Færslur: Icelandair

Icelandair kaupir fjórar Boeing 737 MAX
Icelandair hefur undirritað viljayfirlýsingu um kaup á fjórum Boeing 737 MAX flugvélum. Félagið verður með alls átján 737 MAX vélar í rekstri, eftir að kaupin hafa gengið í gegn. 
16.06.2022 - 17:25
Afturhluti flugvélar rakst í jörðu við flugtak
Afturhluti vélar Icelandair rakst í flugbrautina í flugtaki á Keflavíkurflugvelli í febrúar. Vélinni var engu að síður flogið í sjö og hálfa klukkustund til Seattle í Bandaríkjunum. Hún komst heilu og höldnu á áfangastað án frekari vandkvæða. Hugað var að vélinni í Bandaríkjunum og henni flogið aftur til Íslands á tilsettum tíma.
14.06.2022 - 09:07
Íslensku flugfélögin fluttu 348 þúsund farþega í maí
Farþegum Icelandair fjölgaði talsvert í maí frá aprílmánuði og voru um áttfalt fleiri en í maí á síðasta ári. Heildarfjöldi farþega í maí var um 316.000, samanborið við 40.000 í maí 2021 og 242.000 í apríl á þessu ári. Heildarframboð flugsæta í maí var um 75% af framboði sama mánaðar árið 2019.
07.06.2022 - 17:58
„Verð á innanlandsflugi hefur hækkað óverulega“
Fjöldi íbúa á landsbyggðinni hefur lýst óánægju sinni með innanlandsflug eftir að Icelandair tók yfir starfsemina af dótturfélagi flugfélagsins fyrir um ári síðan, miðaverð hafi hækkað og þjónusta verið skert. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir að heilt yfir hafi sameiningin gengið vel, flugfargjöld hafi ekki hækkað en eftirspurn hafi stóraukist.  
01.06.2022 - 17:57
Persónuvernd rannsakar flugfreyju- og þjóna smáforrit
Forstjóri Persónuverndar veit ekki dæmi þess að nokkuð líkt smáforriti því sem Icelandair ætlar flugfreyjum og flugþjónum að nota til jafningjamats þekkist í öðrum fyrirtækjum hér á landi. Persónuvernd mun athuga smáforritið og notkun þess að eigin frumkvæði.
ASÍ gagnrýnir notkun Icelandair á frammistöðuappi
Forseti ASÍ segir blað brotið á íslenskum vinnumarkaði með snjallforriti, sem flugfreyjum og -þjónum Icelandair er gert að nota til að meta frammistöðu vinnufélaga sinna. Lögmenn Flugfreyjufélags Íslands kanna nú grundvöll fyrir notkun þess.
Beintenging Norður- og Austurlands við Bretland á ný
Sölustjóri Nice Air í Bretlandi segir að nú sé aftur komin á sú tenging við Norður- og Austurland sem rofnaði fyrir þremur árum þegar ferðaskrifstofan Super Break hætti að fljúga til Akureyrar. Icelandair áformar að hefja á ný tengiflug milli Akureyrar og Keflavíkur.
01.05.2022 - 12:57
Ætlaði til Reykjavíkur en fékk flug til Egilsstaða
Kona sem átti bókað flug með Icelandair frá Akureyri til Reykjavíkur fékk skilaboð um að hún hefði verið endurbókuð til Egilsstaða og þaðan í flug næsta dag til Reykjavíkur. Hún segir óþægilegast við svona breytingar að geta ekki náð í neinn til að fá útskýringar.
18.03.2022 - 12:12
Öll hækkun síðustu tólf mánaða hefur þurrkast út
Úrvalsvísitala Kauphallarinnar er komin á sama stað og hún var á fyrir ári síðan. Öll hækkun hennar frá 9. mars í fyrra hefur þurrkast út. Vísitalan hefur lækkað um tólf prósent á aðeins þrettán dögum frá upphafi innrásar Rússa í Úkraínu. Þar ber hæst að hlutabréf í Icelandair hafa lækkað um 32 prósent.
08.03.2022 - 18:43
Icelandair lækkaði mest allra fyrirtækja í Kauphöllinni
Hlutabréfaverð í Icelandair lækkaði um átta prósent í dag og hefur ekki verið lægra síðan í lok september. Verðmæti flugfélagsins hefur lækkað um nær 32 prósent frá því daginn áður en innrás Rússlands í Úkraínu hófst.
08.03.2022 - 16:56
Verðmæti Icelandair rýrnað um 28% frá upphafi innrásar
Hlutabréf meirihluta fyrirtækja í Kauphöllinni hafa lækkað í verði í dag. Verðmæti ellefu fyrirtækja hefur rýrnað í viðskipum það sem af er morgni og er lækkunin mest hjá Kviku, 3,7 prósent, og Icelandair, 3,68 prósent. Verð hlutabréfa í Icelandair hefur nú fallið um 28 prósent frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst. Stríðið þar veldur mikilli óvissu á mörkuðum og orkuverð hefur hækkað mikið.
08.03.2022 - 10:46
Skýrt rof milli stjórnenda og almenns starfsfólks
Það er að verða mjög skýrt rof milli æðsta lagsins hjá Icelandair og almenns starfsfólks fyrirtækisins, segir Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands. Hún segir hugmyndir stjórnar Icelandair um bónuskerfi og kauprétti minna á ástandið fyrir hrun, nú eins og þá sé farið að réttlæta há laun stjórnenda með því að þeir séu slíkir viðskiptasnillingar að koma verði í veg fyrir að fyrirtæki missi þá til starfa erlendis.
11.02.2022 - 10:39
Vilja veita stjórnendum kaupauka og bónus
Stjórn Icelandair leggur til að aðalfundur samþykki að helstu stjórnendur fyrirtækisins geti fengið allt að 25 prósenta bónus ofan á launin sín og að auki kauprétt að hlutabréfum sem í dag eru metin á um tvo milljarða króna. Stjórnin segir kaupaukaréttinn hvatningu fyrir stjórnendur til að standa sig framúrskarandi vel og draga úr hættu á að þeir hætti með skömmum fyrirvara.
11.02.2022 - 09:24
Ríkið ekki lengur í ábyrgð fyrir lántöku Icelandair
Icelandair sagði í dag upp lánalínu hjá Íslandsbanka og Landsbanka sem gaf fyrirtækinu færi á að taka allt að 120 milljón dollara lán þar sem ríkið ábyrgðist 90 prósent af láninu. Það er andvirði fimmtán milljarða króna í dag. Þetta gerir fyrirtækið sjö mánuðum áður en lánalínan átti að falla úr gildi.
Icelandair tapaði 5 milljörðum á síðasta ársfjórðungi
Tap Icelandair eftir skatta á fjórða ársfjórðungi síðasta árs var fimm milljarðar króna. Forstjóri félagsins segir afkomu félagsins þó sýna mikinn rekstrarbata milli ára. Heildartekjur á fjórðungnum voru þrefalt hærri en á sama tímabili árið 2020.
Félagsdómur dæmdi flugfreyjum í vil
Félagsdómur dæmdi í dag Flugfreyjufélagi Íslands í vil í ágreiningi við Icelandair. Málið snérist um það hvort starfsaldur ætti að ráða þegar Icelandair endurréði flugfreyjur sem sagt var upp starfi fyrir tveimur árum.
Icelandair flýgur frá Bandaríkjunum til Kúbu
Samgönguráðuneyti Bandaríkjanna hefur samþykkt beiðni Icelandair um 170 ferðir á milli kúbversku höfuðborgarinnar Havana og bandarísku borganna Miamo, Orlando og Houston. Bandarískir miðlar greindu frá þessu í dag.
18.01.2022 - 17:36
Gyllingin hverfur af þotum Icelandair
Gyllti liturinn sem verið hefur ráðandi í öllu markaðsefni Icelandair frá árinu 2006 ásamt bláum og hvítum hverfur í byrjun næsta árs. Þess í stað verður lögð áhersla á fjölbreytt litaval sem sótt er í íslenska náttúru.
Veittist að starfsmanni Icelandair og bannað að ferðast
Farþegi Icelandair veittist að starfsmanni við innritun í flug síðasta sunnudag og hefur í kjölfarið verið settur í bann frá því að ferðast með flugfélaginu. Þetta staðfestir Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, í samtali við fréttastofu.
17.11.2021 - 15:00
Ferðamannafæð ýtir upp flutningskostnaði
Þar sem svo fáir Íslendingar hafa ferðast til Bandaríkjanna í faraldrinum hefur verð á vöruflutningum hækkað, segir framkvæmdastjóri Icelandair Cargo. Farþegavélar hafa verið nýttar til fiskútflutnings.
09.11.2021 - 22:55
Hlutabréf Icelandair hækka í verði eftir opnun BNA
Á sama tíma og verð hlutabréfa flestra skráðra fyrirtækja í Kauphöllinni hefur lækkað í dag hefur verð hlutabréfa í Icelandair hækkað talsvert. Upp úr klukkan þrjú í dag var hlutabréfaverð í Icelandair fimm prósentum hærra en það var við opnun markaða í morgun. Næst mesta hækkun dagsins var þá 0,77 prósent, í Högum.
08.11.2021 - 15:25
ASÍ höfðar mál gegn SA vegna Ólafar Helgu og Icelandair
Stefna Alþýðusambands Íslands gegn Samtökum atvinnulífsins vegna uppsagnar Ólafar Helgu Adolfsdóttur, trúnaðarmanns Eflingar hjá Icelandair, var þingfest í Félagsdómi í dag. ASÍ krefst þess að viðurkennt verði með dómi að uppsögnin feli í sér brot gegn lögum um stéttarfélög og vinnudeilur og sé því ólögmæt, Icelandair verði sektað og SA greiði málskostnað.
19.10.2021 - 15:49
Innlent · Félagsdómur · Icelandair · SA · ASÍ
Sjónvarpsfrétt
Allir markaðir opnast með Bandaríkjunum
Allur markaður Icelandair opnast þegar ferðabanni til Bandaríkjanna verður aflétt. Forstjórinn segir þetta stórt skref og tengistöðin á Keflavíkurflugvelli nýtist þá að fullu í fyrsta sinn í nærri tvö ár. 
Myndskeið
Stuðningsfundur með brottreknum trúnaðarmanni
Trúnaðarmenn og félagsfólk í úr öllum starfsgreinum innan stéttarfélagsins Eflingar söfnuðust saman við Reykjavíkurflugvöll á sjötta tímanum í dag. Tilgangurinn var að sýna samstöðu með Ólöfu Helgu Adolfsdóttur, brottreknum trúnaðarmanni í hlaðdeild Icelandair á flugvellinum.
Sjónvarpsfrétt
Staðhæfing stenst ekki segir brottrekinn trúnaðarmaður
Brottrekinn hlaðmaður sem jafnframt var trúnaðarmaður hjá Icelandair furðar sig á fullyrðingu fyrirtækisins um að hún hafi ekki verið trúnaðarmaður þegar henni var sagt upp. Hún hafi verið í stöðugum samskiptum við yfirmenn sem slíkur. Mörg stéttarfélög hafa stutt hana og málið er á leið í félagsdóm. 
10.10.2021 - 18:52