Færslur: Icelandair

Íslenskum ríkisborgurum hleypt um borð án covid-prófs
Íslenskum ríkisborgurum, sem ekki framvísa vottorði um neikvætt covid-próf, verður hleypt um borð í flugvélar Icelandair sem eru á leið til Íslands. Farþegar verða þó upplýstir um að þeir gætu verið sektaðir við komuna til landsins. Slík sekt getur numið 100 þúsund krónum. Erlendum ríkisborgurum, sem ekki geta framvísað slíku vottorði, verður hins vegar ekki hleypt um borð í flug á leið til Íslands.
28.07.2021 - 22:36
Undanþágur frá skimunum flugáhafna til skoðunar
Verið er að skoða undanþágur flugáhafna flugfélaganna Play og Icelandair frá reglulegum skimunum. Samkvæmt núgildandi reglugerð þurfa þær ekki að framvísa PCR-prófi nema dvöl þeirra ytra sé lengri en þrír sólarhringar.
Bain Capital með stærstan hlut í Icelandair
Samkomulag fjárfestingarssjóðsins Bain Capital og Icelandair Group hf. var samþykkt á hluthafafundi Icelandair Group í dag. Samkomulagið sneri að áskrift að 5,7 milljónum nýrra hluta í félaginu á gengi 1,43 krónur á hvern hlut eða að söluandvirði 8,1 milljarða króna. Bain Capital er því stærsti hluthafi Icelandair Group eða 16,6%.
Viðsnúningur hjá Icelandair milli ára
Uppgjörs annars ársfjórðungs hjá Icelandair Group var birt í Kauphöll fyrr í kvöld. Þar kemur fram að félagið hóf að auka umsvif sín á ný í öðrum ársfjórðungi þegar eftirspurn eftir flugi og ferðalögum jókst. Lausafjárstaða félagsins styrktist verulega í fjórðungnum vegna mikillar aukningar í bókunum á flugi á seinni helmingi ársins.
22.07.2021 - 20:04
Upplýsingakerfi auðveldar ferðalöngum ferðalagið
Íslandi miðar vel áfram í bólusetningum en nú eru rúmlega 80% landsmanna 16 ára og eldri fullbólusett. Næsta víst er að einhverjir stefna á ferðalög út fyrir landsteinana nú þegar ferðatakmörkunum hefur verið aflétt innanlands og margir orðnir fullbólusettir.
12.07.2021 - 11:51
Einn stærsti dagurinn á árinu hjá Icelandair
Talsverður erill hefur verið í innritunum Í Keflavík í dag enda langt síðan jafn mikill fjöldi brottfara var afgreiddur þaðan á einum og sama deginum. Nokkuð hefur verið um seinkanir af þessum völdum.
10.07.2021 - 15:26
Skoða atvik í aðflugi að Reykjavíkurflugvelli
Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) er með mál til skoðunar varðandi atvik sem varð í aðflugi vélar Icelandair frá Egilsstöðum til Reykjavíkur síðasta laugardag.
Þjóðnýting Cabo Verde hafi ekki áhrif á Icelandair
Flest bendir til að flugfélagið Cabo Verde á Grænhöfðaeyjum verið þjóðnýtt á næstunni. Dótturfélag Icelandair á meirihluta í félaginu. Forstjóri Icelandair segir mögulega þjóðnýtingu ekki hafa teljandi áhrif þar sem félagið hafi þegar verið afskrifað.
24.06.2021 - 17:58
Segir kaup Bain Capital hafa „mjög mikla þýðingu“
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir fyrirhuguð kaup Bain Capital á 16,6% hlut í félaginu hafa mjög mikla þýðingu fyrir það. Kaupin geri Icelandair kleift að styrkja fjárhagsstöðuna í kjölfar faraldursins og grípa tækifæri á flugmarkaði.
24.06.2021 - 09:54
Kaupa í Icelandair fyrir átta milljarða
Alþjóðlegi fjárfestingarsjóðurinn Bain Capital hefur náð samkomulagi við Icelandair um kaup á tæplega 5,7 milljarða nýrra hluta í félaginu að andvirði tæplega 8,1 milljarðs króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair.
23.06.2021 - 23:39
Upphaf faraldursins ekki óviðráðanlegar aðstæður
Flugfélaginu Icelandair hefur verið gert að greiða farþegum 400 evrur í skaðabætur vegna flugs FI528 frá Keflavík til Berlínar 18. mars 2020. Kvartanir bárust frá farþegum eftir að fluginu var aflýst og för þeirra til heimalandsins seinkaði um tæplega 14 klukkustundir.
23.06.2021 - 16:17
Persónuvernd áminnir Icelandair fyrir seinagang
Persónuvernd hefur áminnt Icelandair fyrir seinagang við að afgreiða beiðni einstaklings um aðgang að persónuupplýsingum sem fyrirtækið hafði um hann. Fyrirtækinu var ekki gerð sekt vegna málsins.
23.06.2021 - 15:24
Nordic Visitor kaupir Iceland Travel
Ferðaskrifstofan Nordic Visitor hefur gengið frá kaupum á öllu hlutafé í ferðaþjónustufyrirtækinu Iceland Travel, dótturfélagi Icelandair. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallar.
12.06.2021 - 08:41
Bogi væntir 30 þúsund farþega til Íslands í júní
Tvöfalt fleiri ferðuðust með Icelandair milli landa í maímánuði en í apríl, einnig heldur innanlandsfarþegum áfram að fjölga og fraktflutningar jukust um fjórðung í maí. Forstjóri félagsins segir ferðavilja aukast og hann býst við að farþegum fjölgi.
Vel yfir þúsund störf samhliða auknum umsvifum
Vel yfir þúsund störf hafa skapast samhliða auknum umsvifum á Keflavíkurflugvelli. Bæjarstjórinn í Reykjanesbæ segir marga bíða eftir að komast í störfin sín á flugvellinum en ekki komist allir að í sumar.
Myndskeið
Tíðin batnar í ferðaþjónustu
130 farþegar komu hingað frá Bandaríkjunum með fyrsta áætlunarflugi flugfélagsins Delta í morgun. Hjólin eru aðeins farin að snúast, segir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Forstjóri Icelandair segir mjög jákvætt að líf sé að færast í markaðinn, sérstaklega frá Bandaríkjunum. 
Icelandair hóf áætlunarflug til Tenerife í morgun
Þota frá Icelandair lagði upp frá Keflavík í sitt fyrsta áætlunarflug til Tenerife laust fyrir klukkan níu í morgun. Ætlun félagsins er að fljúga þangað einu sinni í viku í maí og oftar þegar dregur úr áhrifum kórónuveirufaraldursins og ferðatakmarkanir verða rýmkaðar. 
Bjartsýni ríkir þrátt fyrir samdrátt á fyrsta fjórðungi
Bjartsýni ríkir í herbúðum Icelandair Group þrátt fyrir að heildartekjur félagsins hafi lækkað um 73% á fyrsta ársfjórðungi samkvæmt fyrsta ársfjórðungsuppgjöri árs. Tekjurnar námu 7,3 milljörðum króna eða 57,4 milljónum bandaríkjadala. Tap var því 3,9 milljarðar króna en var 30,8 milljarðar á fyrsta ársfjórðungi síðasta árs. 
Auglýsa íslandsferðir með eldgosi á Times Square
Flennistór auglýsing Icelandair í New York hefur vakið mikla athygli. Hún þekur um níu hæðir húshorns á Times Square og sýnir eldgosið í Geldingadölum í öllu sínu veldi.
20.04.2021 - 14:38
Aukning í frakt- og innanlandsflugi Icelandair
Fraktflutningar Icelandair jukust á milli ára í marsmánuði í ár en heildarfjöldi farþega í millilandaflugi hjá var um 7.800 í mars og dróst saman um 94% á milli ára. Þetta er meðal þess sem fram kemur í flutningatölum fyrir mars sem Icelandair Group birti í Kauphöll í dag.
Fjölga áfangastöðum og endurráða um 50 flugmenn
Icelandair hyggst fljúga til 34 áfangastaða í sumar, nýverið var tveimur bætt við í leiðakerfi félagsins og þá mun flug á suma staði hefjast fyrr en til stóð. Þegar hafa 20 flugmenn sem sagt var upp störfum í fyrra verið endurráðnir og 28 til viðbótar koma til starfa í byrjun apríl. Flugfreyjur og -þjónar sem héldu störfum sínum og fóru í hlutastörf í fyrra munu fara í fullt starf frá og með 1. maí.
Breytingarnar „mjög jákvæðar“
Forstjóri Icelandair segir mun minni líkur á að félagið þurfi að draga á lánalínur með ríkisábyrgð ef ferðaþjónustan tekur við sér í sumar. Hann bindur vonir við að leiðakerfið verði gangsett á næstu þremur mánuðum.
Air Iceland Connect fer undir merki Icelandair
Innanlands- og millilandaflug Icelandair verður sameinaðu undir merkjum Icelandair frá og með þriðjudeginum 16. mars. Þar með munu leiðakerfi, sölu- og markaðsstarf sameinast undir vörumerki Icelandair.
Lítið um að farið væri fram á breytingu flugmiða
Fyrsta áætlunarflug Boeing 737 Max þotu Icelandair eftir afléttingu kyrrsetningar var farið til Kaupmannahafnar í morgun. Þotan Mývatn TF-ICN lenti heilu og höldnu klukkan 11:38 að staðartíma á Kastrup-flugvelli eftir tæpra þriggja stunda flug.
08.03.2021 - 12:58
MAX-vélarnar í loftið eftir tveggja ára kyrrsetningu
Icelanda­ir ætl­ar að hefja farþegaflug með tveimur MAX-vél­um nú í mars. Fyrsta flugið var í dag með starfsmönnum Icelandair en svo verður vélinni flogið til Kaupmannahafnar á mánudag. Forstjórinn segir vélarnar geta gjörbylt rekstri fyrirtækisins.
06.03.2021 - 18:30
Innlent · Icelandair · viðskipti · flug · Boeing