Færslur: Innflytjendur

Útlit fyrir hægrisinnuðustu stjórn Ítalíu frá 1945
Giorgia Meloni, leiðtogi Bræðralags Ítalíu, kveðst reiðubúin að taka við forsætisráðherraembættinu, fyrst kvenna, og verða leiðtogi allra Ítala. Flokkur hennar hlaut allt að fjórðung atkvæða í þingkosningum í gær.
Nenna ekki að tala íslensku við kröfuharða Íslendinga
Innflytjendur vilja margir hverjir ekki tala íslensku lengur þar sem þeir telja sig mæta neikvæðu viðmóti hjá Íslendingum. Óformleg samtök innflytjenda hér á landi segja að margir reyni að læra málið og æfa sig, en þeir sem hafi íslensku að móðurmáli þoli ekki að heyra bjagaða íslensku. 
17.09.2022 - 12:50
Ítalía: Hægri flokkur Meloni á mikilli siglingu
Skoðanakannanir benda til þess að Giorgia Meloni geti orðið fyrsta konan í embætti forsætisráðherra Ítalíu fyrir hægri sinnaða ríkisstjórn. Tæpar tvær vikur eru til kosninga.
Sjónvarpsfrétt
Pólski skólinn 15 ára
Fjölmennt var í gær í Fellaskóla í Reykjavík, þar sem kennsla í Pólska skólanum í Reykjavík hófts formlega í fimmtánda sinn. Skólinn er stafræktur á laugardögum og var settur með þjóðsöng í gærmorgun.
11.09.2022 - 10:46
Karl III lýstur konungur Kanada
Karl III var í gær opinberlega lýstur konungur Kanada við hátíðlega athöfn í höfuðborginni Ottawa. Arftakaráð bresku krúnunnar tilkynnti valdaskiptin af svölum Sankti Jakobshallar í Lundúnum í gærmorgun.
Fjórir ákærðir vegna dauða 53 innflytjenda í Texas
Fjórir menn hafa verið handteknir í tengslum við rannsókn á dauða 53 innflytjenda sem smyglað var til Texas í Bandaríkjunum frá Mexíkó í lok júní. Eru mennirnir grunaðir um að hafa skipulagt og framkvæmt flutningana á fólkinu yfir landamærin í lokuðum tengivagni flutningabíls í kæfandi hita, og orðið þannig valdir að dauða þess.
Innflytjendum verður gert skylt að læra færeysku
Þeir útlendingar sem hyggjast sækja um varanlegt dvalarleyfi í Færeyjum þurfa að ná ákveðinni færni í tungumálinu áður en það fæst. Skilyrðin taka þó ekki til fólks ættuðu frá Norðurlöndum.
53 létust eftir ferð í brennheitum flutningabíl
Fimmtíu og þrír laumufarþegar í tengivagni flutningabíls, sem fór fullur af fólki yfir landamæli Mexíkó til í San Antonio í Texas í Bandaríkjunum, eru látnir. Á mánudag var greint frá því að 46 lík hefðu fundist í tengivagninum. Fólkið var talið vera ólöglegir innflytjendur. Sjö til viðbótar létust á sjúkrahúsi í Mexíkó.
Sjónvarpsfrétt
Dreymir um heimsmeistaramót í sjó- og íssundi
Sundhópurinn Kuldavinir hittist við Skorradalsvatn á uppstigningardag til að ljúka vetrartímabilinu með sundspretti. Í hópnum eru rúmlega sjötíu manns, en fyrsti Íslendingurinn gekk ekki til liðs við hann fyrr en fyrir mánuði. Stofnandann dreymir um að skipuleggja heimsmeistaramót í sjósundi á Íslandi. 
28.05.2022 - 11:47
Silfrið
Formaður Rauða krossins segir útlendingastefnuna harða
Formaður Rauða krossins segir óásættanlegt að flóttafólki sé mismunað eftir því hvaðan það kemur. Verið sé að taka upp útlendingastefnu sem sé með þeim harðari sem þekkist, tengja þurfi saman dvalarleyfi og atvinnuleyfi.
Rúm 6% ungmenna ekki í vinnu, námi eða starfsþjálfun
Áætlað er að um 2.500 íslensk ungmenni á aldrinum 16 til 24 ára hafi ekki stundað atvinnu, nám eða starfsþjálfun á síðasta ári. Það jafngildir um 6,3 prósentum allra innan þess aldurshóps.
19.05.2022 - 05:40
Sjónvarpsfrétt
Pólverjar stærsti hópur erlendra kjósenda
Pólskumælandi kjósendur segja aðgengi að upplýsingum fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar misjafnt. Þrettán þúsund og fimm hundruð Pólverjar eru á kjörskrá.
Viðtal
Ekki nóg gert til að efla kosningaþátttöku
Forstöðumaður Fjölmenningarseturs segir sveitarfélögin lítt sinna því að reyna að efla kosningaþátttöku. Mun fleira fólk af erlendum uppruna hefur kosningarétt í komandi sveitarstjórnarkosningum en áður því kosningaréttur þeirra hefur verið aukinn verulega. Norrænir ríkisborgarar öðlast kosningarétt um leið og þeir skrá búsetu í sveitarfélagi. Aðrir erlendir ríkisborgarar öðlast kosningarétt eftir þriggja ára búsetu í stað fimm líkt og áður var.
Sjónvarpsfrétt
Heitasta óskin að búa áfram á Íslandi
Kyana Sue Power, bandarískur áhrifavaldur sem búsett hefur verið á Íslandi með hléum í þrjú ár, á þá ósk heitasta að fá að búa hér. Kærunefnd útlendingamála hefur gefið henni þrjátíu daga til að yfirgefa landið. Hún heldur í þá von að Vinnumálastofnun veiti henni atvinnuleyfi.
04.05.2022 - 21:09
Macron og Le Pen tókust hart á í sjónvarpskappræðum
Frönsku forsetaframbjóðendurnir Emmanuel Macron núverandi forseti og Marine Le Pen tókust hart á um samskiptin við Rússa og notkun slæðu múslimakvenna í sjónvarpskappræðum í kvöld. Fjórir dagar eru í seinni umferð forsetakosninganna.
Fyrsti hópur úkraínskra flóttamanna til Færeyja í dag
Lýðháskóli Færeyja í höfuðstaðnum Þórshöfn hefur verið valinn sem tímabundin móttökustöð fyrir flóttafólk. Fyrsti hópur flóttamanna frá Úkraínu er væntanlegur til Færeyja í dag.
Hólmarar vilja taka betur á móti nýbúum
Stykkishólmsbær vill gerast aðgengilegri fyrir nýbúa, sérstaklega þau sem eru af erlendu bergi brotin. Meðal annars með því að veita börnum innflytjenda styrk til að stunda íþróttastarf.
01.11.2021 - 15:36
Innflytjendur 15,5% mannfjöldans á Íslandi
Innflytjendum heldur áfram að fjölga á Íslandi en þeir voru fimmtán og hálft prósent mannfjöldans um síðustu áramót. Það hlutfall fer í 17,1% sé önnur kynslóð innflytjenda talin með. Pólverjar eru líkt og undanfarin ár fjölmennastir í hópi þeirra sem hingað hafa flust.
Stór hluti vinnumarkaðar raddlaus í þingkosningum
Sérfræðingur í innflytjendamálum segir innflytjendamál vera jaðarmál í íslenskum stjórnmálum, og lítið beri á þeim fyrir kosningar. Hún veltir því upp hvort endurskoða megi löggjöfina til auðvelda innflytjendum að fá kosningarétt, því þeir séu stór hluti af íslensku samfélagi.
09.09.2021 - 11:54
Le Pen enn og aftur ákærður fyrir hatursorðræðu
Réttarhöld hefjast á morgun yfir Jean-Marie Le Pen stofnanda Þjóðfylkingarinnar í Frakklandi. Le Pen er ákærður fyrir hatursorðræðu í garð poppstjörnu af gyðingaættum en Le Pen hefur hlotið nokkra dóma í sambærilegum málum.
Andleg heilsa innflytjenda slæm
Marktækur munur er á andlegri heilsu innflytjenda og innfæddra Íslendinga í kórónuveirufaraldrinum. Þetta sýnir rannsókn Vörðu, rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins.
07.06.2021 - 10:32
Sjónvarpsfrétt
Telur nýju dönsku lögin ekki samræmast ESB-löggjöf
Danska þingið samþykkti í morgun lög sem heimila yfirvöldum að senda umsækjendur um alþjóðlega vernd til ríkja utan Evrópu á meðan þeir bíða niðurstöðu sinna mála. Talsmaður Framkvæmdastjórnar ESB í málefnum flóttafólks segir lögin ekki samræmast Evrópulöggjöf.
03.06.2021 - 19:13
Konur og innflytjendur hækka mest því með lægri laun
Tímakaup hefur hækkað frá 14 upp í nærri 30 prósent frá því í mars 2019 þar til í janúar 2021. Á þeim tíma hafa 320 kjarasamningar verið gerðir. Lægstlaunuðu hóparnir hækkuðu mest. Þetta kemur fram í skýrslu Kjaratölfræðinefndar sem kynnt var í morgun. 
Myndskeið
Brottvísun Sýrlendinga mótmælt í Danmörku
Mótmælt var við danska þingið í vikunni vegna vísunar hið minnsta tvö hundruð Sýrlendinga úr landi. Dönsk stjórnvöld ógilda dvalarleyfi fólksins á þeim forsendum að öruggt sé að snúa aftur til Sýrlands.
23.04.2021 - 19:43
Landinn
Stofnaði klappstýrulið til að geta dansað
„Ég kom fyrir um tveimur árum og ákvað að leita að liði sem ég gæti dansað með. Það var erfitt að finna lið þannig ég ákvað bara að stofna mitt eigið. Ég skrifaði inn á Facebook-síðu og það bara small," segir Leva Prasciunaite, klappstýra og dansari. Hún stofnaði klappstýrulið sem nú samanstendur af ellefu litháískum konum sem allar eru búsettar á Íslandi. Þær æfa 3-4 sinnum í viku en hafa lítið komið fram ennþá vegna heimsfaraldursins.
07.04.2021 - 12:40