Færslur: Indland

Yfir 8 milljónir staðfestra kórónaveirusmita á Indlandi
Ríflega átta milljónir kórónaveirusmita hafa greinst á Indlandi, samkvæmt gögnum þarlendra heilbrigðisyfirvalda, og rúmlega 120.500 dauðsföll verið rakin til COVID-19. Stjórnvöld búa sig undir aðra bylgju farsóttarinnar í kjölfar mikilla hátíðahalda um miðjan næsta mánuð.
29.10.2020 - 04:57
Yfir 100.000 látin úr COVID-19 á Indlandi
Heilbrigðisyfirvöld á Indlandi tilkynntu í morgun að yfir 100.000 manns hefðu dáið þar í landi af völdum COVID-19. Indland er þar með orðið þriðja landið, þar sem fleiri en 100.000 dauðsföll hafa verið rakin til heimsfaraldursins með óyggjandi hætti og ekkert lát er á útbreiðslu veirunnar þar eystra.
03.10.2020 - 05:23
Myndskeið
600 þúsund ferðaþjónustufyrirtæki á barmi gjaldþrots
Eitt af hverjum fimm ferðaþjónustufyrirtækjum í Evrópu er á barmi gjaldþrots vegna kórónuveirufaraldursins að mati sérfræðinga. Aðgerðir hafa verið hertar enn frekar víða í Evrópu.
28.09.2020 - 22:10
Sex milljónir kórónuveirusmita á Indlandi
Yfir sex milljónir Indverja hafa smitast af kórónuveirunni. Hún breiðist hratt út um landið um þessar mundir. Um það bil níutíu þúsund smit hafa fundist á sólarhring undanfarnar vikur. Síðastliðinn sólarhring voru þau 82 þúsund.
28.09.2020 - 07:28
Tugir grafnir undir rústum íbúðahúss í útjaðri Mumbai
Að minnsta kosti tíu eru látin í Bhiwandi úthverfi borgarinnar Mumbai á Indlandi eftir að þriggja hæða íbúðablokk hrundi.
21.09.2020 - 04:52
Dánartíðni vegna Covid-19 tiltölulega lág á Indlandi
Nú hafa 5,4 milljónir Indverja greinst með Covid-19.
20.09.2020 - 05:49
Yfir 30 milljónir skráðra Covid-19 tilfella á heimsvísu
Skráð kórónuveirusmit í heiminum eru komin yfir 30 milljónir. Þetta sýna tölur frá Johns Hopkins háskólanum. Yfir 940 þúsund dauðsföll af völdum Covid-19 eru skráð síðan faraldurinn braust út í Kína seint á síðasta ári.
Fimm milljónir kórónuveirusmita á Indlandi
Í dag fór heildarfjöldi greindra kórónuveirusmita á Indlandi yfir fimm milljónir.
16.09.2020 - 06:00
COVID-19 finnst hjá þjóðflokki í Indlandshafi
Óttast er um afdrif þjóðflokka á Andaman- og Nicobar-eyjum í Indlandshafi vegna COVID-19 faraldursins. Kórónuveiran hefur þegar greinst hjá Andaman-þjóðflokknum mikla, sem nú telur aðeins um 50 manns. Ellefu sýni greindust jákvæð í sýnatöku þar. 
11.09.2020 - 06:46
Enn logar eldur í New Diamond
Enn hefur ekki tekist að slökkva eldinn í oliuskipinu New Diamond sem er um 34 sjómílur undan Sangamankanda-odda á austurströnd Sri Lanka. Eldur kviknaði eftir sprengingu í vélarrúmi á fimmtudag og fórst þá einn skipverja. 
08.09.2020 - 08:20
Erlent · Asía · Sri Lanka · Indland · Líbería
Spenna áfram við landamæri Indlands og Kína
Kínverjar segja hermenn sína hafa þurft að grípa til „gagnráðstafana" í gær eftir að indverskir hermenn fóru yfir landamæri ríkjanna í Himalaja-fjöllum og hófu skothríð á landamæraverði.
08.09.2020 - 03:22
Næst flest staðfest smit á Indlandi
Indland er komið í annað sæti ríkja með flest staðfest kórónuveirusmit á eftir Bandaríkjunum. Yfir 90 þúsund greindust þar með kórónuveirusmit síðasta sólarhring.
07.09.2020 - 08:01
Ráðist á Twitter reikning forsætisráðherra Indlands
Tölvuþrjótur gerði atlögu að Twitter aðgangi Narendra Modi forsætisráðherra Indlands. Twitter staðfesti þetta í dag.
03.09.2020 - 04:23
Indland og Kína skiptast á ásökunum
Spennan á milli Kína og Indlands fer aftur vaxandi vegna umdeilds landsvæðis við Himalaja-fjallgarðinn. Ríkin saka hvort annað um ólögmæta landtöku. Í yfirlýsingu indverska hersins greinir frá ógnandi tilfærslum kínverskra hermanna aðfaranótt sunnudags. Indverskum hermönnum hafi tekist að taka sér stöðu við Pangong Tso vatn í Ladakh áður en kínverskir hermenn komust þangað. Á móti segja kínversk stjórnvöld að Indverjar brjóti freklega á sjálfsstjórnarréttindum Kína á þeirra eigin landsvæði.
01.09.2020 - 04:06
Netið örlagavaldur á fyrsta rafræna ólympíumótinu
Slæm nettenging varð til þess að Indverjar og Rússar deila með sér sigurlaununum á ólympíumótinu í skák. Nettenging tveggja indversku keppendanna slitnaði í lokaumferðinni. Andstæðingum þeirra var úrskurðaður sigur þar sem netlausu Indverjarnir féllu á tíma. Indverska liðið kærði þann úrskurð og ákvað mótsnefnd að grípa til þessara ráða. 
31.08.2020 - 06:45
Erlent · Skák · Indland · Rússland
Sextán fundust látnir í rústunum
Sextán hafa fundist látnir í rústum fjölbýlishúss sem hrundi í bænum Mahad, skammt suður af Mumbai á Indlandi, í fyrradag. Níu var bjargað, en ekki er talið að fleiri sé að finna í rústunum.
26.08.2020 - 09:23
Erlent · Asía · Indland
Leit heldur áfram í húsarústum á Indlandi
Leit heldur áfram að fólki sem gæti legið undir rústum fimm hæða íbúðablokkar sem hrundi í borginni Mahad suður af Mumbai á Indlandi síðdegis í gær.
25.08.2020 - 06:14
Yfir tvær og hálf milljón tilfella í Indlandi
Yfir tvær og hálf milljón Indverja hafa nú greinst með kórónuveiruna sem veldur COVID-19.Yfir 65 þúsund sýni reyndust jákvæð í gær samkvæmt heimildum tölfræðivefsins Worldometers, og 990 létu lífið. Alls eru rúmlega 49 þúsund látnir af völdum veirunnar þar í landi.
15.08.2020 - 06:24
750 þúsund látin af völdum Covid-19 í heiminum
Tæplega 750 þúsund hafa látist af völdum kórónuveirunnar á heimsvísu. Þetta sýna nýjar tölur sem AFP fréttastofan birti í morgun. 20.666.110 skráð tilfelli eru í 196 löndum og landsvæðum samkvæmt sömu tölum.
Þrír ráðherrar á Indlandi greinst með Covid-19
Yfir 47 þúsund hafa nú látist vegna Covid-19 á Indlandi en þar er faraldurinn í hröðum vexti. Varnarmálaráðherra landsins greindist með veiruna í gær, og því eru nú þrír ráðherrar í ríkisstjórninni með staðfest smit.
Sjö farast í eldsvoða á COVID hóteli á Indlandi
Sjö manns hið minnsta fórust er eldur kom upp á hóteli á Indlandi sem notað var til að hýsa einstaklinga sem smitaðir voru af kórónuveirunni. Atburðurinn átti sér stað í Andhra Pradesh-ríki í suðurhluta Indlands.
09.08.2020 - 09:57
Yfir fimm milljónir kórónaveirusmita í Bandaríkjunum
Kórónaveirusmit í Bandaríkjunum eru nú orðin fleiri en fimm milljónir talsins, samkvæmt samantekt Reuters-fréttastofunnar, og dauðsföll af völdum COVID-19 eru ríflega 162.000 þar í landi. Fyrr í gærkvöld bárust fréttir af því að staðfest smit í Brasilíu væru komin yfir þrjár milljónir og að fleiri en eitt hundrað þúsund manns hefðu dáið úr sjúkdómnum þar. Á Nýja Sjálandi var því aftur á móti fagnað nú í morgunsárið að þar hefur ekki greinst nýtt samfélagssmit í 100 daga.
09.08.2020 - 06:30
22 látin og tuga saknað eftir aurskriðu á Indlandi
Minnst 22 fórust þegar aurskriða féll í Keralaríki á Indlandi á föstudagskvöld og tuga er saknað. Regntímabilið stendur sem hæst eystra og veldur miklum vatnavöxtum, flóðum og skriðuföllum.
09.08.2020 - 00:51
Erlent · Asía · Hamfarir · Veður · Indland · Flóð
Flugriti vélarinnar fundinn
Flugriti flugvélarinnar sem hafnaði utan flugbrautar í borginni Kozhikode á Indlandi í gær er fundinn. Að minnsta kosti 18 týndu lífi í slysinu og skrokkur vélarinnar fór í tvennt. Tæplega 200 voru í vélinni, sem var á leið frá Dubai.
08.08.2020 - 15:10
Að minnsta kosti 17 týndu lífi í flugslysi á Indlandi
Að minnsta kosti 17 eru látin og fleiri en hundrað slasaðir eftir að farþegavél Air India Express hafnaði utan flugbrautar í borginni Kozhikode í suðurhluta Indlands í dag. Vélin flutti farþega sem höfðu orðið strandaglópar fjarri heimahögunum vegna kórónuveirufaraldursins.
07.08.2020 - 22:42