Færslur: Hong Kong

Gríðarlegur samdráttur hjá HSBC bankanum
Hagnaður HSBC bankans, eins stærsta banka heims, hrapaði um 69 af hundraði á fyrri helmingi ársins, eftir skatta. HSBC-bankinn er fjölþjóðlegur banki með höfuðstöðvar í London.
03.08.2020 - 06:13
Mótmæla frestun kosninga í Hong Kong
Stjórnarandstæðingar í Hong Kong saka Carrie Lam, leiðtoga heimastjórnarinnar, um að nota COVID-19 farsóttina sem blóraböggul til að fresta kosningum til héraðsþings sjálfstjórnarsvæðisins.
31.07.2020 - 16:09
Andspyrnu viðhaldið í Hong Kong
Lýðræðissinnar í Hong Kong ætla sér áfram að spyrna fótum við herferð kínverskra stjórnvalda gegn pólítísku frelsi í borginni.
31.07.2020 - 04:54
Slakað á kröfum um veitingasölu í Hong Kong
Yfirvöld í Hong Kong hafa slakað á takmörkunum varðandi sölu á veitingum - einungis degi eftir að reglur voru hertar á ný vegna fjölgunar kórónuveirusmita.
30.07.2020 - 09:00
Covid-19: Hætta á ferðum í Hong Kong
Hætta er talin á gríðarlegri útbreiðslu kórónuveirunnar í Hong Kong. Svo rammt gæti kveðið að, að sjúkrahús gætu yfirfyllst á skammri stundu. Sömuleiðis er óttast um öryggi þeirra sem veik eru fyrir, einkum meðal eldri borgara.
29.07.2020 - 05:36
Yfirvöld í Hong Kong herða aðgerðir
Yfirvöld í Hong Kong herða nú aðgerðir til að hefta útbreiðslu veirunnar. Fólki er skylt að bera andlitsgrímur og í mesta lagi tveir mega hittast á almenningssvæðum. Veitingastaðir mega aðeins bjóða fólki upp á að taka mat með heim.
27.07.2020 - 09:43
Sérfræðingar vara við köldu stríði
Spenna magnast dag frá degi milli Bandaríkjanna og Kína. Svo rammt kveður að óeiningunni að sérfræðingar álíta að nýtt kalt stríð geti verið í uppsiglingu.
18.07.2020 - 04:07
Skólum í Hong Kong gert að hlýða
Skólafólk í Hong Kong óttast að nýju öryggislögin ógni því orðspori afburða og fræðilegs frelsis sem skólakerfið þar hefur aflað sér.
15.07.2020 - 04:51
Erlent · Hong Kong · Kína · mótmæli · háskólar · Menntun · Asía
Ákærur birtar baráttufólki í Hong Kong
Þrettán lýðræðissinnar í Hong Kong komu fyrir rétt í morgun þar sem birta átti þeim ákærur fyrir að hvetja til og taka þátt í ólöglegri samkomu í síðasta mánuði þegar þeir söfnuðust saman ásamt þúsundum annarra til að minnast atburðanna á Torgi hins himneska friðar árið 1989.
13.07.2020 - 08:32
Erlent · Asía · Kína · Hong Kong
Ástralir framlengja dvalarleyfi allra Hong Kong-búa
Áströlsk stjórnvöld framlengdu í dag vegabréfsáritanir þeirra um það bil 10.000 Hong Kong-búa sem eru í Ástralíu og tilkynntu yfirvöldum borgríkisins einhliða riftun á gagnkvæmum samningi Hong Kong og Ástralíu um framsal grunaðra og dæmdra brotamanna. Hvort tveggja er bein afleiðing hinna nýju öryggislaga sem Pekingstjórnin innleiddi í Hong Kong í liðinni viku og skerða mjög tjáningar- og skoðanafrelsi borgarbúa.
09.07.2020 - 04:43
Erlent · Asía · Eyjaálfa · Stjórnmál · Ástralía · Hong Kong · Kína · Bretland
Kínverska leyniþjónustan opnar útibú í Hong Kong
Kínversk yfirvöld opnuðu í dag höfuðstöðvar undirstofnunar eigin leyniþjónustu og öryggislögreglu í Hong Kong. Er þetta í fyrsta skipti sem slík stofnun starfar opinberlega í sjálfstjórnarhéraðinu. Höfuðstöðvarnar eru í stórhýsi á besta stað í miðborginni, þar sem til skamms tíma var rekið hótel.
08.07.2020 - 04:41
Pompeo segir koma til greina að banna TikTok
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði það koma til greina að banna kínverska appið TikTok í Bandaríkjunum. Ný öryggislög í Hong Kong tóku gildi 1. júlí sem auka meðal annars heimildir kínverskra yfirvalda til gagnasöfnunar.
07.07.2020 - 11:54
Lögreglan í Hong Kong má eyða óæskilegum upplýsingum
Samkvæmt nýjum öryggislögum hefur lögreglan í Hong Kong leyfi til þess að gera húsleitir og hafa eftirlit með fólki án sérstakrar heimildar. Auk þess hefur lögreglan nú vald til þess að stýra og eyða upplýsingum af vefsíðum.
07.07.2020 - 06:12
Erlent · Asía · Kína · Hong Kong
Skólar í Hong Kong þurfa að fjarlægja bækur
Stjórnvöld í Hong Kong hafa skipað skólastjórnendum að fara yfir bækur sem nemendur hafa aðgang að og fjarlægja þær sem brjóta í bága við nýju öryggislögin sem kínverska þingið samþykkti í síðustu viku.
06.07.2020 - 17:21
Bækur hverfa úr hillum bókasafna Hong Kong
Bækur ritaðar af lýðræðissinnum hafa verið teknar úr hillum bókasafna í Hong Kong. Joshua Wong, einn helsti talsmaður ungra lýðræðissinna, heldur að þær hafi verið fjarlægðar vegna nýju öryggislaganna sem tóku gildi í Hong Kong um mánaðamótin. Wong, sem á eina þeirra bóka sem hvarf úr bókasafnskerfinu, skrifaði á Facebook að öryggislögin séu í grunninn tæki til þess að glæpavæða tjáningu.
06.07.2020 - 05:51
Erlent · Asía · Stjórnmál · Kína · Hong Kong
Fyrsta ákæran á grundvelli öryggislaga í Hong Kong
23 ára karlmaður var sá fyrsti til að verða ákærður á grundvelli nýju öryggislaganna í Hong Kong. Al Jazeera greinir frá. Hann er ákærður fyrir að hvetja til aðskilnaðar og hryðjuverk. Tong Ying-kit ók mótorhjóli sínu á hóp lögreglu á mótmælasamkomu á miðvikudag.
04.07.2020 - 06:57
Hörð gagnrýni lögmanna í Hong Kong á nýju öryggislögin
Samtök lögmanna í Hong Kong lýsa þungum áhyggjum vegna nýju öryggislaganna sem tóku gildi í héraðinu í gær. Í yfirlýsingu samtakanna segir að lögin grafi undan sjálfstæði dómstóla í Hong Kong og dragi úr frelsi íbúa héraðsins. Eins greina þau frá áhyggjum sínum vegna loðins orðalags laganna. 
02.07.2020 - 05:54
Erlent · Asía · Stjórnmál · Kína · Hong Kong
Bandaríkjaþing samþykkir hertar aðgerðir gegn Kína
Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti einróma að beita þungum refsiaðgerðum gegn kínverskum embættismönnum og lögreglunni í Hong Kong vegna nýrra öryggislaga gagnvart íbúum Hong Kong. Á fyrsta degi nýju laganna voru nokkur hundruð handtekin í héraðinu.
02.07.2020 - 01:51
Vísa gagnrýni á öryggislögin á bug
Karlmaður með fána þar sem kallað er eftir sjálfstæði Hong Kong varð fyrstur til þess að vera handtekinn í héraðinu á grundvelli nýrra öryggislaga kínversku stjórnarinnar sem tóku gildi í dag. Lögreglan í Hong Kong greinir frá þessu á Twitter. 
01.07.2020 - 06:34
Áhyggjur af öryggislögunum fyrir Hong Kong
Evrópusambandið, Atlantshafsbandalagið og stjórnvöld í Bretlandi og fleiri ríkjum lýsa yfir áhyggjum og reiði vegna öryggislaganna fyrir Hong Kong sem kínverska þingið samþykkti í dag. Þau eru talin grafa undan réttarfarslegu sjálfstæði héraðsins og réttindum íbúanna.
30.06.2020 - 17:38
Erlent · Asía · Stjórnmál · Hong Kong · Kína
Öryggislög í Hong Kong taka gildi 1. júlí
Kínverska þingið samþykkti endanlega í dag umdeild öryggislög um Hong Kong. Með þeim verða allar tilraunir til að segja sig úr lögum við Kína refsiverðar. Hörð viðurlög verða við hvers kyns niðurrifsstarfsemi og leynilegum samskiptum við erlend öfl.
30.06.2020 - 04:48
Skora á Kínverja að hætta við löggjöf í Hong Kong
Utanríkisráðherrar sjö af helstu iðnríkjum heims hvöttu kínversk stjórnvöld í dag til að endurskoða nýja öryggislöggjöf sína sem gilda á í Hong Kong. Löggjöfin þykir draga mjög úr frelsi íbúa, meðal annars með því að banna undirróðursstarfsemi og takmarka möguleika íbúa til mótmæla.
17.06.2020 - 21:40
Johnson býður Hong Kong búa velkomna til Bretlands
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir íbúa Hong Kong eiga greiða leið til Bretlands ef Kínverjar ákveða að fullgilda ný lög um þjóðaröryggi í héraðinu. Hong Kong búar geta jafnvel orðið breskir ríkisborgarar, ílengist þeir í landinu.
03.06.2020 - 03:38
Lam gagnrýndi viðbrögð Bandaríkjamanna
Carrie Lam, leiðtogi heimastjórnarinnar í Hong Kong, sakaði ráðamenn í Bandaríkjunum um tvískinnung þegar hún fjallaði um mótmælin þar og óeirðir í morgun. Hún varaði bandarísk stjórnvöld við viðskiptaþvingunum gegn Hong Kong.
02.06.2020 - 08:56
Segjast svara Trump í sömu mynt
Kínversk stjórnvöld hótuðu í dag að svara í sömu mynt eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti kvaðst myndu banna námsvist sumra kínverskra námsmanna í Bandaríkjunum og binda enda á hagstæð viðskiptakjör Hong Kong.
01.06.2020 - 09:15