Færslur: Hvíta Rússland

Rússar lýsa eftir uppljóstrara um ofbeldi í fangelsum
Rússnesk yfirvöld leita nú fyrrum fanga sem lak átakanlegum upptökum af nauðgunum og öðru ofbeldi innan þarlendra fangelsa. Maðurinn hefur leitað hælis í Frakklandi.
23.10.2021 - 20:56
Pólskar mæður sýndu flóttafólki stuðning
Hópur pólskra mæðra safnaðist saman í dag í Michalowo við landamærin að Hvíta Rússlandi til að mótmæla því að flóttafólki sé ekki hleypt yfir austurlandamæri Evrópusambandsins. Fjöldi barna er í þeim hópi.
Sendiherra Frakklands rekinn frá Hvíta Rússlandi
Sendiherra Frakka í Hvíta Rússlandi er farinn úr landi, að kröfu stjórnvalda í Minsk. Hvítrússesk yfirvöld kröfðust þess að sendiherrann, Nicolas de Lacoste, yfirgæfi landið fyrir mánudag. Hvorki de Lacoste né talsmaður franska sendiráðsins í Minsk hafa upplýst nokkuð um ástæðu þess að sendiherrann var rekinn úr landi.
18.10.2021 - 00:26
Sjö flóttamenn hafa látist við austurlandamæri ESB
Alls hafa sjö flóttamenn dáið við austurlandamæri Evrópusambandsins undanfarna mánuði. Hjálparsamtök eru afar gagnrýnin á aðgerðir Pólverja við landamærin sem miða að því að stöðva flóttamannastrauminn.
Neyðarástand áfram við mæri Póllands og Hvíta Rússlands
Pólska þingið samþykkti í gær að neyðarástand við landamærin að Hvíta-Rússlandi skuli framlengt um sextíu daga. Ásókn flótta- og farandfólks yfir landamæri Hvíta Rússlands til Evrópusambandsríkjanna Lettlands, Litháen og Póllands, hefur aukist mjög undanfarnar vikur og mánuði.
Flautuleikarinn i 11 ára fangelsi
Dómstóll í Hvíta Rússlandi dæmdi í morgun Mariu Kolesnikovu í 11 ára fangelsi fyrir brot á þjóðaröryggi.
06.09.2021 - 13:22
Pólverjar reisa landamæragirðingu og fjölga vörðum
Pólverjar hyggjast auka varnir og herða gæslu til muna á landamærunum að Hvíta Rússlandi til að stöðva sívaxandi flæði flótta- og förufólks sem þaðan kemur til Póllands. Mariusz Blaszczak, varnarmálaráðherra Póllands, segir 2,5 metra háa víggirðingu verða reista meðfram endilöngum landamærunum, auk þess sem landamæravörðum verði fjölgað verulega.
24.08.2021 - 03:19
Hvítrússar segjast undirbúa hefndir vegna refsiaðgerða
Utanríkisráðuneyti Hvíta Rússlands fullyrðir að vestræn ríki ætli sér að steypa Alexander Lúkasjenka forseta af stóli. Gagnrýni þeirra á stöðu mannréttinda í landinu sé aðeins yfirvarp.
Sakar vesturlönd um að vilja hefja þriðju heimsstyrjöld
Alexander Lúkasjenka, forseti Hvíta Rússlands, fordæmir frekari refsiaðgerðir sem bandarísk og bresk stjórnvöld boðuðu gegn ríkinu í dag. Hann sakar vestræn ríki um að vilja kveikja ófriðarbál sem leitt geti til heimsstyrjaldar.
Hvítrússneskir þjálfarar reknir frá ólympíuþorpinu
Tveir hvítrússneskir þjálfarar hafa verið sviptir ólympíupassa sínum og þurftu því að yfirgefa ólympíuþorpið í Tókíó. Ástæðan er meint tilraun þeirra til að þvinga hvítrússnesku hlaupakonuna Krystinu Tsimanoskaju til að snúa aftur til Hvíta Rússlands áður en hún hafði lokið keppni á Ólympíuleikunum, vegna þess að hún gagnrýndi frammistöðu þeirra opinberlega.
06.08.2021 - 03:42
Hvítrússnesk hlaupakona fær hæli í Póllandi
Hvítrússneska hlaupakonan Krystina Tsimanouskaya flaug í nótt frá Tókíó til Vínarborgar og heldur þaðan áfram til Póllands, þar sem hún hefur fengið pólitískt hæli. Tsimanouskaya, sem keppti í 4 X 400 metra boðhlaupi á Ólympíuleikunum og átti að hlaupa 200 metrana líka, neitaði að hlýða fyrirmælum um að snúa aftur til Hvíta Rússlands. Þess í stað leitaði hún hælis í pólska sendiráðinu í Tókíó, af ótta við harða refsingu þegar heim kæmi.
04.08.2021 - 04:45
Vitaly Shishov fannst látinn í almenningsgarði
Hvítrússneski aðgerðasinninn Vitaly Shishov sem saknað hefur verið frá því í gærmorgun fannst hengdur í almenningsgarði í Kiev í morgun, skammt frá heimili hans. Lögregla í Kiev, tilkynnti um líkfundinn og að morðrannsókn væri hafin.
03.08.2021 - 06:41
Utanríkisráðherrar ræddu varnarmál og mannréttindi
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, og Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands hittust á fundi í morgun og ræddu sameiginlega hagsmuni ríkjanna, mannréttindi og varnarmál.
Segja Hvítrússa senda flóttafólk til Litáens í hrönnum
Margfalt fleira flóttafólk hefur streymt landleiðina til Litáens á síðustu dögum og vikum en allt árið í fyrra. Litáar fá aðstoð landamærastofnunar Evrópu, Frontex, til að bregðast við þessum óvænta flóttamannastraumi. Flóttafólkið ferðast í gegnum Hvíta Rússland, sem sakað er um að greiða leið flóttafólksins til litáísku landamæranna til að ná sér niðri á Litáen og Evrópusambandinu.
Myndskeið
„Við þurfum á aðstoð lýðræðisríkja að halda“
Svetlana Tikhanovskaya, einn leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi, hitti Guðlaug Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, á fundi í morgun. Hún er hér á landi í boði ráðherra. Hægt er að sjá brot af fundinum í myndskeiðinu hér að ofan.
02.07.2021 - 11:33
Hertar aðgerðir gegn Hvítrússum ræddar á morgun
Heiko Maas, utanríkisráðherra Þýskalands, kallar eftir breiðri samstöðu ríkja um að beita Hvíta Rússland frekari viðskiptaþvingunum. Þetta sagði ráðherrann í aðdraganda fundar Evrópusambandsins í Lúxemborg á morgun.
Segir flugstjórann hafa neyðst til að lenda í Minsk
Flugstjóri farþegaþotu Ryanair sem gert var að lenda í Minsk höfuðborg Hvíta-Rússlands 23. maí síðastliðinn átti ekki annars úrkosta að sögn forstjóra flugfélagsins. 
16.06.2021 - 02:24
Vél Ryanair nauðlent í Berlín vegna sprengjuhótunar
Farþegaþotu Ryanair, sem var á leið frá Dyflinni til Kraká í Póllandi, var lent í Berlín um átta leytið í gærkvöld. Þýskir fjölmiðlar greina frá því að sprengjuhótun hafi leitt til þess að flugstjórinn lýsti yfir neyðarástandi um borð og fór fram á tafarlaust lendingarleyfi, sem hann fékk. Gekk lendingin snurðulaust fyrir sig. Um 160 voru um borð í Boeing 737-vélinni, sem var ekið á öryggissvæði vallarins og rýmd þar.
31.05.2021 - 03:42
Rússar heita Hvítrússum milljarða láni
Á sama tíma og ráðamenn í Bandaríkjunum og Evrópusambandinu leggja á ráðin um frekari refsiaðgerðir gagnvart stjórnvöldum í Minsk eru ráðamenn í Rússlandi að undirbúa milljarða lán til nágranna sinna í Hvíta Rússlandi.
30.05.2021 - 04:45
Hvíta Rússland
Vesturlönd boða refsingar en Rússar styrkja tengslin
Stjórnvöld í Washington boðuðu í gærkvöld fleiri refsiaðgerðir gegn lykilfólki í hvítrússneska stjórnkerfinu, í samvinnu við Evrópusambandið. Rússlandsforseti lofar hins vegar enn sterkari og betri tengsl Rússlands við nágrannaríkið.
29.05.2021 - 05:52
Segir „árás á flugöryggi og fjölmiðla“ verða dýrkeypta
Utanríkisráðherra Þýskalands, segir Aleksander Lúkasjenkó, forseta Hvíta Rússlands, eiga eftir að „gjalda það dýru verði" að hvítrússnesk yfirvöld þvinguðu farþegaþotu Ryanair til að lenda í Minsk á fölskum forsendum, til þess eins að handtaka blaðamann sem þar var um borð.
26.05.2021 - 03:15
Segjast hafa afstýrt banatilræði við Lúkasjenkó
Leyniþjónustur Rússlands og Hvíta-Rússlands, eða Belarús, afstýrðu valdaránstilraun í Hvíta Rússlandi og banatilræði við forseta landsins, samkvæmt yfirlýsingum frá leyniþjónustum ríkjanna tveggja.
Á annað hundrað handtökur í mótmælum í Minsk
Ekkert lát er á mótmælum í Minsk, höfuðborg Hvíta Rússlands, þar sem kallað er eftir ógildingu forsetakosninganna frá því í sumar og afsögn forsetans og ríkisstjórnar hans. Þúsundir streymdu í miðborgina í dag, 18. sunnudaginn í röð, og á annað hundrað voru handtekin. Lögregla og öryggissveitir gengu að vanda fram af mikilli hörku og beittu bæði háþrýstidælum og bareflum sínum óspart á mótmælendur eins og sjá mátti á myndskeiðum sem birt voru á fréttastöðinni Telegram.
14.12.2020 - 02:19
Útiloka Hvíta Rússland frá Alþjóða ólympíunefndinni
Alþjóða ólympíunefndin ákvað á dögunum að grípa til refsiaðgerða gegn Hvíta Rússlandi vegna framgöngu stjórnvalda þar í landi gagnvart afreksíþróttafólki sínu. Stjórn Alþjóða ólympíunefndarinnar tilkynnti þetta á Twitter á mándag. Meðal boðaðra aðgerða er útilokun ólympíunefndar Hvíta Rússlands frá fundum Alþjóðanefndarinnar, en þeir feðgar Aleksander Lúkasjenkó, forseti Hvíta Rússlands og sonur hans Viktor eru þar forseti og varaforseti.
09.12.2020 - 06:23
Yfir 1.000 handtekin í mótmælum í Minsk
Á annað þúsund manns voru handtekin í Minsk og fleiri borgum Hvíta Rússlands í dag, þegar tugir þúsunda tóku þátt í vikulegum fjöldamótmælum gegn forsetanum Aleksander Lukashenko og ríkisstjórn hans. Mannréttindsamtökin Vijasna greina frá þessu og segja fjölda blaða- og fréttamanna hafa verið í hópi hinna handteknu.
15.11.2020 - 23:48