Færslur: Hong Kong

Hong Kong búar sækja um vernd í Bandaríkjunum
Fimm lýðræðissinnar frá Hong Kong á þrítugsaldri eru komnir til Bandaríkjanna þar sem þeir vilja sækja um alþjóðlega vernd. Þeir flýðu til Taívan eftir að öryggissveitir tóku fjölda fólks höndum á grundvelli nýrra þjóðaröryggislaga Kínverja. 
16.01.2021 - 05:30
Joshua Wong handtekinn að nýju
Joshua Wong, einn helsti leiðtogi þeirra sem berjast fyrir lýðræðisumbótum í Hong Kong var handtekinn í að nýju nótt.
07.01.2021 - 06:26
Næsti utanríkisráðherra gagnrýnir handtökur í Hong Kong
Antony Blinken verðandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að handtökur andófsfólks í Hong Kong séu árás á það hugrakka fólk sem berjist fyrir almennum mannréttindum.
Fjöldahandtökur í Hong Kong
Allt að fimmtíu sem hafa verið áberandi í mótmælum í Hong Kong hafa verið handtekin.  Handtökurnar byggja á öryggislögum þeim sem Kínverjar settu síðasta sumar.
06.01.2021 - 01:36
Árið 2021 gengur í garð um heimsbyggð alla
Árið 2021 gekk fyrst í garð í eyríkjunum Kiribati og Samoa í Kyrrahafi. Næst hófst nýja árið á Nýja-Sjálandi þar sem fjölmenni safnaðist saman í miðborg höfuðborgarinnar Auckland og fylgdist með flugeldasýningu.
01.01.2021 - 06:28
Andófsfólk frá Hong Kong dæmt til fangavistar og sektar
Kínverskur dómstóll í Shenzen-héraði dæmdi í morgun tíu manns til allt að þriggja ára fangelsisvistar og fjársektar fyrir tilraun til að flýja Hong Kong síðastliðið sumar.
30.12.2020 - 04:44
Jimmy Lai látinn laus gegn tryggingu
Fjölmiðlamógúllinn Jimmy Lai, einn öflugasti og mest áberandi talsmaður lýðræðisafla í Hong Kong, var leystur úr haldi í morgun og leyft að fara heim gegn greiðslu hárrar tryggingar, eftir þriggja vikna fangelsisvist. Lai var handtekinn og ákærður fyrir brot á umdeildum og afar víðtækum öryggislögum, sem yfirvöld í Peking innleiddu í Hong Kong í sumar sem leið. Er hann meðal annars sakaður um ólöglegt leynimakk með ótilgreindum erlendum aðilum.
24.12.2020 - 03:11
Wong og félagar dæmdir í fangelsi
Andófsmaðurinn Joshua Wong, sem hefur verið í fararbroddi í mótmælum lýðræðissinna í Hong Kong, var í morgun dæmdur í þrettán og hálfs mánaðar fangelsi fyrir að hvetja til ólöglegra mótmæla í fyrra.
02.12.2020 - 09:08
Erlent · Asía · Kína · Hong Kong
Fangelsi bíður andófsfólks í Hong Kong
Dómur verður kveðinn upp í dag yfir þeim Joshua Wong, Ivan Lam og Agnesi Chow fyrir að egna til mótmæla í Hong Kong á síðasta ári. Þau gætu átt yfir höfði sér allt að þriggja ára fangvelsisvist.
02.12.2020 - 03:27
Þrír mótmælendur í Hong Kong kveðast sekir um andóf
Joshua Wong einn forystumanna lýðræðishreyfingarinnar í Hong Kong segist ætla að játa sekt sína við réttarhöld yfir honum í dag. Það á jafnframt við um tvo aðra andófsmenn.
23.11.2020 - 02:24
Skylduð í sýnatöku að viðlögðum sektum eða fangelsi
Frá og með deginum í dag er öllum íbúum Hong Kong sem tilheyra áhættuhópum skylt að undirgangast skimun fyrir COVID-19. Þau sem ekki hlýða þessu fyrirmælum og neita að láta taka úr sér sýni verða sektuð. Neiti fólk ítrekað að fara í skimun getur það átt von á allt að sex mánaða fangelsisdómi.
15.11.2020 - 06:21
Hong Kong-þingmenn reknir vegna skorts á föðurlandsást
Kínversk stjórnvöld samþykktu í morgun lög sem kveða á um að föðurlandsást skuli vera ófrávíkjanleg skylda þingmanna í Hong Kong og skilyrði fyrir áframhaldandi setu þeirra á þingi þessa fyrrverandi sjálfstjórnarhéraðs. Lögin höfðu ekki fyrr öðlast gildi en stjórnvöld í Hong Kong sviptu fjóra þingmenn lýðræðis- og sjálfstæðissinna þingsætum sínum.
11.11.2020 - 06:37
Erlent · Asía · Stjórnmál · Hong Kong · Kína
Grunlaus kaupandi eyðilagði verðmæta bókrollu
Kaupandi bókrollu nokkurrar skar hana í tvennt þar sem honum þótti hún full löng. Hann hafði keypt hana á 500 Hong Kong dali, jafnvirði um níu þúsund króna. Það sem kaupandinn vissi efalaust ekki var að bókrollan var margra milljóna virði, skrifuð af Mao Zedong, fyrrum leiðtoga Kína.
08.10.2020 - 06:57
Kínastjórn hvött til endurskoðunar á öryggislögum
Frelsi Hong Kong stendur mikil ógn af öryggislögunum sem Kínastjórn setti fyrr í sumar. Þau eru sömuleiðis brot á alþjóðlegum lagaskyldum Kína. Þetta kemur fram í bréfi sérstakrar mannréttindanefndar á vegum Sameinuðu þjóðanna.
Umfangsmiklar sýnatökur í Hong Kong
Í morgun hófust í Hong Kong skipulagðar sýnatökur vegna kórónuveirufalaraldursins og leggja yfirvöld kapp á að fá sem flesta til að taka þátt í þeim.
01.09.2020 - 08:01
Þingmenn handteknir í Hong Kong
Tveir stjórnarandstöðuþingmenn voru meðal fjölda fólks sem var handtekinn í Hong Kong í morgun. Vel á annan tug manna var handtekinn í aðgerð sem einblínir á mótmæli lýðræðissinna í fyrra. AFP fréttastofan hefur eftir stjórnmálaflokki þeirra Lam Cheuk-ting og Ted Hui að þeir hafi verið handteknir snemma í morgun þegar lögregla leitaði á heimili þeirra.
26.08.2020 - 06:44
Kínverjar og Bandaríkjamenn vilja halda lífi í samningi
Samningamenn Kína og Bandaríkjanna ræddu saman í síma í gær um viðskiptasamning milli ríkjanna. Þeir kveðast sammála um að nauðsynlegt sé mynda þær aðstæður og andrúmsloft sem þurfi halda áfram þar sem frá var horfið fyrr á árinu.
Breski herinn hættir þjálfun í Hong Kong
Stjórnvöld í Bretlandi hafa ákveðið að banna hernum að þjálfa lögregluna í Hong Kong og tvær aðrar öryggisstofnanir í héraðinu. Ákvörðunin er tekin vegna versnandi sambands Breta og Kínverja. 
17.08.2020 - 04:52
Erlent · Asía · Bretland · Hong Kong · Kína
750 þúsund látin af völdum Covid-19 í heiminum
Tæplega 750 þúsund hafa látist af völdum kórónuveirunnar á heimsvísu. Þetta sýna nýjar tölur sem AFP fréttastofan birti í morgun. 20.666.110 skráð tilfelli eru í 196 löndum og landsvæðum samkvæmt sömu tölum.
Bandarískir þingmenn bannaðir af Kínastjórn
Kínastjórn ákvað í dag að setja ótilgreint viðskiptabann á öldungadeildarþingmanninn Marco Rubio og tíu aðra Bandaríkjamenn vegna harðrar andstöðu þeirra við beitingu öryggislaga í Hong Kong.
10.08.2020 - 15:16
Áhrifamaður í stjórnarandstöðu handtekinn í Hong Kong
Jimmy Lai, fjölmiðlamógúll og einn helsti leiðtogi lýðræðis- og sjálfstæðissinna í Hong Kong hefur verið handtekinn, ákærður fyrir ólöglegt samstarf við erlend öfl. Ákæran er gefin út á grundvelli umdeildrar öryggislöggjafar, sem Peking-stjórnin innleiddi í borgríkinu fyrir skemmstu.
10.08.2020 - 02:11
Erlent · Asía · Stjórnmál · Hong Kong · Kína
Gríðarlegur samdráttur hjá HSBC bankanum
Hagnaður HSBC bankans, eins stærsta banka heims, hrapaði um 69 af hundraði á fyrri helmingi ársins, eftir skatta. HSBC-bankinn er fjölþjóðlegur banki með höfuðstöðvar í London.
03.08.2020 - 06:13
Mótmæla frestun kosninga í Hong Kong
Stjórnarandstæðingar í Hong Kong saka Carrie Lam, leiðtoga heimastjórnarinnar, um að nota COVID-19 farsóttina sem blóraböggul til að fresta kosningum til héraðsþings sjálfstjórnarsvæðisins.
31.07.2020 - 16:09
Andspyrnu viðhaldið í Hong Kong
Lýðræðissinnar í Hong Kong ætla sér áfram að spyrna fótum við herferð kínverskra stjórnvalda gegn pólítísku frelsi í borginni.
31.07.2020 - 04:54
Slakað á kröfum um veitingasölu í Hong Kong
Yfirvöld í Hong Kong hafa slakað á takmörkunum varðandi sölu á veitingum - einungis degi eftir að reglur voru hertar á ný vegna fjölgunar kórónuveirusmita.
30.07.2020 - 09:00