Færslur: Hvíta Rússland

Vitaly Shishov fannst látinn í almenningsgarði
Hvítrússneski aðgerðasinninn Vitaly Shishov sem saknað hefur verið frá því í gærmorgun fannst hengdur í almenningsgarði í Kiev í morgun, skammt frá heimili hans. Lögregla í Kiev, tilkynnti um líkfundinn og að morðrannsókn væri hafin.
03.08.2021 - 06:41
Utanríkisráðherrar ræddu varnarmál og mannréttindi
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, og Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands hittust á fundi í morgun og ræddu sameiginlega hagsmuni ríkjanna, mannréttindi og varnarmál.
Segja Hvítrússa senda flóttafólk til Litáens í hrönnum
Margfalt fleira flóttafólk hefur streymt landleiðina til Litáens á síðustu dögum og vikum en allt árið í fyrra. Litáar fá aðstoð landamærastofnunar Evrópu, Frontex, til að bregðast við þessum óvænta flóttamannastraumi. Flóttafólkið ferðast í gegnum Hvíta Rússland, sem sakað er um að greiða leið flóttafólksins til litáísku landamæranna til að ná sér niðri á Litáen og Evrópusambandinu.
Myndskeið
„Við þurfum á aðstoð lýðræðisríkja að halda“
Svetlana Tikhanovskaya, einn leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi, hitti Guðlaug Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, á fundi í morgun. Hún er hér á landi í boði ráðherra. Hægt er að sjá brot af fundinum í myndskeiðinu hér að ofan.
02.07.2021 - 11:33
Hertar aðgerðir gegn Hvítrússum ræddar á morgun
Heiko Maas, utanríkisráðherra Þýskalands, kallar eftir breiðri samstöðu ríkja um að beita Hvíta Rússland frekari viðskiptaþvingunum. Þetta sagði ráðherrann í aðdraganda fundar Evrópusambandsins í Lúxemborg á morgun.
Segir flugstjórann hafa neyðst til að lenda í Minsk
Flugstjóri farþegaþotu Ryanair sem gert var að lenda í Minsk höfuðborg Hvíta-Rússlands 23. maí síðastliðinn átti ekki annars úrkosta að sögn forstjóra flugfélagsins. 
16.06.2021 - 02:24
Vél Ryanair nauðlent í Berlín vegna sprengjuhótunar
Farþegaþotu Ryanair, sem var á leið frá Dyflinni til Kraká í Póllandi, var lent í Berlín um átta leytið í gærkvöld. Þýskir fjölmiðlar greina frá því að sprengjuhótun hafi leitt til þess að flugstjórinn lýsti yfir neyðarástandi um borð og fór fram á tafarlaust lendingarleyfi, sem hann fékk. Gekk lendingin snurðulaust fyrir sig. Um 160 voru um borð í Boeing 737-vélinni, sem var ekið á öryggissvæði vallarins og rýmd þar.
31.05.2021 - 03:42
Rússar heita Hvítrússum milljarða láni
Á sama tíma og ráðamenn í Bandaríkjunum og Evrópusambandinu leggja á ráðin um frekari refsiaðgerðir gagnvart stjórnvöldum í Minsk eru ráðamenn í Rússlandi að undirbúa milljarða lán til nágranna sinna í Hvíta Rússlandi.
30.05.2021 - 04:45
Hvíta Rússland
Vesturlönd boða refsingar en Rússar styrkja tengslin
Stjórnvöld í Washington boðuðu í gærkvöld fleiri refsiaðgerðir gegn lykilfólki í hvítrússneska stjórnkerfinu, í samvinnu við Evrópusambandið. Rússlandsforseti lofar hins vegar enn sterkari og betri tengsl Rússlands við nágrannaríkið.
29.05.2021 - 05:52
Segir „árás á flugöryggi og fjölmiðla“ verða dýrkeypta
Utanríkisráðherra Þýskalands, segir Aleksander Lúkasjenkó, forseta Hvíta Rússlands, eiga eftir að „gjalda það dýru verði" að hvítrússnesk yfirvöld þvinguðu farþegaþotu Ryanair til að lenda í Minsk á fölskum forsendum, til þess eins að handtaka blaðamann sem þar var um borð.
26.05.2021 - 03:15
Segjast hafa afstýrt banatilræði við Lúkasjenkó
Leyniþjónustur Rússlands og Hvíta-Rússlands, eða Belarús, afstýrðu valdaránstilraun í Hvíta Rússlandi og banatilræði við forseta landsins, samkvæmt yfirlýsingum frá leyniþjónustum ríkjanna tveggja.
Á annað hundrað handtökur í mótmælum í Minsk
Ekkert lát er á mótmælum í Minsk, höfuðborg Hvíta Rússlands, þar sem kallað er eftir ógildingu forsetakosninganna frá því í sumar og afsögn forsetans og ríkisstjórnar hans. Þúsundir streymdu í miðborgina í dag, 18. sunnudaginn í röð, og á annað hundrað voru handtekin. Lögregla og öryggissveitir gengu að vanda fram af mikilli hörku og beittu bæði háþrýstidælum og bareflum sínum óspart á mótmælendur eins og sjá mátti á myndskeiðum sem birt voru á fréttastöðinni Telegram.
14.12.2020 - 02:19
Útiloka Hvíta Rússland frá Alþjóða ólympíunefndinni
Alþjóða ólympíunefndin ákvað á dögunum að grípa til refsiaðgerða gegn Hvíta Rússlandi vegna framgöngu stjórnvalda þar í landi gagnvart afreksíþróttafólki sínu. Stjórn Alþjóða ólympíunefndarinnar tilkynnti þetta á Twitter á mándag. Meðal boðaðra aðgerða er útilokun ólympíunefndar Hvíta Rússlands frá fundum Alþjóðanefndarinnar, en þeir feðgar Aleksander Lúkasjenkó, forseti Hvíta Rússlands og sonur hans Viktor eru þar forseti og varaforseti.
09.12.2020 - 06:23
Yfir 1.000 handtekin í mótmælum í Minsk
Á annað þúsund manns voru handtekin í Minsk og fleiri borgum Hvíta Rússlands í dag, þegar tugir þúsunda tóku þátt í vikulegum fjöldamótmælum gegn forsetanum Aleksander Lukashenko og ríkisstjórn hans. Mannréttindsamtökin Vijasna greina frá þessu og segja fjölda blaða- og fréttamanna hafa verið í hópi hinna handteknu.
15.11.2020 - 23:48
20.000 gengu gegn grimmdarverkum í Minsk í gær
Öryggissveitir hers og lögreglu gengu fram af mikilli hörku þegar um 20.000 manns söfnuðust saman í Minsk, höfuðborg Hvíta Rússlands, til að krefjast lýðræðisumbóta og afsagnar forsetans Alexanders Lúkasjenkós, 12. sunnudaginn í röð.
02.11.2020 - 04:34
Landamærum Hvíta Rússlands lokað
Stjórnvöld í Hvíta Rússlandi fyrirskipuðu í gær lokun allra landamæra landsins, nema landamærin að Rússlandi. Í tilkynningu frá landamærayfirvöldum segir að þetta sé gert vegna útbreiðslu COVID-19 í nágrannalöndunum Úkraínu, Póllandi, Lettlandi og Litháen. Ekkert þessara landa kemst þó í hálfkvisti við Rússland þegar horft er til útbreiðslu kórónaveirunnar.
30.10.2020 - 06:25
Stefnir í allsherjarverkfall í Hvíta Rússlandi á morgun
Svetlana Tikanovskaja, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Hvíta Rússlandi kallar eftir allsherjarverkfalli í landinu á morgun mánudag.
Pompeo krefur Lukasjenka um frelsun Shkliarovs
Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna ræddi í gær við Alexander Lukasjenka forseta Hvíta Rússlands og krafðist þess að stjórnmálaráðgjafinn Vitali Shkliarov yrði látinn laus úr fangelsi og sendur til Bandaríkjanna.
Tugir þúsunda mótmæltu Lúkasjenkó í Minsk
Tugir þúsunda þrömmuðu eftir breiðstrætum Minsk, höfuðborgar Hvíta Rússlands, á sunnudag og kröfðust afsagnar forseta landsins, þrátt fyrir hótanir stjórnvalda um að skotvopnum yrði beitt gegn mótmælendum. Samkvæmt rússnesku fréttastofunni Interfax tóku ekki færri en 30.000 manns þátt í mótmælum dagsins, en erfitt er að fullyrða um heildarfjöldann þar sem mótmælendur fóru um borgina í nokkrum hópum. Á göngunni hrópaði fólk slagorð á borð við „Lifi Hvíta Rússland!“ og „Lúkasjenkó í fangavagninn!“
19.10.2020 - 02:32
Tugir mótmælenda handteknir í Minsk í gær
Um eða yfir 30 mótmælendur voru handteknir í Minsk, höfuðborg Hvíta Rússlands í gær, laugardag. AP-fréttastofan hefur þetta eftir hvítrússnesku mannréttindasamtökunum Viasna. Hundruð stjórnarandstæðinga komu saman í miðborginni í gær til að mótmæla fölsuðum kosningaúrslitum, krefjast afsagnar forsetans Alexanders Lúkasjenkós og frelsis fyrir félaga sína, sem handteknir hafa verið í fyrri mótmælum.
18.10.2020 - 04:39
Neyðarástand enn í Kirgistan
Stjórnvöld í Kirgistan hafa komið Almazbek Atambayev fyrrverandi forseta landsins bak við lás og slá að nýju. Mótmælendur Þingið kaus nýjan forsætisráðherra í dag.
10.10.2020 - 18:00
Bryndrekar og hermenn gegn mótmælendum í Minsk
Her og lögregla var með mikinn viðbúnað í Minsk í dag, þegar tugir þúsunda söfnuðust saman í miðborginni til að mótmæla forsetanum og krefjast frelsis fyrir pólitíska fanga í landinu. Haft er eftir sjónarvottum að allt að 100.000 manns hafi tekið þátt í mótmælunum í Minsk í dag, áttunda sunnudaginn í röð sem efnt er til fjöldamótmæla gegn Aleksander Lúkasjenkó og stjórn hans í höfuðborginni.
04.10.2020 - 23:05
Refsiaðgerðir gegn Hvít-Rússum og Tyrkir varaðir við
Leiðtogaráð Evrópusambandsins samþykkti í kvöld refsiaðgerðir gegn stjórnvöldum í Hvíta Rússlandi og boðar einnig aðgerðir gegn Tyrkjum, láti þeir ekki af tilraunaborunum eftir gasi í efnahagslögsögu Kýpur. Um 40 háttsettir ráðamenn í Hvíta Rússlandi fá ekki að ferðast til Evrópusambandsins í bráð.
02.10.2020 - 02:24
Ekkert samkomulag um refsiaðgerðir gegn Hvíta-Rússlandi
Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkja komust ekki að samkomulagi um að beita Hvíta-Rússland refsiaðgerðum vegna stjórnmálakreppunnar þar í landi. Kýpverjar neituðu að fallast á þær nema gripið yrði til aðgerða gagnvart Tyrkjum vegna gasleitar þeirra á austanverðu Miðjarðarhafi.
21.09.2020 - 18:43
Lúkasjenkó fundar með Pútín við Svartahaf
Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, flaug til borgarinnar Sotsjí við Svartahaf í dag til fundar við Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Þetta verður fyrsti fundur þeirra síðan hörð mótmæli brutust út í Hvíta-Rússlandi eftir að Lúkasjenkó var endurkjörinn forseti í síðasta mánuði.
14.09.2020 - 10:24