Færslur: Innlent

Lilja sagðist aldrei harma ráðninguna
Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, viðurkennir að hafa vanmetið þörfina á því að auglýsa stöðu þjóðminjavarðar. Þetta sagði hún í ræðu á Safnaþingi á Austfjörðum í síðustu viku. Lilja segir fullyrðingar um að hún hafi sagst harma ráðninguna rangar.
Þetta helst
Glæpavarnir og forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu
Frumvarp um forvirkar rannsóknarheimildir, eða afbrotavarnir, eins og dómsmálaráðherra kallar það, er tilbúið. Ráðherra tilkynnti þetta í síðustu viku, en tilefnið var handtaka tveggja ungra íslenskra manna sem eru grunaðir um að hafa verið að skipuleggja hryðjuverk á Íslandi. Vopnaframleiðsla, fjöldamorð og voðaverk eru orðin sem lögreglan notaði í tengslum við þetta mikla mál. Mál án fordæma á Íslandi. Þetta helst fjallar í dag um forvirkar rannsóknarheimildir lögreglunnar.
Þetta helst
Haustlitirnir: Náttúran býr sig undir vetrarkomu
Haustið er uppskera sumarsins og undirbúningur fyrir veturinn. Náttúran breytir um lit til að leggjast í dvala, plönturnar færa næringuna niður í ræturnar og fella fagurgul laufin til að geta tekist á við vorið eftir kuldann og myrkrið í vetur. Skógfræðingar segja að á Íslandi sé æskilegt fyrir plönturnar að haustlitirnir verði komnir í kringum 1. október. Það þýðir að þær séu heilbrigðar, að þeim líði vel. Svo er líka alveg voðalega fallegt. Haustlitir verða helst í dag.
21.09.2022 - 13:09
 · Rás 1 · Innlent · Náttúra · vísindi · Umhverfismál · Hlaðvarp
Þetta helst
Hollywood gegn íslenskri kvikmyndaframleiðslu?
Kvikmyndabransinn á Íslandi var á dagskrá Þetta helst í dag. Á nýafstaðinni Edduhátíð notaði kvikmyndagerðarfólk flest tækifærið til að hvetja stórnvöld til að falla frá ríflega þrjátíu prósenta niðurskurði til Kvikmyndasjóðs. Íslensk kvikmyndagerð þarf á peningunum að halda til að blómstra, til að lifa af. Og íslensk kvikmyndagerð er mikilvæg. En á sama tíma erum við að fá stærsta kvikmyndaverkefni sögunnar til Íslands, fjórðu seríuna af HBO þáttunum True Detective.
Þetta helst
Erfiðar aðstæður kvenna í íslenskum fangelsum
Tíu konur afplána nú dóma í fangelsinu á Hólmsheiði. Hlutfall kvenna í fangelsi hefur farið hækkandi undanfarinn áratug og hefur verið á bilinu átta til ellefu prósent, en ekki fimm prósent eins og áður. Samkvæmt nýjum tölum frá Fangelsismálastofnun eru konurnar sem nú afplána dóma á aldrinum 23 til 62 ára. Umboðsmaður Alþingis ætlar mögulega að skoða hvort konum bjóðist lakari úrræði en karlar í fangelsum landsins. Þetta helst skoðaði aðstæður kvenna í fangelsum.
Skemmdarverk og alvarlegar hótanir í garð Sósíalista
Skemmdarverk voru unnin á skrifstofuhúsnæði Sósíalistaflokksins í Reykjavík í gær. Formanni framkvæmdastjórnar flokksins var sagt að hugsa um fjölskyldu sína áður en hann héldi áfram starfi sínu í stjórnmálum. Hann hefur tilkynnt hótanirnar til lögreglu.
Heiða Björg vill halda varaformannsembættinu
Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar, ætlar að gefa kost á sér í áframhaldandi setu í varaformannsembættinu á næsta landsfundi Samfylkingarinnar. Heiða Björg er sú eina sem hefur formlega gefið það út að hún vilji embættið.
04.09.2022 - 13:14
Framkvæmdir í Straumsvík þyrftu að hefjast á næsta ári
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur samþykkt að gengið verði hið fyrsta frá samkomulagi Hafnarfjarðarbæjar, Hafnarfjarðarhafnar, Carbfix og fleirum um uppbyggingu í Straumsvíkurhöfn vegna Coda verkefnisins á vegum Carbfix. Coda verður móttöku- og förgunarstöð fyrir koltvísýring við álverið í Straumsvík. Bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir að framkvæmdir í við höfnina þurfi að hefjast á næsta ári ef áætlanir Carbfix eigi að ganga eftir.
04.09.2022 - 12:58
Möguleiki á spennandi varaformannsslagi hjá Samfylkingu
Nokkur nöfn hafa verið nefnd sem möguleg varaformannsefni í Samfylkingunni. Núverandi varaformaður er sú eina sem hefur formlega lýst yfir framboði til endurkjörs, en það var áður en hún landaði öðru starfi. Kristrún Frostadóttir hefur ein gefið kost á sér í formannsembættið, en það eru enn sjö vikur til stefnu.
03.09.2022 - 19:00
Þetta helst
Stór og smá kókaínmál, Hollywood og erythroxylum coca
Íslensk yfirvöld fundu hundrað kíló af kókaíni í gámi sem var reynt að smygla hingað til lands og er þetta langmesta magn af þessu rándýra dópi sem hefur fundist hér á landi. Fyrsta málið sem var kallað stóra kókaínmálið snerist um eitt kíló. Svo kom annað stórt kókaínmál, þar snerist um 16 kíló. Fjórir eru í haldi vegna kílóanna hundrað, ekki góðkunningjar lögreglu. Þetta helst skoðaði sögu kókaíns, faraldurinn á Íslandi og stöðuna í dag.
19.08.2022 - 13:47
Þetta helst
Fangelsi eru ekki góðir staðir fyrir veikt fólk
„Fangelsi eru ekki góðir staðir fyrir veikt fólk,“ segir yfirlæknir geðheilbrigðisteymis fangelsanna í viðtali við Læknablaðið. Sumir fangar sem geðheilbrigðisteymið telur að eigi ekki erindi inn í fangelsi, beita ofbeldi þar, en hefðu líklega ekki gert það áður. Fangelsin búa til ofbeldismenn. Þetta helst skoðaði stöðuna á geðheilbrigðskerfinu þegar kemur að föngum á Íslandi.
Sjónvarpsfrétt
Bílaflotinn við gosið farinn að minna á hraunbreiðu
Meira en tíu þúsund manns hafa gengið að eldgosinu um helgina. Bílaflotinn við rætur gönguleiðarinnar varð svo stór í dag að skipulögðu bílastæðin dugðu ekki til. Björgunarsveitarfólk býst við því að met gærdagsins verði slegið í dag. Tjaldstæðið í Grindavík hefur fyllst af fólki upp úr miðnætti undanfarin kvöld, þegar örþreyttir ferðamenn komast niður af gosstöðvunum.
Þetta helst
Afskipti Rússa af starfsemi Fréttablaðsins
Fréttablaðið birti í vikunni mynd af rússneskum fána sem var notaður sem dyramotta á úkraínsku heimili. Þetta helst fjallar um viðbrögð rússneska sendiráðsins hér í bæ á þeirri birtingu og atburðarrásina sem þá fór af stað. Netárás var gerð á vef Fréttablaðsins, Rússar kröfðu ritstjórnina um afsökunarbeiðni og hótað var öllu illu. Árásin var kærð til lögreglu, Blaðamannafélagið fordæmdi afskiptin og ráðherra fjölmiðla sagðist harma árásina. Farið er yfir þessa atburðarrás í þætti dagsins.
12.08.2022 - 14:41
Þetta helst
Þunglyndi og félagsfælni geta fylgt eldingaslysum
Að meðaltali deyja um sextíu manns á dag eftir að hafa orðið fyrir eldingu. Þó eru bara til heimildir um níu banaslys af völdum eldinga hér á Íslandi, en það á sér svo sem nokkuð eðlilegar skýringar. Félagsfælni, persónuleikabreytingar og jafnvel sjálfsvígshugsanir geta hrjáð þau sem hafa orðið fyrir eldingu og lifað það af. Við lítum til himins í Þetta helst í dag og skoðum þessi óútreiknanlegu náttúrufyrirbrigði sem eldingar eru.
10.08.2022 - 13:22
 · Innlent · Erlent · Náttúra · veður · eldingar · Rás 1 · Hlaðvarp
Þetta helst
Það eru eldgos á fleiri stöðum í heiminum en Íslandi
Þó að við Íslendingar skilgreinum okkur eðlilega sem eldfjallaþjóð, búandi á þessu landi íss og elda, erum við svo sannarlega ekki eina landið í heiminum sem býr yfir þessum mikla og óútreiknanlega náttúrukrafti undir yfirborðinu. Akkúrat núna eru um það bil 25 gjósandi eldfjöll í heiminum, þar af eru sex bara í Indónesíu. Þetta helst skoðar í dag gjósandi heimskortið, lítur aðeins aftur til hryllingsins í Bandaríkjunum 1980 sem varð innblástur að Hollywoodmynd.
08.08.2022 - 13:52
 · Innlent · Erlent · eldgos · Hollywood · eldfjöll · Náttúra · Rás 1 · Hlaðvarp
Þetta helst
Einkaþotur: Bráðmengandi bruðl eða sjálfsagður munaður?
Það er einkaþotuskortur í heiminum. Eða framboðið annar ekki eftirspurninni, skulum við segja. Reykjavíkuflugvöllur er fullur af þessum vélum, enda lenda þar um tvö hundruð stykki á mánuði þegar mest er og gert er ráð fyrir að nærri því 900 einkaþotur lendi þar í ár. Ef farþegarnir vilja staldra hér við á landinu í einhvern tíma þarf að greiða stæðisgjald. Það er ókeypis fyrstu sex tímana, en svo byrjar mælirinn að tikka. Þetta helst skoðar þennan þægilega, mengandi og óhemjudýra ferðamáta.
04.08.2022 - 13:33
Vatnavextir og auknar líkur á grjóthruni
Öflugur úrkomubakki gengur inn á norðanvert landið og útlit er fyrir norðan 8 til 15 metra með talsverðri eða mikilli rigningu á Norður- og Austurlandi.
03.08.2022 - 07:02
Innlent · Veður · Innlent · veður · Vatnavextir · Grjóthrun · Úrkoma
Þetta helst
Síkvik jörð Reykjanesskagans í gegn um tíðina
Þúsundir jarðskjálfta mælast nú á hverjum sólarhring á Reykjanesskaganum, langflestir meinlausir þó, en nokkrir vel snarpir. Myndir hafa dottið af veggjum, dósir úr hillum, börn vakna af værum blundi og kaffivélasvæðin eru aftur farin að einkennast af nokkuð einhæfum spurningum eins og fannstu skjálftann, eða vaknaðirðu í nótt. Og er það vel. En við erum fljót að gleyma. Þetta helst lítur aðeins yfir söguna á Reykjanesskaganum í dag.
02.08.2022 - 13:43
Bara stakir kaflar í langri framhaldssögu um eldana
„Þetta er bara einn kafli í langri framhaldssögu,“ sagði jarðeðlisfræðingur við upphaf eldgossins í Fagradalsfjalli í fyrra. Jörðin skalf þá mis-hressilega á Reykjanesskaganum í um 15 mánuði áður en kvikan náði upp á yfirborðið.
Skjálfti 4,3 að stærð austnorðaustan af Fagradalsfjalli
Jarðskjálfti 4,3 að stærð varð á 3,7 kílómetra dýpi 3,3 kílómetra austnorðaustan af Fagradalsfjalli, við Litla Hrút, rétt fyrir klukkan níu í kvöld. Kröftug jarðskjálftahrina hófst upp úr hádegi og stendur enn.
30.07.2022 - 21:29
Myndskeið
Níu af hverjum tíu hrinum endi ekki í eldgosi
Yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir skjálftahrinuna ekki hafa komið sér á óvart. Níu af hverjum tíu hrinum endi ekki með eldgosi.
Myndskeið
Skógarböðin rýmd vegna reyks
Rýma þurfti Skógarböðin á Akureyri vegna reyks eftir skammhlaup í rafmagnstöflu. Þetta staðfestir Aðalsteinn Júlíusson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Akureyri, í samtali við fréttastofu.
30.07.2022 - 13:28
Jarðskjálfti í sunnanverðum Mýrdalsjökli
Jarðskjálfti varð í sunnanverðum Mýrdalsjökli klukkan 22:58 af stærðinni 4,1. Þetta kom fram í tilkynningu náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands. Nokkrir minni skjálftar hafa fylgt í kjölfarið. 
29.07.2022 - 23:12
Þetta helst
Dramadrottningin í Dyngjufjöllum rumskar
Askja er vöknuð af værum blundi, segja vísindamenn. 60 ár eru frá síðasta gosi í Öskju, en næstum því 150 ár eru frá því að hún var með svakaleg læti. Land hefur risið um 35 sentímetra við Öskju á síðasta ári, sem er alveg slatti, og vísindamenn segja að þessi þróun bendi til þess að kvika sé að safnast saman undir henni. Þetta helst kíkti ofan í Öskju.
28.07.2022 - 13:21
Aftur krotað yfir regnboga við Grafarvogskirkju
Aftur er búið að krota á regnbogafána sem var málaður fyrir framan Grafarvogskirkju 14. júlí síðastliðinn.
25.07.2022 - 23:53