Færslur: Hvíta Rússland

Stefnir í allsherjarverkfall í Hvíta Rússlandi á morgun
Svetlana Tikanovskaja, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Hvíta Rússlandi kallar eftir allsherjarverkfalli í landinu á morgun mánudag.
Pompeo krefur Lukasjenka um frelsun Shkliarovs
Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna ræddi í gær við Alexander Lukasjenka forseta Hvíta Rússlands og krafðist þess að stjórnmálaráðgjafinn Vitali Shkliarov yrði látinn laus úr fangelsi og sendur til Bandaríkjanna.
Tugir þúsunda mótmæltu Lúkasjenkó í Minsk
Tugir þúsunda þrömmuðu eftir breiðstrætum Minsk, höfuðborgar Hvíta Rússlands, á sunnudag og kröfðust afsagnar forseta landsins, þrátt fyrir hótanir stjórnvalda um að skotvopnum yrði beitt gegn mótmælendum. Samkvæmt rússnesku fréttastofunni Interfax tóku ekki færri en 30.000 manns þátt í mótmælum dagsins, en erfitt er að fullyrða um heildarfjöldann þar sem mótmælendur fóru um borgina í nokkrum hópum. Á göngunni hrópaði fólk slagorð á borð við „Lifi Hvíta Rússland!“ og „Lúkasjenkó í fangavagninn!“
19.10.2020 - 02:32
Tugir mótmælenda handteknir í Minsk í gær
Um eða yfir 30 mótmælendur voru handteknir í Minsk, höfuðborg Hvíta Rússlands í gær, laugardag. AP-fréttastofan hefur þetta eftir hvítrússnesku mannréttindasamtökunum Viasna. Hundruð stjórnarandstæðinga komu saman í miðborginni í gær til að mótmæla fölsuðum kosningaúrslitum, krefjast afsagnar forsetans Alexanders Lúkasjenkós og frelsis fyrir félaga sína, sem handteknir hafa verið í fyrri mótmælum.
18.10.2020 - 04:39
Neyðarástand enn í Kirgistan
Stjórnvöld í Kirgistan hafa komið Almazbek Atambayev fyrrverandi forseta landsins bak við lás og slá að nýju. Mótmælendur Þingið kaus nýjan forsætisráðherra í dag.
10.10.2020 - 18:00
Bryndrekar og hermenn gegn mótmælendum í Minsk
Her og lögregla var með mikinn viðbúnað í Minsk í dag, þegar tugir þúsunda söfnuðust saman í miðborginni til að mótmæla forsetanum og krefjast frelsis fyrir pólitíska fanga í landinu. Haft er eftir sjónarvottum að allt að 100.000 manns hafi tekið þátt í mótmælunum í Minsk í dag, áttunda sunnudaginn í röð sem efnt er til fjöldamótmæla gegn Aleksander Lúkasjenkó og stjórn hans í höfuðborginni.
04.10.2020 - 23:05
Refsiaðgerðir gegn Hvít-Rússum og Tyrkir varaðir við
Leiðtogaráð Evrópusambandsins samþykkti í kvöld refsiaðgerðir gegn stjórnvöldum í Hvíta Rússlandi og boðar einnig aðgerðir gegn Tyrkjum, láti þeir ekki af tilraunaborunum eftir gasi í efnahagslögsögu Kýpur. Um 40 háttsettir ráðamenn í Hvíta Rússlandi fá ekki að ferðast til Evrópusambandsins í bráð.
02.10.2020 - 02:24
Ekkert samkomulag um refsiaðgerðir gegn Hvíta-Rússlandi
Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkja komust ekki að samkomulagi um að beita Hvíta-Rússland refsiaðgerðum vegna stjórnmálakreppunnar þar í landi. Kýpverjar neituðu að fallast á þær nema gripið yrði til aðgerða gagnvart Tyrkjum vegna gasleitar þeirra á austanverðu Miðjarðarhafi.
21.09.2020 - 18:43
Lúkasjenkó fundar með Pútín við Svartahaf
Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, flaug til borgarinnar Sotsjí við Svartahaf í dag til fundar við Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Þetta verður fyrsti fundur þeirra síðan hörð mótmæli brutust út í Hvíta-Rússlandi eftir að Lúkasjenkó var endurkjörinn forseti í síðasta mánuði.
14.09.2020 - 10:24
Ein fjölmennustu mótmælin í Hvíta-Rússlandi til þessa
Allt að hundrað þúsund manns komu saman á götum Minsk, höfuðborgar Hvíta-Rússlands, í dag og héldu áfram mótmælum sem beinast gegn forsetanum Alexander Lúkasjenkó. Þetta er fimmti sunnudagurinn í röð þar sem fjölmenni kemur saman til mótmæla en í dag voru þau einna fjölmennust frá upphafi. 
13.09.2020 - 17:12
Þrýst á hvítrússnesk yfirvöld að láta mótmælendur lausa
Evrópusambandið krefst þess að stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi láti þegar í stað laus sex hundruð mótmælendur sem enn sitja í haldi. Sömuleiðis er þess krafist að upplýst verði um afdrif Mariu Kolesnikovu.
Macron óttast borgarastyrjöld í Líbanon
Forseti Frakklands óttast að borgarastríð gæti brotist út í Líbanon taki ríki heims ekki höndum saman. Stjórnvöld þar í landi geti ekki tekist á við uppbyggingu í landinu án utanaðkomandi aðstoðar.
28.08.2020 - 17:45
Hafna því að hermenn safnist saman við landamærin
Atlantshafsbandalagið hafnar því að ríki safni nú saman herafla við landamæri Hvíta-Rússlands, eins og Alexander Lúkasjenkó, forseti landsins, hefur haldið fram. Á blaðamannafundi í dag greindi hann frá þvi að hvít-rússneskir hermenn verði sendir að landamærurunum við Pólland og Litháen þar sem hermenn þar væru að undirbúa innrás. Þá sagði hann markmið NATO að koma nýjum forseta til valda í Minsk.
22.08.2020 - 23:34
Evrópusambandið þrýstir á hvítrússnesk stjórnvöld
„Forsetinn hlýtur að átta sig á að það er löngu komin þörf fyrir breytingar," segir Svetlana Tikhanovskaya um Alexander Lúkasjenkó. Hún svaraði spurningum á blaðamannafundi í Vilníus í Litáen í morgun þar sem hún ítrekaði að efna yrði til nýrra forsetakosninga í Hvíta-Rússlandi.
Glæparannsókn í Hvíta-Rússlandi vegna andófshóps
Glæparannsókn er hafin í Hvíta-Rússlandi vegna þess sem stjórnvöld kalla tilraunir stjórnarandstöðunnar til að hrifsa völdin. Alexander Lukasjenkó gerir enn allt hvað hann getur til að treysta völd sín eftir umdeildar forsetakosningar fyrr í mánuðinum.
Evrópusambandið viðurkennir ekki niðurstöður kosninga
Leiðtogar Evrópusambandsins hafa haldið neyðarfund vegna ástandsins í Hvíta Rússlandi. Niðurstaða fundarins er sú að ríki sambandsins viðurkenna ekki niðurstöðu forsetakosninganna 9. ágúst síðastliðinn.
Lukashenko segist reiðubúinn að minnka eigin völd
Alexander Lukashenko, forseti Hvíta-Rússlands, sagðist í dag vera reiðubúinn að boða til nýrra kosninga og minnka völd sín með því að gera breytingar á stjórnarskrá landsins. Slíkt verði þó ekki gert á meðan enn er mótmælt á götum úti.
17.08.2020 - 16:17
Bretar viðurkenna ekki niðurstöður forsetakosninga
Búist er við víðtækum innanlandsverkföllum næstu daga til stuðnings mótmælum gegn Lúkasjenkó forseta Hvíta Rússlands. Breska ríkisstjórnin viðurkennir ekki niðurstöður forsetakosninganna í landinu.
Heimskviður
Er Lukaschenka kominn á leiðarenda?
Síðustu dagar hafa vægast sagt verið róstursamir í Hvíta-Rússlandi, eftir forsetakosningarnar 9. ágúst. Eins og við var að búast fór Aleksander Lukaschenka, forseti síðustu 26 ára með sigur af hólmi. En líkt og áður, er talið fullvíst að brögð hafi verið í tafli og réttmætur sigurvegari sé hin 38 ára Svetlana Tsikhanouskaya. Ófremdarástand hefur ríkt í vikunni, yfir sex þúsund mótmælendur hafa verið handteknir, hundruðir slast og að minnsta kosti tveir látið lífið.
16.08.2020 - 09:00
Handtekin í Hvíta-Rússlandi greina frá miklu ofbeldi
Mótmælendur lausir úr haldi lögreglu í Hvíta-Rússlandi hafa lýst grimmilegu framferði löggæslumanna og sýnt ljósmyndir af sárum sínum og marblettum. Amnesty International lýsir framferðinu sem víðtæku ofbeldi.
14.08.2020 - 15:55
Tikhanovskaya var handtekin og neydd til að játa ósigur
Svetlana Tikhanovskaya, sem bauð sig fram gegn einræðisherranum Alexander Lukashenko í Hvíta Rússlandi, var handtekin á mánudag. Hún virðist hafa verið neydd til að lesa upp yfirlýsingu þar sem hún játar ósigur í kosningunum og biður landa sína um að hætta öllum mótmælum. Talsmenn kosningabaráttu Tikhanovskayu segja hana hafa gert samkomulag við ráðamenn í Hvíta Rússlandi um að hún yfirgæfi landið gegn því að kosningastjóri hennar yrði látin laus úr haldi.
11.08.2020 - 18:41
Einn lést í átökum í Minsk
Aftur kom til mótmæla í gærkvöld í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands, vegna meintra kosningasvika og lést einn í átökunum. Svetlana Tsíkhanovskaja, forsetaframbjóðandi í Hvíta-Rússlandi, er flúin frá landinu og komin til Litháens. Tsíkhanovskaja hefur lýst yfir að hún viðurkenni ekki tölurnar sem yfirkjörstjórn Hvíta-Rússlands birti á sunnudagskvöld. Samkvæmt þeim var Alexander Lúkasjenkó endurkjörinn forseti með rúmlega 80 prósentum atkvæða, en Tsíkhanovskaja fékk tæp 10 prósent.
11.08.2020 - 12:16
Tikhanovskaja flýði til Litháens
Svetlana Tikhanovskaja, sterkasti mótframbjóðandi Alexanders Lúkasjenkós í forsetakosningunum í Hvíta Rússlandi, er komin til Litháens. Linas Linkevicius, utanríkisráðherra Litháens staðfesti þetta við AFP-fréttastofuna í morgunsárið.
11.08.2020 - 06:17
Áskorandi Lúkasjenkós hvarf - áfram mótmælt í Minsk
Einn maður lét lífið í fjölmennum mótmælum stjórnarandstæðinga í Hvíta Rússlandi á mánudag. Ekkert hefur spurst til sterkasta mótframbjóðanda sitjandi forseta síðan hún kom út af skrifstofu yfirkjörstjórnar eftir þriggja tíma fund. Uppfært kl. 05.50: Svetlana Tikhanovskaja er komin fram, heilu og höldnu. Hún er í Litháen.
11.08.2020 - 02:33
Þúsundir mótmæltu opinberum kosningaúrslitum í Minsk
Óeirðalögregla beitti bareflum, háþrýstidælum, táragasi og hvellsprengjum gegn mótmælendum í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands, og allt að 20 borgum öðrum þegar fólk safnaðist saman til að mótmæla því sem það telur falsaðar niðurstöður forsetakosninganna sem þar voru haldnar í dag, sunnudag. Óstaðfestar fregnir herma að einn hafi látið lífið í átökum lögreglu og mótmælenda og á annað hundrað hafi verið handtekin.
09.08.2020 - 23:16