Færslur: Indland

Tugir látnir í þrumuveðri á Indlandi
Minnst 36 eru látin eftir ógurlegt óveður í norðanverðu Indlandi undanfarinn sólarhring. Guardian hefur eftir yfirvöldum í landinu tólf séu látnir eftir að hafa orðið fyrir eldingu. 24 til viðbótar létust í Uttar Pradesh héraði þegar fjöldi húsa hrundi í kjölfar hellirigningar.
24.09.2022 - 13:01
Erlent · Asía · Umhverfismál · Veður · Indland
Hvað gerist beiti Pútín kjarnorkuvopnum?
Óduldar hótanir Rússlandsforseta og fleiri ráðamanna um beitingu kjarnorkuvopna í Úkraínu til að verja landsvæði sem þeir álíta að tilheyri Rússlandi, hafa vakið vangaveltur sérfræðinga um afleiðingar þess og hvernig vesturveldin brygðust við.
Tugir fórust í flóðum í Nepal og Indlandi um helgina
Hátt í fimmtíu manns fórust í flóðum og skriðuföllum af völdum ákafra monsúnrigninga í Nepal og Indlandi um helgina svo vitað sé og óttast er að enn fleiri hafi látið lífið.
19.09.2022 - 05:25
Erlent · Asía · Hamfarir · Náttúra · Veður · Indland · Nepal · Pakistan · Flóð · monsúntímabilið
Elsta steingerða risaeðla Afríku fundin í Zimbabwe
Vísindamenn grófu nýverið upp steingerðar líkamsleifar elstu risaeðlu sem fundist hefur í Afríku. Eðlan var þó ekki mjög risavaxin eða um metri á hæð og er talin hafa verið á dögum fyrir 230 milljónum ára.
04.09.2022 - 16:11
Heræfingar Bandaríkjamanna og Suður-Kóreu hefjast í dag
Árlegar, sameiginlegar heræfingar Bandaríkjanna og Suður-Kóreu hefjast í Suður-Kóreu í dag, samkvæmt tilkynningu varnarmálaráðuneytisins í Seúl. Markmið æfinganna er sagt að efla og samræma viðbrögð við mögulegum kjarnorku- og eldflaugatilraunum og jafnvel árásum Norður-Kóreumanna.
Kínaher tekur þátt í heræfingum í Rússlandi
Kínverskar hersveitir búa sig undir leiðangur til Rússlands, þar sem þær taka þátt í umfangsmiklum, fjölþjóðlegum heræfingum um mánaðamótin næstu ásamt sveitum frá Indlandi, Hvíta Rússlandi, Mongólíu og Tadsíkistan, auk heimamanna. Þetta kemur fram í tilkynningu kínverska varnarmálaráðuneytisins.
Halda heræfingu nærri landamærunum við Kína
Bandaríski herinn tekur þátt í heræfingu Indverja um sextíu kílómetra frá landamærunum við Kína í október. CNN greindi frá þessu í nótt en ríkin tvö hafa lengi deilt um legu landamærana.
07.08.2022 - 07:49
87 á sjúkrahúsi eftir alvarlegan gasleka á Indlandi
Minnst 87 konur hafa verið lagðar inn á sjúkrahús í Atchyutapuram-borg á Indlandi eftir að gasleki kom upp í fataverksmiðju í borginni. AFP hefur þetta eftir staðarmiðlum.
03.08.2022 - 05:24
Erlent · Asía · Indland · Slys
Fundu 86 manns í farmrými vöruflutningabíls
Lögregla í Norður-Makedóníu fann á laugardagskvöld gær 86 manneskjur, þar á meðal allmörg börn, í yfirfullu farmrými vöruflutingabíls skammt frá landamærunum að Grikklandi. Lögreglumenn uppgötvuðu þennan ólöglega og illa meðhöndlaða farm við handahófseftirlit nærri landamærabænum Gevgelija í Norður-Makedóníu.
Murmu fyrst ættarhöfðingja á forsetastóli í Indlandi
Droupadi Murmu, fyrrverandi kennari og ríkisstjóri í Jarkhand-ríki, var í gær kosin forseti Indlands. Murmu, sem er 64 ára gömul, er fyrsti ættarhöfðinginn til að gegna forsetaembættinu.
22.07.2022 - 03:44
Mannkynið rýfur 8 milljarða múrinn um miðjan nóvember
Mannkyninu hefur ekki fjölgað jafnhægt og nú síðan um miðja síðustu öld, en mun engu að síður fara yfir átta milljarða markið í haust, samkvæmt nýrri mannfjöldaspá Sameinuðu þjóðanna. Sama spá gerir ráð fyrir að Indverjar taki fram úr Kínverjum og verði orðnir fjölmennasta þjóð heims áður en árið 2023 líður í aldanna rás, fjórum árum fyrr en áður var spáð.
16 látin og tuga saknað eftir skýfall í Kasmír
Minnst 16 manns létu lífið í miklum skyndiflóðum Kasmírhéraði í Indlandi og björgunarlið leitar tuga til viðbótar sem saknað er nærri vinsælum en afskekktum helgistað Hindúa í héraðinu.
09.07.2022 - 07:41
Erlent · Asía · Hamfarir · Náttúra · Veður · Indland · Kasmír · Flóð
Indland og Bangladess
Á annað hundrað manns hafa farist í flóðum og skriðum
Minnst 116 manns hafa týnt lífinu í flóðum og skriðum á Indlandi og Bangladess undanfarna daga og milljónir hrakist að heiman vegna hamfaranna. Þær orsakast af árvissum monsúnrigningum, sem víða eru með mesta móti í ár. Í bæjunum Cherrapunji og Mawsynram í norðaustanverðu Indlandi, sem um árabil hafa bitist um nafnbótina „blautasti bær Jarðar“, mældist sólarhringsúrkoman yfir 1.000 millimetrar.
22.06.2022 - 01:25
Telja að kjarnorkuvopnum fari að fjölga á ný
Allt bendir til þess að kjarnorkuvopnum fari aftur fjölgandi næsta áratuginn, eftir að hafa fækkað jafnt og þétt síðustu 35 árin. Þetta kemur fram í nýrri ársskýrslu Alþjóða friðarrannsóknarsetursins í Stokkhólmi, SIPRI, þar sem Úkraínustríðið er nefnt sem meginástæða þessa viðsnúnings.
Indland í kröppum sjó vegna ummæla um spámanninn
Ummæli talskonu forsætisráðherra Indlands og flokks hans um spámanninn Múhameð hafa valdið óeirðum innan Indlands og utan og fjöldi ríkja þar sem Íslamstrú er í hávegum höfð hefur kallað sendiherra sína heim frá Indlandi vegna þeirra.
12.06.2022 - 07:30
Kalla sendiherra á teppið vegna ummæla um spámanninn
Stjórnvöld í Indónesíu og Malasíu kölluðu sendiherra Indlands til fundar í dag vegna ummæla indverskra embættismanna um Múhameð spámann sem þykja niðrandi.
07.06.2022 - 15:22
Albanese tekinn við sem forsætisráðherra Ástralíu
Anthony Albanese er tekinn við sem forsætisráðherra Ástralíu. Hann sór embættiseið við hátíðlega athöfn í þinghúsinu í höfuðborginni Canberra á mánudagsmorgni að staðartíma. Hann heldur umsvifalaust til Japans til að taka þátt í fjögurra ríkja ráðstefnu.
23.05.2022 - 04:00
Fjögurra ríkja ráðstefna hefst í Japan á þriðjudag
Bandaríkjaforseti heldur í dag til fundar við ráðamenn í Japan. Hann er á ferð um Asíu til þess að treysta böndin og tryggja ítök Bandaríkjanna í álfunni. Nýkjörinn forsætisráðherra Ástralíu hyggst eftir helgina funda einslega með Bandaríkjaforseta auk leiðtoga Japans og Indlands í tengslum við ráðstefnu ríkjanna.
Minnst 27 fórust í eldsvoða á Indlandi
Minnst 27 fórust í eldsvoða í Nýju Delí, höfuðborg Indlands í gær, og á þriðja tug slösuðust. Eldurinn braust út í fjögurra hæða iðnaðarhúsnæði í vesturborg Delí síðdegis á föstudag að staðartíma. AFP-fréttastofan hefur eftir Satpal Bharadvaj, aðgerðastjóra slökkviliðsins á vettvangi að um 70 manns hafi verið í húsinu þegar eldurinn kviknaði.
14.05.2022 - 07:37
Erlent · Asía · Indland
Hitinn um og yfir 50 stig í Pakistan og Indlandi
Feiknarmikil og langvinn hitabylgja heldur Indlandsskaganum enn í heljargreipum. Hiti fór yfir 50 stig á nokkrum stöðum í Pakistan á föstudag og stjórnvöld vara við vatnsskorti og ógn við líf og heilsu fólks. Hitabylgja hefur geisað víða á Indlandi og Pakistan síðan snemma í apríl með litlum hléum. Sérfræðingar Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar, sem heyrir undir Sameinuðu þjóðirnar, segja hitabylgjuna í takt við hlýnun Jarðar og þau fyriséðu áhrif sem hún hefur, segir í frétt AFP.
14.05.2022 - 04:29
WHO telur 15 milljónir hafa látist af völdum COVID-19
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin áætlar að rekja megi andlát fimmtán milljóna manna til smita af völdum kórónuveirunnar. Það er þrisvar meira en opinberar tölur gefa til kynna en stofnunin telur að þrettán prósent fleiri hafi látist undanfarin tvö ár en í meðalárum.
08.05.2022 - 06:25
Katrín fundar með forsætisráðherra Indlands
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tekur í dag þátt í fundum norrænna forsætisráðherra með Narendra Modi forsætisráðherra Indlands. Fundirnir fara fram í Kaupmannahöfn þar sem Modi er í opinberri heimsókn.
04.05.2022 - 10:13
Hitabylgja og rafmagnsleysi hrella Indverja
Ekki sér fyrir endann á skæðri hitabylgju sem geisað hefur á nánast öllu Indlandi síðustu daga. Hiti hefur farið yfir 45 gráður víða í landinu dag eftir dag að undanförnu og fór mest í 47,4 gráður í borginni Banda í Uttar Pradesh-ríki á föstudag. Nýliðinn marsmánuður var sá heitasti í 122 ára sögu veðurmælinga á Indlandi og nú hefur verið staðfest að nýlliðinn aprílmánuður er líka sá heitasti sem mælst hefur í veðurmælingasögunni.
01.05.2022 - 08:21
Skæð og snemmbær hitabylgja á Indlandi og Pakistan
Skæð og óvenju snemmbúin hitabylgja gengur nú yfir nær allt Indland og stóran hluta Pakistans og hitastig fer enn hækkandi. Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, varar við vaxandi hættu á gróðureldum vegna hitans. „Hitinn hækkar hratt í landinu og mun fyrr en venjulega,“ sagði forsætisráðherrann á fjarfundi með ríkisstjórum landsins á miðvikudag.
29.04.2022 - 02:30
Erlent · Asía · Hamfarir · Veður · Indland · Pakistan · hitabylgja · Narendra Modi
Biden og Modi ræða heimsmálin í dag
Joe Biden Bandaríkjaforseti og Narendra Modi forsætisráðherra Indlands ætla að hittast á fjarfundi í dag að því er fram kemur í tilkynningu frá Hvíta húsinu. Innrásin í Úkraínu verður ofarlega á baugi í samtali þeirra.