Færslur: Hong Kong

Dæmdur fyrir brot gegn öryggislögum Hong Kong
Dómur hefur fallið í máli fyrsta íbúa Hong Kong til að vera kærður fyrir brot gegn nýjum öryggislögum. Hinn 24 ára gamli Tong Ying-kit var dæmdur sekur í dag eftir að hafa ekið mótorhjóli inn í hóp lögreglumanna vopnaður byltingarfána.
27.07.2021 - 08:08
Bandaríkjastjórn varar við viðskiptum í Hong Kong
Bandaríkjastjórn varar fjármálageirann vestanhafs við þeirri auknu hættu sem stafar af því að halda starfsemi áfram í Hong Kong vegna aðgerða kínverskra stjórnvalda í héraðinu. Yfirvöld í Bandaríkjunum greindu jafnframt frá því að sjö kínverskum embættismönnum í Hong Kong hafi verið bætt á lista þeirra sem sæta viðskiptaþvingunum í tengslum við ný öryggislög sem sett voru í héraðinu í fyrra.
17.07.2021 - 01:06
,,Rauð ferðamennska" eykst í Kína
Mikil aukning hefur orðið á svokallaðri ,,rauðri ferðamennsku" í Kína í tengslum við 100 ára afmæli kommúnistaflokksins. Kínverjar ferðast til staða sem tengdir eru sögu flokksins, margir þessara ferðamanna eru fólk á eftirlaunum. Yfirvöld hafa hvatt landsmenn til að heimsækja staði sem tengjast lykilatburðum í sögu kínverska kommúnistaflokksins.
04.07.2021 - 13:05
Sjónvarpsfrétt
Gagnrýninn fjölmiðill neyðist til að leggja upp laupana
Útgáfu dagblaðs sem hefur gagnrýnt yfirvöld í Hong Kong og Kína var hætt í dag. Kínversk stjórnvöld hafa hert tökin í sjálfstjórnarhéraðinu og á grundvelli nýrra laga hafa stjórnendur blaðsins verið handteknir og eignir þess frystar.
23.06.2021 - 19:39
„Fjölmiðlar eiga ekki að grafa undan ríkisstjórninni“
Fjölmiðlar í Hong Kong skyldu láta eiga sig að grafa undan ríkisstjórninni segir Carrie Lam, æðsti embættismaður borgarinnar. Hún var með þessum orðum að bregðast við gagnrýni vestrænna ríkja við aðgerðum kínverskra stjórnvalda gagnvart dagblaðinu Apple Daily.
22.06.2021 - 05:31
Eigur Apple Daily frystar - stefnir í að útgáfan hætti
Ólíklegt er að dagblaðið Apple Daily sem gefið er út í Hong Kong geti greitt starfsfólki laun og stendur því frammi fyrir því að útgáfu verði hætt. Kínversk stjórnvöld frystu eigur félagsins sem gefur blaðið út með heimild í öryggislögum sem sett voru á síðasta ári.
21.06.2021 - 05:37
Ákærðir fyrir samsæri gegn kínverskum stjórnvöldum
Aðalritstjóri og framkvæmdastjóri útgáfu dagblaðsins Apple Daily voru leiddir fram fyrir dómara í Hong Kong í dag en þeir eru ákærðir fyrir samsæri gegn stjórnvöldum í Kína. 
„Við verðum að pressa áfram“
Dagblaðið Apple Daily kom út í Hong Kong í morgun að staðartíma sólarhring eftir að öryggislögregla gerði áhlaup á ritstjórnarskrifstofur þess. Upplagið er margfalt það sem venjan er en blaðið er víða uppselt.
18.06.2021 - 03:36
Myndskeið
Áhlaup á skrifstofur dagblaðs í Hong Kong
Lögregla í Hong Kong gerði áhlaup á skrifstofur dagblaðsins Apple Daily í morgunsárið þar eystra. Það er í annað sinn á innan við ári sem lögregla ræðst til inngöngu á skrifstofurnar.
17.06.2021 - 00:54
Lýðræðissinni handtekinn í Hong Kong
Lýðræðissinninn Chow Hang-tung var handtekin í Hong Kong í morgun. Að sögn AFP fréttastofunnar biður fjórir lögreglumenn í borgaralegum klæðum fyrir utan skrifstofubyggingu hennar í miðborg Hong Kong, handtóku hana, færðu hana inn í svartan bíl og óku á brott.
04.06.2021 - 06:47
Erlent · Asía · Stjórnmál · Kína · Hong Kong
Fimm andófsmenn í Hong Kong dæmdir í fangelsi
Fimm þekktir og áhrifamiklir lýðræðissinnar og andófsmenn í Hong Kong voru í gær dæmdir til fangelsisvistar fyrir aðild sína að hörðum, fjölmennum og langvarandi mótmælum í borginni árið 2019. Fjölmiðlakóngurinn Jimmy Lai er í hópi fimmmenninganna, sem voru sakfelldir fyrr í þessum mánuði ásamt fjórum öðrum, þótt refsing þeirra væri ekki tilkynnt fyrr en í gær. Hann var dæmdur til 14 mánaða fangelsisvistar.
17.04.2021 - 06:34
Níu þekktar baráttumanneskjur fyrir lýðræði dæmdar
Níu þekktir og þrautreyndir andófsmenn í Hong Kong voru í morgun dæmdir fyrir sinn þátt í að skipuleggja og taka þátt í ólöglegum samkomum, þar á meðal einni fjölmennustu mótmælasamkomu í sögu borgarinnar í ágúst 2019. Í hópnum eru bæði karlar og konur. Sjö þeirra voru sakfelld í réttarsal í morgun en tveir höfðu þegar játað sekt sína. Öll níu eiga yfir höfði sér allt að fimm ára fangelsi.
Kínverjar herða tökin á héraðsþingi Hong Kong
Kínverska þingið samþykkti í morgun gagngerar breytingar á kosningakerfi Hong Kong. Breytingarnar felast í því að færri þingmenn eru kjörnir af íbúum héraðsins, á meðan meirihluti þingmanna er valinn eftir gaumgæfilega athugun nefndar á vegum kínversku stjórnarinnar.
30.03.2021 - 06:16
Erlent · Asía · Stjórnmál · Kína · Hong Kong
Raab sakar Kínverja um samningsbrot
Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, sakar Kínverja um að brjóta gegn samningi sínum við breska ríkið frá 1984 um stjórnarhætti í Hong Kong. Hann fordæmdi jafnframt samþykkt kínverska þingsins um að draga úr áhrifum almennings við val á leiðtogum héraðsins. Þess í stað var nefnd sem er hliðholl stjórnvöldum færð völd, og velur hún meirihluta þingmanna Hong Kong samkvæmt samþykkt þingsins.
14.03.2021 - 06:41
Bandaríkin og ESB fordæma ný lög um Hong Kong
Bandaríkin og Evrópusambandið fordæma samþykkt kínverska þingsins um breytingar á kosningalögum í Hong Kong. AFP fréttastofan greinir frá þessu. Bandaríkjastjórn segir lögin kæfa lýðræðið í héraðinu og þau séu bein árás á efnahag Hong Kong, frelsi þess og lýðræðislegar stofnanir.
12.03.2021 - 05:15
Kosningalögum breytt í Hong Kong
Kínverska þingið samþykkti nær einróma í morgun breytingar á kosningalögum fyrir Hong Kong sem meðal annars fela í sér að stjórnvöld í Peking geta meinað einstaklingum sem þeim er ekki að skapi að vera í framboði. Einn þingfulltrúa sat hjá við atkvæðagreiðsluna.
11.03.2021 - 07:55
Erlent · Asía · Kína · Hong Kong
Lam styður breytingar á kosningalögum
Carrie Lam, sem fer fyrir heimastjórninni í Hong Kong, kvaðst í morgun fylgjandi nýju frumvarpi um kjör fulltrúa á þingið í Hong Kong sem nú er til umræðu á kínverska þinginu sem kom saman fyrir helgi.
08.03.2021 - 09:34
Erlent · Asía · Kína · Hong Kong
Myndskeið
Hong Kong sem við þekktum er ekki lengur til
Hong Kong er orðið eins og hvert annað hérað í Kína eftir að ný öryggislöggjöf tók gildi og kínversk stjórnvöld hertu tökin, sagði Helgi Steinar Gunnlaugsson alþjóðastjórnmálafræðingur í sjónvarpsfréttum í kvöld. Bandaríkjastjórn og Evrópusambandið hafa gagnrýnt áform Kínastjórnar um breytingar á kosningalöggjöf í Hong Kong. Samkvæmt henni mega aðeins þeir gefa kost á sér í kosningum sem heita stjórnvöldum í Peking hollustu sinni.
06.03.2021 - 19:55
Erlent · Asía · Stjórnmál · Hong Kong · Kína
Enn þrengt að lýðræðissinnum í Hong Kong
Árleg samkoma kínverska þingsins var sett í morgun og stendur í eina viku. Athygli hefur vakið frumvarp, sem lagt var fram í morgun, um frambjóðendur til þings í Hong Kong og er talið munu torvelda lýðræðissinnum að komast þar að.
05.03.2021 - 12:00
Erlent · Asía · Kína · Hong Kong
Lýðræðissinnar ákærðir í Hong Kong
47 Hong Kong-búar voru í gær ákærðir vegna brota á nýjum öryggislögum kínverskra stjórnvalda. Allir eru þeir kærðir fyirr samsæri um niðurrifsstarfsemi. Þeir eiga yfir höfði sér allt að lífstíðarfangelsi verði þeir dæmdir.
01.03.2021 - 05:14
Lýðræðissinnar fyrir rétti í Hong Kong
Í morgun hófust í Hong Kong réttarhöld yfir níu lýðræðissinnum sem sakaðir eru um að hafa skipulagt mótmæli þar árið 2019. Í þessum hópi er fólk sem um árabil hefur staðið framarlega í réttindabaráttu í Hong Kong.
16.02.2021 - 08:31
Erlent · Asía · Kína · Hong Kong
Myndskeið
Heimsækir öll heimsins lönd án þess að nota flugvélar
Danskur ferðalangur hefur síðustu sjö ár unnið að því að heimsækja öll lönd í heiminum án þess að fara í flugvél. Hann á níu lönd eftir en hefur setið fastur í Hong Kong í heilt ár vegna heimsfaldursins.
14.02.2021 - 19:37
Bretar undirbúa komu þúsunda frá Hong Kong
Bresk yfirvöld undirbúa komu þúsunda sem vilja flýja fyrrverandi nýlendu þeirra Hong Kong. Fjöldi lýðræðissinna og stjórnmálamanna í héraðinu hafa flúið það eftir að stjórnvöld í Peking hertu tökin í fyrra með nýjum öryggislögum. CNN fréttastofan hefur eftir sérfræðingum að með nýju lögunum hafi sjálfstjórn héraðsins og aukið frelsi íbúa þess horfið.
30.01.2021 - 04:09
Hífði sig upp um 250 metra í hjólastól
Hinn 37 ára gamli Lai Chi-wai komst í metabækur í Hong Kong um helgina þegar hann hífði sig upp um 250 metra. Lai var bundinn fastur í hjólastólinn sinn, sem hann ferðast alla jafna um á. Það tók hann tíu klukkustundir að komast metrana 250.
18.01.2021 - 04:56
Erlent · Asía · Mannlíf · Hong Kong
Hong Kong búar sækja um vernd í Bandaríkjunum
Fimm lýðræðissinnar frá Hong Kong á þrítugsaldri eru komnir til Bandaríkjanna þar sem þeir vilja sækja um alþjóðlega vernd. Þeir flýðu til Taívan eftir að öryggissveitir tóku fjölda fólks höndum á grundvelli nýrra þjóðaröryggislaga Kínverja. 
16.01.2021 - 05:30