Færslur: Hvíta Rússland

Setur sig ekki upp á móti NATO-aðild Finna og Svía
Vladimír Pútín Rússlandsforseti virðist hafa skipt um skoðun varðandi áform Finna og Svía um að ganga í Atlantshafsbandalagið og segist ekkert hafa við þau að athuga. Öðru máli gegni þó um mögulega hernaðaruppbyggingu NATO í löndunum tveimur.
Fyrsti forseti Úkraínu látinn
Leonid Kravtjuk, fyrsti forseti Úkraínu, er látinn, 88 ára að aldri, eftir langvarandi veikindi. Úkraínskir fjölmiðlar greina frá þessu og hafa eftir nánustu aðstandendum forsetans fyrrverandi. Andriy Yermak, starfsmannastjóri forsetaembættisins, segir þetta sorgarfréttir og mikinn missi fyrir Úkraínu, enda hafi Kravtjuk verið „vitur föðurlandsvinur“ og traustur leiðtogi í sjálfstæðisbaráttu Úkraínu.
Bretar auka enn á þvingunaraðgerðir gegn Rússum
Breska ríkisstjórnin hefur enn bætt í þvingunaraðgerðir gegn Rússlandi og Hvíta-Rússlandi. Tilgangurinn með aðgerðunum er að draga úr getu rússneskra stjórnvalda til að fjármagna innrásina í Úkraínu.
Segir Rússa ná markmiðum sínum í Úkraínu
Hernaðaraðgerðir Rússa í Úkraínu voru óumflýjanlegar að sögn Vladimírs Pútíns forseta. Kanslari Austurríkis, sem ræddi í gær við forsetann um Úkraínustríðið segist vonlítill um að hægt verði að tala um fyrir honum. Enn er barist um borgina Mariupol. Óstaðfestar fregnir herma að Rússar hafi beitt efnavopnum þar.
Leggur til að hætt verði að breyta klukkunni í Færeyjum
Bárður á Steig Nielsen lögmaður Færeyja segir ekki útilokað að hætt verði að skipta yfir í vetrartíma á eyjunum. Öllum klukkum á meginlandi Evrópu, Bretlandseyjum og í Færeyjum var flýtt um eina klukkustund síðustu nótt.
Hét áframhaldandi stuðningi við mannréttindi Hvítrússa
Talsmaður Hvíta hússins í Washington hefur þegar dregið úr vægi orða Bandaríkjaforseta þess efnis að Vladimír Pútín gæti ekki setið við völd í Rússlandi. Joe Biden ræddi í kvöld við leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Hvíta Rússlandi.
Afskipti friðargæslusveita gætu valdið heimsstyrjöld
Alexander Lúkasjenka forseti Hvíta-Rússlands varar við því að hugmyndir Pólverja um að vestrænar friðargæslusveitir fari inn í Úkraínu geti leitt af sér heimsstyrjöld. Þetta kom fram í máli forsetans í dag.
Bandamaður Lukashenko og kjörræðismaður Íslands
Íslensk stjórnvöld eru í umfjöllun Stundarinnar sögð hafa unnið gegn því að Evrópusambandið beitti hvít-rússneska auðkýfinginn Aleksander Moshensky refsiaðgerðum. Hann er kjörræðismaður Íslands í Hvíta-Rússlandi, fyrirtækið hans Santa Bremor flytur inn mikið af fiski frá Íslandi og hann er sagður náinn bandamaður Alexander Lukashenko, síðasta einræðisherrans í Evrópu.
„Innrásarliðið skortir styrk og hugrekki til að sigra“
Volodymyr Zelensky flutti ávarp um miðnæturbil þar sem hann sagði rússneska innrásarliðið hvorki hafa þann styrk né hugrekki sem þyrfti til að yfirbuga Úkraínumenn. Forsetinn sagði Rússa reiða sig á ofbeldi og ógn, þeir reiddu sig sömuleiðis á voldugt vopnabúr sitt.
„Úkraína á heima í þessarri evrópsku fjölskyldu“
Charles Michel forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins segir að skref verði stigin án tafar til að tryggja vinabönd og stuðning við vegferð Úkraínu inn í Evrópu. Umsókn Úkraínu um aðild að sambandinu fær þó ekki sérstaka hraðmeðferð líkt og farið var fram á.
Rússar bjóða enn flóttaleiðir
Rússneska varnarmálaráðuneytið heitir þriðja sinni að tryggja almenningi öruggar flóttaleiðir til vesturs frá nokkrum úkraínskum borgum sem þeir hafa sótt að af miklum þunga síðustu daga, þar á meðal höfuðborginni Kænugarði, stórborginni Karkív og hinni umsetnu hafnarborg Mariupol. Sendiherra Rússlands hjá Sameinuðu þjóðunum tilkynnti þetta í gærkvöld.
Greina aukin umsvif herliðs við úkraínsku landamærin
Gervihnattamyndir frá bandaríska gervihnatta- og geimtæknifyrirtækinu Maxar sýna aukna athafnasemi hersveita nærri úkraínsku landamærunum; í Hvíta Rússlandi, á Krímskaganum og í Vestur-Rússlandi. Samkvæmt tilkynningu frá fyrirtækinu sýna myndirnar meðal annars mikla fjölgun á herþotum og -þyrlum á Millerovo-flugvellinum í Hvíta Rússlandi, um 25 kílómetra frá úkraínsku landamærunum. Loftvarnarkerfi, fjöldi skriðdreka og brynvagna, liðsflutningabílar og annar búnaður er líka sjáanlegur á myndunum.
19.02.2022 - 01:43
Skýrsla um þvingaða lendingu þotu í Minsk tilbúin
Skýrsla Alþjóðaflugmálastofnunarinnar, ICAO, um að farþegaþotu írska flugfélagsins Ryan Air var gert að lenda í Hvíta Rússlandi 23. maí í fyrra hefur verið birt. Skýrslan var gerð opinber öllum aðildarríkjum stofnunarinnar í dag að því er fram kemur í yfirlýsingu.
Bandalag fyrrum Sovétríkja sendir lið til Kasakstan
Samvinnu- og öryggisbandalag fyrrum sovétlýðvelda, hernaðarbandalag Rússa og fimm annarra fyrrum Sovétríkja, hyggst senda friðargæslulið til Kasakstans að beiðni forsetans Kassym-Jomarts Tokayevs. Fréttir bárust af því í morgunsárið að skothríð hefði brotist út í miðborg Almaty, fjölmennustu borgar landsins, og að brynvagnar og hermenn hafi verið sendir gegn nokkur hundruð mótmælendum sem þar voru. Ekki hafa borist fregnir af manntjóni eða meiðslum í þeim átökum enn.
06.01.2022 - 05:48
Hvítrússneskir stjórnleysingjar í langa fangavist
Dómstóll í Hvíta Rússlandi hefur dæmt hóp stjórnleysingja í allt að tveggja áratuga fangelsi. Þeir voru ákærðir fyrir hryðjuverk og ólöglega vopnaeign. Þarlend mannréttindasamtök fullyrða að hátt í þúsund pólítískir fangar og stjórnarndstæðingar sitji í fangelsi.
Aldrei fleiri blaða- og fréttamenn í fangelsi
Alls sitja 488 fjölmiðlamenn í fangelsum um víða veröld sem er mesti fjöldi frá því frjálsu félagasamtökin Fréttamenn án landamæra tóku að fylgjast með og skrá slík mál.
Fréttaskýring
Tsíkanovskaja telur dóminn persónulega hefnd forsetans
Hvítrússneski aðgerðasinninn og vídeóbloggarinn Sergej Tsíkanovski var í gær dæmdur til átján ára fangelsisvistar. Honum er gefið að sök að hafa stuðlað að glundroða og sáð hatri í samfélaginu. Svetlana Tsíkanovskaja, eiginkona hans og leiðtogi stjórnarandstöðunnar í landinu, segist tilbúin að reyna hið ómögulega til að þau geti hist fljótt aftur í nýju Hvíta-Rússlandi. 
15.12.2021 - 16:49
Írakar fljúga sínu fólki heim frá Hvíta Rússlandi
Írakar hafa sótt þúsundir írakskra flóttamanna til Hvíta Rússlands og flogið þeim aftur heim til Íraks. Rússneska fréttastofan Tass greinir frá þessu og vísar í upplýsingar frá írakska utanríkisráðuneytinu. Ráðuneytið upplýsir að íröksk yfirvöld hafi notað níu farþegaþotur til að sækja rúmlega 3.500 Íraka, sem safnast höfðu saman við landamæri Hvíta Rússlands að Póllandi, Lettlandi og Litáen.
Húsleitir hjá blaðamönnum og andófsfólki
Mannréttindasamtök í Hvíta Rússlandi staðhæfa að stjórnvöld hafi staðið fyrir því að ráðist hefur verið inn á heimili tuga blaðamanna og andófsmanna í landinu í minnst níu borgum.
Pólverjar og Hvítrússar brjóta á flóttafólki
Mannréttindasamtökin Human Rights Watch, eða Mannréttindavaktin, fullyrða í nýrri skýrslu sinni að brotið sé á mannréttindum þúsunda flótta- og förufólks við landamæri Hvíta Rússlands að Póllandi þar sem þau búa við illan kost og komast hvergi. Bæði ríki eru harðlega gagnrýnd í skýrslunni.
Litáen
Fjölga hermönnum við landamæri Hvíta Rússlands
Stjórnvöld í Litáen hyggjast auka enn viðbúnað við landamærin að Hvíta Rússlandi. Ætlunin er að fjölga hermönnum sem þar ganga vaktir með landamæralögreglunni um 1.000 á næstu dögum. Litáen á landamæri að bæði Hvíta Rússlandi og Póllandi, auk Lettlands og rússnesku hólmlendunni Kaliningrad.
24.11.2021 - 03:32
Lúkasjenka þvertekur fyrir að hafa boðið flóttafólkinu
Alexander Lúkasjenka forseti Hvíta Rússlands útilokar ekki að hersveitir hans hafi aðstoðað flóttafólk við að komast yfir til Póllands. Hann þvertekur fyrir að því hafi verið boðið að koma.
Flóttamenn fluttir úr bráðabirgðabúðum í flugskýli
Landamærasveitir Hvíta Rússlands fluttu um tvöþúsund flóttamenn úr bráðabirgðabúðum við landamæri Póllands í flugskýli skammt frá landamærunum.
Búa sig undir áhlaup flóttafólks á pólsku landamærin
Pólska landamæragæslan býr sig undir mögulegt áhlaup föru- og flóttafólks á pólsku landamærin og sakar yfirvöld og öryggissveitir Hvítrússa um að standa á bak við það. Fullyrt er að fjöldi tjalda sem fólkið hafðist við í rétt við landamærastöðina Kuznica hafi verið fjarlægður af þessum ástæðum. „Útlendingarnir fá fyrirmæli, búnað og táragas frá hvítrússneskum yfirvöldum,“ segir í Twitterfærslu pólsku landamæragæslunnar sem birt var í gærkvöld.
15.11.2021 - 03:12
Rússneskir hermenn fórust á heræfingu í Hvíta Rússlandi
Tveir rússneskir fallhlífahermenn fórust við æfingar í Hvíta Rússlandi í gær, þegar snarpar vindhviður urðu til þess að fallhlífar þeirra opnuðust ekki almennilega. Þetta kemur fram í tilkynningu frá rússneska varnarmálaráðuneytinu. Mennirnir tóku þátt í sameiginlegri heræfingu Rússa og Hvítrússa nærri landamærum Póllands og Litáens.