Færslur: Hong Kong

Grunlaus kaupandi eyðilagði verðmæta bókrollu
Kaupandi bókrollu nokkurrar skar hana í tvennt þar sem honum þótti hún full löng. Hann hafði keypt hana á 500 Hong Kong dali, jafnvirði um níu þúsund króna. Það sem kaupandinn vissi efalaust ekki var að bókrollan var margra milljóna virði, skrifuð af Mao Zedong, fyrrum leiðtoga Kína.
08.10.2020 - 06:57
Kínastjórn hvött til endurskoðunar á öryggislögum
Frelsi Hong Kong stendur mikil ógn af öryggislögunum sem Kínastjórn setti fyrr í sumar. Þau eru sömuleiðis brot á alþjóðlegum lagaskyldum Kína. Þetta kemur fram í bréfi sérstakrar mannréttindanefndar á vegum Sameinuðu þjóðanna.
Umfangsmiklar sýnatökur í Hong Kong
Í morgun hófust í Hong Kong skipulagðar sýnatökur vegna kórónuveirufalaraldursins og leggja yfirvöld kapp á að fá sem flesta til að taka þátt í þeim.
01.09.2020 - 08:01
Þingmenn handteknir í Hong Kong
Tveir stjórnarandstöðuþingmenn voru meðal fjölda fólks sem var handtekinn í Hong Kong í morgun. Vel á annan tug manna var handtekinn í aðgerð sem einblínir á mótmæli lýðræðissinna í fyrra. AFP fréttastofan hefur eftir stjórnmálaflokki þeirra Lam Cheuk-ting og Ted Hui að þeir hafi verið handteknir snemma í morgun þegar lögregla leitaði á heimili þeirra.
26.08.2020 - 06:44
Kínverjar og Bandaríkjamenn vilja halda lífi í samningi
Samningamenn Kína og Bandaríkjanna ræddu saman í síma í gær um viðskiptasamning milli ríkjanna. Þeir kveðast sammála um að nauðsynlegt sé mynda þær aðstæður og andrúmsloft sem þurfi halda áfram þar sem frá var horfið fyrr á árinu.
Breski herinn hættir þjálfun í Hong Kong
Stjórnvöld í Bretlandi hafa ákveðið að banna hernum að þjálfa lögregluna í Hong Kong og tvær aðrar öryggisstofnanir í héraðinu. Ákvörðunin er tekin vegna versnandi sambands Breta og Kínverja. 
17.08.2020 - 04:52
Erlent · Asía · Bretland · Hong Kong · Kína
750 þúsund látin af völdum Covid-19 í heiminum
Tæplega 750 þúsund hafa látist af völdum kórónuveirunnar á heimsvísu. Þetta sýna nýjar tölur sem AFP fréttastofan birti í morgun. 20.666.110 skráð tilfelli eru í 196 löndum og landsvæðum samkvæmt sömu tölum.
Bandarískir þingmenn bannaðir af Kínastjórn
Kínastjórn ákvað í dag að setja ótilgreint viðskiptabann á öldungadeildarþingmanninn Marco Rubio og tíu aðra Bandaríkjamenn vegna harðrar andstöðu þeirra við beitingu öryggislaga í Hong Kong.
10.08.2020 - 15:16
Áhrifamaður í stjórnarandstöðu handtekinn í Hong Kong
Jimmy Lai, fjölmiðlamógúll og einn helsti leiðtogi lýðræðis- og sjálfstæðissinna í Hong Kong hefur verið handtekinn, ákærður fyrir ólöglegt samstarf við erlend öfl. Ákæran er gefin út á grundvelli umdeildrar öryggislöggjafar, sem Peking-stjórnin innleiddi í borgríkinu fyrir skemmstu.
10.08.2020 - 02:11
Erlent · Asía · Stjórnmál · Hong Kong · Kína
Gríðarlegur samdráttur hjá HSBC bankanum
Hagnaður HSBC bankans, eins stærsta banka heims, hrapaði um 69 af hundraði á fyrri helmingi ársins, eftir skatta. HSBC-bankinn er fjölþjóðlegur banki með höfuðstöðvar í London.
03.08.2020 - 06:13
Mótmæla frestun kosninga í Hong Kong
Stjórnarandstæðingar í Hong Kong saka Carrie Lam, leiðtoga heimastjórnarinnar, um að nota COVID-19 farsóttina sem blóraböggul til að fresta kosningum til héraðsþings sjálfstjórnarsvæðisins.
31.07.2020 - 16:09
Andspyrnu viðhaldið í Hong Kong
Lýðræðissinnar í Hong Kong ætla sér áfram að spyrna fótum við herferð kínverskra stjórnvalda gegn pólítísku frelsi í borginni.
31.07.2020 - 04:54
Slakað á kröfum um veitingasölu í Hong Kong
Yfirvöld í Hong Kong hafa slakað á takmörkunum varðandi sölu á veitingum - einungis degi eftir að reglur voru hertar á ný vegna fjölgunar kórónuveirusmita.
30.07.2020 - 09:00
Covid-19: Hætta á ferðum í Hong Kong
Hætta er talin á gríðarlegri útbreiðslu kórónuveirunnar í Hong Kong. Svo rammt gæti kveðið að, að sjúkrahús gætu yfirfyllst á skammri stundu. Sömuleiðis er óttast um öryggi þeirra sem veik eru fyrir, einkum meðal eldri borgara.
29.07.2020 - 05:36
Yfirvöld í Hong Kong herða aðgerðir
Yfirvöld í Hong Kong herða nú aðgerðir til að hefta útbreiðslu veirunnar. Fólki er skylt að bera andlitsgrímur og í mesta lagi tveir mega hittast á almenningssvæðum. Veitingastaðir mega aðeins bjóða fólki upp á að taka mat með heim.
27.07.2020 - 09:43
Sérfræðingar vara við köldu stríði
Spenna magnast dag frá degi milli Bandaríkjanna og Kína. Svo rammt kveður að óeiningunni að sérfræðingar álíta að nýtt kalt stríð geti verið í uppsiglingu.
18.07.2020 - 04:07
Skólum í Hong Kong gert að hlýða
Skólafólk í Hong Kong óttast að nýju öryggislögin ógni því orðspori afburða og fræðilegs frelsis sem skólakerfið þar hefur aflað sér.
15.07.2020 - 04:51
Erlent · Hong Kong · Kína · mótmæli · háskólar · Menntun · Asía
Ákærur birtar baráttufólki í Hong Kong
Þrettán lýðræðissinnar í Hong Kong komu fyrir rétt í morgun þar sem birta átti þeim ákærur fyrir að hvetja til og taka þátt í ólöglegri samkomu í síðasta mánuði þegar þeir söfnuðust saman ásamt þúsundum annarra til að minnast atburðanna á Torgi hins himneska friðar árið 1989.
13.07.2020 - 08:32
Erlent · Asía · Kína · Hong Kong
Ástralir framlengja dvalarleyfi allra Hong Kong-búa
Áströlsk stjórnvöld framlengdu í dag vegabréfsáritanir þeirra um það bil 10.000 Hong Kong-búa sem eru í Ástralíu og tilkynntu yfirvöldum borgríkisins einhliða riftun á gagnkvæmum samningi Hong Kong og Ástralíu um framsal grunaðra og dæmdra brotamanna. Hvort tveggja er bein afleiðing hinna nýju öryggislaga sem Pekingstjórnin innleiddi í Hong Kong í liðinni viku og skerða mjög tjáningar- og skoðanafrelsi borgarbúa.
09.07.2020 - 04:43
Erlent · Asía · Eyjaálfa · Stjórnmál · Ástralía · Hong Kong · Kína · Bretland
Kínverska leyniþjónustan opnar útibú í Hong Kong
Kínversk yfirvöld opnuðu í dag höfuðstöðvar undirstofnunar eigin leyniþjónustu og öryggislögreglu í Hong Kong. Er þetta í fyrsta skipti sem slík stofnun starfar opinberlega í sjálfstjórnarhéraðinu. Höfuðstöðvarnar eru í stórhýsi á besta stað í miðborginni, þar sem til skamms tíma var rekið hótel.
08.07.2020 - 04:41
Pompeo segir koma til greina að banna TikTok
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði það koma til greina að banna kínverska appið TikTok í Bandaríkjunum. Ný öryggislög í Hong Kong tóku gildi 1. júlí sem auka meðal annars heimildir kínverskra yfirvalda til gagnasöfnunar.
07.07.2020 - 11:54
Lögreglan í Hong Kong má eyða óæskilegum upplýsingum
Samkvæmt nýjum öryggislögum hefur lögreglan í Hong Kong leyfi til þess að gera húsleitir og hafa eftirlit með fólki án sérstakrar heimildar. Auk þess hefur lögreglan nú vald til þess að stýra og eyða upplýsingum af vefsíðum.
07.07.2020 - 06:12
Erlent · Asía · Kína · Hong Kong
Skólar í Hong Kong þurfa að fjarlægja bækur
Stjórnvöld í Hong Kong hafa skipað skólastjórnendum að fara yfir bækur sem nemendur hafa aðgang að og fjarlægja þær sem brjóta í bága við nýju öryggislögin sem kínverska þingið samþykkti í síðustu viku.
06.07.2020 - 17:21
Bækur hverfa úr hillum bókasafna Hong Kong
Bækur ritaðar af lýðræðissinnum hafa verið teknar úr hillum bókasafna í Hong Kong. Joshua Wong, einn helsti talsmaður ungra lýðræðissinna, heldur að þær hafi verið fjarlægðar vegna nýju öryggislaganna sem tóku gildi í Hong Kong um mánaðamótin. Wong, sem á eina þeirra bóka sem hvarf úr bókasafnskerfinu, skrifaði á Facebook að öryggislögin séu í grunninn tæki til þess að glæpavæða tjáningu.
06.07.2020 - 05:51
Erlent · Asía · Stjórnmál · Kína · Hong Kong
Fyrsta ákæran á grundvelli öryggislaga í Hong Kong
23 ára karlmaður var sá fyrsti til að verða ákærður á grundvelli nýju öryggislaganna í Hong Kong. Al Jazeera greinir frá. Hann er ákærður fyrir að hvetja til aðskilnaðar og hryðjuverk. Tong Ying-kit ók mótorhjóli sínu á hóp lögreglu á mótmælasamkomu á miðvikudag.
04.07.2020 - 06:57