Færslur: Hong Kong

Fimm andófsmenn í Hong Kong dæmdir í fangelsi
Fimm þekktir og áhrifamiklir lýðræðissinnar og andófsmenn í Hong Kong voru í gær dæmdir til fangelsisvistar fyrir aðild sína að hörðum, fjölmennum og langvarandi mótmælum í borginni árið 2019. Fjölmiðlakóngurinn Jimmy Lai er í hópi fimmmenninganna, sem voru sakfelldir fyrr í þessum mánuði ásamt fjórum öðrum, þótt refsing þeirra væri ekki tilkynnt fyrr en í gær. Hann var dæmdur til 14 mánaða fangelsisvistar.
17.04.2021 - 06:34
Níu þekktar baráttumanneskjur fyrir lýðræði dæmdar
Níu þekktir og þrautreyndir andófsmenn í Hong Kong voru í morgun dæmdir fyrir sinn þátt í að skipuleggja og taka þátt í ólöglegum samkomum, þar á meðal einni fjölmennustu mótmælasamkomu í sögu borgarinnar í ágúst 2019. Í hópnum eru bæði karlar og konur. Sjö þeirra voru sakfelld í réttarsal í morgun en tveir höfðu þegar játað sekt sína. Öll níu eiga yfir höfði sér allt að fimm ára fangelsi.
Kínverjar herða tökin á héraðsþingi Hong Kong
Kínverska þingið samþykkti í morgun gagngerar breytingar á kosningakerfi Hong Kong. Breytingarnar felast í því að færri þingmenn eru kjörnir af íbúum héraðsins, á meðan meirihluti þingmanna er valinn eftir gaumgæfilega athugun nefndar á vegum kínversku stjórnarinnar.
30.03.2021 - 06:16
Erlent · Asía · Stjórnmál · Kína · Hong Kong
Raab sakar Kínverja um samningsbrot
Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, sakar Kínverja um að brjóta gegn samningi sínum við breska ríkið frá 1984 um stjórnarhætti í Hong Kong. Hann fordæmdi jafnframt samþykkt kínverska þingsins um að draga úr áhrifum almennings við val á leiðtogum héraðsins. Þess í stað var nefnd sem er hliðholl stjórnvöldum færð völd, og velur hún meirihluta þingmanna Hong Kong samkvæmt samþykkt þingsins.
14.03.2021 - 06:41
Bandaríkin og ESB fordæma ný lög um Hong Kong
Bandaríkin og Evrópusambandið fordæma samþykkt kínverska þingsins um breytingar á kosningalögum í Hong Kong. AFP fréttastofan greinir frá þessu. Bandaríkjastjórn segir lögin kæfa lýðræðið í héraðinu og þau séu bein árás á efnahag Hong Kong, frelsi þess og lýðræðislegar stofnanir.
12.03.2021 - 05:15
Kosningalögum breytt í Hong Kong
Kínverska þingið samþykkti nær einróma í morgun breytingar á kosningalögum fyrir Hong Kong sem meðal annars fela í sér að stjórnvöld í Peking geta meinað einstaklingum sem þeim er ekki að skapi að vera í framboði. Einn þingfulltrúa sat hjá við atkvæðagreiðsluna.
11.03.2021 - 07:55
Erlent · Asía · Kína · Hong Kong
Lam styður breytingar á kosningalögum
Carrie Lam, sem fer fyrir heimastjórninni í Hong Kong, kvaðst í morgun fylgjandi nýju frumvarpi um kjör fulltrúa á þingið í Hong Kong sem nú er til umræðu á kínverska þinginu sem kom saman fyrir helgi.
08.03.2021 - 09:34
Erlent · Asía · Kína · Hong Kong
Myndskeið
Hong Kong sem við þekktum er ekki lengur til
Hong Kong er orðið eins og hvert annað hérað í Kína eftir að ný öryggislöggjöf tók gildi og kínversk stjórnvöld hertu tökin, sagði Helgi Steinar Gunnlaugsson alþjóðastjórnmálafræðingur í sjónvarpsfréttum í kvöld. Bandaríkjastjórn og Evrópusambandið hafa gagnrýnt áform Kínastjórnar um breytingar á kosningalöggjöf í Hong Kong. Samkvæmt henni mega aðeins þeir gefa kost á sér í kosningum sem heita stjórnvöldum í Peking hollustu sinni.
06.03.2021 - 19:55
Erlent · Asía · Stjórnmál · Hong Kong · Kína
Enn þrengt að lýðræðissinnum í Hong Kong
Árleg samkoma kínverska þingsins var sett í morgun og stendur í eina viku. Athygli hefur vakið frumvarp, sem lagt var fram í morgun, um frambjóðendur til þings í Hong Kong og er talið munu torvelda lýðræðissinnum að komast þar að.
05.03.2021 - 12:00
Erlent · Asía · Kína · Hong Kong
Lýðræðissinnar ákærðir í Hong Kong
47 Hong Kong-búar voru í gær ákærðir vegna brota á nýjum öryggislögum kínverskra stjórnvalda. Allir eru þeir kærðir fyirr samsæri um niðurrifsstarfsemi. Þeir eiga yfir höfði sér allt að lífstíðarfangelsi verði þeir dæmdir.
01.03.2021 - 05:14
Lýðræðissinnar fyrir rétti í Hong Kong
Í morgun hófust í Hong Kong réttarhöld yfir níu lýðræðissinnum sem sakaðir eru um að hafa skipulagt mótmæli þar árið 2019. Í þessum hópi er fólk sem um árabil hefur staðið framarlega í réttindabaráttu í Hong Kong.
16.02.2021 - 08:31
Erlent · Asía · Kína · Hong Kong
Myndskeið
Heimsækir öll heimsins lönd án þess að nota flugvélar
Danskur ferðalangur hefur síðustu sjö ár unnið að því að heimsækja öll lönd í heiminum án þess að fara í flugvél. Hann á níu lönd eftir en hefur setið fastur í Hong Kong í heilt ár vegna heimsfaldursins.
14.02.2021 - 19:37
Bretar undirbúa komu þúsunda frá Hong Kong
Bresk yfirvöld undirbúa komu þúsunda sem vilja flýja fyrrverandi nýlendu þeirra Hong Kong. Fjöldi lýðræðissinna og stjórnmálamanna í héraðinu hafa flúið það eftir að stjórnvöld í Peking hertu tökin í fyrra með nýjum öryggislögum. CNN fréttastofan hefur eftir sérfræðingum að með nýju lögunum hafi sjálfstjórn héraðsins og aukið frelsi íbúa þess horfið.
30.01.2021 - 04:09
Hífði sig upp um 250 metra í hjólastól
Hinn 37 ára gamli Lai Chi-wai komst í metabækur í Hong Kong um helgina þegar hann hífði sig upp um 250 metra. Lai var bundinn fastur í hjólastólinn sinn, sem hann ferðast alla jafna um á. Það tók hann tíu klukkustundir að komast metrana 250.
18.01.2021 - 04:56
Erlent · Asía · Mannlíf · Hong Kong
Hong Kong búar sækja um vernd í Bandaríkjunum
Fimm lýðræðissinnar frá Hong Kong á þrítugsaldri eru komnir til Bandaríkjanna þar sem þeir vilja sækja um alþjóðlega vernd. Þeir flýðu til Taívan eftir að öryggissveitir tóku fjölda fólks höndum á grundvelli nýrra þjóðaröryggislaga Kínverja. 
16.01.2021 - 05:30
Joshua Wong handtekinn að nýju
Joshua Wong, einn helsti leiðtogi þeirra sem berjast fyrir lýðræðisumbótum í Hong Kong var handtekinn í að nýju nótt.
07.01.2021 - 06:26
Næsti utanríkisráðherra gagnrýnir handtökur í Hong Kong
Antony Blinken verðandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að handtökur andófsfólks í Hong Kong séu árás á það hugrakka fólk sem berjist fyrir almennum mannréttindum.
Fjöldahandtökur í Hong Kong
Allt að fimmtíu sem hafa verið áberandi í mótmælum í Hong Kong hafa verið handtekin.  Handtökurnar byggja á öryggislögum þeim sem Kínverjar settu síðasta sumar.
06.01.2021 - 01:36
Árið 2021 gengur í garð um heimsbyggð alla
Árið 2021 gekk fyrst í garð í eyríkjunum Kiribati og Samoa í Kyrrahafi. Næst hófst nýja árið á Nýja-Sjálandi þar sem fjölmenni safnaðist saman í miðborg höfuðborgarinnar Auckland og fylgdist með flugeldasýningu.
01.01.2021 - 06:28
Andófsfólk frá Hong Kong dæmt til fangavistar og sektar
Kínverskur dómstóll í Shenzen-héraði dæmdi í morgun tíu manns til allt að þriggja ára fangelsisvistar og fjársektar fyrir tilraun til að flýja Hong Kong síðastliðið sumar.
30.12.2020 - 04:44
Jimmy Lai látinn laus gegn tryggingu
Fjölmiðlamógúllinn Jimmy Lai, einn öflugasti og mest áberandi talsmaður lýðræðisafla í Hong Kong, var leystur úr haldi í morgun og leyft að fara heim gegn greiðslu hárrar tryggingar, eftir þriggja vikna fangelsisvist. Lai var handtekinn og ákærður fyrir brot á umdeildum og afar víðtækum öryggislögum, sem yfirvöld í Peking innleiddu í Hong Kong í sumar sem leið. Er hann meðal annars sakaður um ólöglegt leynimakk með ótilgreindum erlendum aðilum.
24.12.2020 - 03:11
Wong og félagar dæmdir í fangelsi
Andófsmaðurinn Joshua Wong, sem hefur verið í fararbroddi í mótmælum lýðræðissinna í Hong Kong, var í morgun dæmdur í þrettán og hálfs mánaðar fangelsi fyrir að hvetja til ólöglegra mótmæla í fyrra.
02.12.2020 - 09:08
Erlent · Asía · Kína · Hong Kong
Fangelsi bíður andófsfólks í Hong Kong
Dómur verður kveðinn upp í dag yfir þeim Joshua Wong, Ivan Lam og Agnesi Chow fyrir að egna til mótmæla í Hong Kong á síðasta ári. Þau gætu átt yfir höfði sér allt að þriggja ára fangvelsisvist.
02.12.2020 - 03:27
Þrír mótmælendur í Hong Kong kveðast sekir um andóf
Joshua Wong einn forystumanna lýðræðishreyfingarinnar í Hong Kong segist ætla að játa sekt sína við réttarhöld yfir honum í dag. Það á jafnframt við um tvo aðra andófsmenn.
23.11.2020 - 02:24
Skylduð í sýnatöku að viðlögðum sektum eða fangelsi
Frá og með deginum í dag er öllum íbúum Hong Kong sem tilheyra áhættuhópum skylt að undirgangast skimun fyrir COVID-19. Þau sem ekki hlýða þessu fyrirmælum og neita að láta taka úr sér sýni verða sektuð. Neiti fólk ítrekað að fara í skimun getur það átt von á allt að sex mánaða fangelsisdómi.
15.11.2020 - 06:21