05
Geta ekki tryggt gestum útivist að sinni
Rauði krossinn og Sjúkratryggingar Íslands segjast ekki geta tryggt rétt gesta sóttvarnahúsa til útivistar, enn sem komið er og biðja um skilning gesta.  Unnið sé að því að uppfylla reglugerðina en það krefjist breytts verklags og aukins mannafla. Umsjónarmaður sóttvarnahúsa segir óljóst hvort hægt verði að vinna eftir reglugerðinni. Nýja reglugerðin einfaldar aftur á móti störf lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli.
Allt klárt fyrir kennslu í Korpuskóla
Búið er að gera við rakaskemmdir í Korpuskóla í Grafarvogi í Reykjavík. Nemendur úr Fossvogsskóla hefja þar nám á morgun. Upplýsingafulltrúi borgarinnar segir að finni börn fyrir myglueinkennum í Korpuskóla þurfi þau hugsanlega að skipta um skóla. 
06.04.2021 - 21:45
Seljendamarkaður og metin stráfalla á fasteignamarkaði
Það er slegist um eignir á fasteignamarkaði hvert metið slegið á fætur öðru. Kona sem keypti íbúð án þess að skoða hana segir að fólk fái engan umhugsunarfrest, góðar eignir rjúki út. 
„Fólk gæti klárlega verið í hættu“
Ný sprunga, um 500 metra löng, hefur opnast í Geldingadölum og verið er að rýma svæðið. Sigurður Bergmann, aðalvarðsstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum og vettvangsstjóri, segir að fólk kunni að vera í hættu. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar eru að leggja af stað á vettvang. Vefmyndavél RÚV hefur verið snúið að nýju sprungunni. 
05.04.2021 - 12:38
Tugir skikkaðir á sóttvarnahús - flestir án mótmæla
Nokkur viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli í dag en síðdegis lentu tvær flugvélar frá löndum þar sem teljast til hááhættusvæða. Stór hluti farþeganna fór með rútu í sóttkvíarhús. Einum þeirra blöskrar hversu þétt var setið í rútunni. Yfirlögregluþjónn segir flókið að ganga úr skugga um að vottorð séu ekta.
01.04.2021 - 19:35
Lyfjastofnun rannsakar andlát
Lyfjastofnun kannar hvort andlát eldri manneskju megi rekja til bólusetningar. Tvær alvarlegar tilkynningar hafa borist stofnuninni eftir fjöldabólusetningu síðastliðinn föstudag. 
31.03.2021 - 21:40
Þórólfur bjartsýnn á að bylgjan dvíni fljótt
Sóttvarnalæknir vonar að hægt verði að kveða fjórðu bylgjuna niður á næstu tveimur vikum. Það sé fullt tilefni til bjartsýni þrátt fyrir smit utan sóttkvíar.