Færslur: Icelandair

Myndskeið
Stuðningsfundur með brottreknum trúnaðarmanni
Trúnaðarmenn og félagsfólk í úr öllum starfsgreinum innan stéttarfélagsins Eflingar söfnuðust saman við Reykjavíkurflugvöll á sjötta tímanum í dag. Tilgangurinn var að sýna samstöðu með Ólöfu Helgu Adolfsdóttur, brottreknum trúnaðarmanni í hlaðdeild Icelandair á flugvellinum.
Sjónvarpsfrétt
Staðhæfing stenst ekki segir brottrekinn trúnaðarmaður
Brottrekinn hlaðmaður sem jafnframt var trúnaðarmaður hjá Icelandair furðar sig á fullyrðingu fyrirtækisins um að hún hafi ekki verið trúnaðarmaður þegar henni var sagt upp. Hún hafi verið í stöðugum samskiptum við yfirmenn sem slíkur. Mörg stéttarfélög hafa stutt hana og málið er á leið í félagsdóm. 
10.10.2021 - 18:52
Skora á Icelandair að draga uppsögn hlaðkonu til baka
Þrjú stéttarfélög flugstétta hafa lýst yfir stuðningi við baráttu Ólafar Helgu Adolfsdóttur, trúnaðarmanns Eflingar á Reykjavíkurflugvelli, sem Icelandair sagði upp í miðjum viðræðum um kjaramál. Félögin hafa skorað á Icelandair að draga uppsögn hennar til baka.
08.10.2021 - 15:11
Forstjóri Icelandair bjartsýnn fyrir veturinn
Ísland er ekki lengur á rauðum lista Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna sem ræður þarlendum ferðalöngum ekki lengur frá að ferðast til landsins. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir það vera afar jákvæðar fréttir og að Ísland sé enn eftirsóknarverður áfangastaður.
Löng bið um borð í þotu sem snúið var til Keflavíkur
Boeing 737 MAX þotu Icelandair á leið frá Akureyri til Reykjavíkur í kvöld var snúið til Keflavíkur sökum sviptivinds við Reykjavíkurflugvöll. Farþegi segir að í Keflavík hafi tekið við glundroði og ríflega einnar og hálfrar stundar bið um borð í þotunni.
Bogi Nils: „Mjög mikilvægur áfangi“
Eftir 18 mánaða ferðatakmarkanir verður loks opnað á ferðalög bólusettra Evrópubúa til Bandaríkjanna snemma í nóvember næstkomandi. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir að um gríðarlega jákvætt og mikilvægt skref sé að ræða fyrir rekstur félagsins.
20.09.2021 - 21:53
145.000 ferðamenn til Íslands með Icelandair í ágúst
Farþegum Icelandair heldur áfram að fjölga og um 45 þúsund fleiri flugu með félaginu í ágúst en júlí. Rúmlega 170.000 fleiri flugu með Icelandair í millilandaflugi en í ágústmánuði árið 2020.
06.09.2021 - 16:40
Telur óásættanlegt að ekki verði áætlunarflug til Eyja
Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum segir óásættanlegt að ekki verði áætlunarflug til Eyja en reglulegt flug milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja leggst af um mánaðamót. Icelandair sem séð hefur um þjónustuna síðan í vor hefur ákveðið að hætta áætlunarflugi vegna lítillar eftirspurnar.
29.08.2021 - 15:47
Hætta flugi til Vestmannaeyja um mánaðamót
Reglulegt flug milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja leggst af um mánaðamót. Icelandair hefur ákveðið að hætta áætlunarflugi vegna lítillar eftirspurnar.
29.08.2021 - 08:08
Spegillinn
Gæti haft áhrif á allt að 6 þúsund farþega
Ef verkfall flugumferðarstjóra á Keflavíkurflugvelli skellur á á þriðjudag gæti það haft áhrif á tæplega sex þúsund farþega Icelandair. Upplýsingafulltrúi félagsins segir að nú sé unnið að fyrirbyggjandi aðgerðum sem fela í sér að bjóða flugfarþegum að seinka eða flýta flugi um allt að tvo daga.
Bilun í flugvél Icelandair á leið til Parísar
Flugvél af tegundinni Boeing 757-300 frá Icelandair var kyrrsett á Paris Charles de Gaulle flugvellinum í París á dögunum þegar tilkynnt var um gangtruflanir í hreyfli. Vélin var á lokastigi flugs þegar atvikið kom upp, að sögn upplýsingafulltrúa Icelandair.
20.08.2021 - 17:47
Myndskeið
Skoða handahófskennda athugun á vottorðum í Leifsstöð
Til skoðunar er að taka upp handahófskennda athugun á bólusetningarvottorðum erlendra ferðamanna í Leifsstöð. Ferðamálaráðherra og forstjóri Icelandair segja ástandið í komusal Leifsstöðvar óboðlegt.
Kvöldinnritun fyrir morgunflug vegna álags á vellinum
Farþegar Icelandair á leið í morgunflug til Evrópu geta átt von á að fá smáskilaboð degi fyrir brottför þess efnis að þeim standi til boða að innrita sig í Leifsstöð, kvöldi fyrir brottför. Þetta er tilraun flugfélagsins til þess að draga úr álagi á flugvellinum þar sem miklar raðir hafa myndast við innritun að undanförnu.
08.08.2021 - 16:58
Farþegar í júlí jafnmargir og fyrstu sex mánuði ársins
Farþegar í flugi Icelandair í voru um 131.000 fleiri í júlí 2021 heldur en í sama mánuði í fyrra. Forstjóri Icelandair group segir að fjöldi farþega í júlí hafi verið jafn mikill og samanlagður fjöldi í fyrstu sex mánuðum ársins.
06.08.2021 - 11:13
Íslenskum ríkisborgurum hleypt um borð án covid-prófs
Íslenskum ríkisborgurum, sem ekki framvísa vottorði um neikvætt covid-próf, verður hleypt um borð í flugvélar Icelandair sem eru á leið til Íslands. Farþegar verða þó upplýstir um að þeir gætu verið sektaðir við komuna til landsins. Slík sekt getur numið 100 þúsund krónum. Erlendum ríkisborgurum, sem ekki geta framvísað slíku vottorði, verður hins vegar ekki hleypt um borð í flug á leið til Íslands.
28.07.2021 - 22:36
Undanþágur frá skimunum flugáhafna til skoðunar
Verið er að skoða undanþágur flugáhafna flugfélaganna Play og Icelandair frá reglulegum skimunum. Samkvæmt núgildandi reglugerð þurfa þær ekki að framvísa PCR-prófi nema dvöl þeirra ytra sé lengri en þrír sólarhringar.
Bain Capital með stærstan hlut í Icelandair
Samkomulag fjárfestingarssjóðsins Bain Capital og Icelandair Group hf. var samþykkt á hluthafafundi Icelandair Group í dag. Samkomulagið sneri að áskrift að 5,7 milljónum nýrra hluta í félaginu á gengi 1,43 krónur á hvern hlut eða að söluandvirði 8,1 milljarða króna. Bain Capital er því stærsti hluthafi Icelandair Group eða 16,6%.
Viðsnúningur hjá Icelandair milli ára
Uppgjörs annars ársfjórðungs hjá Icelandair Group var birt í Kauphöll fyrr í kvöld. Þar kemur fram að félagið hóf að auka umsvif sín á ný í öðrum ársfjórðungi þegar eftirspurn eftir flugi og ferðalögum jókst. Lausafjárstaða félagsins styrktist verulega í fjórðungnum vegna mikillar aukningar í bókunum á flugi á seinni helmingi ársins.
22.07.2021 - 20:04
Upplýsingakerfi auðveldar ferðalöngum ferðalagið
Íslandi miðar vel áfram í bólusetningum en nú eru rúmlega 80% landsmanna 16 ára og eldri fullbólusett. Næsta víst er að einhverjir stefna á ferðalög út fyrir landsteinana nú þegar ferðatakmörkunum hefur verið aflétt innanlands og margir orðnir fullbólusettir.
12.07.2021 - 11:51
Einn stærsti dagurinn á árinu hjá Icelandair
Talsverður erill hefur verið í innritunum Í Keflavík í dag enda langt síðan jafn mikill fjöldi brottfara var afgreiddur þaðan á einum og sama deginum. Nokkuð hefur verið um seinkanir af þessum völdum.
10.07.2021 - 15:26
Skoða atvik í aðflugi að Reykjavíkurflugvelli
Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) er með mál til skoðunar varðandi atvik sem varð í aðflugi vélar Icelandair frá Egilsstöðum til Reykjavíkur síðasta laugardag.
Þjóðnýting Cabo Verde hafi ekki áhrif á Icelandair
Flest bendir til að flugfélagið Cabo Verde á Grænhöfðaeyjum verið þjóðnýtt á næstunni. Dótturfélag Icelandair á meirihluta í félaginu. Forstjóri Icelandair segir mögulega þjóðnýtingu ekki hafa teljandi áhrif þar sem félagið hafi þegar verið afskrifað.
24.06.2021 - 17:58
Segir kaup Bain Capital hafa „mjög mikla þýðingu“
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir fyrirhuguð kaup Bain Capital á 16,6% hlut í félaginu hafa mjög mikla þýðingu fyrir það. Kaupin geri Icelandair kleift að styrkja fjárhagsstöðuna í kjölfar faraldursins og grípa tækifæri á flugmarkaði.
24.06.2021 - 09:54
Kaupa í Icelandair fyrir átta milljarða
Alþjóðlegi fjárfestingarsjóðurinn Bain Capital hefur náð samkomulagi við Icelandair um kaup á tæplega 5,7 milljarða nýrra hluta í félaginu að andvirði tæplega 8,1 milljarðs króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair.
23.06.2021 - 23:39
Upphaf faraldursins ekki óviðráðanlegar aðstæður
Flugfélaginu Icelandair hefur verið gert að greiða farþegum 400 evrur í skaðabætur vegna flugs FI528 frá Keflavík til Berlínar 18. mars 2020. Kvartanir bárust frá farþegum eftir að fluginu var aflýst og för þeirra til heimalandsins seinkaði um tæplega 14 klukkustundir.
23.06.2021 - 16:17