Færslur: Innlent

„Margir leiðtogar eru fyrst og fremst fylgjendur“
Halldór Þorgeirsson, formaður loftslagsráðs, segist hugsanlega verða orðinn að jarðvegi árið 2050, en hann vonar að þá verði hægt að hlusta á söng vaðfugla í borginni, að við höfum endurheimt vistkerfi, eyðum ekki stórum hluta dagsins í umferðarteppu og höfum úrval fæðu sem að mestum hluta komi úr plönturíkinu. Hann og tveir aðrir sérfræðingar sem komið hafa fram á upplýsingafundum loftslagsverkfallsins ræddu framtíðarsýn sína á fundinum í dag, en fundurinn var sá síðasti í þriggja funda röð.
Óvenju margir heimilislausir kettir á vergangi
Samtökin Villikettir hafa þurft að sinna óvenju mörgum heimilislausum köttum á vergangi í haust, segir Arndís Björg Sigurgeirsdóttir formaður Villikatta. „Við vitum ekki ástæðuna, en höfum verið að geta í eyðurnar“ segir Arndís, en þeim dettur helst í hug að fólk sé að losa sig við gæludýr sem það eignaðist á tímum samkomutakmarkana.
22.10.2021 - 16:49
Þrjótar kunna að hafa læst klóm í tölvupóst starfsmanna
Hætt er við því að tölvuþrjótar hafi komist yfir tölvupósta starfsmanna Háskólans í Reykjavík í árás sem gerð var á póstþjón skólans í síðustu viku. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skólanum. Frá því í júní hafa tölvuþrjótar tvisvar komið spilliforriti inn á póstþjóna skólans. 
22.10.2021 - 16:26
Ósátt við að þurfa að aka 18 kílómetra með ruslið
Bóndi í Kelduhverfi íhugar að fara að brenna rusl heima á bæ, eftir að sveitarfélagið fjarlægði ruslagám í grennd við heimili hennar. Formaður framkvæmda- og skipulagsráðs Norðurþings, segir að verið sé að bæta þjónustuna með stærra og betra gámaplani fjær bænum. Ekki sé óalgengt að bændur þurfi að aka töluverðan spöl með sorp.
22.10.2021 - 15:58
Lögreglan tjáir sig ekki um rannsókn Rauðagerðismálsins
Ríkissaksóknari hefur ekki tekið ákvörðun um hvort dómi héraðsdóms í morðmálinu sem kennt hefur verið við Rauðagerði verður áfrýjað. Þetta kemur fram í svari embættis ríkissaksóknara við fyrirspurn fréttastofu. Rannsókn lögreglu hefur verið harðlega gagnrýnd. Lögreglan hyggst ekki tjá sig um rannsóknina að svo stöddu.
22.10.2021 - 13:32
Hófstilltari hækkanir á höfuðborgarsvæðinu
Íbúðir á höfuðborgarsvæðinu hækkuðu að meðaltali um 1,2% milli ágúst- og septembermánaðar. Lítill munur er á fjölbýli og sérbýli, íbúðir í fjölbýli hækkuðu um 1,2% og sérbýli um 1,3%. Þetta kemur fram í nýjum tölum Þjóðskrár Íslands. Vegin árshækkun mælist nú 16,4%. Árshækkun sérbýlis mælist ívið hærri en fjölbýlis, 21,1% á móti 15,2.
22.10.2021 - 11:25
„Menn voru með góðan ásetning um að kveikja í húsinu“
Fagstjóri forvarnasviðs Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins segir að það hafi markað tímamót þegar héraðsdómur sakfelldi forráðamann óleyfishúsnæðis á grundvelli hegningarlaga í júní. Manninum var meðal annars gefið að sök að hafa í gróðaskyni lagt líf og heilsu á fjórða tug erlendra verkamanna í hættu. Mennirnir sváfu í fjögurra fermetra svefnkössum úr timbri og brunavarnir voru svo til engar.
Sjötíu nemendur þurftu fyrr heim úr ungmennabúðum
Sjötíu nemendur í níunda bekk voru sendir heim úr ungmennabúðum Ungmennafélags Íslands í gær eftir að kórónuveirusmit greindist hjá einum þeirra. Nemendurnir komu í búðirnar á mánudag og hefðu að óbreyttu farið heim um hádegisbil í dag. Unnið er að ítarlegri sótthreinsun húsnæðis ungmennabúðanna, segir í tilkynningu frá Ungmennafélaginu. Þá fer allt starfsfólk í smitgát og PCR-próf.
22.10.2021 - 09:09
 · Innlent · Menntamál · UMFÍ · COVID-19
Telur frestinn stuttan í ljósi pólitískrar óvissu
Heilbrigðisráðuneytið hefur auglýst starf forstjóra Landspítala laust til umsóknar. Umsóknarfrestur rennur út þann 1. nóvember. Tveir þingmenn hafa gagnrýnt að fresturinn sé ekki lengri. Ráðuneytisstjóri heilbrigðisráðuneytisins segir að tvær vikur séu lögbundinn lágmarksfrestur, sami frestur hafi verið veittur þegar ráðið var í embætti forstjóra Sjúkrahússins á Akureyri í sumar.
Vona að greining á erfðamengi Dana bæti meðferð
Íslensk erfðagreining vinnur nú með hópi danskra vísindamanna að því að greina hátt í 500 þúsund erfðasýni úr dönsku þjóðinni. Prófessor við ríkisspítalann í Kaupmannahöfn vonast til þess að rannsóknin auðveldi vísindamönnum að laga meðferð við ýmsum alvarlegum sjúkdómum betur að þörfum einstaklinga. 
15.10.2021 - 12:14
Viðtal
„Eðlilegt að horfa til stöðunnar á spítalanum“
Framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum tekur undir neyðarkall starfsfólks bráðamóttökunnar og segir eðlilegt að horfa til stöðunnar á Landspítalanum við mat á því hvort rétt sé að slaka á sóttvörnum.
Ekkert enn vitað um eldsupptök í Hafnarfirði
Ekkert er enn vitað um upptök eldsvoðans í Hafnarfirði, þar sem kona lést í nótt. Þetta segir yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Íbúðin var full af reyk og mikill hiti. 
Eldur virðist hafa kraumað lengi áður en útkall barst
Vísbendingar eru um að eldur hafi náð að krauma býsna lengi, áður en útkall barst slökkviliðinu í Hafnarfirði í nótt. Þetta segir varðstjóri hjá slökkviliðinu. Kona á sjötugsaldri lést í eldsvoðanum, sem kom upp í þríbýlishúsi. 
14.10.2021 - 10:04
ÖBÍ segja greiðsluþakið hálfgerðan blekkingarleik
Öryrkjabandalag Íslands segir þak á greiðsluþátttöku sjúklinga hriplekt. Í nýrri skýrslu þess kemur fram að sjúklingar greiði á annan milljarð í komugjöld til sérfræðilækna og sjúkraþjálfara framhjá greiðsluþakinu. Formaður bandalagsins segir viðbótarkostnaðinn bitna verst á þeim sem mest þurfa á þjónustunni að halda. 
Myndir
„Þetta kom bara eins og virkilegur rassskellur“
Í eitt og hálft ár hafa PEPP, grasrótarsamtök fólks í fátækt, rekið vinsælt kaffihús í Breiðholti þar sem allt er ókeypis. Nú eru samtökin búin að missa húsnæðið og framtíðin óráðin. Rútína fjölda fastagesta er í uppnámi.
08.10.2021 - 21:01
Allir frambjóðendurnir sem misstu sæti kæra talninguna
Allir frambjóðendurnir fimm sem endurtalning atkvæða í Norðvesturkjördæmi hafði áhrif á hafa nú kært kosningarnar. Alls hafa sex kærur borist undirbúningskjörbréfanefnd og sú sjöunda er á leiðinni. Birgir Ármannsson, formaður nefndarinnar, segir óljóst hvenær vinnu nefndarinnar lýkur og ógjörningur að segja til um hvort kjósa þurfi aftur í Norðvesturkjördæmi. 
08.10.2021 - 11:57
Kveikur
Tala um hræðslu og þöggunartilburði meðal lækna
Tveir læknar sem hafa gagnrýnt sóttvarnayfirvöld segja hálfgerða þöggunartilburði viðgangast innan læknasamfélagsins á Íslandi. Skoðanaskipti lækna á opinberum vettvangi séu talin ógna trausti fólks til bóluefna.  
05.10.2021 - 09:45
Sjötti bærinn rýmdur vegna skriðuhættu
Sjötti bærinn, Nípá í Útkinn, hefur verið rýmdur í Þingeyjarsveit vegna mikillar úrkomu og aurskriða. Þetta tilkynnti lögreglan á Norðurlandi eystra síðdegis, en staðan verðu endurmetin á hádegi á morgun. Enn er í gildi óvissustig fyrir Tröllaskaga og mikið vatn er í fjallshlíðum.
03.10.2021 - 17:08
Telja upptök brunans vera ofhitnun rafhlöðu í rafskútu
Bjarni Ingimarsson, aðstoðarvarðstjóri Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, segir líklegt að upptök brunans í Bríetartúni fyrr í kvöld, megi rekja til rafskútu. Þá bendi aðstæður í húsinu til þess að sprenging hafi orðið, sem gæti hafa verið rafhlaða sem ofhitnaði.
Yfirlæknar benda á galla í hönnun nýs rannsóknahúss
Yfirlæknar á Landspítala hafa ítrekað bent á hönnunargalla í hönnun nýs rannsóknarhúss Landspítala en segja samráð við lækna hafa skort verulega. Bæði séu fyrirhuguð opin skrifstofurými fyrir lækna mjög óhentug vinnuaðstaða og áætluð staðsetning þyrlulendingarpalls gæti raskað rannsóknum í húsinu.
Fréttaskýring
Létu stjórnvöld moka ofan í nógu marga skurði?
Ríkisstjórnin lofaði að moka ofan í skurði og planta trjám til að binda kolefni og taka á stærsta losunarþætti landsins, þeirri urmull af gróðurhúsalofttegundum sem stígur upp úr mýrunum sem voru framræstar, margar fyrir ríkisstyrk, breytt í tún. Athæfi sem Halldór Laxness hneykslaðist á í ritgerð sinni „Hernaðurinn gegn landinu.“ En hvernig gekk? Náðu stjórnvöld að tvöfalda umfang skógræktar, er nú tífalt meira endurheimt af votlendi en árið 2018?
Fréttaskýring
Lítið má út af bregða ef orkuskiptamarkmið eiga að nást
Lítið má út af bregða eigi loftslagsmarkmið ríkisstjórnarinnar um orkuskipti í vegasamgöngum að nást og Orkusjóð vantar fjármagn til að hægt sé að ná skipum, flugvélum og trukkum á núllið. Rúmlega hundrað hleðslustöðvar fyrir rafbíla hafa bæst við í tíð núverandi ríkisstjórnar. Mikil tækifæri eru til að tengja fleiri skip við rafmagn úr landi.
„Verður að hafa í huga þennan freistnivanda“
Prófessor í stjórnmálafræði telur það nýnæmi að ríkisstjórn birti gröf og yfirlit yfir árangur sinn í lok kjörtímabils. Það þurfi að taka yfirlýsingum hennar með fyrirvara enda ákveðinn freistnivandi til staðar þegar pólitíkusar dæma eigið ágæti. 
Hraðprófin renna út á BSÍ
Töluverð eftirspurn er eftir því að komast í hraðpróf sem greina COVID-sýkingu á innan við korteri og nokkur einkafyrirtæki sem bjóða upp á þau. Forsvarsmaður eins þeirra segir þjónustuna létta undir með heilsugæslunni. Hann beið í rúmt ár eftir starfsleyfi. 
12.08.2021 - 17:08
Loforðin sem stjórninni tókst ekki að standa við
Hálendisþjóðgarður, innleiðing keðjuábyrgðar og ráðstafanir til afnáms verðtryggingar á lánum eru meðal þeirra aðgerða sem ríkisstjórnin lofaði í stjórnarsáttmála sínum haustið 2017 en lauk ekki við. Stjórnin segist hafa lokið þremur fjórða hluta aðgerða sem getið var í stjórnarsáttmála hennar. Mat á stöðu aðgerðanna byggir á huglægu mati.