Færslur: Indland

Umfangsmikil bólusetningarherferð hafin á Indlandi
Einhver umfangsmesta bólusetningarherferð heims hófst í Indlandi í gær. Milljónum skammta af bóluefnunum Covishield og Covaxin var dreift um landið síðustu daga. Stefnt er að því að bólusetningu 300 milljóna manna verði lokið í landinu snemma í ágúst. 
17.01.2021 - 01:53
COVID-19 hefur dregið yfir tvær milljónir til dauða
Yfir tvær milljónir hafa látist af völdum COVID-19 samkvæmt samantekt sem AFP-fréttastofan gerði í gær. Opinberar tölur sýna að ríflega 93 milljónir hafa greinst með sjúkdóminn.
Brasilíumenn hefja framleiðslu á Sputnik V
Lyfjafyrirtæki í Brasilíu ætlar 15. þessa mánaðar að hefja framleiðslu á rússneska bóluefninu við kórónuveirunni, Sputnik V. Rússneska fréttastofan Tass greindi frá þessu í morgun. 
11.01.2021 - 08:12
Indverjar hefja bólusetningar næstkomandi laugardag
Indverjar hyggjast hefja bólusetningar gegn COVID-19 næstkomandi laugardag. Það er flókið og viðamikið verkefni enda telja Indverjar 1,3 milljarðar talsins, næstfjölmennasta þjóð heims.
11.01.2021 - 06:41
Indverjar veita tveimur bóluefnum neyðarleyfi
Indversk stjórnvöld hafa veitt neyðarleyfi til notkunar bóluefnis AstraZeneka og Oxford-háskóla og efnis þarlends lyfjaframleiðanda, Bharat Biotech.
03.01.2021 - 07:27
Útgöngubann í borgum á Indlandi
Útgöngubann hefur verið fyrirskipað í kvöld og nótt í Nýju Delhi, höfuðborg Indlands, og öðrum helstu borgum landsins vegna COVID-19 farsóttarinnar. Fólki er skipað að halda sig heima frá ellefu í kvöld til sex í fyrramálið. Fram að því mega einungis fimm manns koma saman. Alla jafna safnast þúsundir saman í miðborg Nýju Delhi til að fagna áramótum.
31.12.2020 - 10:17
Indverjar hyggjast bólusetja 300 milljónir manna
Indverjar hyggjast bólusetja 300 milljónir manna á fyrstu átta mánuðum næsta árs. Í forgangshópnum eru 30 milljónir heilbrigðsstarfsmanna, lögreglumanna, hermanna og sjálfboðaliða. Hinar 270 milljónirnar telja fólk sem komið er yfir fimmtugt og fólk sem gengur með alvarlega fjölsjúkdóma.
19.12.2020 - 03:41
Telja sig þekkja orsök dularfulls sjúkdóms á Indlandi
Meira en fimm hundruð manns hafa verið lagðir inn á sjúkrahús og einn látist úr dularfullum sjúkdómi sem herjað hefur á íbúa í borginni Eluru á Indlandi. Indversk yfirvöld sendu teymi sérfræðinga á staðinn og þeir telja sig hafa komist að ástæðu veikindanna.
11.12.2020 - 08:01
Dularfullur sjúkdómur herjar á indverska borg
Meira en 140 manns hafa verið lagðir inn á spítala í indversku borginni Eluru eftir að hafa veikst af dularfullum sjúkdómi. Enn veit enginn um hvaða sjúkdóm er að ræða en allir sjúklingarnir hafa farið í COVID próf og reynst neikvæðir.
06.12.2020 - 21:54
Fellibylur við suðurodda Indlands
Viðvaranir hafa verið gefnar út í ríkjunum Tamil Nadu og Kerala á sunnanverðu Indlandi, en þangað stefnir fellibylurinn Burevi og er búist við að hann komi að landi í kvöld eða nótt.
03.12.2020 - 08:49
Erlent · Asía · Indland · Sri Lanka
Mannskætt óveður á sunnanverðu Indlandi
Hitabeltisstormurinn Nivar tók land á suðurströnd Indlands í nótt, með meðalvindhraða upp á 36 metra á sekúndu og óhemjuúrhelli í farteskinu. Í héruðunum Tamil Nadu, Andhra Pradesh og Puducherry hefur nær 200.000 manns verið gert að yfirgefa heimili sín og forða sér í öruggt skjól í þar til gerðum neyðarskýlum. Vitað er um eitt dauðsfall af völdum óveðursins til þessa.
26.11.2020 - 03:38
Erlent · Asía · Hamfarir · Umhverfismál · Veður · Indland · Óveður · Flóð
Skráð COVID-19 tilfelli komin yfir 60 milljónir
Yfir 60 milljón kórónuveirutilfelli hafa greinst á heimsvísu samkvæmt samantekt AFP fréttastofunnar.
Veirusmit á Indlandi yfir níu milljónir
Kórónuveirusmit eru komin yfir níu milljónir á Indlandi. Andlát af völdum veirunnar eru rúmlega 132 þúsund, samkvæmt opinberum tölum. Talið er að dauðsföllin séu mun fleiri. 
20.11.2020 - 08:31
Fjórðungur úr milljón látinn af völdum COVID-19 vestra
Yfir 250 þúsund hafa orðið COVID-19 að bráð í Bandaríkjunum. Þetta sýna nýjustu tölur frá Johns Hopkins háskólanum. Langflest dauðsföll í heiminum af völdum sjúkdómsins hafa orðið þar í landi,
19.11.2020 - 02:44
Yfir tvær milljónir greinst smitaðar í Frakklandi
Yfir tvær milljónir manna hafa nú greinst með kórónuveirusmit í Frakklandi og er það fyrst landa í Evrópu sem þar sem sá fjöldi greinist. Frakkland er í fjórða sæti ríkja yfir fjölda staðfestra smita á eftir Brasilíu, Indlandi og Bandaríkjunum.
18.11.2020 - 09:38
Banvæn sprenging í efnageymslu á Indlandi
Minnst tólf eru látnir eftir að efnageymsla hrundi af völdum mikillar sprengingar á vestanverðu Indlandi í gær. Að sögn Al Jazeera fréttastofunnar varð sprengingin í útjaðri Ahmedabad í Gujarat héraði. Haft er eftir slökkviliðsmanni að fimm konur hafi verið meðal hinna látnu, og níu hafi verið fluttir á sjúkrahús eftir slysið.
05.11.2020 - 04:35
Erlent · Asía · Indland
Ríflega 1,2 milljónir hafa dáið úr COVID-19
Yfir 1,2 milljónir manna hafa látist úr COVID-19 á heimsvísu, nærri fimmtungurinn í Bandaríkjunum þar sem ástandið er verst. Staðfest kórónuveirusmit í heiminum eru ríflega 46 milljónir. Þetta kemur fram í tölum sem fréttastofan AFP hefur safnað saman.
02.11.2020 - 08:57
Yfir 8 milljónir staðfestra kórónaveirusmita á Indlandi
Ríflega átta milljónir kórónaveirusmita hafa greinst á Indlandi, samkvæmt gögnum þarlendra heilbrigðisyfirvalda, og rúmlega 120.500 dauðsföll verið rakin til COVID-19. Stjórnvöld búa sig undir aðra bylgju farsóttarinnar í kjölfar mikilla hátíðahalda um miðjan næsta mánuð.
29.10.2020 - 04:57
Yfir 100.000 látin úr COVID-19 á Indlandi
Heilbrigðisyfirvöld á Indlandi tilkynntu í morgun að yfir 100.000 manns hefðu dáið þar í landi af völdum COVID-19. Indland er þar með orðið þriðja landið, þar sem fleiri en 100.000 dauðsföll hafa verið rakin til heimsfaraldursins með óyggjandi hætti og ekkert lát er á útbreiðslu veirunnar þar eystra.
03.10.2020 - 05:23
Myndskeið
600 þúsund ferðaþjónustufyrirtæki á barmi gjaldþrots
Eitt af hverjum fimm ferðaþjónustufyrirtækjum í Evrópu er á barmi gjaldþrots vegna kórónuveirufaraldursins að mati sérfræðinga. Aðgerðir hafa verið hertar enn frekar víða í Evrópu.
28.09.2020 - 22:10
Sex milljónir kórónuveirusmita á Indlandi
Yfir sex milljónir Indverja hafa smitast af kórónuveirunni. Hún breiðist hratt út um landið um þessar mundir. Um það bil níutíu þúsund smit hafa fundist á sólarhring undanfarnar vikur. Síðastliðinn sólarhring voru þau 82 þúsund.
28.09.2020 - 07:28
Tugir grafnir undir rústum íbúðahúss í útjaðri Mumbai
Að minnsta kosti tíu eru látin í Bhiwandi úthverfi borgarinnar Mumbai á Indlandi eftir að þriggja hæða íbúðablokk hrundi.
21.09.2020 - 04:52
Dánartíðni vegna Covid-19 tiltölulega lág á Indlandi
Nú hafa 5,4 milljónir Indverja greinst með Covid-19.
20.09.2020 - 05:49
Yfir 30 milljónir skráðra Covid-19 tilfella á heimsvísu
Skráð kórónuveirusmit í heiminum eru komin yfir 30 milljónir. Þetta sýna tölur frá Johns Hopkins háskólanum. Yfir 940 þúsund dauðsföll af völdum Covid-19 eru skráð síðan faraldurinn braust út í Kína seint á síðasta ári.
Fimm milljónir kórónuveirusmita á Indlandi
Í dag fór heildarfjöldi greindra kórónuveirusmita á Indlandi yfir fimm milljónir.
16.09.2020 - 06:00