Færslur: Innlent

Guðni: Ný reglugerð gerir okkur erfitt fyrir
Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að þau hafi vitað í hvað stefndi þegar tilmæli sóttvarnalæknis voru kynnt fyrir helgi. Nú þurfi að fara yfir stöðuna í mótamálum sambandsins, setjast yfir hana og „taka einhverja ákvörðun sem ætti að liggja fyrir á næstu dögum“
18.10.2020 - 18:08
Mynd með færslu
Í BEINNI
Silfrið: Tekist á um stjórnarskrármálið
Silfrið er á sínum stað á RÚV klukkan 11. Umsjón hefur Fanney Birna Jónsdóttir. Fyrstu gestir þáttar dagsins eru þau Katrín Oddsdóttir lögfræðingur og Sigurður Guðni Guðjónsson hæstaréttarlögmaður og munu þau ræða stjórnarskrármál. Þá er Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar gestur þáttarins og ræðir um launaþjófnað, stöðu hinna verst settu í kjölfar Covid 19 og fleira. Að lokum ræðir Fanney svo við Kristrúnu Frostadóttur, aðalhagfræðing Kviku banka um fjármál sveitarfélaganna.
18.10.2020 - 10:44
 · Innlent
Kvartar til umboðsmanns vegna „yfirgangs“ borgarinnar
Mosfellsbær hefur sent kvörtun til umboðsmanns Alþingis þar sem kvartað er undan stjórnsýslu Reykjavíkurborgar á Esjumelum. Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkti á fundi sínum bókun þar sem þeim „yfirgangi sem Reykjavíkurborg hefur sýnt Mosfellingum,“ er harðlega mótmælt. Bærinn hefur einnig kært þá ákvörðun borgarinnar að breyta deiliskipulagi á Kjalarnesi vegna lóðar fyrir Malbikunarstöðina Höfða.
17.10.2020 - 14:17
„Ekki mögulegt að leggja auknar álögur á íbúa“
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, leggst gegn því að nýtt umhverfisgjald verði lagt á bíla. Hún segir bifreiðaeigendur nú þegar greiða mjög ríflega fyrir að eiga bíl.
12.10.2020 - 12:46
Textalýsing
Upplýsingafundur almannavarna vegna COVID-19
Upplýsingafundur almannavarna vegna COVID-19 verður klukkan 11. Þar fara Þórólfur og Víðir yfir stöðu mála ásamt Páli Matthíassyni, forstjóra Landspítalans. Metfjöldi smita greindist hér á landi í gær, 94 innanlandssmit og 8 á landamærunum. Aðeins 40 voru þegar í sóttkví. Langflest smitin voru á höfuðborgarsvæðinu þar sem hertar aðgerðir tóku gildi í vikunni.
08.10.2020 - 10:34
Mynd með færslu
Í BEINNI
Upplýsingafundur Almannavarna vegna COVID-19
Almannavarnir hafa boðað til upplýsingafundar sem hefst klukkan 15:03 Tilefnið er metfjöldi smita í þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins eða 99 innanlandssmit sem greindust í gær. Búist er við að sóttvarnalæknir kynni á fundinum hertar aðgerðir sem taki gildi fyrir höfuðborgarsvæðið. Níutíu og fimm af þeim 99 smitum sem greindust í gær voru á því svæði. Sýnt verður beint frá fundinum á RÚV, RÚV.is og honum útvarpað á Rás 2
06.10.2020 - 14:39
Myndskeið
Minnisblað til heilbrigðisráðherra í smíðum
Sóttvarnalæknir er með minnisblað til heilbrigðisráðherra í smíðum, þar sem lagðar eru til aðgerðir vegna útbreiðslu þriðju bylgju faraldursins. Hann vill ekki gefa upp hvenær minnisblaðinu verður komið til ráðherra.
02.10.2020 - 20:13
 · Innlent · COVID-19 · Samkomubann
Myndskeið
Stjórnarandstaðan ósátt við fjárlagafrumvarpið
Formaður Miðflokksins telur fjárlagafrumvarpið litast af því að kosningar séu framundan. Formaður Samfylkingarinnar og þingmaður Pírata segja of lítið gert til að bregðast við „sögulegri atvinnukreppu.“
01.10.2020 - 19:34
Öll áhöfnin með COVID-19 - sigldu heim í skítabrælu
Allir skipverjar á línuskipinu Valdimar GK, 14 talsins, fengu það staðfest í dag að þeir væru sýktir af kórónuveirunni. Veikindi komu upp hjá áhöfninni þegar skipið var að veiðum vestur af Hornafirði og þegar fjölgaði í hópi þeirra var ákveðið að snúa til hafnar. Skipið átti þá eftir nærri sólarhringssiglingu í „skítabrælu,“ eins og öryggisstjóri útgerðarinnar orðar það.
27.09.2020 - 21:45
Spegillinn
Staðirnir í raun tæknilega gjaldþrota
Kráareigandi á höfuðborgarsvæðinu gagnrýnir ekki ákvörðun um að loka krám og skemmtistöðum um helgina. Hann segir að margir staðir séu í raun gjaldþrota vegna þess að tekjur nægi ekki fyrir kostnaði. Hann kallar eftir aðgerðum af hálfu stjórnvalda og leggur til að fasteignagjöld verði felld niður og að áfengisgjöld verði felld niður eða lækkuð.
18.09.2020 - 17:03
Skemmtistöðum og krám lokað í fjóra daga
Skemmtistöðum og krám á höfuðborgarsvæðinu verður lokað frá deginum í dag og fram á mánudag. Heilbrigðisráðherra féllst á tillögu sóttvarnalæknis um tímabundna lokun skemmtistaða og kráa í því skyni að sporna við útbreiðslu COVID-19. Reglugerð heilbrigðisráðherra þess efnis hefur þegar tekið gildi.
18.09.2020 - 10:07
Helmingur bílstjóra vill ferðast öðruvísi
Mikill munur er á hlutfalli þeirra sem fara um á einkabíl og þeirra sem vilja helst ferðast á þann máta. Fólk myndi frekar vilja fara um á hjóli, fótgangandi eða í strætó. Þetta sýna niðurstöður nýrrar könnunar. „Fólk segir að það sé of langt til að ganga, að veðrið sé ekki nógu gott til að hjóla, tímaskortur, á ekki reiðhjól, lélegt leiðakerfi strætó, fólk segist þurfa að nota bílinn í vinnu" segir Birgir Rafn Baldursson viðskiptatengill hjá Maskínu sem kom að framkvæmd könnunarinnar.
17.09.2020 - 15:17
 · Innlent · Ferðalög · umferð · samgöngumál
Myndskeið
Sá glaðlegar myndir en ekki afskræmingu af Jesú
Agnes M. Sigurðardóttir, biskup þjóðkirkjunnar, segir það ekki hafa verið ætlunin að valda sársauka hjá fólki með umdeildri auglýsingaherferð fyrir sunnudagaskóla kirkjunnar. „Þegar ég sá þessar myndir sá ég fallegar, glaðlegar myndir en ekki endilega einhverja afskræmingu af Jesú.“ Hún bað sjálf um að myndin yrði fjarlægð af Facebook-síðu kirkjunnar „af því hún særir fólk.“
16.09.2020 - 20:22
Tólf utan sóttkvíar voru með mikið magn af veirunni
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, óttast að smitin í dag séu upphafið að nýrri bylgju sem verði jafnvel meiri en önnur bylgjan sem hefur verið í gangi síðan í lok júlí. Thor Aspelund, prófessor í líftölufræði, segir að það ætti að skýrast á næstu dögum hvort dagurinn í dag sé frávik eða byrjunin á einhverju öðru. Engar ákvarðanir hafa verið teknar um hvort hert verður aftur á samkomutakmörkunum.
16.09.2020 - 17:21
Mynd með færslu
Í BEINNI
Kvöldfréttir: Jörð skelfur fyrir norðan
Tveir jarðskjálftar, annar 4,6 að stærð, urðu úti fyrir Húsavík síðdegis í dag. Íbúi á Húsavík segir að skjálftinn hafi riðið yfir eins og sprenging. Kærunefnd útlendingamála hafnaði í dag frestun á brottvísun egypskrar fjölskyldu í fyrramálið. Fjöldi fólks mótmælti á meðan ríkisstjórnin fundaði og einnig á Austurvelli síðdegis.
15.09.2020 - 18:46
 · Innlent
Lengri og harðari kreppa án ferðaþjónustunnar
„Það eru ekki margir,“ segir Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar spurður að því hversu mikið af ferðamönnum sé í landinu. Flug eru felld niður, afbókanir hrannast inn; „Enda erum við með ströngustu ferðatakmarkanir í Evrópu," bendir Jóhannes á. Ferðaþjónustan kallar eftir meiri stuðningi frá stjórnvöldum. En hvers vegna á að dæla peningum í iðnað sem hefur engan að þjónusta?
15.09.2020 - 14:54
Benedikt sækist eftir oddvitasæti á suðvesturhorninu
Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi fjármálaráðherra og fyrrverandi formaður Viðeisnar, hefur ákveðið að sækjast eftir oddvitasæti á lista Viðreisnar á suðvesturhorninu fyrir alþingiskosningarnar á næsta ári. Benedikt vildi ekki greina frá hvar hann sæktist eftir oddvitasæti; hvort það yrði í Suðvesturkjördæmi þar sem fyrir er formaður flokksins eða í öðru Reykjavíkurkjördæmanna.
14.09.2020 - 13:10
 · Innlent · Stjórnmál · Viðreisn
Leynd yfir felustað lögreglu ekki nóg fyrir áfrýjun
Hæstiréttur hefur hafnað beiðni Alvars Óskarssonar um að mál hans verði tekið fyrir. Alvar var sakfelldur ásamt tveimur öðrum fyrir amfetamínframleiðslu í bústað í Borgarfirði og kannabisrækt í útihúsi á bóndabæ á Suðurlandi. Hann var dæmdur í sex ára fangelsi en hinir tveir hlutu fimm ára dóm.
11.09.2020 - 13:27
Myndskeið
Stjórnvöld farið fram „með hófsömum hætti“
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að frumskylda stjórnvalda sé að vernda rétt fólks til lífs og heilsu. Það sé ástæðan fyrir þeim ráðstöfunum sem nú eru í gildi á landamærunum og verða framlengdar til 6. október. „Við sjáum faraldurinn í gríðarlegum vexti í kringum okkur og lönd eru að grípa til róttækra ráðstafana. Og þegar aðgerðir stjórnvalda hér eru bornar saman við það sem er í gangi erlendis þá sést að við höfum farið fram með hófsömum hætti.“
11.09.2020 - 12:33
300 megawött til að ná Paríasarsamkomulaginu
Til að loftslagsmarkmiðum Parísarsamkomulagsins verði náð er áætlað að tveir af hverjum þremur fólksbílum verði rafknúnir árið 2030. Til þess þarf um 300 megawött. Sérfræðingur segir ljóst að bæta verði við einhverju afli og styrkja flutningskerfið. Meðaleyðsla rafbíla er um 20 kílöwött á hverja ekna 100 kílómetra.
09.09.2020 - 17:00
Spegillinn
Samningar lausir í öllum álverunum
Kjarasamningar eru lausir hjá starfsmönnum álveranna þriggja sem rekin eru hér á landi. Öll verkalýðsfélög álvers Norðuráls á Grundartanga hafa boðað verkföll frá 1. desember. Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir að deilan á Grundartanga sé stál í stál.
07.09.2020 - 17:00
Myndskeið
Jón og Kári tókust á um sóttkví og heimkomusmitgát
Jón Ívar Einarsson prófessor við læknadeild Harvard-háskóla, telur að íslensk stjórnvöld eigi áfram að skima á landamærunum en skipta út sóttkví fyrir heimkomusmitgát. „Það er ekkert alveg öruggt að heimkomusmitgát sé stórhættuleg miðað við sóttkví því hvoru tveggja eru eftirlitslaus fyrirbæri.“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur þetta óskynsamlegt og segist geta nefnt mýmörg dæmi þess þar sem fólk hefur misskilið hvernig heimkomusmitgátin virkar.
06.09.2020 - 11:22
Einn greindist með smit - var ekki í sóttkví
Einn greindist með kórónuveirusmit í gær. Hann var ekki í sóttkví. 88 eru nú í einangrun og þeim fækkar sem eru í sóttkví. Þeir eru nú 375. Enginn er á sjúkrahúsi. Nýgengi smita hér á landi á hverja hundrað þúsund íbúa er nú 14,5 og tekur nokkra dýfu. Fjórir bíða eftir niðurstöðu úr mótefnamælingu eftir skimun á landamærunum.
05.09.2020 - 11:13
Oszustwa z wykorzystaniem kart płatniczych
W ostatnich dniach i tygodniach nasiliły się próby wyłudzeń i oszustw z wykorzystaniem kart płatniczych. Oszuści wysyłają maile i SMS-y, które wyglądają jak powiadomienia znanych islandzkich firm i instytucji i proszą o podanie danych osobowych oraz informacji o karcie płatniczej - w związku z oczekującym zwrotem środków lub koniecznością dokonania niewielkiej dopłaty związanej z dodatkowymi kosztami odprawy przesyłki.
04.09.2020 - 15:56
Spegillinn
Dauðvona eigi kost á dánaraðstoð
Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir skýrslu heilbrigðisráðherra um dánaraðstoð mikilvægt innlegg í umræðuna um þetta mál. Hún ásamt átta öðrum þingmönnum óskaði eftir skýrslunni. Bryndís segir mikilvægt að dauðvona sjúklingar geti valið þessa leið.
04.09.2020 - 13:32