Færslur: Hong Kong

Vilja að lög um Hong Kong taki þegar gildi
Stjórnvöld í Peking segja nauðsynlegt að ný öryggislög varðandi Hong Kong taki gildi án tafar. Samþykkt laganna varð kveikjan að miklum mótmælum í héraðinu um helgina. Lýðræðissinnar í Hong Kong óttast að lögin skerði frelsi þeirra og réttindi.
24.05.2020 - 23:53
Erlent · Asía · Stjórnmál · Kína · Hong Kong
Hljóð
Beittu táragasi og vatnsþrýstibyssum gegn mótmælendum
Lögreglan í Hong Kong beitti táragasi og vatnsþrýstibyssum gegn mótmælendum í Hong Kong í morgun. Þúsundir komu saman miðborginni til þess að mótmæla nýjum lögum sem kínverska þingið kynnti fyrir helgi.
24.05.2020 - 12:18
Lög um öryggi Hong Kong samþykkt í Kína
Ný löggjöf um öryggismál í Hong Kong var samþykkt án umræðu á kínverska þinginu í morgun. Lýðræðissinnar í Hong Kong hafa þegar boðað til mótmæla vegna þessa. Þeir telja lögin eiga eftir að skerða réttindi íbúa héraðsins.
22.05.2020 - 05:35
Erlent · Asía · Stjórnmál · Kína · Hong Kong
Óttast að ný lög þýði endalok Hong Kong
Lýðræðissinnar í Hong Kong óttast að ný lög sem kínversk stjórnvöld hyggjast ræða um á morgun marki endalok Hong Kong í núverandi mynd. Kínverska þingið ætlar að ræða lög sem banna uppreisnaráróður og niðurrifsstarfsemi. Meðmælendur frumvarpsins segja það nauðsynlegt til þess að stemma stigu við ofbeldisfullum mótmælum líkum þeim sem urðu í fyrra. Andstæðingar óttast á móti að lögin verði notuð til þess að hafa af þeim grundvallar réttindi. 
22.05.2020 - 00:25
Erlent · Asía · Stjórnmál · Hong Kong · Kína
Fimmtán ákærðir í Hong Kong
Fimmtán voru í morgun ákærðir fyrir þátttöku í ólöglegum mótmælum lýðræðissinna í Hong Kong á síðasta ári. Fimm þeirra eiga yfir höfði sér allt að fimm ára fangelsisvist.
18.05.2020 - 10:08
Erlent · Asía · Kína · Hong Kong
Handtóku söngglaða mæðradagsmótmælendur
Stjórnarandstæðingar í Hong Kong efndu til mótmæla í dag. Þau voru hins vegar mjög ólík þeim fjölmennu mótmælum sem settu svip sinn á borgina á síðasta ári. Yfirvöld höfðu bannað mótmælagöngur og því brást fólk við með því að mótmæla í smærri hópum í verslunarmiðstöðvum. Óeirðarlögreglumenn þustu þá inn í miðstöðvarnar til að þagga niður í mótmælendum og handtaka þá.
10.05.2020 - 21:39
Risapöndupar nýtir samkomubann til ástarleikja
Miðaldra risapöndupar í skemmtigarði í Hong Kong nýtur greinilega friðsins sem það fær á meðan útgöngubann er í borginni. Parið stundaði í fyrsta sinn kynmök síðan þau voru flutt í garðinn árið 2007. 
08.04.2020 - 05:35
Erlent · Asía · Dýralíf · Pöndur · Hong Kong
Engir nema heimamenn fá að koma
Enginn nema íbúar Hong Kong fá að koma þangað frá miðnætti að staðartíma 25. þessa mánaðar. Carrie Lam, leiðtogi heimastjórnarinnar í Hong Kong, greindi frá þessu í morgun og sagði þetta gert til að reyna að draga úr COVID-19 smitum.
23.03.2020 - 08:55
Óeirðarlögreglumenn færðir í almenna löggæslu
Óeirðarlögreglumenn í Hong Kong hverfa aftur til fyrri starfa innan lögreglunnar á næstunni þar sem mótmælaöldur í héraðinu hafa lægt að sögn embættisins. Fjöldi lögreglumanna hefur gegnt sérstakri gæslu við mótmælin, sem urðu oft á tíðum ofbeldisfull þá sjö mánuði sem þau stóðu yfir. Þeir fara nú aftur að sinna hefðbundnari hlutverkum á borð við að koma í veg fyrir glæpi og umferðarstjórn. 
27.02.2020 - 06:28
Yfirvöld í Hong Kong útdeila peningum
Um sjö milljónir íbúa Hong Kong átján ára og eldri fá jafnvirði um 165.000 krónur hver frá yfirvöldum, en það er liður umfangsmiklum aðgerðum til að örva þar efnahagslíf.
26.02.2020 - 08:47
Hong kong
14 daga einangrun skylda eftir komu frá Kína
Viðvörunarstig vegna 2019-kórónaveirunnar hefur verið hækkað í Singapúr og fólk hamstrar nauðsynjar í verslunum. Staðfest andlát vegna veirunnar eru orðin 722, öll nema tvö á meginlandi Kína. Í Hong kong er ferðalöngum frá Kína skylt að vera í einangrun í 14 daga eftir komuna þangað.
08.02.2020 - 13:11
Allir frá meginlandinu settir í einangrun
Allir þeir sem koma til Hong Kong frá meginlandi Kína verða settir í hálfs mánaðar einangrun. 
05.02.2020 - 10:13
Starfsfólk beðið um að fara í launalaust leyfi
Forsvarsmenn flugfélagsins Cathay Pacific í Hong Kong hafa beðið starfsfólk, 27.000 að tölu, um að fara í launalaust leyfi í þrjár vikur vegna erfiðleika félagsins og óvissuástands af völdum kórónaveirunnar í Kína. 
05.02.2020 - 08:27
Nær 4.000 í einangrun í farþegaskipi vegna Wuhan-veiru
Minnst tíu farþegar á skemmtiferðaskipi, sem kyrrsett var og sett í sóttkví utan við Yokohamahöfn í Japan, eru smitaðir af Wuhan-veirunni. Rúmlega 3.700 manns eru um borð og ráðgert er að taka sýni úr þeim öllum til að kanna hvort fleiri eru smitaðir. Það má heita líklegra en ekki að svo sé, því aðeins er búið að greina 31 af þeim ríflega 200 sýnum sem búið er að taka, og tíu af þeim reyndust jákvæð.
05.02.2020 - 03:31
Annað dauðsfallið utan Kína
Annað dauðsfallið af völdum Wuhan-kórónaveirunnar utan meginlands Kína var staðfest í morgun. Heilbrigðisyfirvöld í Hong Kong greindu frá því að 39 ára karlmaður hafi látið lífið. Hann bjó í Hong Kong en var á ferðalagi í Wuhan í síðasta mánuði. Hann fór heim með hraðlest 23. janúar. 
04.02.2020 - 06:58
Réðust að byggingu sem ætluð var sýktum af kórónaveiru
Mótmælendur í Hong Kong réðust í dag að íbúðarhúsnæði sem nota átti sem sóttkví fyrir þá sem sýktir eru af kórónaveirunni sem nú breiðist hratt út. Yfirvöld í sjálfstjórnarhéraðinu lýstu í gær yfir neyðarástandi vegna faraldursins.
26.01.2020 - 16:01
Hong Kong
Skólum og Disneylandi lokað og hátíðarhöldum aflýst
Stjórnendur Disneyland-skemmtigarðsins í Hong Kong tilkynntu í morgun að garðurinn yrði lokaður í dag og ekki opnaður aftur fyrr en tryggt þykir að gestum og starfsfólki garðsins standi ekki lengur bráð ógn af mannskæðum veirufaraldrinum sem nú geisar í Kína og skotið hefur upp kollinum í Hong Kong. Yfirvöld í sjálfstjórnarhéraðinu lýstu í gær yfir neyðarástandi vegna kórónaveirufaraldursins, sem veldur bráðri, alvarlegri lungnabólgu og hefur þegar orðið 56 manns að bana.
26.01.2020 - 05:33
Formanni mannréttindasamtaka vísað frá Hong Kong
Kenneth Roth, formanni mannréttindasamtakanna Human Rights Watch, fékk ekki að koma til Hong Kong. Þarlend stjórnvöld meinuðu honum það þegar hann lenti á flugvellinum þar í gær. Mannréttindasamtökin ætluðu að kynna nýja skýrslu um mannréttindabrot kínverskra stjórnvalda.
13.01.2020 - 09:53
Mótmæli í Hong Kong um áramót
Mótmæli hafa verið boðuð í Hong Kong á gamlársdag og nýársdag. Lögregla hefur veitt heimild til mótmælagöngu á nýársdag.
30.12.2019 - 08:14
Erlent · Asía · Kína · Hong Kong
Enn er mótmælt í Hong Kong
Mótmæli héldu áfram í Hong Kong í dag, jóladag, og enn kom til átaka milli mótmælenda og lögreglu. Lögregla beitti hvort tveggja táragasi og piparúða gegn mótmælendum, sem söfnuðust saman til aðgerða í nokkrum fjölsóttum verslunarhverfum og verslanamiðstöðvum. Aðgerðirnar voru þannig beint framhald af mótmælum sem brutust út á aðfangadagskvöld þar eystra. Þá köstuðu þeir mótmælendur sem lengst gengu bensínsprengjum og aðrir settu upp götuvígi.
26.12.2019 - 01:45
Táragasi beitt gegn mótmælendum í Hong Kong
Til átaka kom milli mótmælenda og lögreglu í Hong Kong í dag þegar þúsundir mótmæltu í verslunarmiðstöðum og á helstu ferðamannastöðum. Mótmælendur, sem voru margir hverjir með grímur og höfuðföt sem líktust hreindýrahornum, hentu lausamunum í lögreglu.
24.12.2019 - 16:23
Stjórnvöld í Peking styðja Lam
Carrie Lam , leiðtogi heimastjórnarinnar í Hong Kong, nýtur enn stuðnings stjórnvalda i Peking sem auk þess styðja tilraunir hennar og heimastjórnarinnar við að tryggja hagsæld og stöðugleika í héraðinu.
16.12.2019 - 09:39
Erlent · Asía · Kína · Hong Kong
Mótmælendur gefa stjórninni lokatækifæri
Fjölmennustu mótmæli í marga mánuði voru í Hong Kong í dag. Skipuleggjendur mótmælanna telja um 800 þúsund hafa komið saman í borginni, en lögreglan segir mótmælendurna hafa verið rúmlega 180 þúsund. Þetta var í fyrsta sinn síðan í ágúst sem lögreglan gaf leyfi fyrir mótmælum lýðræðishreyfingarinnar Civil Human Rights Front.
08.12.2019 - 23:09
Erlent · Asía · Hong Kong · Kína
Umsátrinu um Tækniháskólann lokið
Umsátri lögreglu um Tækniháskólann í Hong Kong er lokið. Lögregla hélt inn í skólabyggingar í gær eftir að forráðamenn skólans tilkynntu að nær allir mótmælendur væru farnir þaðan.
29.11.2019 - 08:31
Erlent · Asía · Kína · Hong Kong
Staðfesti lög til stuðnings mótmælendum í Hong Kong
Donald Trump Bandaríkjaforseti undirritaði í gær lög til stuðnings mótmælendum í Hong Kong. Yfirvöld Hong Kong lýsa yfir „gríðarlegum vonbrigðum vegna þessa og stjórnvöld í Peking hafa þegar fordæmt lögin og lýst því yfir að þau muni grípa til harðra gagnráðstafana.
28.11.2019 - 05:48