Færslur: Indland

Tólf almennir borgarar fallnir í Kasmír-héraði
Almennur borgari lét lífið í kúlnahríð milli indverskra öryggissveita og uppreisnarmanna í Kasmír-héraði í morgun. Átök hafa færst í aukana þar undanfarna mánuði en tólf óbreyttir borgarar hafa fallið frá mánaðamótum.
24.10.2021 - 12:03
Tugir látnir í flóðum á Indlandi og í Nepal
Minnst 150 eru látnir af völdum flóða og aurskriða í monsún-úrhellinu í Indlandi og Nepal. 46 eru látnir í héraðinu Uttarakhand í norðanverðu Indlandi og 11 saknað eftir metúrkomu á mánudag og þriðjudag.
21.10.2021 - 03:20
Erlent · Asía · Hamfarir · Veður · Indland · Nepal
Hröktu indverskan kafbát frá landhelgi Pakistans
Pakistanski sjóherinn segist hafa komið í veg fyrir að indverskur kafbátur færi inn í landhelgi Pakistans um helgina. Al Jazeera hefur eftir yfirlýsingu hersins að eftirlitsflugvél hafi orðið vör við kafbátinn. Indverska varnarmálaráðuneytið hefur ekki svarað yfirlýsingunni.
20.10.2021 - 04:51
Tugir látnir í flóðum í Uttarakhand
Yfir fjörutíu hafa látið lífið síðustu dægrin í aurskriðum og skyndiflóðum í ám og lækjum í indverska ríkinu Uttarakhand í Himalayafjöllum. Margra er saknað að því er fjölmiðlar hafa eftir yfirmanni björgunarmála í ríkinu.
19.10.2021 - 14:37
Erlent · Asía · Veður · Indland · Flóð
Tugir fórust í flóðum á Indlandi
Minnst 26 hafa farist í flóðum og skriðum í Keralaríki á Indlandi í kjölfar mikilla rigninga síðustu daga. Ár hafa flætt yfir bakka sína og eyðilagt brýr og vegi með þeim afleiðingum að fjöldi bæja og þorpa hefur einangrast og skriður fært fjölda húsa meira og minna á kaf í aur. Fimm börn eru á meðal hinna látnu, segir í frétt BBC, og óttast er að fleiri hafi látið lífið í hamförunum, þar sem margra er enn saknað.
18.10.2021 - 01:50
Erlent · Asía · Hamfarir · Náttúra · Veður · Indland · Flóð
Andlátum af völdum berkla fjölgaði á síðasta ári
Andlátum af völdum berkla hefur fjölgað í heiminum í fyrsta sinn í meira en áratug. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir það vera vegna álags af völdum kórónuveirufaraldurins sem hefur orðið til þess að færri hafa fengið greiningu og viðeigandi meðferð við berklum.
Erlendum ferðamönnum hleypt til Indlands á ný
Stjórnvöld á Indlandi ákváðu í dag að heimila erlendu ferðafólki að koma til landsins frá og með fimmtánda október. Verulega hefur dregið þar úr áhrifum COVID-19 faraldursins að undanförnu.
07.10.2021 - 17:30
Lést af völdum brunasára eftir að hafa kveikt í sér
Andlát 24 ára gamallar konu á Indlandi í gær hefur enn vakið upp reiði í landinu um ofbeldi og virðingarleysi gagnvart konum.
25.08.2021 - 13:59
Óttast að Mjanmar verði næsti ofurdreifari veirunnar
Erindreki Sameinuðu þjóðanna í Mjanmar varar við að landið geti orðið næsti ofurdreifari kórónuveirunnar. Heilbrigðiskerfið er í molum, dauðsföllum af völdum covid hefur fjölgað mjög og óttast er að ástandið muni versna enn á komandi mánuðum.
Blinken ræðir við indverska ráðamenn í dag
Búist er við að indverskir stjórnmálamenn leggi áherslu á að ræða mögulega landvinninga Talíbana í Afganistan við Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og krefjast frekari stuðnings í deilum við Kínverja.
Leita að eftirlifendum í kappi við tímann
Fjölmennt leitarlið vinnur nú baki brotnu í kappi við tímann í von um að finna fólk á lífi á hamfarasvæðunum á vestanverðu Indlandi, þar sem ógurlegar monsúnrigningar síðustu daga ollu mannskæðum flóðum. Á annað hundrað þúsund manns hafa verið flutt frá þeim svæðum sem verst hafa orðið úti í ríkjunum Goa og Maharashtra.
25.07.2021 - 06:18
Indland
Sólarhringsúrkoman slagar upp í ársúrkomu í Reykjavík
Minnst 115 eru látnir í monsúnrigningu á Indlandi. Björgunarmenn vaða hnjádjúpan aur og brak í leit að eftirlifendum en aurskriður hafa hrifið með sér fjölda húsa í landinu.
24.07.2021 - 19:36
Yfir 100 látin í flóðum og skriðum á Indlandi
Minnst 112 manns hafa látist í flóðum og aurskriðum í Maharashstra-ríki í vesturhluta Indlands og fjölda fólks er enn saknað. Monsún-regntímabilið stendur sem hæst á þessum slóðum og síðasta sólarhringinn mældist 594 millimetra úrkoma á Indlandi vestanverðu. Ár flæða víða yfir bakka sína og það gildir líka um síki og skipaskurði.
24.07.2021 - 00:25
Erlent · Asía · Hamfarir · Veður · Indland · Flóð
Tugir látnir eftir aurskriður á Indlandi
Að minnsta kosti 44 hafa látist í aurskriðum í Maharashtraríki í vesturhluta Indlands og 38 til viðbótar er saknað. Monsún-regntímabilið stendur sem hæst á þessum slóðum.
23.07.2021 - 14:55
Minnst 23 létust í úrhelli í Mumbai
Minnst 23 manns létust í úrhellisrigningu í Mumbai á Indlandi í nótt. Meirihlutinn þegar veggur hrundi á nokkur íbúðarhús eftir að tré hafði fallið á hann en sjö létust þar sem aurskriður féllu í borginni. Nú ganga monsúnrigningar yfir Indland en varað er við frekari úrhelli og þrumuveðri í Mumbai næstu daga. AFP fréttastofan greinir frá. Um tuttugu milljónir íbúa búa í Mumbai og eru margar byggingar borgarinnar ótraustar og í bágu ástandi.
18.07.2021 - 10:17
Elding banaði ellefu manns við myndatökur
Elding varð minnst ellefu sjálfsmyndaglöðum Indverjum að bana í gær, þegar henni laust niður á vinsælum ferðamannastað í borginni Jaipur. Hin látnu voru uppi á varðturni Amer-virkisins, sem reist var á tólftu öld og er afar vinsæll útsýnis- og sjálfumyndatökustaður.
12.07.2021 - 06:11
Erlent · Asía · Veður · Indland
Belgar bregðast við Delta-afbrigðinu með komubanni
Belgísk yfirvöld hafa ákveðið að banna tímabundið heimsóknir ferðafólks frá ríkjum utan Evrópusambandsins eigi síðar en frá og með 27. júní næstkomandi. Bretland er eitt þeirra 27 ríkja sem bannið tekur til, auk Indlands, Brasilíu og Suður-Afríku svo dæmi séu nefnd.
Ungabarn fannst í kassa í Ganges-fljóti á Indlandi
Um það bil mánaðargamalt barn fannst fyrr í vikunni í trékassa á floti í Ganges-fljóti á Indlandi. Barninu heilsaðist vel og var vafið í rauðar slæður. Í kassanum hafði myndum af Hindú-guðum verið komið fyrir auk fæðingardags og nafns barnsins, Ganga.
17.06.2021 - 18:43
Taj Mahal opnað á ný en bannað að snerta bygginguna
Þekktasta kennileiti Indlands, grafhýsið Taj Majal, opnaði á ný í dag en því var skellt í lás í annað sinn í faraldrinum fyrir tveimur mánuðum. Smitum fer fækkandi þar í landi og eru indversk stjórnvöld byrjuð að slaka á takmörkunum í landinu eftir að aðgerðir voru hertar mikið í apríl.
16.06.2021 - 13:47
Smitum fækkar á Indlandi en dauðsföllum ekki
Rúmlega 84.300 manns greindust með COVID-19 á Indlandi síðasta sólarhring. Færri smit hafa ekki greinst þar í landi i rúma tvo mánuði. En þótt smitum fækki nokkuð hratt verður hið sama ekki sagt um staðfest dauðsföll af völdum sjúkdómsins, sem voru 4.002 síðasta sólarhringinn.
12.06.2021 - 06:16
11 fórust þegar hús hrundi eftir úrhelli í Mumbai
Minnst ellefu manns, þar af átta börn, létu lífið þegar íbúðarhús í fátækrahverfi Mumbai hrundi seint í gærkvöld. Sjö til viðbótar slösuðust, þar af ein kona lífshættulega. Óttast er að fleiri hafi grafist undir rústunum. Borgaryfirvöld segja gríðarmikla rigningu síðasta sólarhringinn hafa valdið því að húsið hrundi. Það var í afar bágu ástandi, illa byggt og enn verr við haldið.
10.06.2021 - 04:38
Erlent · Asía · Hamfarir · Veður · Indland · Flóð
Heimsfaraldurinn í rénun á Indlandi
Á Indlandi fækkaði dauðsföllum vegna COVID-19 um 17 prósent á milli vikna, samkvæmt gögnum þarlendra heilbrigðisyfirvalda um um dauðsföll liðinnar viku, frá mánudegi til sunnudags. Er þetta í fyrsta skipti í tólf vikur sem dauðsföllum fækkar á milli vikna á Indlandi. Einnig urðu þau tíðindi að færri en 3.000 dauðsföll voru rakin til COVID-19 þar í landi síðasta sólarhringinn, eftir að hafa verið fleiri en 3.000 á dag í 34 daga samfleytt - og ósjaldan fleiri en 4.000.
31.05.2021 - 05:19
Nýsmitum fer fækkandi á Indlandi
Nýjum COVID-19 tilfellum hefur farið fækkandi á Indlandi síðustu daga, en heimsfaraldur kórónaveirunnar hefur geisað af miklum þunga undanfarnar vikur og mánuði þar í landi. Þrjú til fjögur hundruð þúsund smit greindust þar á sólarhring vikum saman, en í gær voru þau rúmlega 186.000 og hafa ekki verið færri á einum sólarhring síðan um miðjan apríl.
29.05.2021 - 07:27
Myndskeið
Þúsundir misstu heimili sín á Indlandi vegna fellibyls
Þúsundir hafa misst heimili sín á Indlandi í mikilli eyðileggingu af völdum fellibylsins Yaas sem náði landi á austurströnd landsins í gær. 
27.05.2021 - 07:17
Erlent · Afríka · Veður · Indland
Fellibylurinn Yass tekur land á austurströnd Indlands
Fellibylurinn Yass hefur tekið land á austurströnd Indlands, þar sem óttast er að hann eigi eftir að valda miklu tjóni. Meðalvindhraði er á milli 36 og 39 metrar á sekúndu en vel yfir 40 metrar á sekúndu í hviðum. 1.200.000 manns hefur þegar verið gert að yfirgefa heimili sín í strandhéruðum ríkjanna Vestur-Bengal og Odisha, þar sem stormurinn hefur þegar kostað tvö mannslíf hið minnsta.
26.05.2021 - 06:22
Erlent · Asía · Hamfarir · Veður · Indland · fellibylur