Færslur: Indland

Tveir deila rúmi á yfirfullum sjúkrahúsum Indlands
Heilbrigðiskerfi  Indlands er að hruni komið vegna kórónuveirunnar sem læknar óttast að hafi enn ekki náð hámarki í landinu. Eru sjúkrahús á Indlandi nú mörg hver svo yfirfull vegna veirunnar að dæmi eru um að tveir sjúklingar þurfi að deila sama rúmi.
29.05.2020 - 08:56
Myndband þykir varpa ljósi á stöðu farandverkafólks
Níu farandverkamenn á Indlandi hafa farist síðustu daga á löngum ferðalögum á leið til heimaborga sinna. Þeir hafa margir lagt upp í langar ferðir í miklum hita því lítið er um vinnu vegna COVID-19 faraldursins. Myndband af tveggja ára barni að reyna að vekja móður sína sem er látin á lestarstöð hefur vakið mikil viðbrögð í landinu. Hún er sögð hafa látist úr ofþornun og hungri.
28.05.2020 - 15:34
Indverjar beðnir um að skila „njósnadúfu“
Pakistanskur dúfnaeigandi biðlar nú til Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, um að fá aftur eina af dúfum sínum, sem þessa dagana er í varðhaldi á Indlandi eftir að hafa verið ákærð fyrir njósnir.
27.05.2020 - 14:22
Erlent · Indland · Pakistan · Dýr · Fuglar
Hitabylgja og óáran á Indlandi
Hitabylgja er nú yfir Indlandi og í gær komst hitinn í 50 stig á Celsíus í Churu í Rajastan-fylki þar sem hann varð mestur.
27.05.2020 - 08:55
Fjöldi látinn af völdum fellibylsins Amphan
Minnst fjórtán eru látnir af völdum fellibylsins Amphan sem gengur yfir austurströnd Indlands og Bangladess. Þúsundir heimila eru rústir einar eftir veðurofsann. Mamata Banerjee, héraðsstjóri Vestur-Bengals, sagði fréttamönnum í gær að ástandið væri enn verra en kórónuveirufaraldurinn.
21.05.2020 - 05:13
Erlent · Asía · Hamfarir · Indland · Bangladess
Fellibylurinn Amphan nær landi
Fellibylurinn Amphan er farinn að láta til sín taka á Indlandi. Þegar hann náði inn á austurströnd landsins í dag var vindhraðinn 53 metrar á sekúndu. Miðja óveðursins var þá yfir Sagar-eyju undan ströndinni.
20.05.2020 - 17:43
Erlent · Asía · Veður · Indland
Þúsundir flýja fellibylinn Amphan
Verið er að flytja þúsundir manna frá strandhéruðum á austanverðu Indlandi og í Bangladess vegna fellibylsins Amphan sem var kominn inn yfir Bengalflóa í gærkvöld.
19.05.2020 - 08:08
Spegillinn
Vinsælasta sjónvarpsefni veraldar
170 milljónir Indverja horfa á 40 ára gamla sjónvarpsseríu, 10 sinnum fleiri en horfðu lokaþættina af The Big Bang Therory og Game of Thrones. Útgöngubann hefur verið í Indlandi í tvo mánuði og fátt sameinar kynslóðirnar meira en eldgamalt og endursýnt trúarlegt sjónvarpsefni.
12.05.2020 - 07:20
Plastverksmiðjan starfaði án leyfis yfirvalda
Starfsemi efnaverksmiðjunnar í indversku borginni Visakhapatnam þar sem gasleki varð minnst 12 að bana í síðustu viku var í leyfisleysi. Í yfirlýsingu LG Polymers, sem rekur verksmiðjuna, til indverskra yfirvalda í maí í fyrra segir að þar hafi framleisla haldið áfram þrátt fyrir að hún uppfyllti ekki tilskilin umhverfisleyfi stjórnvalda. 
12.05.2020 - 05:13
Erlent · Asía · Indland
Veiðiþjófar nýta mannfæðina í útgöngubanni
Einhyrndur nashyrningur var drepinn af í indverskum þjóðgarði í vikunni að sögn yfirvalda. Tegundin er einkar sjaldgæf. Veiðiþjófar hafa nýtt sér að fáir eru á ferli vegna kórónuveirufaraldursins. Dýrin hafa einnig notið góðs af því að færri eru á ferli og engin umferð um þjóðveginn við Kaziranga þjóðgarðinn í Assam héraði. Nashyrningarnir hafa hætt sér nær þjóðgarðsmörkunum, sem gerir þá að auðveldari skotmörkum fyrir veiðiþjófa að sögn yfirvalda. 
11.05.2020 - 06:27
Lest ók yfir sofandi farandverkamenn á Indlandi
Sextán létu lífið á Indlandi eftir að lest ók yfir þá. Tveir til viðbótar slösuðust. Allir lágu þeir sofandi á lestarteinunum þegar lestin ók yfir þá. Hinir látnu voru í hópi farandverkamanna á leið heim í þorpið sitt eftir að hafa misst atvinnu sína í stálsmiðju vegna kórónuveirufaraldursins.
09.05.2020 - 07:51
Erlent · Asía · Indland
Ellefu látnir eftir gasleka í Indlandi
Aðeins nokkrum klukkustundum eftir að eigendur jarðgasverksmiðju í Indlandi sögðust búnir að ná stjórn á gasleka úr henni, byrjaði gas aftur að leka yfir borgarbúa í Visakhapatnam. Ellefu létu lífið eftir að gas lak úr tveimur tönkum í fyrrinótt og gærmorgun og nokkur hundruð manns voru fluttir á sjúkrahús. Fjöldi húsa hefur verið rýmdur vegna lekans, og var rýmingarsvæðið stækkað eftir seinni lekann í gær. 
08.05.2020 - 04:20
Erlent · Asía · Indland
Yfir þúsund á sjúkrahús vegna gasleka á Indlandi
Minnst fimm eru látnir og yfir þúsund hafa verið fluttir á sjúkrahús eftir gasleka við efnaverksmiðju í borginni Visakhapatnam við austurströnd Indlands. Gas lak úr tveimur fimm þúsund tonna tönkum, sem hafa staðið eftirlitslausir frá lokum mars þegar stjórnvöld settu á útgöngubann í landinu vegna kórónuveirufaraldursins. 
07.05.2020 - 06:07
Erlent · Asía · Indland
Örtröð í áfengisverslunum á Indlandi
Lögreglumenn á Indlandi þurftu að sveifla prikum sínum þegar landsmönnum var í dag heimilt að kaupa áfengi í fyrsta sinn í fjörutíu daga. Strik höfðu verið dregin í stéttir til að viðskiptavinir hefðu hæfilegt bil á milli sín, en þeir skeyttu því engu.
05.05.2020 - 17:50
Aldrei fleiri smit greind á einum degi á Indlandi
Ríflega 2.600 greindust með COVID-19 á Indlandi síðasta sólarhringinn. Það er mesti fjöldi greindra smita á einum degi þar í landi.
03.05.2020 - 08:24
Erlent · Asía · Indland · COVID-19
Myndskeið
Hungur og fátækt blasir við mörgum
Stór hluti jarðarbúa býr enn við einhvers konar útgöngubann. Við mörgum blasir hungur og fátækt vegna strangra skilyrða. Á Spáni mega börn ekki fara út.
17.04.2020 - 19:50
Erlent · Asía · Evrópa · Spánn · Filippseyjar · Indland · COVID-19
Aðgerðir framlengdar á Indlandi
Indverska stjórnin hefur ákveðið að framlengja gildandi ráðstafanir vegna kórónuveirunnar til 3. maí. Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, greindi frá ákvörðun stjórnarinnar í sjónvarpsávarpi í morgun. 
14.04.2020 - 08:17
Sjá Himalaja-fjöllin í fyrsta sinn í áratugi
Íbúar í Punjab héraði, nyrst á Indlandi, sjá nú loks aftur til Himalaja-fjalla. Mengun hefur byrgt þeim sýn í um þrjá áratugi, en henni hefur nú létt verulega eftir útgöngubann vegna kórónuveirufaraldursins. Borgarbúar í Jalandhar og nágrenni hafa birt myndir af fjallgarðinum frá heimkynnum sínum, en vel sést til fjallanna þrátt fyrir að þau séu í um 160 kílómetra fjarlægð.
10.04.2020 - 07:45
Erlent · Asía · Indland
Skortur á grímum og göllum á Indlandi
Skortur er á grímum og göllum fyrir heilbrigðisstarfsfólk á Indlandi sem annast smitaða og veika af völdum kórónuveirunnar. Heilbrigðisyfirvöld hafa gripið til margvíslegar ráðstafana af þeim sökum, en indversk stjórnvöld segjast vera að reyna að fá búnað fyrir starfsfólk frá Kína og Suður-Kóreu.
31.03.2020 - 10:11
Biður þjóð sína afsökunar á afleiðingum útgöngubanns
Forsætisráðherra Indlands hefur beðið þjóð sína fyrirgefningar vegna afleiðinga útgöngubanns sem hann setti á í skyndi fyrr í vikunni. Margir eru matarlausir eða eiga erfitt með að komast til síns heima.
29.03.2020 - 12:14
15 þorp í sóttkví vegna sikha-leiðtoga
Minnst 15 þúsund manns eru í sóttkví í Indlandi vegna ferða trúarleiðtoga í söfnuði sikha í norðanverðu landinu. Baldev Singh, sjötugur leiðtogi safnaðarins, var nýkominn úr Evrópureisu áður en hann stýrði trúarsamkomum í fimmtán þorpum í Punjab héraði. meðal ríkja sem hann sótti í Evrópu voru Ítalía og Þýskaland. 
29.03.2020 - 07:59
1,3 milljörðum Indverja skipað að vera heima
Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, tilkynndi í dag harðar aðgerðir til að koma í veg fyrir útbreiðslu COVID-19 sjúkdómsins. Hann bað landsmenn að gleyma því að fara út næstu þrjár vikurnar, eins og hann komst að orði. Það eitt að reka út fótinn skapaði almannahættu.
24.03.2020 - 16:35
Útgöngu-, ferða- og samkomubann víða á Indlandi
Hundruð milljóna Indverja fengu í dag fyrirmæli um að halda sig heima, þegar yfirvöld hertu aðgerðir sínar til að stemma stigu við útbreiðslu COVID-19. 1,3 milljarðar manna búa á Indlandi.
22.03.2020 - 23:15
Morðingjar Jyoti Singh teknir af lífi í morgun
Fjórir menn voru í morgun teknir af lífi á Indlandi fyrir hópnauðgun og morð á ungri konu í Dehli árið 2012. Hrottalegur glæpur þeirra vakti mikla reiði og hratt af stað vitundarvakningu og herferð gegn landlægu, kynbundnu ofbeldi og nauðgunarmenningu í þessu fjölmennasta lýðræðisríki heims. Fjórmenningarnir voru hengdir í Tihar-fangelsinu í Dehli skömmu fyrir dögun, að sögn fangelsisstjórans Sandeep Goel. Eru þetta fyrstu aftökurnar á Indlandi síðan 2015.
20.03.2020 - 03:58
Vill aðstoð hersins í Nýju Delí
Minnst 24 eru látnir og yfir 200 slasaðir eftir óeirðir í Nýju Delí, höfuðborg Indlands. Múslimar í höfuðborginni hafa flúið heimili sín og moskur hafa verið brenndar af múg hindúa í borginni. 
27.02.2020 - 03:11
Erlent · Asía · Indland