Færslur: Innlent

88 með Covid-19 á Landspítala og 5 á gjörgæslu
88 liggja inni á Landspítala með Covid-19, sem eru jafn margir og í gær. Aldrei hafa fleiri verið inni á spítalanum með veiruna. Fimm eru nú á gjörgæslu, en þeir voru tveir í gær. Tveir eru í öndunarvél
12.03.2022 - 11:20
Icelandair tapaði 5 milljörðum á síðasta ársfjórðungi
Tap Icelandair eftir skatta á fjórða ársfjórðungi síðasta árs var fimm milljarðar króna. Forstjóri félagsins segir afkomu félagsins þó sýna mikinn rekstrarbata milli ára. Heildartekjur á fjórðungnum voru þrefalt hærri en á sama tímabili árið 2020.
Starfsfólki Eflingar tíðrætt um kynbundna áreitni
Í vinnustaðagreiningu á innra starfsumhverfi Eflingar kemur fram að starfsfólki félagsins hafi verið tíðrætt um kynbundna áreitni og einelti á vinnustaðnum. Togstreita innan félagsins hafi aukist þegar nýir stjórnendur tóku við, þar til að sauð upp úr. Þá segir að framganga fyrrum formanns og framkvæmdastjóra hafi orðið til þess að þau hafi einangrast frá starfsmannahópnum og tortryggni hafi ríkt á báða bóga.
Þarf að taka afléttingarnar í skrefum
Það verður að taka afléttingar í skrefum sagði heilbrigðisráðherra á Alþingi í morgun og bindur vonir við að einangrun verði stytt úr sjö dögum í fimm á næstu dögum. Áhrif kórónuveirufaraldursins á börn eru lengri og meiri en nokkurn óraði fyrir segir barnamálaráðherra og nú þarf að gera áætlun um hvernig eigi að bæta þann tíma upp.
„Við viljum metrann burt“
Borgaleikhússtjóri segir það verða erfitt og flókið að halda úti stórum sýningum leikhúsanna þrátt fyrir tilslakanir á samkomutakmörkunum. Eins metra reglan gangi einfaldlega ekki upp.
Slæmt ferðaveður og snjóflóð lokar vegi á Vestfjörðum
Vestan hvassviðri gengur nú yfir landið, en samkvæmt veðurfræðingi náði það líklega hápunkti upp úr hádegi. Dimm él hafa verið vestantil á landinu ásamt hvassviðri sem hefur raskað samgöngum. Snjóflóð féll í Bjarnadal í norðanverðri Gemlufallsheiði og lokaði þar vegi.
30.01.2022 - 13:16
Vetrarfærð í dag og nóg að gera hjá snjómokstursmönnum
Gular veðurviðvaranir fyrir allt vestanvert landið og Suðurland gilda frá klukkan tíu og til sex síðdegis. Búist er við vestan hvassviðri og dimmum éljum þannig að skyggni verður lélegt og akstursskilyrði versna. Töluvert hefur snjóað á vestantil á landinu í nótt og í morgun og víða þungfært vegna snjóþekju eða hálku.
30.01.2022 - 09:30
Kveður stjórnmálin vegna ásakana um kynferðisofbeldi
Daníel Örn Arnarsson, varaborgarfulltrúi sósíalistaflokksins, er hættur í stjórnmálum vegna ásakana um kynferðisofbeldi.
Myndband
Mikill hafís norðvestan við landið
Landhelgisgæslan vakti athygli í dag á töluverðum hafís norðvestan við Ísland.
29.01.2022 - 14:11
Hélt nágrannakonu sinni fanginni í rúma tvo tíma
Maður hefur verið dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur til níu mánaða fangelsisvistar fyrir að halda nágrannakonu sinni fanginni í rúmar tvær klukkustundir og beita hana kynferðisofbeldi. Hann varnaði henni að komast út úr íbúð sinni með því að tvílæsa útidyrahurð og skorða spýtu milli gólfs og hurðarhúns.
Aldrei fór ég suður verði haldin um páskana
Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður á Ísafirði verður haldin í ár, en það hefur ekki verið mögulegt að halda hátíðina með hefðbundnu sniði síðastliðin tvö ár vegna samkomutakmarkana. Stjórnvöld kynntu í gær afléttingaráætlun og sögðust bjartsýn um að í mars yrði öllum samkomutakmörkunum aflétt.
1.186 innanlandssmit í gær og 17 á landamærunum
Í gær greindust 1.186 með kórónuveiruna innanlands, sem er svipaður fjöldi og í fyrradag. Þar af voru 531 í sóttkví við greiningu. Sautján til viðbótar greindust við landamærin.
Gul viðvörun til hádegis
Gul veðurviðvörun er enn í gildi fyrir Austurland að Glettingi þar sem geisar vestan- og norðvestan stormur og hríð. Á austfjörðum er vestan stormur eða rok og þar er gul viðvörun Veðurstofunnar í gildi til hádegis, sömuleiðis á suðausturlandi og á miðhálendinu.
29.01.2022 - 08:18
Brutu sóttvarnarreglur skömmu fyrir afléttingu
Lögregla þurfti að hafa afskipti af veitingastað í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi vegna brota á reglum um lokun samkomustaða og starfsemi vegna sérstakrar smithættu eins og það er orðað í dagbók lögreglunnar. Stjórnvöld boðuðu til afléttingar sóttvarnaaðgerða í gær sem tóku þó ekki gildi fyrr en á miðnætti.
Gul veðurviðvörun tekur gildi síðdegis
Gul veðurviðvörun tekur gildi klukkan fimm í dag á Vestfjörðum og Norðurlandi eystra vegna hvassviðris og élja.
28.01.2022 - 16:39
Heitavatnslaust á hluta höfuðborgarsvæðisins
Heitavatnslaust er á hluta höfuðborgarsvæðins og verður líklega til um klukkan sex í kvöld, vegna bilunar í Nesjavallavirkjun, þegar sprenging varð í tengivirki Landsnets. Höfuðborgarbúar eru beðnir að fara sparlega með heitt vatn á meðan viðgerðirnar standa yfir.
28.01.2022 - 14:55
Viðtal
Omíkron-afbrigðið og bólusetningar ástæða til bjartsýni
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segist vongóð um að brátt heyri covid-faraldurinn sögunni til. Hún segir að minni veikindi af völdum omíkron-afbrigðisins sem og góð þátttaka í bólusetningum sé ástæða til bjartsýni.
Viðtal
Fimmtíu mega koma saman og skemmtistaðir opna á ný
Breyttar sóttvarnarreglur taka gildi frá og með morgundeginum. Ríkisstjórnin kynnti varfærnislegar afléttingar á blaðamannafundi í dag, en heilbrigðisráðherra bindur vonir við að hægt verði að aflétta öllum sóttvarnarreglum í mars. Breytingarnar voru að mestu í samræmi við tillögur sóttvarnarlæknis, að frátöldum lengri opnunartíma veitingahúsa, en ráðherra kaus einnig á láta reglunar taka gildi fyrr en lagt var til í minnisblaði.
Sprenging í tengivirki á Nesjavöllum
Sprenging varð í tengivirki Landsnets á Nesjavöllum rétt fyrir klukkan 6 í morgun með þeim afleiðingum að þremur af fjórum aflvélum Nesjavallavirkjunar sló út.
28.01.2022 - 10:06
Verðbólga ekki verið meiri í áraraðir
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,5 prósent milli mánaða og 5,7 prósent frá síðasta ári. Verðbólga á ársgrundvelli mælist nú 5,7 sem er með því hæsta í áraraðir.
Hátt í 200 milljarða króna ábati af Sundabraut
Ný félagshagfræðileg greining um lagningu Sundabrautar, leiðir í ljós 186-238 milljarða króna ábata fyrir samfélagið af framkvæmdunum. Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, segir að niðurstöðurnar staðfesti þá sannfæringu hans að Sundabrautin muni umbylta umferð á höfuðborgarsvæðinu.
Þriðjungur barna sér eftir færslum á samfélagsmiðlum
Rúmlega þriðjungur nemenda í grunn- og framhaldsskólum, á aldursbilinu 9-18 ára, sér eftir efni sem þau hafa deilt inni á samfélagsmiðlum.
Breyttar reglur um sóttkví taka gildi á miðnætti
Þeir sem verða útsettir fyrir COVID-19 smiti utan heimilis þurfa ekki lengur að fara í sóttkví, samkvæmt nýjum sóttvarnarreglum sem taka gildi á miðnætti. Þeir þurfa þess í stað að viðhafa smitgát, er fram kemur í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Börn á leik- og grunnskólaaldri eru undanþegin þeirri smitgát.
Samgöngur raskast vegna óveðursins
Töluverðar raskanir hafa orðið á samgöngum í morgun vegna krapprar lægðar sem gengur nú yfir landið. Öllu morgunflugi var aflýst frá Keflavíkurflugvelli og mest allt innanlandsflug hefur verið fellt niður. Strætó aflýsti ferðum um landsbyggðina vegna hvassviðris og slæmrar færðar. Ferðum með Herjólfi til Vestmannaeyja hefur einnig verið aflýst.
25.01.2022 - 09:25
Yfir hundrað hundar smitast af óþekktri hóstapest
Yfir hundrað tilvik hafa verið tilkynnt Matvælastofnun um bráðsmitandi öndunarfærasýkingu meðal hunda. Grunur er um talsvert fleiri tilfelli. Matvælastofnun hefur haft pestina til rannsóknar, en niðurstöður úr PCR-greiningum benda til þess að orsökin sé hvorki covid né hundainflúensa. Dýralæknar segja mögulegt að nýjar veirur eða bakteríur, sem ekki hafi greinst í hundum hér á landi áður, valdi veikindunum.
24.01.2022 - 16:47