Færslur: hvalveiðar

Pistill
Ríkishvalræði og langreyðar
„Ætlum við Íslendingar að vera þjóð á meðal þjóða í náttúruvernd eða ætlum við að ganga gegn alþjóðlegum viðmiðum náttúruverndar og sitja eftir sem siðlaust eyland?” spyr Dalrún Kaldakvísl sagnfræðingur en fyrir liggur að stórhvalaveiðar hefjist í næsta mánuði við Íslandsstrendur.
Stefnt að hvalveiðum í sumar
Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., hyggur á hvalveiðar í sumar eftir fjögurra ára hlé frá veiðum.
23.03.2022 - 12:13
Svandís segir fátt rökstyðja hvalveiðar
Fátt styður áframhaldandi hvalveiðar eftir að núverandi veiðiheimildir renna út og sýna þarf fram á efnahagslega réttlætingu fyrir þeim. Þetta segir Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra. Meta á áhrif þess að hætta hvalveiðum alfarið.
04.02.2022 - 10:17
Færeyskir fiskræktendur fordæma höfrungadráp
Samtök færeyskra fiskræktenda hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem umfangsmiklu höfrungadrápi við eyjarnar 12. september síðastliðinn er harðlega gagnrýnt. Þá var yfir fjórtánhundruð leiftrum, smávöxnum tannhval af höfrungaætt, slátrað.
18.09.2021 - 05:32
Færeyingar endurskoða umdeildar höfrungaveiðar
Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyinga, hefur tilkynnt að landstjórnin ætli að endurskoða reglugerð um höfrungaveiðar. Færeyingar hafa nýverið sætt mikilli gagnrýni dýra- og náttúruverndarsinna vegna veiða á tannhvölum af höfrungaætt, en síðastliðinn sunnudag var yfir 1400 höfrungum slátrað í Skálafirði við eyjarnar.
16.09.2021 - 17:33
Færeyingar harðlega gagnrýndir vegna höfrungaveiða
Færeyingar liggja nú undir þungu ámæli dýraverndunarsinna eftir að yfir fjórtán hundruð tannhvalir af höfrungaætt voru veiddir við Austurey síðastliðinn sunnudag. Formaður færeyska hvalveiðiráðsins segir Færeyingum sjálfum mjög brugðið.
15.09.2021 - 01:56
Spegillinn
Norska hvalkjötið rýkur út
Norðmenn vilja meira hvalkjöt. Það er óvænt aukaverkun af kórónuveirunni. Hvalkjöt er þó ekki talið búa yfir lækningamætti heldur hitt að Norðmenn hafa í sumar beint ferðum sínum norður í land á slóðir þeirra fáu hrefnuveiðimanna sem enn eru eftir.
20.08.2020 - 11:32
 · Erlent · Noregur · hvalveiðar
Engar hvalveiðar annað árið í röð
Hvalur hf. ætlar ekki að veiða og verka hval hér á landi í sumar. Þar sem stjórnvöld í Japan niðurgreiða hvalaafurðir fyrirtækja þar er erfitt að leggja í samkeppni að sögn framkvæmdastjóra Hvals, því afurðir héðan verða þá ekki samkeppnishæfar.
24.04.2020 - 07:03
Japanir veiddu fyrstu hvalina í 31 ár
Japanskir hvalveiðimenn veiddu í dag tvær hrefnur en það eru fyrstu hvalirnir sem veiddir eru af Japönum í atvinnuskyni í rúma þrjá áratugi. Japan gekk formlega úr Alþjóða hvalveiðráðinu í gær. Þeirri ákvörðun hefur verið harðlega mótmælt af náttúruverndarsinnum og ríkjum andsnúnum hvalveiðum.
01.07.2019 - 11:50
Erlent · Asía · Japan · hvalveiðar
Japanir hefja hvalveiðar í atvinnuskyni á ný
Fyrstu hvalveiðiskipin létu úr höfn í Japan í morgun með kúrsinn á hvalaslóð í japanskri lögsögu. Er þetta í fyrsta sinn í 31 ár sem japönsk skip halda til hvalveiða innan japanskrar efnahagslögsögu og ekki eru undir formerkjum vísindarannsókna. Japan gekk formlega úr Alþjóða hvalveiðráðinu í gær.
01.07.2019 - 03:39
Japanir byrja hvalveiðar á mánudag
Á sama tíma og fréttir berast af því að engar hvalveiðar séu fyrirhugaðar á Íslandsmiðum í sumar, í fyrsta sinn í 17 ár, búa japanskir sjómenn sig undir fyrstu vertíðina í ríflega 30 ár, þar sem hvalir verða veiddir í atvinnuskyni. Á mánudag halda fimm fyrstu skipin til hvalveiða, ekki undir merkjum vísindaveiða, heldur einfaldlega til að sækja björg í bú.
28.06.2019 - 05:31
Engar hvalveiðar við Ísland í sumar
Engar hvalveiðar verða stundaðar í íslenskri lögsögu í sumar, hvorki á hrefnu né stórhveli. Hrefnuveiðimenn ætla að einbeita sér að sæbjúgum og framkvæmdastjóri Hvals hefur sagt Japansmarkað of erfiðan. Þetta er í fyrsta sinn í 17 ár sem engar hvalveiðar verða stundaðar hér.
27.06.2019 - 11:39
Þrír hafa sótt um leyfi fyrir hvalveiðum í ár
Þrír hafa sótt um leyfi atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis fyrir hvalveiðum í sumar. Ráðuneytið hefur ekki svarað leyfisbeiðnunum. Umsókn hefur borist frá Hval hf. varðandi langreyðarveiðar. Þá hafa borist umsóknir frá IP útgerð ehf. og Runo ehf. vegna hrefnuveiða.
17.05.2019 - 08:51
Kæra Hval hf. á ný
Náttúruverndarsamtökin Jarðarvinir hafa lagt fram nýja kæru á hendur Hval hf. vegna meintra ólöglegra veiða á langreyði. Samtökin telja að veiðileyfi Hvals hafi runnið úr gildi þar sem að á tímabili, frá 2016 til 2017, var ekkert veitt. Í bréfi samtakanna til lögreglustjórans á Vesturlandi er á það bent að sé ekkert veitt í 12 mánuði eigi leyfið að renna út.
Meint brot Hvals hf. skal rannsaka nánar
Ríkissaksóknari hefur ógilt ákvörðun lögreglustjórans á Vesturlandi um að hætta rannsókn á einu þriggja meintra brota Hvals hf. á reglum um hvalveiðar og vill að það verði rannsakað nánar. Þetta kemur fram í erindi ríkissaksóknara til Lögreglustjórans á Vesturlandi.
Útganga Japans hefur ekki áhrif á viðskipti
Brotthvarf Japans úr Alþjóðahvalveiðiráðinu ætti ekki að hafa nein áhrif á viðskipti Íslands með hvalaafurðir við Japan. Þetta kemur fram í svari Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns VG.
19.03.2019 - 06:29
Segja stjórnvöld ekki tala máli hvalaskoðunar
Íslensk hvalaskoðunarfyrirtæki telja stjórnvöld ekki tala sínu máli á vettvangi Alþjóðahvalveiðiráðsins. Fyrirtækin hafa ekki fengið að taka þátt í starfi Íslands á vegum ráðsins því íslensk stjórnvöld telja Alþjóðahvalveiðiráðið ekki mega fjalla um hvalaskoðun.
17.03.2019 - 15:17
Katrín vill betra mat á áhrifum hvalveiða
Katrín Jakbosdóttir forsætisráðherra ætlar að beita sér fyrir því að gert verði heildstæðara mat á áhrifum hvalveiða við Íslandsstrendur. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, spurði Katrínu út í hvalveiðar í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag.
01.03.2019 - 11:06
Leyfir áframhaldandi hvalveiðar
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra hefur heimilað áframhaldandi veiðar á langreyði og hrefnu næstu fimm árin, til ársins 2023.
19.02.2019 - 20:32
Undirbúa hvalveiðar í eigin lögsögu
Forsvarsmenn hvalveiða í Japan komu saman í morgun til þess að ræða fyrirkomulag veiða, en áformað er að hefja á ný hvalveiðar í japanskri lögsögu í sumar eftir þriggja áratuga hlé.
24.01.2019 - 09:39
Erlent · Asía · hvalveiðar · Japan
Gagnrýnir hvalveiðiskýrslu
Hagfræðistofnun virðist ekki hafa haft samband við hvalaskoðunarfyrirtæki við gerð skýrslu sinnar um hvalveiðar, þótt öðru sé haldið fram í skýrslunni. Þetta segir Aðalsteinn Svan Hjelm markaðsstjóri hjá hvalaskoðuninni við Hauganes í Eyjafirði.
24.01.2019 - 09:08
Hvalurinn hamlar loðnuveiðunum
Það var hending ef maður sá hval á loðnumiðunum fyrir 30 árum, segir Grétar Rögnvarsson skipstjóri á Jóni Kjartanssyni SU sem Eskja gerir út. Nú sé hann með allri ströndinni.
23.01.2019 - 09:09
Náttúrufræðistofnun Íslands:
Hagfræðingar misskilja stöðu hvala á válista
Nokkurs misskilnings gætir um stöðu hvala á válistum hér við land og á heimsvísu, í skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða. Á þetta er bent í grein sem Náttúrufræðistofnun Íslands birti á vef sínum í gær, þar sem rakin eru tvö dæmi um þetta í skýrslu Hagfræðistofnunar, annars vegar um búrhvali og hins vegar langreyði.
23.01.2019 - 03:05
Katrín: Hvalveiðiskýrslan sérkennilegt útspil
Gagnrýni á skýrslu Hagfræðistofnunar um hvalveiðar kallar á að ályktanir í henni séu skoðaðar betur, segir forsætisráðherra. Hún tekur undir með umhverfisráðherra og furðar sig á því að náttúruverndarsamtökum sé líkt við hryðjuverkasamtök.
18.01.2019 - 18:50
Viðtal
Rangt að veiða hval bara til að fá meiri fisk
Höfundar skýrslu Hagfræðistofnunar um hagkvæmni hvalveiða við Ísland ganga lengra í fullyrðingum sínum en Hafrannsóknastofnun er tilbúin að gera. Þetta er mat Gísla Víkingssonar, dýravistfræðings á Hafró. Aðalatriðið sé þó niðurstaða skýrslunnar, að hvalveiðar hafi ekki neikvæð áhrif á þjóðarbúið, hitt skipti ekki öllu. Gísli segir að hvalveiðar við Ísland séu sjálfbærar en honum finnst rangt að veiða hval til þess eins að það verði hugsanlega meiri fiskur í sjónum handa mannfólkinu.