Færslur: Indland

Minnst 27 fórust í eldsvoða á Indlandi
Minnst 27 fórust í eldsvoða í Nýju Delí, höfuðborg Indlands í gær, og á þriðja tug slösuðust. Eldurinn braust út í fjögurra hæða iðnaðarhúsnæði í vesturborg Delí síðdegis á föstudag að staðartíma. AFP-fréttastofan hefur eftir Satpal Bharadvaj, aðgerðastjóra slökkviliðsins á vettvangi að um 70 manns hafi verið í húsinu þegar eldurinn kviknaði.
14.05.2022 - 07:37
Erlent · Asía · Indland
Hitinn um og yfir 50 stig í Pakistan og Indlandi
Feiknarmikil og langvinn hitabylgja heldur Indlandsskaganum enn í heljargreipum. Hiti fór yfir 50 stig á nokkrum stöðum í Pakistan á föstudag og stjórnvöld vara við vatnsskorti og ógn við líf og heilsu fólks. Hitabylgja hefur geisað víða á Indlandi og Pakistan síðan snemma í apríl með litlum hléum. Sérfræðingar Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar, sem heyrir undir Sameinuðu þjóðirnar, segja hitabylgjuna í takt við hlýnun Jarðar og þau fyriséðu áhrif sem hún hefur, segir í frétt AFP.
14.05.2022 - 04:29
WHO telur 15 milljónir hafa látist af völdum COVID-19
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin áætlar að rekja megi andlát fimmtán milljóna manna til smita af völdum kórónuveirunnar. Það er þrisvar meira en opinberar tölur gefa til kynna en stofnunin telur að þrettán prósent fleiri hafi látist undanfarin tvö ár en í meðalárum.
08.05.2022 - 06:25
Katrín fundar með forsætisráðherra Indlands
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tekur í dag þátt í fundum norrænna forsætisráðherra með Narendra Modi forsætisráðherra Indlands. Fundirnir fara fram í Kaupmannahöfn þar sem Modi er í opinberri heimsókn.
04.05.2022 - 10:13
Hitabylgja og rafmagnsleysi hrella Indverja
Ekki sér fyrir endann á skæðri hitabylgju sem geisað hefur á nánast öllu Indlandi síðustu daga. Hiti hefur farið yfir 45 gráður víða í landinu dag eftir dag að undanförnu og fór mest í 47,4 gráður í borginni Banda í Uttar Pradesh-ríki á föstudag. Nýliðinn marsmánuður var sá heitasti í 122 ára sögu veðurmælinga á Indlandi og nú hefur verið staðfest að nýlliðinn aprílmánuður er líka sá heitasti sem mælst hefur í veðurmælingasögunni.
01.05.2022 - 08:21
Skæð og snemmbær hitabylgja á Indlandi og Pakistan
Skæð og óvenju snemmbúin hitabylgja gengur nú yfir nær allt Indland og stóran hluta Pakistans og hitastig fer enn hækkandi. Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, varar við vaxandi hættu á gróðureldum vegna hitans. „Hitinn hækkar hratt í landinu og mun fyrr en venjulega,“ sagði forsætisráðherrann á fjarfundi með ríkisstjórum landsins á miðvikudag.
29.04.2022 - 02:30
Erlent · Asía · Hamfarir · Veður · Indland · Pakistan · hitabylgja · Narendra Modi
Biden og Modi ræða heimsmálin í dag
Joe Biden Bandaríkjaforseti og Narendra Modi forsætisráðherra Indlands ætla að hittast á fjarfundi í dag að því er fram kemur í tilkynningu frá Hvíta húsinu. Innrásin í Úkraínu verður ofarlega á baugi í samtali þeirra.
Utanríkisráðherrar Kína og Indlands hittast í dag
Wang Yi utanríkisráðherra Kína er kominn til fundar á Indlandi við þarlendan kollega sinn S. Jaishankar. Fundur þeirra verður haldinn í höfuðborginni Nýju Delí síðar í dag og er sá fyrsti frá því að upp úr sauð í deilum um landsvæði við Himalaja-fjallgarðinn.
25.03.2022 - 04:25
Án fulltingis Rússa gæti geimstöðin hrapað til jarðar
Samstarf vesturlanda og Rússa á sviði geimrannsókna er í miklu uppnámi eftir að Vladimír Pútín Rússlandsforseti fyrirskipaði innrás í Úkraínu. Viðskiptaþvinganir ríkja Evrópusambandsins hafa orðið til þess að Rússar drógu sig að miklu leyti úr samstarfi við Geimvísindastofnun Evrópu.
Gagnrýni á framgöngu Rússa í þarlendum sjónvarpsþætti
Heyra mátti gagnrýni á innrásina í Úkraínu í þætti á sjónvarpsstöðinni Rossiya 1 nú í vikunni. Viðmælendur Vladimirs Soloviev, sem er mikill stuðningsmaður Vladimírs Pútín forseta, voru afar þungorðir og drógu réttmæti innrásinnar mjög í efa.
Samkomutakmörkunum aflétt í Delí á Indlandi
Öllum samkomutakmörkunum og sóttvarnaráðstöfunum hefur verið aflétt í Delí höfuðborg Indlands. Opinberar tölur sýna að smitum af völdum omíkron-afbrigðisins hefur fækkað mjög og því tóku borgaryfirvöld þessa ákvörðun.
26.02.2022 - 07:12
Úkraínudeilan
Ekkert ríki utan Rússlands hefur viðurkennt sjálfstæði
Utanríkisráðuneyti Rússlands hvetur önnur ríki til að feta í fótspor Vladímírs Pútíns forseta og viðurkenna sjálfstæði héraðanna Donetsk og Luhansk í austurhluta Úkraínu. Vesturveldin eru sammála um að ákvörðunin sé brot á alþjóðalögum en nokkurs stuðnings gætir annars staðar frá.
23.02.2022 - 06:19
Samvaxnir báru dökk gleraugu til að tryggja trúnað
Indversku tvíburabræðurnir Sohan og Mohan Singh settu upp dökk sólgleraugu til að komast hjá því að sjá hvernig hinn greiddi atkvæði í þingkosningum í norðanverðu landinu. Bræðurnir eru nítján ára og samvaxnir á mjöðmunum, því urðu þeir að fara saman inn í kjörklefann.
21.02.2022 - 11:31
Minnst tólf pílagrímar fórust í Kasmír á Indlandi
Að minnsta kosti tólf fórust og þrettán slösuðust í miklum troðningi nærri helgidómi í Kasmír-héraði á Indlandi í gærkvöld. Þúsundir pílagríma voru á leið að Vaishno Devi einhverjum helgasta dómi Hindúa í landinu þegar atvikið átti sér stað.
01.01.2022 - 08:17
Erlent · Asía · Indland · Kasmír · Banaslys
Spegillinn
Kristnir sæta ofsóknum á Indlandi
Erlend fjárframlög til hjálparstarfs á vegum reglu Móður Teresu hafa verið fryst á Indlandi. Kristnir sæta vaxandi ofsóknum þar í landi, ráðist var á kirkjur og helgihaldi spillt um jólin.
28.12.2021 - 17:28
Lyfjastofnun Evrópu tekur ákvörðun um Novavax í dag
Lyfjastofnun Evrópu tekur ákvörðun um það í dag hvort heimila eigi notkun Covid-bóluefnis bandaríska lyfjafyrirtækisins Novavax. Aukafundur lyfjanefndar verður haldinn um málið og niðurstöður kynntar strax að honum loknum.
Aldrei fleiri blaða- og fréttamenn í fangelsi
Alls sitja 488 fjölmiðlamenn í fangelsum um víða veröld sem er mesti fjöldi frá því frjálsu félagasamtökin Fréttamenn án landamæra tóku að fylgjast með og skrá slík mál.
Indverskir bændur hætta mótmælum
Indverskir bændur hættu formlega í dag mótmælum gegn breytingum á lögum um landbúnað sem þeir segja að hafi fyrst og fremst komið stórfyrirtækjum í matvælageiranum til góða. Þúsundir bænda hafa haldið til utan við höfuðborgina Nýju Delhi síðan í fyrra til að andæfa áformunum.
09.12.2021 - 17:31
Yfirmaður indverska hersins fórst í þyrluslysi
Bipin Rawat hershöfðingi, yfirmaður indverska heraflans, og tólf til viðbótar létust þegar þyrla hrapaði í dag í ríkinu Tamil Nadu í suðurhluta Indlands. Einn komst lífs af. Með í þyrlu voru eiginkona Rawats og hátt settir yfirmenn í indverska hernum.
08.12.2021 - 14:16
Erlent · Asía · Indland · flugslys
88 af 100 menguðustu borgum heims í Indlandi og Kína
88 af 100 menguðustu borgum heims eru í tveimur löndum; Indlandi og Kína. 46 þeirra eru á Indlandi en 42 í Kína. Allar 100 mengunarhöfuðborgir heimsins eru í Asíu.
28.11.2021 - 07:29
Umdeild landbúnaðarlög á Indlandi slegin af
Indlandsstjórn hyggst fella úr gildi þrenn lög sem ætluð voru til endurbóta í landbúnaði. Lagasetningin kveikti fjölmenn og hávær mótmæli sem staðið hafa í næstum ár.
Loftmengun í Nýju-Delhi keyrir um þverbak
Kennslu í öllum grunn- og framhaldsskólum í Nýju-Delhi, höfuðborg Indlands, hefur verið frestað um óákveðinn tíma vegna gríðarlegrar loftmengunar. Þá er búið að slökkva á sex af ellefu kolakyntum raforkuverum í nágrenni borgarinnar.
17.11.2021 - 17:33
Neyðarástand vegna mengunar í Nýju Delí
Indverska mengunarvarnarstofnunin hefur lýst yfir neyðarástandi í Nýju Delí og hvetur borgarbúa til að halda sig innan dyra. Í morgun mældist loftmengun í borginni tíu sinnum meiri en skilgreind hættumörk Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar.
Nýja Delí á Indlandi umvafin eitruðu mistri
Þykkt mistur eitraðs lofts liggur yfir Nýju Delí höfuðborg Indlands eftir næturlanga flugeldaskothríð í tilefni af Diwali ljósahátíð hindúa. Þó lagði hæstiréttur landsins bann við sölu flugelda í borginni og yfirvöld hvöttu íbúa til að fagna hátíðinni án þeirra.
05.11.2021 - 07:06
Indverskt bóluefni fær bráðabirgðaleyfi
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin gaf í dag grænt ljós á notkun indverska bóluefnisins Covaxin, sem notað er víða um Indland til að verjast kórónuveirunni. Það er áttunda bóluefnið sem stofnunin hefur viðurkennt frá því að heimsfaraldurinn braust út.
03.11.2021 - 14:44