Færslur: Indland

Yfir milljón ný kórónuveirutilfelli síðustu daga
Þekkt tilfelli Covid-19 á heimsvísu eru nú komin yfir 18 milljónir að sögn AFP fréttastofunnar sem hefur það eftir opinberum heimildum.
Drukku handspritt og dóu
Níu eru látnir í þorpinu Kurichedu í Andhra Pradesh á Indlandi eftir að hafa drukkið handspritt. AFP fréttastofan hefur eftir lögregluvarðstjóra í þorpinu að mennirnir hafi gripið til handsprittsins þar sem áfengisverslunum hafði verið lokað vegna kórónuveirunnar. Þeir blönduðu það með vatni eða gosdrykk og teiguðu í stórum skömmtum þar til þeir misstu meðvitund. Allir voru látnir þegar komið var með þá á sjúkrahús.
31.07.2020 - 14:54
Baráttan í Himalajafjöllum
Indversk og kínversk yfirvöld reyna nú að toppa hvort annað í framkvæmdum við umdeild landamæri ríkjanna í Himalaja fjallgarðinum. Vegaframkvæmdir Indverja, sem nýlega luku við að leggja veg sem liggur að herstöð flughersins við landamæri ríkjanna, eru sagðar vera ein helsta kveikja þess að til átaka kom milli kínverska og indverskra hersveita sem kostuðu 20 indverska hermenn hið minnsta lífið.
31.07.2020 - 07:27
Erlent · Himalaja · Kína · Indland
Vara við stórum jarðskjálfta í Nýju Delhi
Íbúar Nýju-Delhi, höfuðborgar Indlands, eru beðnir um að vera viðbúnir öflugum jarðskjálfta. Þetta kemur fram í opnuauglýsingu sem birt er í víðlesnustu dagblöðum landsins. Verði af skjálftanum kann líf hundraða þúsunda að vera í hættu.
30.07.2020 - 16:48
Indland: Staðfest smit ríflega ein og hálf milljón
Fleiri en ein og hálf milljón manna hefur greinst með kórónuveirusmit á Indlandi, en ríflega 34.000 hafa dáið úr COVID-19.
29.07.2020 - 08:28
Minnst 250 látin og milljónir í hrakningum vegna flóða
Um það bil þriðjungur Bangladess er á kafi í vatni og yfir 250 manns hafa farist í miklum flóðum í Suður-Asíu á síðustu vikum. Regntímabilið stendur sem hæst í sunnanverðri Asíu, þar sem úrhellisrigning hefur leitt til gríðarmikilla flóða. Minnst 81 hefur farist í Bangladess, þar sem eitt mesta vatnsveður um margra ára skeið hefur fært um þriðjung alls lands á kaf. Um þrjár milljónir Bangladessa hafa ýmist hrakist á flótta undan flóðunum eða komast hvergi vegna þeirra.
23.07.2020 - 03:14
Erlent · Asía · Hamfarir · Veður · Flóð · Bangladess · Indland · Nepal
Metfjöldi COVID-19 dauðsfalla í Íran í gær
Metfjöldi daglegra tilfella kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 var settur í Indlandi í gær og í Íran hafa dauðsföll af völdum sjúkdómsins aldrei verið fleiri en í gær. Rétt tæplega 25 þúsund tilfelli voru skráð í Indlandi í gær og 613 létu lífið. Nærri 700 þúsund tilfelli hafa greinst í Indlandi það sem af er, og nærri 20 þúsund eru látnir. 
06.07.2020 - 03:16
Yfir 10 milljón kórónuveirutilfelli á heimsvísu
Kórónuveirutilfelli í heiminum eru nú orðin fleiri en 10 milljón, að sögn Reuters-fréttaveitunnar og hátt í hálf milljón manna hefur látist af völdum veirunnar undanfarna sjö mánuði. Þetta eru rúmlega helmingi fleiri en sýkjast alvarlega af inflúensu árlega, samkvæmt tölum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO).
Hálf milljón veirusmitaðra á Indlandi
Staðfest kórónuveirusmit á Indlandi eru orðin fleiri en hálf milljón, samkvæmt upplýsingum sem stjórnvöld birtu í dag. Alls greindust 18.500 smit síðastliðinn sólarhring. Þau hafa ekki verið fleiri til þessa.
27.06.2020 - 10:01
Á annað hundrað dóu í eldingaveðri á einum sólarhring
Að minnsta kosti 107 létu lífið á Indlandi gær eftir að hafa orðið fyrir eldingum. Nú er monsúntímabilið að hefjast en árlega deyja rúmlega eitt þúsund manns í eldingaveðri.
26.06.2020 - 08:03
Erlent · Asía · Veður · Indland · Asía · eldingar · monsúntímabilið · Flóð
Þrír féllu í átökum í Kasmír
Þrír vígbúnir menn féllu í skotbardaga við indverska stjórnarhermenn í miðborg Srinagar í Kasmír í gær. AFP fréttastofan hefur eftir lögreglumanni að átökin hafi orðið í Zoonimar-hverfinu. Eitt heimili eyðilagðist í bardaganum. Aðeins tveir dagar eru síðan átta uppreisnarmenn féllu í skotbardaga við stjórnarhermenn.
22.06.2020 - 05:50
Kínverjar sleppa tíu indverskum föngum
Tíu indverskir hermenn voru leystir úr haldi Kínverja í gær. Þeir voru allir teknir eftir átök við landamæri ríkjanna við Himalaja-fjöll, þar sem minnst 20 indverskir hermenn létu lífið á mánudag. Þeir voru leystir eftir langar viðræður ríkjanna til þess að reyna að draga úr spennunni við landamærin.
19.06.2020 - 04:36
Noregur og Írland í Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna
Fjögur ríki hlutu í dag aðild að Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna árin 2021 og 2022. Fimmta sætinu var ekki úthlutað í dag þar sem Afríkuríkjunum Djibútí og Kenía tókst hvorugu að afla sér stuðnings tveggja þriðju aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna. Aftur verður kosið um hvort ríkið hlýtur aðild á morgun. 
17.06.2020 - 23:55
Yfir 35 þúsund greindust með COVID-19 í Brasilíu í gær
Yfir 35 þúsund tilfelli kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 voru greind í Brasilíu í gær og rúmlega 1.300 létu lífið af völdum sjúkdómsins. Fjöldi tilfelli stefnir nú hraðbyri í milljón í landinu og fleiri en 45 þúsund eru látnir af völdum COVID-19 í Brasilíu.
17.06.2020 - 06:24
Minnst 20 látnir eftir átök Indverja og Kínverja
Indversk stjórnvöld segja minnst tuttugu hermenn hafa fallið í átökum við kínverska hermenn á landamærum ríkjanna við Himalaja-fjöll. Hermenn hafa margsinnis tekist á við ómerkt landamæri ríkjanna undanfarna áratugi, en enginn hefur fallið í átökum síðan 1975. 
17.06.2020 - 05:53
Fastur á flugvelli í 74 daga
Ungur knattspyrnumaður frá Ghana er nú loksins laus af flugvelli í Mumbai og kominn á hótel þar í borg.
11.06.2020 - 02:30
Herforingjar funda í Himalaya
Hátt settir herforingjar Indlands og Kína settust niður til fundar í eftirlitsstöð í Himalaya-fjöllum til þess að taka á pattstöðunni á milli ríkjanna við landamæri þeirra í fjallgarðinum. Al Jazeera greinir frá. Þúsundir hermanna hafa farið yfir landamærin í deilum ríkjanna undanfarið. 
07.06.2020 - 01:38
Slakað á aðgerðum í Indlandi þrátt fyrir fjölgun smita
Nærri tíu þúsund ný tilfelli kórónuveirunnar voru staðfest á Indlandi síðasta sólarhringinn. Með því hafa fleiri smit verið staðfest á Indlandi heldur en á Ítalíu, sem um tíma  var miðpunktur faraldursins í heiminum.
06.06.2020 - 09:53
Óveðrið skellur á í dag
 Götur borgarinnar Mumbai á Indlandi voru að mestu mannlausar í morgun, en fyrirtækjum var skipað að hafa lokað í dag vegna fellibylsins Nisarga sem nálgast hratt frá hafi.
03.06.2020 - 08:15
Erlent · Asía · Indland
Fellibylur stefnir á Mumbai
Yfir tíu þúsund íbúar Mumbai, fjármálahöfuðborgar Indlands, hafa verið fluttir á öruggan stað vegna fellibylsins Nisarga, sem stefnir á borgina. Þeirra á meðal eru hátt í 150 COVID-19 sjúklingar sem lágu á nýbyggðu bráðabirgðasjúkrahúsi.
02.06.2020 - 14:46
Erlent · Asía · Indland
Tveir deila rúmi á yfirfullum sjúkrahúsum Indlands
Heilbrigðiskerfi  Indlands er að hruni komið vegna kórónuveirunnar sem læknar óttast að hafi enn ekki náð hámarki í landinu. Eru sjúkrahús á Indlandi nú mörg hver svo yfirfull vegna veirunnar að dæmi eru um að tveir sjúklingar þurfi að deila sama rúmi.
29.05.2020 - 08:56
Myndband þykir varpa ljósi á stöðu farandverkafólks
Níu farandverkamenn á Indlandi hafa farist síðustu daga á löngum ferðalögum á leið til heimaborga sinna. Þeir hafa margir lagt upp í langar ferðir í miklum hita því lítið er um vinnu vegna COVID-19 faraldursins. Myndband af tveggja ára barni að reyna að vekja móður sína sem er látin á lestarstöð hefur vakið mikil viðbrögð í landinu. Hún er sögð hafa látist úr ofþornun og hungri.
28.05.2020 - 15:34
Indverjar beðnir um að skila „njósnadúfu“
Pakistanskur dúfnaeigandi biðlar nú til Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, um að fá aftur eina af dúfum sínum, sem þessa dagana er í varðhaldi á Indlandi eftir að hafa verið ákærð fyrir njósnir.
27.05.2020 - 14:22
Erlent · Indland · Pakistan · Dýr · Fuglar
Hitabylgja og óáran á Indlandi
Hitabylgja er nú yfir Indlandi og í gær komst hitinn í 50 stig á Celsíus í Churu í Rajastan-fylki þar sem hann varð mestur.
27.05.2020 - 08:55
Fjöldi látinn af völdum fellibylsins Amphan
Minnst fjórtán eru látnir af völdum fellibylsins Amphan sem gengur yfir austurströnd Indlands og Bangladess. Þúsundir heimila eru rústir einar eftir veðurofsann. Mamata Banerjee, héraðsstjóri Vestur-Bengals, sagði fréttamönnum í gær að ástandið væri enn verra en kórónuveirufaraldurinn.
21.05.2020 - 05:13
Erlent · Asía · Hamfarir · Indland · Bangladess