Færslur: Hvíta Rússland

Tikhanovskaya var handtekin og neydd til að játa ósigur
Svetlana Tikhanovskaya, sem bauð sig fram gegn einræðisherranum Alexander Lukashenko í Hvíta Rússlandi, var handtekin á mánudag. Hún virðist hafa verið neydd til að lesa upp yfirlýsingu þar sem hún játar ósigur í kosningunum og biður landa sína um að hætta öllum mótmælum. Talsmenn kosningabaráttu Tikhanovskayu segja hana hafa gert samkomulag við ráðamenn í Hvíta Rússlandi um að hún yfirgæfi landið gegn því að kosningastjóri hennar yrði látin laus úr haldi.
11.08.2020 - 18:41
Einn lést í átökum í Minsk
Aftur kom til mótmæla í gærkvöld í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands, vegna meintra kosningasvika og lést einn í átökunum. Svetlana Tsíkhanovskaja, forsetaframbjóðandi í Hvíta-Rússlandi, er flúin frá landinu og komin til Litháens. Tsíkhanovskaja hefur lýst yfir að hún viðurkenni ekki tölurnar sem yfirkjörstjórn Hvíta-Rússlands birti á sunnudagskvöld. Samkvæmt þeim var Alexander Lúkasjenkó endurkjörinn forseti með rúmlega 80 prósentum atkvæða, en Tsíkhanovskaja fékk tæp 10 prósent.
11.08.2020 - 12:16
Tikhanovskaja flýði til Litháens
Svetlana Tikhanovskaja, sterkasti mótframbjóðandi Alexanders Lúkasjenkós í forsetakosningunum í Hvíta Rússlandi, er komin til Litháens. Linas Linkevicius, utanríkisráðherra Litháens staðfesti þetta við AFP-fréttastofuna í morgunsárið.
11.08.2020 - 06:17
Áskorandi Lúkasjenkós hvarf - áfram mótmælt í Minsk
Einn maður lét lífið í fjölmennum mótmælum stjórnarandstæðinga í Hvíta Rússlandi á mánudag. Ekkert hefur spurst til sterkasta mótframbjóðanda sitjandi forseta síðan hún kom út af skrifstofu yfirkjörstjórnar eftir þriggja tíma fund. Uppfært kl. 05.50: Svetlana Tikhanovskaja er komin fram, heilu og höldnu. Hún er í Litháen.
11.08.2020 - 02:33
Þúsundir mótmæltu opinberum kosningaúrslitum í Minsk
Óeirðalögregla beitti bareflum, háþrýstidælum, táragasi og hvellsprengjum gegn mótmælendum í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands, og allt að 20 borgum öðrum þegar fólk safnaðist saman til að mótmæla því sem það telur falsaðar niðurstöður forsetakosninganna sem þar voru haldnar í dag, sunnudag. Óstaðfestar fregnir herma að einn hafi látið lífið í átökum lögreglu og mótmælenda og á annað hundrað hafi verið handtekin.
09.08.2020 - 23:16
Kosið í Hvíta Rússlandi
Kjörstaðir voru opnaðir í Hvíta Rússlandi í morgun, þar sem forsetakosningar fara fram í dag. Fastlega er búist við að forsetinn, hinn 65 ára Alexander Lukashenko sem stýrt hefur landinu með harðri hendi í 26 ár, fari með öruggan sigur af hólmi. Hann mætir þó meiri og öflugri andstöðu í þessum kosningum en þeim sem á undan hafa gengið.
09.08.2020 - 07:20
Lukashenko sakar Rússa um lygar
Alexander Lukashenko, forseti Hvíta-Rússlands, hefur sakað rússnesk stjórnvöld um lygar vegna hóps „málaliða“ sem voru handteknir í Hvíta Rússandi í síðustu viku. Fullyrðir Luashenko að annar slíkur hópur hafi laumað sér inn í landið.
04.08.2020 - 14:09
Viðtal
Boðskapur Pence merkjasending til Kínverja
Albert Jónsson, sérfræðingur í alþjóðamálum, segir að boðskapur Mike Pence sé einskonar merkjasending til Kínverja um að þessi hluti heimsins tilheyri áhrifasvæði Bandaríkjanna.
04.09.2019 - 19:29
Ráðgátan um stigin frá Hvíta Rússlandi
Vangaveltur eru uppi um hvað það var sem réði því, hverjir fengu hve mörg stig frá dómnefnd Hvíta Rússlands í lokakeppni Eurovision á laugardag. Dómnefndin sjálf úthlutaði engum stigum því hún hafði verið leyst frá störfum fyrr um daginn vegna grófs brots á reglum keppninnar. Þess í stað úthlutaði framkvæmdastjórn keppninnar dómnefndarstigum Hvíta Rússlands, samkvæmt kerfi eða reiknireglum sem ekki hafa fengist neinar skýringar á.
20.05.2019 - 06:39
Vannærð börn og ungmenni í Hvíta-Rússlandi
Yfirvöld í Hvíta-Rússlandi hafa fyrirskipað rannsókn á ástæðum þess að börnum og ungmennum hefur verið haldið vannærðum árum saman á heimilum fyrir munaðarlausa. Svipað mál kom upp í Rúmeníu á tíunda áratug síðusta aldar og þótti mikið hneyksli.
20.04.2017 - 18:03
Pútín gagnrýnir gagnflaugakerfi NATÓ í Rúmeníu
Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að Rússar verði að íhuga til hvaða ráða þeir skuli grípa til að eyða þeirri ógn sem þeim stafi af eldflaugavarnakerfi Atlantshafsbandalagsins, sem Bandaríkjamenn hafa reist í Rúmeníu.
13.05.2016 - 14:59
Nýjustu fréttir af keppinautum Íslands
Eurovision fer fram dagana 10. – 14. maí í Stokkhólmi og þjóðirnar 43 sem keppa að þessu sinni eru á fullu að velja og kynna lögin sem þau senda til leiks. Um helgina bættust tvær þjóðir við, Malta og Hvíta Rússland.
26.01.2016 - 09:31