Færslur: Icelandair

Áform um skimanir í Keflavík vakið áhuga flugfélaganna
Tvö evrópsk flugfélög hafa ákveðið fljúga til landsins í júní og júlí. Áform um skimun ferðamanna á Keflavíkurflugvelli vöktu áhuga flugfélaga að mati sérfræðings hjá ISAVIA. 
28.05.2020 - 19:51
Myndskeið
Segir að breyta verði rekstri Icelandair
Norskur sérfræðingur í flugrekstri segir að Icelandair þurfi að leggja af áherslu sína á að flytja farþega til og frá Evrópu og einbeita sér að því að flytja farþega til Íslands. Samkeppnin sé að verða of hörð. Félagið verði að taka rækilega til í rekstrinum svo bjarga megi flugfélaginu.
28.05.2020 - 18:42
Segir viðræður við Boeing ganga ágætlega
Viðræður Icelandair við Boeing um bætur vegna kyrrsettra flugvéla ganga ágætlega, að söng Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair. „Eins og ég sagði í kynningunni áðan, áður en við förum í sölu hlutafjár þá verður sú mynd skýr hvað varðar pöntunina á þessum tíu vélum sem við höfum ekki tekið við enn þá,“ sagði Bogi eftir hluthafafund flugfélagsins í dag.
22.05.2020 - 21:21
Úlfar sendi „sérfræðingum út í bæ“ tóninn
Hluthafar Icelandair samþykktu einróma að farið verði í hlutafjárútboð á hluthafafundi í dag. Stjórnarformaður félagsins gagnrýndi harðlega umræðu svokallaðra „sérfræðinga úti í bæ“ um rekstur félagsins.
Myndskeið
Samþykktu hlutafjárútboð í Icelandair einróma
Hluthafar í Icelandair samþykktu hlutafjárútboð einróma á hlutahafafundi í dag. Ráðgert er að hlutafjárútboðið fari fram dagana 29. Júní til 2. Júlí. Í glærukynningu sem birt hefur verið í kauphöllinni kemur fram að útboðslýsing fyrir mögulega fjárfesta verði birt 16. júní. Stefnt er að því að daginn áður, eða 15. júní, verði Icelandair búið að semja við ríkið um lánalínur og við núverandi lánadrottna um skilmálabreytingar og greiðslufresti.
22.05.2020 - 16:26
Flugfreyjur hafa boðið tímabundinn fleytisamning
Flugfreyjur hafa boðið Icelandair svokallaðan fleytisamning til að hjálpa flugfélaginu yfir erfiðasta hjallann í kreppunni. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélagsins segir þó ekki koma til greina að skerða laun og réttindi  flugfreyja til frambúðar.
22.05.2020 - 15:58
Atkvæðagreiðslu hjá flugmönnum lýkur klukkan 16
Rafrænni atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning flugmanna og Icelandair lýkur klukkan fjögur í dag, en hún hófst á föstudag fyrir viku. Búist er við að niðurstöður liggi fyrir örfáum mínútum eftir að atkvæðagreiðslunni lýkur.
22.05.2020 - 13:51
Icelandair fær sennilega að auka hlutafé
Stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna á ekki von á öðru en að stjórn Icelandair fái heimild til að auka hlutafé í félaginu á hluthafafundi í dag. Lífeyrissjóðurinn hefur ekki ákveðið hvort hann taki þátt í hlutafjárútboðinu.
22.05.2020 - 12:45
útvarpsfrétt
Þekkt aðferð til að rjúfa samstöðu
Flugfreyjur sitja nú á félagsfundi og ræða stöðuna í kjaradeilunni við Icelandair. Forseti Alþýðusambandsins segir að forstjóri Icelandair beiti þekktum aðferðum til að rjúfa samstöðu flugfreyja. Aðfarir félagsins verði ekki látnar óátaldar.
Flugfreyjufélagið segir Boga Nils brjóta lög
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, sendi flugfreyjum og flugþjónum félagsins tölvupóst í kvöld með upplýsingum um tilboð Icelandair til Flugfreyjufélagsins. Þar segir hann að það sé í samræmi við stefnu fyrirtækisins um góða upplýsingagjöf til samstarfsfólks. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands segir Boga gerast sekan um að brjóta lög um stéttarfélög og vinnudeilur og reyna að sniðganga félagslega forystu sem félagsmenn hafi valið til að gæta hagsmuna þeirra.
21.05.2020 - 22:14
Drífa: „Launafólk tekur nú þegar skellinn"
Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir yfirlýsingar Seðlabankastjóra ótrúlegar. Hann telur að verkalýðsfélögin mættu sýna meiri ábyrgð á Covid-kreppunni. Drífa segir að launafólk taki nú þegar skellinn í gegnum kjarasamninga sína.
21.05.2020 - 21:00
Verkalýðsfélög mættu sýna meiri ábyrgð
Seðlabankastjóri segir að verkalýðsfélögin mættu sýna meiri ábyrgð vegna Covid-kreppunnar, og hjálpa til við að fleyta fyrirtækjum yfir erfiðleikatímabilið. Leigusalar gætu líka lagst betur á árarnar með atvinnulífinu. Ríkissjóður ætti að koma síðastur að borðinu.
21.05.2020 - 14:14
Telur að fall Icelandair hefði lítil skammtímaáhrif
Seðlabankastjóri telur að það hefði ekki mikil áhrif til skamms tíma ef Icelandair færi í þrot. En það gæti haft þau áhrif að hagkerfið tæki seinna við sér en ella eftir COVID-19 faraldurinn. Þetta sagði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri í Kastljósinu í kvöld. Ástæðan er sú að Seðlabankinn gerir nú þegar ráð fyrir því að það komi ekki margir ferðamenn til landsins á árinu. 
20.05.2020 - 20:08
Viðtal
Ljóst að mikið bar í milli
„Við höfum lagt okkur öll fram og samninganefndirnar hafa lagt hart að sér en það var ljóst að það bar mikið í milli og ólík sýn samingsaðila þannig að við komumst ekki lengra,“ segir Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjara um stöðu í kjaraviðræðum Flugfreyjufélagsins og Icelandair. Upp úr viðræðunum slitnaði í dag. 
20.05.2020 - 18:53
ASÍ fordæmir Icelandair og hótar samúðaraðgerðum
Alþýðusamband Íslands, ASÍ, mótmælir harðlega þeim áformum Icelandair, sem greint var frá í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu í dag, um að stofna nýtt stéttarfélag flugfreyja og að láta reyna á forgangsréttarákvæði kjarasamnings Flugfreyjufélags Íslands, FFÍ fyrir félagsdómi, náist ekki samningur í kjaradeilu Icelandair og FFÍ. ASÍ bendir á að aðildarfélögum þess sé heimilt að grípa til samúðaraðgerða með flugfreyjum.
20.05.2020 - 12:21
Segir Icelandair ekki í viðræðum við önnur stéttarfélög
Icelandair hefur ekki verið í viðræðum við önnur stéttarfélög um gerð kjarasamnings um störf flugfreyja og flugþjóna hjá félaginu. Þetta kemur fram í bréfi Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair, til Flugfreyjufélags Íslands í dag.
20.05.2020 - 11:26
Icelandair sagt íhuga að ráða flugfreyjur utan FFÍ
Samningafundur flugfreyja og Icelandair hófst klukkan hálf níu hjá ríkissáttasemjara, en fundi sem áætlað var að halda í gær var frestað. Icelandair íhugar að ráða flugfreyjur sem standa fyrir utan Flugfreyjufélag Íslands, ef ekki nást samningar við stéttarfélagið.
Myndskeið
Úrslitastund hjá Icelandair á föstudag
Jón Karl Ólafsson, fyrrverandi forstjóri Icelandair, segir að engir góðir valkostir séu varðandi stöðu flugfélagsins og gjaldþrot sé eitthvað sem menn verði að horfast í augu við að geti raunverulega gerst. Hann segir hluthafafundinn á föstudag vera úrslitastund. „Ég held að þetta sé krítískur tími.“
19.05.2020 - 20:43
Fundi Icelandair og flugfreyja lokið
Fundi samninganefnda Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands lauk núna um eitt leytið. Nýr fundur hefst klukkan fimm á morgun, að sögn Aðalsteins Leifssonar Ríkissáttasemjara. Fundur stóð í um ellefu tíma, frá því klukkan tvö í dag. 
19.05.2020 - 01:26
Viðtal
Staða Icelandair helsta óvissan í ferðaþjónustu
Helsta óvissan í ferðaþjónustu nú er staða Icelandair, segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Hann hefur meiri áhyggjur af óvissu sem stafar af stöðu flugfélagsins en af þeirri óvissu sem ríkir um framkvæmd sýnatöku vegna COVID-19 á Keflavíkurflugvelli sem áætlað er að hefjist 15. júní.
Ákveða um framhald kjaraviðræðna í dag
Óformlegum vinnufundum Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair lauk að verða eitt í gærkvöld eftir fjórtán tíma fundadag. Samkvæmt Aðalsteini Leifssyni, ríkissáttasemjara, verður staðan metin í dag og ákvörðun tekin þá um framhaldið.
18.05.2020 - 06:42
Vinnufundum flugfreyja og Icelandair lokið
Óformlegum vinnufundum Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair lauk nú rétt fyrir eitt. Nýr fundur hefur ekki verið boðaður. Aðalsteinn Leifsson, Ríkissáttasemjari, segir í samtali við fréttastofu að staðan verði metin á morgun og framhaldið þá ákveðið.
18.05.2020 - 01:12
Flugfreyjur og Icelandair funda enn
Samninganefndir Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair sitja enn við samningaborðið hjá Ríkissáttasemjara. Fundur hefur staðið yfir síðan fyrir hádegi í dag.
17.05.2020 - 22:31
Atkvæðagreiðsla flugmanna um samning hafin
Flugmenn hjá Icelandair byrjuðu strax í gær að kjósa um nýjan kjarasamning Félags íslenskra atvinnuflugmanna og Icelandair sem undirritaður var snemma í gærmorgun. Þetta segir Jón Þór Þorvaldsson formaður félagsins. Hann segir gögn um samninginn hafa verið senda félögum í gær og að formlegur kynningarfundur verði á mánudag og viðbótarkynningar í vikunni.
16.05.2020 - 18:25
Gætu orðið nokkur flug á dag eftir 15. júní
Búast má við að Wizz Air verði það flugfélag sem fyrst byrjar að fljúga til Íslands fyrir utan Icelandair þegar landamærin verða opnuð. Þetta segir ritstjóri ferðavefsins Túrista sem á von á tveimur til fjórum vélum hingað á dag seinnihluta júní. Hann telur að um næstu mánaðamót verði fleiri komnir með kjark til að ferðast.