Færslur: Innlent

Suðurnesjabúar flykkjast til læknis í Reykjavík
Einn af hverjum sex íbúum á Suðurnesjum er skráður á heilsugæslustöð á höfuðborgarsvæðinu. Formaður félags heimilislækna telur þetta skrifast á læknaskort og bága fjárhagsstöðu HSS. Grundvallarmunur sé á rekstrarumhverfi heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. 
11 ný smit - 50 í einangrun og 287 í sóttkví
Ellefu ný innanlandssmit greindust í gær. 10 á veirufræðideild Landspítalans og 1 hjá Íslenskri erfðagreiningu. 50 eru nú í einangrun með virkt smit og hafa ekki verið fleiri síðan 3. maí. Rúmlega 2.400 sýni voru tekin í gær. Einn er á sjúkrahúsi en hann var lagður inn á legudeild smitsjúkdómadeildar Landspítalans í gær.
31.07.2020 - 11:11
Telur starfsaldursdeilu geta átt erindi til Félagsdóms
Sjötíu flugfreyjur í Flugfreyjufélagi Íslands telja Icelandair hafa sniðgengið sig með því að horfa ekki til starfsaldurs við endurráðningu. Sérfræðingur í vinnurétti telur deiluna eiga fullt erindi á borð Félagsdóms. 
30.07.2020 - 21:55
Spyrja sig hvort Icelandair hafi hegnt flugfreyjum
Mikil ólga er meðal flugfreyja vegna ákvörðunar Icelandair um að líta ekki einungis til starfsaldurs við endurráðningar, heldur einnig frammistöðu. Ólgan lýtur meðal annars að loforðum sem forsvarsmenn Icelandair eru sagðir hafa gefið þegar flugfreyjum var sagt upp í hópuppsögn.
29.07.2020 - 22:13
Óvissa og áform um að endurráða starfsfólk í uppnámi
Forsvarsmenn ferðaþjónustufyrirtækja segja fjölgun kórónuveirusmita í Evrópu og bakslag hér mikið áhyggjuefni. Staðan setji áform fyrirtækja sem hugðust endurráða starfsmenn í haust í uppnám. 
Telja enga þörf á því að sendiherrar gangi um vopnaðir
Formaður og varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis eru sammála um að ekki komi til greina að veita erlendum sendiherrum heimild til að bera vopn sér til varnar. Þá virðist ekkert benda til þess að þörf sé á vopnuðum vörðum í sendiráðum hér. 
Margir búnir að sækja ferðagjöf en færri nýta
Þegar hafa um 44 þúsund nýtt ferðagjöf stjórnvalda. Yfir 100 þúsund er búnir að sækja hana. Elías Gíslason, forstöðumaður gæða- og þróunarsviðs Ferðamálastofu segist svolítið hissa á því að fleiri séu ekki búnir að nýta gjöfina, það sé svo langt liðið á sumarið. Hann hvetur fólk til að nýta gjöfina en minnir þó á að hún gildir út árið.
Varar við nikótínpúðum: „Nikótín getur verið banvænt“
Sala á neftóbaki hefur dregist verulega saman undanfarna sex mánuði. ÁTVR tengir þetta vinsældum nýrra nikótínpúða sem teknir eru í vörina og innihalda ekki tóbak. Doktor í lýðheilsuvísindum segir púðana líklega skárri en neftóbak en vísar fullyrðingum söluaðila um að nikótín valdi ekki sjúkdómum á bug. Of stór skammtur geti verið banvænn. 
24.07.2020 - 12:20
Óljóst hvort kæra Rio Tinto verður rannsökuð formlega
Samkeppniseftirlitið þarf að afla frekari upplýsinga frá Rio Tinto og Landsvirkjun áður en tekin verður ákvörðun um hvort kæra Rio Tinto til embættisins verður tekin til rannsóknar.  Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir að þessi vinna taki einhverjar vikur. Ákvörðunin um hvort hafin verði formleg rannsókn á grundvelli kvörtunarinnar liggi í fyrsta lagi fyrir í ágúst.
23.07.2020 - 16:44
Framtíðarhöfuðverkur að velja hverjir fái bóluefni
Stefnt er að því að fimmtungur þjóðarinnar verði bólusettur gegn Covid-19 fyrir lok næsta árs. Þetta sagði sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna. Reiknað er með því að kostnaður vegna þessa nemi um 700 milljónum króna. 
Ekki viðtekið hjá lögreglu að tala um skattgreiðendur
Starfsmaður fjarskiptamiðstöðvar lögreglu segist hafa valið klaufaleg orð í samskiptum sínum við konu sem hringdi í neyðarlínuna, fyrr í vikunni, vegna samborgara í neyð. Hann spurði hana hvort maðurinn sem hún hafði áhyggjur af liti út eins og skattgreiðandi. Embætti Ríkislögreglustjóra hefur sent frá sér tilkynningu vegna málsins, þar er ítrekað að allir sem leiti til lögreglu eigi rétt á sömu þjónustu og virðingu.
Myndskeið
Ef ekkert heyrist í sólarhring er sýnið neikvætt
Á næstu dögum verður upplýsingagjöf til þeirra sem fara í skimun á landamærum breytt. Þá verða upplýsingar um fjölda smita uppfærðar sjaldnar en áður. Þessi áform voru kynnt á upplýsingafundi almannavarna í dag. Þeim síðasta sem fram fer í bili. Einn greindist með virkt smit á landamærunum í gær. Ekkert smit hefur greinst í seinni skimun hjá Íslendingum sem hafa viðhaft heimkomusmitgát.
Vill halda í álverið en horfir líka á stóra samhengið
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Iðnaðarráðherra segir álverið í Straumsvík mikilvægt fyrirtæki sem vont væri að missa. Það sé þó nauðsynlegt að líta til stóra samhengisins. Móðurfélagið hafi þegar lokað 7 af 8 álverum sínum í Evrópu. Óljóst er hvort álverið þraukar þar til kvörtun sem það lagði fram í gær fæst afgreidd hjá Samkeppniseftirlitinu.
„Hálfsúrrealískt að ætla að hunsa þetta“
Leikkonunni Þórdísi Björk Þorfinnsdóttur bárust grófar lífláts- og nauðgunarhótanir eftir að skjáskot af ummælum sem hún lét falla um Raufarhöfn og Kópasker fór í dreifingu á samfélagsmiðlum. Þórdís hefur ákveðið að kæra þá sem stóðu að baki grófustu hótununum til lögreglu. Leikhópurinn Lotta, hverfisráð Raufarhafnar og hverfisráð Öxarfjarðar sendu síðdegis frá sér yfirlýsingu um málið til að reyna að lægja öldurnar.
22.07.2020 - 16:43
„Lítur hann út fyrir að vera skattgreiðandi?“
Kona sem í gærkvöldi hringdi í neyðarlínuna vegna samborgara í neyð segir að sér hafi blöskrað orðfæri lögreglumanns á fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra. Hún greinir frá reynslu sinni í færslu á Facebook. Málið er til skoðunar hjá embætti ríkislögreglustjóra.
22.07.2020 - 12:34
Telur fólk eiga rétt á að skilja stjórnvöld
Dæmi eru um að fólk sem talar ekki íslensku átti sig ekki á því að það geti kært ákvarðanir stjórnvalda. Ástæðan er sú að það fær ekki upplýsingar á máli sem það skilur. Þetta segir Umboðsmaður Alþingis. Hann telur að stjórnsýslulög veiti fólk rétt til að fá þessar upplýsingar. 
Lögmaður fær 1,5 milljónir vegna gæsluvarðhaldsvistar
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í morgun íslenska ríkið til að greiða Steinbergi Finnbogasyni, lögmanni, 1,5 milljónir króna í miskabætur fyrir húsleit og þriggja daga varðhald sem hann var látin sæta tengslum við farsakennt fjársvikamál skjólstæðings hans. Málið á hendur Steinbergi var látið niður falla en hann krafði íslenska ríkið um tíu milljónir.
21.07.2020 - 12:00
Viðtal
Öflug skjálftahrina á Reykjanesi - jörð skelfur
Jörð heldur áfram að skjálfa á Reykjanesi og núna klukkan hálf sjö varð snarpur skjálfti sem fannst greinilega í útvarpshúsinu og væntanlega víða á höfuðborgarsvæðiu. Samkvæmt mælingum veðurstofunnar var hann 4,3 að stærð.
20.07.2020 - 06:19
Viðtal
Fjölgun í Skagafirði: „Ætlum að gera þetta að okkar“
Hvergi á landinu fjölgar fólki hlutfallslega meira en á Norðurlandi vestra. Frá í desember hafa bæst við tæplega hundrað íbúar. Sumir eiga engar rætur svæðinu aðrir eru að snúa heim eftir áralanga dvöl í höfuðborginni. Fjölskylda sem elti atvinnutækifæri á Sauðárkrók segist komin til að vera. 
19.07.2020 - 19:34
Myndskeið
Þeir sem misstu tökin í faraldrinum leita aðstoðar núna
Tvöfalt fleiri hafa leitað til Geðhjálpar í ár en á sama tíma í fyrra. Samtökin vilja að geðheilbrigðiskerfið verði tilbúið að takast á við mikinn skell í haust.  Á Vog leitar nú fólk sem missti tökin á neyslunni í faraldrinum.
19.07.2020 - 19:25
Myndskeið
Þúsaldarprestur byrjaði óvart að boða trúna á TikTok
Sóknarpresturinn í Glerárkirkju á Akureyri álpaðist inn á samfélagsmiðilinn TikTok í samkomubanninu og hefur nú varið nokkrum vinnustundum í að svara spurningum notenda um trúmál. Forveri hans í starfi, sem nú er komin á eftirlaun, fagnar framtakinu.
19.07.2020 - 12:17
Í skýjunum með handlagna velunnara Bíó Paradísar
Fjöldi sjálfboðaliða hefur um helgina mundað skiptilyklana í Bíó Paradís í Reykjavík. Bíóinu var lokað í vor þegar fyrirséð var að það réði ekki við hækkun á leiguverði. Nú hefur reksturinn verið tryggður og komið að því að takast á við uppsafnaðan viðhaldsvanda.
19.07.2020 - 12:17
Óljóst hvenær hámarkshraði verður hækkaður á Kjalarnesi
Ekki hefur verið ákveðið hvenær hámarkshraði verður hækkaður á ný á vegkafla á Kjalarnesi þar sem banaslys varð í lok júní. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir mælingar á hemlunarviðnámi viðunandi. 
14.07.2020 - 15:41
Biðlisti eftir því að fá að bakka fyrir dómarann
Það er ekki víst að þeir sem nýlega keyptu hjólhýsi megi taka það með í fríið. Til að geta ekið með þunga eftirvagna þarf hluti ökumanna að næla sér í kerruréttindi og það er nokkurra vikna biðlisti eftir því að fá að bakka fyrir prófdómara Frumherja.
14.07.2020 - 15:28
Allt að sólarhringsbið eftir niðurstöðu
Fólk gæti þurft að bíða allt að sólarhring eftir niðurstöðum úr seinni sýnatöku eftir heimkomu. Það á að komast í seinni sýnatöku án tafa. Ekki verða þó tekin sýni um helgar og því miðað við að fólk viðhafi smitgát í fjóra til sex daga eða þar til niðurstöður liggja fyrir. Heilsugæslustöðvar á landinu segjast vel í stakk búnar til að taka seinna sýnið.
13.07.2020 - 16:30