Færslur: Hong Kong

Rúmlega fimm ára fangelsi fyrir aðild að uppþotum
Dómstóll í Hong Kong dæmdi í morgun tvo unga menn í rúmlega fimm ára fangelsi fyrir óspektir sem tengjast andláti roskins manns meðan á hörðum mótmælum stóð árið 2019.
Xi: „Ekkert lýðræði í Hong Kong fyrr en Kína tók við“
Xi Jinping, forseti Kína, er í Hong Kong í sinni fyrstu opinberu heimsókn utan meginlands Kína í rúm tvö ár. Tilefni heimsóknarinnar er að 25 ár eru liðin frá því að Bretar afhentu Kínverjum yfirráð yfir borginni.
01.07.2022 - 04:32
Xi fer til Hong Kong að fagna 25 ára valdatíð Kínverja
Xi Jinping, forseti Kína, fer í opinbera heimsókn til Hong Kong í dag, föstudag. Hann verður viðstaddur hátíðahöld í tilefni þess að 25 ár er liðin frá því að Bretar afhentu Kínverjum yfirráð yfir borginni.
01.07.2022 - 01:45
Nýr leiðtogi Hong Kong hittir ráðamenn í Kína
John Lee, sem tekur við stjórnartaumum í Hong Kong 1. júlí, hélt til Beijing höfuðborgar Kína í morgun. Þar verður hann opinberlega settur inn í embættið og þiggur blessun helstu leiðtoga alþýðulýðveldisins.
28.05.2022 - 05:40
Nýr leiðtogi Hong Kong kjörinn í morgun
Fyrrverandi öryggisráðherra sem fór fyrir róttækum aðgerðum gegn mótmælendum úr hópi lýðræðissinna í Hong Kong var kjörinn æðsti embættismaður Kínastjórnar í borginni í morgun.
08.05.2022 - 00:45
Skæð bylgja og meirihluti eldri borgara óbólusettur
Covid-smitum hefur fjölgað mikið í borginni Hong Kong síðustu vikur. Heilbrigðiskerfið ræður illa við álagið, líkhús eru yfirfull og líkkistur að verða uppseldar.
19.03.2022 - 13:45
Hlutabréf féllu í morgun en olíuverð stóð í stað
Hlutabréf í Hong Kong féllu í verði við opnun markaða í morgun. Verð lækkaði á fleiri mörkuðum í Asíu og Eyjaálfu með nokkrum undantekningum þó. Sérfræðingar búast við áframhaldandi flökti á markaðnum.
Fjöldaskimunum frestað í Hong Kong
Carrie Lam, æðsti embættismaður Hong Kong, segir ekki lengur forgangsmál að skylda alla íbúa borgarinnar í PCR-próf. Þó stendur ekki til að hætta algerlega við þær fyrirætlanir.
Gull og olía hækka en verðbréf lækka
Verð á olíu og gulli hækkar hratt en verðbréf lækka vegna innrásar Rússa í Úkraínu.
07.03.2022 - 03:23
Neyðarástandi lýst yfir í Hong Kong
Neyðarlög tóku gildi í Hong Kong nú í morgun sem heimila læknum og hjúkrunarfólki frá meginlandinu að aðstoða í baráttunni við gríðarlega útbreiðslu COVID-19. Hingað til hefur heilbrigðisstarfsfólki af meginlandinu verið meinað að starfa í Hong Kong.
24.02.2022 - 05:30
Saknæmt að hvetja til minningarathafnar um Tiananmen
Dómstóll í Hong Kong felldi í gær dóm yfir lýðræðissinnaum Chow Hang-tung fyrir að hvetja til að haldin yrði minningarathöfn um mótmælin sem voru brotin á bak aftur á Tiananmen, Torgi hins himneska friðar, í Peking í Kína árið 1989.
04.01.2022 - 06:21
Þingmenn í Hong Kong sóru hollustueiða í morgun
Nýkjörnir fulltrúar héraðsþings Hong Kong sóru í morgun hollustueiða við hátíðlega athöfn. Ný ákvæði kosningalaga leyfa aðeins „föðurlandsvinum“ að gefa kost á sér og því sitja nánast engir stjórnarandstæðingar á þinginu.
03.01.2022 - 06:26
Fasteignarisinn Evergrande stöðvar hlutabréfaviðskipti
Stjórnendur kínverska fasteignarisans Evergrande tilkynntu í morgun stöðvun viðskipta með hlutabréf félagsins í kauphöllinni í Hong Kong. Fyrirtækið skuldar 300 milljarða bandaríkjadala og á í mesta basli með að standa við skuldbindingar sínar.
Ritstjórar Stand News í Hong Kong ákærðir
Núverandi og fyrrverandi ritstjórar fréttamiðilsins Stand News í Hong Kong voru í dag ákærðir fyrir uppreisn, án möguleika á að verða látnir lausir gegn tryggingu. Hundruð öryggislögreglumanna réðust í gær inn í höfuðstöðvar Stand News, höfðu á brott með sér fjölda gagna og handtóku sjö núverandi og fyrrverandi starsfmenn miðilsins.
30.12.2021 - 14:08
Blinken fordæmir atlögu að fjölmiðlum í Hong Kong
Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna fordæmir atlögu Kínastjórnar að frelsi fjölmiðla í Hong Kong. Stjórnendur fréttamiðilsins Stand News ákváðu í dag að loka honum eftir að öryggislögregla handtók sjö fyrrverandi og núverandi starfsmenn hans.
Fréttamiðlinum Stand News í Hong Kong lokað
Stjórnendur fréttamiðilsins Stand News í Hong Kong hafa ákveðið að loka honum eftir að sjö fyrrverandi og núverandi starfsmenn hans voru handteknir fyrr í dag. Miðillinn barðist fyrir lýðræðisumbótum í héraðinu.
29.12.2021 - 12:15
Starfsmenn fréttablaðs handteknir í Hong Kong
Öryggislögregla í Hong Kong handtók sex fyrrverandi og núverandi starfsmenn fréttaritsins Stand News nú í nótt. Samkvæmt upplýsingum lögreglu var gerð húsleit í aðalstöðvum blaðsins í Kwun Tong hverfinu.
29.12.2021 - 02:44
Listamenn í Hong Kong æfir vegna niðurrifs minnismerkis
Listamenn úr hópi andófsmanna mótmæla harðlega þeirri ákvörðun Hong Kong-háskóla að fjarlægja minnismerki um atburðina á Torgi hins himneska friðar árið 1989.
23.12.2021 - 12:45
Hong Kong
Fjarlægðu minnisvarða um myrta stúdenta
Stjórnendur Hong Kong-háskóla staðfestu í dag að stytta sem reist var við skólann til minningar um þau sem kínverskir hermenn drápu á Torgi hins himneska friðar í Peking í Kína árið 1989 hafi verið tekin i sundur og fjarlægð af lóð skólans 24 árum eftir að henni var komið þar fyrir. „Ákvörðunin um þessa gömlu styttu var tekin á grundvelli utanaðkomandi lögfræðiráðgjafar og áhættumats sem gert var með hagsmuni háskólans að leiðarljósi,“ segir í yfirlýsingu Hong Kong-háskóla.
23.12.2021 - 00:55
Erlent · Asía · Stjórnmál · Hong Kong · Kína
Helmingi minni kjörsókn en í síðustu kosningum
Stjórnmálamenn- og hreyfingar hliðhollar Kommúnistaflokki Kína fengu mikinn meirihluta þingsæta í kosningum í Hong Kong í gær. Stjórnarandstæðingar hvöttu til sniðgöngu.
20.12.2021 - 07:17
Kosningar til héraðsþings Hong Kong hófust í morgun
Kosningar hófust í morgun í Hong Kong þar sem pólítíska yfirstéttin kýs fulltrúa á löggjafarþing borgarinnar. Framkvæmd kosninganna byggir á lagabreytingum sem gerðar voru í Kína á síðasta ári.
19.12.2021 - 02:40
Aldrei fleiri blaða- og fréttamenn í fangelsi
Alls sitja 488 fjölmiðlamenn í fangelsum um víða veröld sem er mesti fjöldi frá því frjálsu félagasamtökin Fréttamenn án landamæra tóku að fylgjast með og skrá slík mál.
Omíkron smitast 70 sinnum hraðar en delta
Rannsóknir vísindamanna við Hong Kong-háskóla sýna að omíkron-afbrigði kórónuveirunnar smitast sjötíu sinnum hraðar en önnur afbrigði. Gera má ráð fyrir að það verði orðið ríkjandi í Evrópu um miðjan næsta mánuð.
15.12.2021 - 17:36
Myndskeið
Hundruð lokuðust á þaki háhýsis
Slökkviliðs- og björgunarmönnum í Hong Kong tókst að bjarga á þrettánda hundrað manns þegar eldur kom upp í 38 hæða byggingu í borginni. Þrettán slösuðust, þar af einn alvarlega.
15.12.2021 - 12:35
Eldur í húsinu og hundrað föst uppi á þaki
Fleiri en hundrað eru nú föst uppi á þaki World Trade Centre-byggingarinnar í Hong Kong eftir að eldur kviknaði í húsinu.
15.12.2021 - 07:52